Lögberg - 01.01.1948, Síða 2

Lögberg - 01.01.1948, Síða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. JANÚAR, 1948 Séra Friðrik A. Friðriksson: Góður Þegn Oft er á þegnskap minzt á vorri tíð, og er það að vonum. Ríkj- andi merking þess hugtaks er ef- laust ljós þorra manna. Góður þegn er sá, er rækir skyldur sín- ar og leggur sig fram í þágu þeirrar heildar, sem hann er hluti af. Hann er virkur og veit- andú Þannig á hann að vera, það skilja menn. En hvers vegna? Á hvaða sanngirnisgrundvelli verð ur sú krafa gerð, að þegn sé virk ur og veitandi? Þeim, að hann er jafnframt og fyrst og fremst óvirkur þiggjandi. Eg læt mér detta í hug — þótt ófróður sé í ættfræði orða — að frummerkingin í orðinu þegn sé Þiggjandi; að það sé sömu rót- ar og sögnin að þiggja, og þá sömu merkingar og þegi, sbr. launþegi, verkþegi. Þegn er þá sá, er nýtur góðs af umhverfi sínu, félagi sínu, þjóð sinni. Hvort sem frummerking orðs- ins er þannig rétt skilin eða ekki, þá er víst um það, að hvert mannsbarn jarðar er í óendan- lega ríkum mæli þiggjandi — allt frá því, er vér sjúgum brjóst mæðra vorra, og þar til er vinir vorir veita oss nábjargirnar. — Þetta ásannast því meir, sem samskipti manna verða meiri og verkaskiptingin víðtækari. Eng- inn af oss getur neytt máltíðar, klæðst spjör, byggt húskofa, brugðið Ijá í gras, rennt öngli í sjó, án þess, að þar komi til vit og strit miljónanna, þeirra, sem lifðu fyrr, og þeirra, sem lifa nú. Og hver væri þekking vor, hver hlutdeild vor í listum og hug- sjónum, án tilverknaðar hinnar miklu heildar? Margir munu kannast við samtal milli lítils drengs og vinnustúlku um það, hve marga menn þyrfti til að búa til eina pönnuköku. Að forminu til er það mjög barnalegt samtal. — Samt er það þrungið af eftir- tektarverðum sannindum. Fyrst og fremst minnir það á þá hollu tíma, þegar heimilisfólkið allt taldi sig samábyrgt um fræðslu og uppeldi hinna ungu. — Þessi vinnustúlka hafði hugsað út í það, og gerði sér ómak um að koma Pétri litla í skilning um það, að pönnukökuna var ekki hægt að búa til án þess, að fjöldi manna víða um lönd, í alls konar iðngreinum — bændur, malarar, námumenn, smiðir, sjómenn, kaupmenn, hugvitsmenn — leggðu þar hönd að verki. Til eru postulleg orð, sem vert væri að hver maður þekkti og skildi: “Þér eruð verði keyptir”. Postulinn á að vísu sérstaklega við það lausnargjald, er Meistari kristinna manna greiddi mönn- unum til frelsis og hamingju. En jafnframt mega þessi fáu og djúp s^yggnu orð minna á þau sann- indi, að allir sigrar vizku og kær- leika, svo og öll nytsemdarstörf fortíðarinnar, voru í eðli sínu lausnargjöld í þágu samtíðar og framtíðar. Trúmennska og þegn lund kynslóðanna frá örófi vetra — hjá vöggunni, á akrin- um, á sjótrjánum, í leitinni að þekkingu og sannleika — er undirstaðan, sem líf og lífslán hvers manns á jörðunni byggist á. “Þér eruð verði keyptir”. í ljósi þessara sanninda verð- ur sú krafa sanngjörn, að hinn óvirki þiggjandi sé jafnframt virkur veitandi, þ. e. góður þegn. Þegniðja hans er fyrirfram vel borguð. Og hver er sá, er allt vill þiggja, en engu launa, og haldi mannsheiðri sínum jafn- framt? í Norður-Ameríku hefir um langt skeið þróast mjög kot- roskin einstaklingshyggja. — Kjarni hennar er hugmyndin um “the selfmade man”, þ. e. manninn, sem gerði allt sjálfur, var einn sinnar gæfusmiður, er öllum óháður, finnst hann mega vera ríki í ríkinu, þarf hvorki að gefa Guði né mönnum dýrð- ina. Vestrænir hugsuðir hafa í seinni tíð ráðist á þennan hugs- unarhátt, og sýna fram á hve meingaður hann er af grunn- færni og vanþakklæti. Það hlýtur að vera af skilnings leysi á þá þakkarskuld, sem hver maður er í við samfélagið, þegar menn gerast svo fráhverfir heild inni, að þeir vilja ekkert fyrir hana vinna út yfir það, sem þeirra eigin stundlega þörf og landslög neyða þá til. Það skyldi vera, að þetta andfélagslega viðhorf hafi ekki heldur farið í vöxt í þessu landi á seinni ár- um. Hvað um það — innanlands og utan hefi ég þráfaldlega heyrt fólk rökræða sem svo, — og það með nokkrum yfirburðaþótta: “Eg skipti mér ekki af öðrum, og vil fá að vera óáreittur”. — “Vei, §amskotalistum og sölumerkj- um”. — Allmjög lætur þegnlundar- leysið á sér bera gagnvart opin- berum stofnunum, svo sem hreppsfélagi, ríki og kirkju. Hér skal ekki fjölyrt um kirkjuna, því að í því efni hafa vel flest- ir íslendingar, bæði flón og full- vitar, svo gjörsamlega tapað átt- um, að þeir eru eins og sakleys- inginn í Paradís, sem enga hug- mynd hefir um blygðun. Nær- tækara er að minnast á viðhorf- ið til hreppsins — útsvarssár- indin með tilsvarandi umtali. — Eða þá viðhorfið til ríkisins. Fyrir áratug síðan var hér á ferð Vestur-íslendfngur, einn hinn ágætasti, sem verið hefir, maður, sem unni þjóð sinni heil- um huga, vakti í hvívetna yfir sæmd hennar, og varði að miklu leyti ævi sinni og ljómandi gáf- um til að hjálpa þjóðbræðrum sínum að halda hópinn og varð- veita arfinn “að heiman”. Mán- uðina, sem hann dvaldi í Reykja vík, bar margt fyrir augu og eyru, sem fékk honum umhugs- unar. Hikandi, næstum því í hálfum hljóðum — eins og þeg- ar maður trúir vini sínum fyrir ávirðingum sinna nánustu — sagði hann mér frá því, að skammt frá verustað hans hefðu allmargir menn unnið að opin- berri byggingu. Undraðist hann mjög aðgerðaleysi þeirra. Smám saman varð hann þeim málkunn ugur. Þetta reyndust viðkynni- legir menn, engir aumingjar, engin flón. En kæruleysið og ótrú mennskan í hugsunarhætti þeirra gagnvart hinu opinbera gekk alveg fram af honum. í sjálfu sér var það nógu meiðandi fyrir þjóðeriniskennd hans, að sjá íslenzka menn vinna með mannskemmandi sviksemi. En fyrir mann, sem á hinum er- lenda vettvangi þoldi ekkert hnjóðsyrði um heimaþjóðina, var það hreint áfall, að kynnast husgunarhættinum. Eg veit, að þegar hann hvarf aftur vestur um haustið, bjó hugur hans yfir sársaukakenndum kvíða. Gat það verið, að þjóðmenning fs- lands, væri svona komin? Hve lengi má sú þjóð standast, er fyr- irlítur og svíkur sínar eigin stofnanir? En sé svo, að opinberar stofn- anir hafi brotið af sér virðingu manna, .hverju mundi þá helzt um að kenna? Engu öðru frem- ur en því, að áhuga skortir, þegnlund og fórnfýsi, á þeim vettvangi, þar sem mannrækt- in fer yfirleitt fram. þ. e. í hin- um smærri afstöðum heima fyr- ir, — á heimilunum, í félagslífi og menningarviðleitni hverrar bygðar. Þar liggja háræðar þjóð- líkamans sem miðla hinni menningarle'gu næringu. — Þegar því fólki hverrar byggðar fjölgar, sem allt er óviðkomandi, nema eigin hagsmunir og eigin næði, þá er skammt þess að bíða, og þjóðin fari að þjást af andlegum og siðferðilegum efnaskorti. Margir gera tungu sinni það ómak, að reyna að sannfæra sjálfa sig og aðra um það, að félagslíf almennings sé yfirleitt svo fálmandi, árekstra- samt og umkomulaust, að það sé ekki liðveizlu vert. 1 mörgum tilfellum væri það alls ekki svo umkomulaust, ef það nyti alls þess þegnskapar, sem um gæti verið að ræða. Hvað sem um það er, þá er staðreyndin blátt áfram sú, að á þessari brotgjörnu menningarviðleitni fljóta allir, — þeir, sem hafast að, og hinir, sem halda að sér höndum. Eins og mosinn er forsenda og fyrir rennari hinna miklu skóga, svo er þegnlund fjöldans í hinu smáa skilyrði þess, að hver þjóð eigi mikilhæfa þegnskaparmenn í opinberum störfum og öðrum stórum hlutverkum. Það er svo margt í hverri byggð, sem gera verður, ef vel á að fara, — svo margt, sem eng- in lög ná til, og er því alveg kom ið undir þegnlund manna og félagshyggju. I raun réttri er þar enginn undanþeginn. Þess ger- ast þó ófá dæmi, að menn uni því vel, að láta sinn hlut eftir liggja. Frægt atvik kom einu sinni fyrir í Provence í Suður-Frakk- landi. Þar var ábóti nokkur, kominn á efri ár, víðkunnur fyrir mannúð sína, ljúflyndi og kærleiksverk. Á sinni löngu starfsævi hafði hann gert flest- um í nágrenni klaustursins eitt- hvað gott. Byggðarbúar fóru ekki dult með það, hvílíkt happ og heiður það væri fyrir þá, að hafa slíkan ágætismann í byggð- inni. Eitt haustið, þegar komið vhr að vissum vegamótum í ævi hans, samþykktu allir með fögn- uði, að byggðarbúar hefðu sam- tök um að heiðra hann. Vínupp- skeran stóð þroskuð á ökrunum. Það varð að samkomulagi, að hver einn skyldi leggja fram vissan mæli af sínu allra-bezta ávaxtavíni og fylla þannig vín- ámu hins góða ábóta. Stundin kom, afmæli ábótans, og öll byggðin heimsækir hann. Ábót- inn gengur að ámunni til að bragða á hinu ljúffenga víni, og þá væntanlega til að þakka fólk- inu fyrir gjafir þess og góðvild. Kom þá í ljós, svo leitt sem það var, að áman var barmafull — af vatni. Ábótinn varð auðvitað mjög hissa. En gefendurnir þurftu ekki að sækja skýringuna langt. Hver um sig hafði hugs- að sem svo: “1 svo miklu magni af allra-bezta ávaxtavíni, sem hinir koma með, gætir þess ekki, þótt ég láti bara vatn”. Ekki svo að skilja, að þessum Provence- búum væri það ekki mjög kært, að hinn mæti maður væri heiðr- aður og áman hans fyllt með kostavíni. En þeir voru allir ráðnir í að ná þeim lofsverða tilgangi þannig, að kostnaðurinn og fyrirhöfnin leggðist á ann- arra herðar. Hver hlífði sjálfum sér, og ætlaði öðrum að gera það, sem gera þurfti. Útkoman varð eftir því. Hamingja mannfélagsins þykir á vorri tíð víða nokkuð “vatns- blandin”, vægast sagt. Engan þarf að furða á því. Provence- hugarfarið er svo útbreitt. Menn láta sér sjást yfir tvennt. Fyrst það, að það er minnkun og mannskemmd hverjum þeim, sem getur verið veitandi, að vera aðeins þiggjandi. 1 öðru lagi það, að máttur samfélagsins til að þjóna einstaklingnum felst í því, að einstaklingurinn þjóni samfélaginu — að þegn sé þjónn. Þar sem einstaklingurinn laumast frá drengilegri skyldu, lætur sinn hlut eftir liggja og ætlar öðrum að hirða hann, þar kiknar samfélagið að lok- um undan byrðum sínum og allsherjar ógæfan dynur yfir. Hlédrægni manna og aðgerða leysi þarf ekki alltaf að vera af illum toga spunnið, heldur bara af yfirlætisleysi og auðmýkt hjartans. Kunningi minn vestan hafs, sem ég karpaði oft við, fé- lagshæfur vel, en óvirkur félags- Iðkið djúpan andardrátt lega, lét einu sinni svo um mælt, að þeir menn mættu hafa meira sjálfsálitið, sem alltaf væru á þönum við félagsmál. Satt er það, að af öllu góðu má ofmikið gera, og í félagsfómum ber að gæta skynsamlegs meðalhófs. Og auðmýktin — hún er í sann- leika göfug dyggð og alltof sjaldgæf. En hún getur líka orðið afar þægileg dyggð, þ. e. þegar hún sparar manni ómök og leggur til sannfæringu um það, að rétt sé að leggja eigin byrði á annars bak. í Gamla testamentinu er eitt afburðafagurt dæmi þegnskap- ar, sem lítt hefir verið á lofti haldið. Það er í frásögunni af Davíð konungi, Batsebu hinni fögru og manni hennar, Úría. Eftirtektin beinist jafnan öll að fegurð Batsebu og fólskubrögð- um Davíðs. Það er þó í sjálfu sér ekkert merkismál, því að ekki skortir sögur um fagrar konur og vífna menn. Þáttur Úría er aftur á móti fágætur. Davíð kallar hann úr stríðinu heim til hallar sinnar og segir: “Farðu heim til þinnar fögru konu, og láttu þér líða vel”. En Úría fer hvergi, og situr áfram á hallartröppunum. Þegar Da- víð gengur til hans öðru sinni' og spyr hann hvers vegna hann fari ekki heim, svarar Úría á þessa leið: “Þjóð mín á í ófriði. Úti á vígvöllunum eru bræður mínir að berjast. Og þar er örk- in, helgidómur þjóðarinnar í hættu. Hvers vegna skyldi ég þá fara heim og njóta hvíldar?” Hinn óvirka þegn mætti kalla illan þegn. En ekki er líklegt að sá skilningur hafi vakað fyrir Agli á Borg, er hann yrkir Sonartorrek og telur sér það helzt til huggunar, að í syni hans hafi ekki verið “ills þegns efni vaxið”. Egill var ágjam ein- etaklingshyggjumaður og eng- an veginn til fyrirmyndar um hugulsemi við náungann. Þó má sýna fram á að víkingur þessi bar skyn á gildi félagshyggju og þegnskapar. Um það ber vott 20. vísan í Arinbjarnarkviðu — vísan hér færð til nútímamáls: Það hann vinnur, er þrjóta mun flesta menn, þótt fé eigi; því að eigi er skammt milli skata húsa né auðskeft almanna spjót. Hér er Arinbimi svo lýst, að honum safnist sá auður, er aðra menn skorti, þótt ríkir séu að fé; að hann láti sig ekki muna um spölinn yfir í grannans garð — í erindum vinsemdar og lið- semdar; — að hann vilji skefta “almanna spjót”, þ. e. leysa hvers manns vandræði. Þegar vér lesum Eglu, ættum vér að taka vel eftir Arinbirni hersi. Hann var glæsimenni, tiginbor- inn og hraustur, manna sættir, óspar á sjálfan sig — í sannleika góður þegn. Fátt þykir fegra í heimi tóna (Frh. á hls. 3) Allir draga að sér andann, | meðan þeir lifa, en ekki fara all- ir eins að því. Menn nota mest þrjár aðferðir, sem nefna mætti brjóstöndun, þindaröndun og magaöndun. Af þeim er þindar- öndun réttust. Röntgenmyndir hafa skorið úr því. Hver er munur þessara önd- unaraðferða? Hann er í stuttu máli sá, að við brjóstöndun lyft- ist bringan upp og jafnvel axl- irnar líka. Við þindaröndun þenst út brjóstholið neðanvert, þar sem lungu eru stærst. Við magaöndun ýtist maginn fram, en það er óeðlilegt. Hvaða mað- j ur, sem er, getur sjálfur rann- sakað, hvort hann andar rétt að sér, lagfært öndunaraðferð sína, ef þörf krefur, og tamið sér rétt an og hollan andardrátt. Margir anda ekki nógu djúpt. Þess vegna fær blóðið ekki nægilegt súrefni, og afleiðingin er fjör-1 leysi og jafnvel slappleiki. Kyrr- setufólki mun hætt við þessu. Sé ekki andað djúpt, fara líka meltingarfærin á mis við þá hollu hreyfingu, sem djúp önd- un, þindaröndun veldur þeim. Sá, sem vill rannsaka, hvort öndunaraðferð hans er rétt, get- ur farið þannig að: Byrjaðu að morgninum, þeg- ar þú vaknar. Liggðu flatur á bakinu, hafðu aðeins lítinn kodda eða svæfil undir höfðinu. Herðar eða axlir mega ekki vera á koddanum. Leggðu aðra höndina efst á bringuna, hafðu hina yfir bringugrófinni, rétt neðan við bringubeinið; með öðrum orðum: neðst yfir lung- unum. Gættu að því, þegar þú ert í þessum ctellingum, hvar öndunarhreyfingarnar fara fram Andaðu ekki dýpra eða meira að þér en venjulega og gerðu það án allrar árenyslu. Sé öndunaraðferð þín rétt, finnur þú enga hreyfingu undir þeirri hendinni, sem er efst á bringunni, en þú finnur dálitla þenslu eða lyftingu undir neðri hendinni. Þenslan byrjar í miðri bringugrófinni og færist svo eða vex til beggja hliða. Þegar þetta á sér stað, er þindin að starfa á réttan og eðlilegan hátt. Þegar þú ert kominn að raun um, hvað er rétt öndunaraðferð, getur þú farið að iðka réttan andardrátt; og þá getur þú farið þannig að: Þú liggur flatur eins og áður er lýst og andar að þér gegnum nefið, en þú andar ofurlítið meira að þér heldur en þú ert vanur að gera við vanalega, ró- lega innöndun. Þú skalt anda að þér sem sama hraða, andaðu ekki hraðara að þér, þó að þú andir meira lofti að þér. Gættu vandlega að, þegar líður að lok- um innöndunar, hvort efri hluti bringunnar byrjar að lyftast. Ef þú verður þess var, þá er inn- öndun lokið, og þú andar frá þér gegnum nefið. Sé innöndun algerlega bundin við það, sem hægt er að anda að sér með þindaröndun, mun brjóstholið skjótt víkka, og andardráttur- inn dýpka. Ekki má taka öndunaræfing- ar geyst; hægt og rólega, smátt og smátt skal gera andardráttinn dýpri, unz þú hefir tamið þér djúpa innöndun og iðkar hana stöðugt, hvort sem þú liggur, situr eða stendur. Hér er góð og gagnleg æfing til þess: Þú gengur eða stendur upp- réttur. Armar hanga beinir nið- ur með hhðum, og lófar snúa inn að líkamanum. Um leið og innöndun hefst, snýrðu hægt höndunum þannig við, að lófar viti fram. Meðan þú andar frá þér, snúa þeir að líkamanum. Þú gætir þess auðvitað að nota þindaröndun. Þegar gengið er upp brekkur. hlaupið, gengið hratt eða líkams æfingar iðkaðar, er ágætt að iðka djúpa öndun. Þá fyllast lungun svo af lofti í þeim kringumstæð um, að efri hluti bringunnar lyftist dálítið, en kostir hinnar djúpu öndunar koma þá í ljós, og þeir eru minni mæði, meira þol. Réttur andardráttur, þindar- öndun, er alveg hljóðlaus. Menn eiga að draga að sér andann, en ekki sjúga hann í gegnum, því að sogið getur valdið því, að nasaholurnar leggist saman. — Þær eiga að glennast eða víkka við innöndun, en ekki að drag- ast saman og þrengjast. Allar öndimaræfingar eiga að fara fram í svo hreinu og ryk- lausu lofti sem kostur er á. — Sparið ekki hreina loftið! Loks má geta þess, að þindar- öndun er sjálfsagt að nota, þeg- ar menn syngja, halda ræður eða tala mikið t. d. við kennslu. — Hljómfegurð og þol raddar er meira háð réttri öndun en mönnum almennt er Ijóst. En til þess að samræma rétta öndun við söng og tal, þarf annarra æfinga við en þeirra, sem hér eru skráðar. (Heimildarrit: The Technique of Good Speech og The Technique of Singing eftir Kate Emil-Behnke, og tímaritið “Reader’s Digest.*. Sæmundur G. Jóhannesson. íslendingur. Þessi saga endurtekur sig: Skrifstofustúlkan: — Gott kvöld, herra skrifstofustjóri. Fjórum tímu mseinna: — Góða nótt, elsku Georg. •f Presturinn okkar er svo grand- var, að hann fer aldrei í brúð- kaupsveizlur. Hvað á það skylt við grandvar- leik? Jú, hann segir, að samvizka sín fyrirbjóði sér að taka þátt í nok- kru, sem eigi skylt við áhættu. Óli og Svafa Stefánsson heiðruð Á mánudagskvöldið 24. nóv., var virðulegt kveðjusamsæti í Brú Hall í Argyle-bygð fyrir þau Mr. og Mrs. Óli Stefánsson, sem allan sinn aldur afa búið í Brúar-byggðinni, en sem nú voru í þann veginn að flytja vestur á Kyrraafsströnd. Fyrir samsætinu stóð Frí- kirkjusöfnuður, en þátt tóku í því fólk um alla bygðina. Voru heiðursgestunum gefnar virðulegar gjafir: Gullúr — Wrist watch — var þeim báðum gefið frá öllu fólkinu. Söngflokk urinn gaf honum vandað “pen og pencil set” — en kvenfélagið gaf henni “Gull Locket”, en þær Delphine Jónsson og Ruth John son gáfu Eleanor dóttir þeirra, laglega gjöf. Svo voru fleiri gjafir frá ættfólki þeirra. — Skemtiskrá stjórnaði séra E. H. Sigmar. Til máls tóku H. S. Swanson, forseti Fríkirkjusafn- aðar, B. S. Johnson, forseti Frelsis-safnaðar, Ben. J. Ander- son, Margrét Jósephson, Lára Nordman og máske fleiri. Auk þess töluðu heiðursgestirnir nokkur þakklætisorð. Söngvar voru sungnir og fólkið skemti sér með glaðværð. Voru rausnar legar veitingar framreiddar öll- um viðstöddum. Þau Óli og Svafa Stefánson eru tilvalin hjón og manndóms- rík. Þau eru fædd og uppalin í þessu bygðarlagi, og hafa alla æfi tekið virkann þátt í félags- og safnaðarlífi síns umhverfis, og eiga þau miklum vinsemdum að fagna, að maklegleikum. Heim- ili þeirra var hið prýðilegasta. Sérstök snyrtimenska var eitt af einkennum þessara hjóna. Óli er sonur Stefáns Péturs- sonar frá Leirhöfn á Melrakka- sléttu, er lengi bjó í Argyle- bygð og konu hans. Geirþrúður Jónsdóttir frá Márskoti í Reykja dal. — En frú Svafa er dóttir Sigtryggs Stefánssonar frá Svertingsstöðum í Eyjafirði, er frumherji var í Argylebygð og konu hans Guðrúnar Jónsdóttir, sem enn er á lífi. Við burtför þeirra hjóna úr byggðinni er skarð fyrir skildi, en allir vinir þeirra óska þeim til hamingju í þeirra nýja heim- kynni. Þau munu setjast að ná- lægt Vancouverborg, þar sem dóttir þeirra býr, en ekki munu þau hafa skap til þess að setjast í helgann stein, því þau eru á bezt^ aldursskeiði og eiga enn í hug og hjarta, eld og áhuga og framsóknarþrá og manndóms- anda æskunnar. G. J. Oleson.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.