Lögberg - 23.10.1947, Síða 4

Lögberg - 23.10.1947, Síða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. OKTÓBER, 1947 --------logbers--------------------- OeflÖ út hvern flmtudag aí THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 íiargent Ave., Winnipeg, Maniitoba Utanftskrlft rltstjórans: EDITOR LÖGBERG 195 Sargrent Ave., Winnipeg, Man Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Ver8 $3.00 um árið—Borgist fyrirfran. The “Lögherg” ls printed and pubiished by The Columbla Prees, Liinited, 695 Sargent Avenue, Wlnnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as-Sxrond Class Mail, Post Office Dept., Ottawa. PHONE »1 804 Látið ekki tækifærið úr greipum ganga Ef alt skeikar að sköpuðu, kemur sex tíu ára afmælisblað Lögbergs fyrir al- menningssjónir þann 13. nóvember næstkomandi; verður það að líkindum lang stærsta blaðið, sem nokkru sinni hefir verið gefið út á íslenzkri tungu; til útgáfunnar hefir verið vandað svo sem föng stóðu bezt til, og er þess vænst, að lesmál blaðsins beri þess glögg merki; lögð hefir verið á það sér- stök áherzla, að vanda til lesmáls, eins og lesendur munu fljótt ganga úr skugga um, er þeim berst blaðið í hend- ur; mikið af veigamesta lesmálinu, er samið vestan hafs; svo átti það líka að vera, þar sem um alvestrænt blað er að ræða; margt er líka í blaðinu fagur- lega hugsað og sagt frá íslandi, sem þakka ber, og lesendur munu jafnframt fagna yfir, því enn sem fyrr, er það “óskaland eilíft”, eins og Stephan G. Stephansson komst svo fagurlega að orði. Forsíðumynd afmælisblaðsins prentaða í þremur litum, teiknaði frú Helga Árnason — Miller, frábærilega listræn kona, sem vakið hefir á sér víð- tæka athygli í þessari borg sakir tækni sinnar og vandvirkni í teikningum; hún er dottir séra Guðmundar Árnasonar og eftirlifandi ekkju hans, frú Sigríðar Árnason. — Vinsældir Lögbergs hafa farið vaxandi með ári hverju, og nú nýt- ur það meiri útbreiðslu skuldlausra kaupenda en nokkru sinni fyr; látlaus barátta blaðsins fyrir menningarmál- um Vestur-íslendinga, hefir aldrei fundið dýpri hljómgrunn, en einmitt nú; smásmugulegur og ómannlegur áróður nokkurra druknandi og öfund- sjúkra andstæðinga, breytir þar engu til. — íslendingar mega ekki láta það tæki- færi sér úr greipum ganga, að eignast áminst afmælisblað Lögbergs; og þeir, sem ekki eru fastir áskrifendur að Lögbergi nú, ættu að skrifa sig sem fyrst fyrir blaðinu, því eftirspurnin eftir afmælisblaðinu er geisimikil. Vegna íslenzkra og canadískra menn ingarmála, þarf Lögberg að komast inn á hvert einasta íslenzkt heimili í þessu landi. Mannúðarmál Fjársöfnun til Líknarsamlags Winni pegborgar etendur yfir þessa dagana, og er þess að vænta, að henni verði almennt tekið hið bezta; eins og áður hefir verið vikið að hér í blaðinu, er í þessari borg margt gamalmenna, barna og einstæðinga, er hjálpar þurfa við; að láta sér hugarhaldið um velfarnan þess fólks, sem þannig er ástatt með, er borgaraleg skylda, sem enginn má bregðast. Með sívaxandi dýrtíð í landinu, verður af eðlil. ástæðum erfiðara fyrir þá, sem af litlu hafa að taka, að draga fram líf- ið; og þótt ellistyrkurinn væri að vísu hækkaður um fimm dollara á nánuði, þá vegur sú uppbót síður en svo á móti hækkuðum framfærslukostnaði; það sýnist því liggja í augum uppi, að á þess- um vettvangi sé skjótra úrbóta þörf. Dásaml. veðurblíða hefir undanf. hvílt yfir þjóðfél. o ghvílir enn; senn fer þó að verða allra veðra von. Manitobavet- urinn á það til, að vera næsta kaldrifj- aður, og getur reynst þeim þungur í skauti, sem illa eru við honum búnir, svo sem gamalmennin, munaðarlausu börnin og einstæðingarnir; það er þetta fólk, sem Líknarsamlagið hefir í huga, og vill leitast við að létta undir með. Hafið þið hugfast, að margt smátt gerir eitt stórt, og að kornið fyllir mæl- irinn, þegar umboðsmaður Líknarsam- lagsins drepur á dyr og kunngerir yður erindi sitt! Merkilegur vitnisburður Þegar íslendingi hlotnast einhver heiður, er því venjulega fagnað, bæði í blöðunum okkar og í samtali manna á meðal þar sem íslendingar mætast. Þetta er eðlilegt og sjálfSagt: heiður % hvers eins íslendings er heiður þeirra allra og er því sjálfsagt að halda hann á lofti. — Stundum þykir nokkuð yfirlætislega talað um heiður, sem íslendingar ávinna sér eða hljóta, og jafnvel meira gert úr úr en ástæða sé til. Einmitt af þeirri ástæðu þykir stundum minna varið í þær frægðarfréttir sem landinn flytur um sjálfan sig. — Sbr. “Minni okkar sjálfra”. — Þegar mikið er gert úr heiðri ein- hvers íslendings í hérlendum blöðum, er öðru máli að gegna; þar er ekki mik- il hætta á að íslendingar séu bornir of- lofi eða að þeim sé hampað hærra en þeir hafa til unnið. Það er því sérstakt gleðiefni þegar hérlendu blöðin kasta fegurstu blóm- um á vegu einhvers íslendings, þá er það víst að þau eru verðskulduð. Þann 16. þ. m. flutti blaðið Free Press ritstjórnargrein með fyrirsögn- inni: “Fjórir Manitoba-borgarar”. Er þar sagt frá því að þessir merku borg- arar voru gerðir heiðurs doktorar í lög- fræði. Elinn þeirra var íslendingur: H. A. Bergmann dómari. Blaðið flytur dálitla grein um hvern heiðurs-doktorinn fyrir sig; eru um- mælin um þá alla lofsamleg, en greinin um Bergmann dómara er miklu lengri og langtum íburðarmeiri en hinar. — Hún er svo falleg og sönn að mér finst hún ætti að koma fyrir augu sem allra flestra “landa”. Hún er þannig: “Þrátt fyrir það þótt nafnbótin “Doktor í lögfræði”, sé aðeins veitt sem heiðursmerki og bendi venjulega ekkert á það, að sá, sem hana hlýtur, hafi nokkra lögfræðilega þekkingu, þá er þar öðru máli að gegna þar sem Berg mann dómari á hlut að máli. Hann er eitt allra bjartasta lögfræðisljósið í Canada, með djúpan skilning bæði á borgaralegum málum og sakamálum. Hann skaraði þegar fram úr öðrum þegar í upphafi þess starfs, er hann hafði valið sér. Hann kom hingað árið 1904 frá Norður-Dakota; þar var hann borinn og barnfæddur — þar hafði fað- ir hans verið fyrsti íslendingur kosinn á ríkisþing, — og fjórum árum síðar útskrifaðist hann í lögfræði og fékk lögmannsleyfi í Manitoba. Áður en eitt ár var liðið frá þeim tíma hafði hann aöstoðarlaust flutt mál fyrir hæsta rétti og unnið það. — Þótti þetta hið mesta afrek þegar tillit var tekið til þess, hve ungur hann var. Að vísu hafði hann sundað lögmanns- störf um stuttan tíma í Dakota-ríkjun- um, en hann var algerlega óvanur réttarhöldum í Canada. Embættisferill hans upp frá þessu uppfylti sannarlega allar þær miklu vonir, sem við hann voru tengdar. Þegar því tekið er tillit til þess, hve hálærður lögfræðingur Bergmann dómari er, þá er það sannar- lega vel viðeigandi að sæma hann Doktors-nafnbót í lögum, eins og nú hefir verið gert. En hann á einnig þessa virðingu skilið frá öðru sjónarmiði: þeir, sem fylgst hafa með sögu háskól- ans, minnast þess, hvernig hann beitti sér hlífðarlaust fyrir hin erfiðu og stundum sársaukakendu vandamál á kreppuárunum, þegar hann var fyrst meðlimur og síðar varaforseti háskóla- ráðsins. Hann var óviðjafnanlegur þeg- ar til þess kom að ráða úr vandasöm- um, lögfræðilegum flækjum. Á þessum áminstu tímum og eins síðar þegar hann var orðinn forseti háskólaráðs- ins, sýndi hann svo mikla samvizkusemi í embættisfærslu sinni að þess finnast ekki fegri dæmi í opinberri þjónustu. Að sla af eð^, slaka til þegar hann var sannfærður um réttlátan málstað, var list sem honum lét ekki vel; en að þeirri vöntun undantekinni — og jafn- vel það var ekki alltaf vöntun eða ókost ur — voru störf hans í þágu háskólans svo víðtæk og yfirgripsmikil að þau vöktu aðdáun”. Sig. Júl. Jóhannesson, þýddi. Baskarnir berjast áfram einir Eflir IRVING WALLACE Kvöld nokkurt, fyrir nokkrum vikum síðan í París, sátu forset- inn og tíu meðlimir stjórnar lýð- veldisins Euzkadi (en svo nefna spönsku Baskarnir litla landið sitt) í köldu og dimmu húsi, og fé var þeim öllum lagt til höfuðs. — Þeir töluðu lengi saman á einkennilega málinu sínu — Að lokum stóð einn m‘a ð u r upp, kinnkaði kolli til félaga sinna og fór. Tuttugu og fjórum t í m u m seinna, var þessi m a ð u r, dul- klæddur sem fiskimaður, kominn til Bilbao, stærstu borgarinnar í Baskahéruðunum - á n o r ð u r Spáni. Strax skeðu atburðirnir hver á eftir öðrum með ofsa- hraða. Skemmdarverk Kvikmyndahúsgestirnir, s e m voru að koma af síðustu sýning- unum heyrðu ægilega spreng- ingu. Þeir flýttu sér til Central Plaza og sáu hina stóru styttu af Mola, hershöfðingja Francos, í rústum. Morguninn eftir horfði þetta sama fólk á Falange-lög- regluna stritast í þrjá Idukku- tíma við að reyna að ná and- Franco fánanum niður af kirkju turni, sem illt var að komast að. Sama kvöld glöddust þeir yfir fréttunum að járnbraut hlaðin Norður-Afríku máíaliðsmönnum o g skotfærum h e f ð i verið sprengd í loft upp á brú einni í Pyrenafjöllum. Nokkrum dögum seinna lásu Baskar sannar fregnir af þessum atburðum í hálfsmánaðarblaðinu Euzko Deya, sem prentað er í París og smyglað til Spánar. Þannig vissu borgararnir í Euz- kadi að lýðveldisstjórnin, sem þeir hofðu ekki séð í tíu ár, var enn að verki. Þessi stjórn, sem styrkt er af Böskum, sem búa í Oregon, Utah, Californiu, Idaho og átta suður-amerískum lönd- um, stjórnar í útlegð því nær hinu gleymda Baska-lýðveldi og 1,500,000 íbúum þess. Ókunnur uppruni Baskarnir, sem aðallega eru fiskimenn og bændur, drykk- felldir, en blóta ekki, og eru afar guðhræddir, eru einhver dular- fyllsti kynflokkur í heimi. Þeir eru hvorki spánskir eða franskir og algjörlega óþekktir. Enginn veitt upp á víst hvaðan þeir komu. Fornleifafræðingar geta ekki fundið neina lausn af stein- um og minnismerkjum. — Sagn- fræðingar geta ekki fundið neitt skrifað um sögu þeirra; mál- fræðingar geta að litlu komist komist um foma kverkhljóðaða málið þeirra. Þeir hata titla og neita jafnvel að ávarpa ókunn- uga sem herra. Á þeim tímum þegar menn urðu að vera aðals- menn til þess að njóta persónu- legs frelsis, þá leystu Baskar vandræðin með því að yfirlýsa alla Baska aðalsmenn. Baskahér- uðin eru hluti Spánar, en fyrir- líta Spánverja. 99% þeirra eru kaþólskir. Þeir eru bandamenn spánskra vinstri manna, en vilja ekkert annað hafa saman við þá að sælda. Frelsið þeim í blóð borið Baskarnir þekktu f r e 1 s i og h ö f ð u stéttalaust lýðveldi hundruðum ára áður en Colum- bus fann Ameríku. Þeir voru frjálsir þangað til þeir voru um aldarbil að sumu leyti kúgaðir af síðustu sþönsku konungs- stjórninni. — 1936 urðu þrjú Baskarhéruðin, sem kusu frelsi sjálfstæð þjóð. Þetta einkenni- lega lýðveldi þeirra stóð í rétta tíu mánuði. Á þeim tíma, undir rauða, græna og hvíta flagginu þeirra, stofnuðu þeir hér með 100,000 hermönnum og sjóher sem í voru 3000 sjóliðar, sem mönnuðu herskip, sem voru end- ursmíðuð úr togurum. Þeir slógu sína eigin mynt og prentuðu sín- ar eigin bækur, æfðu eigin lög- reglu og byggðu eigin skóla. Að- eins tollar o gutanríkismál voru í höndum Madrid. En vegna þess að Baskarnir á 11 u 69% af sprengiefnum Spánar og 53% af kaupskipaflotanum og réðu yfir miklum hluta námu- og banka- málanna, þá voru héruðin her- tekin af herjum Francos. Guern- cia, eina helsta borgin þeirra, var brúkuð v ið sprengjutilraunir þýska flughersins, sem drap þar 2500 manna. Börðust á móti ítölum Baskarnir börðust á móti ítöl- sku herjum Francos, og þegar Littorio herdeildinn umkringdi þá ákváðu þeir að gefast vpp, ef þeir yrðu ekki fluttir til falang- ista. Næsta dag voru þeir fluttir til falangista. Um það til 200,000 Baskar, ásamt forseta þeirra, Jose de Aguirre, flýðu úr landi, flestir til Frakklands. Núna er það Aguirre sem heldur Böskum saman. Hann stjómar gjörðum tveggja stjórna. — Önnur er stjórnin í útlegð, sem hefur 7 íhaldsmenn, 3 socialdemokrata og 1 kommúnista. Hin er mót- stöðustjórnin, sem er á Spáni. Meðlimir hennar lifa tvennskon- ar lífi — venjulegir, duglegir borgarar á daginn, atvinnu- áróðursmenn og skemmdar- verkamenn á nóttunni, sem fá skipanir frá París. Áróður 1 september síðastliðnum, mitt í hinum mikilfenglegu kappróð- rar hátíðahöldum, San Sebastian, flutu trjádrumbar, sem á voru máluð lítil baska flögg, svo hundruðum skiptu, inn í höfnina, og eyðilögðu hátíðahöld falang- ista. — Aðeins tveimur tímum áður en meistara keppnin í knattspyrniu átti að fara fram í Bilbao var allur völlurinn skreyttur litlum baska flöggum. Síðan í fyrrasumar hafa baskar flögg birst vikulega á hæstu kirkjuturnum. Baskinn álítur spönsku nágrannana sína prett- vísa, óheiðarlega og lata undir- hyggjumenn, en sjálfa sig dug- lega, mannúðlega, þráa, áreiðan- lega menn, sem lifa einföldu lífi. — Þeir skrifa sjaldan undir sam- ninga, en segja orð sitt gullvægt. Þeir brjóta sjaldan lögin, en lög- brjótum er grimmilega refsað. Eignaréttur þeirra er svo dýr- mætur að ef einhver heggur nið- ur ávaxtatré þá má krefjast dauðarefsingar fyrir afbrota- manninn. Er illa við kommúnista Það er eignarétturinn frekar en kaþólska trúin, sem hefur gert Baska að svona innilegum haturs mönnum kommúnista. — Venju- lega eru engir skattar á vatni, salti eða mat , og þeir eru undrandi að slíkar “sjálsagðar eignir” séu skattlagðar í öðrum löndum. Hann veit ekkert um stétta- baráttu, vegna þess að fólkinu hefur aldrei verið skipt í stéttir. Hann álítur sjálfan sig sem kapi- talista og kjaftæði kommúnista og stjórnleysingja eru honum ó- skiljanlegt. Sem stendur eru Baskar gagnrýndir á sumum stöðum fyrir að vinna með hin- um vinstrisinnuðu spönsku lýð- veldissinnum. Aguirre forseti játar fyrir hönd lands síns að Baskar og lýðveldissinar séu kyndugir lagsmenn. Hann játar einnig að hann sé ekkert hrifin af bandamönnum sínum í útlegð þar sem skoðanir þeirra séu ekki í samræmi við skoðanir sínar. En hann er með þeim vegna þess að þeir eru hin frjálslega kosna stjórn Spánar og vegna þess að þeir eiga sameinginlegan óvin. Hver myndu verða örlög hinna kaþólsku, íhaldssömu og sjálf- stæðu Baska, ef stjórn Francos fjelli og lýðveldissinnar kæm- ust til valda mundu þeir verða á móti kirkjunni og vinstri sinnaðir? Að því, sem mér hefur skilist í samræðum mínum við leiðtoga Baska þá hafa lýðveldis- sinnar lofað þeim eftirfarandi fyrir hjálp á móti Franco: Ef Franco fellur Frá deginum sem Franco félli myndu Baskar fá sömu sjálf- stjórn sem þeir höfðu 1936. — Einu sinni enn yrðu þeir frjálsir, með sjálfstjórn, prént- og trú- frelsi. Aðeins í utanríkismálum, tollum og nokkrum smærri atrið- um myndu þeir lúta ráðum Madrid. “Þegar Bretland ákvað að aft- urkalla sendiherra sinn á Spáni,” segir Aguirre forseti, “þá talaði eg við dr. Jose Giral, sem var leiðtogi lýðveldissinna og vel- þekktan breskan sendiherra. Breski sendiherrann bað okkur að segja sér hreinskilnislega hvernig hægt væri a ð hrekja Franco frá völdum. Dr. Giral svaraði að okkur langaði ekki í borgarastyrjöld eða blóðsúthell- ingar G e g n fjárhagslegum refsiaðgerðum fáum við Franco burt, síðan samsteypustjórn myndaða af öllum, sem í útlegð eru og síðan prentfrelsi og reglu. Þvínæst viljum við almennar kosningar, ekki undir stjórn Rússlands eða Englands, heldur einhverra smá-þjóða eða Samein- uðu þjóðanna sjálfra. Þetta voru orð dr. Giral og eg var honum sammála”. “Það er vegna þess að við vil- jum endir undirokunnar og ó- réttlætis, vegna þess að við vil- jum frelsi á Baska-grund, að við sameinumst lýðvelissinnum í baráttu þeirra gegn Franco. í öllu öðru, í stjórn, í endurnýun- um, í venjum og í skoðunum stendur Euskadi, og berst, ein saman”. Mbl. 4. sept. 10-12 vindstig um allt land í gærmorgun Aftaka rok geysaði um allt land síðari hluta nætur í fyrri- nótt og í gærmorgun. Var veð- urhæðin mest í Vestmannaeyj- um, 12 stig, en í Reykjavík og víða annarsstaðar á suður- og vesturlandi var veðurhæðin um 10 vindstig í gærmorgun. — Á norðvestur- og norðurlandi var einnig mikið hvassviðri og rigning, en í Austurlandi var veðurhæðin heldur minni. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið fékk hjá Veðurstofunni í gær, kom hvassviðri þetta mjög á óvart og var ekki hægt að sjá það fyrir, hvorki hér né hjá veðurathugunarstöðvum á Bret- landi í fyrrakvöld. Hins vegar var þá djúp lægð suður í hafi og dýpkaði hún skyndilega mjög ört og barst hratt norðureftir. Stafaði hvass- viðrið hér af þessari lægð. Hvassviðrið byrjaði þegar leið á nóttina og klukkan 6 í gær- morgun var veðurhæðin orðin 12 vindstig í Vestmannaeyjum. í Reykjavík var veðurhæðin orð in 10 vindstig klukkan 9 í gær- morgun, en þar fór heldur lygn- andi þegar leið á morguninn. — Má heita, að svipuð veðurhæð hafi verið víðast hvar á Vestur- og Norðvesturlandi í gærmorg- un. Ennfremur var rok um allt Norðurland. Til dæmis voru 10 vindstig klukkan 9 á Hrauni á Skaga, í Kvíindisdal og við Hornfjarðsvita, en á Austur- landi var heldur minna rok eða víðast hvar ekki nema í kring- um 5 vindstig. Alþbl., 12. sept.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.