Lögberg


Lögberg - 06.11.1947, Qupperneq 7

Lögberg - 06.11.1947, Qupperneq 7
7 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. NÓVEMBER, 1947 Húsfreyjan í Hlíð (Frh. aj bls. 2) Borghildar, þegar hún sá mann- inn ganga út með kerið í hend- inni. Hann hélt því uppi á móts við síðu sér, góð kaffibollastærð, glært, á háum fæti og slétt. — Stundum dugði ekki í kerinu í tilætlaðan tírha. Þá voru vand- ræði á ferð að fá nýjan skamt. Eyjólfur á Brekku hafði könnu, háa, sem koma mátti hendi ofan í. Hún var rauðrósótt á lit, handarhaldslaus. Hann sótti syk urinn ofan í timburhúsið á tún- inu. Geymsluhúsið. Þessi kanna átti að gefa heimilinu sykur í heila viku. Það var oftar en ekki að þetta dugði. Þuríður á Brekku hafði færri í heimili og virtist eiga ómæliskraft til að komast í gegnum þrautir, hverjar sem voru. Saga þessara beggja kvenna flaug sem elding í gegn- um huga Borghildar, er hún sá manninn með kerið fara út í hjall inn. — Manninn duglega, sem sótt gat gull í greipar Ægis, sem væri það hjall-loftið hans, en skamtaði konu sinni, sívinnandi tólf barna móðir, úr hnefa það, er til heimilis þurfti. Lagði samt svo til, að börnin og hjúin litu vel út. Útvegaði börnum sínum skóla frá því þau voru lítil og fram að fermingu. Og nú undir hans eigin þaki. Borgaði öllum umsamið kaup, er unnu hjá hon- um og heimtaði úrvals fæði handa hásetum sínum, af hús- bændum þeirra. Önundur þekti sjóinn og það sem til þurfti að sækja gull í hans greipar. Hann vissi að hungraðir menn eða hug lausir orka ekki slíku. Og hann vildi hvorugan hafa í skiprúmi. En aldrei gaf Önunudr þess- um öldruðu nágrönnum sínum málsverð, svo bláfátæk sem þau voru orðin síðan ellin kom og búið var afhent börnunum. — Ekkert fremur þó hann byrjaði sinn búskap sem húsmaður und- ir þeirra þaki. Aldrei kom Borg- hildi til hugar áð óska sér neins úr hjallinum góða, ekki þó hún sæi Önund fara þangað í mat- arsókn. Stundum og nú líka, kom spurningin í huga hennar: “Vildirðu að þessi maður eða aðrir ríkir menn ,tækju þig í arma sína, til uppeldis og ment- unar?” Og svarið reis upp eins og djúp sársauka og varnaralda í huga hennar, með margföldu nei-i. — Henni fanst að með slíkum góð- gerðum, yrðu lagðir á sig hlekk- ir, hroðalegir, hræðilegir, óslá- andi hlekkir, sem tæki alt lífsins yndi frá sér. — En Skólinn — Skólinn þarna, fáein skref frá henni og hún gat -ekki komist í hann. Það var mikið sárari sjón en matarhjallurinn; en ekki einu sinni fyrir skólagöngu þar, hefði hún viljað vinna það til að vera skuldbundinn þessum vold uga manni né neinum öðrum ó- viðkomandi mönnum eða kon- um. — Það var svo hræðilegt að verða skuldbundinn einhverjum, sem ekkert þótti vænt um mann. Alveg óundirrísanlegt. Hún myndi fá bækurnar úr Bókafélgainu í vetur eins og í fyrra, fyrir að þvo gólfið eftir þá sem óhreinkuðu það fyrir hækurnar. Húsmóðirin lét hirða skólastofuna og sú hirðing brást ekki. En þegar búið var að þvc< gólfið, þá komu bóka-gestir á laugardögum. Þá óhreinkaðist gólfið aftur. Hún fann altaf hve ískalt vatnið var, er hún fór með Jiendurnar fyrst ofan í það. En hún þvoði gólfið og fékk bækur að lesa. Borghildur hrökk'við. Það var farið að hvessa. Og það öll ó- sköpin. Hún sneri frá gluggan- um og flýtti sér yfir í hinn enda hússins, greip prjónana sína í snatri og tók til að prjóna. Þá . rauk vindhviða yfir húsið. Ein af þessum stóru vindhviðum, sem hótuðu að hrófla við öllu saman. Borghildur fleygði prjón unum og þaut ofan. Það var kom- ið grenjandi rok og sjórinn orð- inn úfinn og ölduhár. Gömlu hjónin voru eitthvað að bjástra við kindakofann. Svo fór Guðríður inn í hjallinn, sem var áfastur við bæði kindakof- ann og húsið. í hjallinum var ekkert loft. Geymsluloftið var yfir kindakofanum, eins og vér höfum séð áður. I hjallanum héngu fáein spyrðubönd af ýsu, fáeinar fata- rýjur til þerris, og einar þrjár þorskhausarær. Hausarnir voru þár til þurks og hörðnunar. — Borghildur var þessu öllu kunn- ug og horfði yfir það á svifhröðu augnabliki. Sjórinn var það, sem hún hugsaði mest um rétt núna. Það var svo hvasst og altaf að versna. Með hverri vindhviðu reis aldan hærra þar til þær hvítfryssuðu. Nú var von á brimi — og hver vissi hvað. Enginn bátur var sýnilegur á víkinni. — Skyldu samt ekki vera margir á sjó enn? “Hvað ertu að glænapast úti, Borghildur. Hafðu þig inn að prjónunum þínum”, sagði Guð- ríður. Borghildur snautaði inn, en hún átti erfitt með að prjóna. — Mennirnir á sjónum. — Skyldi ekki einhver drukna? Eða skyldu þeir allir komast að? — Borghildur hafði engan frið. Það var svo hræðilegt að drukna — lenda ofan í ískaldan sjóinn — í frosti og kulda eins og núna var. Það var altaf hræðilegt. Berjast við dauðann hálf hangandi á skipinu sínu eða lenda kanske beint ofan í hákarlskjaft — eða steinbýturinn biti stykki úr lif- andi manninum. Eða að helfrjósa á kjöl. Eða — eða svo ótal margt, sem Borghildur hafði heyrt dag- Iega um sjóferðir og hrakfarir og slys, frá því hún mundi til sín. Kvöldið þetta var eitt af þess- um óttalegu stundum fyrir fólk- inu á landi, því það vissi að svo margra manna líf var í veði, þeirra er ekki voru komnir að. Ingimundur kom heim í rökkr- inu. Þeir höfðu komið snemma að. “Það munu vera margir ó- komnir enn?” Jónas spurði. “Það eru nú bara þrjú skip, en — Ihgvar í Hlíð er eitt af þeim. Hitt eru Jóhannes á Barði og Áslákur á Búðum. Elías Þórðar- son heldur að þeir Jóhannes og Áslákur hafi hleypt. — Hann'sá síðast til Ingvars á svæsinni siglingu, sagði að seglið hefði difið í sjó annað slagið, svo mikið hallaðist skipið og seglið orðið rennblautt og frosið”. Það voru allir fátalaðir þarna þetta kvöld. Borghildur eirði illa við prjónana. Ef mennirnir voru að farast. — Lenda ofan í kolblá- an, ískaldan, grenjandi sjóinn, í niða-myrkri. Meðfram þessu fékk Borghild- ur enn annað til að hugsa um. Stormurinn varð svo gífurlegur að með mesta móti var. Kvið- urnar hristu húsið svo £em ó- freskja hefði það í krumlum sín um. Ef það fyki nú — út í sjó. Guð, góður! Láttu það ekki fjúka. Við þessa hugsun óx telp unni þugur, sem fyrr. Hún stóð styrkari í fæturna þar til henni fanst að hugur hennar og líkami væri það sem hjálpaðist til að halda húsinu niðri. “Það fer ekki. Það fýkur ekki. Guð læt- ur það ekki fjúka. — Það fýkur ekki!” hrópaði sál Borghildar þó varir hennar bærðust ekki. — Henni fanst sálarkraftar sínir vaxa með hverju augnabliki og líkamsþyngd sín og styrkur vaxa með hyerju andartaki. Guð hélt niðri húsinu og það var viss an um það, sem gerði hana svona styrka. — Ekkert og enginn gat feykt því sem Guð hélt í. — Sálmasöngurinn var daufur um kvöldið, en sálmar voru sungnir samt. Passíusálmarnir og hugvekjur lesnar.. Það varð að hafa sterkan vara á eldinum svo ekki kviknaði í þekjunni, þó frosin væri að utan, og svo var súðin næst við rörið. Grautur- inn sauð á kamínunni. Loks var þetta búið. Bænalest- urinn við daufa lýsiskolu, graut- areldunin og kvöldverðurinn. — Svo var háttað. Fréttirnar komu daginn eftir. Ingvar í Hlíð var farinn. Hafði drukknað þessa nótt eða líklega seint um daginn áður. Menn vissu það ekki. Allir fimm háset- ar hans fóru með honum. Líkin voru að reka. Sum voru óþekkj- anleg — sum valla. Lík Tryggva sonar hans var vel þekkjanlegt. Vermundur á Hóli hafði ekki rekið, en á eitt líkið vantaði höf- uðið, hendur og fætur. Það var roskinn bóndi úr sveitinni. Hann þektist af pjötlu úr skyrtunni, sem enn toldi á líkinu. Engilráð í Hlíð ól ellefta barn sitt viku eftir atburðinn. Það var ekki full aldra en lifði samt. — Árna tapaði sér. Faðir, bróðir og unnusti, alt heilbrigðir og elsk aðir ástvinir, er mikið svöðusár í einu. Albína varð eins og milli tveggja heima fyrst í stað, en hún rétti við fyrr en hin eldri systirin. Engilráð reyndist stóra hetjan. Sorgin fleygði henni á barns- sængina í ótíma, en hún steig þaðan aftur og smárankaði við. Hún talaði við Árnu um hverful- leik lífsins og vissuna um sam- fundina á landi lifenda. Hún minti hana á Kross Frelsarans og hve mikið Hann hefði orðið að líða fyrir okkur. Hún reyndi af öllum mætti að vera þessu hrelda barni sínu góð og láta þrekið og stillinguna, sem hún átti svo mikið til af, anda frá sér í sál þess. En þegar hún var ein grét hún brennheitum og beiskum tárum yfir missi elskaðs eiginmanns og hins fríða og efnilega og heitt elskaða sonar. En Engilráð í Hlíð beiddi Guð að gefa sér styrk sjálfs Jesú Krists til þess hún gæti orðið börnum sínum stoð og fyrirmynd. — Og svo þetta, sem var máske harðast af öllu að fá, og það var góða sama- staði fyrir þau sem hún yrði ó- hjákvæmilega að slíta frá sér. En það var lengi vel, þrátt fyr- ir alt, að Árna reis ekki undir kVöl sinni. Þjáningin lá eins og þungur veggur í sál hennar og líkama. En eftir nokkrar vikur fór hún að vitkast. Eftir mánuði að geta vonast eftir og hugsað til að vera með ókunnu fólki og vinna. Vorið kom eftir þennan dapra vetNr. Enn átti Borghildur leið yfir brúna. — Hún átti að færa Engilráð Tómasardóttur tvenna vetlinga sem þær fóstrur höfðu prjónað og pabbi hennar þæft. Það lá eins og farg yfir huga telpunnar, að hún Engilráð í Hlíð, þessi föngulega og sjálf- stæða húsmóðir, væri nú orðin fangæsla. — Fangæsla. Ósköp var það skrítið'— og raunalegt. Það var svo fjarska erfitt að átta sig á því. — Það var svo fjarska sárt að hugsa um hana Engilráð í þessari stöðu*. — Árna kvað vera að rétta við, sagði fólkið, svo að hún gat farið í vist á góðu heimili, sem henni stóð til boða; en hraust kvað hún ekki vera. ekkert líkt því. En heimilið kvað taka þátt í kjörum hennar. Borghildur stanzaði aðeins fá- ein augnablik á brúnni og velti þessu fyrir sér. örlögum Hlíðar- fólksins. Hún horfði á vatnið renna undir brúna, rétt nógu lengi til þess að senda alla sög- una, svo sem hún vissi hana, með straumnum áleiðis til hafs- ins. Örfá augnpblik, þá var hana farið að sundla. En þegar Borghildur sá Engil- ráð í sjóbúðinni, þá snart eitt- hvað svo djúpt og þungt við hjarta hennar, svo sem hún hafði aldrei reynt fyr. Ekki einu sinni “skugginn” hafði snert við henni á þenna hátt, sár og þung, eins og nærvera hans var. Það sem hafði sveimað um sál Borghildar við- víkjandi raunum þessarar konu, féll eins og farg yfir hana og var svo sem steini væri hent fyrir hjarta hennar. Engilráð hin föngulega Hlíðar- húsfreyja, sat á fátæklegu rúmi sínu, í sjóbúðinni þar sem hún var fanggæsla. Það var rétt hjá kamínunni við uppgönguna. Á kamínunni sauð fiskpottur, á horninu kaffiketill. Konan var auðsjáanlega beygð, þó róleg. -— Það var eins og eitthvað hefði i hrunið af henni — f^gurð, æska, þróttur, fyrirmenska. En eftir var tvennt: Þolinmæðin — tign- in sem tekur óhjákvæmilegum örlögum með uppréttu höfði, því þó hún sæti á rúmi sínu og lyti dálítið áfram og mikið af aðsópi fríðrar, sjálfstæðrar konu, í skjóli góðs eiginmanns og góðra barna, á friðsælu hemili, hefði verið eins og sópað í burtu frá henni, en örbirgð og einstæðings skapur kominn í staðinn, þá var Engilráð samt með uppréttu höfði og á persónu hennar mátti lesa um sálarþrek og manngæði. En hvað það var sárt samt að sjá hana í þessum kringumstæð- um. — Fyrir ofan hana í rúminu svaf unga barnið. Úti lék sér dreng- urinn er var á hlaðinu þegar Borghildur kom í Hlíð, Harald- ur. — Engilráð skoðaði vetlingana. “Þeir eru vel prjónaðir. Og þá hefir pabbi þinn þæft þá bæri- lega. Skilaðu innilegu þakklæti til mömmu þinnar fyrir”. Borghildur stanzaði enn augna blik. Hún gat einhvern veginn ekki slitið sig írá þessari ein- kennilegu sjón, sem henni fanst vera. Engilráð hér. “Nú á ég ekkert að gefa þér, Borga mín. Alt það sem ég hefi handa á milli, er annara eign”, sagði konan og rendi augum yf- ir fiskpottinn á kamínunni og kaffiketilinn á horninu. Borghildur steinþagði og hélt áfram að virða konuna fyrir sér. Hún gat ekki sagt henni að sig langaði ekki í neitt, að hún hefði ekki komið í neinni matarvon, og að henni hneit fremur við hjarta, að Engilráð skyldi ekki vita að hana tók það svo ósegjan lega sárt að sjá hana, svo mynd- arlega konu, eins og. hrunda sam an í hrúgu. — Það — það var svo mikið sárara en nokkuð annað rétt núna. — Engilráð frá Hlíð, sitjandi á fátæklegu rúmi sínu hjá kamínunni — í sjóbúð. Sann arlega kom hún Borghildur ekki í sníkjúferð. En Borghildur steinþagði. Seinna fréttist að Engilráð hefði haldið áfram að vinna fyr- ir sér og börnum sínum í nokkur ár, þar til Haraldur tók við að hjálpa henni. Hann varð þá fyrir vinna henna rog yngsta bróður síns. x Albina var fermd eftir eitt ár, svo hún gæti farið í ársvist. Árna var kyrr á heimilinu, sem hún fór á í fyrstu og nokkrum árum eftir að þessi ægilega sorg bar henni að höndum, giftist hún elzta syni húsbændanna þar. — Hann þótti vænn maður. Það fylgdi frásögninni að Árna hefði aldrei orðið jafn góð, en fyrir gæfuna sem henni féll þarna í skaut, var sagt að alt kæmist vel af. — Nokkrum árum eftir stórtíð- indin flutti Engilráð vestur yfir fjöllinn, í Skorufjörðinn, á Árdalseyri og settist þar að, á þeim ofurlitla tanga. Alt var þar með svipuðum ummerkjum og þegar Borghildur sá það tveim árum áður: Litla eyrin með einu stóru húsi og fáeinum smærri húsum. Innsveitin rétt fyrir inn an leytið og ókleift fjall í sjó á eina hliðina. En sjórinn var fyrir framan og þegar Haraldi Aðalsteinssyni gafst aldur til, tók hann að sækja sjóinn svo sem forfeður hans höfðu gert. Hann virtist hafa gæfuna með sér og aflaði vel. Hann varð ellistoð móður sinnar og nýtur maður fyrir sjálf an sig. Löngu seinna, þegar Engilráð var fyrir löngu komin til föður- húsanna, var byggð kirkja á litla tanganum. Haraldur Aðalsteins- son hafði verið einn af forkólf- um þess máls. Rannveig K. G. Sigbjörnsson. Endurprentun bönnuð. Frá Lundar Nefnd hefir verið kosin og ráðstafanir gerðar um að gefa út bók um hátíðahaldið á Lundar s. 1. sumar. Verður í bók þessari einnig saga byggðarinnar í mörg um köflum, sem ýmsir rita. Allt kapp verður lagt á að gera þetta sögu yfirlit sem bezt úr garði og gæta þess með sem allra mestri nákvæmni að villur verði þar sem fæstar eða helzt engar. Hvert handrit verður, í því sam bandi yfirfarið af mörgum. Eitt af því sem vér viljum prenta í bókinni eru sagnir um ýms æfin- týr frá fyrri árum. Eru það vin- samleg tilmæli okkar til allra er kunna að búa yfir þess konar fróðleik að gefa sig fram til ein- hverra af nefndarfólkinu með þau. — I nefndinni eru: Séra H. E. Johnson, forseti, Mrs. L. Sveinsson, ritari, Mr. John Guttormson, féhirðir, Mrs. Björgvin Guðmundsson, Mrs. I. Sigurðson, Mr. Ágúst Magnús- son, Mr. Paul Reykdal, Winni- peg, Mr. Dan. Lindal, Mr. John Sigurjónsson, Mr. Leo Daniels- son. Ómögulegt er að segja um stærð eða verð bókarinnar að svo stöddu. Myndir af frumbyggjunum og þeim er komu snemma í byggð- ina og hafa dvalið þar lengi, verða teknar í bókina. Þeirri reglu verður fylgt, sem tíðkast hefir í svipuðum tilfellum, að víðkomendur verða að greiða fyrir prentkostnað þessara mynda. Annars yrði bókin óhóf- lega dýr, auk þess sem ágrein- ingur gæti orðið um myndaval- ið. Þetta eru menn beðnir að at- huga í tíma. Fundur verður haldinn í Þjóð- dæknisdeildinni á Lundar kl. 8 e. h., í samkomusal Sambands- safnaðar á Lundar, föstudaginn þann 31. þessa mánaðar. Áríð- andi að allir mæti og svo þeir sem kynnu að vilja ganga í fé- lagið. Námskeið í íslenzku er verið að stofna til á Lundar, að tilhlut un deildarinnar og fyrir for- göngu Mrs. H. Danielssonar frá |Winnipeg. Undirtektir ágætar. H. E. Johnson. CANADA Greidduð þér tekjuskatt yðar árið 1942? Sé svo þá lesið þetía vandlega Stjórnin í Canada endurgreiðir hina ENDURGREIÐAN- LEGU UPPHÆÐ af tekjuskatti yðar fyrir 1942, þann 31. marz. — Ef þér eruð meðal þeirra, er endurgreiðslu eiga að fá, verður yður send peningaávísun. — EN — V Nákvæmt núverandi heimilisfang er nauðsynlegt- Hið rétta heimilisfang flestra þeirra, sem endurgreiðslu mega vænta, er við hendi, en svo eru líka margir, sem sífelt eru að flytja sig eða breyta um nöfn. Spjald, sem rita skal á bústaðaskipti eða nafnabreytingu, verður sent hverjum húsráðanda í Canada, og er þegar unnið að því að senda þau út. Aukaspjöld verða fáanleg á næstu tekjuskattsstofu eða pósthúsi. Þér þurfið ekki að útfylla spjaldið ef þér hafið sama bústað og nafn eins og ’42. Ef yður ber endurgreiðsla af tekjuskatti fyrir 1942 en hafið breytt heimilisfangi eða nafni, þá skuluð þér fylla nákvæmlega inn spjaldið nú þegar! DEPARTMENT OF NATIONAL REVENUE Taxation Division Ottawa Hon. James J. McCann Minister of National Revenue

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.