Lögberg - 26.02.1948, Qupperneq 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. FEBRÚAR, 1948
a6a A^A. A^A. A^A a6a A-^A. A^A. -A^A^
VALD
MYRKRANNA
Eftir DERWENT MIALL
J. J. BÍLDFELL. þýddi.
A^V A^A, A^V V^W A^A A^V A^V aSa A^W A^A a6a a6a A^A A^A
”^“ ”^» ”^“ "^> ”^“
Þessi skýring létti nokkuð á hugar-
angri Drakes, því hann vissi að Con-
stance lét sér hugarhaldið um alla sem
bágt áttu í nágrenni hennar.
“Þetta guðsþakkastarf kvennanna,
er að mínu áliti vanhugsað”, sagði Mont-
rose. “Þessir fátæklingar eru með öllu
hugsunarlausir, að ég tala ekki um
ónærgætnir, að ætlast til þess að hefð-
arkonur séu að heimsækja þá í tíma og
ótíma, og eiga á hættu að sýkjast af
allrahanda sjúkdómum; og gamla vesa-
lings fólkið er oft eins og Karl II., að það
tekur óskiljanlega langan tíma til að
deyja. Það eru hjúkrunarkonur sem eiga
að líta eftir sjúku fólki, en ekki æsku
rjóðar yngis-meyjar.”
“Heldurðu virkilega að það sé ástæð-
an fyrir burtuveru Constance?” spurði
Drake.
“Já, ég gjöri einmitt það”, sagði Mont
rose. “Hún er að líkindum við dánarbeð
einhvers, og getur ekki komist í burtu,
eða sent boð heim til sín. Það er skemti
legt starf kveldið fyrir giftingardaginn!
Matle tók upp á þessu sama en ég tók
fljótt fyrir það, það gjörði henni ekk-
ert gott”.
Þeir héldu áfram eftir veginum sem
var dálítið öldu myndaður með trjá-
röðum sitt hvoru megin. Það var dálítil
tjörn við veginn í einni öldulægðinni, og
það var eini staðurinn á honum, sem
nokkuð hefði getað komið fyrir Con-
stance heilbrigt fólk ekki út í svoleiðis
torfærur um hábjartann daginn.
Þeir komu að kastalahliðinu og spurðu
vörð hliðsins, sem var öldruð og heyrn-
arsljó kona, hvort hún hefði séð Con-
stance. Kvaðst hún ekki hafa séð hana,
en hún gat opnað gönguhliðin frá hlið-
húsinu án þess að fara út úr því og sá
því ekki alla sem út og inn um þau fóru,
en hún sagðist hafa séð ungfrú Bryden
þegar að hún, eða þær systur fóru heim
til sín.
“Það er ekki til neins að fara stiginn
upp að kastalanum”, sagði Drake. “Ef
að hún hefði farið í gegnum garðshliðið,
þá hefði hún vitanlega farið heim að
Breiðavatni. Eg held að þú hafir hitt á
hina réttu ráðningu á leyndarmáhnu. —
Hún hefir farið að heimsækja einhverja
og hefir tafist. Þú skalt ekki vera að
hafa fyrir því, að fara til baka með mér,
Montrose”.
Montrose kvaðst ekki skilja við
Drake, unz að -Constance væri fundin,
svo þeir tveir, Drake og Montrose, sneru
til baka, en Wayne hélt áfram heim að
Breiðavatni til þess að vita um hvort
Constance hefði ekki komið þar á með-
an að þeir voru í burtu.
Þegar að Þeir Montrose og Drake
komu á ölduna sem að tjörnin var und-
ir, sáu þeir ljós á hreyfingu meðfram
tjörninni.
“Hvað er um að vera hér?” spurði
Drake og kvíðafullur órói lagðist aftur
um huga hans.
Þeir hröðuðu ferð sinni ofan að tjörn-
inni.
“Sælir! Hvað eruð þið að aðhafast?”
spurði Montrose tvo ,menn sem lágu á
knjánum við vatnið.
“Við áttum að vaðbera tjörnina”,
svöruðu þeir.
“Láttu þetta ekki hafa nein áhrif á
þig”, sagði Montrose við Drake. “Lög-
reglan er ekki hugsjóna-auðug, svo hún
grípur æfinlega til vaðsins, ef eitthvað
týnist eða hverfur”.
Þeir félagar gengu samt til lögreglu-
mannanna og horfðu á þá útbúa hina
ógeðslegu slæðu sína og Drake horfði
ýmist á hana, eða þá út á dökt og dular-
fult vatnsborðið sem í áugum hans var
ægilegt. Hann hrökk við, þegar járn-
krækjurnar féllu ofan í vatnið, og það
fór hrollur um hann þegar að þær voru
dregnar að landi.
Aftur og aftur féllu krækjurnar ofan
í vatnið, og aftur og aftur voru þær
dregnar að landi, þar til að búið var að
draga þær yfir allan botninn á tjörninni,
en ekkert fanst nema grasþvögur sem á
botni tjarnarinnar uxu og dauður hund-
ur, sem kastað hafði verið í tjörnina.
Tíu mínútum síðar, voru þeir Drake
og Montrose komnir til Laurels pg inn
í stofu þar sem Bryden systurnar báðar
sátu, hræddar og þögular, í daufri ljós-
birtu frá lampanum með rauðri ljós-
skýlunni. Montrose endurtók þá skoð-
un sína, að Constance hafi verið beðin
að heimssækja einhverja deyjandí vini
sína í nágrenninu og var sú hugmynd
rædd með alúð, því í henni fólst ofur-
lítill vonarneisti. Ungfrú Bryden gaf
Drake upplýsingar um fólk það sem
Constance hefði látið sér hvað mest
hugarhaldið um og ungfrú Livinia bjó
sig til ferðar til að heimsækja það þá
þegar. Klukkan var orðin meira en ell-
efu, þegar að hún ásamt hr. Drake fóru
Þau heimsóttu býlin sem yst lágu í bæn
um og vöktu fólk upp sem sumt yppað-
ist við ónæðið sem því var gjört, unz
þau gjörðu grein fyrir erindi sínu. Eng-
inn þeirra hafði orðið var við Con-
stance; og klukkan eitt um nóttina
sneru þau aftur heimleiðis til Laurels,
hrygg í huga. Montrose hafði farið
heim að Breiðavatni og var kominn til
baka. Hann hafði og komið við á lög-
reglustöðinni, og hafði gengið úr
skugga um{ að engar vafasamar per-
sónur höfðu sést í bænum, eða á ferð,
þá um daginn, enda var naumast hætta
á, að algengir umrenningur mundu
granda ferðafólki, nema máske á af-
skektum stöðum, en leið Constance lá
ekki nálægt þeim.
“Og þetta er giftingardagurinn henm-
ar”, stundi Livinia upp, eftir nokkra
þögn, sem ekkert rauf nema ganghljóð-
ið í klukkunni.
“Eg ætla að fara út aftur og leita í
kastalagarðinum, þó að ég sjái ekki
hversvegna að hún hafi farið út af stígn
um?” sagði Drake.
Drake og Montrose kvöddu og fóru
frá Laurels og fóru fyrst til lögreglu-
stöðvarinnar. Drake hitti umsjónar-
mann lögreglunnar á skrifstofunni, og
sagði til hver hann var og spurði hvort
þeir hefðu orðið nokkurs vísari um Con-
stance.
“Við höfum símað til allra lögreglu-
stöðva í nágrenninu”, svaraði lögreglu
umboðsmaðurinn, “og við höfum vað-
dregið tjörnina á milli bæjarins og
Breiðavatns. Stúlkan hefir ekki sést á
járnbrautarstöðinni og ekki heldur
af neinum sem um veginn fóru um það
leyti. Eg veit ekki hvað ég á að halda
um þetta”.
Drake stundi við.
“Þú getur ekki gefið neinar bendingar
sjálfur?” spurði umsjónarmaður lög-
reglunnar. “Þú veist ekki um neinn sem
mundi vilja koma í veg fyrir þessa gift-
ingu? Afbrýðissamt fólk vílar fátt fyrir
sér.
“Herra góður! Um ekkert slíkt getur
verið hér um að ræða”, svaraði Drake,
“og jafnvel þó svo væri, þá er naumast
hægt að hugsa sér að stúlkan hafi verið
uppnumin af veginum”.
“Eg hefi heyrt um stúlku sem var num
in burt af járnbrautarstöð í Lundúnum
um hábjartan dag”, svaraði lögreglu-
umboðsmaðurinn; “en við skulum vona
að ekkert slíkt hafi komið fyrir hér. —
Látum okkur vona, að einhverjir af
mönnum okkar færi okkur góðar frétt-
ir bráðlega og að giftingin geti farið
fram á sínum tiltekna tíma eftir alt.
Eg vona það. Eg vona það, herra minn”,
og umboðsmaðurinn reis á fætur og
fylgdi Drake og félaga hans til dyra.
“Hvað eigum við nú að gjöra?” spurði
Montrose. “Leita í kastalagarðinum?”
“Það virðist vera það eina sem við
getum gjört”, svaraði Drake þreytu-
lega.
Fyrst fóru þeir heim að Breiðavatni.
Þar voru engar fréttir að fá af Con-
stance, og Wayne var farinn í sína eigin
rannsóknarferð.
Þeir Drake og Montrose gengu aftur
út að kastalagarðshliðinni og út á slétt-
lendið í garðinum. Það var komið undir
afturelding, þegar lífsfjörið og lífsvon-
irnar eru hvað þróttminstar, og hið
dökka umhverfi garðsins virtist vera í
augum mannsins hugsjúka staður auðn
ar og ógæfu. Fyrstu morgungeislarnir
roðuðu austurloft dagsins sem átti að
vera gæfuríkasti dagur lífs hans, en
sem nú leit út fyrir að verða mundi dag-
ur tómleikans, óttans og sorganna.
Þeir gengu einn klukkutíman eftir
annan fram og aftur um kastalagarð-
inn, og leituðu í hverjum skógarrunna,
þeir fældu dýrin úr fylgsnum sínum, og
þegar daggarúðinn speglaði sig í geisl-
um sólarinnar og þornaði í varma þeirra
og sólin sjálf reis upp fyrir sjóndeildar-
hringinn og varmi hennar og birta gaf
fyrirheit um glaðan og góðan dag, voru
báðir leitarmennirnir þreyttir og þjak-
aðir eftir hina ávaxtalausu næturleit
sína.
“Eg verð að fara aftur til Laurels”,
mælti Drake.
Montrose vildi ekki skilja við hann,
svo þeir gengu þangað saman, þögulir.
Ungfrú Cecil og Livinia sátu enn í
sömu stellingum í stofunni. Wayne var
„rétt nýkominn og sat þar inni hjá þeim.
Þau voru öll þegjandi og náföl í framan.
Livinia sérstaklega. Þegar Drake kom
inn beygði hann sig ofan að Cecil Bryd-
en og kysti hana á ennið, hún hafði bor-
ið sig eins og hetja fram að þessu, og
hafði hvað eftir annað sett ofan í við
systur sína fyrir ístöðuleysi hennar, en
nú brast mótstöðuþrek hennar sjálfrar,
og hún grét eins og barn.
“Og þetta er giftingardagurinn þinn,
vesalings drengurinn minn”, sagði hún,
“og við vorum öll svo lukkuleg. Það er
sannarlega þungt að mæta slíku að-
kasti, og hún svo ung, falleg og góð! Guð
gefi að ekkert slys hafi komið fyrir
hana!”
Létt fótatak heyrðist í ganginum og
allir sem inni í salnum litu upp. Hjartað
í brjósti Drakes hoppaði í bili, en varð
aftur þungt eins og blý. Það var aðeins
María þjónustustúlkan í húsinu sem
stóð í dyrunum föl eins og liðið lík og
hélt á bréfi í hendinni.
“María”, mælti ungfrú Bryden, “hvern
ig stendur á, að þú ert svona snemma á
fótum?”
“Fyrirgefðu, Madam! Eg hefi ekki
farið úr fötum í alla nótt. Eg hefði ekki
getað sofnað dúr þó ég hefði gjört það.
Fyrirgefðu, Madam, ég veit ekki hvort
þetta getur nokkuð hjálpað. Það er
umslagið af bréfinu sem ungfrú Con-
stance fékk með póstinum í gær. — Eg
fann það í morgunstofunni eftir að hún
fór og mér datt í hug að þið munduð
kanski vilja vita frá hverjum bréfið var”.
Drake stóð upp og tók bréfið frá stúlk
unni sem rétti það að honum feimnis-
lega, því hún hélt að viðleitni sín til að
taka þátt í þessu máli, væri heimska,
eða hlægileg.
Drake leit á utanáskriftina á umslag-
ingu og rétti það svo til ungfrú Cecil
Bryden.
“Þekkirðu utanáskriftina?” spurði
hann.
Ungfrú Bryden hristi höfuðið og rétti
Drake aftur umslagið. Hann horfði á
það stundarkorn, fór svo með hendina
ofan í brjóstvasa sinn og dróg fram
annað bréf og bar saman utanáskrift-
ina á því, og umslaginu.
“Hvað skyldi þetta meina, Montrose?
Mulready hefir skrifað utan á umslag-
ið”. —
“Hvað segirðu?” spurði Montrose
hranalega. “Það er ómögulegt! Hvers
vegna ætti hann að vera að skrifa Con-
stance? Hún þekti hann varla.”
Wayne reis skjótlega á fætur og leit
á umslagið yfir öxlina á Drake.
“Það er svo samt sem áður”, sagði
Drake.
Það gat ekki verið neinum vafa
bundið að sami maðurinn sem hafði
skrifað utan á umslagið, hafði og skrif-
að hið leyndardómsfulla bréf til Archi-
bald Drake.
“Þú ert viss um að bréfið sem Con-
stance sagði að væri áríðandi, hafi ver-
ið í þessu umslagi?” spurði Drake.
“Já, áreiðanlega, herra!” sagði þjón-
ustustúlkan, “þetta bréf hefir vissulega
ekki haft annað inni að halda, en vana-
legar lukkuóskir”, mælti Montrose.
Drake var að athuga bréfið sem hann
sjálfur hafði fengið frá Mulready: “Þú
færð óvæntar fréttir á giftingardaginn
þinn; þér er betra að búa þig undir veru-
legan árekstur”.
“Hefir hann — Guð minn góður —
hefir hann verið að gefa í skyn um þetta
leyndardómsfulla hvarf brúðurinnar?
Hefir hann með einhverjum djúpsett-
um krókabrögðum? Hugsun Drake eftir
vökur og stríð var öll komin á ringul-
reið. Mulready hafði ráðist að honum
og lagt vonir hans og gæfu í rústir. —
Hvers vegna að hann gjörði það, gat
hann ekki gjört sér grein fyrir í svipinn.
Bréfið — hótunarbréfið hafði hótað
honum óláni á giftingardegi hans, og
nú væri það kornið fram.
“Eg hefði gjört vel í að hengja dón-
ann”, sagði Montrose hranalega; og
Drake leit til hans náfölur í andliti og
illkynjaður kvíði lagðist yfir hann eins
og farg.
“Má ég sjá umslagið?” spurði Wayne.
Drake rétti honum það, og bréfið sitt
líka. Þegar að Drake hafði sýnt honum
bréfið í Lundúnum, þá hafði hann ekki
lagt mikið upp úr því. En nú gat það ekki
verið neinum efa bundið, að Constance
hafði fengið bréf frá manninum sem
hafði skrifað það ósmekklega bréf, og
svo horfið og sýndist það gefa bréfinu
ógurlegan virkileika.
Hann rétti Drake bréfið aftur þegj-
andi, og Drake gat ekki lesið neina
lausn málsins út úr svip hans.
XV. KAPÍTULI
Efinn og óttinn
Um morguninn, þegar verzlunarmenn
opnuðu búðir sínar í Há-stræti, var
fréttin um hvarf Constance orðin hljóð-
bær, og að giftingin hennar og Drakes
mundi því ekki fara fram á þeim tíma,
sem ákveðið var. Þessi óhamingjufrétt
var rædd og ráðin við morgunmatar-
borðin, á gatnamótum og í sölubúðun-
um í Faring. Konuefnið hefir strokið.
Hún hefir sjálfsagt fyrirfarið sér, það
er búið að vaðdraga tjörnina og hún
fanst ekki þar, brúðgumaefnið er orð-
inn brjálaður og Breiðavatns húsbænd-
urnir hafa boðið að borga hverjum þeim
500 pund, sem geti sagt til þess, hvað
orðið hafi af Constance.
Þessi og önnur ummæli lágu mönnum
létt í munni um morguninn og þegar
fram á daginn leið urðu ummælin enn
orðfrekari, en aðeins eitt virtist á-
byggilegt og það var, að giftingin mundi
ekki fara fram þá um morguninn.
Slúðrið, sem í flestum sveitabæjum
er átrúnaðargoð um 90 prósentum, hélt
staðlaust áfram ,einkanlega á á Kórónu
gistihúsinu.
“Þjónar gistihússins höfðu þó fátt til
málsins að leggja”, sagði maður sem
þar hafði komið um morguninn, en ég
hygg að þeir viti meira en þeim er leyft
að segja. Það sem ég held sjálfur er, að
Constance hafi komist á snoðir um að
kærastinn hafi átt konu einhvernstað-
ar úti í heimi”.
“Já! Þessir sjómenn eru altaf að gifta
sig”, sagði þunnur og hengilmænulegur
maður. “Þeir eiga konur í hverri höfn,
það er þeirra siður. Það er sennilegast
að hann eigi konu einhversstaðar í út-
löndum, máske negrakonu!”
“Þú ættir að skammast þín að tala
svona”, sagði veitingastúlkan þótta-
lega. “Ekki nema það þó! Eins gjörfu-
legur og myndarlegur maður og hann
er, að eiga negrakonu”.
“Þú þekkir ekki þessa sjómenn”, hélt
faðir negrakonu-hugmyndarinnar á-
fram, upp með sér af því að negrakonu
hugmynd hans hafði vakið eftirtekt og
hann hefði sjálfsagt verið reiðubúinn að
eigna Archibald Drake svo eða svo
mörg kynblendingabörn, ef hann hefði
ekki munað eftir sögu um giftingar ann
ara persóna sem líka var í tölu sjó-
manna stéttarinnar.
“Eg skal segja ykkur að bróðir kon-
unnar minnar var sjómaður — það er
að segja, að hann var matreiðslumaður
á skipi, og einu sinni, þegar að hann
kom heim kyntist hann og giftist ungri,
laglegri þjónustustúlku sem heima átti
í Lundúnum, svo var hann á gangi dag
einn á Whitechapel-brautinni, þar sem
hann átti ofurlitla sölubúð — ”.
Þessi frásaga var of langdreginn fyr-
ir tilheyrendurna, svo þeir bundu enda
á hana, en þó ekki fyrri en sögumaður-
inn hafði tilkynt, að matreiðslumaður-
inn hefði einu sinni mætt spænskri
konu með hníf í hendi, sem upp á stóð,
að hún væri hin rétta og löglega kona
hans og að þjónustustúlkan yrði að
víkja úr sæti sínu.
Niðurstaðan varð sú, þrátt fyrir at-
hugasemd veitingastúlkunnar, að Con-
stance hefði frétt, um eitthvað athuga-
vert í framferði Lautenantsins og hefði
þess vegna hlaupið í burtu.