Lögberg - 27.11.1947, Side 2

Lögberg - 27.11.1947, Side 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. NÓVEMBER, 1947 % Bréf frá Það er orðið nokkuð langt síðan að ég hefi sent Lögbergi fréttapistil héðan, eru að vísu ekki neinir stórkostlegir við burðir hér, þó hefir ýmislegt á dagana drifið meðal landa hér, sem annarstaðar. íslenzku blöð- in eiga að vera tengitaug milli bygða íslendinga í dreifingunni hér í þessari heimsálfu ,og gam- an er að frétta, hvað er að gjör- ast meðal landanna. Árið, sem nú er langt liðið, hefir verið fólki hér mjög far- sælt. Veturinn síðasti var í meðallagi harður. Vorið var með kaldara móti og umhleypinga- samt. Fram eftir öllu sumri leit uppskeran frábærilega vel út, en hitar ákaflegir og þurkar í júlí hafði þau áhrif að ekki varð nema meðal uppskera en prísar hafa verið góðir og flestir eru ánægðir og þakklátir með út- komuna og hafa til þess fulla á- stæðu, því nú í fjölmörg ár hef- ir uppskeran verið í betra lagi, og afkoma fólks yfirleitt hin besta. Margir eru samt ótta- slegnir með framtíðina, þar sem svo mikil ringulreið er á alheims málunum, og alheimsviðhorf- inu og er það ekki furða þó erf- itt gangi að jafna sakir eftir þá miklu heljarhríð, er yfir heim- inn hefir gengið, og óspart er blásið að ófriðarkolunum vítt um heim af óhlutvöndum mönn- um sem hugsa bara um eigin hag, og er þar margur sekur. En vonandi tekst Brgtum og Banda- ríkjamönnum að ná samkomu- lagi við Rússana, svo ekki verði ný alheimsvandræði. En það er erfitt fyrir lýðræðisstefnuna og einræðisstefnuna að fallast í faðmlög, er þar tvent ólíkt, því þó vestræn lýðræðisstefna sé alls ekki algjör, þá er hún samt á leið til framtíðarlandsins, á- vöxtur af aldagamalli baráttu frelsisvina fyrir réttlæti og ein- staklingsfrelsi, þar sem einræð- isstefnan er altaf sjálfri sér lík, hvort sem er hjá Þjóðverjum, ítölum, Japönum eða Rússum, eða hvaða annari þjóð sem er Engum er treystandi, þar sem einræðið ríkir, og ekki mundu íslendingar vera barnanna best- ir, ef þeir ættu einhver völd að fara með. Vonandi fylkja íslend- ingar flestir liði, hvar sem þeir eru, samt undir merki lýðræðis- ins, til þess eru þeir sennilega nógu vitrir og sanngjarnir. — Liðnar kúgunar- og einræðisald- ir ætti að vera þeim í fersku minni. Svo að þeir selji sig aldrei aftur útlendu einræðisvaldi. — Nær óbætanlegur skaði var það heiminum að slíkir ágætis- menn sem Roosevelt forseti og Wendell Wilke skyldu falla frá um aldur fram, einmitt á þess- um þrautatíma, þegar heimur- inn þurfti þeirra mest við. Þarna voru andans ljós og mannvinir, sem heimurinn bar virðingu fyr- ir, og þeir báru virðingu fyrir helgustu véum mannréttind- anna vítt um heim. En enginn örvænta skyldi, því enn eiga lýðræðisþjóðirnar skara af ágæt- um leiðtogum, og Churchill gamli er enn uppistandandi, heilsteyptur og glöggskygn, sem heimurinn hlustar á enn, þó við aldur sé, þó skelin sé ef til vill nokkuð hörð og hann sé opin- skár og kannske nokkuð einráð- ur, þá er hann karl í krapinu, og karl, sem má treysta og heim urinn skuldar honum mikið, þó sérstæðir menn séu að reyna að ófrægja hann, og þar á meðal nokkrir íslenzkir “fífukarlar”. Churchill er enginn Guð, en hann er svarinn óvinur einræð- isstefnunnar, og vonandi nær sú stefna ekki að draga heiminn nokkrar aldir aftur í tímann. — Það væri ekki fjarri sanni að hugsandi menn læsu ritgjörðir hr. Nagýs, er stjómforustu háfði á Ungverjalandi, sem greinilega segir frá aðferð kommúnistanna við að hrifsa undir sig öll völd, þvert ofan í þjóðarviljann, svo Glenboro og aðferðina í Albaníu og í öðr- um leppríkjum Sovétríkjanna í Austur-Evrópu. En fólkið er víða andvaralaust og það fer mörgum eins og Gyðingunum í fornöld, sem hrópuðu ekki þenn- an mann heldur Barrabas”, fyr- ir fávisku og þröngsýni kallar margur ógæfu yfir sig og börn sín. Nú á tímum er það meir nauðsynlegt en nokkru sinni fyr, að vera sjálfum sér og rétt- lætinu trúr. Enginn maður er algjör og engin þjóð er algjör, og mann- eðlið er líkt hjá öllum þjóðum. Flestir menn eru með þvi inn- ræti að vilja lifa í friði hver við annan og vera óáreittur við sitt starf, og yfirleitt mun allur þorri fólks vera andvigir ein- ræðisstefnunni og það í ein- ræðislöndunum, en þar sem einræðið hefir náð sér niðri, tjáir ekki að mögla undan svip- unni. Það er mikill munur á stefnum. Helstefna og lífstefna eru andvígar hver annari og hafa staðið á öndverðum meið í gegnum aldirnar, og einstakir menn hafa notað stefnur og hugsjónir til að koma sinni ár fyrir borð, og allir böðlar mann- kynsins hafa haft stefnumerki frelsis og réttlætis í byrjun, til þess að tæla fjöldann með sér, en þegar völdin eru trygð, er ekkert frelsi framar. Ef menn hugsa, munu fáir kæra sig úm að skifta einstaklingsfrelsinu og örygginu fyrir einræðið til þess að þóknast fáeinum valda- sjúkum einstaklingum. Þó ýmis legt sé ábótavant í okkar fyrir- komulagi heima fyrir, þá eru ekki allar grundir grænar í fjar- lægðinni. Er ekki meira vit í því að sækja fram með manndómi og viti, og bæta og fegra það fyrirkomulag sem við nú höfum og ná þannig fullkomnara lífi. Þrátt fyrir allt ættu íslendingar, hvar sem þeir eru, að skipa sér undir merki lífsstefnunnar, sem lýðræðisþjóðirnar berjast fyrir. Eg ber enn fullt traust til Breta og Bandaríkjamanna sem for- vígismanna lýðræðisþjóðanna á sviði alheimsmálanna, eins og nú standa sakir. Ef að þau kross- tré bresta er heimurinn illa kominn. Annars væri miklu farsælla fyrir mannlífið, að boðað væri bræðralag og sannur manndóm- ur, og því lífi lifað, heldur en sífelt að vera að ala á úlfúð og tortryggni, og á það heima í einkalífi manna sem og á sviði alheimsmálanna, en mennirnir eru seinir að læra hina “gullnu reglu”. Svo ekki meira um það, en minnast vil ég helstu frétta meðal íslendinga hér, sem ég í svipinn man eftir. 25 ára giflingarafmæli Mr. og Mrs. S. S. Johnson Þau Mr. og Mrs. S. S. John- son, sem allan sinn búskap hafa búið við Grundar-kirkju í Argyle-bygð, áttu 25 ára gift- ingarafmæli, 4. október s. 1. — Voru þau í Winnipeg hátíðisdag- inn og sátu fagnaði hjá ætt- fólki Mrs. Johnson og öðrum vinum og þágu margar virðu- legar gjafir. Áður ,en þau fóru til Winni- peg, heimsóttu þau nokkrir vinir þeirra fyrir hönd bygðar-fólks, og færðu þeim ávarp og heilla- óskir og myndarlega gjöf, í minningu um þennan atburð. Silfurborðbúnað — Silver chest. — Á sunnudaginn 6. október voru þau í boði hjá bróður brúð- gumans, hr. B. S. Johnson, Glen- boro, þar sem sérstaklega var samankomið ættfólk Mr. John- son. Var þar góður fagnaður, og þeim gjafir gefnar. Þau Mr. og Mrs. Johnson eru afar vinsæl í héraði og eiga marga vini. Þau hafa búið með myndarskap og dugnaði; eiga þau prýðilegt heimili, og eru höfðingjar heim að sækja. Mr. Johnson mun fæddur í Dakota, en kom með foreldrum sínum til Argyle 1902. Dóu foreldrar hans með fárra daga millibili þá um vor- ið, en hann hefir átt þar heima síðan. Mrs. Johnson er fædd í Brúar-bygð, dóttir Skúla Árna- sonar, frumherja í Argyle. — Hún er ágæt’kona og heilsteypt — og nógu íslenzk til þess að búa til skyr, sem vel jafnast á við það besta, sem íslenzkar konur búa til. Þau hjón eiga tvo efnilega sonu. Vér óskum þeim hjartanlega til hamingju við þessi tímamót. Þann 16. október s. 1. höfðu nemendur hr. P. Johnson hljóm- listakennara, samkomu — Reci- tal — í íslenzku kirkjunni í Glenboro. Var hún alskipuð fólki bæði ísl. og hérlendu, og heppnaðist samkoman prýðilega vel. Hr. Johnson hefir stundað hér kenslu í nokkur ár við góð- an orðstýr, og hefir álitlegan hóp nemenda. Á skemtiskránni voru 24 atriði, og var lofsorði lokið á, hvernig hlutverkin voru af hendi leyst yfirleitt. Séra E. H. Sigmar stjórnaði skemti- skránni og söng einsöng tvívegis, sem hreif áheyrendur. Mrs. María Sigmar lék á hljóðfærið. Hr. P. Johnson er mikill hæfi- leikamaður á sviði hljómlistar- innar, og víðþekktur. Hann nær sterkum tökum á nemendum sínum, með list sinni og ljúf- mannlegri framkomu við kensl- una. Hann og nemendurnir eiga þakkir skildar fyrir uppbyggi- lega samkomu. Strax að skemti- skrá lokinni, afhenti forsetinn hr. Johnson, gullhring, ágætann grip, sem gjöf frá nemendum hans við þetta tækifæri. Nýlega eru alflutt héðan úr bænum, þau Mr. og Mrs. Ben Heidman, með fjölskyldu sína. Hafa þau setst að í Winnipeg. Þau hafa verið hér í bygðarlag- inu síðan 1903 og í bænum síð- an 1928. Var haldið fyrir þau kveðjumót í N. W. Hall, 25. sept. Var þar margt fólk samankomið bæði ísl. og hérlent fólk. — Var spilað góða stund. Þá var stutt programm. Var þeim flutt á- varp frá söfnuðunum, og henni frá kvenfélaginu og sunnudaga- skóla, og þeim gefnar virðulegar gjafir. Svöruðu heiðursgestirnir á viðeigandi hátt. pá fóru fram rausnarlegar veitingar. — Þau hjónin hafa öll þessi ár tekið virkann og velviljaðann þátt í félagsmálum Islendinga hér. — Hún var um skeið forseti kvenn- félagsins og vann þar með trú- mennsku. Einnig kendi hún í sunnudagaskólanum og lagði mikið á sig fyrir íslenzka félags- starfsemi, og þau bæði. Þeim fylgja bestu óskir fólks hér í þeirra nýja heimkynni. Þjóðræknisdeildin Grund, sem hefir verið með litlu lífsmarki, hafði skemtisamkomu, alís- lenzka, í N. W. Hall hér í bæn- um, mánudagskvöldið 20. okt. Aðalmaðurinn á skemtiskránni, var hinn alkunni höfuðsmaðúr íslenzkra skálda hér vestan hafs, hr. Guttormur J. Guttormsson frá Riverton, Man. Hann flutti langa og skemtilega ræðu, sem var þrungin alvöru, þunga og fyndni. Var ræða hans hvatning til íslendinga að leggja rækt við íslenzka tungu og bókmenntir og ahdlegar menningarerfðir þjóð- arinnar. Sagði hann einnig all- merkilega frá ýmsum erfiðleik- um og baráttu úr frumbyggja- sögunum, og skoplegum atburð- um, sem mikið var hlegið að. — Mælti hann einnig fram nokkur stef úr ljóðaforða sínum. Guttormur er, eins og kunnugt er, mjög frumlegur í skáldskap sínum, og syngur algjörlega með sínu nefi; hefir bjargfasta lífs- skoðun og manndómsorku. — Skemtilega fyndinn, og þegar maður kynnist honum vel, gengur maður úr skugga um það að hér er heill maður, en ekki hálfur á bak við ljóðin. — Guttormur var kærkominn gest ur, og eru allir honum þakklátir fyrir komuna. Forseti deildar- innar, hr. G. S. Johnson, stjóm- aði samkomunni og flutti ræðu. Séra E. H. Sigmar söng einsöng prýðilega, og þeir Otto Sigurð- son, séra E. H. Sigmar, Albert Sigmar og Ingi Swaínson, sungu fjórraddað við dynjandi lófa- klapp. Mrs. Maria Sigmar var við hljóðfærið. — Þorsteinn Swainson mælti fram íslenzk ljóð, mjög skörulega. Þá lék forsetinn nokkur lög á strengja- hljóðfæri, sem hann hefir sjálf- ur smíðað, af all-mikilli list. — Samkoman var vonum framar vel sótt. Konurnar höfðu til veitingar á eftir og veittu af rausn. Þetta var sérlega skemti- legt íslenzkt kvöld, en íslenzku kvöldin eru nú orðin fá og langt á milli* og venjulegast illa sótt, því íslenzkan er á hverfandi hveli hjá æskunni og jafnvel hjá sumum þeim eldri. Þá skal minnast á nokkra góða gesti sem hér hafa verið á ferð langt að komnir: Á síðastliðnum vetri dvaldi hér um tíma í heimsókn til stjúp- móður sinnar — Mrs. G. S. Paulson — og systkina, hr. Árni J. Paulson. Hann hefir um s. 1. aldarfjórðung unnið á pappírs- verkstæði í Quebecc-fylki. Hann var um 4 ára skeið í hemum og var þá nýkominn heim frá Eng- landi og leystur úr herþjónustu. Árni er fæddur í Glenboro 1902 og ólst hann upp hér um slóðir Hann hefir horfið aftur að sinni fyrri starfsemi í Quebec-fylki. Þau Mr. og Mrs. Gunnar Matthíason frá Californíu, heim sóttu ættingja og vini hér á s.l. sumri. Voru þau á leið til íslands til sumardvalar. Seinni partinn í sumar dvöldu hér nokkrar vikur, heiðurshjón- in Mr. og Mrs. J. G. Christopher- son frá Vancouver B. C. — Þau eru bæði upprunnin héðan úr bygð. Jpau eiga marga vini hér. .Voru þau mjög kærkomnir gestir. Þau Mr. og Mrs. Richard Nelson, frá Burma Park, Cali- fornia, voru hér á ferð í heim- sókn til vina, og dvöldu nokkra daga. Mrs. Nelson er fædd og uppalin í Qlenboro — Ellen Gillis, dóttir þeirra Mr. og Mrs. John Gillis sem hér bjuggu lengi — eru þau æfinlega kær- komin hingað. Þá var hér á ferð fyrir skemstu, hr. Kári Frederickson frá Toronto, í heimsókn til ætt- fólks síns. Hann er fæddur í Glenboro, sonur þeirra Mr. og Mrs. Friðjón Frederickson. — Hann hefir lengi átt heima í Toronto, og haft þar ábyrgðar- stöðu. Hann er mjög vinsæll maður eins og hann á kyn til. Hin valinkunna ágætiskona, Mrs. Guðrún Pálson frá Van- couver, dvaldi hér nokkra daga hjá ættfólki sínu. Hún var á leið suður fil Iowa í Bandaríkjunum í heimsókn til dóttur sinnar sem þar býr. Einnig var hér á ferð Miss Lára Oleson frá Vancou- var í heimsókn til móður sinn- ar, hún stundar kenslustörf þar vestra. Séra Kristinn K. Ólafson og frú hans frá Mount-Carroll, 111., komu hér við og heimsóttu nokkra kunningja, er þau fóru til Vatnabyggðanna í Sask., í haust. Séra Kristinn var að vanda glaður og gunnreyfur. — Þau hjón eru wfinlega kærkomn ir gestir hér. Séra Kristinn er nú forseti Lúterska kirkjufélagsins í Illanois, sem hann tilheyrir. Á s. 1. hausti ferðuðust þær systurnar, Jóhanna Anderson og Jónína Freeman, vestur á Kyrrahafsströnd og alla leið til Californíu, þar sem þær heim- sóttu systur sína, Mrs. Jónatan Steinberg og frænku, frú Curry. Nálægt Seattle býr bróðir þeirra, Jón S. Heidman, og heim ' HINRIK JÓNSSON Minning Hinrik var fæddur 5. sept. 1858, sonur Jóns Árnasonar stúdents, bónda á Leirá í Borgarfirði, og konu hans Ragnhildar ólafsdótt- ur frá Lundum í Stafholtstung- um. Er sú ætt all-fjölmenn bæði austan hafs og vestan. Var Hin- rik föðurbróðir hins góðkunna athafnamanns, Árna sáluga Egg- ertssonar í Winnipeg og þeirra systkina. Það var sérlega góð frændsemi með þeim Árna og Hinrik og fór Árni þráfaldlega .að heimsækja þenna frænda sinn, eftir að Hinrik gerðist gam all og hrumur og gladdi hann á ýmsan hátt og gerði honum ell- ina léttbærari, heldur en hún mundi annars hafa' getað verði. Hinrik kvongaðist 24. maí 1884, Guðrúnu Einarsdóttur Jónssonar og Oddrúnar Odds- dóttur. Hún dó í Almenna spítal anum í Selkirk 28. júní 1932. — þ»au Hinrik og Guðrún ^reistu bú í Tandraseli í Mýrasýslu og bjuggu þar um þriggja ára skeið. En árið 1888 fluttu þau til Cana- da og voru fyrsta árið í Winni- peg og þar næst fimm ár í Aust- ur-Selkirk, en fluttu þá í bæinn Vestur-Selkirk og dvöldu þar til dauðadags. Vann hann þar fyrir sér og sínum hjá nokkrum verk veitendum um langt skeið, en lengst hjá Capt. W. Robinson, sem þar stundaði timburiðnað og verzlun. Auk þess hafði hann kúabú í nokkur ár og seldi bæj- arbúum mjólk. Með sinni miklu iðjusemi og hagsýni komst hann í góð efni. Þau Hinrik og Guðrún eign- uðust fimm syni. Fyrsta soninn mistu þau heima á íslandi þegar hann Ýar á fyrsta árinu og ann- an, Kolbeinn að nafni, átti hann heima í Winnipeg, var giftur Kristínu Johnson. Kolbeinn sál. var lengi vélstjóri hjá C. N. R. járnbrautarfélaginu. Hinir þrír lifa og eru sem hér segir: 1. Ein- ar Jón, Selkirk, giftur Maríu Oddson, forstöðumaður hjá Mani toba Steel Foundries. 2. Run- ólfur, Selkirk, giftur Clarabellu Backman Magnúson, umsjónar- maður við Devonshire skólann. 3. Victor Júlíus, Winnipeg ,gift- ur Unu Eceles. Lyfjafræðingur. Hinrik var góður og umhyggju samur eiginmaður og ástríkur faðir sona sinna, brjóstgóður og hjálpsamur við bágstadda. Leit- uðu því margir til þeirra hjóna þegar þeir þurftu hjálpar við. Mætti mörg dæmi tilfæra um góðverk þeirra Hinriks og Guð- rúnar. Hinrik var fús til að styðja hvert gott málefni og tók góðan þátt í velferðarmálum Islend- inga. Var hann einn af stofnend- um Goodtemplarafélagsins, tutt ugu ár féhirðir og þrjú ár féhirð ir Þjóðræknisdeildarinnar, Brú- in. Eftir að kona Hinriks dó, var hann jafnan til heimilis hjá son ardóttur sinnar í Selkirk, Mrs. Ólöfu Corrigal, manni hennar og fjölskyldu, og naut þar ein- stakrar umhyggjusemi og ástúð ar. Þar andaðist hann 7. ágúst 1947 og skorti þá aðeins einn mánuð til að verða níræður að aldri. Kveðjuathöfnin fór fram frá heimili hans og lútersku kirkjunni í Selkirk 9. ágúst, að miklum fjölda vina og kunn- ingja viðstöddum, sem með þakk látum og hlýjum hug blessa minn ingu hans. Var Hinrik sálugi lagður til'hvíldar í lúterska og íslenzka grafreitnum í Selkirk. Sóknarpresturinn, séra Sigurður Ólafsson, jarðsöng. Vinur. sóttu þær hann, auk margra vina í Blain og Vancouver og víðar. Mrs. G. S. Paulson ásamt dótt- ur sinni, ferðaðist til Kyrra- hafsstrandar, snemma í sumar, í heimsókn til annarar dóttur sinnar sem þar á heima. Sótti hún heim marga kunningja í Blaine og Vancouver og víðar. Þær Lillían Arason, dóttir þeirra Mr. og Mrs. A. S. Arason, Glenboro og Miss Einarson, dótt ir hr. G. Einarson í Grundar- bygð, ferðuðust til California s. 1. sumar og víðar um Banda- ríkin í heimsókn til ættfólks og kunningja. Og nú þessa dagana hafa verið hér á ferð þau Mr. og Mrs. Jóna- tan Johnson írá Seattle, Wash., í heimsókn til þeirra Mr. og Mrs. Ellis Sigurðson. Mrs. Johnson er systir Mr. Sigurðson. — Þau hjón eru víðförul, og hafa ferð- ast víða um Bandaríkin. Guðmundur Lambertsen látinn Sú harmafregn barst hingað á mánudaginn, 27. okt., að J)á um morguninn hafði hr. Guðm. Lambertsen snögglega látist í Winnipeg. Hann hefir s. 1. ár verið mjög farinn að heilsu og verið að meira eða minna leyti rúmfastur, en barðist eins og hetja á móti því, sem verða vildi.. S.l. tvær vikurnar var hann á St. Boniface-spítalanum, en fór þaðan á laugardagskvöld- ið þann 25., að virtist þó nokkuð hressari, og hafði hann ráðgjört að fara heim eftir fáa daga. En hann lést snögglega á heimili systur sinnar Mrs. Th. Hansson, eins og að ofan er getið. Hr. Lambertsen dó of ungur. Hann var merkilegur maður fyrir margra hluta sakir. Hann var lærður gullsmiður, og snilling- ur sem leturgrafari, greindur og hagmæltur vel, og átti all-merki lega kýmnigáfu. Hann mun vera fæddur í Reykjavík, ólst upp að mestu leyti í Þingeyjarsýslu, lærði iðn sína á Akureyri. Kom til Vesturheims 1903, var land- námsmaður í Vatnabyggðunum; vann hér og þar algenga vinnu fyrstu árin, en nokkur síðustu árin áður en hann kom til Glen boro, sem var 1911, vann hann hjá hr. G. Thomas, gullsmið 1 Winnipeg. Hér hefir hann verið síðan 1911 og stundað gullsmiði og skrautmunaverzlun og á síð- ari árum stundaði hann einnig landbúnað, og hafði mjög mik- inn áhuga fyrir þeirri starfsemi. Búgarður hans var norðan við Assineboia-ána, norð-vestur frá Stockton. Hann var fulltrúi Glenboro-safnaðar nær 25 ár og skrifari um 20 ár. Hann var fé- lagslyndur, mannlundaður og drengur góður; var bókhneigður og vel lesinn, og heilsteyptur Islendingur frá hjartans grunni. Hann unni ísland af alhug. — Ekkja hans lifir hann og 3 prúð og mannvænleg börn, upp- komin. Sonur hans, eldri, stund- ar læknisfræðisnám við Mani- toba-háskólann og mun útskrif- ast á næsta vori. Við fráfall hans verður hér skarð fyrir skildi. Hr. Lambertsen var mesta snyrtimenni, og heimili hans var hið prýðilegasta, og hann var höfðingi heim að sækja. — Jarðarförin var afar fjölmenn og með afbrigðum falleg; blóm- skrúð mikið prýddi kistuna og margir gáfu í blómasjóðinn til að heiðra minningu hans. Séra E. H. Fáfnis jarðsöng í fjarveru sóknarprestsins, séra E. H. Sig- mar, sem var fjarverandi vestur á Kyrrahafsströnd. Guðmundar Lambertsen verður óefað nánar getið síðar. Blessuð sé hans minning. G. J. Oleson.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.