Lögberg


Lögberg - 04.12.1947, Qupperneq 3

Lögberg - 04.12.1947, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. DESEMBER, 1947 3 Tvœr bœkur eftir Þóri Bergsson Snemma á þessu ári kom út á forlagi Helgafells fyrsta ljóða- bók smásagnaskáldsins Þóris Bergssonar. Nafn hennar er svo íburðarlaust, að næstum má segja, að hún sé nafnlaus. — Hún heitir LJÓÐAKVER. Ljáðakver er 112 blaðsíður í fremur stóru broti, mjög smekk- legt að ytra frágangi, og hefir inni að halda 41 kvæði, öll frum- samin nema fimm, sem eru þýdd eða endursögð. Ekkert langt kvæði finnst í bókinni, ekkert lélegt kvæði finnst þar heldur, því að Þórir er löngu vaxinn upp í heiðríkj- una, þar sem loftið er tært og hver skáldleg sýn birtist skýr og skarpmótuð. Þórir Bergsson veit þess vegna alltaf upp á hár, hvað það er, sem hann vill segja og hvernig hann á að fara að því. Eg tel, að fá skáld hér á landi hafi þessa eiginleika í ríkari mæli en hann. — Að minnsta kosti eru þetta fremur sjaldgæfir eiginleikar, — að geta afmarkað skáldsýnina svo vel, að ekkert óviðkomandi renni saman við hana, — að ekki sé sagt meira en það, sem þarf að segja, — að hvert kvæði og hver saga hafi raunverulega upphaf og endi, komi ekki fyrir sjónir sem brotasilfur. En fleira er athyglisvert um Þóri Bergsson, en formsnilld hans ein, þfsviðhorf hans eru engu ómerkari, — persóna hans, éins og hún birtist okkur í verk- unum. Af verkunum get ég ekki betur séð, en að þessi maður sameini ýmsar andstæður á fagr an og heldur óvenjulegan hátt. Mér kemur hann fyrir augu sem rómantískur raunsæismaður, lyriker, sem lætur þó vitsmun- ina stjórna tilfinningunum, stríðs maður, sem þráir Fróðafrið, á- deiluskáld, sem dreymir sjálft sig í sátt við heiminn. Hvílík hamingja þeim, sem það getur gert, — að geta lyfzt upp úr harki dagsins stund og stund, staldrað við álengdar og hlustað á ym lífsins, horft á lífið lifa. En skáldið skynjar einnig líf, sem líður undir lok, og stundum kveða sárir mishljómar við í eyr um þess, stundum aðeins ein angurvær hjarðflauta í moll. — Um hina gleymdu hetju, Gauk Trandilsson á Stöng segir svo: “Þín minning er sem fljúgi hvítur haukur og hverfi framhjá----- • sjáist aldrei framar”. í kvæðinu Sigyn teflir skáldið fram hinum andstæðustu eigind um mannkynsins — hvernig guðseðli þess og fordæðuskap- ur, lán þess og ólán heyja bar- áttu sína um það alla tíð. — í Útlögum er skyggnzt bak við dýrðarljóma sögunnar og fjar- lægðarinnar, svo að við blasir kuldablátt skinhorað andlit veruleikans — líf útlagans, eins og það raunverulega var. — Af- mælisrósir eru fagurt smákvæði sem endar svo: “Með dauðamóðu dregnar yfir sig þær drekka úr glasi lífsins hinztu veigar drjúpandi höfðum.------ Rauðar rósir feigar, — af rótum slitnar----- til að gleðja mig”. Drengurinn við ána lýsir grun- lausu sakleysinu að leikjum, og hvernig því er tortímt, af því það uggði ekki að sér, af því það var saklaust sem dúfa, en skorti ^slægð höggormsins. — Eg veit ekki nema að í þessu kvæði fel- ist stórkostleg aðvörun til allra þeirra, sem í dag loka augunum fyrir þeirri hættu, sem lýðræði okkar og persónufrelsi er búið af hendi þeirra, sem nú nota lýðræðið og persónufrelsið til þess að grafa undan hvoru tveggja. — Kvæðið Hrafnar er eitt allra bezta kvæði sinnar teg- undar, sem ég hefi lesið, sann- kallað hetjuljóð. Aldrei er undan snúið, /- aldrei er þrekið búið Víkingar vetrarlanda verjast meðan þeir anda. Kominn heim er ljóðperla sótt ofan í dulardjúp mannssálarinn- ar, — annarleg stemning á mótum myrkurs og ljóss. — Enda þótt margra ólíkra grasa gæti í Ijóðum Þóris Bergssonar má þó segja, að blærinn, sem um þau leikur, sé hinn sami bókina á enda. Það er síðsumar- blær. Manni finnst allt þetta gerast að áliðnum degi undir á- gústlok. Enn þá er hlýtt í veðri og grös dalsins þróttmikil og græn, en á skógarlaufið eru komnfr gullgulir blettir, og lyngið á heiðinni er tekið að roðna undir haust. \ HINN GAMLI ADAM Sögur. — Bókfellsútgáfan h.f. gaf út 1947. Áður hafa þessar bækur kom- ið út eftir Þóri Bergsson: Sögur 1939 og 1947, Vegir og vegleys- ur 1941, stutt skáldsaga. Nýjar sögur 1944. Hinn gamli Adam er* safn 12 smásagna og ber bpkin nafn einnar þeirrar. Þær eru yfirleitt fremur stuttar, eins og flestar aðrar smásögur þessa höfundar. Þær eru allar skrifaðar á síð- ustu árum, sú elzta 1943, sú yngsta 1947, — og hún er bezt fágaður gimsteinn, samboðin hvaða snillingi heimsbókmenntanna sem væri. Still Þóris Bergssonar er ekki sérlega eftirtektarverður, fljótt á litið getur hann jafn’vel stund- um virzt nokkuð hversdagsleg- ur og daufur. Þó er hann það ekki, þegar betur er að gáð. Hann er að vísu mjög hófstilltur ,en hann er ákaflega samfelldur og traustur, vinnur sig inn á mann ef svo mætti segja, því að þótt hann hafi ekki yfirborðsgljáa, glitrar hann allur ofan í saum- unum, vegna þess hvað málið er gott og hugsunin skýr. Byggingarlist Þóris Bergsson- ar f'smásagnagerð er engin gerfi list. Þar er hann meistari, sem hefir fullt vald yfir mörgum tæknilegum aðferðum. Því fer þó fjarri, að hann hafi gerzt “formalisti”, það er að segja þess konar listamaður, sem byggir verk sitt eins og kross- gátu, sem engin ráðning fæst á, fyrr en síðasti stafurinn er kom- inn í reitinn. Enda er “formal- isminn” hrörnunareinkenni í hvaða listgrein sem er og helzt í hávegum hafður af þeim, sem skortir alla jákvæða sköpunar- gáfu, mönnum með “uppþornað an” heila. Skáld af þeirri gerð hugsa venjulega niðurlag verks- ins fyrst, oft aðeins eina eða tvær setningar, prjóna síðan framán við eitthvað, sem hægt er að lesa, þó þannig að lesand- inn sjái ekki hvert verið er að fará, fyrr en allt í einu, að loka- setningin góða lýkur upp aug- um hans. Er þá ætlazt til að hann dæsi af undrun, setji stönhljóð- an eða reki upp skellihlátur, allt eftir því hvers konar rúsína það er, sem höfundurinn hefir látið í pylsuendann. — Eg er ekki að segja, að slík vinnubrögð eigi ekki rétt á sér, þau geta meira að segja verið skemmtileg í og með, en hitt er aftur á móti ólíð- andi, að því sé haldið fram, að þetta eitt og aðeins þetta sé list, allt annað lítils verður hégómi. — Þórir Bergsson er vitanlega hátt hafinn yfir slík hindurvitni, enda ber sögur hans allar aðals- merki hinnar sönnu listar, þó þær séu auðvitað misgóðar. Auk hinnar þroskuðu form- gáfu og tæknikunnáttu í bygg- ingu, reisir höfundur allar meg- instoðir verka sinna á mannviti, lífsreynslu og sálkönnun. — Sál- fræðilega snjallastar eru sögurn- ar Hræðsla, Grár leikur, Dis- poneniinn og Benjamín söng- ur. Benjamín söngur og sérstak- lega Disponeníinn eru þó ef til vill fyrst og fremst ágætar mannlýsingar, en milli góðrar mannlýsingar og sálkönnunar eru að vísu ekki glögg skil. — Svikinn hlekkur er saga um ör- lagaglettur, hvernig hin fræki- legasta varnarbarátta er unnin fyrir gýg, vegna þess að ekki er valinn maður í hverri varðstöð. Flugur, er þó mun dýpri skáld- skapur, þar blasa sjálf örlögin við, ekki glettur þeirra, heldur er blátt áfram eins og maður sé leiddur fram fyrir þau, dauð- ans alvarleg, máttug og dular- full. — Góð þjóðlífslýsing, og þó táknleg að nokkru leyti, felst í sögunni Nýir siðir. Hún gerist í afskekktri byggð á hernámsár- unum. Og hafi eitthvað í þjóðar- sál íslands beðið bana í viðskipt unum við hin erlendu veldi, þá er það einmitt þetta, sem barnið og öldungurinn voru fulltrúar fyrir, trúmennskan, hlédrægnin, seiglan og átthagaástin. — Flestar sögupersónur Þóris Bergssonar eru á einhvern hátt geðfelldar, þó bregður algerlega út af þeirri reglu í sögunni Hinn gamli Adam. Þar teflir höfund- ur þeim hvorum gegn öðrum, varmenninu og nirflinum. Eru þetta vel dregnar myndir, þó ekki séu þær frínilegar. Lengsta sagan í bókinni er Freysieinn í Fjallskógum. Hún hefir að geyma eina ágæta mannlýsingu^ og er það aðalpersónan, Frey- steinn. Alla sína daga elur hann með sér minnimáttarkennd þá, sem hann drakk í sig með móð- urmjólkinni heima í hjálegunni, hlúir að henni um leið og hann berst hljóðri, hatramri baráttu gegn henni. Hún eitrar svo líf hans að það verður honum hálf- gerð kvöl, enda þótt dugnaður hans og ýmsir ágætir eðliskost- ir ryðji honum braut til efna- legrar velgengni og geri hann að fyrirmyndar bónda í sínu hér- aði. En saga þessi er að mínum dómi lausbyggðari en hinar, efn inu tæplega gerð full skil á köfl- um, lausn vandamálsins í veik- ara lagi. — Sannleikurinn er sá, að Freysleinn í Fjallskógum er efni í langa skáldsögu, magnað- an róman. Þess vegna kann hann ekki betur við sig í smásögugerf inu en raun ber vitni. Hinn gamli Adam er 231 blað- síða. Pappír, prentun og band eru í bezta lagi. Guðmundur Daníelsson. Vísir, 25. okt. Business and Professional Cards TILLÖG í slofnunarsjóð hins íslenzka elli- heimilis í Vancouver, B. C. Áður auglýsl: $7.708,95. Frá Vancouver, B. C. Vinveittur $500.00; B. Björnsson 15,00; Guðmundur Anderson 25,00; J. T. Björnsson 10,00; Vin- veittur 50,00; Mr. og Mrs. S. Torfason 25,00; G. Eiríkson 25,00; Mr. og Mrs. Hodgson 5,00; Guð- mundur ^Eliason 300,00; Magnús Eliason 150,00; Frank Eliason 50,00; Carl Finnbogason 25,00; Miss Rakel E. Kristjánsson 25,00, Guðmundur Gíslason 25,00; Mt. og Mrs. Ch. Oddstad 5,00; Mi;. og Mrs. John Goodman 5,00; Mr. og Mrs. Jack Reykdal 5,00; Fran- cis M. Hann, Limited 25,00; Mr. og Mrs. Gunnbjörg Stefánsson 50,00; Jón Hávarðarson 25,00; Mr. og Mrs. Jón Straumfjörð 10,00; Mr. og Mrs. S. Sigmunds- son 25,00; Mr. og Mrs. Th. Paul- son 5,00; “Sólskin”, Félag ungra kvenna 351,72; Noel Jones 20,00; Mrs. Alla Jones 20,00; W. A. Frederickson 10,00; N. J. Guð- mundson 5,00; Mr. og Mrs. Bogi Bjarnason 25,00; Mrs. G. Eyjólfs son 10,00; Miss Gerða Christop- herson 5,00; Samskot við opn- ingu heimilisins, október 6., 1947 188,75; Hallur Sigurðsson 25,00; Mr. og Mrs. S. J. Sigmar 25,00; Ena Johannson 2,00; Ung- meyjarfélagið “Ljómalind”, 100,00; David Spencer, Limited 50,00; Woodward Stores, Limi- ted 50,00; Hudson’s Bay Co. 50,00; Gordon M. Thompson, Limited 10,00; Ben. S. Whitaker, Insurance 15,00. Frá New Veslminsier, B. C. Jónas Stefánsson $5,00; Mrs. E. W. Reeves 5,00; Ben Líndal 5,00; John Goodman 5,00; Barney Barnson 15,00; Jón Eiríkson 10,00; Mrs. Rúna Nylander 5.00; Mr. og Mrs. J. Indriðason 25.00; Frá Hnausa, Man. Felix Sigmundson $1,00; Mr. og Mrs. H. J. Sigurðson 1,00; Frá Geysir, Manitoba Þorsteinn Bergman $5,00; Mr. og Mrs. Grímur J. Magnús- son 5,00; Björn Bjarnason 5.00; Ónefndur 1,00; Unvald Jónas- son 1,00; H. V. Jónasson 1,00; Mr. og F. P. Sigurðson 5,00; Mr. og Mrs. J. M. Jónasson 1,00; Frá Riverlon, Maniloba Stefanía Magnússon 1,00; G. E. Johnson 2,00; S. O. Thomp- son 5,00; K. Thorsteinsson 2,00; G. J. Guttormsson 2,00; M. 1 Coghill 5,00; J. G. Bjarnason 1,00; S. V. Sigurðson 5,00; M. Briem 1,00; K. Þórarensson 2,00. — Mrs. S. Ólafsson, Bankhead, Sask., $10,00; Karl og Þór Ei- rikson, Campbell River, B. C., 20,00; H. Halldórssdn, Victoria, B. C., 100,00; Mr. og Mrs. F. Kristmanson, Ösland B. C., gef- ið í minningu um Mrs. H. J. Þor geirson, dáinn 7. ágúst 1947^ 5,00; Mr. og Mrs. J. Sigmunds- son, 1009 Sherburn St., Winni- peg, Manitoba 10,00; Mr. og Mrs. S. Sigurðsson, 3229 Verchéres, St., Calgary, Alberta 100,00; Bjarni Sveinsson, Keewatin, Ontario 25,00; Mrs. Sæunn Bjarnason, Gimli, Manitoba, gefið í minningu um Jón F. Finnson, Mozart, Sask. — Arnljót Kristjánsson, Elfros, Sask., 10,00; Mrs. K. Pritchard, Box 96, Prince Rupert, B. C., 300,00; Mr. og Mrs. Ben Grim- melt, Flin Flon, Manitoba 5,00. Mr. og Mrs. Marino Þorsteins- son, Steveston, B. C., 5,00; Páll G. Þórmar, Box 801, Reykjavík, ísland 10,00; Karl Eiríkson og Mrs. A. S. Árnason, Campbell River, B. C. $25,75. — Alls til 20. nóvember 1947 $10.809,17. — Með þakklæti fyrir hönd nefnd- arinnar. Pétur B. Guttormsson, 1457 West 26th Ave., Vancouver, B. C. Leiðrétting Tillagið til heimilisins frá Mr. og M*rs. G. Árnason, 921-10th, North, Seattle, Wash., var $200,00 en ekki 20,00, eins og birt var í síðasta gjafalistanum. P. B. G. Frúin: — Eg hefi verið að skrifa meðmæli fyrir vinnukon- una okkar fyrrverandi, og sagt að hún sé löt, óstundvís og frökk. Er nokkuð, sem ég get sagt gott um hana? Maðurinn: — Þú getur sagt að hún éti og sofi vel. Gömul piparmey: — Hafið þér baðað kanarífuglinn? Þjónninn: — Já, yður er óhætt að koma inn. H. J. STEFANSSON Life. Accidmt and Heaith Insarance Representing THE OKBAT-WEST RIFE ASSURANÚE COMl’ANy VVinnlneg, Man i'hone 9ti)144 DR. A. V. JOHNSON nenfist 506 SOMERSET BUILDINO Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 Talsími 95 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN Sérfrœtíinpur i augna, eyrna, nef og kverka sjúkdómum. 215 Medieal Arts Bldg. Stofutlmi: 2.00 til 5.00 e. h DR. ROBERT BLACK SérfrretHngur i angna, eyma, nef og h/Ussjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDO Graham anrlTvennedy St. Skrifstofusími 93 851 Heimasfmi 403 794 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK. íslenzkur lyfsali Fölk getur pantaö meöul og annaÖ með pósti. Fljöt afgreiðsla. A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET I Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnlavaröa og legsteina. Skrifstofu talsími 27 324 Hjeimilis talsími 26 444 Geo. R. Waldren, M. D. Physician and Surgeon Cavaller, N. D. Office Phone 95. House 108. PEINCEÍÍ MESSENOER SERVICE ViC flytjum kistur og töskur, hösgögn úr smærrl IbúOum, og húsmunl af ÖIIu tæl. 58 ALBERT ST. — WINNIPEQ Sími 25 888 C. A. Johnson, Mgr. PHONE 94 686 H. J. PALMASON and Company Chartered Accountants 506 CONFEDERATION LIFE BUILDING Winnipeg, Canada Phone 49 469 Radio Service Speciallsts ELECTRONIC LABS. H. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Eiiuipment System. 130 OSBORNE ST.. WINNIPEQ Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 7 VINBORG APTS. 594 Agnes St. VtCtalstimi 3—5 eftir hádegl DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Office hrs. 2.30—6 p.m. Phones: Office 26 — Res. 2S0 Offiee Phone 94 762 Res Phone 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 526 MEDICAL ARTS BLDO. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 96 952 WINNTPEQ Dr. Charles R. Oke Tannlceknir For Appointments Phone 94 908 Office Hours 9—6 404 TORONTO GEN. TRU8TS BUILDINQ 283 PORTAGE AVE. Winnipeg, Man. SARGENT TAXI PHONE 34 555 Fnr Quick Re’.iahle Service J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDO WPO. Fasteignasalar. Leigja húa. Ot- vega peningalán og elds&byrgO. blfreiCaábyrgO, o. s. frv. PHONE 97 538 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LögfrœOingar 209BANK OF NOVA SCOTIA BO. Portage og Garry St. Simi 98 291 GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Netttng 60 VICTORIA ST„ WINNIPEO Phone 98 211 Manager T. R. THORVALDSON Vour patronage wlll be appreciated CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAGE, Managing Oirector Wholesale Distributors of Fra*h and Frozen Flsh. 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 7S 917 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLOCK SIMI 96 227 Wholesate Distrihutors of FRESH AND FROZEN FISH Manitoba Fisheries WINNIPEQ, MAN. T. Bercovitch, framkv.stj. Verzla 1 heildsölu meO nýjan og írosinn flsk. \ 303 OWENA STREET Skrifst.siml 25 365 Helma 56 462

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.