Lögberg - 02.10.1947, Blaðsíða 8

Lögberg - 02.10.1947, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. OKTÓBER, 1947 Ur borg og bygð íslenzkir sjúklingar, sem liggja á sj úkrahúsum hér í borginni, eða aðstandendur þeirra, eru vinsamlega beðnir að sima Mrs. George Jóhannesson, 89 208, el æskt er eftir heimsókn eða is- lenzku blöðunum. Birt aS tilstuðlan Djákna- nefndar Fyrsta lút. safn. ♦ STEINLEGGJARAR ÓSKAST-' Upplýsingar hjá F. W. Graham & Sons, Ltd., Moose Jaw, Sask. ♦ ^Þann 27. ágúst s. 1. andaðist að heimili sínu í Winnipeg, Jóna Laxdal, 55 ára að aldri, kona Einars Laxdal. — Kveðjuathöfn fór fram þann 30. ágúst í Bár- cfals útfararstofu undir fourstu séra P. M. Pétursson, og frá lútersku kirkjunni í Baldur, Man. þann 1. sept. og var þessi mæta kona lögð til hvíldar í Grundar-grafreit undir umsjón séra E. H. Fáfnis. — Þessarar góðu konu verður nánar minst síðar. ♦ Þær mæðgur Mrs. B. S. Ben- son og Miss Ruth Benson, komu heim á sunnudaginn úr þriggja Vikna ferðalagi vestur um Kyrrahafsströnd og suður um Bandaríkin; hittu þær fjölda vina í Seattle, Vancouver, Victoria, San Francisco og Los Angeles, og rómuðu mjög gest- risnina og alúðlegar viðtökur, er þær hvarvetna mættu. Mr. Gísli Jónsson ritstjóri Tímarits Þjóðræknisfélagsins, kom heim um síðustu helgi úr rúmu mánaðarferðalagi til New Jersey, New York, Cornell og Montreal; dvaldi hann í hálfs mánaðartíma hjá Helga syni sínum, sem gegnir prófessorsemb bætti í jarðfræði við Ruthgerhá skólann í New Jersey, en nokk- uð á aðra viku hjá dóttur sinni í Montreal, frú Bergþóru Rob- son; ferðin var að öllu leyti hin yndislegasta. ♦ Mr. Gunnar Tómasson útgerð- ar- og fiskikaupmaður frá Hecla, dvaldi í borginni nokkra daga fyrir og eftir síðustu helgi. ♦ The regular meeting of the Jon Sigurdsson Chapter IODE, will be held in Board room 2 Free Press Building on Thurs- day eve Oct 2 at 8 o’clock. — A film will be shown entitled “Who is my neighbor”. Mrs. Lloyd Thompson will be the speaker. Members may invite friends. •f Leiðrétting 1 ritgjörð minni í Lögberg 18. sept., misritaðist eitt nafn, átti að vera Macaulay álvarður. * R. Marleinsson. # ♦ Að aflokinni afar-fjölsóttri og yndislegri guðsþjónustu í Fyrstu lútersku kirkju, er séra Eiríkur Brynjólfsson flutti, fór fram móttökufagnaður í heiðurs- skyni við prests-hjónin og stýrði honum forseti safnaðarins Mr. Lincoln, er bauð gesti velkomna með nokkrum velvöldum orð- um; aðrir, sem til máls tóku, voru séra Eiríkur, Árni G. Egg- ertson, K.C. og Paul Bardal, er stjómaði almenningssöng. Veit- ingar voru hinar rausnarleg- ustu. — Við áminsta guðsþjón- ustu söng Miss Ingibjörg Bjarna son einsöng. ♦ Mr. og Mrs. Bogi Sigurgeirs- son, er um eitt skeið voru bú- sett í Hecla, en nú síðast í Sel- kirk, eru nú í þann veginn að flytja vestur til Steveston, B.C. tjl framtíðardvalar. TILKYNNING Nýverið fékk ég bréf frá Matthíasi Þórðarsyni, þess efn- MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Ensk messa kl. 11 f. h. — ís- lenzk messa kl. 7e. h. — Börn, sem ætla að sækja sunnudaga- skólann, eru beðin að mæta í kirkjunni kl. 12,15. — Ávarp og söngur. Séra Eiríkur Brynjólfsson. - ♦ Gimli presiakall 28. sept. — Messa að Arnesi, kl. 2 e. h. — Messa að Gimli, kl. 7 eftir hádegi. — 5. október. — Messa að Langruth, kl. 2 e.h. — Allir boðnir velkomnir. Skúli Sigurgeirsson. ♦ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnudaginn 5. oktðber. Ensk messa kl. 11 árdegis. Sunnudaga skóli kl. 12 á hádegi. — Ensk messa kl. 7 síðdegis. — Allir velkomnir. S. Ólafsson. ♦ Messur í preslakalli séra H. E. Johnson Október 12.: Messa á Vogar kl. 2 eftir hádegi. — Október, 19.: Messa á Steep Rock kl. 2 eftir hádegi. — Október 26.: Messa að Lundar kl. 2 eftir hádegi. — Nóvember 2.: Messa að Oak Point kl. 2 eftir hádegi, ensk messa. — Lundar 9. nóvember kl. 2 eftir hádegi. H. E. Johnson. Messað verður að Lagnruth 5. október: íslenzk messa kl. 2 eftir hádegi. — Ensk messa kl. 7.30 eftir hádegi. — Allir boðnir vel- komnir Skúli Sigurgeirsson. ♦ Árborg-Riverton prestakall 5. október: Geysir, messa kl. 2 eftir hádegi. 12. október: Viðir, messa kl. 2 eftir hádegi. — Ár- borg, ensk messa kl. 8 eftir há- degi. , B. A. Bjarnason. ♦ Argyle prestakall Sunnudaginn 5. október, 18. sunnud. eftir Prínitatis. — Brú og Grund klukkan 2,30 eftir há- degi, á Grund. — Glenboro kl. 7,30 eftir hádegi. — Á eftir messu á báðum stöðum verða sýndar myndir “The Lutheran Sound-Film”, “And Now I See”. Sýningin á Grund byrjar strax eftir kl. 3 og í Glenboro kl. 8. — Allir eru boðnir og velkomnir. is að hann biður mig að taka að mér útsölu á bókum Hins ís- lenzka bókmenntafélags, hér vest an hafs. Meðfylgjandi var listi yfir þá sem voru áskrifendur til 1940, en síðan hafa bækurnar ekki verið sendar vestur sökum The FINEST of ALL "r/t/pie Acr/om, elíotolte DfíY CLEAM/NG 85 MOST Suits Dresses CASH AND CARRY For Driver PHONE 37 261 Perth’s 888 LA.ICENT AVE. ýmissra erfiðleika sem á því voru meðan stríðið stóð yfir. Tel ég víst, að þeir, sem áður voru áskriféndur að Bókmennta- félags-bókunum, langi til að fá þær áfram, þegar þeir eiga nú kost á því. Bið ég þá og aðra sem vilja gerast áskrifendur að þeim, að láta mig vita það hið allra fyrsta, svo ég geti sent svar heim, og beðið um bækurnar fyr ir þá sem þær vilja. Líklegt þykir mér, að ýmissir vilji fá þær frá' þeim tíma, sem þeir hættu að fá þær, eða frá 1940. Bið ég um að það sé tekið fram, hvað marga árganga þeir vilji fá frá liðnum árum. Verðið er mér sagt, að sé hærra en áður, sökum vaxandi dýrtíðar á Islandi. Er það sem hér segir í íslenzkum krónum. 1941 kr. 10.00 1942 — 18.00 1843-1946 — 25.00 1947 — 30.00 Björnssons Book Siore, 702 Sargent Ave., Winnipeg, • Man., Canada. * Þeir G. A. Williams og Bogi Sigurgeirsson föðurbróðir hans frá Hecla, voru staddir í borg- inni í byrjun vikunnar. * ♦ Frónsfundurinn síðastliðið mánudagskvöld, var prýðilega sóttur, og þótti yfirhöfuð hinn ánægjulegasti; þar flutti Hjálm- ar Gíslason, er dvalið hafði ár- langt á íslandi, fróðlegt erindi um land og þjóð. -♦ Leiðrétting Af einhverri ógætni hafa fallið úr minningarorðum um Sigur- björn heitinn Eastman, nöfn systkina hans, en þau eru þessi: Ásmundur Austmann, Árborg Man.; Mrs. Þóranna Einarson, Árborg, Man.; Mrs. J. H. Nor- man, Gimli, Man.; Mrs. Þorberg- ina Myers, dáin, 1945 og Jóhanna S. Þórðarson, dáin 1946. Sá, er skrifaði minningarorðin biður hlutaðeigendur afsökunar á þessari óviðfeldnu yfirsjón. ♦ Þann 5. september síðastliðinn voru gefin saman í hjónaband í St. Pauls United kirkjunni hér í borginni, William James Odger og Sigurveig Arason. Brúðgum- inn er af enskum ættum, sonur Mr. og Mrs. C. W. Odger, Winni peg, en brúðurin er dóttir Mr. og Mrs. Skapta Arasonar, Húsa- vick. — Prestur kirkjunnar Rev. Stanley McLeod, framkvæmdi hjónavígsluna. Framtíðarheimili ungu hjónanna verður í Winni- Peg- Laugardaginn 20. ^eptember gaf séra Haraldur saman í hjónaband í dönsku kirkjunni í Vancouver B.C., þau Guðfinnu Kristínu Thorsteinsson, dóttur Mrs. Gunnbjörn Stefánsson, sem búsett er í Vancouver, og fyrri manns hennar Sigurðar Thor- steinsson; og Alexander McPher son Burgess, sonur George B. Burgess, sem einnig er búsettur í Vancouver, og konu hans se,m nú er látin. — Kirkjan var fag- urlega skreytt blómum. Miss Thorsteinsson var aðstoðuð af tveimur vinkonum sínum, en brúðguminn af bróður sínum. Mr. Gunnbjörn Stefánsson, stjúpfaðir brúðurinnar leiddi hana á brúðarbekk. Mrs. Frank Frederickson var við hljóðfær- ið og spilaði, en Miss Margaret Sigmar söng einsöng. Eftir giftinguna var vegleg veisla haldin í samkomusal í Kingsway, og sat hana hópur vina og ættingja brúðhjónanna. Mr. Magnús Elíasson mælti fyr- K. N, J U L 1 U S: KVIÐLINGAR Fyrsta útgáfan af ljóðsafni þessa sérstæða kýmni- skálds Vestur-lslendinga, og raunar íslenzku þjóðar- innar í heild, sem Bókfellsútgáfan í Reykjavík sendi frá sér fyrir rúmu ári, seldist upp á svipstundu, og nú er 2. útgáfa komin á markaðinn; þetta er stór bók, prentuð á úrvals pappír og í fyrirtaks bandi. Bókina, sem kostar $7.50 að viðbættum 25 centa póstgjaldi, má panta hjá IVI R S. B. S. B E N S O N c/o THE COLUMBIA PRESS, LIMITED Winnipeg, Manitoba FOOD PARCELS FOR BRITAIN News Reports from Britain have painted a black picture of her food situation. It is no longer a case of helping Britain with certain foodstuffs to balance her diet; it is now a case of supplying Britain with all available food which we can spare. This food crisis is detrimental, not only to the health of each person in Britain, but has impaired their production in all factories due to lack of sufficient energy to do a full day’s worfe. It is indeed a black future which the people of Britain face today. The Rotary Club of Win- nipeg’s “Food Parcels for Britain” campaign is a drive which has been designed to provide food for the many thousands of families who have no friends and relatives in Canada to assist them. These unfortunate families have had to subsist on the standard rations of Britain which include only a very small portion of meat per week. We cannot over-emphasize the critical state of Britain’s food problem. Send your contributions to this worthy cause to the Office of the Rotary Club of Winnipeg, Royal Alexandra Hotel, Winnipeg, Manitoba. Let’s help to keep the food parcels rolling to Britain! This space contributed by The Drewrys Limited BPX—3 ir minni brúðarinnar. — Eftir veisluna brugðu brúðhjónin sér flugleiðis í ferð til Portland Oregon. — Framtíðarheimili ungu hjónnanna verður í Winni peg Man. Ættingjar, vinir og kunningjar óska ungu hjónun- um lukku og blessunar. ■♦ Þann 13. september síðastlið- inn, voru gefin saman í hjóna- band í Fyrstu lútersku kirkju, þau Andrea Sigurlaug Ingald- son og John Joseph Madden. Séra Eiríkur Brynjólfsson gifti. Brúðurin er dóttir Ingimars Ingaldsonar, er um eitt skeið var þingmaður Gimli-kjördæmis og eftirlifandi ekkju hans, Mrs. Ingaldson; brúðguminn er son- ur Mr. og Mrs. J. Madden, sem búsett eru í Norwood. Við at- höfnina söng Mrs. Lincoln Johnson einsöng. — Brúðkaups- veisla var haldin í salarkynnum Business and Professional Club. Brúðurin er útskrifuð í hjúkr- unarfræði frá Grace-sjúkrahús- inu, en brúðguminn er í þann Bœndur og fiskimenn Endurgreiðsla benzín skatts gerð auðveldari 1947—48 leyfi lil benzínkaupa fyrir landbúnað og fiskiveiðar helzt í gildi ÁN ENDURNÝJUNAR. Það er áríðandi að ÞÉR HAFIÐ 1947—48 LEYFI YÐAR vegna þess að nú er ekki krafist árlegrar endurnýj unar. VEITIÐ ATHYGU! Umsóknir um endurgreiðslu benzín- skatts ættu að vera gerðar sem fyrst eft- ir að benzínið hefir verið notað. Þetia er yður til hagsmuna á eftirgreindan hátt: 1. Endurgreiðsluumsðknir, sem koma inn á árinu, sem benzin- ið var notað, eru venjulega greiddar innan 3 til 6 daga. 2. MeS því að senda inn endurgreiðslu umsðknir eins fljótt og því verður viðkomið, losist þér við ðmök, sem þvl eru sam- fara, að leita uppi gömul innkaupaskírteini, sem ef til hafa llka glatast. 3. Pegar endurgreiðsluumsðknir eru sendar jafnskjótt og ben- zín hefir verið notað, er það tiltölulega auðvelt, jíS senda inn nákvæmar skýrslur, eins og gert er ráð fyrir samkvæmt hinum nýju Farmer’s Kefund eyðublöðum. Skýrslur hlut- aðeiganda þurfa að vera í samræmi við þá notkun áminstr- ar vöru, sem taiin er fram. Vegna yðar eigin hagsmuna Sendið inn endurgreiðslukröfur TÍTT og REGLUBUNDIÐ! GASOLINE TAX BRANCH — PROVINCE OF MANITOBA Innköllunarmenn LÖGBERGS Amaranth, Man.............. B. G. Kjartanson Akra, N. Dak. ................ Backoo, N. Dakota. Arborg, Man ............ K. N. S. Fridfinnson Árnes, Man.................... M. Einarsson Baldur, Man................... Q. Anderson Bellingham, Wash. ......... Árni Símonarson N Elaine, Wash.............. Árni Simonarson Boston,- Mass. ..............Palmi Sigurdson 384 Newbury St. Cavalier, N. Dak.............. Cypress River, Man. .......... O. Anderson Churchbridge, Sask ..... S. S. Christopherson Edinburg, N. Dak ........... Páll B. Olafson Elfros, Sask. ..... Mrs. J. H. Goodmundson Garðar, N. Dak............. Páll B. Olafson Gerald, Sask. .................. C. Paulson Geysir, Man............. K. N. S. Friðfinnson Gimli, Man.................... O. N. Kárdal Glenboro, Man ............... O. Anderson Hallson, N. Dak..............Páll B. Olafson Hnausa, Man............. K. N. S. Fridfinnson Husavick, Man. .............. O. N. Kárdal Langruth, Man. John Valdimarson Leslie, Sask. ........ Jón Ólafsson Lundar, Man. ............ Dan. Lindal Mountain, N. Dak.............Páll B. Olafson Point Roberts, Wash. ......... S. J. Mýrdal Riverton, Man. K. N. S. Friðfinnson Seattle, Wash. ....... J. J. Middal 6522 Dibble N.W., Seattle, 7, Wash. Selkirk, Man. ..............Mrs. V. Johnson Tantallon, Sask............. J. Kr. Johnson Vancouver, B.C................F. O. Lyngdal 5975 Sherbrooke St., Vancouver, B.C. Víðir, Man............ K. N. S. Friðfinnson Westbourne, Man. Jón Valdimarson Winnipeg Beach, Man........... O. N. Kárdal

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.