Lögberg - 06.11.1947, Page 6

Lögberg - 06.11.1947, Page 6
LÖGBERG, FIMTLTDAGINN 6. NÓVEMBER, 1947 n (Ensk saga) HVER VAR ERFINGININ? G. E. EYFORD, þýddi George skalf. Ilann lék hættulegan og óvissan leik. Eitt einasta orð frá Nichols gat gefið Fred vitneskju uni< hver væri faðir Dora, og með því var allur hans útreikningur eyðilagður. “Minn kæri Fred”, sagði George hryggur í málróm. “Eg hefi grátbænt Mr. Nichols um að segja henni ekki neitt um það, en það hefir ekki dugað; hann ætlar að gera það”. Svo varð dálítil þögn. Fred stóð þar í æstum hug og með harm í hjarta. — Hann sá ,hvernig að allt horfði við. Á aðra hönd var hans einlæga og fölskva- lausa ást og traust. en á hina hliðina var svívirðing og smán fyrir Dora. “Eg elska hana svo heitt”, stundi hann upp. “Já, þú segir að þú elskir hana”, sagði Nichols alvarlega. “Sýndu það þá með því að þú viljir frelsa hana frá skömm, sem er tengd við fæðingu hennar. Ef ást þín meinar nokkuð, þá viltu fórna þér fyrir hana. Veistu að það hvílir á þér einum að gera það! Hún er ung — bara barn að aldri ennþá — og eftir fáeinar vikur, í mesta lagi mánuði, verður hún búin að gleyma þér”. “Það er vægast sagt lýgi”, sagði Fred gramur. “Eg þekki hana betur en þú”. “Það hefir ekkert við þetta að gera”, sagði Nichols kuldalega. “Tíminn læknar vonbrigði í ástamál- um, en tíminn læknar ekki óafmáanlega skömm”, sagði Nichols. “Gefið þið mér fáeinar mínútur um- hugsunarfrest”, stundi Fred upp. “Eg verfí að yfirvega þetta; ékkert sem þið getið fundið upp á að segja, hefir nokk- ur áhrif á mig”. George gaf Nichols bendingu um að þegja. — Það liðu fimm mínútur þar til Fred leit upp, háns fríða andlit var fölt, með þjáningarblæ. Hann hafði elst á þess- um stutta tíma til mikilla muna. “Mr. Nichols”, sagði hann í þvinguð- um málróm, “því berðu svona dauðlegt hatur til mín, það er meir en ég get skilið. Viltu ekki segja mér ástæðuna fyrir því?” Nichols hristi bara höfuðið. “Mér er það hreinasta ráðgáta”, sagði Fred. “Eg þekki bara afleiðingarnar af því. Enn einu sinni bið ég þig að láta af til- raun þinni, og hlífa okkur báðum við óhamingju”. “Eg held fast við ákvörðun mína”, sagði Nichols. “Annaðhvort verðurðu að segja henni upp, eða ég segi henni allt um fæðingu hennar. Það er undir þér komið. Eg hugsa, að þú viljir tryggja þér hamingju þína, þó það sé á hennar kostnað —viljir láta hana lifa í skömm og svívirðingu”. . “Nei, þú gerir mér rangt til”, sagði Fred. “Eg vil heldur gefa hana upp, en að hún þurfi að vita um þann skugga sem hvílir yfir lífi hennar”. Það brá fyrir glampa í augum George. i “Já, ég geeri það”, sagði Fred í lág- um sorgarróm, að þeir varla heyrðu það. “Eg geri þetta samkvæmt því, að hún sé það sem þið segið um hana”. Hann dró þungt andann. “Eg get ekki annað”, bætti hann við. “En ef ég síðar finn út, að þið hafið farið með fals tg lýgi, þá megið þið gæta ykkar, því svo framt sem ég lifi, skal ég hefna þessa”. “Látum svo vera”, sagði Nichols. — “Skrifaðu nú, og hann benti á skjal sem lá á borðinu, sem sjáanlega hafði verið lagt þar í vissum tilgangi. Fred reis á fætur, sjáanlega reiður, og sagði: „Nægir þér ekki loforð mitt”. Mr. Nichols hugsaði sig um, en Ge- orge gaf honum bendingu og sagði: “Láttu fréttina um, að trúlofunin ykkar sé upphafin, koma frá Dora; Það er betra svoleiðis”. Fred gekk að borðinu og settist. — Hann sat í nokkrar mínútur í þungum hugsunum, með höndurnar fyrir andlit- inu, honum fanst tann vera aleinn í herberginu. Honum fanst hann sjá hið elskulegu andlit Dora, með hin fögru trúföstu augu; honum fanst hann heyra hennar hljómfagra málróm, sem hann átti nú aldrei framar að heyra. Hvað átti hann að skrifa? Já, hvað átti hann að skrifa? George læddist á baka til við hann og sagði: “Þú verður að gæta þess, að halda þessu leyndu,” Kæri Fred, hvíslaði hann. Fred leit reiðulega trl hans, svo George flýtti sér að fara hinu megin við borðið. “Fyrir hvað er það, sem eg gef upp það dýrmætasta, sem til er í 1 í f i n u.” sagði hann biturt. Svo tók hann í al- gerðri örvinglun pennan og skrifaði með skjálfandi hendi: “Mín ástkæra! Síðan þú fórst. hefir það komið fyrir, sem hefir algjörlega breytt lífi þínu og mínu. Eg þori ekki að segja meira, en ég bið þig að dæma mig ekki hart. Ef þú vissir þær kring- umstæður sem ég er í, þá skildir þú, því ég gjöri þetta, og þú mundir vor- kenna mér, í staðinn fyrir að fella þungan dóm^á mig. Dora, frá þessari stundu erum við aðskilin. Guð blessi þig og gefi að þú getir gleymt mér. Eg get ekki sagt þér meira — ég vildi ég gæti. Eg hefi verið þér óverðugur frá því fyrsta, nú er ég þér enn óverðugri, en ég hefi nokkurn tíma verið. Eg þori ekki að biðja þig að minnast mín; nei, gleymdu mér, Dora; gleymdu að við höfum nokkurn tíma sést. Hugsaðu ekki með illum hug til mín, hvað svo sem þú færð að heyra. Það sem ég geri, er eins mikið þér fyrir bestu sem mér. Guð varðveit þig! Eg skal muna þig og elska, alla mína æfi, hvað svo sem hér eftir kann að koma fyrir. Vertu sæl, Fred, Hann lét bréfið í umslag og rétti það Mr. Nichols, svo leit hann í kring eftir hattinum sínum. “Eitt glas af víni, Fred?” spurði Ge- orge lágt. En Fred lést ekki heyra, eða vildi ekki heyra það; hann tók hatt sinn og fór út úr herberginu. — George dró nú léttara andann. “Nú, Mr. Nichols”, sagði hann, “við höfum sigrað. Eg skal sjá um að þetta bréf komist til skila á réttum tíma”. “Það er gott”, sagði Nichols; en svo stansaði hann og hnyklaði brýrnar. — “Eg kenni í brjósti um þennan unga mann”, sagði hann. George brosti og bandaði frá sér með hendinni. “Eg þekki minn góða Fred”, sagði „ George; “það lítur svo út, eins og hann taki þetta nærri sér, en svo varir það ekki lengi. Hvað viltu fá þér að drekka, Mr. Nichols?” Mr. Nichols vildi ekki þiggja neitt, og setti hattinn á höfuðið. “Eg skil bréfið eftir hjá þér”, sagði hann. “Góða nótt”. George fyllti stórt vínglas meðan hann skoðaði forvitnislega bréf Freds, og hélt því yfir vatnsgufu, svo umslagið opnaðist. “Mjög ómerkilegt bréf”, tautaði hann eftir því sem hann las lengur, óskýrt, ógreinilegt, en þess betra. Hver sem les það getur ímyndað sér, að hann sé búinn að ákveða sig til að giftast Miss Edith Rusley, en skammaðist sín fyrir að segja hreinskilnislega frá því”. Svo límdi hann umslagið saman, og gekk til hvílu og svaf svefni hinna rétt- látu. — Þegar Fred kom út, ráfaði hann um stund um götur borgarinnar; hann átti í bitru sálarstríði. Loksins gekk hann heim; það var dimmt í herberginu og Newton í fasta svefni. Hann kveikti ljós, settist við skrif- borðið sitt og skrifaði bréf til Msis Rusley. Hann sagði henni að það hefði komið nokkuð fyrir, sem hindraði sig frá að heimsækja hana á Dillingham Court; hann sagði ekkert um ástæð- una fyrir því, aðeins það, að hann væri hindraður frá að geta komið. — Svo fór hann út, og ráfaði um borgina, þar til byrjaði að lýsa af degi. , Þegar hann kom heim borðaði hann morgunverð með Newton, sem horfði það var orðin stórkostleg breyting á óttaslegin ná hans sorgbitna andlit; honum. “En, gamli, góði vinur minn”, byrjaði hann að segja; en Fred gaf honum ekki tækifæri að segja meira. “Ed, ég er hinn vansælasti og óham- ingjusamasti maður, sem til er í heim- inum. Spurðu mig ekki um hvað því valdi; en það er alt búið milli mín og Dora”. — “Það er ómögulegt”, sagði Ed. “Það mætti virðast svo, en það er satt”, svaraði Fredö “Það er alt búið millum okkar, og ef þér þykir vinskap- ur okkar nokkurs virði, þá nefndu hana aldrei á nafn framar”. “En —”, sagði Newton. “Það er nóg”, sagði Fred. “Eg hefi sagt þér að það er svo”. “Moses kom hér aftur”, sagði Newton. “Mér er alvek sama um það”, sagði Fred. “En, Fred —” , “Mér er alveg sama um hann. Hundrað slíkra náunga, sem þessi okurkarl er mér alveg saina um. Láttu hann gera það versta sem hann getur”. “Þú veist ekki, hvað hans versta er; hann hefir þig í höndum sér”. Newton hafði aldrei séð Fred slíkan. “Hlustaðu á mig”, sagði Newton; “ef Moses gerir alt sem hann getur, fær hann þig rekinn úr öllum klúbbum, sem til eru í London, og gert þig að úrþvætti. Reyndu nú að vera ofurlítið skynsamur, Fred!” — “Eg get ekki verið skynsamur”, svaraði Fred. “Eg er alveg eyðilagður maður; það er búið með mig. Með Dora hefi ég mist altð sem var þess virði að lifa fyrir í þessum heimi. Mér er sama um Moses, eða hvað hann getur gert”. 33. Kafli. “Eftir einn klukkutíma verður hann kominn hingað”, sagði Dora. Hún stóð við gluggann í búnings herbergi sínu og horfði út. “Já, eftir einn klukkutíma!” og við umhugsunina um það ljómaði andlit hennar af brosi, eða öllu heldur af ljóma, eins og sólargeisla. Hún hafði einnig vandað hið besta til búnings síns, í tilefni af komu hans. Fred þreyttist aldrei á að dáðst að fegurð hennar, og talaði svo oft um, hve hún væri elskuleg; en það hafði þó ekki vakið neinn hégómaskap hjá henni. En þetta kvöld hafði hún sérstaka löngun til að líta sem bezt út í augum hans, svo vel ,að hann skyldi gleyma hinu gáfu- lega andliti Miss Rusley. — Hún hafði sjálf valið búninginn sem henni þótti fallegastur, hafði og með óvanalegri umhugsun valið fegurstu blómin sem voru í blómagarðinum, svo bar hún, bæði hringinn og annað skraut sem Fred hafði gefið henni. Mrs. Lamonte hafði líka gefið henni dýrmæta stáss- muni; en þetta kvöld vildi hún ekki bera aðra muni en þá ,sem Fred hafði gefið henni. “Hann kemur frá demöntum og Saphirum Miss Rusley og þykir ekki mikið til míns stáss koma; en hann sér að ég ber það sem hann hefir gefið mér, og tekur það langt fram yfir allt annað”. Ekki einu sinni, heldur marg oft gekk hún frá glugganum að speglinum til að skoða sig. Það var ekki snefill af fá- fengilegheitum í hennar fríða og milda andliti. Hún óskaði að vera eins falleg eins og Fred sýndist hún vera. Síðustu dagana hafði hún verið fáorð og fölleit. Glósur George um Fred og Miss Rusley höfðu haft sín áhrif á hana; en tilhlökk- un hennar þetta kvöld að Fred kæmi, hafði komið ofurlitlum roða í kinnar hennar, og úr augum hennar Ijómaði ást og von. Þegar hún kom inn í dagstofuna, leit Mrs. Lamonte á hana, og brosti ástúð- lega. — “Hvað þú lítur vel út í kvörld, kæra Dora”, sagði hún, og kysti hana og setti hana niður í sófan hjá sér. “Eg fer að trúa því sem Fred segir, að þú sért fallegri með hverjum deginum sem líður, elsku Dora mín”. “Sussu”, sagði Dora og roðnaði. “Fred segir svo margt”. “Ef hann segði aldrei neitt vitlausara en þetta, þá væri hann hygginn maður”, sagði Mrs. Lamonte. “Hvað ætli hann sé kominn langt nú?” Dora leit á úrið. “Hann ætti að vera kominn hingað eftir 40 mínútur”, svar- aði hún. Mrs. Lamonte brosti og klappaði henni á hendina. “Þú telur hverja mínútu”, sagði hún vingjarnlega. “Hve dásamleg ástin er! Hvað væri heimurinn án ástar?” “Dauði”, sagði Dora og brosti alvar- lega, “verri en dauði”, bætti hún við mjög alvarlega. Gamla konan stundi við. “Fred er hamingju maður”, sagði hún. “Eg veit ekki hvort George kemur til baka í kvöld?” “Veistu nokkuð um það?” spurði Dora eins og utan við sig. “Nei”, svaraði Mrs. Lamonte. “Eg hélt kanske að hann hefði sagt þér það”. — “Mér”, sagði Dora og leit upp stórum augum. “Nei, því ætti hann að segja mér nokkuð slíkt?” “Ja, ég vissi það ekki”, sagði gamla konan rólega. “Eg hélt hann segði þér allt”. Dora brosti. “Hann er mjög góður og umhyggjusamur við mig”, sagði hún eins og út í bláinn. “Já, mjög umhyggju- samur, það væri ekki hægt fyrir neinn að gera sér meira ómak til þess að mér liði sem bezt, en hann gerir”. “Já, hann vill gera þig sem sælasta”, sagði Mrs. Lamonte blíðlega. “Vesal- ings George!” Og hún stundi við. Dora veitti hvorki hluttekningu hennar né stunum neina eftirtekt. Hún var staðinn upp, og gekk um gólf í her- berginu, með sjáanlegri óþolinmæði, eins og sá þjáist af, sem bíður ham- ingjunnar. Allt í einu heyrði hún hjólaskrölt; hún fékk hjartslátt og leit á úrið sitt. Það vöntuðu ennþá 10 mínútur til þess tíma, er hún bjóst við að Fred kæmi. Hún roðnaði af ánægju yfir því, hve Fred kæmi fljótt, svo þakklát var hún honum. Hún fór upp í herbergi sitt til þess að jafna sig og verða rólegri. Hún heyrði vagninn stansa fyrir framan dyrnar, sem svo var strax ekið í burtu til hesthússins; hún heyrði gengið hratt eftir marmaragólfinu í ganginum — og svo fór hún ofan, uppljómuð af fögnuði, og gekk inn í dagstofuna. Hvaða ógurleg vonbrigði! George stóð fyrir framan ofninn og vermdi hendur sínar; en Fred var þar ekki. George sá í veggspeglinum þegar hún kom inn, og einnig, hvernig hún hrökk við og hörfaði til baka, og að roðinn hvarf af kinnum hennar. Hann sneri sér til að heilsa henni. Hann var þreytulegur og bleikari í andliti en vanalega; brosið á andliti hans, er hann mætti henni, var kynlegt og óeðlilegt; maður gat næstum kallað það sigurhrósbros; ef það hefði ekki verið kvíði í því. “Eg er kominn til baka, eins og þú sérð; sagði hann. “Ertu frísk?” Dora sagði eitthvað sem varla var heyranlegt; hann fór aftur að ofninum til að verma sig, en andlitið var bleikt. “Hvað hún er falleg!” hugsaði hann. “Hvað hún er yndisleg! Hún er þess virði að maður leggi allt á hættu fyrir hana!” — “Viltu ekki fara og skifta um föt, George?” sagði Mrs. Lamonte. “Það er vel heitt í herberginu þínu, og líka í herbergi Fréds; ég er nýbúinn að lita eftir í báðum herbergjunum. “Ó, jú”, sagði hann eins og annars hugar, og fór út úr stofunni. George lítur þreytulega út”, sagði gamla konan. “Eg er hrædd um, að hahn hafi haft einhverja sýslan með höndum sem gera hann óróan. Eg get æfinlega séð það á andliti hans”. “Það er mjög leiðinlegt”, sagði Dora. “Já, hann leit þreytulega og órólega út”, sagði hún meðan hún horfði á kklukkuna í stofunni. Tíminn leið, og það var orðið meir en klukkutími frá því Fred átti að vera kominn. Það var hringt til kvöldverðar. “Við skulum bíða dálítið við, eftir Mr. Hamilton”, sagði Mrs. Lamonte, en Dora sagði að þau skyldu ekki gera það. “Mr. Lamonte þarf víst að fara að borða, svo það er ekki vert að fresta' máltíðinni”. Mrs. Lamonte, sem aldrei mótmælti neinum, stóð upp og lagði hendina á / handlegg Dora, og svo gengu þær sam- an inn í borðstofuna. George kom á eftir þeim og tók sér sæti, og gerði eng- ar athugasemdir um það, að Fred væri ekki kominn. Ekki einu sinni, er gamla konan sagði við þjónustustúlkuna. — “Segðu þeim í eldhúsinu að halda matn um heitum fyrir Mr. Hamilton”, hann lét sem hann heyrði það ekki. Dora gerði litla tilraun til að borða, og hélt sig frá að taka mikinn þátt í samtalinu milli móðir og sonar. Hún horfði á klukk- una á vegginum og taldi mínúturnar, og hún hlustaði eftir, hvort hún heyrði ekki vagnskrölt, eða heyrði ríðandi mann koma að húsinu. ,

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.