Lögberg


Lögberg - 04.12.1947, Qupperneq 7

Lögberg - 04.12.1947, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. DESEMBER, 1947 Bátsförin mikla Kafli úr “Shackleton’s Boat Journey”. I Eftir F. A. Emest Henry Shackleton er víókunnur, enskur landkönnuð- ur. Hann var fæddur árið 1874, hlaut allgóða menntun en leidd- ist háskólanám og fór til sjós. — Þar náði hann skjótum frama og varð sjóliðsforingi. Shackleton tók þátt í leiðangri Scott’s til Suð urheimsskautslandanna árin 1901 —1904, en sá leiðangur komst nær Suðurheimskautinu en nokkrir menn höfðu áður gert í leiðangri þessum veiktist Shackleton álvarlega, og datt eng um í hug að hann ætti eftir að fara í fleiri slíkar ferðir. En árið 1907 hafði Shackleton tekizt með miklum dugnaði að útbúa rann- sóknarleiðangur ,til Suðurheim- skautsins, og var hann sjálfur fararstjórinn. Þessi leiðangur — 1907—1909 — komst að vísu ekki alla leið á pólinn, fyrst og fremst vegna vistaskorts, en margt ágætra vísindamann var með í förinni og varð hinn vís- indalegi árangur af leiðangrin- um mjög mikill. Shackleton var ákaft hylltur þegar hann kom úr þessari för, aðlaður og veittur margvíslegur annar heiður. Hef- ir hann skrifað all-mikla bók um förina: “The heart of the Antarctic”. Shackleton gekkst fyrir nýrri ferð til Suðurheimskautsins, 1914—1917. Var sú ferð farin á skipinu “Endurance’, og ætlaði Shackleton að kanna þann hluta heimskautasvæðisins, sem ligg- ur á milli Weddell-hafs og Ross- hafs. Þeir félagar urðu fyrir miklum óhöppum. Skipið lenti í ís og brotnaði í spón, en leiðang- ursmenn komust nauðulega af. Hröktust sumir þeirra lengi í ein um skipsbátnum, eins og frá seg- ir nánar hér á eftir. Árið 1921 lagði Shackleton í þriðja heimskautsleiðangurinn, en hann andaðist snögglega í Suður-Georgíu hinn 5. janúar 1922. Þar var lík hans grafið. Frásögn sú sem hér fer á eftir, segir frá atburðum úr leiðangr- inum 1914—1917, sem var hinn ævintýralegasti, eins og áður var vikið að. Skip þeirra félaga, “Endurance”, festist í ísnum og sökk á 69 gr. s. br. Þeir félgaar höfðu þrjá báta og komust á þeim til Elephant Islaœds. Þaðan sigldu 6 menn á skipsbátnum “James Caird” til Suður-Ge- orgíu, í því skyni að leita hjálp- ar fyrir aðalleiðangurinn. Kafli sá, sem hér fer á eftir, er um það ferðalag. “James Caird” var stærstur skipsbátanna, 22ja feta langur, 6 feta breiður, 3,7 feta djúpur og lestaði um 4 tonn. Timburmaður skipsins hafði smíðað skýli yfir skut og barka bátsins. Formaður á “James Caird” var sir Ernest. — Matar- tegyndin “Hoosh”, sem víða er nefnd j kaflanum, er búin til úr haframjöli, svínsfleski, kjöt- seyði, salti og sykri. Ellefti dagurinn okkar var á- gætur. — Yndislegur dagur. — Þægilegur S.A.-kaldi. Létt ský bárust um himinhvolfið. Það var ekki mikill sjór, en hin þunga vestan undiralda hóf sitt breiða bak allsstaðar um hverfis okkur. Báturinn hjó öðru hvoru í smábárum. Við breiddum föt okkar til þerris. Við vorum í góðu skapi þegar við skriðum í svefn pokana okkar þessa nótt, og hugsuðum með meðaumkun um óhamingjusömu vinina okkar á Elephant Island, en þeir hafa sennilega aumkvað okkur þessa sömu stund. Daginn áður hafði ég getað tekið sólarhæð, skorðaður upp við siglutréð, haldandi annarri hendinni um það, rólandi fram og til baka, með sextantinn í hendinni. Þennan dag fann ég beztu aðferðina til að taka sólar hæð. Eg 581 á dekkinu og spenti Worseley fæturna milli dragreipsins og reiðans. Þannig gat ég mælt sólina, þegar báturinn hófst upp á hæstu ölduhryggina. Eg áætl- aði augahæðina eftir ástæðum. Athugaður staður var því: 55° 31’ Sbr. 44° 43’ VI. Stefnan var N. 36° og vegalengdin 52 sjóm. Við höfðum siglt 496 sjóm. alls. í dagbók minni stóð: “Þegar ég var að hjálpa til við primusinn, sem við notuðum sem suðuvél, brenndi ég mig í fingurna á alum inium-rist. Hjákátlegi hattkúfui- inn minn, sem einna líkastur er kvenhatti, er hlægílega beygður, og leitast ég við að laga hann. — Þessi verknaður vekur almenn- an hlátur, ég get ekki gert að mér annað en hlægja líka — Þetta var bezta skemmtunin, sem við höfðum haft í ferðinni, og jók ánægju okkar, ásamt þeim tveim góðviðrisdögum sem við höfum fengið”. Tólfti dagur ferðarinnar byrj- aði með S.A.-kalda. Vindurinn var þvert á stjórnborða, skyggni gott, en hrönnuð ský, slampandi sjór og S.V. undiralda. Báturinn hjó, og ágjöfin gegnvætti okkur aftur. Munntóbakið okkar leyst- ist smátt og smátt í sundur, tó- baksblöðin flutu í austrinum og skoluðust innan um kjölfestuna. Þau fóru í dæluna, ásamt hrein- dýrahári, og þræltepptu hana. Sumir af áhöfninni hirtu sjó- blaut blöðin, lögðu þau á primusristina og þurkuðu þau, þar til þau skrælnuðu. Þegar við höfðum matast, voru blöðin, sem náðst höfðu, mulin sundur og vafin í vindlinga, en salernis pappír notaður utan um. — Það voru Macarty og Vincent, sem fyrstir reyndu þennan undar- lega vindling, og þegar þeim hafði tekist að kveikja í honum, réttu þeir hann eins og dýrgrip til Sir Ernest, en Sir Ernest vildi engan móðga og reykti um stund, en þegar gefandinn sneri sér við rétti hann vindlinginn laumu- lega til Creans, sem tottaði hann hraustlega um stund. Vindling- urinn var alltof sterkur, jafnvel fyrir Crean, en hann var nú lát- inn ganga mann frá manni og lenti að lokum hjá vindlagerðar- manninum, sem lauk honum með dýpstu nautn. Af hinum endalausa kulda og vosbúð þjáðumst við mjög af líkamlegum óþægindum. Af stöðugum núningi við gegnblaut fötin bólgnuðu og sárnuðu lærin. Eitt vorum við þó lausir við, það var lúsin; fyrir hana var of kalt og blautt. Þrettánda daginn var líka gott skyggni, en þó skýjað. Vindur- inn var all-hvass og áttin NÝ. Þungur sjór Var og vaxandi, svo að eftir hádegi vorum við neydd ir til að rifa stórseglið. Síðan við létum frá landi við Elephant Is- land, hafði ég aðeins getað náð sólarhæð fjórum sinnum. Tvær af þessum athugunum voru að mestu leyti ágiskun, því ég hafði mælt sólina um leið og hún gægð ist augnablik fram, þar sem grisjaði í skýin. Frá því daginn eftir að við yf- irgáfum Elephant Island, hafði af og til fylgzt með okkur albat- ross*) hinn tignarlegasti fugl a flugi, sem til er í heiminum. — Einnig hafði fylgt okkur mallyh- awk, sem er minni tegund af þessu fuglakyni. Þessir fuglar eru ekki sjáanlegir sunnar en við röndina á rekísnum, og þeir sjást ekki norðar en á 30° sbr. Þó hefi ég einu sinni séð báðar þess ar fuglategundir, í hitabeltinu, suður af St. Helena. Fylgdu þeir þá kalda straumnum. Til eru tvær tegundir af albatross og eru þær kallaðar Wandring og Royal. *) Stór sjófuglategund af máfakyni. Hinn síðarnefndi er lítið eitt stærri, þó með undantekningum. Á meðalstórum fugli er vængja- liafið 11 fet á milli vængja- brodda. Eg hefi mælt vængjahjf eins fugls af Royal kyninu, og var það 14 fet. Á Adelaide Muse- um er einn, sem sagður er vera 16 fet milli vængbrodda. Þetta er lengsta vængjahaf, sem þekkist á nokkrum fugli í heiminum. Fugl þessi er mjög klaufalegur á landi, og skrýtið er að sjá hann berjast við að hefja sig til flugs af sléttum sjó. Á flugi er hann fagur og tignarlegur. Hann svíf- ur móti vindinum með geysi- hraða. Allt í einu lætur hann vindinn blása undir vagngina og skýzt næstum lóðrétt upp í háa- loft, þá snýr hann sér og svífur í löngum boga, þar til hann kem ur niður í svipaða hæð og hann var áður. Hann lyftir sér kæru- leysislega nokkra þumlunga frá þjótandi toppunum og stingur sér í öldudalina, þar sem hann leikur sér að því að samræma flugið við bylgjufallið. Það er göfug sjón að sjá, er þessi fugl myndar hvítan kross af vængj- um, hálsi og stéli, og ber við blakkar öldurnar. Aldrei virðist Albatross þarfn- ast hvíldar. Viku eftir viku fylg- 5r hann siglandi skipum, og dag .eft’r dag fylgdi hann bátn- um okkar. Dásamlegar hreyfing- ar hans töfruðu okkur og við fylltumst öfund yfir hversu létt honum varð að svifa hverja mil- una. Svo kom 14. dagurinm Þegar við höfðum legið til í 12 klst., snerum við aftur á stefnu til lands. Vindm-inn var hvass á NN vestan, með töluvert mikl- um norðansjó. Það var hrein- viðri fram eftir deginum, en þá dró upp þokubakka. Til þess að geta tekið land, reið nú mest á að fá sólarhæð og gera staðarákvörðun, en kring- umstæður til þess voru okkur mótsnúnar. Það var mistur og báturinn valt eins og kefli, hann tók sjó framan og aftan. Það var ekki hægt að greina sólarrönd- ina, svo ég varð að mæla miðju sólarinnar eftir ágizkun. Kl. 9.45 f.h. var góð sólarsýn, en þá var svo mikið mistur, að ég varð að krjúpa niður í bátinn til þess að fá hafsbrúnina nær og skýr- ari. Sökum þess, hve áliiðð var og óhrein hafsbrúnin, var athug unin ekki góð til að reikna lengd eftir. Um hádegið var sólin líka í móðu, svo ég mældi miðju hennar fyrir breiddarathugun. Villa í 'breidd gerir ókleift að fá nákvæma lengd, sérstaklega ef hæðin til að reikna lengdina eft- ir er tekin svo nærri hádegi, sem var í þessu tilfelli. Eg sagði Sir Ernest, að ég væri ekki viss um stað okkar, og skakkað gæti 10 sjómílum á hvaða veg sem vera vildi. Þá var hann mér ekki samþykkur um, að reyna að ná norðsvesturenda South Georgia, var hræddur um að það tækist ekki. Við breyttum því stefnu lítið eitt austur, til þess að koma að landi þar sem fyrirætlað var á vesturströnd- inni. Að nokkru leyti hafði útlitið farið versnandi. Síðustu tvo dagana höfðum við aðeins hálf- saltvatn af lekum vatnskút til drykkjar .Það virtist aðeins æsa þorstann. Við létum það renna um þar til gerða pípu, sex þumlunga langa og aðeins þumlungs víða, og síuðum það í gegnum grisju til að hreinsa óhreinindi, grugg og hreindýra hár. Hálfpeli var allt og sumt sem hver mátti fá. Hætt var að drekka heita mjólk á næturnar og “hoosh”, var aðeins útdeilt tvisvar á dag. Eg hugsa, að allir hinir hafi þjáðzt mjög af þorsta. Af einhverjum ástæðum hafði það ekki svo mikil áhrif á mig þó ég gjarnan hefði þegið heitt toddý eða könnu af cocao. Útlitið var ekki gott. Ef við hefðum rekið frá landi og ekki hitt ís- hefði verið úti um okkur, nema fugla og getað drukkið úr þeim | blóðið. Þegar menn líða vatns- skort, er nokkurt gagn að því að vera í sjóblautum fötum og linar það þorstann, því skinnið drekk- ur gegnum svitaholurnar, en þetta er aðeins bót ef heitt er í veðri, eða að minnsta kosti ekki kalt. Við vorum allir gegnvotir, en það virtist ekki hjálpa. — Sennilega vegna þess að kuld- inn hefir lokað svitaholunum. Stundu fyrir myrkur, þegar við vorum 80 sjóinílur undan um landi, fundum við þang. Við drógum það inn með mikilli gleði og álitum þetta merki þess, að land væri ekki fjarri; þó vissum við að þangið hefði getað borizt austur með straumnum frá Shang Rock, hinum ímynd- uðu Suðurljósaeyjum. Alla nótt- ina stýrðum við N.A. í hvössum NNV vindi. Við vorum orðnir káerulausir og létum nú okkar dýrmætu kerti loga, sem sfytt- ust þumlung eftir þumlung. — Ágjöfin var stöðugt óvægin og kuldaleg. Við fögnuðum þó því, að það versta myndi nú hjáliðið: — Við vorum bráðum á áfanga- staðnum. Um dögun hins 15. dags, sem var 8. maí, sáum við nokkrar þaraflygsur á floti. Albatross, Mallyhawks og fuglar með stýfðu stéli flugu nú í hópum umhverfis bátinn. Eg skimaði á- hyggjufullur eftir sólinni. Leið- arreikningur minn var orðinn svo ónákvæmur, að varla gat verið að ræða um góða landtöku. Það var nauðsynlegt að geta fengið athugun. Það var skýjað loft, súld og þoka, þó létti ein- staka sinnum til. Við lágum und ir meiri ágjöf en venjulega, því að það var mikil undiralda og tvísjóað ofan á. Veik von, blönd- uð þöglum kvíða um óvissa landtöku, hélt okkur betur vak- andi, og í myrkrinu um nóttiná sáum við í huga okkar þá stund, er við gætum enn einu sinni fleygt okkur í skaut móður jarðar og svalað þorsta okkar í tærri uppsprettulind. Við rædd- um um, hvenær við gætum náð til hvalveiðastöðvarinnar, feng- ið þurr föt og hrein og þægileg rúm til þess að sofa í, — bján- arnir — við vissum ekki, hvað koma átti. Nú sáum við fyrsta Shagfuglinn, en þegar hann sést er vissa fyrir, að maður er ekkí meira en 15 sjómílur und- an landi. Varla kemur það fyrir að hann fljúgi lengra út. — Um hádegi hafði þokunni létt, en það var WNW þungt far með þykk- um skýjabólstrum. Enn höfðurp við ekki séð-land. Þoka og skúra veður byrgði skyggnið. Nokkur þangflykki flutu kringum okk- ur. Klukkan 12.30 rak McCarty upp gleðióp. Land beint fram- undan! Við skimuðum sollnum og saltblautum augunum í gegn um sortann. Við sáum land. Háa, koldimma kletta, með snjó á tindunum. Þetta var aðeins augnablik, svo hvarf allt aftur. Við litum hróðugir hver til annars, barnalega glaðir. Efst í huga okkar var hugsunin: „Við höfum haft það af”. Við fáum vatn í kvöld. Eftir viku getum við" hitt vini okkar á Elephant Island. Landið var í 10 sjómílna fjarlægðð er það sást. Það var Cape Demidow, sem er norðan- vert við King Haakon Sound. Þrátt fyrir það, að sjóúrið var ekki nákvæmlega rétt, er við fórum frá Elephant Island, varð landtakan þó alveg hárrétt, og er það furðulegt. Ferðin hafði tekið okkur nákvæmlega 14 daga landa á milli. Einni stundu síðar sást land á bæði borð, ströndin var auð og ægileg, en það gerði nú ekki svo mikið. Þegar okkur rak nærri landinu bárumst við á milli blindskerja og rifja. Ekkert kort var til yfir ströndina. Norðmenn kalla þess- grynningar “blindinga”. Minning þriggja bræðra Látnir landar vestanhafs Jónas Pálsson söngfræðingur andaðist í byrjun september s.l., í Vancouver. Hann var fæddur á Norður-Reykjum í Hálsasveit í Borgarfjarðarsýslu 29. ág. 1875. — Foreldrar hans voru hjónin Sigurbjörg Helgadóttir frá Snóks dal og fyrri maður hennar, Páll Jónasson bóndi á Norður-Reykj- Hugur Jónasar hneigðist þeg- ar í æsku að tónlist, og á ung- lingsárum fór hann austur á Eyrarbakka til Jóns Pálssonar til náms í hljóðfæraleik. Vann hann þó jafnframt fyrir sér við sjóróðra. Síðar innritaðist hann í Latínuskólann, en stundaði jafnframt tónlistarnám ' hjá Brynjólfi Þorlákssyni. Árið 1900 fór Jónas til Amer- íku. Vann hann fyrst ýmsa vinnu eftir því sem til féll, en fullnum- aði sig jafnframt á tónlistar- brautinni. Fékk hann brátt störf sem organleikari og sönstjóri við kirkju íslendinga í Winnipeg. — Hann tók á þessum árum í Tor- ontó kennarapróf í píanóleik með hæstu einkun, en fór eftir það það til Englands og Þýzka- lands til frekara'náms. Eftir það byrjaði hann kennslu vestra með þeim ágæta árangri, að hann komst í tölu færustu og eftirsótt- ustu kennara á því sviði. Jónas var prýðilegum gáfum gæddur, skáld gott í'bundnu máli og listfengur í öllu. Jónas var kvæntur Emilíu, dóttur Baldvins L. Baldvinssonar, hins kunna vesturfaraumboðsmanns. Bjuggu þau lengi í Winnipeg, en fluttu síðar til Vancouver. Lifir hún mann sinn, ásamt 5 dætrum þeirra hjóna. Jóhann Hjörtur Pálsson, al- bróðir Jónasar, andaðist á Lund- ar í Manitoba 11. október 1946. Hann var fæddur á Norður- Reykjum 11. júní 1873. — Vestur um haf fluttist hann 1897, ásamt móður sinni og Kristjáni, yngri hálfbróður sínum, og settust þau að í Winnipeg. Árið 1900 kom hann til íslands aftur, en fór ári síðar vestur ásamt unn- ustu sinni, Kristínu Þorsteins- dóttur frá Húsafelli. Giftu þau sig, er vestur kom, og bjuggu fyrst í Winnipeg. En 2 árum síð- ar reistu þau bú að Lundar í Manitoba og stunduðu sveitabúskap. ar Framundan og í suðurátt sáust síðdegis vorum við það nærri landi, að við sáum litla, græna gróðurbletti og gullbrúna brúska milli snjóskaflanna á Cape Demidow. Eg sagði Sir Ernest, hvernig landið lá. Vilson Har- bour að norðanverðu og King Haakon Sound beint framundan. Það lá opið fyrir vestri og hefði verið ofdirfska að reyna land- töku þar í myrkri og stórsjó, þar sem svæðið hafði heldur aldrei verið kortlagt með nákvæmni. Sir Ernest áleit alltof hættulegt að halda áfram. Það hefði verið góð landtaka í Wilson Harbour, en þangað var að sækja á móti sjó og vindi, og það gátum við ekki. Sólin hvarf niður í dólgsleg stormskýin. Dagurinn var liðinn og myrkrið skall á. Vindurinn gekk í VNV, þáð var skollinn á stormur með regni, slyddu og hagléljum á víxl. Broddur von- brigðanna ógnaði okkur. — Við ventum og létum slaga út um, þar til um miðnætti, þá lögðum við til. Við. vorum 18 sjómílur undan. Vestan aldan fór vax- Hjörtur var góðum gáfum gæddur, söngmaður ágætur og skemmtilegur í vinahóp. Heimili þeirra hjóna var annálað fyrir gestrisni og góðvild. Frú Kristín lifir mann sinn, ásamt 10 uppkomnum börnum af 11 er þau eignuðust. Kristján — Skarphéðinsson — Pálsson, andaðist 11. febr. s. 1. í Selkirk í Manitoba. Hann var líæddur ,á Norður-Reykjum 5. sept. 1886. Foreldrar hans voru hjónin Sigurbjörg Helgadóttir og seinni maður hennar.. Skarp- héðinn Isleifsson frá Signýjar- stöðum í Hálsasveit. — Föður sinn missti Kristján 7 ára gam- all, en móðir hans dó í Selkirk 1924. — Kristján fluttist með móður sinni og Hirti hálfbróður sínum til Winnipeg árið 1897. — Eftir að vestur kom, tók fjöl- skyldan upp ættarnafaið Páls- son. Frá 1908 átti Kristján alla tíð heimili í Selkirk, þar sem hann vann við verksmiðju. Hann hafði aldrei misst dag frá vinnu og aldrei kennt sjúkleika, svo menn vissu, unz hann lézt snögglega við vinnu sína 11. febr. s. 1. Kristján giftist árið 1908 eft- irlifandi konu sinni, Ingibjörgu dóttur Klemensar Jónassonar frá Bólstaðarhlíð í Húnavatns- sýslu, og konu hans, Ingibjarg- ar Jónsdóttir frá Litlu-Gilsá, en þau hjón fluttu vestur um haf 1886. Áttu þau hjón heima í Sel- kirk yfir 50 ár. Klemens andað- ist þar 6. okt. 1946, en Ingibjörg kona hans 15. jan. 1944 eftir rúm- lega 60 ára hjónaband. Kristján og Ingibjörg eignuð- ust 6 börn, og eru fimm þeirra á lífi, 4 dætur og 1 sonur. Kristján naut ekki annarrar skóla fræðslu en 2 vetrartíma í barnaskóla. En þrátt fyrir það mun hann hafa aflað sér staðgóðrar frwðslu af lestri góðra bóka, og það svo, að hann var talinn einn af fróðustu Vestur- Islendingum, hvað við kom bæði íslenzkum og enskum bókmenntum. Kristján var gott ljóðskáld ,og mun hann hafa verið einn af hlut gengari ljóðskáldum Vestur-ís- lendinga. Kvæði hans hafa ekki verið gefin út í heild, en mörg síðan birzt í blöðum Vestur-Islend- inga. Kristján var að eðlisfari hlédrægur og lítt fyrir að láta á sér bera, og hefi ég' heyrt, að sum af ljóðum hans muni hafa horfið með honum. En vonandi safna vinir hans og landar sam- an því, sem skrifað og prentað er, og gefa út. Mig setti hljóðan og hryggan, er mér barst lát þessa góða drengs, í bréfi að vestan, og er mér síðar bárust vestur-íslenzk blöð, sá ég, að svo hafði mörg- um fleiri farið. Ef til vill hafa þessar tilfinningar bezt verið túlkaðar í 1. vísu í erfiljóði Jón- asar Pálssonar um Kristján, en hún er svona: “Skuggar hylja skjáinn minn;ú skeriðst góður fengur, því að Selkirk-svanurinn syngur ekki lengur”. Nú hafa þessir gömlu Borg- firðingar lokið göngu sinni. Þeir munu allir hafa komið fram þjóð sinni til sóma, og minning- arnar um átthagana og ætt- landið geymdu þeir til hinztu stundar. Eftir er á lífi 1 þeirra 4 Norð- ur-Reykjabræðra, Páll — Skarp- andi, Jame Cáird lá undir áföll- j héðinsson — Pálsson, skáld og um og tók sjóa á bæði borð sam- blaðamaður við Heimskringlu. tímis, báran var orðin kröpp og kom úr öllum áttum. Útlitið var allt annað en upplífgandi. Alla nóttina, meðan við lágum til, höfðum við rifað stórseglið. Við stóðum í stampaustri og dældum Varð hann 65 ára í september í haust. Hefir hann orðið fyrir miklum harmi að sjá á bak öll- um bræðrum sínum á tæpu ári, en með þeim var ávallt mjög góð vinátta. Eg veit, að margir munu taka undir þá ósk mína og bæn að hinn mikli sláttumaður með mjög stuttu millibili, og þó hvítar raðir af brotum, þar sem j að ágjöf væri mikil fannst mér vestan hafaldan háði stórorustu ' austurinn ótrúlega mikill, ég j höggvi hér ei oftar um sinn 1 við þessa ókortlögðu strönd, óttaðist að fleytan væri orðin hinn sama knérunn. , því aðeins að við hefðum náð í' grynningar og boða. Um kl. 3 hriplek. Niðurlag í næsta blaði. j Reykjavík, 12. 10., 1947.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.