Lögberg - 01.01.1948, Side 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. JANÚAR, 1948
r----------HoQberg---------------------
GoflO út hrern flmtuda* aí
THE COLUMBIA PRESS, LIMITED
895 ÍWirgení Ave., Winnipeg, Manirtoba
Utanáakrlft ritfltjörana:
KDITOR LÖGBERO
t9S Sarirent Ave., Winnipeg, Man
Rtstjóri: EINAR P. JÓNSSON
VerC $3.00 um árið—Borgist fyriifram
The ■'Lörberg’" is printed and pubdshed by
The Columbla Preaa, Limited, 695 Sargtnt
Arenue, Wínnipe*. Manltoba, Canada
Authorized afl.S x.-ond Claas Mall.
Poet Offiee Dept., Oitawa.
PHONB 21 204
I
Friðað og fagurt
umhverfi
Yfir sléttunni vestrænu hvílir óum-
ræðilega mildur friður, friður jólahelg-
innar, friður þjóðar, sem býr við örugg
kjör og lifa vill í sátt og samlyndi við
allar þjóðir heims; sléttan er hulin
mjúkri mjöll, er minnir á tign hins æ-
varandi hreinleika. ,
Skammdegið er þegar um garð geng-
ið, ef maður þá á annað borð varð þess
var vegna sólríkra vökudægra og
stjörnubjartra nátta; dagarnir, hver af
öðrum, lengjast um hænufet, og senn
verður aíbjart um miðjan morgun; feg-
urð lífsins blasir hvarvetna við, nema
ef vera kynni í sálum þeirra manna,
sem skammdegið í þess ömurlegustu
merkingu, hefir náð haldi á, en vonandi
birtir þar einnig að fullu til svo ekkert
skyggi á þann fögnuð, sem aðkomu
hins nýja árs þarf að vera samfara, því
þess bíða vítt um jarðir mörg vanda-
verk, sem aðeins verða leyst með
samúð og gagnkvæmum skilningi.
Að vísu verður sú staðreynd eigi um-
flúin, að þunglega horfist á um eitt og
annað á vettvangi mannfélagsmálanna,
að enn haldi þau stallsystkin Blindi og
Hatur ráð og tefli refskák um völd og
fé; á hinu má heldur ekki missa sjón-
ar, að nótt sem nýtan dag eru einnig
að verki hin æðri máttarvöld, sem
koma í veg fyrir, að mannkynið tortími
sjálfu sér vegna tortrygni og öfundsýki,
en veita því þess í stað siðferðilegan
styrk til þess að verjast hverskonar á-
gjöfum og berjast til sigurs þeim hug-
sjónum bræðralags og sannrar mann-
úðar, er framtíðarríkið mikla verður að
grundvallast á. — 1 sambúð mannanna
á þessari undursamlega fögru jörð, er
ekkert vonlaust nema vonleysið
og það fylgir sjálfu sér til graf-
ar, er herskarar vaknandi þjóð-
sálna þeyta lúðra sína og hvetja
til eggjandi framsóknar í áttina til
varanlegrar lífshamingju og meira
ljóss; lífið á enn eftir að nema sín feg-
urstu lönd, og slíku landnámi verða
heldur engin takmörk sett, því að baki
þess stendur heilagt og órjúfandi lög-
mál hinnar eilífu þróunar.
Nú hefir canadiska þjóðin tekið sæti
í öryggisráði hinna sameinuðu þjóða;
hún á þar veglegt hlutverk að vinna,
sem vafalaust verður henni sjálfri og
mannkynsheildinni til mikillar bless-
unar. —
Það væri lítt afsakanleg vanræksla,
ef ritstjóri Lögbergs léti undir höfuð
leggjast að. þakka opinberlega þær
mörgu og fögru kveðjur í bundnu máli
og óbundnu, er honum og blaðinu bár-
ust í tilefni af demantsútgáfunni miklu
frá 13. nóvember, s. 1. Ýmissar slíkar
kveðjur hefði í rauninni verið gaman
að birta, og mundu sumir undir hliðstæð
um kringumstæðum, naumast hafa
látið slíkt tækifæri sér úr greipum
ganga; en vegna þess, hve mörg
kveðjuskeytin voru persónulegs eðlis,
þótti ekki hlýða að þau yrði birt; þau
geymast líka þeim mun betur í þakk-
látu hjarta réttra hlutaðeigenda, sem
minna er yfir þeim látið.
Vér, sem Canada byggjum, njótum
daglegs útsýnis yfir friðað og fagurt
umhverfi, látum það verða vorn æðsta
ásetning um áramótin, að umhverfi
vort hið ínnra, verði álíka friðað og
fagurt!
Að svo mæltu árnar Lögberg íslend-
ingum, hvar sem þeir eru í sveit settir,
friðaðs og farsæls nýárs!
Heimilið
Svo er guði fyrir að þakka, að ávalt
eru til menn og konur, sem hugsa fag-
urlega og siðbæta með því samfélag
sitt; og gott er til þess að vita, er slíkar
hugsjónir koma fyrir sjónir almennings
í formí hins skráða máls.
Svo að segja í þessari,andránni barst
oss í hendur fréttablað sem gefið er út
í bænum Red Deer í Alberta-fylkinu; í
tilefni af jólunum birti blaðið greinar-
stúf þann, er hér fer á eftir, og geng-
ur undir nafninu Heimilið:
“Það stendur á sama hvert vér för-
um, hvar fundum vorum ber saman,
allir eru sammála um það að enginn
staður jafnist á við heimilið; hin sann-
asta og dýpsta hollusta vor er gagnvart
heimilinu; og um leið og vér hugsum
um vort eigið heimili, minnumst vér
jafnframt með metnaði bæjarins eða
borgarinnar, sem vér búum í, hinna
vingjarnlegu gatna, sem svo margar
hlýjar endurminningar eru tengdar
við; þó jafnast ekkert á við heimili vort,
hina óeigingjörnu ástúð, sem blessaði
líf vort og auðgaði það, hvernig sem á-
statt var. Þegar vér erum að heiman
stefnir þrá vor heim, þar sem ósegjan-
lega Ijúf hvíld bíður vor eftir ferðalag
og þreytu. Við dvöl vora í fjarlægri
borg söknum við svo margra daglegra
atvika, sem gerðust heima; en mest
söknum vér hinnar söngnæmu móður-
raddar, ásamt móðurbrosinu, er vakti
oss til nýs lífs og nýs trausts, jafnvel
eftir að vér höfðum orðið undir í bar-
áttunni við áfenga drykki; vér sökn-
um hinnar nærandi og glæðandi fórn-
arlundar móður vorrar, er umbar alt,
fyrirgaf alt; vér minnumst þess, hve
ótakmarkað valdsvið hún hafði yfir
því, er hún vissi að oss yrði fyrir beztu
að borða; en mest söknum vér ástar
hennar, þessarar fórnandi ástar, sem
aldrei lét bilbug á sér finna og engin
vonbrigði höfðu minsfu áhrif á, þessar-
ar staðföstu, órjúfandi ástar, sem
þoldi alt fram til daganna enda. Og
þegar vér erum að heiman og finnum
til einstæðingsskapar, minnumst vér
jafnframt pabba, sem hins vitra og
reynda manns, er vísaði oss með holl-
um leiðbeiningum þann veg, er vér
yrðum að ganga til þess að ná heilbrigð
um borgaralegum þroska; þá finnum
vér glegst til þess, hve mikið við eigum
honum að þakka og hve mjög vér erum
upp með oss af því að eiga hann að
föður.
Vér skuldum foreldrum vorum holl-
ustu og hlýðni, og megum aldrei láta
neitt það ógert, er aukið getur á fögn-
uð þeirra og þá ekki sízt um hátíðirnar.
Heimilið er konungsríki föðursins,
veröld móðurinnar og paradís barns-
ins”. —
Ritfregn
Sveinn Sigurðsson:
Eimreiðin, júlí—september 1947
Þetta kunna tímarit er um alt hið
"vandaðasta og næsta fjölbreytt að efni
í bundnu máli og óbundnu; það kaupir
enginn köttinn í sekknum, sem kaupir
Eimreiðina og les hana gaumgæfilega,
því svo er bjart yfir innihaldi hennar og
djarfmannlega frá mörgu sagt; íhyglis-
verð er grein ritstjórans, Forboðinn á-
vöxtur, sem fjallar um sorabókmentir,
þar sem höfundur réttilega kemst að
þeirri niðurstöðu, að viturlegast sé að
þegja þær í hel í stað þess að auka út-
breiðslu þeirra með skömmum og há-
mælum; en þetta getur líka átt heima
um fleira en sorabókmentir, er helþögn
in gæti orðið bitrasta vopnið til þarfrar
útrýmingar.
í grein Halldórs Jónassonar, Félags-
hugsjónir og valdasóknin, er meðal ann
ars komist þannig að orði um forustu
Breta á vettvangi heimsmálanna:
“Fremstir á þessari nýju leið — hinni
demókratisku eða þjóðræðilegu þróunar
leið — eru Bretar. Hverju, sem menn
trúa um samband þeirra við hina fornu
ísraelsmenn, mega þeir skoðast hlið-
stæðingar þeirra nú á dögum. Drottins
útvalin þjóð, ásamt þeim öðrum þjóðum
og mönnum, sem ala samskonar félags-
hugsjónir og finna í sér hugrekki og
mátt til að gera þær virkar og starf-
andi”. —
í fyrri grein minni hefir verið drepið
á hinn brezka kjarna frjálsra þjóðborg-
ara, sem ekki láta sér nægja að syngja
messu um hugsjónir sínar, heldur hafa
bæði sáð og uppskorið. Þeir hafa gert
demókratisk kraftaverk bæði heima
fyrir og í heimspólitíkinni. Þau hafa
leitt til sigurs í tveimur heimsstyrjöld-
um og nýrrar vonar fyrir framtíð
vestrænnar menningar, sem margir
voru orðnir vondaufir um”.
Gaman er að fyrirfinna í áminstu
Eimreiðarhefti áður óprentaðar vísur
eftir þá Pál Ólafsson og Þorst. Erlingss.,
en í báðum tilfellum eru vísurnar til
Magnúsar Einarssonar kaupmanns og
úrsmiðs á Seyðisfirði, og sverja þær sig
greinilega í ætt.
Kvæði Jónatans Jónssonar, Hafmær,
lýkur með þessu sjalla erindi:
Á meðan ljósbrýnd mánagyðja
mynnist létt við bárudrögin
lít ég yfir liðnu sporin,
— löng er nótt í beizkum sorgum
Djúpt í hafsins hulduborgum
hjarta mínu er stakkur skorinn.
Æfintýrið um Indland eftir ritstjór-
ann er fróðleg og gagnmerk lýsing
varðandi stjórnmálabaráttu indversku
þjóðarinnar og þann mikla fögnuð er
gagntók hana, er hún nýlega öðlaðist
sjálfstæði; ritgerð þessa prýða myndir
af helztu stjórnmálaskörungum Ind-
verja, sem nú eru uppi áasmt mynd af
Mountbatten landstjóra og myndum af
hátíðahöldunum sjálfum.
Þá er sérstæðri mynd brugðið upp í
“Steinkopfhjónin” — endursögð blaða-
fregn — eftir séra Helga Konráðsson
prest á Sauðárkróki, sem lesendum
Lögbergs er kunnur vegna ágætrar rit-
smíðar í jólablaði Lögbergs frá í fyrra:
“Síðustu jólin heima”.
Hér hefir einungis verið stiklað á
steinum varðandi innihald áminsts
rits, sem margt annað fróðlegt og
skemmtilegt hefir til brunns að bera.
Guðmundur Lambertsen
30. okióber 1880—27. okt. 1947
“Hné þitt höfuð hægt og rótt
— hægt og rótt
Hvíl í guði: góða nótt
— góða nótt”
M. Joch.
Hér er til grafar genginn góð-
ur islendingur, góður drengur, og
sérstæður maður fyrir margra
hluta sakir. Hann andaðist snögg-
lega á heimili systur sinnar og
tengdabróður, Mr. og Mrs. Th.
Hanson í Winnipeg, mánudaginn
27. október s. 1. Hann hafði verið
á St. Bonaface spítalanum und-
anfarnar tvær vikur eða svo, og
var hann nú á heimleið er kallið
kom, heilsa hans hafði um langt
skeið staðið á veikum fæti og á
síðasta ári var hann tímum sam-
an rúmfastur. Heilsan var aldrei
sterk en viljaþrekið óbilandi.
Eg hefi í huga mér mynd hans
er ég sá hann í fyrsta sinn á
heimili kunningja okkar í Wpg.,
i febrúar 1911. Hann var þá í
þann veginn að flytja til Glen
boro. Var nýbúinn að kaupa
skrautmuna-verzlun. Leist mér
vel á hann strax, þennan snyrti-
lega og yfirlætislausa mann. —
Margt hefir á dagana drifið síð-
an og nú er hann horfinn af sjón-
arsviðinu, til “Sóllanda fegurri”,
en við vinir hans og kunningjar
stöndum á ströndinni og horfum
yfir hafið og bíðum.
Guðmundur Lambertson var
fæddur í Reykjavík 30. okt. 1880.
Foreldrar hans voru Guðmundur
Lambertsen gullsmiður og kaup-»
maður í Reykjavík, mikilhæfur
maður og þjóðkunnur og seinni
kona hans, Margrét Steinun
Björnsdóttir, ættuð úr Fnjóska-
dalnum.
Foreldrar Guðmundar — eldri
— var Lambert Lambertsen
kaupmaður á Eyrarbakka og
kona hans Birgitta Marja.
Faðir Lamberts Lambertsen:
Niels Lambertsen einnig kaup-
maður á Eyrarbakka.
Foreldrar Birgittu Marju:
Guðmundur ögmundsson frá
Hafranesi í Fáskrúðsfirði —
Verzlunarstjóri á Eskifirði og
kona hans Málfríður Jónsdóttir.
Foreldrar Málfríðar: Jón
sýslumaður í Suður-Múlasýslu,
dáinn 7. sept. 1799, og kona hans,
Soffía Erlendsdóttir sýslumanns
í ísafjarðarsýslu, Ólafssonar.
Foreldrar Jóns sýslumanns:
Sveinn Sölvason, dáinn 1782,
lögmaður á Munka-Þverá og
kona hans Málfríður Jónsdóttir
sýslumanns í Grenivík Jónsson-
ar.
Faðir Sveins lögmanns Sölvi
Klausturhaldari á Munka-Þverá
í Eyjafirði.
Hans faðir Tómas á Glerá í
Eyjafirði.
Faðir Tómasar: Sveinn á Guð-
rúnarstöðum í Eyjafirði.
Faðir Sveins: Magnús á Illuga
stöðum í Fnjóskadal.
Guðm. misti föður sinn þegar
hann var 5 ára. Fór hann þá með
móður sinni og 3 systrum, norð-
ur í Þingeyjarsýslu, þar dó móð-
ir hans 1888. Ólst hann upp hjá
Jóni bónda í Kolgerði í Höfða-
hverfi og Marju ráðskonu hans
sem gekk honum í móður stað.
17 ára fór hann til Akureyrar til
Þórðar gullsmiðs þar til að nema
gullsmíði og gekk honum námið
framúrskarandi vel. Um tveggja
ára skeið stundaði hann úrsmíði
hjá Hr. Magnúsi Jónssyni úr-
smið. Síðasta árið á Islandi
stundaði hann handverk sitt upp
á eigin reikning og farnaðist vel.
Þá greip hann útþráin, hann
var ævintýramaður og hið ó-
kunna heillaði hug hans. Hann
kom Vestur 1903. Lá leið hans
fyrstu árin um eggjagrjót og tor-
fær klungur, hann vann erfiðis-
vinnu í Winnipeg, stundaði skóg
arhögg, fiskiveiðar, vann bænda
vinnu og loks nam hann land i
Vatnabyggðunum og vann sér
eignarrétt. Fór þá til Winnipeg
og var starfsmaður hjá hr.
Guðjóni Thomas gullsmið þar til
hann flutti til Glenboro 1911.
Stundaði hann skrautmuna-
verzlun og úrsmiði til dauðadags
og lánaðist honum farsællega
sitt starf. Hann var áræðinn og
hafði stundum mörg járn í eld-
inum. Hann hafði mikinn áhuga
fyrir búnaðarstarfi. Keypti hann
bújörð á hásléttunni fyrir norð-
an Assiniboine ána n. v. frá
Stockton og leigði og starfrækti
um 2 áratugi eða meira. Var það
hans mesta skemtun að skreppa
út á búgarðinn í frístundum sín-
um og sýna vinum sínum hann.
Hafði hann mikinn áhuga fyrir
endurbótum á sviði búnaðarins.
1921 giftist hann Brynjólf-
nýju Ásmundardóttur Sigurð-
sonar og konu hans Ingibjargar
Jósefsdóttur frá Katastöðum í
Núpa-sveit. Kom hún til þessa
lands 1903. Hún er fríðleikskona
og ágæt húsfreyja. Hefir heimili
þeirra verið hið prýðilegasta í
alla staði. Gestrisin og glaðvær
voru þau ætíð heim að sækja.
Börn þeirra eru þrjú, Margrét
skólakennari að Vogar, Man.;
Guðmundur les læknisfræði við
Manitoba háskólann — útskrif-
ast á næsta vori — með góðum
orðstír og Niels, gullsmiður, sem
nú hefir tekið við verzlun og
starfi föður síns. Öll eru börnin
prúð og mannvænleg.
Guðmundur sál., var snilling-
ur sem leturgrafari, hann var
greindur og prýðilega vel ment-
aður þó ekki væri hann háskóla-
lærður. Naut hann ágætrar
kenslu hjá nafnkunnum barna-
kennara, Friðbirni Bjarnarsyni
á Grýtubakka í æsku; lærði
hann hjá honum og öðrum
heima — eitthvað lærði hann
einnig hjá hinum nafnkunna
ágætismanni Einari Ásmunds-
syni í Nesi, þreyttist hann aldrei
á, að dáðst að honum sem og
Friðbirni. — Ekki einungis
kenlsufögin, heldur líka listina
að lifa. Bundust þeir Friðbjörn
og Guðmundur trygðaböndum
til æviloka, og sendi Friðbjörn
honum dagbókina sína — merki-
legt rit — áður en hann dó.
Guðmundur Lambertsen var
lenzkum menningarerfðum af
alhug, en hann gaf ekki grið dáð-
leysinu og ódrengskapnum þó at
íslenzkum toga væri spunnið. —
Guðmundur sál. var snyrti-
menni í klæðaburði og háttprúð-
ur í allri framkomu.
Lambertsen var hreinn trú-
maður — hann var frjálstrúar-
maður — hann ofsótti engann,
hann var ekki eins og Fariseinn
sem lofaði Guð fyrir það að hann
væri ekki eins og aðrir menn.
Hann var meðlimur Glenboro-
safnaðar frá byrjun og fulltrúi
og skrifari næstum allan þann
tíma, tók hann virkan þátt í
allri íslenzkri félagsstarfsemi.
Bókmenntamaður var hann,
átti allmikið af góðum bókum
og naut vel þeirra bóka sem
hann las. Átti góða frsáagnar-
gáfu sem marga, jafnvel greinda
menn, brestur. Hann var blóma
vinur. Hann ræktaði fögur blóm
í kringum heimili sitt og um
fjölda mörg ár leit hann eftir
blómagarðinum við kirkjuna
sína með alúð og nærgætni. —
Hann átti marga vini, en einn
af hans beztu vinum var Gutt-
ormur skáld Guttormsson í
Riverton og sótti hann oft heim.
Eins og nafnið bendir til var
einn þáttur ættar hans af útlend
um toga spunninn. Sagt er að
einn af forfeðrum hans hafi ver-
ið af frönskum ættum. Hafði
hann flutzt til Danmerkur á
þeirri tíð er stríðin miklu geys-
uðu er kend eru við Napoleon
mikla en afkomandi hans lenti
út til íslands, og þar er hin út-
lendi þáttur ættarinnar.
Guðmundur sál. átti fjögur
hálfsystéin.
Dr. Niels Lambertsen hinn vel
gefna og vinsæla læknir er var
í Winnipeg á frumbýlings ár-
um og dó þar 1891.
Þorsteinn bjó í Kaupmanna-
höfn, dó þar 1935.
Málfríður, bjó einnig v Kaup-
mannahöfn, var henni boðið af
vinum sínum til íslands þegar
hún var sjötug, en hún veiktist
á skipinu. Var flutt á spítala í
Reykjavík er til íslands kom,
þar dó hún eftir fáa daga.
Sigríður búsett í Kaupmanna-
höfn, dó þar 1915.
Alsystur hans voru:
Angelína, dó 22 ára á íslandi.
Hermína, dó í Saskatoon,
Sask 1914.
Kristín — Mrs. Th. Hanson —
búsett í Winnipeg.
Bróðursonur hans Niels Lam-
bertsen — sonur Dr. Niels
Lambertsen — er búsettur í
Oregonríkinu í Bandaríkjunum.
Guðm. sál. var frændrækinn
og vinfastur, brjóstgóður og
hjálpsamur.
111 og hörð ævi á fyrstu árum
hans hér á landi fór illa með
heilsu hans, sem hann aldrei
beið bætur. Stóð heilsa hans
fremur á völtum fæti alla æfi.
Varð ag fara vel með sig og naut
sín því ekki sem skyldi, en hann
átti andlegt þrek og viljafestu
og framsækinn anda.
Jarðarförin fór fram frá ös-
i I lenzku kirkjunni í Glenboro,
vel hagorður og lét stundum
fjúka í kviðlingum; hann átti! Var afar fjölmenn og virðuleg.
merkilega kýmnigáfu en var
fremur dulur, var frábærilega
skemtilegur í viðræðum en naut
sín bezt í fámenni. Hann var
heilsteyptur íslendingur, þjóð-
ræknisfélagið missir þar einn af
sínum beztu meðlimum. Hann
unni íslandi og því bezta í ís-
Fagurt blómskrúð prýddi kistu
blómavinarins með hinstu
kveðjum. Margir gáfu í Blóma-
sjóð Kvennfélagsins til að heiðra
minningu hans. Séra Egill H.
H. Fáfnis jarðsöng í fjarveru
sóknarprestsins, séra E. H.
Sigmar. G. J. Oleson.