Lögberg - 11.12.1947, Blaðsíða 5

Lögberg - 11.12.1947, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. DESEMBER, 1947 5 AHUGA/UAL UVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON A. A. Áfengisástríðan Frá aldaöðli hefir ofdrykkjan verið eitt af verstu meinum þjóðfélagsins; ofdrykkjumenn og konur hafa ekki einungis oft eyðilagt sína eigin lífshamingju heldur og leitt ógæfu yfir börn sín og heimili með áfengis- ástríðu sinni. Barátta gegn ofdrykkjunni Margvíslegar tilraunir hafa verið gerðar á öllum tímum til þess að koma í veg fyrir hóf- lausan drykkjuskap. Algert vín- bann hefir verið leitt í lög í sum um löndum, en það hefir reynst misjafnlega vel; bindindisfélög hafa verið stofnuð; kirkjunnar menn hafa þrumað gegn áfengis bölinu, hæli fyrir ofdrykkju- menn hafa verið stofnuð, en þótt alt þetta muni hafa gjört nokkuð gagn, þá er síður en svo að tilætluðum árangri hafi ver- ið náð. A. A. Árið 1935 tóku tveir menn í Akron í Bandaríkjunum saman höndum, til að reyna að hjálpa hverjum öðrum að yfirbuga á- fengisástríðu sína. Annar þeirra var læknir, en hinn kauphallar- miðlari. Þeim fannst það gefa þeim þrótt í baráttu þeirra að reyna að hjálpa öðrum of- drykkjumönnum. Þegar löngun in í áfengi greip þá, fóru þeir á fund annara áfengissjúklinga í sjúkrahúsum og hælum, og töluðu um fyrir þeim. Konur þessara manna tóku líka þátt í baráttu þeirra og veittu ofdrykkjumönnum at- hvarf á heimilum sínum. Árið 1939 voru þessi tvenn hjón búin að snúa um hundrað manns af vegum ofdrykkjunnar til far- sældar og ánægjulegs lífernis. í bók, sem þessir menn gáfu út um þetta leyti, skýrðu þeir frá reynslu sinni og hvernig þeir Trefðu lækijast. Bókin var nefnd Alcoholics Anonymous og þessi félagsskapur tók sér það nafn. en er venjulega nefndur A.A. Fé- lög sem þessi hafa nú verið mynduð víða í borgum Banda- ríkjanna og Canada og árangur- inn af starfi þeirra eftir þennan stutta tíma virðist ganga krafta verki næst. A.. A í Winnipeg I janúar 1945 stofnuðu tveir menn í Winnipeg A. A.-deild. Hér, sem annarsstaðar, hefir félagsskapurinn komið afar miklu góðu til leiðar. Hann hefir farið hraðvaxandi og telur nú um hundrað meðlimi, en með- limatala allra deildanna er 50.000. í þessari viku hélt A. A. sinn fyrsta fund fyrir almenning og sóttu hann yfir 1000 manns. — Ágætur ræðumaður frá Banda- ríkjunum var til staðar. Auk hans töluðu Miss Mildred Mc Murry, Public Melfare Services, M. H. Garton, dómari og Dr. T. A. Pincock sálsýkislæknir. — Forseti A. A.-deildarinnar í Winnipeg var fundarstjóri, en hann var annar af stofnendum deildarinnar. Vegna þeirrar stefnu A. A,- félagsmanna, að vinna fyrir málefnið, en ekki til að auglýsa sjálfa sig, eru aðalræðumaður og forseti félagsins ónafngreind- ir. — Ofdrykkja er sjúkdómur Ræðumaður lagði mikla á- herzlu á það, sem fæstir gera sér grein fyrir, að ofdrykkja er sjúkdómur, eins og t. d. sykur- sýki, og sá, sem einu sinni er ÆFINMINNING búin að fá þá veiki, getur ekki læknast þannig, að hann geti orðið hófdrykkjumaður; hans eina vo ner að hætta algerlega. Eitt glas af áfengi varpar honum aftur út í ógæfuna. Hann hefir ekki vald yfir sjálfum sér eftir að hann hefir drukkið fyrsta glasið. Drykkjusjúklingar þarfnast skilnings og samúðar í tilfellum, þar sem læknar, lögregla og kirkja hafa verið ráð þrota, hefir A. A. getað hjálpað, vegna þess að þeir skilja of- drykkjumanninn og vita hvað hann er að fara í gegnum. Þeir líta ekki niður á hann; þeir vita að hann á við hættulegan sjúk- dóm að stríða og vita af sinni eigin reynslu, hvað hann á að taka til bragðs til að bjarga sér. Þetta finnur sjúklingurinn og á því hægara með að taka leið- beiningum frá A. A., en öðrum. Hvað er ofdrykkjumaður? Ofdrykkjumaður er hver sá, sem neytir áfengis þannig, að það verðuí’ starfi hans, heimilis- lífi og félagslífi til stór tjóns; — hann getur ekki hætt að drekka þótt hann æski þess. “Þetta álít- um við andlegan og líkamlegan sjúkdóm. Við álítum að við sé- um sjúkt fólk, sem ekki má láta áfengi koma inn fyrir okkar varir, fremur en sykursjúkur maður má borða sykur”, sagði ræðumaðurinn. Tilgangur félagsins í A. A.-félaginu er fólk, sem kannast við það hreinskilnislega að áfengi er eitt þeirra mesta vandamál, og hefir ákveðið að finna bót við því. Hver sem af einlægum vilja, vill hætta að drekka, fær inngöngu í félagið. Gjalds er ekki krafist. Tilgang- ur félagsins er einungis sá, að hjálpa ofdrykkjumönnum til þess að læra að lifa heilbrigðu og farsælu lífi. Vegurinn frá vonleysi íil heilbrigðs lífs Þá skýrði ræðumaður frá þeirri aðferð eða skrefum, sem þeir tóku í áttina til viðreisnar: 1. Við viðurkenndum að við stæðum ráðþrota gegn áfengis- neyslu og við gætum ekki lengur stjórnað okkur sjálfir. 2. Við öðluðumst þá sannfær- ingu að kraftur, sem er okkur æðri, geti komið fyrir okkur vitinu. 3. Við tókum þá ákvörðun að fela vilja okkar og líf guði. eins og við hugsum okkur hann. 4. Við gerðum upp óttalaust reikning okkar í siðferðislegum skilningi. 5. Við játuðum fyrir guði, fyrir sjálfum okkur og fyrir annari mannveru, hið sanna eðli yfirsjóna okkar. 6. Við vorum reiðubúin til þess að fela guði að nema burt veilurnar í skapgerð okkar. 7. Við báðum hann í auðmýkt að nema það burt úr lífi okkar, sem ábótavant var. 8. Við sömdum skrá yfir það fólk, sem við höfðum gert eitt- hvað á móti og urðum viljugir að bæta fyrir það. 9. Við gerðum ákveðna til- raun að bæta þessu fólki upp, þar sem það var mögulegt, ef það ekki gerði þeim eða öðrum mein. 10. Við héldum áfram að gagnprófa okkur persónulega og játuðum fúslega yfirsjónir okkar. 11. Við leituðumst við, með bænum og hugleiðingum, að Þann átjánda apríl síðastlið- mn, andaðist á heimili sínu á Gimli, merkismaður sem vann sveitungum sínum og bygð svo þarft, eflandi og víðtækt starf, að seint verður metið til fulln- ustu. Hann var Sigtryggur Jón- asson og var kallaður “Tryggvi”, af þeim sem var vel til hans, en það voru flestir íbúar Nýja-ls- lands. Hann var fæddur fimmt- ánda nóvember árið 1880 í Ný- haga, tæpar tvær mílur norður af Gimli, þar sem nú eru á vatns bakkanum búðir Canadian Sunday School Mission. Land- námið í Nýja-íslandi var þá að- eins fimm ára gamalt og erfiðis þungi frumbýlingsins grúfði yf- ir öllu. Foireldrar hans voru hjónin Jónas Stefánsson og Steinunn Grímsdóttir, sem komu vestur um haf 1874; sátu fyrsta vetur- inn í Kimmount Ontario, og fluttust þaðan inn í Vesturland Canada í fyrsta íslenzka hópn- um, sem reysti bygð við vestur- strönd Winnipeg-vatns, seint í Október árið 1875. Jónas var fæddur og uppalinn á Þverá í Blönduhlíð í Skagafirði, sonur Stefáns Jónssonar bónda, og Guðbjargar Tómasdóttir, konu hans; en Steinunn, móðir Tryggva var fædd á Brettings- stöðum í Flateyjardal í Þing- eyjarsýslu, dóttir Gríms Gríms- sonar frá Egg í Hegranesi í Skagafjarðarsýslu og Steinunar Guðmundsdóttir. Þegar Tryggvi fæddist voru harðindi og hörm- ungar landnáms-áranna þegar búin að svifta foreldra hans fjór um börnum sem þau höfðu eign ast, svo hann fylti þar mikið skarð. Trygðaböndin, sem þau bundnu við hann frá því fyrsta, héldust meðan þau lifðu, enda reyndist hann þeim í alla staði umhyggjusamur og ástríkur son ur. Drenghnokki á tólfta árinu, var hann þegar hann byrjaði að fara í vetrar-fiskiver norður á Winnipeg-vatni með föður sín- um og hélst oft við dögum sam- an í bjálkakofa meðan faðir hans var að flytja aflann til markaðar á uxum alla leið til Selkirk. 1 einverunni stytti hann sér stundir, þó barn væri, við að tálga og smíða og leitast við að finna nýja vegu til að gera nauð synja snúninga auðsóttari. — Þó brosað væri að “uppfyndinga”- tilraunum litla drengsins, var samt þarna að byrja að brydda á vísirnum að framtíðar æfi- starfi hans. Árin liðu. Skólaganga vai^stop- ul því hann fór hvern vetur í fiskiver. En hann stæltist og harðnaði og varð hraustmenni fram yfir það algenga. Sund- maður með afbrigðum, glíminn, og fljótur, bæði á skíðum og skautum. Enda kom það sér vel í þeirri ójöfnu baráttu við nátt- úruöflin. Eitt haust þegar Tryggvi var enn vel innan við tvítugt, lagði hann á stað langt norður á vatn á ís og var við annan mann. — Þeir höfðu fimm-hunda-lest fyr- ir skíðasleða, með flutning á. — Isinn var snjálaus og sléttur eins og æfinlega þegar leggur í logni, og var álitinn fær. Þegar þeir félagar áttu enn eftir 30 mílur til lands gekk í ofsarok og ísinn tók að springa með þrum- um og dynkjum. Ókleyft var að snúa aftur því að að baki þeim Sigtryggur Jónasson, —Tryggvi Nóv. 15.. 1880—apríl 18., 1947 styrkja vitundar-samband okkar við guð, eins og við hugsum okkur hann; báðum aðeins um vitneskjuna um hans vilja gagnvart okkur, og máttinn til að fylgja honum. 12. Eftir þá andlegu reynslu sem ofangreind stig eða skref veittu okkur, reyndum við að flytja þennan boðskap til of- drykkjumanna, og láta þessar grundvallarreglur stjórna öllum okkar athöfnum. gapti við breið sprunga og opið vatn. Þeir vissu af reynslunni, þó báðir væru unglingar, að skamt mundi milli lífs og dauða og að eitt tímans augnablik gæti skorið úr. Tryggvi var á íslenzk um skautum, heima-tilbúnum eins og tíðkaðist í þá daga. Hann lét félaga sinn leggjast flatann ofan á flutninginn á sleðanum; svo spennti hann hröðum hönd- um, langa ól við aktýgi forustu hundsins og batt hinum endan- um utan um sig og renddi á stað á undan lestinni, alt hvað af tók. Það sagðist hann hafa mest flýtt sér á æfinni. Þeir náðu landi fám mínútum áður en vatnið braut upp svo langt sem augað eygði, og voru taldir af í tvo mánuði. Tryggvi hafði þarna með snarræði og Islenzkri karl- mensku hremmt úr höndum náttúruaflanna augnablikið sem varð til þess að þeir björguðust. Það var heldur ekki í eina skift- ið að hurð skall nærri hælum hjá honum eins og mörgum öðr- um, setn öttu kappi við Winni- pegvatn. Framan af æfinni fékst Tryggvi aðallega við fiskiveiðar og hafði oft stórar útgerðir og stundum tvær, með misjöfnu láni. Þótt gróðinn væri með köflum all-mikill fyrir stutta útivist þá át hann sig upp milli í kostnað og aflaleysi. Meðfram í huga hans var alt- af sú meðvitund að fiskiveiðar eingöngu, sem atvinna yrðu völt heill nýlendu-búum til framtíðarþroska. Þegar fiski-fé- lögin innlendu og frá Bandaríkj unum tóku að magnast og fiski- tekja að ganga til þurrðar, fór Tryggvi fyrir alvöru að snúa sér að öðru. Hann hafði í hjáverkum í nokkur ár fengist við margs- konar smíðar og vélafræði og var búinn að koma sér upp smiðju á Gimli nokkru áður en hann hætti að hafa útveg. Þar byrjaði hann að leggja sig við bæði járn- og bátasmíði. Bátarn- ir voru vænar skútur með vél- um, húsað yfir og raflýstar — nýung í þá daga. Hánn hafði að- gerð á allskonar vélum og verk færum og smíðaði oft úr málmi stykki þar í, eftir þörfum. Tryggvi lagði kapp á að afla sér þekkingar á nýjustu aðferð- um og umbótum sem lutu að vélafræði; tók upp og notaði sér allt sem praktískt var, og fylgd- ist með uppfyndingum nútím- ans fram á enda daganna. Ekki var hann samt ánægður í þess- um verkahring — fanst hann ekki nógu víðtækur — fyrr en hann bætti við sig, þegar hann var um þrítugt, því starfi sem nýlendan í heild sinni hafði meiri hagnað af og sem hann lagði allt sitt kapp og hugvit í að efla upp frá því, en það var brunnaborun með vélaafli. Að ná í brunnvatn hafði frá upphafi verið svo erfitt að það stóð bæði bændum og bygð fyr- ir framför. Handgrafnir brunn- ar féllu inn eða þornuðu upp og þurfti alltaf að endurnýja og dugði þó ekki til. Það var af hendingu að Tryggvi sá borunar vél að gera brunn með því móti að reka mjóar pípur ofan í jörð- ina hvað langt niður sem þurfti, þar til vatn náðist. Svo heilla- vænlega leizt honum á þessa að- ferð að hann var kominn með sína eigin vél næsta ár og byrj- aður á að gera þessa gosbrunna — Artesian Wells — sem nú glampa og glitra um alt Nýja- ísland. Þeir urðu nærri þúsund að tölunni, sem hann gerði áð- ur en heilsan brást. Verkið var sverasta erfiði, unnið í hvaða veðri sem var, aðsóknin mikil þegar vel áraði og menn höfðu peninga til. Um tíma hafði hann tvær vélar eða úthöld. Hann kynnti sér annara aðferðir á þessu verki og bætti við af sínu eigin hugviti mörgu sem dugði betur við jarðlag, veður og vatns magn í jörðu nýlendunnar. Tryggvi gekk aldrei á gerðan samning og hætti aldrei við brunn fyrr en hann var búinn að ná vatni fullu magni og búa vel um, hvað djúpt sem bora þurfti og hvað oft sem hann varð að sprengja í gegnum klettalög. Ef brunnur varð kostnaðarmeiri en um var samið bar hann sjálf- ur hallann. Svo varkár og viss í sínu verki var hann, að aldrei urðu slys eðá skemdir af, þó hann færi sífelt með sprengiefni — dynamite. — Hann fann upp, og fullkomn- aði aðferð að búa svo traustlega um í kringum pumpur, að hvorki raskaði vatn né frost í jörðu. Það komu inn keppinautar af og til en hvörluðu jafnan frá. — Þó hann sæti oftast einn um þessa atvinnu, hækkaði hann aldrei verð fyrir þær sakir. Hann fékk tilboð úr öðrum bygðum og jafnvel utan Mannitobafylkis, en kaus ávalt að vinna í Nýja- Islandi. Brunnar eftir hann eru þó víðar — norður við Hudson og suður við Néttley, og þar á milli um þvera og endilanga bygðina; hjá annara þjóða mönn um jafnt og íslendingum; í bæj- um og á bændaheimilum og við ýmsar stofnanir. Þegar Domminion stjórnin var að koma upp flugvellinum á Gimli, sem kostaði margar milj- a ónir var fengið félag úr öðru fylki til að bora brunnana sem þurfti. Eftir að hafa reynt rangurslaust í heilt sumar að ná vatni, gekk þetta félag frá og bað Tryggva að taka við. Hann lauk verkinu á stuttum tíma, gekk frá öllu með sinni vanalegu vand virkni og hefir ekkert verið fundið að. En heilsan var á þrot um og hann lagði niður verk stuttu síðar. Þarna var samt komið mikið og mikilsvert tillag frá einum manni til hjálpar landi og lýð. Það má segja að allir þessir gosbrunnar, sem færa líf og frjágvun um alla byggðina, beri þögult vitni að hér hafi verið á ferð trúverðugur og ötull son ur frumbyggjanna, sem líka unni framför. Þeir eru minnis varðar sem hann reisti sér sjálf- ur. Um eitt tímabil tók Tryggvi töluverðan þátt í opinberum mál um og sat í bæjarstjórn í nokk- ur ár, þar sem haann lét sér ant um velferðarmál Gimlibæjar. í trúarbrögðum aðhylltist hann Unitara-stefnuna, þó hann gæti aldrei kallast mikill kirkjumað- ur. Hann skifti sér yfirleitt lítið um flokksmál en var samt með verkamönnum í pólitík á seinni árum. Tryggvi var hjálpsamur og úr- ræðagóður og taldi hvorki tíma né ómök fyrir aðra, eftir sér. Enda var hann sá maður sem oft ast var leitað til í vandræðum, hvort sem það var að leita eftir einhverjum tíndum, flytja sjúka, kafa eftir verðmæti sem skolast hafði í vatnið eða gera við eitt- hvert verkfæri í flýtir. — Hann var sí-vinnandi og fanst hann þó aldrei gera nóg, jafnvel þó alt sem hann snerti léki í hönd- unum á honum og afköstin væri væri miklu meiri en í meðallagi. Frístundir sínar brúkaði hann mest til lesturs, helzt um það sem gat aukið honum þekkingu á vinnuaðferðum, en líka sér til skemtunar. Hann hafði yndi af gömlu sögunum íslenzku, rím- um og kveðskap. Líka skemti hann sér vel við hetjusögur Norðurlanda og hafði dálæti á ritverkum Sir Walter Scott. Árið 1907 kvæntist hann eftir lifandi konu sinni Helgu Hall- dórsson, dóttur Jónasar Hall- dórssonar frá Keldudal í Hegra- nesinu og konu hans, Helgu Steinsdóttir frá Stóru-Gröf. Það fór vel á með þeim og hún var honum önnur hönd í nærfelt 40 ár, sem þau nutu að vera sam- an. Þau eignuðust fimm börn, einn son og fjórar dætur, öll uppkomin og mannvænleg. Þau eru: William Wallace, Gimli, kvæntur Ingibjörgu Goodman; þau eiga tvo sonu; Helga, Mrs. W. J. Kellough, Winnipeg, eina dóttir; Thelma, Mrs. Stefan Anderson, Gimli, þrjú börn; — Steinunn — Mollie — Mrs. F. A. Reid, Vancouver; Jónasína Guðbjörg, Mrs. D. E. Franklin, Winnipeg, tvö börn. Einnig lifa hann þrjár systur, Eugenia, Mrs. Peter Feldsted, California; Steinunn, Mrs. A. N. Rommerville, St. Vital, Man., og Jónasína, Mrs. Valdimar Abra- hamson, Leslie, Saskatchewan. Tryggvi car ástríkur og um- hyggjusamur eiginmaður og heimilisfaðir og undi sér bezt heima, með konu og börnum. Hann var fastur í lund, nokkuð a' einrænn og samdi sig í mörgu eftir forn íslendingum og var vandur að virðingu sinni. Reglu maður var hann, fyndinn' og spaugsamur og bjó yfir framúr- skarandi hæfileikum til þess verklega. Tryggur vinur var hann þar sem hann tók því, orð- heldinn og áreiðanlegur og lagði oft mikið á sig fyrir aðra. — Út- fír hans fór fram frá Unítara kirkjunni á Gimli þann 22. apríl að viðstöddum stórfjölda fólks, komið víðsvegar að úr Nýja-íslandi. Séra Philip Péturs son flutti síðustu kveðjuorðin. Fjölskyldan hans — konan og börnin og litlu barnabörnin — sem öll voru honum kærari en lífið sjálft; og systurnar, sem hann hafði svo oft verið góður við — þau öll, kveðja hann með söknuði og ást og virðing og þakka honum fyrir öll ár sam- verunnar og allan hans djúpa og mikla kærleika til þeirra. “Far þú í friði, Friður Guðs þér fylgi, Hafðu þökk fyrir alt og alt”. S. J. S. KAUPENDUR LÖGBERGS OG HEIMSKRINGLU Á ISLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang, kr. 25.00 fyrir hvont blað. Dragið ekki að greiða blöðin. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, enu vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐM UNDSSON HOLTSGATA 9, REYKJAVIK

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.