Lögberg - 02.10.1947, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. OKTÓBER, 1947
— logbErs----------------------------
OeflC út hvern flmtudaK af
THE COLUMBIA PRESS, LIMITED
695 Largent Ave., Winnipeg, Manitoba
Utanáskrift ritstjörans:
EDITOR LÖGBERG
195 Sargent Ave., Wínnipeg, Man
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið—Borgist fyrii^ram
The “L-ögrberg:” íb printed and pubiiahed by
The Columbia I*re«s, Limited, 695 Sarj£ent
Averrue, Winnipeg:, Manitoba, Canada.
Authorizod as-Sxond Ciass Mail,
Poet Office Dept., Oltawa.
PHONE 21 »04
Draumkonurnar tvær
í íslendingasögum, eða einni hinni
hádramatískustu í hópi þeirra, getur
um draumkonurnar tvær, draumkon-
una hina betri og draumkonuna hina
verri; önnur boðaði góðspá og líf, en
hin hrakspá og hel; báðar voru þær
nokkurs umkomnar, hvor á sína, vísu;
þær höfðu djúpstæð áhrif á líf einstakl-
ingsins, eða að minsta kosti á þann,
er trúnað lagði á mátt þeirra til ills eða
góðs; þær eru síður en svo aldauða enn
þann dag í dag, því enn vekja þær trú
á lífið, eða veikja hana eftir því, hvern-
ig til tekst um málaflutninginn, eða
eftir því hversu sterkir þeir eru á svell-
inu, eða vanstyrkir, er á vegi þeirra
verða.
“Einum lífið arma breiðir
öðrum dauðinn réttir hönd”.
Þegar menn láta illa í svefni, er
draumkonunni hinni verri ósjaldan um
kennt; en njóti menn á hinn bóginn
svefnværöar og dreymi fagra drauma,
er þess tíðum getið, að þar hafi draum-
konan hin betri að verki verið. En þótt
svefndraumar geti verið undursamlega
fagrir, verða þó vökudraumarnir feg-
urri og fullkomnari, því í kjölfar þeirra
sigla nytsamar og innviðastyrkar at-
hafnir.
í félagslífi okkar, og þá ekki hvað
síst á vettvangi þjóðræknisnjálanna,
togast á tvö öfl, værðar- eða uppgjaf-
arstefnan annars vegar, og baráttu-
stefnan hinsvegar, er eigi vill selja af
hendi fyr en þá í fulla hnefana sé kom-
ið, þá sérkosti,. er íslenzk bókmenning
býr yfir; hún nýtur óskiptrar samúðar
dímimkonunnar hinnar betri, og styrk-
ist fremur en veikist við aðsúg og á-
gjafir; þeir Birkibeinar, menn og kon-
ur, er baráttustefnunni ganga á hönd,
hvort heldur fylking þeirra er fámenn
eða fjölmenn, gera slíkt með það eitt
fyrir augum, að fyrirbyggja í lengstu
lög.þá slysni, að afkomendur íslenzkra
lándnema í þessari álfu, þurfi að spyrja
þá Snorra Sturluson og Hallgrím Pét-
ursson að heiti, ef svo mætti að orði
kveða; það fólk af íslenzkum stofni,
sem engin skil kann á Heimskringlu
Snorra, né heldur Passíusálmum Hall-
gríms — á íslenzku, fer mikils á mis,
og nagar sig að líkindum í handarbök-
in þegar lengra út í lífið kemur fyrir,
að slík verðmæti og vitaskuld önnur
fleiri, skuli vera því sem lokuð bók. ís-
lenzk tunga er spekiþrungið og mynd-
auðugt menningarmál, sem göfgar og
styrkir skapgprð þeirra, er nema hana
og brjóta til mergjar.
Þjóðræknisfélagið hefir nú í ár ráð-
ið námsstjóra íslenzku kennslunni til
eflingar, og er það vel; því starfi verð-
ur að fylgja fram af fylstu alvöru, því
þar seih annarsstaðar, sannast hið
fornkveðna: “Af ávöxtunum skuluð
þér þekkja þá”.
Kensla í Laugardagsskólunum er nú
í þann veginn að hefjast. Laugardags-
skólinn í Winnipeg tekur til starfa þann
11. þ. m. í Fyrgtu lútersku kirkju; frá
tilhögun hans og kenslukröftum hefir
áður verið skýrt í þessu blaði, og skal
því að sinni heitri áskorun beint til for-
eldra um að láta börnin í stórhópum
færa sér kensluna í nyt; hið sama gild-
að sjálfsögðu út um sveitirnar; vonandi
verður það nú draumkonan hin betri,
er svífur yfir vötnunum og kemur til
liðsinnis við okkar tignu tungu; þar
eru engin ómök eftirsjárverð, eng-
in átök of mikil, nema síður sé.
Með kenslu í íslenzku, hvar, sem því
verður viðkomið, styðjum við að fram-
gangi okkar mesta máls, stofnun kenn
arastóls í íslenzkri tungu við Manitoba-
háskólann, því ekkert minna en það,
getum við sætt okkur við.
Orðsending frá Þjóðræknisfélaginu
Kæru landar!
Nú er heitið á drengskap allra góðra
íslendinga.
Eins og ykkur er kunnugt hefir Þjóð-
ræknisfélagið gengist fyrir fjársöfnun
til styrktar ungfrú Agnesi Sigurðson,
sem nú stundar hljómlistarnám, við
ágætasta orðstýr í New York, hjá
heimsfrægum kennara.
Vel og drengilega hefir íslendingum
farist við Agnesi, því ber sízt að neita.
Nálega þrjú þúsundum dollurum hefir
verið safnað í Agnesarsjóð með frjáls-
um framlögum.
Þegar Þjóðræknisfélagið fyrst tók
sér það íyrir hendur, að hlynna að
þessum frábæra listnema, vissu menn
eðlilega lítið um kostnað og kringum
stæður. Nú skulu spilin lögð á borðið
undandráttarlaust. Fólk hefir fylsta
rétt til að vita alt um þetta mál enda
hefi ég leyfi hlutaðeiganda, að greina
frá öllu.
Til þessa náms og viðhalds í New
York hefir Agnes þurft 2.500 dollara á
ári og fram til þessa hefír nám hennar
kostað 5.000 dollara als, þótt als sparn
aöar væri gætt. Mönnum þykir þetta
eðlilega há upphæð, en tvennt verður
hér að takast til greina. Hér er stefnt
til hátindanna í listinni. Þar af leiðandi
verður að greiða fyrir afar dýra kenslu,
þá dýrustu sem fáanleg er vestan hafs
og þá beztu. Sjálfsagt má benda
á ýmsa, sem hafa brotið sér veg til
frama og stundum notið styrks til
náms frá námssjóðum. Miss Sigurðson
gerði þetta í heimabæ sínum, Winni-
peg, en er þar kom, að hið fullkomn-
asta framhaldsnám var ekki fáanlegt
í Winnipeg, varð hún að leita þess þar
sem það gefst. í skólum var þess held-
ur ekki að leita, því heimsmeistarar
gerast ekki kennarar í hljómlistarskól-
um yfirleitt þar sem einkakennsla gef-
ur meira gull í mund.
Af þessum fimm þúsund dollurum,
sem Agnesi hafa eyðst til þessa, við
námið í New York, hefir Þjóðræknisfé-
lagið greitt tvö þúsund fram að maí-
lokum s. 1. Hitt hafa foreldrar hennar
lagt fram og orðið að taka lán til þess.
Faðir hennar Mr. S. Sigurðson, söng-
stjóri karlakórsins íslenzka í Winnipeg
er félítill maður, sem einmitt á þessum
árum er að koma börnum sínum til
manns með löngum skólaferli. Nú eru
efni hans og lántraust á þrotum. Til
vetrarnáms hefir ungfrúin tæpa þús-
und dollara frá Þjóðræknisfélaginu,
sem hafa aðallega komið inn á þessu
sumri. H/ín býst við að stunda nám
nokkru skemri tíma á komandi vetri
og ljúka því í lok apríl mánaðar. Henni
verður samt ómögulegt að komast af
með minna en tvö þúsund dollara eða
eitt þúsund meir en hún nú hefir. Til
okkar allra verður að leita með þetta
fé, frá öðrum getur það ekki komið.
Miklu fé hefir nú verið safnað í
Winnipeg og víðar. Samt er þátttak-
an ekki nógu almenn svo nauðsynleg-
um árangri verði náð. Ekkert spurs-
mál, að með almennri þátttöku leysist
málið fljótt okkur öllum til ánægju og
sóma.
Miss Sigurðson lék nýlega fyrir út-
varpið hér í Winnipeg og var þá sagt,
að hún væri vafalaust ein af mestu
snillingum Canada í slaghörpuspili.
Kennari hennar, Olga Samaroff hefir
slíkt álit á henni, að hún og sumir helstu
hljómlistarfrömuðir New York borgar,
hafa gert þær ráðstafanir, að Agnes
gefi hljómleika á næsta sumri í stærsta
og veglegasta samkomuhúsi New York
borgar, kannske allrar álfunnar. Þang-
að er engum hleypt inn til að skemmta
nema frægustu meisturunum. — Nærri
má nú geta að hinn frægi kennari henn-
ar myndi ekki leyfa slíkt, bæri hún ekki
hið fylsta traust til nemanda síns, því
Agnesar frægð er hennar frægð líka.
En til þess að þetta megi gerast þarf
Agnes að fullkomna nám sitt á þessum
vetri.
Frægð afburða mannanna er frægð
ættlandsins og ættstofnsins. Ekkert fé
myndi koma Þjóðverjum, Frökkum,
ítölum, Rússum eða Pólverjum til að
afsala sér þeirri frægð sem meistar-
arnir hafa þeim afrekað. Frægð vors
feðralands byggist líka á andlegum af-
rekum. Engin þjóð verður til langframa
fræg fyrir auðinn einungis og auðnum
verður aldrei betur varið en auka hin
andlegu verðmæti. — Það er áform
Agnesar, að vitja íslands strax á næsta
vori og byrja þar sinn feril, sem lista-
kona. Er nú þegar hafinn undirbúning-
Snorramynd í Björgvin
Eins og kunnugt er, á að reisa
Snorra-líkneski í Björgvin að
sumri. Er það samskonar og
líkneskið, sem reist var í Reyk-
holti.
Búist er við að myndin í Björg
vin verði reist um Jónsmessu-
leytið.
Rætt hefir verið um það í
Snorranefndinni norsku, hvar
ætti að reisa styttuna í borginni.
Komu þrír staðir til greina. En
til þess að fá úr því skorið hver
þeirra væri bestur, og hvar
myndin færi best, var gerð eftir
líking af myndinni á fótstalli, í
líkingu við myndina sem koma
skal. Var þessi eftirlíking reist
á hinum umræddu stöðum. Þá
komu menn sér fljótt saman um
hvar myndin færi best.
Verður þetta Snorra-líkneski
reist á svonefndum Dreggs-al-
menningi, en það er einn af
skemtigörðum bæjarins í nánd
við Maríukirkju. Verður tilhög-
un garðsins breytt nokkuð, svo
myndin njóti sín sem best. Pró-
fessor Shetelig heldur því fram,
að því er segir í “Bergens Tid-
ende”, að allar líkur séu til þess
að Snorri Sturluson hafi komið
í Maríukirkjuna, þá sömu bygg-
ingu sem enn stendur þarna.
Mbl. 7. sept.
Ofsaveður á Siglufirði
Fréttaritari Morgunblaðsins á
Siglufirði símaði í gær, að
skemdir hefðu orðið á mannvirkj
um og skipum í ofsaveðri, sem
geisaði í fyrrinótt.
Þök tók af húsum þar í bæn-
um og önnur brotnuðu. Vinnu-
pallar við hús er voru í smíð-
um hrundu eins og spilaborgir
og um allar götur liggja tunn-
ur, er fuku úr stæðum. Söltun-
ar hæðir fuku af bryggjum í
sjóinn.
I Lögbergi 18. sept s. 1., ræddi
ég um það mál, alt sem ég bjóst
við að gjöra fyrst um sinn; en
nýskeð fékk ég bréf frá prófes-
sor dr. Richard Beck um þetta
mál, og birti ég hér meiri hluta
bréfsins:
23. sept. 1947.
Kæri vinur, séra Rúnólfur!
Eg las með sérstakri athygli
grein þína í síðasta Lögbergi um
“íslenzka sálma á ensku”, og af
ýmsum ástæðum. I fyrsta lagi
er það, að það hefir fallir í minn
hlut að annast útgáfu tveggja
safna af enskum þýðingum ís-
lenzkra ljóða, og hefi ég með því
sýnt, hverjum augum ég lít á
nauðsyn og gildi slíkrar þýðing-
arstarfsemi, enda er það harla
einkennileg firra, að ekki sé
sterkar að orði kveðið, að halda
því fram að eigi megi þýða ís-
lenzk ljóð á aðrar tungur. Hitt
er mér fullljóst, að erfiðleikum
er það bundið að snúa íslenzk-
um ljóðum á erlend mál, en það
er enn meiri ástæða til þess, að
metað verðugu viðleitnina í þá
átt, sem vitanlega hefir ekki alt-
af jafn vel tekist.
ur þar heima þessu til
framkvæmdar og íslenzkir
hljómlistarvinir eru þessu
afar hlyntir. Þegar hún
kemur að heiman frá
Fróni byrjar undirbúning-
urinn fyrir hljómleikinn í
New York Hall. í Winnipeg
mun hún svo þreyta list
sína.
Nú er það algjörlega
undir okkru komið, dreng-
ir góðir, hvert nokkuð af
þessu rætist.
Það er bjargföst sann-
færing mín, að þið munuð
aldrei hafa áfstæðu til að
iðrast þeirrar aðstoðar,
sem þið veitið Agnesi.
Virðingarfyllst.
H. E. Johnson
ritari þjóðræknisfélagsins
Tvö sænsk skip er lágu þar,
rak upp á Skútugranda, en hitt
á Markalskerjum, inn við Ásgeirs
bryggju. — Annað skipanna er
kútter Harry, en hitt þrímöstruð
skonorta, Skandia. Slys urðu
ekki á skipverjum.
Sigluf j arðarskarð
ieppist
Óhemju rigning var samfara
veðrinu. V.egna vatnsgangsins
urðu skriðuföll efst á Siglufjarð
arskarði og tepptist vegurinn
þar. Bílar, sem ætluðu um það
urðu að snúa við.
Tjón í Veslmannaeyjum
Nokkur skip er lágu þar við
bryggju, m. a. timburskip, losn-
uðu frá bryggjunni í veðrinu. —
Þetta símaði fréttaritari Mbl. í
gær. Hafnarmönnum og skipverj
um tókst að ná skipunum upp
að bryggju aftur og mun ekkert
skipanna hafa orðið fyrir nein
um verulegum skemmdum. —
Fréttaritari gat þess, að ekkert
skipanna hefði strandað.
Mbl. 12. sept. t
Nýr f'ulltrúi við útvarpið
Jón Þórarinsson tónskáld og
fjölskylda hans, er nýkomin
heim frá Ameríku og hefir hann
verið ráðinn fulltrúi við tónlist-
ardeild Ríkisútvarpsins.
Jón var, áður en hann fór vest
ur, í janúar 1944, starfsmaður
við Ríkisútvarpið. Hann stund-
aði nám við hljómlistardeild
Yale háskóla í þrjú og hálft ár
og var aðalkennari hans hið
heimsfræga tónskáld Paul Hinde
mith.
Árið 1946 tók Jón “Bachelor”
gráðu í tóhfræði, en auk háskóla
námsins sótti hann sumarnám-
skeið við Julliardskólann í New
York og kynti sér dagskrár fyrir
útvarp. Mbl., 5. sept
En svo kem ég að hinni og að-
alástæðunni til þess, að ég skrifa
þér þessar línur út af grein
þinni. Svo er mál með vexti, að
þetta sálmaþýðingamál hefir ný
lega komið til' minna kasta, því
að fyrir stuttu síðan barst mér
bréf frá gömlum samkennara
mínum við St. Ólaf College,
próf. Oscar Overby, sem þar er
kennari í hljómlist, og ágætur
maður í þeirri grein; skýrði
hann mér frá þessari hugmynd
um sameiginlega sálmabók, sem
mér finnst mjög merkileg, tjáði
mér ennfremur, að það væri ósk
hlutaðeigandi nefndar, að ísland
yrði ekki útundan í því safni, og
bað mig um aðstoð í því efni.
I svari mínu lét ég í ljós ánægju
mína yfir þessari sálmabókar-
hugmynd og yfir því, að íslend-
ingar yrðu þar eigi skágengn-
ir, og lofaði aðstoð minni eftir
föngum”.
Ekki þarf ég að vona eftir
góðri samvinnu dr. Becks í þessu
starfi, því ég veit, að við fáum
hana.
Menn sjá á þessu, að hugmynd
in um sameiginlega sálmabók
fyrir lútersku kirkjuna 1 Vestur
heimi til notkunar við enskar
guðsþjónustur, er meira en tóm-
ir draumórar mínir. Það sýnir
ennrfemur að minsta kosti að
nokkru leyti hvernig Beck lítur
á fyrirætlunina.
Eg hygg að ég hafi getið þess,
að í upphafi var ekki alveg víst
að Norðmennirnir yrðu með í
þessari hreyfingu; en af bréfinu
virðist það ljóst, að þeir eru nú
samstarfandi í þessu máli. Þeg-
ar þeir svo ákváðu að vera hlut-
takendur, fóru þeir þegar að
hugsa um Islendingana; vildu
ekki, að framhjá þeim væri geng
ið, og þá var sjálfsagt að snúa
sér að dr. Reck.
Því má ég bæta við, að þegar
við séra Valdimar áttum fyrst
samtal um þetta mál eftir þing-
Minningarorð
Helgi Magnússon andaðist að
heimili sínu í Selkirk aðfaranótt
þess 11. september. Hann var
fæddur að Út-Torfustöðum, Mið
firði í Húnavatnssýslu, 25. júlí
1862, sonur hjónanna Krist-
manns Magnússonar og Magda-
lenu Tómasdóttir. Hann missti
föður sinn á bernskualdri, fór
af Islandi fullþroska 1901, ásamt
móður sinni, og Margrétu syst-
ur sinni og Birni Byron manni
hennar. Þa usettust að við
Netley-læk, dvöldu þar til árs-
ins 1903, er þau fluttu til Sel-
kirk. — Helgi kvæntist Ástu
Júlíönu Jóhannesdóttur, frá
Læk í Arnessýslu. Þau bjuggu
í full 40 ár á Morris Ave, í Sel-
kirk. — Böm þeirra eru:
Olive, Mrs. C. W. Baily, Rocky
mount, No. Carlolina, USA.
Hallgrímur Bachmann, kvænt-
ur, Hecla, Man. Magdalena
Krislín, Mrs. F. Halldórsson,
Wpeg. Sigríður Rannveig. Mrs.
D. G. Gordon, Selkirk, Man. —
Barnabörn hins látna eru 12 á
lífi og 1 barnabarnabarn. Syst-
ir hans er Mrs. Kristín K. Ólafs
son, búsett í Selkirk.
Starfsdagur Helga hófst
snemma, er hann ungur sveinn
átti föður sínum á bak að sjá og
varði uppihaldslaust til efri ára,
er hann lét af störfum utan heim
ilis síns fyrir elli sakir. — Hann
vann um langa hríð hjá Winni-
peg Electrjc-félaginu við góðan
orðstýr, en síðar hjá Northern
fiskifélaginu í Selkirk. Oft var
æfiróðurinn honum þungur, en
hann mætti öllum örlögum lífs
síns með styrkri karlmannslund
er einkendi hann alla æfi, sýndi
sig í allri æfibaráttu hans, og
átti sinn stóra þátt í lífssigri
hans. Hann var reglusamur og
skyldurækinn maður, ábyggileg
ur í orðum og athöfnum, fáskift-
inn um annara hag, en trygg-
lyndur, sjálfstæður og einarður;
frábærilega umhyggjusamur
heimilisfaðir. Hann og kona
hans nutu gleði og ánægju af
mannvænlegum börnum er
glöddu þau og styrktu; ein dótt-
irin, búsett hér í bæ, leit stöð-
ugt til með foreldrum sínum í
elli þeirra.
Eg kyntist hinum látna er
hann var maður aldurhniginn,
og dáðist að því hve bjart var
yfir hugarheimi hans, þrátt
fyrir förlandi sjón augna hans.
Hann var laus við alla beiskju,
er stundum íþyngir öldruðu
fólki, en var glaður og_gaman-
samur, og greinargóður á menn
og málefni.
Þróttmikið, íslenzkt einkenni
bar hann til hinztu æfistunda,
lét aldrei bugast af baráttu lífs-
ins, öruggur í þeirri vissu að prð
ugleikar lífsins eru hverfandi,
eiga sinn þátt í þroska manna,
— að guðleg föðurnáð umkring-
ir einstaklinginn í baráttu hans.
— Hann fékk friðsælan dauða,
andaðist í svefni.
Kveðjuathöfnin bar friðsæl-
an blæ, og dagurinn sólríkur —
með fallandi laufum á græna
jörð.
Hvíl í eilífum friði!
S, ólafsson.
ÞAKKARORÐ
Við undirrituð þökkum af al-
hug öllum nágrönnum og vin-
um, er heimsóttu og glöddu
eiginmann og föður okkar,
Helga Magnússon. Séstakar
þakkir vildum við tjá Bjarna
Árnasyni, er var óþreytandi
í að gleðja hann með komum
sínum, bókalestri og hagkvæmri
hjálp, auðsýndri á margan hátt.
Eiginkona og börn hins látna.
Selkirk, Man.
ið í Cleveland, þá hugsuðum við
til dr. Becks að þýða eitthvað af
sálmum vorum. Eg hefi það einn
ig fyrir satt, að hann hafi verið
beðinn að leggja hönd á þetta
verk.
Rúnólfur Marteinsson
Sameiginleg lútersk sálmabók