Lögberg - 04.12.1947, Page 6

Lögberg - 04.12.1947, Page 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. DESEMBER, 1947 (Ensk saga) HVER VAR ERFINGINN? G. E. EYF'ORD, þýddi "Það er undir þér komið”, sagði hann. Miss Rusley hrökk við, og hún roðn- aði í andliti, varir hennar titruðu og hún leit undan. “Undir mér komið?” sagði hún stilli- lega. “Já”, sagði Fred alvarlega. “Miss Edith, ég er kominn til baka til að spyrja þig, hvort þú viljir verða kon- an mín”. Hún þagði og sneri sér frá honum, svo hann sæi ekki tárin sem runnu úr augum hennar. Hann tók í hendina á henni og sagði: “Miss Edith, ég veit að ég er þín ekki verðugur — ég veit það mjög vel; það er ekki til sá maður sem er þín verð- ugur — og ég síst af öllum. Eg veit líka hvað fólk mundi segja, ef þú gæfir mér jáyröi þitt. Eg yrði sakaður um eftir- sókn auðæfa þinna; en Guð er mitt vitni að því, að það er ekki vegna pen- inga þinna, sem ég bið þig að verða konuna mína. Eg er fátækur og í aiskon ar kröggum, en þó þú værir fátækari en ég, vildi ég engu síður biðja þig að gift- ast mér”. “Vildirðu?” spurði hún í lágum róm. , “Já”, svaraði hann rólega. “Já, ég get sagt þér það rétt núna, að ég er eltur upp fyrir skuldir. Eg veit að þú trúir mér”. Hún gerði ofurlita hreifingu með hendinni. “Kæra Edith”, hélt hann áfram, “á hinum síðustu mánuðum, hefi ég hugs- að um þá sæludaga, sem við vorum saman, og þegar maður er yfirkominn af hitasótt, þá sér maður með gieggri sjón gang tímans. Eg einsetti mér þá, að ef ég kæmist nokkurn tíma aftur til Englands, þá skyldi ég spyrja þig, hvort þú héldir ekki, að við gætum í framtíðinni verið eins sæl og hamingju- söm og við vorum áður; svo ég ákvað að spyrja þig, hvort þú vildir verða konan mín”. Hún nötraði öll sömul og sat þegj- andi og sneri andlitinu frá honum. En svo leit hún á hann — augum, ólýsan- legrar ástar og angurblíðu. Blítt og inni- lega tók hún í hendi hans og brosti til hans. “Spurðurðu mig hvort ég vildi verða konan þín, Fred?” “Já, ég gerði það”, sagði hann. “Hverju svarar þú, kæra Edith?” “Svar mitt er — nei”, sagði hún. Fred brá við; hann leit undan hennar viðkvæma og ástúðlega augnatilliti. — Hann vildi draga að sér hendina sem hún hélt í, en hún hélt fast í hendi hans og vildi ekki sleppa henni. “Þú spyrð mig hvers vegna, Fred? Eg skal segja þér það. Það er vegna þess að þú elskar mig ekki”. Hann leit upp, eins og hann rankaði við sér, og varð náfölur. Miss Edith hristi ofurlítið höfúðið. “Segðu ekkert; það er þýðingarlaust. Auk þess víldir þú ekki segja mér nein ósannindi, Fred. Hlustaðu á mig: Eg hefi líka hpgsað um liðna tímann; ég hefi líka lært nokkuð — einn sannleika — meðan þú varst í burtu. Og sá sann- leikur er, að það eru líka aðrir, sem geta elskað eins heitt og innilega eins og ég; og að öðrum getur verið eins ómögulegt að gleyma —” Fred greip fram í fyrir henni. “Liðni tíminn er grafin og gleymdur”, sagði hann hásum rómi; “látum hann hvíla í ró”. “Nei, hann er ekki grafin og gleymd- ur — það er ekki hægt. Sjáðu! Hann kemur aftur til lífs — hann sprettur upp — jafnvel þó hennar nafn sé aldrei nefnt. Fred, þú elskar mig ekki — þú getur það ekki; þú hefir gefið alla ást þína, og gefur hana ennþá til Dora. “í guðanna bænum!” sagði hann, stóð upp og gekk fram o gaftur um gólfið. Miss Edith horfði á hann. “Já, hve innilega þú elskar hana enn- þá, Fred. Sjáðu, hve réttilega ég dæmdi um þig; og þó vildir þú koma til mín”. Og tárin runnu ofan kinnar hennar. “Fyrirgefðu mér!” sagði Fred, og beygði sig auðmjúklega, biðjandi fyrir- gefnmgar. “Þú, þú segir satt. En ég áleit aö það væri búið, og að ég væri buinn að yfirvinna ást mína á henni, og við dauð hvort öðru. Þú þekkir mig bet- ur,-en ég þekki sjálfan mig”. “Já”, sagði hún hógværlega, og'það er góð ástæða til þess, Fred — því ég elska þig”. Fred varö alveg örvinglaður. “Eg hefi verið reglulegt maftnhrak”, sagði hann í veikum róm. “Nei, Fred”, sagði Miss Edith — og lagði hendina á handlegg hans og horfði brosandi á hann. “Þú meintir þaö vel og heiðarlega. Þú vissir ekki, hve innilega þú elskaðir. Eg hefði ekki getað elskað þig svo mikið, ef þú hefðir verið falskur — ef þú hefðir gleymt henni. Eg hefi fundið það út, Fred, og ég veit það nú, að það, að elska — eins og ég og þú elskar — er að elska meðan lífið endist”. "En það er búið”, sagði hann, “óaft- urkallanlega búið. Þú þekkir ekki þann þröskuld sem er á milli okkar, milli hennar og mín”. “Geri ég ekki?” sagði hún svo lágt, að varla heyrðist. “Látum það vera hvað svo sem það er; ást þín og hennar er fost og óhagganleg á báðar hliðar. Þess þröskuldar. En ekki meira um það, Fred. Eg er glöð, að þú komst til mín — fjarska, fjarska glöð. Þó ég geti ekki orðið konan þín, Fred — þessi tvö orð sagði hún með þunga og angur- blíðu — ég get þó ávalt verið vinkona þín, ég vil biðja þig að lofa mér einu”. Fred þrýsti hendi hennar. Hann treysti sér ekki til að tala. “Eg vil biðja þig að lofa mér því, að íara ekki úr London, hvað svo sem kann fyrir að koma — taktu eftir því, hvað svo sem kann að koma fyrir — án þess að láta mig vita það! Þetta verð ég að biðja þig um, Fred”. “Þú getur beðið mig um hvað sem er”, sagði hann í köldum róm, “ég vil gera alt sem þú krefst af mér — já, hvað sem er”. “Já, ég er ekki í efa um það. Nú hefi ég loforð þitt, Fred, og þetta má ekki gera neina breytingu milli okkar. Þú kemur sem áður og heimsækir mig?” “Eg verðskulda ekki að koma í nánd við þig”. Hún brosti. “Og þannig ætlarðu að hefna þín á mér fyrir að ég sagði ekki jó”, og hún reyndi að vera stríðin. “Það væri býsna hart fyrir mig, Fred. Með því misti ég bæði þann ,sem ég elska, og líka vin”. “Þú hefir það göfugasta hjartalag, ' sem til er í heiminum”, sagði hann inni- lega hrærður. “Nei, það er ein sem tekur mér fram í því”, sagði Miss Edith. “Fafðu nú, Fred; komdu og borðaðu kvöldmat hjá mér í kvöld, og komdu með Edward Newton með þér, hann er góður mað- ur”. “Þakka þér fyrir, ég skal koma”, og hann hélt útréttri hendinni. Hún rétti fram báðar hendurnar og horfði á hann með undarlegri þrá í aug ununí. “Fred, viltu kyssa mig í fyrsta og síð- asta sinn?” sagði hún. Hann dró hana að sér og kysti hana. Svo skildi hún við hann, og varpaði þungt öndinni. PYed vissi ekki, hvernig hann komst út úr herberginu, því augu hans voru svo full af tárum, að hann gat ekki séð. 36. Kafli. Það var skuggalegt kvöld, og Ijósbirt- an í dagstofunni á Mood Castle var dauf. Úti fyrir æddi kaldur stormur, svo þessi hlýja stofa var þægilegur griðarstaður. Mrs. Lamonte sat við eldinn, hálf drungaleg yfir bródéringu, sem hún var að gera. Hún var einsöm- ul og leit af og til angistarlega til dyr- anna. Eftir dálitla stund kom George inn, og gekk til hennar. , “Móðir mín”, sagði hann, og var skjálfti í málrómnum og varirnar titr- uðu; hann var ekki hinn sami, rólegi maður, sem hann var vanur að vera. Mrs. Lamonte leit upp frá verki sínu, með hræðslusvip á andlitinu. “Dora!” sagði hún. “Þey!” sagði hann, og lagði hendina á herðar hennar. “Dora!” og hann nefndi nafn hennar með langri áherslu. “Dora er farin til herbergis síns? fyrir stundu síðan og er líklega nú farin að sofa. Hún hefir sam- | þykt að verða konan mín”, sagði hann móöur sinni. Mrs. Lamonte horfði skjálfandi á hann: “George!” Hann kinkaði kolli og fór að eldinum. Hann brosti og reyndi ekki að dylja sigurgleði sína. “Já, hún hefir samþykt. Það var — ég vil segja, ekki auðvelt — verk að fá hana til þess; en ást mín sigraði að síð- ustu. Eg sagði henni að þú værir mér sammála um það, að við giftum okkur. Ertu það ekki, móðir mín?” “Jú-ú”, umlaði gamla konan. “Hún þarf breytingar með; ekkert annað en algjör breyting á lífi hennar og hugsun, endurnærir hana. Móðir mín, ef hún verður hér, og ekkert gert fyrir hana, þá —” hann stansaði, en sagði svo í sterkum róm, “þá deyr hún!” Það fór hrollur um móðir hans, og tár komu í augu hennar. “Vesalings, vesá- nngs Dora mín!” sagði hún lágt. George gerðist óþolinmóður. “Hún þarf ekki á þinni hluttekningu að halda, móðir mín. Eftir fáeinar vik- ur hefir þú enga ástæðu til að vorkenna henni. Eg skal ábyrgajst að koma hing- að aftur með hana, brosandi og með rósir í kinnunum. Móðir, þú veist ekki, hve miklu ást sem mín, getur komið til leiðar”. Mrs. Lamonte horfði á hann, og tár- in runnu úr augum hennar. “Þú — þú ert mjög breyttur, Ge- orge”, sagði hún með hægð. “Já, ég er það”, svaraði hann, og hló við. “Já, ég er breyttur — er ég ekki? Eg þekki varla sjálfan mig. Það er hún sem hefir valdið þessari breytingu. — Hún, drottningin mín! Já, hún skal verða sæl og hamingjusöm, ef það stendur í nokkurs manns valdi, að gera hana það”. Hann þagði um stund og hugsaði um sína sælu-framtíð. Svo vaknaði hann upp af þessum sælu-draum, er móðir hans spurði: “Hvenær ætlarðu að gifta þig, Ge- orge?” ‘ “Á morgun!” svaraði hann, ofur ró- lega. “Á morgun!” stundi Mrs. Lamonte upp. ”Það er alveg ómögulegt!” “Það er ekki ómögulegt”, sagði hann. “Það má ekki dragast; ég hefi haft gæt- ur á —”, en svo þagnaði hann allt í einu. “Gleymdu því ekki, að ég sagði þér, að þú skyldir ekki verða hissa, þó það bæri bráðan að”. “En —” Hún vissi að hann var óþolinmóður. “Heldurðu kanske að ég hafi ekki alt undirbúið? Sjáðu”, og hann tók skjal upp úr vasa sínum. “Eg er búin að hafa leyfisbréfið í heila viku í vasanum. — Þetta er engin vanaleg gifting. — Við höfum engar brúðarmeyjar, og óskum ekki eftir neinum brúðargjöfum. Hún vill hafa það þannig. Það er aðallinn í því, að giftingin sé alveg heimuleg — næstum leynileg — hún hefir samþykt það”. Mrs. Lamonte starði í eldinn. “Þú skilur mig ekki ennþá, móðir”, mín”, sagði hann. “Veistu til að mér hafi nokkurn tíma misheppnast það, sem ég hefi tekið mér fyrir?” Það fór hrollur um Mrs. Lamonte. “Aldrei”, sagði hún lágt. George brosti ánægjulega. “Eg hefi séð fram á, að þetta kæmi fyrir, mánuðum saman séð það, og rutt öllum hindrunum úr —” Hann þagnaði alt í einu og beit sig í varirnar —. “Reyndu, móðir mín að taka þessu rólega; þetta hefir komið þér svo á óvart”, sagði hann. Mrs. Lamonte horfði undrandi á hann. “í fyrramáliö förum við án þess að láta vita um það, til Mulley. Eg hefi þar hesta til reiðu fyrir hinn helminginn af leiðinni, svo við þurfum ekki að tefja til að fá hesta. Eg hefi líka skrifað prestinum, svo hann verði tilbúinn fyrir okkur. Við verðum þar um kl. 10.30. — Það verður enginn brúðkaups-morgun- verður, engin viðhöfn. Frá kirkjunni förum við strax til Lonflon og þaðan til París. Að undanteknum okkur og prestinum, veit enginn neitt um þessa giftingu fyrr en hún er afstaðin; og þá —”, sagði hann og brosti. Mrs. Lamonte horfði náföl og ákjálf- andi á hann. “Og — og Dora? Samþykkir hún þetta allt saman?” “Samþykkti Dora þetta”, sagði hanu óþolinmóður. “Það var hennar ákvörð- un, að það færi fram í kyrrþey, og — ef þetta er ekki í kyrrþey, þá veit ég ekki hvað í kyrrþey er. Og nú, móðir mín, farðu nú og búðu þig út með það sem nauðsynlegt er, og láttu engan hjálpa þér til þess. Umfram allt, láttu ekkert bera þess merki að hér sé um giftingu að ræða. Það verður að líta út, eins og við bara ætlum í stutt ferðalag, fyrir einn eða tvo daga. Skilurðu mig?” “Já, ég skil”, sagði hún stamandi; “og hvenær ætlar þú að koma heim aftur, George?” spurði hún kvíðin. “Eg — ég — þú verður ekki lengi í burtu, George. Eg sakna hennar svo mikið”. George klappaði á herðarnar á henni. “Vertu ekki kvíðin, móðir mín. — Við verðum ekki mjög lengi í burtu. Eg er of stoltur af minni fríðu brúður, til að vilja halda henni í burtu héðan. Eg óska að sjá hana hér, lafði Lamonte á Wood Castle. Konuna mína! Þei! Hún er að koma. Gerðu hana ekki órólega!” Svo læddist hann út um aðrar dyr, er Dora kom inn. Hún stóð, eins og myndastytta í dyr- unum, náföl o gþreytuleg, en fegurð hennar var óbreytt. George hafði svo sem góða ástæðu til að vera upp með sér af slíkri brúði. Hann vissi að það fyndist ekki hennar líka í öllu landinu; og ef Fred hefði séð hana á þessari stundu, hversu hrifinn hefði hann ekki orðið af útliti hennar, því hann hefði brátt séð, me ðsínum ástríku augurn, að það var orðin stór breyting á hennar fríða andliti. Hann hefði strax séð þunglyndið sem var í augum hennar, og gaf þeim hin dreymandi fjærsýnis skinblæ, sem ávalt skein úr þeim. Hún gekk að eldstæðinu og stað- næmdist rétt þar sem George hafði staðið, og starði í eldinn; en ekki eins og hann hafði horft á hann — sigrihrós- andi o gsæll með sig; nei, hugur hennar var dreymandi og langt í burtu. Mrs. Lamonte snerti við henni með hendinni. “Dora”, sagði gamla konan. Dora leit við og horfði spyrjandi á hana. “Dora, hann — George hefir sagt mér. Ó, þ úelsku barn, ég vona að þú verðir hamingjusöm!” Dora brosti köldu uppgerðarbrosi. “Hamingjusöm? Já, hann segir, að ég skuli verða hamingjusöm. Heldurðu það?” sagði hún og horfði rólega á Mrs. Lamonte. “Heldur þú að ég verði hain- ingjusöm?” Mrs. Lamonte dró hana nær sér. “Kæra Dora mín, þú gerir mig hrædda. Þú — þú ert svo — svo undar- leg og svo köld. Köld! Hendurnar þínar eru eins og ís. Ó, Dora, veistu hvað það meinar, — þetta, sem þú ert nú að hugsa um að gera? Það er ekki of seint ennþá. Hugsaðu út í það, Dora. Þú veist, hve vænt mér þykir um þig, að ég vildi gefa allt sem ég á, að mega kalla þig dóttur mína. En kæra Dora, ef þú heldur — ef þú ert ekki alveg viss um —” Dora horfði stöðugt á eldinn. “Hann segir það”, sagði hún í sama, harða, kalda málrómnum. “Hann ætti að vita ,það. Hann er sonur þinn; því efast þú um hann?” “Eg — ég efast ekki um hann, kæra Dora. Já, hann er sonur minn, og hann hefir verið mér góður sonur. En hugs- aðu um það, að þú átt að verða konan hans”. “Já, ég hefi hugsað um það”, svaraði liún rólega. “Það gerir hann sælan —„ það er sem hann segir; annað kemur mér ekki við. Eg hefi hugsað mikið um það; ég er orðin þreytt af að hugsa”, og hún greip í einhverju ofboði höndunum um höfuð sér. “Eg skal gera hann ham- ingjusaman, og ég skal vera altaf hjá þér, sem mér þykir svo vænt um. Hvaða þýðingu hefir svo hitt fyrir mig?” Mrs. Lamonte stundi þungan. “Og — hefurðu alveg gleymt?” Dora leit rólega á hana, með döprum augum, og í kringum þau voru sársauka fullir þjáningardrættir. “Gleymt! Nei, ég gleymi aldrei fyr en ég er dauð og kanske þá ekki heldur; hver geturvitað það?” Svo urðu augu hennar dreymandi aftur. “En það gerir þessu ekkert til. George verður ánægður. Eg hefi.sagt honum allt, og hann gerir sig ánægðan með það. Það virðist vera auðvelt að gera hann ánægðan”. í fyrsta sinn sást biturt hörkubros á vörum hennar.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.