Lögberg - 08.01.1948, Qupperneq 5

Lögberg - 08.01.1948, Qupperneq 5
/ili IGAMÁL IWENNA Ritstj&ri: INGIBJÖRG JÓNSSON Mikilvœgt framfaraspor Á mánudaginn hófu Sanitori- um Board og Winnipeg Dept of Health, allsherjar X-geisla skoð- un í borginni til þess að finna alla þá, er kunna að vera sýktir af berklum. Rannsókn þessari mun haldið áfram í 18 vikur eða þangað til búið er að skoða hvert einasta mannsbarn í borginni. Þessi skoðun er ókeypis og þeir, sem sýktir eru, fá læknisum- önnun ókeypis. Þannig verður gerð gangskör að því að varna útbreiðslu þessa hættulega sjúk- dóms. I hinni nýafstöðnu styrjöld létu 38000 Canadamenn lífið á vígvöllunum; á því sama tíma bili dóu 36000 manns í Canada af völdum berklaveikinnar — tuberculosis. — Á síðastliðnu ári dóu 50 manns í Winnipeg úr þessum sjúkdómi. Á byrjunarstigi sjúkdómsins hefix sjúklingurinn engar þraut- ir og þess vegna uppgötvar hann ekki hvað að honum gengur fyrr en veikin er komin á það stig að erfitt er að lækna hana. Berklaveikin er ekki ætt- geng; hún er smitandi og orsak- ast af sýklum frá öðrum berkla- sjúklingum. Fyrir þessa ástæðu fá stundum margir meðlimir sömu fjölskyldu veikina. Ekki mun fólk verða skyldað til að láta skoða sig, sem þó ætti að vera, en væntanlega lætur enginn borgarbúi hjá líða að sinna þessu, ekki einungis sjálfs sín vegna, heldur og hinna, er hann myndi smita, ef hann hefði berklaveiki. Byrjað verður á að skoða börnin og þar næst fullorðna fólkið. Borginni verður skift í mörg svæði og fólki verður til- kynnt þegar hinir tveir “Mobile X ray units” verða til staðar. — Þessi skoðun veldur engum óþægindum. Fólk þarf ekki að afklæða sig og X-geisla myndin er tekin á fáeinum mínútum. ímyndunarveiki Margar sögur eru sagðar af því hve sterk áhrif ímyndunaraflið getur haft á heilsufarið. Maður einn kom á bæ og var fólkið á bænum að fara í kirkju. Hann kvaðst ætla að bíða meðan það væri í burtu, en bað að lána sér bók að lesa. Þegar fólkið kom heim, lá maðurinn fárveikur uppi í rúmi. Bókin sem honum hafði verið lánuð var nýútkom- in lækningabók, með lýsingum af allskonar sjúkdómum. Svona bók hafði hann ekki lesið áður, og ímyndaði sér að hann hefði sjálfur hin og önnur sjúkdóms- einkenni, sem þarna var skýrt frá. Vitanlega var þetta hin mesta firra; maðurinn var í raun og veru stálhraustur og reis úr rekkju þegar búið var að sýna honum fram á að hann hefði lát- ið ímyndunina hlaupa með sig í gönur. Önnur frásögn er um nokkra læknisnema, sem voru að ræða um þetta sama atriði á leið sinni í skólann. Einn hélt því fram að aðalgildi meðala lægi í því að þau drægi úr þrautunum í bili, og sjúklingurinn fengi þannig trú á því að þau læknuðu sig, að það væri í raun og veru trúin á að honum væri að batna en ekki meðalið sjálft, sem hefði á- hrifin til bata. Annar hélt því fram að það væri meðulin ein- göngu en ekki hugsunin, sem læknaði hann. “Til dæmis”, sagði hann og benti á nokkra verkamenn sem voru að grafa skurð við veginn, “það er ó- mögulegt að hafa áhrif á heilsu- far þessara manna, hvorki til góðs né ílls, með því að telja þeim trú um að þeir séu hraustir eða veikir”. Til þess að komast að niður- stöðu um hver hefði á réttu að standa kom þeim saman um að gera þessa tilraun: Einn þeirra vék sér að stórum, hraustlegum og ungum manni, sem var að hamast við að moka úr skurðin- um og eftir að hafa horft á hann með alvarlegum augum í eina eða tvær mínútur, sagði hann: “Eg er dr. Jones. Þegar ég gekk fram hjá gat ég ekki að því gert að taka eftir því að heilsu- far þitt er í hættulegu ástandi. Heldur þú ekki að þú ættir að fara heim og í rúmið og senda eftir lækni?” “Því”, spurði hinn undrandi verkamaður. “Eg hefi aldrei verið veikur í einn einasta dag; mér líður ágætlega”. “Jæja þá”, svaraði læknirinn þungbúinn, “en þú ert í þann veginn að verða veikur, hættu- lega veikur”. Hann hristi höfuð ið og gekk í burt. Hálftíma seinna gekk annar læknisnemi fram hjá þessum sama stað þar sem verkamenn- irnir voru að vinnu, og virtist vera á hraðri ferð. Hann leit eins og af tilviljun á hinn unga verkamann, varð undrandi og skelfdur á svipinn, stanzaði snögglega og sagði: “Eg er dr. Smith, og ég vildi mega vita, hvernig í heiminum að maður, sem er í öðru eins á- sigkomulagi og þú, getur haldið áfram að vinna, þú hlýtur að hafa ógurlegar þrautir hérna?” og benti á gagnaugað, “og hérna” og hann þreifaði á maga hans. Á sínum tíma kom þriðji læknisneminn og hélt áfram sömu aðferð en þá var hinn ungi verkamaður búin að fá óþolandi höfuðverk og ógleði. Áður en fjórði læknisneminn kom, var verkamaðurinn farinn heim og í rúmið. Afleiðingarnar af þessu til- tæki hefðu auðveldlega' getað orðið alvarlegar, ef hinir fjórir sökudólgar hefðu ekki farið í einum hóp heim til unga manns- ins og útskýrt þetta fyrir hon- um. Ekki er víst að þessar sögur, sem hr hafa verið sagðar séu sannar, en hitt er víst að í seinni tíð virðist sú skoðun fá vaxandi fylgi að hugsunin og tilfinning- arnar hafi miklu meiri áhrif á heilbrigði líkamans en fólk hefir áður gert sér grein fyrir. F’ramhald. Dugleg kona Lengi hefir það verið svo — og er enn — að karlmenn haf& verið afkastameiri um öll rit- störf en konur, en þó eru á því undantekningar. Hefir íslenzk kvenþjóð veitt því eftirtekt, að einn hinn afkastamesti íslenzki rithöfundur um þessar mundir er kona, Elinborg Lárusdóttir? Þessu til sönnunar kemur hér listi yfir útkomin ritverk frú Elinborgar. Sögur 1935. — Anna frá Heið- arkoti 1936. — Gróður 1937. — Förumenn: Dimmuborgir 1939, Efra-Ás-ættin 1940, Sólon Sókrates 1940. — Frá Liðnum árum 1941. — Strandarkirkja 1943. — Hvíta höllin 1944. — Úr dagbók miðilsins 1944. — Símon í Norðurhlíð 1945. — Miðillinn Hafsteinn Björnsson 1946. — Gömul blöð 1947. Þetta eru mikil afköst, en það sem betra er, bækurnar eru skemmtilegar aflestrar, boðskap- ur þeirra er jákvæður, þær LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. JANÚAR, 1948 Réttindi Islendinga á Grœnlandi (Frh. af bls. 4) þá menn, sem eru “hér í landi eða í órum löndum”. “Ef maðr verðr sekr á Grænlandi ok er hverr þeira manna sekr hér, er þar er sekr. En svá skal hér sækja um björg ens seka manns, er út þar var sekr fullri sekd, sem hann yrði hér sekr á vár- þingi, þar til sagt er til sekdar hans á alþingi” o. s. frv. Grænland hefir verið talið ný lenda íslands að fornu og er almennt nefnt svo í ritum út lendum sem innlendum fram á síðustu tíma. Nú er það alkunn ugt, að nýlendusamband getur verið með mismunandi hætti, og þótt það geti lauslegt talizt getur það eigi að síður verið traust og haldgott. Má vísa til til skilnings mestu nýlendu- þjóðar heims, Englendinga, í þeim efnum. Bókmenntir Islendinga bera þess ljós vitni, hversu þeir töldu landið nákomið sér. Ari Þorgils- son hinn fróði ritar heilan kapítula um fund og bygging Grænlands í hið örstutta ágrip Islandssögu. íslendingabók, sem alls eru 10 kapítular. Eins Land- námsbækur íslands ágrip land- náms í Grænlandi. Islendingar færðu og í letur sögu Eiríks rauða og aðra merka atburði í byggðum Grænlands á þeim tíma, rituðu fornsagnir um sigl- ingaleið þangað, kirknaskrá, bæjatölu o. s. frv. Segja má að vísu, að í þessu felist ekki sönn- un um stjómskipulegt samband landanna, en það sýnir ótvírætt, hvað íslendingar töldu sér land- ið nákomið og sögu þess hluta af sögu síns heimalands. Annálar segja, að Grænlendingar hafi gengið á hönd Hákoni gamla Noregskonungi 1261. Hafa sumir talið það vitni um fullveldi Grænlands, en þetta sannar ekk- ert um stjórnarlegt fullveldi þess. Goðorðin íslenzku komu sama konungi í hendur á ýmsum árum þessa tímabils, en á þeim árum er “gamli sáttmáli” var ger, hafðist hér við Ólafur Grænlendingabiskup — 1262— 64 — og kom hingað utan af Grænlandi. Það verða engin rök fundin gegn því, að Græn- land hafi verið nýlenda frá íslandi á þessu tímabili. • Þeir atburðir, sem gerast í sögu Grænlands á næstu öldum, eru engan veginn þess eðlis, að þeir rýri eða geri að engu hinn forna rétt íslands til þessarar nýlendu. Nýlendan týndist og eyddist fyrir samningsrof kon- unga, siglingamanna þeirra til annarra manna og fullkomið skilningsleysi af sjálfra þeirra hálfu. Hver vill halda því fram, að þessar ráðstafanir konung- anna hafi svipt ísland fornum rétti sínum til Grænlands? Eða mundi stjórn Dana á Grænlandi og allar aðgerðir þar á síðari tímum, lokun landsins, verzlunareinokun og aðrar hlið- stæðar leifar frá einveldistím- anum, sem alls staðar annars staðar á norðurhveli jarðar hafa fyrir löngij verið brotnar á bak aftur og kveðnar niður, hafa frekar en hið fyrrnefnda svipt Island rétti til þessarar fornu nýlendu sinnar? Eg hygg, að það beri hiklaust að svara þeirri spurningu neitandi. Þessi stjórnartilhögun Dana á Grænlandi á enga stoð í sið- gæðishugsjón menningarþjóða og kemur ekki heim við al- þjóðarétt. Um það geta tæplega verið skiptar skoðanir. Undir röklegan rétt íslands til Grænlands hníga styrkar stoðir, bæði sögulegá, réttarfarslega og landfræðilega. Því verður ekki' í móti mælt. Það orkar ekki tví- mælis, að það getur skipt miklu máli fyrir framtíð Islendinga að þeir fái viðurkenndan rétt sinn til Grænlands. Enginn vafi er á því, að veiði- skapur er mikill við Grænland. Fiskveiðaþjóðir, sem leitað hafa á Grænlandsmið, ber saman um, að fiskgengd sé þar ærin og meiri á stundum en þeir hafa annars staðar kynnzt. Nýjustu raannsóknir fiskifræðinga 1 norð urhöfum hafa leitt í ljóá með merkingu fiska og á annan hátt, að sami fiskstofninn sé við Grænlandsstrendur og strendur Islands og að miklar og tíðar fiskgöngur séu á milli landanna. Enn fremur leiða fiskifræðingar rök að því, að aðalkalkstöðvar þess nytjafisks, sem veiðist við strendur beggja landanna, séu við strendur Islands. Fiski- grunnið við strendur Islands er samkvæmt þessu uppeldisstöð og fóstra þess fiskstofns, sem geng- ur í þéttum torfum upp að Grænlandsströndum. — Fiski- flota íslands mundi bíða mikið verkefni á Grænlandsmiðum að sumarlagi. Nokkuð leikur á tveim tung- um um aðra landkosti á Græn- landi. Þó er það alkunnugt nú orðið, að þar eru málmar í jörðu og námugröftur þar nokkur rek- inn. Kol eru þar á sumum stöð um. Landbúnaður var þar mik- ill meðan íslendingar byggðu landið. Útigangur var mikill og góður. Hefir þróazt þar ágæt- lega fé það, sem þangað var flutt frá Islandi fyrir nokkrum árum og lifað hefir að miklu leyti á útigangi. Þá er þar og loðdýra- veiði mikil og gagnsamleg. Gnægð er þar sela og rostunga á ísnum við strendur landsins. Hreindýr og sauðnaut þrífast þar vel. Á Grænlandi eru margháttuð framtíðarskilyrði fyrir hrausta og harðfengna menn. Eins og fyrr greinir, má engan veginn slá því lengur á frest, að íslendingar krefjist réttar síns á Grænlandi, hinni fornu nýlendu vorri, og láti þar til skarar skríða. Rétturinn er vor, hvort sem litið er á fornstöðu eða ný- stöðu landsins í sambandi við ríkjandi réttarhugmyndir nú- tímans”. Vísir, 2. des. Átta skip seld héðan á þessu ári Fyrir þau fékksi 4.8 millj. kr. Tíu fyrstu mánuði þessa árs hafa Islendingar flutt út afurð- ir fyrir 245.5 milljónir króna, og er það svo að segja sama verð- gildi og fékkst fyrir afurðir okk- ar á sama tíma í fyrra. Mest var flutt út af freðfiski eða fyrir rúmar 60 millj. kr., þar næst síldarolía fyrir nærri 46 millj. kr., saltfiskur fyrir 37 millj. kr., ísfiskur fyrir 31 millj. kr., lýsi fyrir 20 millj. og saltsíld fyrir 13 millj. kr. Þá seldu Islendingar í ár 8 skip til útlanda fyrir 4.8 millj. krónur. I fyrra seldu íslendingar mest af ísfiski eða fyrir 57.9 millj. kr. og þar næst freðfiskur fyrir 47.4 millj kr. Þau lönd sem aðallega kaupa afurðir af okkur eru Bretland, fyrir 81 millj. kr. Rússland fyrir 52 millj. kr. og ítalía fyrir 20 millj. kr. Vísir, 1. des. Bréf St. G. Stephans'sonar Þriðja bindi af bréfum og rit- gerðum Stephans G. Stephans- sonar er nýkomið út á vegum Þjóðvinafélagsins og Bókaút- gáfu Menningarsjóðs. Þetta bindi er yfir 400 bls. að stærð með athugasemdum og skýringum. Þorkell Jóhannes- son prófessor skrifar formála fyrir bindinu og segir þar m. a. að það sé trú sín, að með bréfa- safni þessu hafi íslenzkum bók- menntum bætzt dýrgripur, er jafnan þyki mikils um vert, hversu sem tímar breytast! Vísir, 1. des. hafa fengið góða dóma, og nú skipar frú Elinborg sess með helztu rithöfundum þjóðarinnar. Þær íslenzkar konur, sem ekki hafa lesið bækur frú Elinborgar, ættu að gera það hið fyrsta, og þær munu verða stoltar af kyn- systur sinni, húsmóðurinni, sem þrátt fyrir ótal annir, er komin framar mörgum þeim, er gefa sig að ritstörfum eingöngu. A. Dagur. General Statement, 29th November, 1947 ASSETS Notes of and deposits with Bank of Canada............... $ 162,276,927.93 Other cash and bank balances........... 169,001,082.93 Notes of and cheques on other banks.................. 70,779,865.93 Govemment and other public securities............... . 875,847,469.18 Other bonds, debentures and stocks................... 116,509,788.71 Call and short loans fully secured.................... 42,512,791.49 $1,436,927,926.17 Commercial loans in Canada........................ . „ 435,872,162.46 Loans to provincial govemments........................... 4,331,251.20 Loans to cities, towns, municipalities and school districts... 8,117,482.00 Commercial loans—foreign............................. 118,717,442.19 Bank premises.......................................... 10,631,002.53 Liabilities of customers under acceptances and letters of credit.............................................. 72,190,306.81 Other assets............................................. 6,853,645.25 Total Assets........ $2,093,641,218.61 UABILITIES Notes in circulation.......................... Dominion and provincial govemment deposits Other deposits................................ Acceptances and letters of credit outstanding. Other liabihties.............................. Capital................................... •............... Reserve fund,.........................,........«........... Unpaid dividends. ............. Balance of Profit and Loss Account.......................... Total Liabilities • e • M ►* •• $ 4,760,709.72 88,980,316.16 1,845,205,532.97 72,190,306.81 3,095,547.02 35,000,000.00 40,000,000.00 934,559.38 3,474,246.55 $2,093,641,218.61 PROFIT AND LOSS ACCOUNT ProHts ior tho year ended 29th November, 1947, before Dominion and Pro vincial Government tazes, but aiter contributions to Staff Pension Fund, and after appropriations to Contingency Reserves, out of which Reserves provision for all bad and doubtful debts has been made... Less provision for Dominion and Provincial Govemment taxes $2,850,000.00 Less provision for depreciation of Bank Premises............ 892,687.01 Dividends: No. 238 at 8% per annum..................... $700,000.00 No. 239 at 8% per annum...................... 700,000.00 No. 240 at 8% per annum...................... 700,000.00 No. 241 at 10% per annum...... ................ 875,000.00 Amount carried forward............................... Balance of Profit and Loss Account, 30th November, 1946, Balance of Profit and Loss Account, 29th November, 1947 $8,724,519.48 3,742,687.01 $4,981,832.47 2,975,000.00 $2,006,832.47 1,467,414.08 $3,474,246.55 SYDNEY G. DOBSON, President IAMES MUIR, General Manager

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.