Lögberg - 20.11.1947, Side 3

Lögberg - 20.11.1947, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. NÓVEMBER, 1947 3 . GLAÐAR STUNDIR Sunnudaginn 5. október 1947 var þeim Mr. og Mrs. K. N. S. Friðfinnsson, haldið veglegt samsæti í Geysir Hall, Geysir, P. O., Man., í tilefni af 25 ára giftingarafmæli þeirra. Ekki er það neinn nýr við- burður að slíkar veizlur séu haldnar hér norður í Nýja-ls- landi, fátt þeirra hjóna sem bera gæfu til að vera samvistum í 25 ár, sleppa við þau gæði að vera haldið silfurbrúðkaup. Finnst þó sumum af þeim fáu íhalds- mönnum, er enn hjara hér á með ál vor, of langt gengið í þessu efni, og vilja bíða þar til hjón eru búin að vera saman í 50 ár og gefa þeim þá gullforða nokk- urn. En þar er því til að svara, að tiltölulega fá hjón ná þeim aldri að lifa saman í 50 ár, eða eru þá orðin svo hrum að veizl- an og gullið verður þeim til lít- illar ánægju. Aftur á móti ér mjög tímabært að halda þessi hóf þá liðin eru 25 ár frá gift- ingu, þá eru flest hjón við sæmi- lega heilsu, andlega og líkam- lega, hafa enn gaman af gleð- skap og geta í nokkur ár notið minninganna, og haft yndi af að horfa á þá hluti, er gefast við slík tækifæri. Einmitt þessi ár eru starfs- og manndómsár manns og konu; hefir þá fylli- lega komið í ljós, hvers virði þau eru því nágrenni er þau búa í, og hafi árangurs starf þeirra verið góður og í umbóta átt, hvað er þá eðlilegra en það að nágrannar og vinir vilji gera hlutaðeigandi hjónum og sjálf- um sér um leið glaða stund. Svo hætti ég þessum hugleiðingum, og sný mér að því að geta veizl- unnar. Hóf þetta vafr eitt það stærsta, er haldið hefir verið hér um slóðir, var mikið meira en húsfyllir, urðu menn að skiptast á að vera úti og inni, til að geta notið veizlukostsins; veit ég að þetta verður vinum mínum á Geysir hvöt til þess að byggja stærra samkomuhús, enda mun það vera í undirbúningi. Samsætisstjóri var J. G. Skúla son, og hófst samsætið með bæn er séra B. A. Bjarnason flutti, þar næst talaði samsætisstjóri nokkur orð til brúðhjónanna og skýrði tilgang samsætisins. — Tókst honum veizlustjórn öll sem þaulæfðum forseta samein- aðs þings. Mrs. E. L. Johnson mælti fyrir minni brúðurinnar og Jón Pálsson fyrir minni brúð gumans. G. O. Einarsson afhenti gjafir. Séra B. A. Bjarnason og F. P. Sigurðson mæltu nokkur orð; Söngur var mikill á milli ræðanna, og tvö kvæði voru brúðhjónunum flutt, annað af Böðvari H. Jakobsson, bróður brúðurinnar og og hitt af F. P. Sigurðson, bróður brúðgumans. Andinn í ræðum þeim er fluttar voru við þetta tækifæri, var mjög líkur því, er kemur fram í kvæð um þeim er fylgja þessari stuttu umsögn, andi vináttu og vel- vildar, sami andi, og þessi mikils virtu og mikilhæfu hjón hafa snúið að nágrönnum sínum fyr og síðar. “Það, sem maðurinn sáir, mun hann uppskera”. F. Böðvarsson. Hvenœr sýður upp úr Evrópa minnir einna helzt á ferlegan nornaketil frá galdra- öld, en undir kynda fulltrúar efnishyggjunnar: stjórnmála- menn stórþjóðanna. Þeim til að- stoðar er mikill sægur hjálpar- flokka: blaðamenn og útvarps- fyrirlesarar. Viðbjóðslegri heims styrjöld er nýlokið að kalla, enda þótt alltaf sé einhvers stað ar barizt og það af fullkominni heift. Viðræðumiðstöðvar stjórn málamannanna, ef þeir fást þá til að talast við, draga að sér at- hygli gervallrar veraldarinnar. Það var nógu fróðlegt að vera staddur í París, þegar Molotof, utanríkisráðherra Sovét-Rúss- lands, neitaði skyndilgea að taka þátt í frekari umræðum um við- reisn Evrópu samkvæmt tillög- um Marshalls á fundinum fræga, sem haldinn var þar í borg um sólstöðuleytið s. 1. sumar. Kvað þá við vábrestur mikill um heim allan. Gleðibragð það, sem tekið var að votta fyrir á andlitum Parísarbúa eftir ógnir styrjald- arinnar og hernám Þjóðverja, breyttist á þessum heitum sum- ardögum í áhyggjusvip, a. m. k. hjá þeim, sem lásu hinar gífur- yrtu fyrirsagnir dagblaðanna. Herbert Morrison glataði andar- tak hinni brezku ró og lét sér um munn fara í áheyrn blaðamanna, að ef svona væri haldið áfram hinum pólitísku spilum, væri ekki annað fyrirsjanlegt en ný heimssfyrjöld. Bevin, sem um þessar mundir virðist einna helzt vera persónugervingur “brezka ljónsins” í stjórnmálun- um, tók uppsteit Molotofs hins vegar með ró og lét hafa það eft- ir sér skömmu eftir Parísarráð- stefnuna, að hann sæi engar lík- ur til þess, að styrjaldarhætta væri í vændum. Bidault, utan- ríkisráðherra Frakka og þar af leiðandi gestgjafa fundarmanna, fataðist ekki andartak í hinni meðfæddu hæversku, heldur kvaddi Molotof með svo alúð- legu handtaki og elskulegu brosi, að myndin af skilnaði þeirra hefði vel mátt tákna innsigli 15 —20 ára vináttusamnings milli Frakklands og Sovét-Rússlands! En nú víkur sögunni til Paul Reynauds, fyrrverandi forsætis- ráðherra Frakklands. Hann hef- ir nýlega sent frá sér geysimikla 'oók í 2 bindum, þar sem hann heldur því fram, að það hafi ver- ið Frakkai^, sem mestan þátt áttu í sigrf bandamanna í síðustu heimsstyrjöld. Bretar hafa tekið bók Reynauds fremur kuldalega. Leggja þeir lítið upp úr þessari staðhæfingu hans og telja bók- ina aðeins tilraun fremur lítil- mótslegs stjórnmálamanns til þess að þvo hendur sínar af ó- heppilegri hlutdeild í viðburð- um síðasta stríðs. Telja þeir, að Reynaud hyggi á nýja pólitíska upphefð og vilja nú reyna að sýn ast meiri maður en hann sé í raun og veru. Hvað sem því líð- ur, verður því ekki mótmælt, að Reynaud veit jafnlangt nefi sínu og verður ekki hjá því kom ist að gefa spásögnum hans full- an gaum. Mánuði eftir að ráð- stefnan um till. Marshalls fór út um þúfur í París ,hélt Reynaud ræðu í frakkneska þinginu — við umræður um horfurnar í ut- anríkismálunum — og var þar svo opinskár um framtíð Ev- rópu, að ræðan hefir vakið al- heimsathygli. Reynaud fórust orð eitthvað á þessa leið: Heim- urinn á nú um tvennt að velja, annað hvort þriðju heimsstyrj- öldina, áður en langt um líður, eða að samkomulag takist með Sovét-Rússlandi og vesturveld- unum. Ástandið í 1. og 2. heimsstyrjöldinni beið í bæði skiptin lægri hlut. Hins vegar mun sá aðili, er vekur næstu styrjöld, vinna hana, því að nú er atómöld upp runnin í mann- heimi. — Vithaði ræðumaður í því sambandi til orða Einsteins prófessors, sem hefir sagt: “Það verður ekki • um atómstríð að ræða”. Reynaud sagði enn frem- ur: 40 þjóðir verja í dag 27.500 milljónum dollara til stríðsundir búnings, en það er 30 prós. meira en eytt var í sama skyni árið 1938, skömmu áður en Þjóð verjar réðust á Pólland. I þessari gífurlegu fjárhæð er þó ekki inni falið það fé, sem varið er til und- irbúnings að framleiðslu atóm- ♦ Til Mr. og Mrs- K. N. S. Friðfinnsson Business and Professional Cards í silfurbrúðkaupi þeirra 5. okótber 1947 Þó um sé liðinn ykkar heiðursdagui við ættum samt að hafa glaða stund. Silfurbrúðkaups sunginn verður bragur og sopin skál við þennan vina fund. Við lítum öll á leiðina til baka og látum allar minningarnar vaka. Þið liafið ræktar rósir, vænar, fríðar, sem risið hafa upp af frjórri mold; þær munu bæta bresti vorrar tíðar, að bræðralagi vinna hér um fold. Eg veit að allir lofa ykkar listir, ljúfi bróðir, kæra tengdasystir. Kalla má að lánið við þau leiki þó lítil væru centa-ráðin fyrst; hugurinn var heldur ekki á reiki, þau hafa fram úr ermi sinni hrist, því kynjamarga kosti sýna Kristmundur og Jakobína. Eg bið þeim allrar blessunar og gæða> brosi yið þeim gæfan hverja stund; sneyði hjá þeim meinsemdir og mæða miklist þeirra stóra og góða pund. Árin verði ennþá mörg og fögur, altaf berist frá þeim góðar sögur. Friðrik P. Sigurðson. ♦ ♦♦♦♦♦ BROÐHJÓNA-MINNI, Mr. og Mrs. K. N. S. Friðfinnsson Veizlu-ljósin loga, Ljóma þau og sindra, Þessi augna yndi Allra, nema blindra, Eiga ætt með stjörnum, Er um nætur tindra; Okkar unaðsstundir Engin myrkur hindra. Heill sé þeim sem hafa Heims í löndum köldum, Fetað fram til sigurs, Fjórðu parta af öldum; Hér í hjónaböndum, Af hamingjunnar völdum Hlotið auð af elsku, Æðst af lífsins gjöldum. Hér í kvöld við heiðrum Hjón, sem þetta fundu, Af því hvert við annað Ást og trygð þau bundu; Bezt við barnalánið Og bættann hag, þau undu, Þannig gæfan góða Gladdi um marga stundu. * 0 Kærleiksljósin lifa, Ljóma þau og skína, Kveikt af okkar óskum, Af því geð vor hlýna; Vináttu og virðing, Viljum ykkur sýna, Fyrir kæra kynning, Kristmundur og Bína. Böðvar H. Jakobson. ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ sprengja og til þess að undirbúa bakteríuhernað. Geta Banda- ríkja Norður-Ameríku er sem stendur meiri en Rússlands, hvort heldur miðað er við stríð eða frið. En Rússar munu hafa betri skilyrði'en Bandaríkin, þeg ar fram í sækir. Eftir 22 ár verð ur íbúatala Rússlands 251 millj., en íbúar Bandaríkjanna aðeins 156 milljónir. Rússar munu þá ráða yfir öllum auð- og orkulind- um á svæðinu milli Vladivostok, Trieste og Weimar. Rússar standa og að því leyti betur að vígi, að þeir geta haldið öllu leyndu, sem þeir vilja, og í öll- um löndum munu verða starf- andi kommúnistaflokkar, er verja munu stjórnarstefnu þeirra í utanríkismálum. # Kolanámur Ruhrhéraðins eru orkustöð Evrópu, sagði Reynaud enn fremur. Fullkomnustu ný- tízkutæki, sem Bandaríkin eiga völ á, verður að taka til notkun- ar til aukningar kolaframleiðsl- unni í Ruhr, allri Evrópu til hags bóta. Ekki er framar um neina þýzka hættu að ræða. Meðan Rússland og Bandaríkin eru ó- sá’tt, mun Þýzkalandi verða skipt að endilöngu, og þarf þá ekki að óttast það. Verði tekin upp í Evrópu skömmtun sú, er tillögur Marshalls gera ráð fyr- ir, hlýtur Frakkland að verða höfuðstálframleiðandi álfunnar. 6 mánuðir eru liðnir, síðan ár- legt stálframleiðsluhámagn Þýzkalands var ákveðið 5.800.000 smálestir. Hingað til hafa Þjóðverjar ekki verið þess megnugir að framleiða nema 3 millj. smálesta, og 3 ár munu líða þangað til þeir geta framleitt fyrrgreint hámark þessarar vöru, samkvæmt ákvörðun bandamanna. Ef Evrópa leitar til Frakklands, getur hún fengið þar gnægð stáls. Fái Frakkar koks frá Ruhr, geta þeir nú þeg- ar aukið stálframleiðslu sína upp í 6 milljónir smálesta, og verði þeim veitt aðstoð til þess að koma verksmiðjum sínum í nýtízku horf, verður . hægt að (Framh á bls. 7) H. J. STEFANSSON Life, Accident and Health Insurance Repie.senting THE GRHAT-WEST LIFE ASSURANCE COMPANY Winnipeg, Man. Phone 96)144 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 7 VINBORG AI^TS. 594 Agties St. ViBtalstimi 3—5 eftir hádegi DR. A. V. JOHNSON Denttst 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Horne Teiephone 202 398 DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Ot'fice hrs. 2 30—6 p.m Phones: Oft'ice 26 — Res. 230 Talsími 95 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN SérfræOlngur í augna* eyrna, nef og kverka sjúkdómum. 215 Medical Arts Bldg. Stofutími: 2.00 til 5.00 e. h. Orfice Phone Res Phone 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 526 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment DR. ROBERT BLACK SórfræOingur i augna,, eyma, nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG Graham and Kennedy St. Skrifstofuslmi 93 851 Heimasími 403 794 Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlæknar 406 TORONTO GEN. TRUSTS . BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 96 962 WINNIFEG EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK. íslenzkur lyfsalt Fðlk getur pantaS meSul og annaS meS pðsti. Fljðt afgreiSsia. A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur Hkkistur og annast um út- farir. Allur útbönaSur sá bezti. Ennfremur selur hann ailskonar mínnisvarSa og legsteina. Skrifstofu talsimi 27 324 Heimilis talsími 26 444 Geo. R. Waldren, M. D. Physictan and Burgeon Cavalier, N. D. Office Phone 95. House 108. DEINCC/f MESSENGYR SERVICE ViS flytjum kistur og töskur, húsgögn úr smœrri IbúSum, og húsmuni af öllu tæi. 58 ALBERT ST. — WINNIPEG Slmi 26 888 C. A. Johnson, Mgr. PHONE 94 686 H. J. PALMASON and Company Chartered Accountants 506 CONFEDERATION LIFE BUILDING Winnlpeg, Canada Phone 49 469 Radio Service Speciallsts ELECTRONIC LABS. H. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Equipment System. 130 OSBORNE ST„ WINNIPEG Dr. Charles R. Oke Tannlæknir For Appointments Phone 94 908 Office Hours 9—6 404 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING 283 PORTAGE AVE. Winnipeg, Man. SARGENT TAXI . PHONE 34 555 For Quick ReHahle Service J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPG Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eids&byrgö. bifreiöaábyrgö, o. s. frv. PHONE 97 538 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LögfræOingar 209BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Slmi 98 291 GUNDRY PYMORE Limited Britlsh Quality Fish Netting 60 VICTORIA ST„ WINNIPEG Phone 98 211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage will be appreclated C A N A D I A N FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAQE, Managing Director Wholesale Distributors of Frjsh and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLOCK SlMI 95 227 Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH Manitoba Fisheries WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, framkv.stj. Verzla I helldsölu meC nýjan og frosinn fisk. 303 OWENA STREET Skrifst.siml 25 355 Helma 65 4(2

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.