Lögberg - 08.01.1948, Page 6

Lögberg - 08.01.1948, Page 6
6 LÖGBERG, FIM'l (JDAGINN 8. JANÚAR, 1948 VALD MYRKRANNA Eftir DERWENT MIALL J. J. BÍLDFELL, þýddi. “Ungfrú Paine! Eg bið yður að fyrir- gefa”, sagði hann. “Það er nú orðið nokkuð langt síðan að við hittumst. Algengar afsakanir og velþóknunar svör lágu Drake létt á tungu, en hann vonaðist eftir, að ungfrú Paine væri bú- in að gleyma því, þegar að hann kvaddi hana síðast. En Lesbía Paine var langminnug. '■— Hún mundi vel eftir danssamkomu einni sem sjóliðsforingjarnir brezku, stóðu fyrir, fyrir fimm árum síðan, og að einn af undirforingjunum veitti henni mikla athygli, og var henni fylgi- spakur á þeim dansleik. Hún mundi eft- ir augnaráði þess unga manns'og hinni frjálsmannlegu framkomu hans og þegar síðasti dansinn hafði verið stig- inn og gestirnir voru að fara í land af herskipmu, að þá hafði myndarlegur undirforingi komið til hennar og beðið hana feimnislega um að gefa sér blómin sem hún bar á brjóstinu. Hún mundi eftir fleiri samfundum þeirra, á söng- skemtuninni í Plymouth og fleiri sam- komum í þeim bæ, en svo kom stríðs- óttinn, myndun flughers og svo fyrír- skipanir hermálastjórnarinnar sem batt enda á þá rómantík. Ungfrú Lesbia hafði verið að hugsa um þessar endurminningar frá morgni lífsins, á meðan að hún var að búa sig til kveldverðarins. Henni var ekki eðli- legt að láta tilfinningar sínar í ljós, en hún hafði biðið komu Drakes með nokkurri eftirvæntingu, Drake, erfing- inn að Breiðavatnsauðnum, var þess virði, að um hann væri hugsað. Hann hafði verið fimm ár í siglingum, og á þeim tíma farið á mis við félagsleg kynni kvennþjóðarinnar, og undir þeim kringumstæðum eru sjómenn sagðir gjarnir til ásta og óvarkárnir með það, hverjum þeir trúa fyrir hug sínum og hjarta. Að minsta kosti var Lesbia sannfærð með sjálfri sér um að það hlyti svo að vera. Og svo, þó að hún ætti ekki ráð á miklu af dygðum þeim sem á konum skarta fegurst, þá reyndi hún allt sem hún gat til að vera mjúk- mál við Drake. En hún komst fljótt að raun um, að Drake hafði breyzt mikið á þessu fimm ára tímabili. Ein breytingin sem hún tók hvað mest eftir var, að hann virtist ekkert muna eftir atriðum sem skeðu fyrir fimm árum. Hún reyndi til þess að fá hann til að tala um liðnar endur- minningar, en hann svaraði því litlu. “Hann man þetta full-vel”, sagði Lesbia við sjálfa sig, en ég á von á, að sjómennirnir einlægu, eins og þeir voru á dögum Nelson, séu orðnir eins fágætir og þriggja þilja skonorturnar. “Þú hefir hitt Mable áður?” spurði Lesbia. “Já, einu sinni eða tvisvar, þegar ég var hér hjá móðurbróður mínum. Hún hefir ekki breyzt mikið.” “Finst þér þáð?” spurði Lesbia. “Mér finst að hún hafi breyzt mikið síðan að hann móðirbróðir þinn dó. Það var hræðilegt reiðarslag fyrir hana. — Það nærri yfirbugaði hana. Eg hefi altaf verið með henni síðan að það kom fyrir, og satt að segja hélt ég að hún mundi sleppa sér fyrstu sex mánuðina. — Eg vona að hún komist yfir það nú, bæði hennar vegna og vegna hans Willie”. “Willie?” endurtók Drake. “Eg er bróðurdóttir Willie Montrose”, svaraði Lesbia. Ef að Drake hefði athugað nánar, hefði hann mátt sjá ættarmótið með Lesbiu og húsbóndanum á Breiðavatni. Hún hafði sama arnar-nefið og sömu hvössu, gráu augun, og var á sífeldu iði, eins og Faring lávarður, sem var yngri bróður hennar, þó að á því bæri ekki á yfirborðinu, og hún hafði sama hæfi- leikann — að missa ekki sjónar á tæki- færinu, þegar a ðþað bauðst. Nei, frú Montrose sýnist ekki vera hamingjusöm, hugsaði Drake, þar sem hann sat og horfði á hana við borðs- endann. Meðan að á máltíðinni stóð, kom þjónustustúlka inn í borðsalinn og hélt á litlum silfurdiski í hendinni. Hún gekk rakleitt til húsmóður sinnar, sem tók nafnspjald af diskinum og sá Drake henni bregða mjög er hún las nafnið á spjaldinu — hann sá henni meira en bregða. Hann sá svip ótta og skelfingar bregða sem snöggvast fyrir á andliti hennar. Nafnið sem á spjaldinu stóð var „Anthony Mulready”. “Hann segir að erindi sitt sé prívat og þoli enga bið”, hvíslaði þjónustu- mærin að húsmóður sinni. “Segðu honum að bíða”, svaraði Mable Montrose með lágri rödd. “Eg get aðeins talað við hann í fáar mín- útur”.— Þegar að konurnar stóðu upp frá borðinu, fór frú Montrose með þeim inn í dagstofuna og bað Lesbiu að líta eftir þeim, en sjálf fór hún inn í bóka- hlöðuna, þar sem Mulready beið henn- ar. Hann tafði fyrir frú Montrose leng- ur en í fáar mínútur. Fimm mínútur, tíu mínútur liðu. Karl mennirnir luku við að drekka kaffið og reykja vindlinga sína og fóru svo inn í dagstofuna. Aðrar tíu mínútur liðu. — Montrose fór að litast um eftir konu sinni og sá hana ekki. Hann gekk til Lesbiu og spurði: “Hvar er Mable?” “I bókahlöðunni; það kom maður sem þurfti að tala við hana um einhver viðskifti”. “Tala um viðskifti? Sá velur sér tím- ann! Geturðu ekki náð í hana? Fólkið fer að koma nú strax”. Lesbia gekk að bókahlöðudyrunum og opnaði þær og leit inn. í fyrstu sá hún engann; svo sá hún frú Montrose, þar sem hún sat við borð og hafði falið andlitið í höndum sér og beygt sig fram á það, eins og að gimsteinarnir, sem glitruðu í hári hennar, væru of þungir til þess að hún gæti borið þá upprétt. “Mamble! Hvað er að sjá þig? Hvað gengur að þér?” spurði Lesbia og lagði hönd sína á öxl hennar. Frú Montrose svaraði engu. “Mable”, hvíslaði Lesbia og laut ofan að henni, skelkuð. “Hver var þessi maður?” Hljómar, þýðir og æsandi, bárust til eyrna þeirra frá danssalnum. Það marraði úti fyrir í vagnhjólum veizlu- fólksins, sem var að koma. “Mable — Mable! Er þér ílt? Á ég að kalla á hann Willie?” spurði Lesbia. Frú Montrose stóð skyndilega á fæt- ur, svo hratt, að Lesbia hrökk aftur á bak og sá hún þá að frúin var föl í fram- an sem liðið lík. “Mable”, sagði Lesbia, “fólkið fer nú að koma á hverri stundu. Þú þarft að koma til að taka á móti því. Willie sendi mig eftir þér”. Frú Montrose starði á Lesbiu í ráða- leysi. “Þessi mannhundur!” Stundi frú Montrose upp óttaslegin. “Mulready — maðurinn sem heimsótti mig í Mentone kvöldið áður en ég giftist Montrose. ' “En”, greip Lesbia fram í. “Þú hefir virkilega ekkert að óttast ” “Þey! Þey! Hér kemur Willie.” Willie Montrose kom inn í bókahlöð- una og mælti: “Ætlarðu að koma, Mable, gestirnir bíða við dyrnar. Ósköp er að sjá, hvað þú ert föl, manneskja!” “Mér varð dálítið flökurt”, svaraði frú Montrose, “en ég er að ná mér”. — Hún brá hendinni undir handlegg mannsins síns, og þau gengu bæði til dyra, til að taka á móti gestum sínum. 4. KAPÍTULI Dansleikurinn “Er ég boðleg?” Draumfagur stúlka stóð á gólfinu fram fyrir Bryden-systrunum í bláum danskjól, sem skar af við dökku kjólana og fallegu “cameo” hálsnælurnar sem föðursystur hennar voru búnar í og biðu eftir ökumanninum, sem átti að taka þær á dansleikinn. Ungfrú Cicelha hafði stranglega bann að, að hæla, eða hrósa Constance, til þess að koma í veg fyrir að hún ofmetn- aðist , eins og sumum æskumeyjum er stundum hætt við a ðgjöra. En þegar þessi glæsilega stúlka stóð frammi fyrir frænkum sínum með eftir væntmgaglampa í augunum, roða í kinnum og tilhlökkunina spriklandi í hverri taug, gleymdist hin harðsnúna fyrirskipun föðursystra hennar. “Það er sannarlega engin skömm að þér, mín kæra”, sagði eldri systirin. “Þú ert töfrandi fögur!” bætti Livinia við, með áherzlu sem henni fanst sér óhætt að beita, þar sem syst- ir hennar sjálf hafði brotið hinar ströngu fyrirskipanir sínar. Og ungfrú Livinia sagði ekki nema það sem satt var, og það er óhætt að fullyrða, að sú umsögn hafði ekki hin minstu áhrif á yfirlætishneigð Con- stance, því sá eiginleiki átti ekkert ítak í huga, eða hjarta hennar, þó hún á hinn bóginn hefði ákveðinn vilja á því, að líta vel út. “Þeir verða ekki margir ungu menn- irnir, sem ekki verða hugfangnir af þér”, sagði Livinia og laut að frænku sinni og kysti hana. Hún var þegar af velvild sinni farin í huganum að byggja loftkastala þar sem í framtíð- inni að Constance átti að búa, ásamt tígulegum og vel efnum búnum manni, sem henni fanst að helzt ætti að vera af Redcliffs-ættinni og þá langhelzt Redcliffs-erfinginn skozki sjálfur. Framan úr húsinu kallaði Cicellia Bryden að ökumaðurinn væri kominn og biði. Constance leit í kringum sig, í stofunni, þar sem alt var hreint og fág- að, á stólana og legubekkinn, klædda hollenzkum hlífidúkum og henni fanst eins og að hún væri að kveðja alt þetta sem hún þekti svo vel — að mnista kosti að hún mundi aldrei sjá þessa hluti í sama ljósi, og hún sá þá nú, því þessi dásamlega danssamkoma myndi hafa breytileg áhrif á hana, og þar átti hún líka eftir að mæta draumamanni sínum — þeim, sem hún síðar gaf hönd sína og hjarta. Hún gekk út úr húsinu, á eftif Liviniu. — Ferðin gekk vel til kastal- ans. Inn um kastalahliðið og eftir dökkri akbraut upp að kastalatröppunum. — Vagnarnir og kerrurnar stóðu alt í kring eins og að öll ferðatæki úr öllu heila landinu væru þar samankomin. “Mundu eftir að þú verður að vera kominn á mínútunni klukkan eitt”, sagði Cecellia Bryden við ökumanninn, er hún steig út úr vagninum, og svo bárust systurnar og Constance með fólksstraumnum upp marmaratröpp- urnar. Constance heilsaði hr. Montrose með handabandi og brosti hann glað- lega við henni og í huga sér öfundaði hann hana af gleðisvipnum sem stafaði frá andliti hennar. Hún heilsaði frú Montrose einnig með handabandi og steig svo inn í húsið mikla þar sem glansandi gólfið í danssalnum blasti við henni og hún sá ljóshjálmana spegla sig í því. Alt í einu tók hljómsveitin að spila fjörugan valz, og áður en Constance gat virkilega áttað sig á hlutunum var hún komin í fangið á manni út á dans- gólfið. Maðurinn, sem hún var að dansa við og hún hafði verið kynt þegar að hún kom inn í danssalinn, var. hár vexti, andlitsbragurinn hreinn og dren^ileg- ur, en andlitið sjálft var útitekið ogjafn vel veðurbarið, eins og það verður vana- lega á mönnum, sem við storma og grá- lyndi hitabeltishafanna eiga að etja — ungur maður, sem þóttist viss um að hann hefði aldrei séð fríðari eða glæsi- legri konu en þessa broshýru mær sem hann var að dansa við. Hann kúnni vel að dansa, eins og flestir sjómenn gera og ungfrú Constance var einkar ánægð yfir þessum fyrsta dansfélaga sínum. “Mér veittist sú ánægja að kynnast tveimur Bryden-systrum fyrir nokkrum árum síðan þegar ég var hér hjá móð- urbróður mínum”, mælti dansfélagi hennar, er hann leiddi Constance til sætis síns. “Það eru víst föðursystur mínar. Þær eru hér staddar — þær eru svartklæddu konurnar sem standa þarna við dyrn- ar”, sagði Constance, en hugsaði með sjálfri sér: “Nú veit ég hver þessi mað- ur er”. Hún hafði oft heyrt Cicelliu föð- ursystur sína minnast á hann, því hún þóttist viss um að þetta væri Archibald Drake — maðurinn er hefði verið farið illa með — “kalla hann” vesalings dreng, að menn ættu að skammast sín fyrir að fara svo með nokkurn mann, og að ljóshærða prestsdóttirin hefði eyðilagt vonir hans. En á meðan að þessar ömurlegu endurminningar liðu í gegnum huga Constance, var maðurinn sem öll þessi rangindi voru framin á móti, að óska sjálfum sér til hamingju með að hann skyldi ekki hafa gleymt Bryden-systrunum og að hann gæti heimsótt þær sem gamla kunningja, ✓ svo að hann gæti kynst þessari yndis- legu stúlku betur. Eftir að næsti vals hafði verið stiginn, skrifaði Archibald Drake nafn sitt á dansspjald Constance við tvö dansnúirHer, leiddi hana svo til Cicelliu föðursystur sinnar, en settist sjálfur við hlið Liviniu og sat þar og spjallaði við hana, á meðan að næsti dans var stiginn. Aldrei hafði Constance lifað eins yndislegt kvöld og þetta. Karlmennirnir sóttu um að fá að dansa við hana, og hún dansaði við hr. Montrose, hinn aldraða hershöfðingja Hemingway, sem mundi vel eftir föður hennar — við Standing lækni, við lautenant Archi- bald Drake, við jarl frá Skotlandi, við lautenant Drake aftur, og marga fleiri. Danssamkoman fór í alla staði vel fram; það eina sem skugga bar á ánægj- una var, nærvera eins manns, sem bar dökkleitt yfirbragð og var auðsjóanlega af Gyðingaættum, sem því miður var ölvaður og gerði nokkurn óróa. Frú Montrose hafði sýnt manni þessum sömu kurteisi og öðrum gestum sínum en augnaráð hennar fylgdi honum oft með hræðslusvip, og það fór ekki fram hjá Willie Montrose, manni hennar. Hann spurði konu sína, hver maður- inn væri. '“Það er maður sem leysti af hendi ýms verk fyrir fyrri manninn minn”, svaraði Mable. “Eg vona að þér mislíki ekki við mig þó ég byði honum, þegar að hann var hér í bænum”. “Eg hefði kosið að hann hefði haft vit á að koma ófullur”, svaraði hr. Montrose. “Þetta kalla ég nú skemtilegt hopp”, sagði hann lágt við einn af boðsgestun- um, er hann átti tal við um kvöldið, “og þetta er þó sannarlega myndarlegt hús. Var hann Montrose ekki slunginn að krækja í þessa ekkju, þó hann verði að snúast eins og hani á búst í kringum hana?” “Er það svo?” spurði gesturinn, sem var enginn annar en húsbóndinn sjálf- ur, hr. Montrose. “Já, víst er það svo”, svaraði hr. Mulready og vaggaði höfðinu. “Hann gamli Montrose var í meira lagi gáska- fullur, svona á niilli mín og þín að tala, áður en hann giftist þessari ekkju”. “Þekkirðu hann vel?” “Ó-nei, ekki get ég nú reyndar sagt að ég þekki hann vel. “Við höfum mæzt einu sinni eða tvisvar”. “Það þykja mér fréttir”, svaraði hr. Montrose og bætti við: “Það skal ekki koma fyrir oftar, ef ég má ráða”. Síðar um kvöldið tók Mulready, sem vildi vera alþýðlegur, Archibald Drake tali: “Það er mikið af laglegum stúlkum hér í kvöld. Sumar þeirra eru þó ekki all-lítið upp með sér. Sérðu stúlkuna þarna í bláa kjólnum? Hún blátt áfram neitaði að dansa við mig — þverneit- aði”. — “Gerði hún það?” spurði Drake stuttlega, og gaf Mulready frekar ílt auga, sem bæði slagaði og var loðmælt- ur af áhrifum vínsins. “Eg furða mig naumast á því”. Hann var ergilegur út af því að heyra að Mulready hefði gerst svo djarfur að ávarpa Constance Bryden í því ástandi sem hann var. “Hvað meinarðu?” spurði Mulready þykkjulega. “Þú furðar þig naumast á því, og hvers vegna gerir þú það ekki? Hvað er að mér? Hvað svo sem er það sem þú hefir út á mig að setja?” “Þú ert ölvaður, og ég ráðlegg þér að fara út og leggja hausinn á þér í bleyti”, svaraði laut. Drake og gekk í burtu frá Mulready. Þessi bending, sem var hagkvæmari, en hvað hún var kaurteis, gerði lögfræð- inginn orðlausann, og angri lostinn. “Hann sagði mér, mér, að leggja höf- uðið á mér í bleyti”, tautaði Mulready í hljóði. “Hefirðu nokkurn tíma heyj-t meiri fúlmensku? En ég skil þetta og verð að sjá í gegnum fingur mér við hann, því maðurinn er drukkinn”, og hr. Mulready vaggaði höfðinu og gekk þegjandi um í veitingasalinn, sárreið- ur út af móðgun þeirri, sem honum fanst að hann hefði orðið fyrir frá hendi lautinantsins. “Hefurðu séð hr. Montrose nýlega?” spurði Montrose sjálfur Mulready, er hann gekk snúðugt fram hjá honum á leið sinni inn í veitingasalinn. Hr. Mulready svaraði engu, heldur hélt viðstöðulaust áfram til að milda úr gremju sinni á ísköldu kampavíni. En hann var í vondu skapi út af ummælum lautinants Drake, og gaut til hans aug- um fyrirlitningar og þykkju, nær sem hann átti kost á.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.