Lögberg - 11.12.1947, Blaðsíða 7

Lögberg - 11.12.1947, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. DESEMBER, 1947 7 Bátsförin mikla Kafli úr “Shackleton’s Boat Journey”. Eftir F. A. Worseley (Framih. frá síðasta blaði) Níundi maí/rann upp. Um dög unina veltumst við í illúðlegu missævi og fjallhárri vestan- undiröldu, sem ásamt vindinum hrakti okkur að landinu. — Við vorum ekki ánægðir með útlitið, því við vissum að straumurinn hjálpaði vindi og sjó til þess að hrekja okkur nær glötuninni. Allan daginn hrökktumst við undan stormi og illviðri. Helm- inginn af tímanum sáum við ekkert fyrir sorta og roki. Sjó- löðrið freyddi stöðugt og ólgaði. Um hádegi var komið fárviðri á suðvestan, okkur hrakti með meiri hraða en áður að strönd- inni hrikalegu. Bara að við kæm umst í hlé, hugsuðum við. örlög okkar eru undir því komin. — Enginn sagði neitt. I hvert skifti sem báturinn kom upp á öldu- hryggina, rýndum við út á sjó- inn hléborðsmegin, eftir því hvort við sæjum brot á einhverju af hinum óþekktu rifum eða þá þessa ægilegu strönd. Rúmsjór eða breytt vindstaða var inntak okkar heitu bæna. Hér þýddi ekki neinn nákvæm ur útreikningur, við værum jafnnær í slíkum ofsa. — Haf- straumar og sjávarföll hjálpuð- ust að. Það eina, sem við vissum, var það, að okkur bar stöðugt nær ströndinni. Við létum hala til kl. 2 e. h. Þá sáum við und- an hlébógnum gegnum sortann, þegar aðeins rofaði til, að hjó fyrir tveimur skörðóttum, snar- bröttum hömrum, með snjó- sköflum. Við vorum alveg að reka í land á þessum hættulega og ókannaða hluta strandarinn- ar, sem skagar fram á milli King Haakon Sound og Aneekov ísland. Okkur hrakti nær og nær og það voru aðeins þrjár til fjórar risavaxnar öldur, sem skildu okkur frá klettunum á þessari hræðilegu strönd — strönd dauðans. Himininn var ekkert annað en sundurtætt stormský. Sjórinn til kuls líktist mest stórum röð- um af endalausum grunnbrot- um. öskrandi særokið og löðrið dreif yfir og fyllti hina stórfeng legu öldudali. Allt hafið var þakið þunnu löðurskúmi og brot sjóarnir skildu eftir sig langar rákir af löðrandi sjófroðu á yfir borðinu. Báturinn hófst upp á öldurnar og í hvert sinn lagðist hann á hliðina undan stormin- um, féll svo titrandi niður í öldu dalina þar sem hann lá hreyfing- arlaus unz næsta alda hóf hann á ný. Hver alda mokaði okkur tryllingslega með vaxandi ofsa nær þessum jökulkrýndu hömr- um. Það virtist aðeins augnablik þar til við þeyttumst inn að gín- andi klettunum. Þetta var það ömurlegasta, sem nokkur okkar hafði reynt, það leit út sem við værum dæmdir frá að geta hag- nýtt okkur nokkur mannleg ráð til bjargar. Það voru endalausir erfiðleik- ar og hætta á að falla útbyrðis meðan við vorum að basla við að ná stórseglinu niður og koma upp mesansegli og litlu framsegli, en það tókst, og með þessum bleðlum reyndum við að nauðbeita frá landinu. Við báð- um þess heitt að siglan þyldi. Báturinn tók skriðið, það brak aði í byrðingi, rá og reiða, þegar hann lamdi öskrandi öldurnar. Löðrið gekk yfir siglutoppana. Nú var annaðhvort að duga eða drepast, allir stóðu í stampaustri eða við dæluna. Stundum virtist báturinn alveg nema staðar, svo lagði hann sig aftur og æddi á- fram nötrandi og lemjandi sjó- inn svo harðneskjulega, sem á klöpp væri barið, kinnungsborð in sprungu í straumförunum og sjórinn pípti inn. Áreynslan í þessari siglingu var svo ægileg, að ekki leit út fyrir annað en að fleytan mundi liðast í sundur, því rifurnar í bóginn opnuðu sig og lokuðust í hverri báru, sem undir reið. Góður var báturinn, það var kraftaverk, að hann skyldi stand ast þetta. Svona gekk um stund, einn stýrði, þrír voru við dæl- sem leið, deyfði brimhljóðið og skyggnið til klettanna, sem hægt og hægt fjarlægðust á hléborða. Það var undarlegt, að óðara og mesta hættan var hjálðin, lægði veðrið, og hálftíma s í ð a r var vindurinh kominn á SSV. Við v e n t u m yfir og stýrðum nú í norðvestur og gættum að sigla vel til kuls af óvinum okkar, skerjunum. í níu klukkutíma höfðum við barizt við fárviðrið, sem hafði verið svo ógurlegt, að eftir því sem við síðar heyrðum, hafði 500 smálesta gufuskip á leið frá Buenos Ayres til South Geor una, einn jós með þriggja gall- ona blikkstauk og sá sjötti gekk gia farizt með manni og mús, og á milli til að hvíla hina, eða tók a meðan höfðum við hrakizt á skorpu í að ausa með minni ■ 22 feta opnum bát. Það var fyrir stauk, sem við höfðum. — Þegar i gugs nað að við höfðum það af. tækifæri var til, útbýtti hann Eg hugsa, að enginn okkar hafi sneið af hoosh eða mola af sjó- blautum sykri. Á hverjum klukkutíma skiptum við verk- um til að lina erfiðið. Þegar við litum á þessa hamra- girtu strönd — Þessa helheima, hálfhulda öskrandi briminu, fundum við með sjálfum okkur að hver vogur eða hlein gæti orðið okkar síðasti hvíldarstað- ur. Eg veit ekki hvað félagar mínir hugsuðu, en mínar áhyggj ur voru mestar út af dagbókinni minni, og að enginn mundi nokkru sinni fá hugmynd um hvað langt við hefðum komist. Af og til töluðum við um að bát urinn myndi standast raunina. í þrjá klukkutíma höfum við gleymt þorstanum, við höfðum staðið á landamærum lífs og dauða. Það var þó ekki eins hræðilegt eins og það var þjak- andi. Einkum var það baráttan við hið þrotlausa roklöður, sem ætlaði að buga okkur. Nú var stefnan orðin samhliða ströndinni, sem við vorum að berjast við að fjarlægjast og nú gekk landið lítt eitt til suðurs, svo við fengum örlítið meira svigrúm. Einmitt þegar svo leit út, að við værum sloppnir við landið, ógnaði okkur ný hætta. Fjalltindur á Anne'kov Island kom í ljós og gnæfði geigvæn- lega yfir hléborðsbóginn. Við héldum stefnunni til kuls af eyj unni, en afdrift og þungur sjór bar okkur af leið, svo við nálg- uðumst vesturodda hennar. Við hefðum getað breytt stefnu og farið hlémegin eyjarinnar, en við þorðum það ekki, þar sem myrkur fór í hönd, og auk þess var merkt 8 sjómílna langt rif milli Annekov Island og South Georgia. Við sáum móta fyrir þessu rifi til kuls, ásamt öðrum sem voru ókortlögð. Kortið okk ar var ófullnægjandi, það var orðið ólæsilegt af sjóbleytu, svo hér var ekki um neina vissu að ræða. • Við kepptumst við að ausa, til þess að íjarlægja dauðann. — Myrkrið lagði sinn koldimma hramm yfir hafið. Hinn ljósi, snjóklæddi tindur teygði sig vofulega upp í geiminn og hvíldi á blökkum klettum, um kringd- ur grenjandi brimlöðri. Óveðrið og öldugangurinn var jafn og þéttur. Við rýndum undir segl- jaðarinn og sögðum hughreyst- andi hver til annars: Hann ætlar að hafa það af. Jafnvel þó okk- ur fyndist það mesta fjarstæðan. Eyjan var svo nærri, að við þurftum að kerra hnakkann til að sjá upp á tindinn. Um tíma mátti heita að við værum í löðr- inu, sem kembdi aftur af bárun- um, sem brotnuðu við ströndina. Eg held það hafi verið vegna áhrifa sjávarins og straums að okkur bar framhjá. Smátt og smátt komumst við framhjá gini ófærunnar, þó nauðulega. Augna blikin voru svo spennandi, að við þorðum ekki að tála, heldur héldum niðri í okkur andanum, en hertum þó austurinn. Kl. 9 um kvöldið vorum við úr allri hættu. Gegnum jnyrkrið g n æ f ð i hinn geigvænlegi tindur rétt yfir höfð um okkar, þvert út af borðinu. Hrammur brimlöðursins teygði sig til baka, en við vorum ó- hræddir, við vissum að það náði komizt í slíka hættu, eins og að flækjast í þessum stormi frá há- degi til kl. 9 þetta kvöld. Þegar við vorum búnir að þurausa bát- inn, var önnur vaktin látin taka við stjóm og 3 menn áttu að ganga til hvíldar frá miðnætti, áttu að fá að hvílast í 3% klukku- tíma, hinir 3 áttu að fá að hvíl- ast á morgun-vaktinni, fyrir sól- aruppkomu. Nú fyrst urðum við þess varir, hversu þorstinn kvaldi okkur. Vatnið var búið, tunga og kverkar voru svo þurr og sollin, að við gátum sama og einskis neytt. Um dagrenningu sáum við engin rif nálægt. Bátur- inn okkar gerði sitt bezta til þess, að við kæmumst í höfn norður frá, áður en hvessti áftur, svo við næðum í vatn að drekka. Vindurinn gekk á NV og lægði svo, að við settum stefnu á King Haakon Sound. Það var í 9 sjó- mílna fjarlægð. Áf og til skein sólin á landið hálfklætt jökli, og bláu, tignar- legu öldurnar hringuðu sig og sprungu á grynningunum. Þessir hvítu brotskaflar sögðu frá hætt- unni eins og vitar, og frá kletta- ströndinni, þ a r s e m öldurnar brotnuðu m e ð ægilgum g n ý , heyrðum við brimhljóðið í 5 sjó- mílna fjarlægð frá landi. Útdráttur úr dagbók minni er á þessa leið: “Allir þjást af þorsta og eru úrvinda af svefni, sumir manna okkar eru að því komnir að örmagnast. Macatry, Vincent, Crean og eg tökum skorpur í að róa með tveimur árum, sitjandi uppi á dekkinu, og reynum að ná inn á fjörðinn. Morgunverður okkar varð ekki til mikillar á- nægju. Við gátum með erfiðleik- um neytt ofan í okkur bita af “hoosh”, á stærð við egg. Þegar Crean skreið úr svefnpoka sín- um kom hann með herðarnar við þóftuna og við þetta litla átak opnaðist baulan, sem hélt siglu- trénu, svo hún var næstum fall- in afturfyrir, en Macarty náði til þe^s og hindraði fallið, hann sló öryggið aftur. Um nóttina í storminum hafði renniboltinn mjakast upp úr baulugötunum, þar til aðeins oddurinn hélt. — Þetta var ekki hættulegt slys af því það skeði nú. Sennilega hef- ir boltinn haldið baulunni alla nóttina. Hefði það skeð í fár- viðrinu, hefði siglan þverkubb- azt og þá hefði enginn mannleg- ur máttur getað bjargað okkur. En forsjónin hefir áreiðanlega leitt okkur verndarhendi. Rétt, eftir morgunverðinn sigldum við milli tveggja höfða. Það voru 6 sjómílur til þeirra, og um há- degi gátum við séð í norðurátt tvo stóra jökla, sem gáfu okkur fyrirheit um flotís. Við létum horfa um stund í fjarðarmynnið, og sáum þá að þar var ekkert afdrip eða skjól, og að við mynd um ekki ná þangað fyrir myrk- ur. Við breyttum því stefnunni á King Haakon Sound. Um hádegið gekk hann í austr ið og hvessti á móti okkur út sundið. Fallið bar okkur suður. Vi ðtókum niður seglin, og við Breen lögðum út árar og reynd um að róa, Vincet og Macarty hvíldu okkur, af og til, stutta stund í einu. Aðstaðan var ekki góð, vegna útbúnaðar bátsins, og ómögulegt var að róa til ekki til o k k a r. Hver mínútan, i lengdar. Við drógum ekki, og er við sáum að við vorum að ber- ast óhugnanlega nærri brotinu, settum við seglið upp áftur og beittum upp í vindinn. Við gerðum engsir kröfur til miðdegisverðar, okkur langaði aðeins í vatn. í fjóra tíma beitt- um við upp í og slöguðum á víxl, en svo gáfumst við upp á því. Þótt báturinn væri með góðri seglfestu, tók honum ekki svo nærri vindi, að hann ynni á. Við lögðum út árar aftur og rérum undir, og með því að róa aðeins á kulborða verkuðum við á móti afdriftinni. Vegna þessa þurfti ekki að leggja eins á stýrið, svo báturinn náði meiri ferð. Með þessum erfiðleikum og áreynslu þokuðumst við þó stöðugt nær og nær þessum ein- kennilega löguðum klöppum og hólmum, sem voru eins og varn- argirðing fyrir tvo þriðju hluta af sundinu. Við sáum að landið við sundið var fremur lágt og hálendið, sem sást fjær, var skorið djúpum skörðum. Við vorum að bollaleggja, hvort við gætum komizt fótgangandi þvert yfir South Georgia. Ekki höfðum við enn náð í neinn ís- mola til að deyfa þorsta okkar, vindurinn fór vaxandi, og það leit svo út, að við mættum neyð ast til þess einu sinni enn að láta reka undan og halda sjó yfir nóttina á hafinu. Seint um eftirmiðdaginn kom um við svo grunnt, að við kom- umst að þangi, sem teygði sig frá grynningu eins skersins. — í versta tilfelli hefðum við getað bundið bátinn í það með því að sameina nokkrar af þessum ól- seigu flygsum, nota marga spotta og taka víða í þangið. Darvin komst að raun um það, að þessi þangtegund teygir sig upp á yf- irborðið á 100 faðma dýpi. — Eg hefi oft séð það á 80—90 faðma dýpi. Það er 600 fet, eða 100 fet- um lengra en hæsta tré heims- ins. Kvöldið var að nálgast og það var augljóst að við gátum ekki komizt í sundið og lent þetta kvöld, nema vindur breyttist okkur í hag. Við sáum þá í gegn- um rökkrið, sem var að færast yfir, að sunnar, bak við höfða, var sem vogur skæri sig inn í landið. Það gátu verið mögu- leikar fyrir lendingarstað þar, því að sunnan hafaldan brotnaði á höfðanum. Við sigldum þar til við vorum framundan vogmynn- inu, þá snérum við og létum renna áfram um 300 metra og athuguðum nákvæmlega kletta- skorur og afdrep þar sem mögu- leikar gætu verið fyrir lend- ingu, en hvergi var slíku að fagna. Við vorúm nú við vog- mynnið og lögðum út árar til að halda bátnum kyrrum. Við beitt um upp í vindinn á bakborðs- bóg og komumst fram hjá sjœrj- unum, sem voru beggja vegna í mynninu. En svo þröngt var sundið, að árarnar veiddu þar- ann á bæði borð. Þegar inn í voginn kom felld- um við seglin ag rérum nálega 60 faðma milli hamranna, sem gnæfðu yfir okkur í 80 feta hæð og umgirtu þennan litla vog. — Við lentum við stórgrýti í fjör- unni, og var þá orðið aldimmt. Það var í suðvestan verðum vognum, sem við lögðum bátn- um, að hleinunum. Þó að nokk- ur súgur væri, stukkum við í land og fundum óðar poll með rennandi uppsprettuvatni. Þar krupum við niður og svöluðum þorstanum af áfergju. Sir Ernest ákvað, að við skyldum taka allt úr bátnum, svo að við gætum bjargað honum upp úr sjó. Hann klifraði upp á tíu feta háan berg stall stjórnborðsmegin við bát- inn, og þangað fleygðum við til hans kaðli, sem hann festi þar, og svo var erMinn bundinn í bátinn. Við að vinna þetta verk, varð Sir Ernest fyrir slysi, vegna þess hve dofinn hann var og stirður, því hann hrapaði niður, en til allrar hamingju urðu meiðslin ekki alvarleg. Skuturinn á bátnum Frá Vancouver, British Columbia (Frh. af bls. 3) maður fyrir Nev Westminster. Báðir eru þeir stálsleginir Liber alar, Mr. Wismer er einn af f jöl- hæfustu lögmönnum í British Columbia, og búinn að vera rið- inn við stjómarstörf í fjölda mörg ár, hefir hann mikið fylgi og virðist eins og nú stend- ur, þá muni hann verða hlut- skarpari en Mr. Johnson. Mr. Johnson er mikill athafnamað- ur, heldur embættum í nokkrum stórum félögum og hefir ítök í þeim. Hann er vel látinn af þeim sem þekkja hann best, og hefir mikið fylgi frá athafnamönnum bæði í Vancouver og New Westminester. Johnson er nú þingmaður fyrir Nev Westmin- est og hefir vakið athygli á sér á þeim sviðum, svo að hann er talinn annar líklegasti maðurinn til að taka við af Mr. Hart. Mr. Johnson er yngri maður en Mr. Wismer og kvenþjóðin telur hann vera mikið laglegri mann, og skemtilegri, svo það er talið nokkuð víst, að Johnson hafi þeirra fylgi, nokkuð óskift. Eitt af því sem Johnson telur sér til gildis er, að hann sé Liberal- Socialist. Það er spánýtt brand af politics sem fæstir geta gjört sér grein fyrir hvað er. Þegar maður talar við flokksmenn Mr. Wismer, þá eru þeir hárvissir um að hann gangi sigrandi af hólmi, eins og þegar talað er við menn sem fylgja Johnson að mál um, þá eru þeir eins vissir um sigur fyrir Mr. Johnson. Munið eftir Mr. Johnson í bænum ykk- ar, landar góðir, að minnsta kosti þangað til þetta mál er út- kljáð. S. Guðmundsson. barðist við hleinarnar, svo að stýrið fór af' krókunum, flaut í burtu og týndist í myrkrinu. Erfiðleikar okkar voru miklir og það var ógnar áreynsla fyrir okkur að koma upp öllum far- viði og öðru hafurtaski, eins og við vorum fyrirkallaðir. — Eg mun lengi muna þá stund, sem við vorum að bjarga því, sem bátnum fylgdi. Þarna skriðum við með erfiðleikum um striga- dúkinn, sem spenntur var yfir bátinn, en Macarty og Vincent báru allt frá og vörðu það fyrir brimslettunum. Mc Neish hélt bátnum. Við vorum stöðugt að detta, það var að kenna okkar Wlnu og dofnu fótum, eftir hreyfingarleysið í bátnum. Kl. 8 þetta kvöld höfðum við þó lokið verkinu. Loks höfðum yið tíma til að matast; meðan sumir suðu “hooch” passaði ég bátinn, ég togaði í fangalínuna og setti hana fasta um steina í fjörunni. Þrátt fyrir allt mitt erfiði, gat ég ekki hindrað það, að báturinn lemdist við grjótið í fjörunni. — Við vorum of slæptir, til þess að geta varið hann fyrir nybbun- um ,og við var búið að hann þá og þegar brotnaði. Síðar kom í ljós, að sumir plankamir höfðu skafist upp á blettum og voru .orðnir pappaþunnir. Þegar við höfðum notið okkar ljúffenga náttverðar, sem var “hooch” soð ið á prímus, lagði Crean í rann- sóknarleiðangur. Kom hann aft ur með þær gleðifréttir,, að hann hefði fundið helli. Það hljómaði í eyrum okkar eins og við ætt- um von á þurrum, rúmgóðum dvalarstað eftir sjóvolkið, kuld- ann og vosbúðina í bátnum. — Þegar til kom, reyndist þessi hellir aðeins hvolf inn í bergið, þar sem 15 feta ísdrönglar héngu yfir höfðum okkar og gátu fall- ið niður og stungið okkur í gegn. Þegar við sáum skútann, varð minna úr hrifningunni. Við höfðum hálfvegis mist vald á fótum okkar og hrösuð- um eða duttum, því fæturnir voru bæði dofnir, sárir og við kvæmir, auk þess voru kalsár í skinninu. Svona stauluðumst við áfram með svefnpokana okkar og þau föt, sem þurrust voru. Þetta hefir verið aumk- unarleg skipshöfn, að minnsta kosti tveir okkar vorum aðfram komnir. Sir. Ernest sagði mér síðar, að hann væri sannfærð- ur um, að þeir hefðu ekki lifað af, ef við hefðum þurft að halda sjó á bátnum einn sólarhring til. Vjð vorum ekki sorgmæddir, heldur litum með bjartsýni til hins ókomna, glaðir yfir að geta enn einu sinni lagst til Crean hafði tekið við vakt, heyrðum við hljóð. Þegar að var gætt, hafði báturinn dregið af stað stærðar hnullung, sem fanga línan var bundin í, brimið hafði aukizt. Crean hékk í spottanum og stóð í mitti í brotinu. — Við hröðuðum okkur á kaðalinn, og eftir nokkurt þóf gátum við brýnt bátnum svo að hægt var að halda honum. — Þessi leikur hafði borizt með fjörunni, því sogið og skakkafallið togaði á móti okkur, þar til við vorum aðeins 20 metra frá skútanum. Þar var miklu betri staður fyrir bátinn. Kl. var orðin 2 um nótt- ina, og nú var ekki að tala um meiri svefn. Þegar stór aðsog komu, héldum við 3 í bátinn, til þess að reyna að toga á móti út- soginu. Um dögum löguðum við heitan mjólkurdrykk og sjóðandi “hooch”. Eftir máltíð- ina gerðum við gangskör að því að koma bátnum undan sjó. Við tókum allt, sem ekki var nagl- fast, úr honum, til að létta hann. Flóðmunur er aðeirfs 3 fet, og þegar háflóð var drógum við bátinn eins hátt og við gátum. Við höfðum ekki nægilega mik- ið af kaðli til þess að búa til talíu, svo við notuðum bæði siglutrén og varasigluna í stað- inn fyrir hlunna. Hnullungsgrjót ið í fjörunni gerði okkur óleik. Um hádegið höfðum við yfirunn ið mestu erfiðleikana og tókum okkur góða hvíld og fengum okkur að borða, en svo byrjuð- um við aftur. Þar sem fjörumöl in var sléttari, notuðum við siglutrén sem kefli. Þar sem meiri halli var, bárum við bát- inn á stöfunum, þar til hann var kominn upp á fjörukamb. Hefð- um við verið vel fyrirkallaðir, hefðum við lokið þessu verki á einni klukkustund, en undir þess um kringumstæðum vorum við myrkranna á milli. Sir Ernest ákvað að við skyldum ekki hætta á að fara á bátnum kring- South Georgia til austurstrand- arinnar, eins og hann var brot- inn og á sig kominn. Eftir að við höfðum gengið yfir South Georgia, sendi Sir Ern- est bát okkar, ‘James Caird”, til Liverpool í Englandi. Um vorið 1920 flutti ég hann til London á flutningsvagni, sem tengdur var við farþegalest. Com. Stenhouse, vinur minn, skipstjóri á e. s. Aurora, aðstoð- aði mig. Sir Ernest lánaði Middlesex sjúkrahúsi bátinn, en stúdentar þaðan óku honum um stræti Lundúnaborgar og söfnuðu með fé fyrir sjúkrahús- ið. Síðan var báturinn fluttur á Albert Hall, þar sem Sir Ernest hvíldar á landi. Við skriðum í;hélt fyrirlestur fyrir sjúkra gegnvota svefnpokana, völdum; húsið og safnaði fé í sama til okkur þurran stað í fjörumöl- inni, þó ekki væri sléttur, og reyndum að liggja svo þétt gangi. Seinna hjálpaði ég hon- um til þess að færa bátinn til Selfridge byggingarinnar, og var sem unnt var, til þess að hlýrra i hann þar til sýnis á þakinu fyrir yrði. Klukkan var 10 að kveldi.! smáþóknun, og var því fé safn- Sir Ernest tók fyrstu vakt við t að í sama tilgangi. Loks lét Mr. að passa bátinn, með sinni j Rovett flytja hann til Dulvich venjulegu ósérhlífni. Hann stóð hins gamla skóla þeirra Sir 3 tíma í staðinn fyrir einn Ernest, og þar er hann enn. klukkutíma. Stuttu eftir að Birgir Thoroddsen þýddi.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.