Lögberg - 11.12.1947, Blaðsíða 3

Lögberg - 11.12.1947, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. DESEMBER, 1947 3 Frá Vancouver B.C. « 2. DESEMBER, 1947 Síðan ég skrifaði seinast hefir sama milda tíðarfarið haldist við. Aðeins nokkrum sinnum hefir sézt héla á jörð á morgn- ana. Þokan hefir gjört meira vart við sig í seinni tíð, en er vanalegt á þessum tíma ársins. og tafið oft fyrir um alla umferð og valdið mörgum slysförum. Þegar bjart er uppyfir og gott skygni, þá sézt að allir hæstu hnúkar fjallanna í kring, eru búnir að fá hvítar skýlur og er það eins nærri okkur og veturinn hefir komist þetta haust. Hér hefir staðið yfir verkfall í heilan mánuð, sem verkafólk hjá B. C. Electric stofnaði til. — 2800 manns var þá atvinnulaust allan þann tíma, og ekkert strætis-car eða buses voru hreifð ir. Verkamenn heimtuðu kaup- hækkun, félagið neitaði að hækka kaupgjaldið, nema með því móti að bæjarstjórnin veitti þeim leyfi til að hækka fargjöld á strætisvögnum og buses upp í 10 cents, eða þrjú tickets fyrir 25 cents, sem áður var fjögur tickits fyrir 25 cents. —- Bæjar- stjórnin stóð uppi ráðalaus og réði ekki við neitt, því hvorug- ir málsaðilar vildu slaka til með kröfur sínar. Svo til að koma á samkomulagi varð stjórnin að láta þarna undan, og leyfa þessa hækkun á fargjaldi með strætis vögnum og buses í borginni. Og þá fór alt á stað og gekk aftur sinn vana gang eins og áður. — Ekki er líklegt að þessi samning ur verði langlífur, því almenn- ingur er mjþg mótfallin þessari ráðagjörð, halda því fram að stjórnin setji nefnd til að fara yfir reikninga B. C. Electric félagsins og finna út, hvert þessi fargjaldahækkun sé nauðsynleg til þess að félagið hafi sann- gjarnan ágóð^ af starfrækslu félagsins, án þess að þeim sé veitt þessi fargjalda hækkunj Hér þarf að gjöra búningsbót svo þetta stjórnleysi geti ekki komið fyrir aftur. í borgarstjórnarkosningum sem fara fram hér í næsta mán- uði, þá sæjíir einn landi okkar, Magnús Eliasson um öldurmanns sæti í borgarstjórninni. — Hann . siglir undir fána C.C.F. Nú er fólk í svo æstu skapi út af glund- roða, Sem hér er á svo mörgum sviðum, að það getur enginn spáð fyrirfram um útkomu í þessum kosningum. Hinn víðfrægi landi okkar, dr. Vilhjálmur Stefánsson og frú hans voru hér á ferðinni þann 17. og 18 nóvember. Dr. Stefánsson var hér á fyrirlestrarferð og stóð hér við aðeins í tvo daga. Tími hans var hér upptekinn, svo það var ekki hægt að ná í þau hjón- in, til að hafa samsæti fyrir þau, eins og svo margir af vinum hans frá fyrri tímum, sem hér eru nú búsettir, höfðu ásett sér að gjöra, ef tími hans hefði leyft það. Um komu dr. Stefánssonar hingað hefir “L. F.”. skrifað rækilega grein í bæði íslenzku blöðin, syo þess gjörist engin þörf að fjölyrða um það hér. — Gaman væri að fá að heyra meira frá “L.F.”., í framtíðinni, hann er svo fimur með pennan, að hann mundi segja margt bæði fróðlegt og skemmtandi. , Mr. og Mrs. Hermann Sigurd- son eru nýlega kominn heim úr ferðalagi til Winnipeg og ýmsra fleiri staða í Manitoba og Saskatchevan, þar sem þau eiga vini og venslafólk. Með þeim fór sonur þeirra, Herbert, sem gengur skólaveginn, og hefir hann ákvarðað að lesa læknis- fræði við Manitoba Háskólann. Þann 27. nóvember hélt ís- ' lenzka Lúterska kvenfélagið sitt árlega “Basaar”, í samkomusal dönsku kirkjunnar. Þessi sam- koma var ekki eins fjölsótt eins og vanalega. Stafar það af þeirri óreglu sem komst hér á, meðan verkfallið stóð yfir. Var þar á boðstólum allar tegundir af hannyrðum sem mest allt seld- ist. — Hér var á ferðinni Guðmund- ur Thorsteinson frá Los Angeles Califomíu. Kom hann hingað frá Victoriu þar sem hann var að heimsækja gamlan kunningja sinn, sem þar er nú búsettur, Mr. Sofonias Thorkelson. Mr. Thor- steinson var á heimleið er hann fór hér um. Mr. Thórdur Helgason, sem er búinn að liggja á sjúkrahúsi um nokkurn tíma, og varð að hafa tvo uppskurði, er nú kom- inn heim aftur, og virðist hann hafa fengið fullkominn bata. Er þetta gleðileg fregn fyrir hina mörgu vini hans sem hann á víðsvegar. Mrs. Jónína Johnston er ný- lega komin til baka frá Toronto, þar sem hún hefir dvalið í tvo mánuði hjá dóttur sinni og tengdasyni, sem þar eru búsett. Lætur hún vel yfir ferðinni, og hafði haft góðan tíma og skemt sér vel. Á heimleiðinni stóð hún við í Edmonton Alt., og heimsótti þar gamlan kunningja sína sem hún á þar, síðan hún átti þar heima, Jón Jónsson, Mrs. O. T. Johnson, Mrs. Krist- ínu McNaughton. Líður þeim öllum vel eftir vonum, nema þar sem ellin er farin að sækja sumt af þeim heim. Mr. og Mrs. Páll Jóhannesson hafa flutt hingað frá Calgary, Alberta og ákveða að setjast hér að. Hefir Mr. Jóhannesson inn- ritast á University of British Columbia, in the Faculty of Commerce. Mrs. Jónas Pálsson er farinn austur til Toronto að heimsækja dætur sínar sem þar eru búsett- ar. Bjóst hún við að verða þar meiri partinn í vetur. Dr. V. J. Guttormson er ný- fluttur hingað til Vancouver, með konu sína og unga dóttir. Hann hefir haft læknisstörf á hendi í Vanderhoo'f B.C., um nokkurt skeið. Hefir hann á- kveðið að hætta læknis störfum, og hefur byrjað að lesa lög við háskólan hér í Vancouver. Er Dr. V. J. Guttormson bróðir Dr. P. B. Guttomsson hér í borginni. Þann 1. Nóvember var Miss Margaret Sigmar og Mr. Elvin Kristjánson gefin saman í hjóna- band í íslenzku kirkjunni í Seattle. Margaret er dóttir Dr. og Mrs: H. Sigmar. Séra Sigmar hafði boðið öllum úr söfnuði sin- um sem vildu og gætu verið til staðar í Seattle þann dag, og s i t j a brúðkaupsveislu þeirra. Fóru margir héðan sem höfðu sin eigin farartæki. Eg er viss um, að eg tala fyrir munn allra þeirra sem þekkja hér til, er eg óska úngu hjónunum til lukku og blessunar í framtíðinni. Mr. Sigurður Sigurðson er farinn austur til Winnipeg sér til skemtunar, og býst við að verða þar, þar til eftir hátíðirnar. — Systir hans sem á heimili í Winnipeg, er nýkomin úr ferða lagi á íslandi, mun ferðin vera sérstaklega gerð til að heim- sækja hana og fá fréttir hjá henni af ættingjum og kunningj- um hans heima. Mr. Sigurðson átti heima í Winnipeg um langt skeið, og á þar marga kunningja frá þeim tíma. Líka bjóst hann við að heimsækja kunningja í Edmonton í þessari ferð, hann átti þar heima um nokkurn tíma. Dr. T. P. H. Thorlakson frá Winnipeg og séra S. Thorlack- son frá Berkley, Californíu, voru hér nýlega á ferð. Dr. Thorlak- son fór til Victoria B. C., þar sem hann flutti erindi á lækna fundi sem þar var haldinn þá dagana. Þeir skoðuðu sig báðir um á íslenzka gamalmennaheim ilinu, og létu báðir í ljós að það væri myndarlegt í alla staði, og íslendingum til mikils sóma. Ekki má ég gleyma að skýra frá'því, að það séu talsverð lík- indi til þess að næsti forsætis- ráðherra í British Columbia verði Islendingur. Svo er mál með vexti að núverandi forsæt- isráðherra, Premier John Hart, sem hefir verið leiðandi maður hér í stjórninni yfir tuttugu ára skeið, gjörist nú svo aldraður, að hann vill losa sig við alt það umstang og ábyrgð sem því em- bætti fylgir, og hefir sagt af sér. Stendur því til að innan skams • tíma verði haldið þing af liber- alaflokknum til að velja nýjan leiðtoga, til að taka við af Mr. Hart. Nú er aðallega um tvo menn að ræða sem muni verða í vali. Það eru, núverandi dóms- málaráðherra, Gordon Wismer og Byron Johnson, sem er þing- (Framh á bls. 7) Þættir úr lífi Skagafirðings (Frh. af bls. 2) karl frá Nýja-Skotlandi og fræg- ur smyglari, var hinn eini, sem aldrei mælti æðruorð. Hann var þó sá eini af bátsverjum, sem var fatlaður. Hann var nefnilega einhentur — lögreglumaður hafði skotið af honum aðra hönd- ina í einni af smyglferðum hans. Loks fann okkur flugvél, sem send hafði verið á vettvang að leita okkar, er veður lægði og birti yfir. Eg hefi aldrei á ævi minni orðið jafn feginn og þeg- ar við stigum á land í Port Nelson. — Tvo af bátsmönnum var farið með beint í sjúkrahús. Við, sem ætluðum áfram suð- ur á bóginn og ferðafærir vor- um, dvöldum þó aðeins tvo daga í Port Nelson. Enn voru ófarnar 60—80 mílur til næstu járnbraut arstöðvar. Við þóttumst því heppnir, er við fréttum af Indí- ánum, sem voru í þann veginn að leggja af stað á bát upp Nel- sonfljóttö. Indíánarnir voru fús- ir til þess að veita okkur fyrir- greiðslu og vildu ekki einu sinni heyra, að við hefðum með okk- ur nesti. Þeir sögðust hafa ráð á nógum mat. En ferðin gekk ekki eins greitt og við höfðum vonað. — Það var fullt af sel í fljótinu, og Indíánarnir voru allan daginn að eltast við þá. Stundum fóru þeir jafnan langar leiðir til baka. Þeir komust því ekki nema fimm mílur fyrsta daginn, og þannig gekk í þrjá daga sam- fleytt. Á kvöldin var lagt að ár- bakkanum, kveiktur Indíánaeld- ur og sofið við hann undir ber- um himni í snjó og gaddi. Indí- ánarnir hringuðu sig saman eins og hundar og steinsváfu, en okkur kom ekki dúr á auga. Við vorum líka sársvangir, því að matur Indíánanna voru aðallega hálfhráar andir og svart, sykur- laust kaffi. Loks fannst okkur þetta orðið óþolandi, svo að við strukum burt frá eldinum eina nóttina. En við vorum allir ókunnugir, svo að við villtumst. Nú horfði ekki betur fyrir okkur heldur en meðan við dvöldum í skjóli Indíánanna, og sumir okkar munu fyllilega hafa átt von á því, að við bærum beinin þarna norður frá. Eftir margra daga flæking rákumst við þó loks á kofa, þar sem járnbrautareftir- litsmaður bjó, og vorum þá orðnir mjög illa til reika. — í þessum kofa vorum við í tvær nætur, því að járnbrautarlest kom ekki nema einu sinni í viku þangað norður eftir. Eg var ferðalokunum býsna feginn, þegar lestin staðnæmdist að lokum í járnbrautarstöðinni í Winnipeg. Eg fór samt norður vorið eft- ir, þrátt fyrir þessa hrakninga — það mun hafa verið í þann mund, sem svo margir landar aðrir voru að búast til íslands- farar 1930. En í nóvembermán- uði um haustið kvaddi ég Churchill fyrir fullt og allt og hélt austur yfir Atlantsála. Eg kom til Reykjavíkur rétt fyrir jólin og dvaldi heima, þar til vorið eftir. Þegar vestur kom aftur, gerðist ég rakari í River- ton. Seinna rak ég fáein ár rak- arastofu og billiardstofu í Lang- ruth, vestan Manitobavatns. En svo undi ég ekki kyrrset- unum lengur. Eg réði mig til starfa í gullnámunum í Oro Grande í Norður-Manitoba. Þar vann ég á fjórða ár, og þar var stundum líf í tuskunum, ekki síður en í Churchill, og talsvert sukksamt. En svo var það einn dag, er við vorum 1500 fet niðri í jörðinni að bora fyrir sprengj- um, að allt í einu varð ógurleg sprenging. Næsta vaka á undan okkur, sem var nýhætt vinnu, hafði skilið eftir sprengju í berg stálinu — og ég hafði rennt born um mínum beint í hana. Eg rankaði ekki við, fyrr en eftir þrjá daga. Þá var ég kom- inn í sjúkrahús suður í Winni- peg — hafði verið fluttur þang- að í flugvél. Maðurinn, sem næstur mér var í námunni, hafði beðið bana. — Sjálfur var ég illa á mig kominn. Eg var blind-. ur, annað augað alveg eyðilagt, hitt skemmt, þótt læknunum tækist að bjarga því. Bakið var bramlaði, og annar lærleggur- inn var brotinn. Annað eyrað hafði því nær rifnað af mér, þó ekki svo, að það ýrði ekki grætt á. Loks var ég aðframkominn af blóðmissi, því að ég hafði hlotið svöðusár á hálsinn og hálsæðarn ar skorizt sundur. Blóðbunan stóð úr þeim, er komið var að mér í námunni. Eg lá lengi milli heims og helju og þegar batinn loks kom, var hann æði hægfara fyrst í stað. Margvíslegar menjar þessa slyss mun ég bera alla ævi. Sumt sérðu — annað ekki. Það er til dæmis fullt af smásteinum í blóðinu. Þegar ég var loks orðinn sæmi- lega vinnufær á ný, réði ég mig í þjónustu félags, sem hefir það markmið að vernda andastofn- inn hér í Karlada. — Fyrir all- mörgum árum gengu ógurlegir þurrkar í Saskatchewan og Suð- ur-Alberta. Stór landsvæði breyttust í eyðimörk, og fuglarn ir dóu unnvörpum af vatnsskorti eða flúðu brott, því að stór vötn þornuðu upp, svo að ekkert sást ^eftir ,nema skjallhvítir vatns- botnarnir. Þetta félag varði mörgum millj. dollara til þess að búa til vatnsgeyma og hlaða flóð garða til þess að bjarga fuglun- um. En þessi mannvirki þörfn- uðust stöðugs eftirlits, ekki sízt vegna bjóranna og vatnsrottn- anna, sem sífellt grófu garðana sundur, þar til tekið var upp það ráð að nota í þá sterk vírnet. Til þessa eftirlitsstarfs réði ég mig nú. Eg var á sífelldu ferða- lagi næstu árin, meðan ég gegndi því, og ég held ,að það sé varla til nokkur járnbraut í vesturlandinu, sem ég hefi ekki farið einu sinni eða oftar. Og svo er ég aftur hér á Gimli — hefi verið eftirlitsmað- ur hér í gistihúsinu seinustu misserin. En það er ekki víst, hve lengi það verður — og, kannske er það heitasta ósk mín í kvöld, að við gætum orðið sam- ferða heim til gamla íslands í haust. . . . Eldflugurnar sveima kringum okkur, skorkvikindin tísta í gras inu, og fleiri og fleiri slettiflug- ur hrúgast á húsvegginn og ljósa staurana. Ein og ein mýfluga stingur mig í fótlegginn — þeim þykir útlenda blóðið gott. Manna mál heyrist úti við hornið hjá Gimli café — kannske eru það einhverjir næturhrafnar, kanske eru Rena eða Gloria eða Sam hinn kínverski að koma frá vinnu sinni. Hægur náttblær strýkst mjúklega um kinnar manns. Stefán frá Djúpadal í Skaga- firði stendur upp, því að hann á enn óunnin skyldustörf. Og nú er ég kominn heim. En hann er enn handan við þúsund rasta haf. J. H. Business and Professional Cards H. J. STEFANSSON Life, Accident and HeaJth Insurance Representing THE QREAT-WEST L.1FE ASSURANCE COMPANY Winnipeg, Man. Phone 96)144 DR. A. V. JOHNSON Dentiat 606 SOMERSET BUILDINQ Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 Talsími 95 826 HeJmilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN SérfrœOinour i augna, eyrna, nef og kverka sjúkdómum. 215 Medical Arts Bldg. Stofutimi: 2.00 til 5.00 e. h. DR. ROBERT BLACK SérfrœOingur i augna, eyma, nef og hdlssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDQ Graham ancT Kennedy St. Skrifstofusfmi 93 851 Heimasími 403 794 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 7 VINBORG APTS. 694 Agnes St. ViOtalstlml 3—5 efUr h4degi DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Office hrs. 2.30—6 p.m. Phones: Office 26 — Res. 280 Office Phone Res Phone 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 526 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUST8 BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 96 962 WINNIPEG EYOLFSON’S DRUG Dr. Charles R. Oke PARK RIVER, N. DAK. Tannlœknir islenzkur Xyfsali For Appointment8 Phone 94 908 Office Hours 9—6 Fólk getur pantaS meóul og 404 TORONTO GEN, TRUSTS annað meC pósU. BUILDING Fljót afgreiBsla. 283 PORTAGE AVE. Winnipeg, Man. A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET SARGENT TAXI Selur líkkistur og annast um út- • farir. Allur útbönaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar mlnnisvarCa og legsteina. PHONE 34 556 Skrifstofu talslmi 27 324 For Quick Reliable Service Heimilis talslmi 26 444 J. J. SWANSON & CO. LIMITED Geo. R. Waldren, M. D. 308 AVENUE BLDG WPG. Phyaician and Surgeon Fasteignasalar. Ledgja húa. Öt- vega x>eningalán og eldsábyrgC. Cavalier, N. D. bifreiSaábyrgS, o. s. frv. Offlce Phone 95. House 108. PHONE 97 538 PCINCCXX Andrews, Andrews, MESSENQER SERVICE Thorvaldson and Vi8 flytjum klstur og töskur, húsgögn úr smærri fbflðum, Eggertson og hústtiuni af öllu tæi. Lögfræöingar 58 ALBERT ST. — WINNIPEG 209BANK OF NOVA SCOTIA BG. Slml 25 888 Portage og Garry St. C. A. Johnson, Mgr. Slmi 98 291 • PHONE 94 686 GUNDRY PYMORE H. J. PALMASON Limited and Company Chartered Accountants 506 - CONFEDERATION LIFE British Quality Fish Netting 60 VICTORIA ST„ WINNIPEG Phone 98 211 BUILDING Managcr T. R. THORVALDSON Winnipeg, Canada 5Tour patronage will be appreciated Phone 49 469 CANADIAN FISH Radio Service SpeciaUsts PRODUCERS, LTD. ELECTRONIC LABS. J. H. PAOE, Managing Direotor H. THORKELSON, Prop. Wholesale Distributors of Fr.wh The most up-to-date Sound and Frozen Fish. Et\uipment System. 311 CHAMBERS STREET 130 OSBORNE ST„ WINNIPEG Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 ■■■v ■ — " ■ 11 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited 4Ö4 SCOTT BLOCK SÍMI 95 227 Wholesale Diatributora of FRESH AND FROZEN FISH Manitoba Fisheries v WINNIPEG. MAN. T. Bercovttch, framkv.stj. Verzla 1 heildáölu meC nýjan og frosinn fisk. 303 OWENA STREET Skrifst.sfml 25 355 Haima 55 452 Hhagborg u FUEL CO. « Dial 21 331 j£Fl{') 21 331

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.