Lögberg - 02.10.1947, Blaðsíða 6

Lögberg - 02.10.1947, Blaðsíða 6
0 LÖGBEKG, FIMTUDAGINN 2. OKTÓBER, 1947 Með þessar hugsanir í huga kom hún heim og fór rakleitt upp í herbergi sitt, þar sem Mrs. Noble tók á móti henni. Henni hafði auðvitáð þótt Miss Rusley hafa verið lengi í burtu, sérstaklega núna, þar sem hún hafði ekki, svo að segja, stansað neitt heima, og farið strax út aftur. Hún var æfinlega í illu skapi, þegar hún var ein. “Eg er glöð yfir að sjá þig koma heim aftur. Hvað þú ert búin að vera lengi í burtu”, sagði gamla yfirforingja-ekkj- an. — “Þú segir þetta í hvert sinn sem ég kem inn. Hvað er að? Er stúlkan farin?” “Já, og það er komin önnur stúlka — ég ætti kannske að kalla hana hefðar mey — og hún sækir um að gerast her- bergisþerna þín”, sagði gamla konan. “Nú, jæja, herbergisþerna hjá mér, þarf að vera hefðármey; hvar er hún?” spurði Miss Musley. “í mín herbergi”, svaraði Mrs. Noble; Hún kom með meðmælabréf frá lafði Weston. Það lítur út, eins og þessi unga stúlka hafi orðið fyrir einu eða öðru mótlæti — hún hefir mist föður sinn — og hefir enga hneigð til að gerast kennslukona”. “Eg lái henni það als ekki”, svaraði Edith. “Hún vill fá stöðu sem herbergis. stúlka, eða sem stallsystir”, sagði Mrs. Noble. “Stallsystir-staða er verri en kenslu- konu staða, er það ekki?” spurði Miss Edith, eins og í einfeldni. Mrs. Noble brosti. “Viltu sjá hana, Miss Rusley?” spurði gamla konan. “Hvað heitir hún?” “Já, það er eitthvað skrítið við það”, svaraði Mrs. Noble; “hennar rétta nafn er Gladys Holcomb; en af því sumir vin- ir hennar, en hún á ekki marga vini, mundu álíta, að það væri niðrandi fyr- ir hana að taka stöðu sem herbergis- þerna, vill hún helst ganga undir öðru nafni”. “Eg hata allar blekkingar og dular- nöfn”, sagði Miss Rusley. “Eg held ég vilji ekki taka hana í mína þjónustu. Hún þykist of stór til að setja upp hár- ið mitt, og gera mér aðrar smá þénust- ur. En ég vil sjá hana”. , “Eg get látið hana fara, ef þú óskar þess”, sagði gamla konan, “en ég held að þér muni lítast á hana”. “Lýst þér á hana? Þá veit ég upp á mína tíu fingur, hvernig hún lítur út: siðlát, gamaldags stúlka, klædd í svart- an baðmullarkjöl og gengur á klunna- legum skóm“. Mrs. Noble brosti, hringdi klukkunni og bað eina af vinnukonunum að vísa stúlkunni, sem biði í herbergi sínu, inn til Miss Rusley. Miss Rusley var að taka af sér hansk ana, en leit skjótt upp undrandi, er hurðin opnaðist, og inn kom há og grannvaxin stúlka, með dökkt hár og dökk augu. 28. Kafli Miss Ethel, eftir að hafa horft um stund á þessa ungu stúlku bauð henni stöðuna. Já, þessi stúlka er hefðar mey, um það er ekki að villast, en það var ekki ein ungis hið fína, siðfágaða and- lits útlit hennar, heldur og hin fagra og fágaða fram koma, sem mestu um réði hjá Miss Ethel. Það var eitthvað í henn- ar dökku augum og fagur myndaða munnlagi sem vakti áhuga, og forvitni, Miss Ethel. Þetta andlit hlaut að eiga sér sögu. Nú leit Miss Ethel fyrst á meðmæla bréfið frá lafði Beston. “Jeg sé að lafði Beston þekkir þig, Miss Holcomb”. “Hún þekkti afa minn,” svaraði hún rólega. Hann er dáin.” “Nýlega?” spurði Miss Rusley og leit á bréfið. Miss Holcomb leit á hana. “Fyrir tveimur mánuðum”, svaraði hún og hryggðist við. “Áttu ekki vini sem þú getur verið hjá?” “Enga sem mundu kæra sig um að hafa mig”. Miss Rusley þagði um stund, hún fékk meiri og meiri áhuga fyrir þess- ari stúlku. “Heldurðu að það sé hyggilegt af þér að taka svo lítilmótlega stöðu?” spurði hún. — Miss Holcomb hugsaði sig um. “Eg skoða það ekki sem' auvirðilega stöðu að vera í þjónustu Miss Rusley”, sagði hún. Miss Rusley brosti og líkaði svarið vel. — “Hvernig vissirðu að mig vantaði herbergisþernu ? ” “Eg heyrði það þar sem ég hélt til”. “Og þú þekkir mig?” “Já, ég hefi heyrt talað um þig”. “Hefurðu önnur meömælabréf en frá lafði Weston?” “Nei, Miss Rusley”, svaraði hún. “Það er líka alveg nóg, en ég er hrædd um að þú vitir ekki hvað her- bergisþernu er ætlað að gera”. “Eg held ég viti það. En það sem ég veit ekki nú, mun ég fljótt læra”, sagði Miss Holcomb. “Já, ég býst við því. Eg sé að þú vilt ógjarna ganga undir þínu eigin nafni, eða láta þess getið?” “Já, ég vildi helst ganga undir öðru nafni, ef það væri hægt”, svaraöi Miss Holcomb. “Hvers vegna?” spurði Miss Rusley. Miss Holcomb þagði eitt augnablik, og varð föl í andliti. “Eg hélt að lafði Weston hefði gefið upplýsingar um að vinir mínir —” “Þú vilt ekki að vinir þínir viti að þú hafir tekið slíka stöðu? Þú heldur að þeir séu stærri upp á sig en þú?” sagði Miss Rusley. “Já, sú er ástæðan”, svaraði Gladys. “Nú, jæja”, sagði Miss Rusley eftir litla umhugsun. “Eg skal taka þig. Hve- nær geturðu komið? Eg-þarf þín með strax á morgun”. “Eg get komið undir eins, ef þér þóknast það, og ég get sent boð etfir fatnaði mínum strax, ef þér sýnist svo”, sagði Gladys. “Það er einmitt ágætt”, sagði Miss Edith. “Komdu eftir hálftíma upp í mitt herbergi, og ég skal gera út um þetta. Þú hefir ekki minnst á kaup”. “Eg fel þér að ákveða það”. Alveg eins og ökumennirnir”, sagði Edith og hló. “En komdu, eins og ég hefi sagt, eft- ir hálftíma upp í mitt herbergi”. Miss Holcomb hneigði sig og fór út úr herberginu. Mrs. Noble fór nú að gera athugasemdir. . “Kæra Edith, þetta barn getur ver- ið falskt”. “Það gæti svo sem verið, en það er ekki. Eg get lesið andlit fólks, og mér lýst vel á þessa ungu stúlku. Já, hún er hefðarmey, vesalings stúlkan. Nú, jæja, hún gat hitt fyrir verri stað, en hjá mér. Þú getur látið athugasemdir þínar vera, kæra Mrs. Noble. Eg hefi tekið stúlkuna og hún verður hér. Það koma hingað til kvöldverðar í kvöld, þrír eða fjórir gestir. Mr. og Mrs. La- monte. Mr. Fred Hamilton og hin ein- kennilega, unga Dora. Hvað hún er elskuleg! Hugsaðu bara, ég held hún verði með tímanum Mrs. Lamonte”. “Já, hún er reglulega falleg”, sagði gamla konan. “Hún verður sjálfsagt góður félagi”. “Ó, svei”, sagði Miss Eldith og stundi við. “Eg er oröin veik af að heyra þetta orðalag. Menn og konur gifta sig ekki ná ú dögum — þau gera — góða fé- laga”. Kæra Miss Noble, ég hata þennan veraldlega hátt að skoða hjónabandið þannig. Ef ég væri fátæk stúlka, vildi ég giftast þeim manni sem ég elskaði, þó hann ætti ekki eitt einasta sent. Já, jafnvel þó hann væri dálítill óreglu- maður”. “Manni eins og Fred Hamilton til dæmis”, sagði gamla konan og brosti. “Já,” sagði Miss Edith og hélt ann- ari hendinni1 á hurðarhúninum, “já, eins og Fred Hamilton”, og svo hljóp hún upp í herbergi sitt. Á tilsettri mínútu bankaði Gladys Holcomb á hurðina á búningsherbergi Miss Edith. Hún sat fyrir framan spegil og alt í kringum hana lágu spásér-bún- ingar hennar, eins og vant var. Gladys tíndi þá saman án þess að segja orð, og hengdi þá upp í klæða- skáp. Hún tók og þegjandi hárburstann. Miss Edith horfði á hana í speglinum og gaf henni bendingu um, hvernig hún vildi hafa það. Þegar Gladys var búin aö snyrta hárið, skoðaði Miss Edith sig í speglinum og var ánægð. “Já, þetta er ágætt, og mig kendi ekki til í eitt einasta sinn er þú greidd- ir hárið. Stúlkan sem nú er farin, rykkti stundum svo fast í hárið, að ég hljóð- aði upp. Eg held hún hafi verið að hugsa um kærastan sinn. Ert þú trúlofuð?” Það kom roði í andlit Miss Holcomb, sem strax hvarf, og hún varð föl í and- litinu. “Nei, Miss Rusley”, svaraði hún með hægð. “Það þykir mér vænt um; hafðu mitt ráð og giftu þig aldrei, þó það virðist sjálfselskulegt; gerðu það ekki? Nú viltu fá að vita hvaða búning ég ætla að vera í. Eg veit það ekki sjálf. Hvaða búning viltu velja? Farðu og leitaðu í skápnum þar sem kjólarnir mínir eru”. — Gladys fór inn í kjólaskápinn og kom aftur eftir litla stund með svartan satín kjól, knipplingalagðan, með rauðum rósa knöppum. Það var kjóll sem hún hafði nýlega fengið frá París. Miss Edith kinkaði kolli til sam- þykkis. — “Já, mér líkar þessi kjóll, þú hefir góðan smekk til að velja það rétta. Og hvaða skraut á ég svo að hafa? Gull og gimsteina. Kistillinn er á búnings- borðinu”. Gladys valdi rúbína og demanta skrautið, og aftur lét Miss Edith ánægju sína í ljós, með hve smekkvís- lega og vel hún valdi. “Eg kem til að líta út eins og ég væri spönsk”, sagði hún. Með nettum og liprum höndum hjálp aði Gladys Edith að búa sig. “Er ég nú albúin?” spurði hún. Gladys hugsaði sig um sem snöggv- ast. “Viltu hafa eyrnastáss?” Miss Edith skoðaöi sig í speglinum. “Eg sé að þér finst það of mikið með rósaknöppunum, og það er satt. Viltu gera svo vel og taka þá af. Þakka þér fyrir. Láttu lyklana að gullstásskistlin- um í vasa þinn. Hér er keðja sem þú getur látið þá á”, og hún rétti henni litla gullkeðju. “Þú getur haft hana sem þína eigin”. Gladys roðnaði og hneigði sig í þakk lætisskyni. Miss Edith líkaði þetta vel, stúlkan sem hún hafði haft var vön, að ausa yfir hana svo mörgum þakklætisorð- um. — “Nú fer ég ofan. Viltu gera svo vel og segja kjallarameistaranum, að herr- arnir vilji drekka samskonar vín ^sem Mr. Hamilton sé vanur að drekka. Eg veit ekki hvaða vín Mr. Lamonte líkar best. Hvað hefir komið fyrir?” sagði hún alt í einu, því hún heyrði að Gladys hrasaði og datt. Það var augnabliks þögn; svo sagði Gladys rólega: “Eg hefi líklega stígið í fötin sem ég bar, hugsa ég”. “Meiddirðu þig?” spurði Miss Edith vingjarnlega. “Þú ert orðin alveg náföl í andliti! Hérna, taktu ofurlítið ilmsalt”. En Gladys neitaði því með þakklæti. Það var ekkert, sagði, og sagðist skyldi framvegis vera aðgætnari. Miss Edith horfði forvitnislega á hana. Henni fanst mikið til um þessa rólegu sjálfstjórn, lausa við alla óstill- ingu og feimni. Þegar Gladys vildi fara út úr herberg- inu, sagði Miss Edith við hana: “Við höfum ekki komist að neinni niðurstöðu um, hvaða nafn þú ætlar að taka þér?” “Nei, en hvaða nafn sem er dugar”. “Það er svo leiðinlegt að breyta nafn inu þínu, það er svo fallegt.” “Hvernig er að ég kalli mig Della Brown?” sagði Gladys. “Það var nafn móður minnar”. “Jæja þá”, sagði Edith; ég skal segja Mrs. Noble, að það sé það, sem við köllum þig.” “Þessi stúlka á sér sögu, það er ég sannfærð um”, sagði Miss Edith við sjálfa sig, er hún gekk ofan stigann. Vagn Miss Lamonte kom á tilsettum tíma. Það var farið að líða á kvöldið; í forstofunni voru ljós, og borðstofunni brann eldur á skíðum í skrautlegu eld- stæði, sem gerði svo þægilegt þar inni. Miss Edith heilsaði Dora með innileg- um fögnuði. “Nú skulum við hafa skemtilegt kvöld”, sagði hún. “Eg hata miðdegis- samkvæmi, og ef ég gæti gert eins og ég vil, skyldi aldrei fara í slík sam- kvæmi, né hafa þau sjálf. Ef það væri ofurlítið kaldara skyldum við setjast í kringum eldinn og steikja kastaníur á teini. Hefurðu nokkurn tíma gert það, litli viilifuglinn minn?” “Já, oft”, svaraöi Dora og brosti; hún mundi eftir hinum löngu vetrarkvöld- um heima hjá sér í skóginum. Henni fanst það hljóta að vera afar- langt síðan. “Já, Miss Nichols er víst ágætlega að sér, ég held hún kunni að búa til kaffi, ef hún reyndi það”, sagði Fred. Borðstofan leit reglulega vel og kostulega út. Miss Edith hafði komið því svo fyrir, aö það var aðeins einn þjónn við hendina, og allt benti til, að hún hefði ákveðið að borðiialdið skyldi vera sem einfaldast og heimilislegast. Þjónninn þóttist ekki muna að hann hefði verið við fjörugra og kátara sam- kvæmi. Þó George væri kátur og fyndinn; þá var þaö stór áreynsla fyrir hann að vera það. Miss Edith hafði lát- ið hann taka Dora til borðsins með sér. Fred, sem sat hinu megin við borðið, hjá Miss Edith, fanst það skemtilegt og hugnæmt að veita þeirri breytingu eft- irtekt, sem var orðin á honum. Ef hann hefði getað séð alt það, sem hreyföi sér á bak við þetta brosandi andlit, hefði hann ekki verið eins glað- ur; því George var að leggja niður fyrir sér hvernig hann ætti að koma öllu fyrir til þess, að hafa sem mestan hagn að af þessu, og meðan hann hló og bros- ið lék um varir hans, brann hjarta hans af hatri og öfundsýki til mannsins sem sat á móti honum hinum meginn við borðið. — Nú vildi hann giftast Dora, ekki vegna auösins, sem hann hafði nú náð í sínar hendur, heldur hennar sjálfrar vegna. Hann var nú orðinn ástfanginn í Dora, að því leyti sem slíkur maður getur orðið ástfanginn, en hún hafði engan grun um slíkt. Hann horfði á hana og hlustaði á hennar töfrandi fagra málróm, þar til hann var kominn í brennandi ástarblossa, og fanst, að hann vildi leggja alt í hættu, sem hann hafði komist yfir, til að vinna hana — já, þó svo hún væri dóttir skógarhöggs- manns. “Eg bið honuni' allra óbæna!” hugs- aði hann, er hann leit á Fred. “Ef hann hefði ekki komið í veg fyrir mig, væri hún mín nú; en veri það, sem það vera vill, ég skal kenna þeim freka dóna að lækka seglin, sem vogar sér að standa í vegi fyrir mér”. Fred, sem auðvitað hafði énga hug- mynd um hatur George gegn sér, naut áhyggjulaust þess sem veitt var, og var hinn glaðasti. Svo var farið að tala um, hvað það ætti að undirbúa sig fyrir haustið. “Hvað eigum við öll að gera?” sagði Miss Edith. “Þú ferð náttúrlega, Mr. Lamonte, til nýfengna góssins þíns — hvað heitir það?” “Wood Castle”, sagði George rólega. “Já, ég verð að fara þangað; ég ætti nú þegar að vera kominn þangað, en það er svo margt sem heldur manni föst- um hér í London”, og hann leit brosandi á Dora. “Og þú, kæra Mrs. Lamonte?” spurði hún. — “Móðir mín fer þangað með mér”, segði George. Mrs. Lamonte horfði hálf skjálfandi á hannt “Og þetta meinar þá það, að vilti fuglinn minn fer þá þangað líka, býst ég við”, sagði Miss Edith. “Já, ef Dora vill sýna okkur þann sóma”, sagði George, og hallaði höfð- inu að Dora. “Við verðum þar eins og lítil fjölskylda,. Þú kemur auðvitað með okkur, Fred?” Fred, sem fanst ekki til um það sem sagt var, beit sig í varirnar og sagði: “Eg er ekki viss um það ennþá”. “Það getur þó ekki verið meining þín, að veiðiþjófarnir nái öllum fuglum í ár, Fred!” sagði George með ákefð. “Auk þess mundi móðir minni þykja vænt um að hafa þig þar”. “Já, komdu, Fred”, hvíslaði Mrs. La- monte. “Eg skal sjá”, sagði hann alvarlega, og Dora leit niður fyrir sig; hún sklidi því hann langaði ekki til að fara þangað. “Við tökum ekki neinar undanfærsl- ur til greina”, sagði George glaðlega. “Hvaða áætlanir hefir þú, Miss Edith?” Hún leit undrandi upp og roðnaði.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.