Lögberg - 04.12.1947, Side 2

Lögberg - 04.12.1947, Side 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. DESEMBER, 1947 TRYGGVE D. THORSTENSEN: Lagt upp í ferð til Vínlands hin góða Það er kunnara en írá þurfi að segja, að mörg voru þau ævintýri, er gömlu íslenzku landnemarnir lentu í á hinum löngu og slröngu sjóferðum þeirra til annara heimsálfa — til Vesiurheims. Er það að vonum, að margt, bæði skoplegt og sorglegt hafi á daga þess- ara vösku karla og kvenna. drifið, er lögðu sér leið yfir hið mikla haf á þeim lélegu farkostum, er þá voru völ á. — Þessi frásögn getur um ung hjón, með þrjú ung börn, er huguðust kanna ókunn- ar slóðir, og leggja upp í um 5000 mílna leið til Vesturheims. För þessi er að vísu ekki í frá sögu færandi, samanborið við svaðil- farir gömlu víkinganna áður fyrr. En þó samgöngutækjum 20. aldarinnar hafi hleypt svo mjög fram, að nú geta menn farið heimsálfanna í milli á nokkrum klukkustundum, þá er það svo, að mörg skopleg og einkennileg atvik geta átt sér stað á siuttum tíma. Og þar eð þessi för varð all viðburðarík, þykir rétt að birta hana, lesendum Lögbergs til gagns og gamans. Undirbúningur Það var snemma á árinu 1946, að það barst í tal að ég færi til Canada til að vinna hjá Colum- bia Press, við hið íslenzka blað, er nefnist Lögberg. Var nú sezt á rökstóla, og málið tekið fyrir og það rætt fram og aftur, eins og gerist og gengur þegar um stórmál er að ræða. Málsaðilar voru að sjálfsögðu aðeins við hjónin; ja, og svo þurftu nú blessuð börnin að leggja orð í belg, í sambandi við þetta stór- mál. — af fyrri óhöppum okkar. “Verið þið bara róleg”, sagði kauði; “þetta er góður bíll, og þó við ekki komumst á flugvöllinn réttstundis, þá gerir það ekkert til, því mér er kunnugt um að flugvélarnar færu sjaldan af stað á réttum tíma, og auk þess munum við komast á staðinn laust eftir kl. 11”. Vél bifreiðarinnar bilar Þóttumst við nú hólpin vera, enda virtist bíllinn hinn besti og þá ekki síður bílstjórinn. Eg var víkur, vitum við ekki fyrri til en yngri drengurinn okkar rek- ur upp mikið heróp, um leið seldi hann upp kvöldverðinum, er | nn aftur orðinn rólegur og tók Eftir að hafa íhugað gaum- gæfilega þessa fyrirhuguðu för, var svo fullnaðarákvörðun tekin, og að lagt skyldi upp í ferðina 17. maí 1947. Tókum við nú pjönkur okkar saman og hafist var handa um útvegun fararleyfis, og útfylla öll nauðsynleg skjöl þessu við- víkjandi, og um leið að öðlast hið þýðingarmikla plagg, er veit- ir manni rétt til að fara úr landi, það er reisupassa. Ýmislegt skop- legt gerðist í sambandi við út vegun þessa fulltingis yfirvald anna, sem ég sleppi þó hér. — Þá var næst að útvega sér far- miða til Vesturheims, og gekk það greiðlega. Var nú ekki annað eftir nema að fá fullvissu sína um hvenær flugvélin legði upp, og gekk á ýmsu með það, því að umboðsmaður flugfélagsins gat Mdrei vitað um ákveðinn burt- farartíma, fyrr en á síðustu stundu. En víst var, að burtfar- ardagurinn yrði 17. maí. Umboðsmaður flugfélagsins hringir Flugvöllurinn, sem lagt skyldi upp frá, er í nánd við Keflavík, um 30—40 km. leið frá Reykja- vík, og kvaðst umboðsmaður flugfélagsins mundi láta' okkur vita svo tímanlega, að við kæm- ust í tæka tíð á flugvöllinn. — Strax um morguninn þ. 17. maí byrjaði taugastríðið, sem fólst í því að við áttum á hverri mín- útu von á að kallið kæmi. En dagurinn leið og ekkert bar til tíðinda, og olli þessi bið ýmis óþæindi. Misti ég alla matarlyst og gerðist alsendis eirðarlaus; í þessu ásigkomulagi hugsaði ég umboðsmanninum þegjandi þörf ina. — Loksins hringir síminn; ég ætla ekki að skýra frá með hverjum hætti ég komst að sím- anum; en það heyrði ég, að þeir sem til sáu, ráku upp skelli- hlátra. Klukkunni vantaði 10 mínútur í 10 um kvöldið er kall- ið kom. Var mér tjáð að við yrð- um að vera komin út á flug- völl ekki seinna en kl. 11. — Komst nú alt í uppnám, því nú varð að hafa hraðann á, því það tekur um klst. að komast á á- fangastað, ef engin óhöpp kæmu fyrir. Gekk greiðlega að ná í bifreið; kvöddum við svo kóng og prest, og af stað. hann hafði nýlokið við. Hafnaði máltíðin á stjórnborð bílstjórans sem og á bílrúðuna og byrgði útsýn- ið. Hafði sá litli skyndilega orð- ið bílveikur. Neyddist nú bílstjór inn til að nema staðar og gera hreint fyrir sínum dyrum. Tafði þetta okkur um 5—10 mín, og bar ég mig mjög aumlega, en bílstjórinn ^var hinn kátasti og kvaðst myndi vinna upp töfina. Var nú aftur ekið af stað, og ekið greitt. Á slóðum Vesiur-íslendinga — IV. Þættir úr lífi Skagfirðings Yngsti íarþeginn iekur bílsóii Hagaði svo til að við hjónin sátum í fremra sæti hjá bílstjór- anum, og sat mín kona næst honum og hélt á yngra syni okk- ar, 17 mán. gömlum; hin tvö börnin, drengur 6 ára og telpa 9 ára, sátu í aftari sæti, og var þar og farangur okkar. Vorum við öll í sólskinsskapi yfir að vera nú loksins komin af stað. Er við vorum um miðju vegar milli Hafnarfjarðar og Reykja- Hjólbarði springur Er við áttum eftir 3—4 mín- útna leið ófarna til Hafnar- fjarðar, vitum við ekki fyrri til en bifreiðin, sem ekið var frem- ur hratt, hentist til og frá á veg- inum, og þakka ég það snarræði og taugastyrk bílstjórans, að bíllinn fór ekki út af veginum og stórslys hlytist af. Við nánara athugun kom í ljós, að aftari hjólbarðinn, vinstra megin hafði sprungið. — Tók nú bílstjórinn til óspiltra málanna við að skifta um hjólbarða, og voru handtök in snör og viss; ég hjálpaði til sem bezt ég mátti, enda var mik ið í veði um að komast í tæka tíð á leiðarenda. En sá hængur var á, að vara-hjólbarðinn var gamall og töluvert úr sér geng- ibn og því eigi öruggur, þar sem bifreiðin var helst til ofhlaðin; hafði ég orð á við bílstjórann, hvort ekki væri vissara, að tryggja sér aðra bifreið þegar í Hafnarfjörðinn kæmi, og sam- sinnti hann því. Þetta óhapp tafði okkur um 15—20 mínútur, og bogaði af mér örvæntingar- svitinn. Var nú annar bíll fenginn, er virtist nýlegur að sjá, og í góðu ásigkomulagi. Komu bílstjórarn- ir sér saman um að fyrri bíllinn skyldi aka á undan og hinn á eftir, því enginn tími var til að flytja farangur okkar yfir í síð- ari bílinn. Nú var ekið í loftinu og gekk allt vel um hríð. upp léttara hjal við bílstjórann, bæði var fjörlegur og skemtilegur náungi. Eldri börnin tóku að kyrja vísubrot er þau höfðu lært og sá yngsti reyndi að reka upp eitthvert gól til að láta ekki sinn hlut eftir liggja, en mín virðulega frú leit ánægju lega yfir hópinn og gerði upp í huga sínum ýmsar áætlanir í sambandi við hin væntanlegu nýju heimkynni okkar. En ævintýrið var enn ekki úti. Þegar við komum að flugvallar- hliðinu var þar fyrir gæslumað- ur, sem kanna átti liðið. Stóð hann við símann og virtist vera í fjörugum samræðum, og gaf sér góðan tíma. T<frk nú bifreiða- stjóri okkar til sinna ráða og notaðist við gjallarhorn bílsins; virtist þetta duga og kom gæslu- maður þegar út. Fór liðskönn- unin vel og skipulega fram, og skyldi nú haldið af stað á ný. — En viti menn! Vélin stöðvaðist, a og hvernig sem reynt var kom alt fyrir ekki. Vélin neitaði að hlýða. Hljóp þá í bílstjórann berserksgangur og hugðist hann tæta vélina í sundur. í sama mund kom þar að “Jeppa”-bíll, og þóttumst við þar hafa himin- inn höndum tekið, og báðum við aðkomubílstjórann að vta á okk- ar bíl. Tók hann því vel og ráðið | °S enSin veit af nema sv0 sem dugði. Vélin komst í gang og ók- Að undanförnu hefir o r ð i ð nokkurt hlé á þáttum þeim, sem Jón Helgason blaðamaður hefir skrifað fyrir blaðið um Vestur- íslendinga, byggð þeirra og störf. Mun hann nú taka þráðinn upp að nýju og skrifa nokkra þætti til viðbótar. Eg hafði dvalið um hríð á Gimli á Nýja-íslandi, en nú var júlímánuður að telja út, og eg hafði ákveðið að haldá f e r ð minni áfram niður til Riverton, annars bæjar í nágrenni Winni- pegsvatns, og þaðan út í Mikley allstóra eyju í Winnipegvatni. Dagurinn var að kvöldi kominn, og mjúklátt húmið lá eins og voðfelldur hjúpur yfir vatninu, bænum og skogivöxnu sléttlend- inu. Hvarvetna ríkti friður og kyrrð. Meðal margra vina, sem eg hafði eignazt á Gimli, var> mið- ladra Skagfirðingur, Stefán Ei- ríksson frá Djúpadal, eftirlits- maður í gisti húsinu. Það atvik- aðist svo þetta kvöíd, að við sett umst saman úti á dyraþrepið fyr- ir framan gistihúsið og tókum að rabba um eitt og annað, eins og reyndar svo oft. En það varð meira úr rabbi okkar þetta kvöld en oft áður. Þeta var eitt af þess- um kyrrlátu kvöldum, þegar mönnum er svo miklu auðveld- ara a ðkomast í andlega nálægð hvern við annan heldur en end- ranær. Skorkvikindin tístu o g suðuðu í grasinu, eldflugurnar flögruðu fram og aftur og drógu eftir sér leiftrandi rákir og slettiflugan, þ e 11 a undarlega fóstur Winnipegvatns, var ný- komin og þakti nú alla ljósa- staura í bænum, svo að þeir sýnd- ust alloðnir, og kúrði í stórum breiðum á húsveggjunum, þar sem einhverja birtu bar á — þessi skrítna skepna, sem aðeins kvað lifa fáeinar klukkustundir Enn springur hjólbarði Er við nálguðumst svokölluð- um Stapa sem er um miðja vegu milli Hafnarfjarðar og Keflavík- ur, þar sem flugvöllurinn er, heyrum við ægilegan hvell, eins og skotið væri úr fallbyssu, og var það gamli hjólbarðinn, er< þar taldi daga sína. Urðum við nú enn að nema staðar, og nú varð að duga eða drepast, því að nú vantaði klukk- una ekki nema 10—15 mín. í ellefu. Stóðu nú hendur fram úr ermum og var farangrinum fleygt inn í hina bifreiðina, og tróðum við okkur inn á eftir, því þessi bíll var mun minni en sá fyrri. Var ég orðinn all-brúna- þungur yfir þessum óhöppum, og í huganum hafði ég tekið saman kjarngóðann ræðustúf til handa fyrri bílstjóranum; en er ég sá á svip hans, hversu honum þótti þetta leiðinlegt, gleymdi ég hinni fyrirhugaðri ræðu, og innti hann þess í stað hvað mikið ég ætti að greiða honum, en hann svaraði stillilega: “Þú skuldar mér ekki neitt”. Þótti mér svar- ið drengilegt. Skildum við síðan. Var nú enn haldið af stað. Bað ég hinn nýja bílstjóra að duga vel og sagði honum alt af létta stað. Fór ég nú að afgreiðslu- um við síðasta spölinn upp á líf og dauða. Vorum við nú með öndina í hálsinum út af því, hvort flug- vélin væri farin eður ei; en er við nálguðumst flugstöðina, sáum við brátt að þar fyrir utan stóð geysistór og tignarleg flugvél. Reyndist þetta vera vélin er við áttum að fljúga með yfir hafið. Námum við staðar við flug- stöðina og farangurinn borinn inn; var sem þungu fargi væri af okkur létt. Kvöddum við síðan aílstjórann okkar með virktum og skildust þar leiðir. Verðum "Strandarglópar'' Inni á stöðinni var margt manna, farþegar og starfsmenn flugvallarins, sem voru í óða önn við að koma farangri ferðafólks- ins upp í flugvélina. Við hjónin tókum okkur sæti og áttum eins- cis ills von. Tókum við tal sam- an og ræddum um fyrirheitna landið. Vorum við harla glöð yfir, að þrátt fyrir öll óhöpp á leiðinni, hefði nú allt snúist okk- ur í vil. Nú liðu 25 mínútur og var þá klukkan orðin tæplega tólf. Tók ég þá eftir því að allur farang- ur hinna farþeganna var kominn um borð í flugvélina, en okkar farangur hins vegar á sama stað er við skildum við hann. Þótti mér þetta mjög svo kynlegt og hugðist gæta að hverju þetta sætti. En í sama mund er kallað í gjallarhorn, er var komið fyrir í salnum, að allir farþegar sem ætluðu til Gander á Newfound- landi ættu að stíga fyrstir upp í flugvélina og þar næst þeir er ætluðu til New York. Jafnskjótt óg við heyrðum þetta, spruttum við á fætur, til að verða nú ekki of sein. En um leið er mér litið á farangur okk- ar þar sem hann stóð enn á sama borðinu og hitti þar fyrir yfir- mann flugfélagsins. Innti ég hann þess, hvort ekki væri tími til kominn að koma farangri okkar um borð í flugvélina. “Hvað heitið þér, herra minn?” spurði yfirmaðurinn kurteislega. Eg segi honum til nafns míns, og hvert ferðinni sé heitið. Hann flettir upp farþegalistann, og sá ég á andliti hans að ekki væri allt með feldu. “Er ekki allt í lagi?” spurði ég og reyndi að bera mig karlmann- lega. — “Allt er í lagi og þó ekki í lagi”, svarar hinn. “Nafn yðar stendur að vísu í skránni, en yður var tilkynnt að vera kominn hingað ekki seinna en kl. 11. En þar sem þér ekki voruð mættur rétt- stundis, var gefin skipun um að bæta við eldsneyti flugvélarinn- ar er næmi þunga yðar og fjöl- skyldu. Mér þykir leitt að þurfa að tilkynna yður, að þér hafið mist af flugvélinni.” Eg ætla ekki að lýsa, hversu mér varð innanbrjósts er méi varð ljóst hvernig komið var. — Voru það erfið spor er ég gekk til fjölskyldu minnar og tjáði henni málavöxtu. Vorum við búin að sitja þarna í 25 mínút- ur, vonglöð og kát, og gátum við vart tára bundist, er við sáum hið mikla flugskip bruna á fleygi ferð upp í himinnblámann. Ekki dugði að standa þarna aðgerðarlaus, eitthvað varð að aðhafast. Fór ég nú aftur til yf- irmannsins og bað hann að út- vega mér bifreið. En þar sem eigi var unnt að fá leigubíl þarna á staðnum, urðum við að hringja til Reykjavíkur eftir bifreið. Biðum við nú um 2 klst., uns bifreiðin kom, höfðum við þá sætt okkur við þessi örlög. Um klukkan 4 um nóttina komtim við svo aftur til Reykjavíkur. Niðurlag í næsta blaði. eina viku um mitt sumarið. Ef maður steig á gangstéttirnar, brast og gnást undir fæti manns, því að ,þar moraði.af aðfram- komnum slettiflugum eða daðum búkum þeirra. Hætti maður sér út í grasið, flugu upp stórir. flotar a f þumlungslöngum slettiflug- um, sem settust utan á mann. Og liti maður niður í skurðina með- fram götunum, gat þar að líta hrannir af þessum kvikindum, er lokið höfðu lífshlutverki sínu. Svona lifir í huga mér svip- myndi þessa hljóðláta kvölds, og eg furða mig sannast að segja ekkert á því, þótt Stefán frá Djúpadal léti tælast til þess að rifja upp sitthvað af því, sem fyrir hann hafði borið á viðburð- aríkri og tilbreytingasamri ævi, þótt enn sé hann að kalla ungur maður. Töfrar kvöldsins lokkuðu fram minningarnar. Stefán Eiríksson er ekki fædd- ur vestan hafs, og hann fór meira að segja ekki vestur fyrr en löngu eftir að h i n u m eiginlegu vesturferðum var lokið. Hann hafði í æsku stundað nám í skóla num á Eiðum í Flótsdalshéraði. En árið 1925 réði hann vesturför, ásamt þremur ungum íslending- um, sem nú munu allir fallnir í valinn. Fara hér á eftir þættir úr frásögn Stefáns þetta kvöld. En þótt mörgu sé sleppt, vona eg, að af þéim.megi ráða, að ævitýra- ríkt hefir verið líf sumra íslend- inga vestan hafs, og svo og hitt, að ekki hafa landarnir síður komizt í harðræði þar heldur en á gamla landinu — og það jafn- vel á síðustu áratugum. — Eg fór fyrst vestur í Sask- atchewan, sagði Stefán, og þar vanri eg fyrsta sumarið mitt í Ameríku hjá íslenzkum bónda, Hákoni Kristjánssyni, ættuðum úr Þingeyjarsýslu. Um haustið sneri eg aftur til Winnipeg og hvarf að því ráði að læra hár- skurð og rakstur. Við þau störf vann eg síðan við og við í fimm- tán ár, ýmist í Winnipeg, Gimli, Riverton og Langruth við Mani- toþavatn. En það var einhvern veginn eins og þessi rólegu störf fullnægðu mér ekki til lengdar. Og svo axlaði eg skinn mín og réði mig í nýja vist. Á þessum árum voru í undir- búningi miklar framkvæmdir í Churchill við Hudsonflóa. Það að gera þar hafskipabryggju mikla og ýmislegt fleira, er orðið gat staðnum til vaxtar og viðgangs. Eg réði mig þar til starfa. Þar var eg að mestu í þrjú ár. Fyrst vann eg við að flytja vörur og vistir á hundasleðum frá Port Nelson við Hudsonflóa norður til Churchill. Á þessum árum var aðeins einn kofi í Churchill, þótt nú sé þar allálitlegur bær. íbúar landsins norðan við Churchill voru eingöngu Eskimóar, en kringum Port Nelson áttu Indí- ánar heima. Leiðin frá Port Nelson norður til Churchill er á þriðja hundrað mílur, og vorum við þrjár til fjórar vikur að fara þá leið fram og til baka. Alla leiðina var yfir ísa að fara og sást hvergi til 1 a n d s. Við flutningamennirnir voru um tuttugu og höfðum sex- tíu hunda, svo að þetta var heil lest. Fyrsta veturinn voru geysi- legar frosthörkur og þessi ferða- lög ákaflega harðsótt. Helming- urinn af hundum okar fraus í helgrimmustu frostnæturnar. Það er siður að binda dráttar- hunda við sleðana á næturnar, og ef ekki skefldi yfir þá, máttum við eins vel búast við, að einn eða fleiri væru dauðir að morgni. Næsta vetur var því hætt að nota hunda og fengnar dráttar- vélar í staðinn. Á sumrin vann eg við hafnar- gerðina í Churchill. Þar var Hudsonflóafélagið a 11 s ráðandi og okraði miskunnarlaust á Eski- móunum og Indíánunum. Eng- inn annar mátti verzla við þá. Sokkar úr verskmiðjum v o r u seldir á þrjá dollara í Churchill, eldspýtnastokkur á einn dollar, tóbakspund á fimm. hveitisekkur á hundrað. Þannig voru kjörin. Varning landsmanna keypti fé- lagið aftur á móti fyrir smánar- verð og vakti auðvitað yfir því, að aðrir seildust þar e k k i til kaupa. Verðið fjórfaldast yfir- leitt á leiðinni suður í Winnipeg. Jónína, kona séra Benjamíns Kristjánssonar, sem nú er prest- ur heima á Laugalandi í Eyja- firði, hafði beðið mig að kaupa handa sér tvö hvítrefaskinn. Eg gerði það og datt ekki í hug, að eftirmál yrðu út af því. En eitt kvöld, þegar eg er háttaður, kem- ur faktor Hudsonflóafélagsins og spyr mig, hvort eg hafi keypt s k i n n. Eg játa því.i Heimtað hann þá skinnin af mér og fór á brott með þau. Og hvorugt okkar Jónína naut þeirra. Annað sumarið kom fjöldi franskra manna úr austurfylkj- um Kanada til vinnu í Churc- hill. Það sumar var róstusamt. Þetta var argasti óþjóðalýður, sem engum lögum hlýddi. Áflog og ryskingar voru daglegir við- burðir, manndráp ekki óheyrð. Við hinir vorum hvergi óhultir, nema við værum margir saman. Frh. J. H. — Tíminn. 17. okt. Aðalfundur Slysavarnadeildar- innar “Sigurvon” í Sandgerði Aðalfundur slysavarnadeildar- innar “Sigurvon” í Sandgerði var haldinn síðastliðinn sunnu- dag. Rúmlega 60 nýir félagar bættust í deildina á fundinum. í stjórn deildaíinnar . voru kjömir Magnús Sigurðsson, Geirlandi formaður, en hann hefir verið umsjónarmaður biörgunartækja félagsins þar á staðnum um mörg ár. Gjaldkeri deildarinnar var kjörinn Ólafur Vilhjálmsson og ritari Björgvin Pálsson. Varastjórn skipa Rósa Magnúsdóttir, Margrét Pálsdótt- ir og Sigríður Guðmundsdóttir. Hinn nýi mótorbjörgunarbát- ur Slysavarnafélagsins í Sand- gerði þykir hin besta fleyta. — Björgunarsveitin sótti hann til Keflavíkur og sigldu honum til Sandgerðis, fengu þeir barning á leiðinni er komið var fyrir Garðskaga, og reyndist bátur og vél hið bezta. Með þessari fyrstu reynsluför bátsins voru Guð- bjartur Ólafsson forseti Slysa- varnafélags Islands og Lúther Grímsson vélstjóri fyrir hönd þeirra er seldu vélina. Fögnuðu menn í Sandgerði komu bátsins og hjálþuðust allir við að setja bátinn upp í hið nýja björgunarskýli Slysavarna- félagsins á staðnum. Sóknar- presturinn, séra Valdimar J. Eylands vígði bátinn til björg- unarstarfsins með mjög sköru- legri ræðu. Formaður á björgunarbátnum er Gunnlaugur Einarsson, Lækj- armóti, aðrir skipverjar á bátn- um eru Arnaldur Einarsson bróðir hans, Páll Ó. Pálsson Lágafelli, vélstjóri, Sigurbjörn Metusalerbsson, Stafnesi, Einar Gíslason, Setbergi eg Guðjón Eyleyfsson, Stafnesi. Alþýðubl., 7. nóv. Mörg vatnadýr, eins og t. d. skeljar, marflær og krabbar eru að stækka allt sitt líf. —Og eru nú hfónaskilnaðar- lögin frjálsleg þama hjá ykkur? spurði Bandaríkjamaður annan Bandaríkjamann. — Frjálsleg! Þau eru svo frjálsleg ,að það hefir aldrei komið fyrir hjá okkur að brúður hafi grátið á vígsludaginn sinn.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.