Lögberg - 20.11.1947, Page 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. NÓVEMBER, 1947
7
*
Bíldfell og einstaklingsframtakið
Skömmu eftir að ég kom til
þessa lands, var Bandaríkjamað
ur að nafni Scott Nearing á
fyrirlestraferð hér í borginni. —
Hann hafði fyrr á árum verið
góður íhaldsmaður, en • hafði
með vaxandi visku, breytt all-
mikið um stefnu til vinstri. —
Gamlir kunningjar hans voru
meðal áheyr.enda og spurðu
hann í háði, hvort hann hefði
skoðanaskifti jafn oft og fata-
skifti. Hann svaraði og sagðist
álíta að allar skoðanabreytingar
til batnaðar, væri hverjum
manni til sóma og sýndi þrosk-
aðann skilning. Fyrir sitt leyti
sagðist hann telja sig meiri og
betri mann síðan hann yfirgaf
íhaldið og hóf framsóknarstarf-
semi sína.
Honum var ljóst, að hver sem
ekki hlýðir kalli tímans, dagar
uppi fyrir dægur fram. Slíkir
menn standa jarðfastir í hinu
pólitíska brimróti, spyrna við
fótum, beina sjónum aftur, en
aldrei fram og láta engin teikn
á himni og jörðu á sig fá, eins
og útvöldum íhaldsmönnum
sæmir. Slíkir menn hafa verið
uppi á öllum tímum og með öll-
um þjóðum, en þeim fer óðum
fækkandi, eru nú eiginlega
skoðaðir sem forngripir frá
steinaldartímabilinu, er ættu að
sendast á minjasöfn til vitnis
um, hvernig mennirnir voru
einu sinni í fyrndinni, en ættu
ekki að vera nú.
Eins og við er að búast, hafa
kenningar og % framkvæmdir
sósíalismans, valdið allmiklu
þjóðfélagslegu umróti í athöfn-
um manna og hugsunum. Hjá
slíku verður ekki komist, þar
sem heilar þjóðir og allur heim-
urinn skiftist með skörpum lín-
um í tvo andstæða flokka, sem
litla samvinnu virðast geta átt
á þeim sviðum sem mestu máli
skifta. Eins og nú standa sakir,
má óhætt fullyrða að í dag sé
sósíalisminn í ákveðinni sóknar-
stöðu um allann heim, en íhald-
ið í vörn og á undanhaldi. Heim
ild mín fyrir undanhaldi íhalds-
ins, er hvorki meira né minna en
ummæli Bíldfells sjálfs í næst-
síðasta Lögbergi. Þar segist
hann standa “einn og áveð-
urs —”.
íhaldsmönnum má skipa í þrjá
aðalflokka, fyrir utan ýmis fyr-
irbrygði, sem ómögulegt er að
finna markið á, en eru ætíð þar
sem best blæs það eða hitt
skiftið.
1. Þeir, sem berjast fyrir fríð-
indum þeim, sem einstaklings-
framtakið hefir veitt þeim. Sú
barátta er fyllilega eðlileg frá
þeirra sjónarmiði, jafnvel þó
hún komi algjörlega í bága við
velferð mikils meiri hluta mann-
kynsins. Þessum flokki tilheyrði
Bíldfell um eitt skeið, en sú tíð
er liðin.
2. I>eir, sem ekkert vita og
aldrei hafa vitað neitt um þessi
mál, fyrir þá ástæðu að þeir
hafa ekki haft nenningu eða
upplag’ til að kynna sér þau
pólatísku fyrirbrigði sem gjörst
hafa og gjörast daglega. Þessum
flokki tilheyrir Bíldffell með lífi
og sál. Þar er hans heimilisfang
og utanáskrift.
3. Málaliðsmenn, sem lána
vopn sín og verðleika þeim mál-
stað sem best bíður ,en ráða sig
hvergi sem lifstíðarvinnumenn.
Eg veit ekki hvort Bíldfell er
þar nokkuð á rölti, en hann er
þar ekki langdvölum.
Mönnum, sem tilheyra öðrum
flokknum, er jafnvel síst hægt
að fyrirgefa afstöðu þeirra og
þussahátt. Ekki er því um að
kenna að torvelt sé að öðlast
fræðslu í þessum málum; hún er
alstaðar ef menn hafa opin augu
sín og- eyru. En eðli manna og
upplag ræður hér mestu um,
þeim er náttúrlegast að grafa sig
sem rækilegast jarðfasta og
spyrna í hverja þúfu og mishæð,
eins og mórauði sauðurinn sem
Oddur Hjaltalín var sendur til
að bjarga frá neðri-bygðum
forðum.
Bíldfell er sá kyndugasti mað-
ur í rökræðum, sem ég hefi mætt
á lífsleiðinni. Ef honum líkar
ekki þau rök sem hann er í and-
stöðu við og á í raun og veru að
hrekja, þá er eins og við mann-
inn mælt að hann virðir þau
ekki svars, snýr bara upp á sig,
verður illur, labbar burtu og
skygnist í hverja þúfu með
grænum topp, í nákvæmri lúsa-
leit að einhverjum smámunum,
nothæfum sem frumefni í vænt-
anlegar heimildir. -
Broslegar eru bollaleggingar
hans um hvað sé “lýðræði”;
hann hafnar með fyrirlitningu
tilvitnun þeirri er ég bar fram,
og kemur með aðrar tvær, sem
eru ágætar og réttar, en hann
gætir ekki að því, að allar þess-
ar þrjár tilvitnanir eru hárrétt-
ar og úr sömu trúarjátningunni,
aðeins sagðar með mismunandi
orðalagi, en kjarninn hinn sami.
Hann hefir ekki áttað sig á,
hvað hér var á ferðinni, haldið
það vera einhverja dularbúna
gildru sem best væri að hafa í
hæfilegri fjarlægð og algjör af-
neitun væri því vissust. Það átti
nú kanske ekki að koma að hon-
um sofandi á verðinum
En þetta er ekki sjálfrátt. —
Það verður að vera einhver glóra
af viti í þessu; það þarf ekki
endilega að vera mjög mikið, en
ofurlítið þó. Það lítur betur út
til þeirra sem kunna að sjá
þessi samtöl okkar.
Bíldfell er all-fjölorður út af
vissri grein sem kom í Lögbergi
fyrir all-löngu síðan og telur
hana mjög vítaverða, en hann
gleymir að geta þess eða hefir
ekki athugað það, að sú grein
er aðeins þýðing. Grein þessi er
ræða sem prófessor H. S. Perns
hélt hér í Winnipeg í desember
1945. Hann gaf mér ræðuna til
þýðinga og var þess getið ein-
mitt í sambandi við greinina í
því sama blaði Lögbergs.
Eg skal geta þess að allar þær
greinar er ég hefi sett í Lögberg
og Heimsrkinglu eru þýðingar,
teknar úr úrvals tímaritum,
frumritaðar af alkunnum ágætis
mönnum. Allar miða þær að
því sem fólk þarf að vita — sann
leikanum sem sumstaðar annars
staðar er svo rækilega falinn.
Eg finn mig ekki skyldugum
að biðja Bíldfell eða nokkurn
annan mann afsökunar þar á.
Hér er, að ég best veit, viður-
kent mál- og ritfrelsi og engir
eiðar rofnir og það er allt sem
ég læt mig skifta. Verði það af-
numið, þá er mál að “loka búð
og hætta að höndla”.
Mönnum er það ljóst að frétta
burður alls þorra dagblaðanna
er ekki svo ábyggilegúr sem á-
kjósanlegt væri til þess er hann
of-mjög einhliða og skáldlegur.
Eg hefi litið svo á að brýna
nauðsyn bæri til frekari upplýs-
inga þó lítilmótlegar séu og
ófullkomnar, því ein eða tvær
raddir láta ekki mikið yfir sér
í öllum þeim samsöng sem
mönnum er skemt með í dag. Þó
má ekki gleyma því mikilvæga
atriði að mótmæli og hrakyrði
vissra einstaklinga og vissra
heilda, eru hin glæsilegustu
meðmæli sem nokkurt málefni
getur hlotið og á sinn þátt í
þeim sigrum er kunna að vinn-
ast.
Nú á dögum eru margar leiðir
að afla sér vitnisburða gegn
kommúnistum. Einfaldasta og
líklega fljótlegasta leiðin, og
mest móðins nú, er sú að þefa
uppi einhverja skálka sem eru
“til í alt”, biðja þá að játa á sig
að hafa verið kommúnistar og
hafa framið öll þau ódáðaverk,
sem þeir eru alkunnir fyrir,
þurfa helst að hafa verið í Rúss
landi um stundarsakir; en nú
hafi þeir séð að sér og yðrast,
og þrái að hvíla í faðmi Abra-
hams, þessa heims og annars, og
byrja nýtt og nytsamara líf. —
Síðan má láta þá rita bækur og
blaðagreinar, ef þeir eru skrif-
andi. Þeir geta að mi'nsta kosti
skrifað nafnið sitt undir bókina
eða blaðagreinina, með anhara
hjálp. En þetta verður að borg-
ast sómasamlega, vegna þess að
sumir, eru svo vitlausir að
halda að mannorð viðkomandi
persónu batni ekki við þetta
þrifabað, en ég held að það sé
algjör misskilningur, því “það
sé ekki á svörtu“ þar frekar en
annarsstaðar.
Það er ómögulegt að villast
á kommúnistum og öðrum
menskum mönnum, að fengnum
markalýsingum Bíldfellannæ —
Kommúnisti er hver sá maður,
sem óskar kjarabóta fyrir sín
dagleg störf, íx samræmi við
hækkandi vöruverð og lökar
flestum ver að sjá börn sín
hungruð og klæðlítil. Kom-
múnisti er hver sá maður sem
tilheyrir og er starfandi meðlim
ur verkamanna samtakanna, að
maður tali nú ekki um, ef hann
tekur þátt í verkföllum. Kom-
múnisti er sá maður talinn, sem
er svo djarfur að láta orð falla
í þá átt, að Guðsríki muni ekki
fyllilega stofnsett enn á jörð-
unni, hér á meðal okkar. Kom-
múnisti er hver maður, sem er
ekki skoðanalega hlekkjaður
við hinn kafrekna íhalds-tjóður-
hæl, sem slóð Bíldfells liggur
umhverfis. Kommúnisti er hver
sá maður, sem óskar að draga
loku frá dyrum og gluggum og
hleypa út því eitraða, pólitíska
anrúmslofti sem fólkið er nært
á. Það er ómögulegt að villast á
markinu.
Hinn rauði meginþráður í lífi
okkar alþýðumanna nú í dag er
pólitík. í því sambandi líta
margir svo á að stéttvísi sé ein
af höfuðdygðum þeirra er skjól
eiga á hinum lægri hillum þjóð-
félagsins og hafa ætíð í vök að
verjast. Þar af leiðir auðvitað,
að stéttvillingar eru skoðaðir
sem sérstakt fyrirbrigði manna,
sem engum sé brautargengi að,
því þeir séu allra vinir en eng-
um trúir. Þeir eru ætíð á póli-
tískum og hagsmunalegum bið-
ilsbuxum. Þeir telja sig spá-
mannlega vaxna og hegða sér
samkvæmt því, við öll mögu-
leg og ómöguleg tækifæri.
Þ>eir telja sig tilheyra hóp
hinna '“betri manna” og nauðga
þeim með nærveru sinni. Þeir
hafa dregið sjálfa sig í þeirra
dilk, að þeim fornspurðum. Þeir
eru umbornir þar rétt fyrir siða
sakir, af því þeir ganga hinna
erinda og gjörast tól þess mál-
efnis sem formælendur fá. Laun
þeirra eru stundum illa nöguð
bítbein fyrir lítilmenskuna og
hæðnisbros og langt nef, eins og
til uppbótar.
Sumir þessara manna kom-
ust yfir nokkra dali á “góðu ár-
unum” en urðu við það ramviltir
á þj,óðfélagslegum áttum og
eyktamörkum. Þeir hristu ryk-
ið frá alþýðuláglendinu af fót-
um sínum og leituðu til hærri
staða, en þar tók ekki betra við,
því fjármálahákarlar, þeim sjálf
um verri og vitrari, settust að
þeim eins og hrafnar að hross-
skrokk og flettu þá hinu gulina
reyfi. — .
Manndómur þeirra og sjálfs-
virðing fór á stundum sömu leið
ina. Þeir seldu frumburðarrétt
sinni fyrir enn lægra verð en
forðum — fyrir það eitt að fá
að hanga með, þó í hálfgjörðri
óþökk væri.
Enginn þykir eiginlega neins
nýtur í þjóðfélaginu nema hann
sé í góðum efnum, hafi verið fé-
sæll og sé helst auðugur. Hafa
þessir Bíldfells- gjört sér grein
fyrir, hvaðan sá auður er og
hvernig hann er tilkominn; eða
hafa þeir gengið á snið við öll
heilabrot og bollaleggingar í því
efni. Setjum nú svo að ég og
Bíldfell okkar, höfum önglað
Skýrsla ritara íslendingadagsins flutt á
aðalfundi hans, þann 1 0. nóvember, 1 947
í fyrsta skiftið, siðan íslend-
ingadagurinn v a r fulttur til
Gimli, var færra fólk sem kom á
hátíðina á þessu sumri, en árinu
áður. Árið sem leið komu á hátíð-
ina, 4400 manns, en í sumar 3600
manns.
Einnig í fyrsta skiftið um nok-
kurra ára skeið, var veðrið svo
þungbúið að morgni þess 4. ágúst
að útlit var fyrir, að dagurinn
yrði ekki góður eða skémtilegur.
Það var húða rigning um morgun
inn. Svartir skýjabólstrar huldu
allan himininn og um stund útlit
fyrir, að rigna myndi allan dag-
inn. Það varð þó ekki. Það létti
til fyrri hluta dagsins, um klukk-
an ellefu og um hádegi var komið
yndælasta veður, sem hélst allan
daginn svo hátíðahaldið gat farið
vel fram og skémtilega.
En þetta gjörði það að verkum,
að fólk, sem var ákveðið í því
að fara til Gimli, hætti við það.
Annars hefið þessi hátiðisdagur
orðið sá fjölmennasti sem hald-
inn hefði verið að Gimli, því á-
æ 11 a ð var, að hátiðina myndi
sækja að þessu sinni um fimm til
sex þúsund manns.
Vel var nefndin búin að undir-
búa og skipuleggja þetta hátíða-
hald. Svo, að þó fimtán liðir væri
á skemtiskrá, stóð hún ekki yfir
nema rétta tvo klukkutíma. Er
ekki munað, að svo vel hafi verið
lögð niður skémtiskrá Islendinga-
dagsins fyrr. Forsetinn, Steindór
Jakobsson stjórnaði samkom-
unni prýðilega og átti sinn þátt í
því, að allt gékk svo greiðlega.
Enda var fólkið mjög ánægt. Það
naut skémtiskrárinnar mikið bet-
ur fyrir það hve stutt hún var og
fór greiðlega fram.
]>að, sem vakti mesta hrifni
áheyrenda að þessu sinni var, að
ýngsti lagferða gesturinn, sem
nokkru sinni hefir komið á hátíð
Íslendingadagsins frá íslandi, var
Brynjólfur litli Eiríksson, sonur
séra Eiríks Brynjólfssonar og frú
Guðrúnar konu hans, frá Utskál
um á íslandi. Hann var aðeins níu
mánaða, kom hann fram í ræðu-
stólnum í örmum föður sins með
bros á vörum og heiðríkju og
fegurð íslands í svip og yfirliti.
Mælti faðir hans nokkur vel
valin og hrífandi orð til fólksins
fyrir hans munn og urðu þá svo
mikil fagnaðarlæti, að lófaklapp-
inu ætlaði aldrei að linna.
Ræða maður, fyrir Minni Is-
lands, var faðir þessa drengs, séra
Eiríkur Brynjólfsson, prestur
Lúterska safnaðarins í Winnipeg
um eins árs sekið, í stað séra
Eylands, sem tók við prestakalli
hans á Islandí um jafnlangt
skeið. Allir þessir gestir voru
kærkomnir og fagnað einlæg-
lega. Ræða séra Eiríks var dásam
leg, enda líka flutt af mæsku,
andagift og málsnilld og einlægni
góðs og glæsilegs manns.
Heimir Thorgrímsson, fjölhæf-
ur gáfu og mælsku maður og
góður Islendingur flutti ræðu
fyrir Minni Canada.
saman fáeinum dölum og byrj-
um á einhverju gróðafyrirtæki,
ekki stóru til að byrja með, en
“margt smátt gjörir eitt stórt”.
Við reynumst hyggnir og heppn
ir og centin verða að dollurum
og dollararnir verða hundruð og
þúsundir. Við “græðum á tá og
fingri”. En hvaðan koma allir
þessir peningar? Ekki búum við
þá til. Við erum engir peninga-
falsarar. Við sköpum engin ný
verðmæti; við aðeins myndbreyt
um þeim, eða flytjum þau frá
manni til manns.
Þessir peningar koma allir úr
annara manna vösum yfir til
okkar. Við getum svo best
grætt að einhver annar tapi í
sama hlutfalli, því auðurinn
skiftir aðeins um vasa. — Við
Bíldfell verðum auðugir á
skömmum tíma, en nokkrir tug-
ir manna, ef til vill hundruð
verða öreiga samtímis, af því
þeir grunuðu okkur ekki um
græsku, þegar við vorum að fé-
fletta þá samkvæmt gildandi
landslögum. En það er ekki okk
ar sök, þó þessir menn séu ræfl-
ar og hafi ekki vit á almennum
viðskiftum. Við Bíldfell erum
í okkar fulla rétti; við erum
með einstaklings framtakinu
eins og það er starfrækt nú í
dag.
Bíldfell er trúmaður mikill'bg
máttarstólpi sinnar kirkju eins
og sjá má af ritgjörðum hans um
sálmakveðskap og sálmaþýðing-
ar. Er það virkilega skoðun
hans að Guð almáttugur hafi í
upphafi ætlast til að 5 af hverju
hundraði manna, eða færri, j fyrir, hvert pólitísk samúð hans
hefðu löglegt eígnarhald á öllum beinist og ekki síður andúðin,
hinum miklu og dásamlegu gæð , þótt slíks gæti lítt í þessu ágripi
biblíunnar og einstaklings fram
taksins; eftir þessum heimildum
getur okkur trauðla hlotnast
hvorttveggja: auður og sálu-
hjálp. Þ>að verður ekki bæði
sleppt og haldið.
Nú er Bíldfell aðdáandi og
öruggur fylgismaður einstakl-
ingsframtaks og auðsöfnunar, í
orði og verki, um það er ekki að
villast. Orð hans benda einnig
til að hann trúi biblíunni. — Ef
einhverjir segjast trúa en sýna
það ekki í verkum sínum, þá
— "vei yður þér hræsnarar".
"Biblía gamla að baki reið, en
Belíal hélt í lauminn".
Þetta kunningjarabb mitt við
J. Bíldfell ætti að enda hér með
þessum línum, ef ekkert nýtt
eða aðkallandi ber að. Áður en
ég slæ þó botninn í, vil ég enn
biðja hann — til þess að fyrir-
byggja alla grunsemd — að gefa
mér mánaðardag og ár á riti því
sem ræða Titos marskálks kom
í. Mig fýsir að sjá, ekki einungis
enska textann út af fyrir sig
heldur einnig samanburð á
honum og íslenzku þýðingunni.
Eg hefi svo lokið máli mínu
— vona ég.
Jónbjörn Gíslason.
Kvæði fluttu þeir Islands vinir-
mr, Guðmundur A. Stefánsson,
Minni íslands og Ragnar Stefáns-
son, Minni Canada.
Fjallkona dagsins var ein af
okkar glæsilegu konum, frú
Kristín Hilda Stefánsson, kona
Björgvins Stefánssonar skóla-
stjóra í Winnipeg. Flutti hún
ávarp sitt án blaða aðdáanlega
vel og var hinn prýðilegasti full-
trúi lands vors og þjóðar. Hirð-
meyjar voru þær, Miss Lilja
Johns og Miss Thora Asgeirson
hinar glæsilegustu ungmeyjar.
Karlakór Qslendinga í Winni-
peg skemti með söng sem undan
farin ár, undir stjórn Sigurbjörs
Sigurðssonar og Gunnar Erlends-
son við hljóðfærið. Einsöngvari
Kórsins var Mr. Elmer Nordal,
ágætt söngmanns efni, sem hreif
alla með sinni þróttmiklu, hreinu
og fögru baritón rödd.
Að skemtiskránni afstaðinni
fór' fram skrúðganga að Land-
nema minni svarðanum og lagði
Fjallkonan blómsveig á hann, en
Karlakórinn söng fyrir og eftir
“Ó, Guð vors Lands” og “Faðir
andanna.”
Þaðan var farið niður í Hótel.
Þar beið gestum nefndarinnar
hin ágætasta máltíð. Sátu þar að
borðum um 50 manns.
Klukkan sjö fór fram söngur í
skémtigarðinum, sem allir tóku
þátt í og stjórnaði Pau Bardal
honum af lipurð og lífi. Klukkan
níu var stiginn dans er stóð yfir
framyfir miðnætti. Iþróttir fóru
fram að deginum fyrir alla, eldri
sem ýngri.
Hátíðin hafði á sér almennings
lof fyrir hvað hún var góð og fór
vel fram.
Davið Björnsson
Bill: — Þú dansar alveg dá-
samlega, Betty.
Betty: — Eg vildi að ég gæti
sagt það sama um þig.
Bill: — J>ú gætir það ef þú
værir eins góð aðjjúga eins og
ég-
*■
Grace Moore, söngkonan
fræga, sem fórst í flugslysinu í
Kaupmannahöfn hafði lokið við
að skrifa rit um ævi sína. Bók-
in hefir nú verið gefin út í
London og heitir “Þú ert maður
bara einu sinni”.
>
Beeta hafði gengið í Hjálpræð
isherinn á unga aldri, og varð
með tímanum einhver besti pré-
dikari þeirra. Hún byrjaði ætíð
ræður sínar með því að geta þess,
að heilagur andi hefði hvíslað
þessu að sér.
Einu sinni spurði ein vinkona
hennar að því hvort andinn hefði
aldrei hvíslað neinu að henni um
giftingu og barneignir.
“Nei”, segir hún. “En holdið
hefir oft gjört það”.
Hvenœr sýður upp úr
(Frh. af bls. 3)
áuka stálframleiðslu þeirra upp
í 15 milljónir smálesta.
Þannig fórust þessum frakk-
neska stjórnmálamanni orð. Það
er vandalítið að gera sér grein
um þessa heims, og gætu útilok
að hina 95 frá allri þessari nátt-
úruauðlegð, sem aðskotadýr og
óvelkomna gesti.
Nú stendur einhversstaðar í
okkar Bíldfells uppáhaldsbók —
heilagri ritningu — að auðúgur
maður eigi dálítið undir högg
að sækja með inngöngu himna
ríki; byggist sú tregða líklega á
þeirri grunsemd, að fjármunir
hans muni ekki sem best fengn-
ir í sumum tilfellum. Þessu
veit ég að Bíldfell trúir, ekki
síður en ég, sem er náttúrlega
gott og fallegt, og í sæmandi
einlægum trúmanni. En hér
skerst hlálega í odda milli
af ræðu hans. En horfur þær, er
hann minntist á, mættu vel vera
nærri lagi. Þrátt fyrir nýafstaðn
ar hörmungar ægilegrar styrjald
ar og þrátt fyrir hávært hjal um
frið, er loftið nú hrannað ófriðar
bliku oghak við tjö\din er vafa-
laust mest hugsað um atóm, stál
og jafnvel sóttkveikjuhernað. —
Þetta er rétt, að vér íslendingar
gerum oss ljóst, því að í næstu
styrjöld verður Island sennilega
ekki síður mikilvægur vettvang-
ur skjótra og örlagaríkra aðgerða
en Balkanskaginn, og mun oss
þá lítt tjá griða að biðja.
Séra Martin Niemöller, hetju-
presturinn þýzki, sem kynnzt
hefir ekki einungis ógnun styrj-
aldar, heldur og ægilegri fanga-
búðavist um 8 ára skeið, lét ný-
lega svo um mælt í sambandi við
skipting veraldarinnar milli
tveggja ósamrímanlegra hag-
kerfa og lífsskoðana, að ef nýtt
stríð væri í vændum, sæi hann
ekkert annað úrræði en að
tryggja sér líkkistu þegar í stað.
Slík ummæli mundi oss íslend
ingum, sem fæstir þekkjum stríð
af eigin reynd, ef til vill þykja
nokkuð fjarstæðukend. En hvað
skal segja, ef þær manntegund-
ir, sem sundrað hafa Mið-Ev-
rópu, skyldu á áframhaldandi
eldmóði efnishyggjunnar taka
upp á því að sundra einnig sjálf
um jarðarhnettinum með til-
styrk atómsins eða annarra á-
móta gereyðingarafla? En hvort
mundi oss, dauðlegum mönnum,
þá yfirleitt þörf nokkurra lík-
kista? S. Sk.
Samtíðin, október 1947