Lögberg


Lögberg - 23.10.1947, Qupperneq 6

Lögberg - 23.10.1947, Qupperneq 6
0 LÖGBERG, FIMTLFDAGINN 23. OKTÓBER, 1947 (Ensk saga) HVER VAR ERFINGINN? G. E. EYFORD, þýddi “Nú, jæja”, sagði Newton og gekk fram og aftur um gólfið; hugur hans var svo bundinn við það sem skeð hafði, að hann vissi varla að Fred var þar inni og heyrði til sín. “Nú, jæja; ég var á gangi í listigarðinum. Þú þekkir indæla gangveginn undir birkitrjánum ? Eg var að hugsa um þig og þitt ásta-ævintýri, er ég kom auga á stúlku undir einu trénu. Eg þekkti hana strax, sem snöggvast gat ég ekki hreyft mig né hugsað. Svo fór ég að hugsa um, hvað ég ætti að fá mér til að tala um við hana. En meðan ég var að hugsa um það, sá ég vasaklút sem lá á veginum. ofurlítinn spöl frá henni. Eg tók hann upp og gekk til hennar, það hlaut að vera hennar klútur. Hún hrökk við er ég kom og fékk henni klútinn, hún þakkaði mér fyrir með því að hneigja sig. Eg var ákveðinn í að missa ekki af henni í þetta sinn og sagði: “Fyrirgefðu ipér, en við höfum mætst áður”; “Hvar spurði hún; og ég sagði henni hvar það var. Hún leit á mig og sagði í veikum róm, að hún mundi það. Og svo sagði ég henni hreint út, að síð- an hefði ég gert allt sem ég hefði getað til að finna hana aftur. “Hvers vegna vár það svo áríðandi fyrir þig?” spurði hún. — “Það var eðlileg spuming”, greip Fred fram í. “Já”, svaraði Ed.; “fyrst var hún reið en það hefir verið eitthvað í málróm mínum eða andliti, sem sannfærði hana um, að ég hefði ekki neitt illt í huga. svo hún hlustaði á mig.” “Áfram með söguna”, sagði Fred óþolinmóður. “Já”, sagði Ed., “við sátum og töluð- um saman í heilan klukkutíma. eða meira, og hún hefir lofað mér, að ég mætti mæta sér aftur. Að minsta kosti sagði hún mér að hún gengi sér til upp- lyftingar í listigarðinum hvern eftirmið- dag. — Eg reyndi að fá hana til að gefa mér heimilisfang sitt, en hún vildi ekki gera það”. — “Og er það þá allt, sem þú fékst að vita?” sagði Fred. “Nei”, svaraði Newton. “Hún sagði mér að hún hefði orðið fyrir óréttind- um, og hún hefði í hyggju að reyna að fá hlut sinn réttan”. “Og þú bauðst henni náttúrlega að hjálpa henni”, sagði Fred. “Já, ég bauðst til að hjálpa henni; ég sagði henni að tími minn, þekking og efni, stæði henni til boða, og ég fór svo langt, að biðja hana að segja mér hvað það væri, sem lægi í huga henn- ar, og hvaða órétti hún hefði orðið fyr- ir, en hún vildi ekki gera það. Við skild- um svo, en ætlum að sjást aftur. Hún er mjög breytt, magrari og fölleitari, en er ég sá hana í jámbrautarvagnin- um, en ennþá fríðari í mínum augum, en nokkur stúlka sem ég hefi séð”. “Þetta er dálítið undarleg saga”, sagði Fred. “Nærri því ævintýri. E]r það ekki undarlegt, Ed., að við skulum báð- ir hafa orðið ástfangnir á svo æfintýra- legan hátt”. “Já”, sagði Newton, “það er virki- lega merkilegt; en mín saga er ekki ennþá nema byrjun, þar sem þín hef- ir haft svo góðan enda, eða gerir það, ef þú gætir þín hyggilega”. “Hvað meinar þú með því sem þú segir?” spurði Fred. “Hvar hefirðu verið í kvöld?” spurði Newton. “í leikhúsinu með Miss Rusley”. “Já, ég bjóst við því”, sagði Newton, og svo vildi hann ekki tala meira við Fred það kvöld; þeir voru kanske báðir þreyttir. Dora og Mrs. Lamonte höfðu haft góða ferð með George. Hann hafði sýnt mikla umhyggju fyrir, að þeim liði sem bezt á allan hátt. Þegar á járnbrautar- stöðina kom, beið þeirra skrautvagn, sem þau áttu að aka í heim til Wood Castle; fyrir vagninum voru fjórir ólm- ir hestar. — Er þau komu svo nærri herragarðinum, að byggingarnar sáust, sagði Mrs. Lamonte: hafði hann látið gera stór-miklar breyt- ingar!” George brosti ánægjulega. Á þessum tiltölulega stutta tíma hafði hann láti ðgera stórmiklar breyt- ingar á gömlu byggingunum. Það höfðu unnið þar fjöldi handverksmanna. Að- albyggingin var alveg endurbyggð, gamlar útbyggingar rifnar niður, og nýir turnar byggðir. Allt í kringum byggingarnr var sléttað og plantað ýmsum trjátegundum. Vegurinn til járnbrautarstöðvanna var sléttaður og endurbættur. Dora sagði ekkert, en þótti samt mikið um það er hún sá; hún virti fyr- ir sér hina miklu byggingu. Hún hafði oft heyrt Fred tala um hið gamla Wood Castle, en það sem hún sá, var ekki líkt þeirri lýsingu sem hann hafði gefið henni. George hafði með peningum sín- um látið gjörbreyta því. Vagninum var ekið að framdyrun- um, þar komu þjónar til að taka hest- ana, svo komu þjónar í skrautlegum búningum til að taka á móti fólkinu, og alstaðar, hvert sem var litið, var þjón- ustufólk. Þessi móttaka var eins stór- kostleg, eins og Dora hafði lesið um, en aldrei trúað að ætti sér stað. — George hjálpaði Dora út úr vagninum, og svo móður sinni, svo stóð hann þar stoltur og sæll með sig. Allt í einu hvarf ánægjusvipurinn af andliti hans; hann sá þar gamla Groff, skrifara lögmannsins, en svo jafnaði hann sig er hann kom inn og hlustaði á allt það hrós, sem móðir hans hafði að segja um hann, og hina nýju byggingu. “Minn kæri George”, sagði hún, “þú hefir þó sannarlega breytt staðn- um; ég hefði ekki þekkt hann aftur. Er þetta virkilega, þar sem áður var hin gamla halarófa?” “Já”, sagði George hreykinn, og leit í kringum sig; hann veitti andliti Dora eftirtekt til að reyna að sjá, hvort hann sæi ekki undrunar svip á henni. Hún leit rólega í kringum sig. Fyrst það var svo breytt, þá var það ekki hið gamla heimili, sem Fred þekkti svo vel og var svo skýrt í minni hans. “Eg vona, að þú finnir að öllu hefir verið breytt til hins betra”, sagði George. Breytt; já, sannarlega breytt! Stig- unum hafði verið breytt, svo það hefði orðið erfitt að finna herbergið þar sem gamli Squire Arthur dó, og sagði sín síðustu orð. “Þú þjófur, þú þjófur! Hvað hefurðu gert við erfðaskrána?” Já, hér hafði öllu verið svo gjör- breytt, að þó gamli Squire Arthur væri lifnaður aftur, hefði hann ekki endur- þekkt Wood Castle. “Eg fékk hina hæfustu menn til að gera allt þetta”, sagði George með til- finningu. “Uppi finnurðu allt sem þú þarft með”, sagði hann við Dora; — “Gamla byggingin var ekki betri en gripahús; ég hefi gert mitt bezta til að geta tekið á móti þér hér, eins og þér hæfir! Þú sérð myndirnar”, sagði hann, er hann sá hana vera að virða fyrir sér tvöfalda röð af máluðum myndum, af dánum meðlimum Lamonte-fjöl- skyldunnar. “Eg hefi látið endurbæta þær allar, því þær höfðu verið illa með- höndlaðar. Þetta er gamli Squire Art- hur, föðurbróðir minn, — minn kæri, dáni föðurbróðir”, sagði hann og lést verða hryggur. Dora stansaði fyrir framan síðustu myndina írammanum, og horfði lengi og alvarlega á hana. George og móðir hans horfðu á Dora. — George horfði á hana með rannsakandi augnaráði og ótta í huga sér. Ef hún hefði vitað að hún stæði nú fyrir framan myndina af föður sínum! Loksins sneri hún sér frá myndinni, og stundi við; hún var að hugsa um að þetta væri gamli maður- inn, sem einu sinni hélt svo mikið upp á Fred, en eftirlét honum ekkert, er hann dó. Mrs. Lamonte fanst sem hroll ur færi um sig. “Hann var orðinn gamall maður, kæra Dora”, sagði hún, “og ég var altaf hrædd við hann. Eg skalf, þegar hann leit á mig”. George var orðinn órólegur. “Komið þið, það er ekki gott fyrir ykkur að standa hér og verða innkulsa”, sagði hann. “Viljið þið ekki heldur fara upp í herbergi ykkar? Ráðskonan vísar ykkur þangað, og ég vona að allt sé þar eins og það á að vera”, Dora fylgdi Mrs. Lamonte að breið- um stiga. Það var eins og byggingin hefði einhver æsandi áhrif á hana, og hún gat næstum ímyndað sér að hún hefði verið þar einhvern tíma áður, því það var eins og henni væri allt svo kunnugt, þó öllu hefði verið breytt frá því, sem Fred hafði lýst byggingunni fyrir henni. Herbergi þeirra voru skrautleg og með dýrindis húsgögnum af nýjustu gerð. “George hefir breytt húsinu í reglu- lega höll”, sagði Mrs. Lamonte. “Hvað mér leiddist það hér áður! Það var svo skuggalegt, og æfinlega fullt af raka. George segir mér að hann hafi látið þurrka með ræsum grundvöllinn undir byggingunni, eftir nýjustu aðferðum. Staður sem þessi þarf húsmóðir, svo ég vildi að hann gifti sig”. “Því segirðu honum það ekki sjálf- um”, sagði Dora og brosti. Mrs. Lamonte hristi bara höfuðið. “Það væri til lítils fyrir mig”, svaraði hún; “ég held stundum að honum komi ekki til hugar að giftast”. Hún leit ánægjulega á Dora. Henni hafði upp á síðkastið flogið í hug, ef Dora væri ekki trúlofuð, gæti sonur hennar komið í staðinn fyrir Fred. — Það duldist ekki fyrir henni að hann sýndi Dora mikla umhyggju — móðir augað er glöggt, er um slíkt er að ræða. George hafði fengið franskan mat- reiðslumann. Réttirnir á borðinu voru svo margir og sjaldgæfir, að slíkt þekktist ekki; þjónarnir aðdáanlegir í skrautbúning- um sínum, og vínkjallarinn fullur af alskonar vínum. Það var auðséð að hann hafði ekki sparað peninga, til þess að Dora skyldi fá vitneskju um allt það, sem kona George Lamonte fengi til yfirráða. Ehi það hreif hana ekki, hún hugsaði allt- af um Fred og litla húsið sem þau ætl- uðu að eignast þegar hann væri búinn að fá stöðuna, sem George ætlaði að útvega honum. George var í góðu skapi og gerði sig eins elskulegan og hann gat. — Hann lýsti umhverfinu og nágrönnunum; hann gerði áætlanir um skemtanir og útkeyrslur, sagði sögur um nágrann- ana, og í einu sagt, lék sitt hlutverk eins vel og hann gat. Allt miðaði til þess, að gera Dora til geðs. Eftir kvöldverðinn lét hann upp- lýsa allar stofur og herbergi til þess að sýna þeim; hann spurði Dora um álit hennar á einu og öðiru og beiddi hana að láta í ljós, hvaða breytingar henni mundi líka betur. Árangurinn af þessu varð sá, að Dora dró sig meira í hlé og fylgdi Mrs. Lamonte. George sá, að hann gerðist of opin- skár, skildi við þær og fór inn í lestra- salinn til að skrifa bréf. Það var eftir- tektarvert, að það var eina herbergið, sem ekki hafði verið breytt. Hann hafði ekki leyft að við neinu væri hreyft þar — já, það hafði verið læst allan tím- ann, og lykilinn bar hann altaf á sér, bæði dag og nótt. Það var eins og nótt- ina, sem gamli maðurinn dó, og er Ge- orge stóð með stolnu erfðaskrána í höndunum, þannig var það enn. Aldrei kom hann þar inn, án þess að hrollur færi um hann, og er hann var þar inni, var hann skimandi með aug- unum, í allar áttir, og allt í kringum sig, án þess hann vissi það; hann horfði rannsakandi á gólfið og húsmunina, eins og hann væri að gá að einhverju, sem hann hefði týnt. Það var sem ein- hver óttakend gripi hann sem drægi hann þangað. Hann var órólegur og gekk fram og aftur um herbergið. skoð- aði og þreifaði á hinum gömlu húsmun- um sem þar voru inni, en gerði enga tilraun til að skrifa bréf, eins og hann hafði sagt. Hugur hans var allur bund- inn við áform hans. Hann var nú ánægð ur með, að Dora var komin undir sama þak sem hann, og hann ákvað með sjálfum sér; að hún skyldi aldrei fara úr þessu húsi, nema til að koma þangað aftur sem eiginkona sín. Hann var svo niðursokkinn í þessar hugsanir, og hvernig hann ætti að fá hana til að giftast sér, að jafnvel hin tapaða erfðaskrá raskaði ekki hugarró hans og ánægju þetta kvöld. Hann gladdi sig við, að nú hefði hann Dora í höndum sér, og léti hana ekki sleppa, hverjum svo brögðum sem hann þyrfti að beita. Það var langt liðið nætur er hann gekk til hvílu, og frá efstu tröppunni í stiganum leit hann í kringum sig, og brosti ánægjulega. “Hún er mín — mín”, hvíslaði hann að sér sjálfum, “ég skal eiga hana líka, það skal ekkert hindra það”. Svo fór hann að sofa; en hann dreymdi ekki Dora, hann dreymdi Gladys Holcomb. Alla nóttina var hennar föla andlit fyrir augum hans. Stundum fanst hon- um hún horfa á sig í gegnum gluggann í lestrarsalnum; svo fanst honum að hún horfa eftir sér eftir einhverjum endalausum vegi; en hún leit altaf út, eins og hún væri að ótta honum, og varð hræddur. — Samv\ska sumra manna vaknar fyrst á nóttunni. 31. Kafli. Þó Dora hefði verið prinsessa í heim- sókn langt frá ríki sínu, hefði ekki ver- ið hægt að gera meiri og stórkostlegri umbætur í tilefni af veru hennar. Það leið enginn dagur svo, að George fyndi ekki upp á einhverju henni til skemmtunar og ánægju, og aldrei varð hann þreyttur á að finna nýja og nýja skemmtistaði. Einn morguninn ók hann með hana til æfintýraríkra ssögustaða; annan morgun til hinna skrautlegustu blóm- garða, eða gamalla kastala, sem áttu sér rómantískar sögur; svo voru þau heima suma dagana, og léku þá Lawn- tennis, á fögrum grasfleti fyrir fram- an bygginguna. Orðrómurinn um þetta hafði borist út um nágrennið, og þær fjölskyldur, sem bjuggu í fallegum húsum og til- heyrðu hinu fínna félagslífi, heimsóttu þau, og svo var þeim boðið til miðdags- samkvæmis, hingað og þangað^ Á þann hátt leið vikan fljótt, þó Dora teldi dagana, þangað til hún sæi Fred aftur. — Á hverjum morgni fékk hún bréf frá honum. í hverju bréfi sagði hann henni hve mikið hann þráði að sjá hana, og hvað sér leiddist síðan hún fór; en í hverju bréfi skrifaði hann eitthvað um Miss Edith, og það var auðheyrt að hann eyeddi miklu af tímanum hjá henni. En Dora var ekki afbrýðissöm — hún leið engri slíkri hugsun að kom- ast að í huga sínum. “Eg er svo glöð yfir, að Miss Edith er í borginni, svo Fred geti komið þang- að”, sagði hún við Mrs. Lamonte. Gamla konan brosti, en andvarpaði um; hún áleit eins og aðrir, að Fred gæfi of mikið af tíma sínum í þjónustu þessarar ríku stúlku. George var ekki spar á peningum,, hann bara, svo að segja fleygði þeim út til þess, að geta veitt Dora sem mesta skemtun. En þrátt fyrir það, var það alment álitið, að hann væri ekki greiðugur. Mennirnir í nágrenninu tóku ofan fyrir honum, en þeir brostu aldrei til hans, eins og þeir höfðu æfin- lega gert, er þeir mættu gamla herra- manninum eða Fred Hamilton. Það var eitthvað við hann, sem fólkinu geðjað- ist ekki að; og þó þeir sætu í veitinga- húsinu og drykkju fyrir peninga sem þeir höfðu fengið frá honum, þá samt sem áður hné talið æfinlega að Fred og þeir hristu höfuðið í ergelsi. George vissi það vel, og hataði þá alla; en mest hataði hann þó gamla skrifarann Groff. Það var eins og hann væri alsstaðar nálægur. George gat ekki tekið sér göngutúr, nema alveg heima við, án þess að mæta honum; og þó Groff tæki altaf ofan fyrir honum og segði “góðan daginn”, fann George þó, að hin smáu, rannsakandi augu hans hvíldu á sér. Hann hafði ekki séð Leister lögmann. Loksins sáu menn í dagblaðinu að Miss Rusley var komin til Dillingham Court; Dora vissi þá, að hún fengi að sjá Fred innan tveggja daga. Þetta kvöld var George natnari við hana en áður. Þau höfðu verið í boði hjá einum af nágrönnunum, og sátu í dagstofunni þrjú saman. Vonin um að mæta Fred bráðlega gerði það, að augu Dora voru hlýlegri og fegurri, og fínn roði í andliti hennar. Hún var, sem af- leiðing af þessari tilhlökkun vingjarn- legri við alla, og þá einnig við George. Hann hafði fært henni bækur úr lestra herberginu, sem innihéldu lýsingu á landinu, og uppdráttum af því; hann útskýrði það fyrir henni og sýndi henni myndir af hinum nafnkendustu bygg- um, þar í kring.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.