Lögberg - 04.12.1947, Blaðsíða 1

Lögberg - 04.12.1947, Blaðsíða 1
PHONE 21 374 Líot c^ett1ílcTS I/wSíSJ'S-I°*N°a Complele Cleaning Inslilulion PHONE 21 374 SntA 0>“5«sbs.»; iteA A C< mpleie Cl( aning Insl iiution 60. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN 4. DESEMBER, 1947 NÚMER 48. MAGNÚS MARKÚSSON SKALD Á fimtudaginn þann 27. nóvember, s. 1., átti Magnús Markússon skáld 89 ára afmæli; allmargt vina heimsóttu hann á afmælinu og færðu hon- um hamingjuóskir; hann yrkir á hverjum degi og sjaldan betur en nú, eins og afmælisvísur hans hér í blaðinu bera glögg merki um. — Lög- berg árnar hinu aldna og lífsglaða skáldi innilega til hamingju í tilefni af afmælisdeginum. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Afmælisdagur 27. nóvember, 1947 Dagar líða, ár og aldir, atburðirnir þúsundfaldir ýmist hlýjir eða kaldir örlaganna strauminn við. Því er bezt með trú og trausti taka glaður ævihausti, verma braut að bananausti bróðurhug og sálarfrið. Áttatíu ár og níu enduð kveð ég geði fríu, þakka dagsins hret og hlýju harm og hverja gleðistund. Senn ég liðinn ligg á fjölum lágt í grafarfaðmi svölum. ' Andinn rís að sólarsölum sæll á mína vina fund. M. Markússon. Of mikið af sósíalisma Eigi alls fyrir löngu héldu Sosial Credit-sinnar all-fjöl- mennan fund á Royal Alex- andro hótelinu hér í borginni, þar sem haldnar voru margar ræður og stefnumál íhuguð frá mörgum hliðum; meðal ræðu- manna var Dr. J. E. Haldeman frá Regina; kvaðst hann ekki hika við að staðhæfa að í Canada væri um þessar mundir langt of mikið af sósíalisma ,er drægi úr einstaklingsframtakinu og haml aði nauðsynlegu athafnafrelsi. “Mannlegur þroski er óhugs- anlegur án fullkomins persónu- frelsis”, sagði Dr. Haldeman, og bætti því jafnframt við, að sósíalisminn og kommúnisminn væru tvíburaóvinir hins Cana- diska þjóðlífs. Foringi Social- Credit fylkingarinnar í sam- bandsþinginu, Solon Low, sótti áminstan fund og flutti þar ræðu. Finskur sendiherra Utanríkisráðherrann í Cana- da, Hor( St. Laurent, héfir kunn gert, að finska stjórnin hafi skipað sinn fyrsta sendiherra í Canada; maðurinn, sem fyrir val inu varð er Urbo Vilpiton Toi- vola, maður á bezta aldri, sem starfað hefir um nokkur ár í ut- anríkisþjónustu þjóðar sinnar. Mr. St. Laurent lét þess jafn- framt getið, að Canastjórn hefði gert finsku stjórninni aðvart um að eins og sakir stæðu, kæmi hún því ekki við að stofna til sendiherraembættis í Finnlandi. Ársþing Undanfarna daga hefir staðið yfir hér í borginni ársþing Sveitarfélaga sambandsihs í Manitoba, fjölsótt mjög og um alt hið virðulegasta; bar þar þar margt á góma, er flest laut að fjármálum og skiptingu hinna ýmsu skatta; var meðal annars farið fram á það, að skattalög- gjöfinni varðandi álagning járn- brautarskatta yrði þannig breytt, að sveitarfélögin fengi vissa upp hæð af slíkum sköttum í sinn hlut; þá var þess og krafist, að þau fengi einnig helming af bensín, bíla- og áfengissköttun- um; rík áhersla var einnig á það lögð, að vegakerfi fylkisins yrði bætt að verulegum mun og nýir vegir lagðir þar, sem þörfin væri mest aðkallandi. Yfir 600 erindrekar sóttu á- minst þing. Borgarstjórinn í Winnipeg, Garnet Coulter, bauð erindreka velkomna, en af hálfu fylkisstjórnarinnar fluttu ræður þeir Garson forsætisráðherra og Mr. Willis, ráðherra opinbera verka. Heiðraður með samsæti Fyrir skömmu var Ralph Maybank sambandsþingmanni fyrir Mið-Winnipeg-kjördæmið hið syðra, haldið fjölmennt samsæti á Marlborough hótelinu hér í borginni vegna hinnar nýju og virðulegu stöðu sinnar sem aðstoðarmaður heilbrigðis- málaráðherrans í sambandsþing inu; meðal ræðumanna var Garson forsætisráðherra, er lét þess sérstaklega getið, hve holt það væri, að eiga á þingi jafn einbeittan og óháðan erindreka sem Mr. Maybank. Endurkosinn Camillien Houde hefir verið endurkosinn borgarstjóri í MontreaJL, gagnsóknarlaust; er þetta í sjötta skiptið sem hann er kjörinn til að gegna þessu virðulega embætti; meðan á síð- asta stríði stóð, var Mr. Houde í gæsluvarðhaldi vegna þess að hann hvatti Quebecbúa til að sinna e kk^ fyrirmælum sam- bandsstjórnar um skrásetningu allra borgara landsins vegna hernaðarlegra þarfa. Skipting Palestínu Formaður canadisku sendi- nefndarinnar á þingi sameinuðu þjóðanna í New York, dómsmála ráðherrann, Mr. Ilsley, gerði grein fyrir því í ræðu, hvers vegna Canada hefði tekið þá á- kvörðun, að styðja að skiptingu Palestínu og stofna þar tvö sjálf stæð ríki, annað fyrir Araba en hitt fyrir Gyðinga, án þess þó að stjórnin væri að öllu ánægð með þá ráðstöfun; þetta sýndist samt sem áður eina skynsam lega lausnin á þessu mikla vanda máli, og miklu sigurvænlegri en sú, að skipta landinu upp í smá- fylki eins og komið hefði til orða. Mr. Ilsley kvaðst eigi ganga þess dulinn, að óeirðir myndu halda áfram í landinu að minsta kosti fyrst um sinn eftir skipt- inguna, en á hitt bæri að líta, að ekki væri viðlit að skiljast svo við málið, að ekki yrði teknar neinar úrslitaráðstafanir. — Mr. Ilsley kvað Canada að fullu hafa borið sinn hluta af ábyrgð- inni, sem lausn Palestínumálsins var samfara. Gerðir landrækir Innanríkisráðuneytið franska hefir kunnugt gert, að það hafi tekið þá ákvörðun, að reka úr landi nítján Rússa, sem hefðu orðið sannir að sök um það að hafa æst til verkfalla í- Frakk- landi og stuðlað með því að hruni iðnaðarins í landinu; ekki var þess getið hvert menn þessir voru sendir, en líklegt talið, að þeir hafi verið fluttir til þess hluta Þýzkalands, er Rússar ráða yfir. Hveitiuppskera Framkvæmdarnefnd North West komhlöðufélaganna áætl- ar að hveitiuppskeran í Sléttu- fylkjunum þremur, nemi í ár freklega 318 miljónum mæla; er uppskerumagnið þv^ talsvert minna en í fyrra. Vinnur aukakosningu Nýverið fór fram auknakosn- ing til brezka þingsins í Graves- land-kjördæminu á Englandi, og urðu úrslit þau, að frambjóðandi Attlee-stjórnarinnar, Sir Rieh- ard Thomas Acland, gekk sigr- andi a fhólmi með nálega 2.000 atkvæða meirihluta umfram keppinaut sinn, Frank Taylor, er bauð sig fram af hálfu íhalds manna; fram að þessu hefir verkamánnastjórnin brezka ekki tapað eínni einustu auknakosn- ingu til þings. Aukin viðskipti Stórblaðið London Times skýrði nýlega frá því, að verzl- unarviðskipti milli Breta og Rússa væru mjög að fara í vöxt, og að líkur væru á að slíkt myndi leiða til nýs verzlunar- samnings milli þjóðanna beggja. Ákvörðun tekin Rétt um þær mundir, sem þing sameinuðu þjóðanna í New York var að ljúka störfum, sam þykkti það með atkvæðum 33ja þjóða gegn 13, að skipta Pale- stínu í tvö sjálfstæð ríki, þrátt fyrir ströng mótmæli af hálfu Araba, er spáðu því, að skipting in gæti leitt til alvarlegra blóðs- úthellinga í landinu og jafnvel víðtæks stríðs. Bandaríkin og Rússland unnu í sameiningu að skiptingu Pale- stínu, þrátt fyrir ákveðinn skoð- anamun á mörgum öðrum svið- um. Mikið um byggingar Nú er talið víst, að á yfirstand 1 andi ári nemi húsabyggingar í Winnipeg röskum seytján milj- ónum dollara; auk mikils fjölda íbúðarhúsa, hefir fjöldi mikill sölubúða, bílastöðva og verk- smiðja verið reistur á árinu. Mjólk hækkar í verði Að fyrirmælum mjólkursölu- ráðsins, hækkar mjólkurverð í Winnipeg uin átta cent pottur- inn frá 7. desember næstkom- andi að telja, og verður þá sextán cents; mjólkurframleið- endur sögðust starfrækja fram- leiðslu sína við rekstrarhalla og gætu ekki lengur unað slíku; þetta tók mjólkurráðið til greina, þótt hækkunin í þeirra garð yrði minni, en fram á var farið. Innflytjendur frá Hollandi Samkvæmt tilkynningu frá náttúrufríðinda-ráðherranum í Ottawa, Mr. Glen, hafa ráðstaf- anir verið gerðar í þá átt, að greiða fyrir innflutningi 10.000 Hollendinga hingað til lands, er gefa skuli sig við landbúnaði; þessir innflytjendur greiða sjálfir sinn eigin ferðakostnað og koma hingað á skipum, sem hollenzka stjórnin tekur á leigu; fyrsti hópurinn kemur í marz- mánuði næstkomandi. Fundurinn í London Eins og vitað er stendur yfir í London utanríkisráðherrafundur stórveldanna fjögurra, Bretlands Frakklands, Rússlands og Banda ' ríkjanna með það fyrir augum, að vinna að undirbúningi friðar samninga við Austurríki og Þýzkaland; varð það að ráði að taka fyrst fyrir grundvöll að væntanlegum friðarsamningi við Austurríki; mjög sýnast skoðan ir hlutaðeigandi stórvelda skipt ar um ýmis meginmál, og dauf- ar horfur um samkomulag fyrst um sinn. SILFURBRÚÐKAUPSKVEÐJA til Svanhvítar og Jóhanns Þorvaldar Beck Þið hafið varpað birtu á margra brautir, því bjart er nú um ykkur þetta kvöld; þið hafið margoft mildað öðrum þrautir, er mæddi þungt á barmi hryðjan köld. Þeim vaxa rósir vinahlýju og anga, sem veginn þannig frani um ævi ganga. í húsi ykkar hlýjan faðm sinn.breiddi, því hjartað átti þar sinn konungsstól, og gleðin öllum skugga skýjum eyddi, sem skúrir hverfi fyrir bjartri sól. Þeir minnast ykkar margir þessa stundu, sem morgunyl í sölum ykkar fundu. Þið hafið unnað mörgum góðum málum, og merki þeirra hrundið fram á leið. En vel sé þeim, er sumarelskum sálum í sóknum fylgja upp á fjöllin heið, og trúir málstað gullna hugsjón geyma, þó grýtt sé leið til nýrri, betri heima. Á þessum degi margs er því að minnast og margt að þakka; brosir hugum kær hin liðna tíð, þá fornir vinir finnast, og fagnaðsþrungið hjartað örar slær. Við hyllum ykkur, hópinn prúðra barna, þar hlær við sjónum ykkar vonarstjarna! Já, sitjið heil á sigurbjörtum degi, með sæmd þið hafið runnið ykkar skeið; því glitra blómstur fríð hjá förnum vegi og fögrum bjarma slær á horfna leið. Eg veit ei systur eða bróður betri í blíðu jafnt sem stríðu’ á ævivetri. Richard Beck. Til Jóhanns Becks, prentsmiðjustjóra 1. desember, 1947 Margur hugðist hér á jörð himnaríki sér að skapa.------- Gegn um lífsins gönguskörð gjarnast var að detta’ og hrapa. Þér hefir tekist þetta vel: þú átt jarðneskt himnaríki. Þar eru’ engin ofsajel, ekki neinn, sem taflið svíki. Eins er víst: þér unun var allar hvíldarstundir þínar á að hlusta inni þar englana með hörpur sínar. Þér í götu stóð ei steinn: Starfið var þinn munarheimur. — Þú vanst samt ei þetta einn: Það er altaf byggt af tveimur. Sig. Júl. Jóhannesson. Þakkarorð Hjartans þakkir viljum við flytja öllu því ágæta fólki, er stuðlaði að og tók þátt í samsæti því, sem fram fór, í tilefni af 25 ára giftingar-afmæli okkar hjónanna. — Einnig viljum við þakka af alhug, bréfin, skeytin og hinar stójrfenglegu gjafir, er okkur voru afhentar. Slíkur góðhugur, sem til okk- ar streymdi, þessa kvöldstund, mun okkur ógleymanlegur til æviloka. Guð launi fyrir okkur. Mr. og Mrs. Th. Beck og fjölskylda. Hámarksverð Samkvæmt tilkynningu frá fjármálaráðherra sambandsstj., hefir verðfestingarnefndin fyr- irskipað hámarksverð á niður- soðnum ávöxtum og garðávöxt- um; kvað Mr. Abbott ráðstöfun þessa hafa verið gerða vegna þess að áminstar vörutegundir hafi verið seldar við óhæfilega háu verði. Frambjóðandi tii þings Á afar fjölmennum fulltrúa- fundi, sem haldinn var á Mar- borough-hótelinu hér í borginni síðastliðið mánudagskvöld, var Mr. Peter Taraska kosinn í einu hljóði til þess að vera frambjóð- andi Liberalaflokksins í North Winnipeg-kjördæminu við næstu sambandskosningar. — Mr. Taraska er prýðilega máli far- inn og áhugasamur um þjóðfé- lagsmál; hann er um þessar mundir formaður skólaráðsins í Winnipeg. — Aðal ræðumaður á áminstum útnefningarfundi var náttúrufríðindaráðherra sam bandsstjórnar, Hon. J. A. Glenn. Hlotnast mikil sæmd Mr. Charles Thorson, höfund- ur hinnar nýju og sérstæðu barnabókar, Keeko, hefir kjör- inn heiðursfélagi í bókmentafé- laginu International Mark Twain Society fyrir sérstætt tillag sitt til bókmennta með samningu áminnstrar bókar; hef ir Mr. Thorson með þessari við- urkenningu fallið mikil sæmd í hlut þar sem tala heiðursfélaga áminnstrar stofnunar er næsta takmörkuð, og einskorðuð við þá höfunda, er semja frumleg og sérstæð listaverk. ALLT í UPPNÁMI Ákvörðun sameinuðu þjóðanna' um skiptingu Palestínu var tekið með því, að Gyðingar stofnuðu til dansleiks í helztu borgum landsins, en Arabar hervæddust í erg og gríð; sló víða í brýnu milli þessara andstöðu þjóð- flokka, 11 manns týndu lífi en um 20 voru fluttir í sjúkrahús.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.