Lögberg - 06.11.1947, Page 8

Lögberg - 06.11.1947, Page 8
8 \ LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. NÓVEMBER, 1947 MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja messa. — Lundar 9. nóvember kl. 2 eftir hádegi. H. E. Johnson. Árborg-Riverton presiakall 9. nóvember: Geysir, messa og ársfundur kl. 2 eftir hádegi. — Riverton, íslenzk messa og árs- fundur kl. 8 e. h. — 16. nóvember: Hnausa, messa og ársfundur kl. 2 e. h. — Árborg, íslenzk messa kl. 8 eftir hádegi. B. A. Bjarnason. Ensk messa kl. 11 f. h. — Is- lenzk messa kl. 7e. h. — Börn, sem ætla að sækja sunnudaga- skólann, eru beðin að mæta í kirkjunni kl. 12.15. — Ávarp og söngur. Sunnud. 2. nóv. verður morg- unguðsþjónustunni útvarpað. Séra Eiríkur Brynjólfeson. Lúierska kirkjan í Selkirk Sunnud., 9. nóvember: — Ensk messa kl. 11 árdegis. Sunnudaga- skóli kl. 12 á hádegi. — íslenzk messa kl. 7 síðdegis. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson. - Gimli presiakall Messur í preslakalli séra H. E. Johnson Nóvember 2.: Messa að Oak Point kl. 2 eftir hádegi, ensk 9. nóvember: Messa að Árnesi kl. 2e.h. — Messa að Gimli kl. 7 e. h. — Allir boðnir velkomnir. Skúli Sigurgeirsson. íslenzka gamlamennaheimilið í Vancouver, British Columbia Þann 5. október var haldin hin fyrsta samkoma á íslenzka gamal menna-heimilinu í Vancouver. Var það nokkurs konar vígsluat- höfn. Heimilisnefndin hafði sent út 406 boðsbréf, þess efnis, að bjóða fólki að koma þar saman þann dag frá kl. 2 til kl. 5 e. m., til að sjá heimilið úti og inni, líka væri undirbúið stutt skemti skrá og svo yrði öllum gestum veitt kaffi og trakteringar á eft- ií ókeypis. Nefndin kvaðst samt taka á móti með þakklæti, öllu því sem gestirnir vildu frjálslega gefa, sem yrði látið alt ganga í elliheimilis-sj óðinn. Veðrið var hið ákjósanlegasta þennan dag, og fólkið dreif að úr öllum áttum. Margt var þar áf ferðafólki frá Seattle, Blaine, Point Roberts, Winnipeg, Cal- gary og víðar, svo hér var komin meir en húsfyllir á tilteknum tíma. Mr. G. F. Gíslason forseti nefndarinnar stýrði samkvæm- inu. Báðir íslenzku prestarnir, Dr. H. Sigmar og Séra A. E. Kristjánsson frá Blaine, voru þar til staðar og tóku þátt í athöfn- inni. íslenzki söngflokkurinn skemmti með söng um tíma og Miss Margarét S. Sigmar söng tvo einsöngva, Mr. S. Sölvason aðstoðaði við hljóðfærið. Mr. Gíslason skýrði frá gangi elliheimilisins-málsins, frá því fyrst að það komst á dagskrá hér, og upp til þessa dags, var því öllu gefinn góður rómur. — Auk forsetans töluðu báðir prest arnir og Dr? P. B. Guttormson, féhirðir, nefndarinnar. Var því öllu tekið með fjörugu lófa- klappi. Eftir a ðskemmtiskránni var lokið, var gestum boðið til kaffi- drykkju í borðsalnum. Tók það nokkurn tíma, því allir gátu eigi komist þar að í einu. Eins og auglýst hafði verið, þá var þetta ókeypis, en diskur var á borðinu sem hver gat gefið í, það sem hann vildi. Það komu þarna inn yfir $250.00. Sýnir þetta greini- lega hvað.jiólkið yfirleitt lætur sér vera ant um þessa stofnun, og er viljugt til að styrkja hana. Samt eru þeir altof margir sem hingað til, hafa staðið hjá með hendur í vQsum, án þess að styrkja þetta fyrirt'æki á nokk- urn hátt. Vonandi er að þeir komi nú allir hér eftir við sögu þessa máls, því það er svo æski- legt að allir íslendingar séu hér með. Þessi stofnun er nú þegar talin að vera öllum íslendingum til sóma, því er það beinlínis vansi fyrir hvern þann Islend- ing þann sem ekki getur verið talinn með, sem styrktarmaður þessa mannúðar- og menningar- lega fyrirtækis. Einn af bestu söguskáldum íslenzku þjóðarinn ar “heima”, segir í einni af sög- um sínum: “Hluttekning í ann- ara kjörum er sá grundvöllur, sem sönn valmennska og mikil- mennska stendur á, hún er rót þeirrar vináttu, sem óhætt er að treysta og þess kærleika sem engrar vitrunar þarf”. Hér ættu allir Islendingar að geta talist með. Heimilið er í yndislegu hverfi í borginni “Shaughnessy Higths” Lóðin er liðug ekra á stærð. — Húsið er þrílyft og kjallari und- ir því öllu. 21 stór herbergi eru í húsinu, 6 baðherbergi. Eignin kostaði $30.000 eins og hún stóð. Voru-í því mikið af ágætum hús- munum, rúmum, stólum, chester fields og gólfteppum. Húsið er bæði sterklega og vandlega byggt og alt úr vandaðasta efni- við. Grundvöllurinn er allur úr grjóti, innan húss eru öll gólf og þyljur úr eik, sem er nú í eins góðu lagi, eins og þegar það var byggt. Það er ætlast til að hér geti um 30 manns fengið gist- ingu án þesfc að það verði nein þrengsli. Mánaðargjaldið fyrir gesti er $30.00 um mánuðinn. — Þegar þetta e rskrifað þá eru komnir þangað 17 vistmenn, sex Þegar þetta er skrifað þá eru fleiri sem eru aðeins ókomnir. Ráðskonan hér er Mrs. Björg Thompson, útlærð hjúkrunar- kona og alvön við að veita svona stofnunum forstöðu. Matreiðslu konan er Mrs. Kristín Skordal. Það er óhætt að fullyrða það að báðar þessar konur eru vel vald- ar, hvor í sína stöðu. Þetta er aðeins ófullkomin lýs- ing á þessu heimili, fólk þarf að sjá það sjálft. Fólk sem er hér á ferðinni, þarf að sjá sig um hér, því þetta er talið að vera öllum íslendingum til sóma, svo hér er farið vel á stað. Þeir sem eiga sæti í elliheim- ilis-nefndinni þetta ár, eru: G. F. Gíslason, forseti; H. J. Halldórsson, varaforseti; Mrs. Thora Orr, skrifari; Dr. P. B. Guttormson, féhirðir; O. W. Johnson; Gunnar Guðmundsson; E. F. Hall; Ármann Björnson; Einar Haralds og Mrs. L. H. Le Messurier. Þessi nefnd á þakklæti skilið fyrir ágæta frammistöðu í þessu máli. Það er ekki öllum kunnugt, hvað mikið verk þeir hafa unnið þessu málefni, end- urgjaldslaust, og verður það ekki minna eftirleiðis. S. Guðmundsson. The Swan ManufacTuring Company Manufacturert of SWAN WEATHER STUP Halldor Methusalemi Swaa Eigandi 281 James St Phana 22 441 MINNINGARORÐ Jón Eyjólfsson Föstudaginn, 24. okt., andaðist að Lundar, Man., öldungurinn Jón Eyjólfsson. Hann var 91 árs að aldri, hafði haft frábæra heilsu, þangað til ellin yfirbug- aði hann og lagði hann í rúmið. Framundir hið síðasta hafði hann samt nokkra fótaferð, en var þjáður síðustu dagana. Jón var fæddur 29. sept., 1856, á Breiðavaði í Eeiðaþinghá, í. Suður-Múlasýslu, á Islandi. For- eldrar hans voru þau hjónin Eyj- ólfur Kristjánsson og Lukka Gísladóttir, systir Björns Gísla- sonar á Haukstöðum í Vopna- firði, síðar í Minnesota. Jón ólst upp með foreldrum sínum og var með þeim til full- orðins ára. Hann átti tvo bræð- ur, Þorstein og Gísla og tvær systur: Margréti, er varð kona Árna Scheving og Sigríði er gift ist bróður hans, Einari Scheving. Fjölskyldan fór til Canada árið 1878 og settist að í Mikley. Eft- ir þriggja til fjögurra ára veru þar, fluttu þau öll til íslenzku byggðarinnar í Norður-Dakota, í grend við Akra. I þeirri byggð, hinn 28. maí 1889, kvæntist Jón Guðrúnu Guðmundsdóttur Finn bogason, og er hún ættuð úr Skriðdal, í Suður-Múlasýslu. — Þau hjónin, Jón og Guðrún, bjuggu á landi skamt frá Vída- líns-kirkju, ein 10 ár. Að þeim tíma liðnum, fluttu þau til Mani- toba, og bjuggu þar á þessum stöðum: 4 ár við austur-strönd Manitobavatns, í því umhverfi þar sem nú er Vogar; 7 ár í í Westbourneð og síðan að Lundar. Þangað fluttu þau árið 1909, voru í hópi hinna allra fyrstu er sett- ust þar að og stofnuðu og starf- ræktu fyrsta gistihúsið á Lund- ar. Þau byggðu húsið sem enn er starfrækt sem gistihús þar í bæn um. Þegar þau hættu greiðasöl- unni, byggðu þau sér snoturt heimili og bjuggu þar þangað til líkamskraftar hans voru þrotnir. Þá fluttu þau til tengdasonar og dóttur, Mr. og Mrs. Daníel Lin- dal, þar sem hann átti seinustu .rtundirnar, umkringdur ástríkri umönnun allra sem þar voru. — Konan hans var honum dásam- leg hjálp allan samverutíma þeirra. Þau hjónin eignuðust 7 börn. Þau mistu eitt barn, sem var ann að barnið í röðinni, Óskar að nafni. Þau sem lifa eru: Margrét, Mrs. D. J. Lindal; Lukka Björg, Mrs. Guðmundson; Guðmundur Finnbogi; Oscar Franklin, kvænt ur Pálínu Guttormsson, öll að Lundar; Guðlaug Marja, Mrs. Chris Halldórson, Eriksdale; Haraldur Sigurjón, kvæntur Marianne Seal., í Winnipeg. Barnabörn eru '28 og barna- barnabörn 12. Jón var jarðsunginn af séra Rúnólfi Marteinssyni, sunnudag- inn 26. okt. Aðalathöfnin fór fram í Lútersku kirkjunni á Lundar og var hún alskipuð fólki. Mr. Vigfús Guttormsson var við orgelið. Söngflokkur safnaðarins var þar einnig og veitti sína aðstoð. Líkmenn voru ungir menn, afkomendur hins látna. Síðustu kveðjurnar voru fluttar í grafreit Lundarbæjar. Mr. Jón A. Björnsson, útfarar- stjóri, annaðist útförina. Það pund, sem Jón hafði feng ið í hendur frá foreldrum, þjóð og kirkju, ávaxtaði hann með stakri samvizkusemi alla sína löngu æfi. Hann var ósérhlífinn, læginn og atorkusamur við nyt- söm störf. Ástvinum sínum var hann bæði til aðstoðar og fyrir- myndar. 1 ungri æsku hafði hann lært að elska Krist og kirkju hans, og hvarf hann aldrei burt af þeim vegi. Hann rækti hjá sér kristilegt hugarfar og hjartalag, var mjög kirkjurækinn og þráði sanna framför kirkjunnar á all- an hátt. Hann prýddi kristna játningu sína með dygðaríku líf- erni. Hann var einstaklega gott að hitta; viðmótið var svo alúð- arfullt, vingjarnlegt, gleðiríkt; dómar hans um menn og málefni svo sanngjarnir; og einlægnin í allri framkomu hans svo auðsæ og ótvíræð. Rúnóljur Marteinsson. Lýðrœði eða einrœði (Frh. af hls. 4) löndum, svo hér eftir verða menn að vara sig á samborgur- um sínum, í rússneskum refa- klæðum. Nei, Jónbjörn. Eg held virkilega að það sé þér ofraun, að ætla þér að sannfæra fólk með réttu ráði um, að Stalin hafi haldið orð sín og samninga, við sambandsmenn. Jónbirni gremst mikillega, að nokkur maður, ' eða nokkrir menn skuli vera að mótmæla þessum einræðisboðskap ykkar — þínum og Rússanna, og koll- ar mál þeirra “kjaftæði” “frá- munalega asnalegt”, fíflskap o. s. frv., og spyrð með eldheitum Minnist BETEL í erföaskrám yðar SKEM TISANKOMA Elliheimilisnefndin í Norður-Dakota efnir til skemtisam- * komu á Garðar þann 11. nóvember og að Akra þann 12. nóv. Á báðum samkomunum talar hinn ágæti gestur, Séra Eirík- ur Brynjólfsson frá Útskálum á íslandi, nú prestur í Winni- peg, og talar hann á íslenzku á báðum samkomunum. Auk aðaíræðumannsins verður ágætt söngprógram. — Inngang- urinn er 50 cent og gengur til elliheimilissjóðsins. Einnig mun verða á báðum samkomunum skýrt frá viðhorfi elli- heimilismálsins og framtíðarframkvæmdum. Komið öll og njótið ánægjulegs kvölds, og hlýðið á hinn góða gest frá Islandi. Elliheimilisnefndin. i ARSFUNDUR! Deildin “Isafold” heldur ársfund sinn 11. nóvember n.k. í “Parish Hall”, kl. 8.30 e. h. Að fundarstörfum loknum verða sýndar íslenzkar myndir. Auk þess ávarpa Mrs. H. Daníelson og Rev. Mr. Philip Pétursson, fundargesti. Islenzkar veitingar. FJÖLMENNIÐ! ALLIR VELKOMNIR! áróðursmóði: “Hvernig hafa vestrænir lýðræðismenn hlotið þessa vitneskju, þar sem járn- tjaldið á að hylja alla leyndar- dóma”. Það eru einstaka menn sem skjótast út undan járntjald inu við og við og veistu það Jón- björn, að þeir haga sér flestir eins og þú, þjóta upp með illyrði og bríxl, þegar á móti þeim er mælt — asnar, fífl, kjaftaskúm- ar, en jafnvel þetta góðgæti kemst ekki í hálfkvisti við orð- prýði umboðsmanna fólksins sem býr á bak við járntjaldið, og mættu fyrir þess hönd á alþjóða þinginu í New York og staðið hafa þversum, í vegi fyrir flest- um velferðarmálum þingsins, og standa enn. — Lygarar, níð- berarar. Svikarar,, Kvislingar,, Fasistar og stríðsmangarar, eru þeirra slagorð. Skyldu þessi og önnur ódæði vera fastir fylgju- nautar allra einræðismanna? úr réttarskjölum Kanada í spæjaramálinu alkunna. Þegar að borgarar Kanada eru farnir að kalla réttarfarsleg- ann úrskurð síns eigin ríkis, arg- vítugasta níð, þá finst mér að skörin sé fyrst komin upp í bekk inn. Kongsþrælar íslenzkir aldreigi vóru, enn síður skrílþrælar lyndin með tvenn, en ætíð því héldu þá eiða, þeir sóru, og ágætir þóttu því konunga menn. Sagði Bjarni fyrir meira en 100 árum. Þessi lýsing hans á íslendingum var þá sönn. Skyldi vera hægt að segja hið sama um þá alla nú? J. J. Bíldfell. Jónbirni verður skrafdrjúgt um ræðu Tító marskálks og seg- ir að ræðismannsskrifstofa Júgóslavíu í Kanada viti ekki til að Títo hafi flutt neina slíka ræðu og gefur í skyn, að þar með sé sú staðhæfing mín dauðrot- uð. En því fer nú fjarri. Ræðu þessa flutti Títo marskálkur 8. nóvember 1946 í sambandi við ákvæðið sem tekið var í París um Triest-málin, og tel ég ekki ólíklegt að iræðismannsskrif- an geti fundið hana — ef hún vill. Að síðustu tekur Jónbjörn rit eitt, sem gefið er út af Canadian Chamber of Commerci í Mon- treal, heldur en ekki til bæna. Segir það hið argvítugasta níð- rit sem hann hafi séð. Þó er sumt í því riti tekið orðrétt upp KAUPENDUR LÖGBERGS OG HEIMSKRINGLU Á ISLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang, kr. 25.00 fyrir hvont blað. Dragið ekki að greiða blöðin. Það léttir innheimtima.' Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, ertu vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMUNDSSON HOLTSGATA 9, REYKJAVIK Innköllunarmenn LÖGBERGS Amaranth, Man B. G. Kjartanson Akra, N. Dak. Backoo, N. Dakota. Árborg, Man K. N. S. Fridfinnson Árnes, Man. M. Einarsson Baldur, Man O. Anderson Bellingham, Wash Árni Símonarson Blaine, Wash. Árni Símonarson Boston, Mass Palmi Sigurdson 384 Newbury St. Cavalier, N. Dak Cypress River, Man. . O. Anderson Churchbridge, Sask ... S. S. Christopheraon Edinburg, N. Dak Páll B. Olafson Elfros, Sask Mrs. J. H. Goodmundson Garðar, N. Dak Páll B. Olafson Gerald, Sask Geysir, Man K. N. S. Friðfinnson Gimli, Man O. N. Kárdal Glenboro, Man O. Anderson Hallson, N. Dak Páll B. Olafson Hnausa, Man K. N. S. Fridfinnson Husavick, Man O. N. Kárdal Langruth, Man John Valdimarson Leslie, Sask Jón ólafsson Lundar, Man Dan. Lindal Mountain, N. Dak Páll B. Olafson Point Roberts, Wash. S. J. Mýrdal Riverton, Man K. N. S. Friðfinnson Seattle, Wash. J. J. Middal 6522 Dibble N.W, Seattle, 7, Wash. Selkirk, Man Mrs. V. Johnson Tantallon, Sask J. Kr. Johnson Vancouver, B.C F. O. Lyngdal 5975 Sherbrooke St. Vancouver, B.C. Víðir, Man K. N. S. Friðfinnson Westbourne, Man Jón Valdimarson Winnipeg Beach, Man. O. N. Kárdal / The FINEST of ALL 4 MOST Suits or DressesOí# CASH AND CARRY For Driver PHONE 37 261 Perth’s 888 SARGENT AVE. r/e/Pl £ ACTtONi elLótönje 'drTclÉÁmg

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.