Lögberg


Lögberg - 20.05.1948, Qupperneq 2

Lögberg - 20.05.1948, Qupperneq 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. MAÍ, 1948 Indriði Einarsson Eftir Brynleif Tobiasson Erindi, flutt á fundi í st. Verðandi nr. 9, í Rvík á , minningarkveldi um I. E. 30. apríl 1943* Fyrir 92 árum fæddist hjónun- um á Húsabakka í Skagafirði sveinn, skömmu eftir sumarmál- in. Hann var vatni ausinn nokkr um dögum síðar, og hlaut í skírninni nafnið Indriði. — Móð- ir hans hét Euphemía, dóttii Gísla Konráðssonar, mikilvirk- asta sagnaritara í bændastétt á Islandi á 19. öld, og fyrri konu hans Euphemíu Benediktsdótt- ur, en hún var dóttirdóttur Jóns prófasts Jónssonar á Hjaltastöð- um í Skagafirði, ins lærðasta manns. Faðir Indriða var Einar bóndi á Húsabakka, sonur Magn úsar Magnússonar, prests í Glaumbæ, og seinni konu hans, Sigríðar Halldórsdóttur Vídalín, klausturhaldara á Reynistað. Húsabakki stendur við vest- ari kvísl Héraðsvatna, alveg fram á vatnabakkanum. Það er einkennileg jörð að því leyti, að þar er ekkert tún, en heyskapur allur í mjög grasgefnum flóa fyr- ir vestan bæinn og á vatnabökk- unum. Húsabakkaflói er Safa- mýri Skagafjarðar. Það er og var algengt, að meðal-sláttumaður slægi þar 70 hesta á dag með og ljá. í vorflóðum er erfitt að verja bæ og peningshús fyrir vatninu. Þá er stundum hægt að róa á pramma yfir þvert eylendi Skagafjarðar. Á þessum bæ ólst Indriði Ein- arsson upp fyrstu æviárin, en flest æskuár sín átti hann heima í Krossanesi í Vallhólmi, því að þangað fluttust foreldrar hans, er hann var enn á unga aldri. — Þar er sama sléttan allt um kring sem á Húsabakka, en þó stendúr bærinn þar hærra en á Húsabakka. — Krossanes stend- ur skammt frá Svartá — Húseyj- arkvísl, — en nokkur spilda af landi jarðarinnar liggur að vest ari kvísl Héraðsvatna ■— Sönd- unum. — Steinn verður ekki fundinn í landareign þessara jarða. Smalarnir frá báðum þess- um bæjum eru á hestbaki. Slétt- ir bakkarnir eru öndvegisskeið- vellir, og það er meira dauðýfl- ið, sem lætur ekki hestinn sinn spretta úr spori þar á bökkun- um. Enginn háls eða hæð er til i landareigninni. Fjöllin blasa við í nokkurri fjarlægð í austri, suðri og vestri. Fegursta fjallið í austri er Glóðafeykir. — Undir honum stendur ið sögufræga höfuðból Flugumýri. Frægasta og fegursta fjallið í suðri er Mæiifellshnjúkur, en undir hon um stendur prestssetrið Mæli- fell. — ^að er vítt til veggja á æskustöðvum Indriða Einars- sonar. — Skagafjörður leið Indriða aldrei úr minni. Síðustu æviár- in fór hann norður á hverju sumri, og sannaðist á honum, að “römm er sú taug, er rekka dreg ur föðurtúna til”. Mér kæmi ekki á óvart, þó að hann hefði dáið með nafn Skagafjarðar á vörunum. <■ Móðir Indriða var gáfuð kona, sem hún átti ætt til, bæði í föð- ur- og móðurkyn, alin upp við sagnir og skáldskap. Faðir hans var söng- og gleðimaður, og þeir bræður frá Glaumbæ, Magnús- synir, voru flestir góðir smiðir. Á uppvaxtarárum Indriða, í Krossanesi, voru jafnaldrar hans og vinir á næstu bæjum í Hólm- inum, Bakka og Löngumýri. Hitt ust þeir oft mitt á milli bæjanna, hlóðu þar vörðu, sem þeir köll- uðu Vinavörðu, glímdu þar og skemmtu sér, sem bezt þeir máttu, og fylgdu hver öðrum þangað að heiman, er hinir * Á þessum fundi talaði einn um hann sem templar, annar um hann sem rithöfund og þriðji um rnann I. E., og það gerði ég. B.T. komu í heimsókn. Þetta sagði mér leikbróðir Indriða, frá Löngumýri, í elli sinni. — Nú sést aðeins móta fyrir Vinavörð- unni, en mér koma ævinlega í hug leikbræðurnir þrír, þegar ég ríð þar fram hjá. Á unglingsárum Indriða voru tvö handskrifuð blöð gefin út þar í sveitinni — í Seyluhreppi. — Annað hét Dalbúinn, og var Stefán Guðmundsson í Víðimýr- arseli* ritstjóri hans. Hitt blaðið hét Júlíus Caesar, og var Indriði Einarsson í Krossanesi ritstjóri hans. Annar kenndi blað sitt við umhverfið, en hinn við ið fjar- læga, stórkostlega, hermannlega. Ið dramatíska líf Caesars heili- aði Indriða. Leikritaskáldið sagði þá þegar til sín. Á skólaárum sínum var Ind- riði jafnan heima á sumrin, en faðir hans dó, þegar hann var 17 ára gamall. Utan fór hann stúdent haustið 1872, og lagði fyrir sig og lauk prófi með heiðri í fræðigrein, sem hann fyrstur allra íslend- inga lauk námi í, en það var hag- fræði. Skömmu eftir heimkomu sína varð hann aðstoðarmaður landfógeta ' og endurskoðari landsreikninganna. Það var brautryðjandastarf, sem hann tók að sér. Hann samdi lands- hagskýrslur, og eru þær mikils- verð heimild um viðskipti ís- lendinga og afkomu alla. Þetta starf var orðið svo umfangsmik- ið og álitið svo mikilsvert, að sérstakri stofnun var komið á fót og falið að annast það fyrir 28 árum síðan — 1915 — og þannig greint frá störfum Stjóm arráðs íslands. — Auðvitað hefði Indriði Einarsson verið sjálfkjör inn til forstöðu við þessa stofn- un, ef hann hefði þá ekki verið orðinn skrifstofustjóri í Stjóm- arráðinu, því að hann hafðx skapað það, sem heitir hagskýrsl ur Islands. Einu sinni var hann kjörinn á þing, en það vildi svo til, að hann sat ekki nema á einu þingi. Þar flutti hann þó mál, sem var mikil nýlunda á löggjafarsvið- inu, frumvarp til laga um bruna tryggingu í íslenzkum kaupstöð- um o. fl. Var því máli þunglega tekið, eins og oft vill verða um merkustu nýjungarnar, og ekki gekk málið fram fyrr, en löngu seinna, en viðurkenndur braut- ryðjandi þess á Alþingi er Ind- riði Einarsson. — Um bankamál skrifaði hann einnig mikið, og var líka einn inna fáu manna hér á landi, sem hafði vit á þeim málum, þar sem hann var lands ins eini lærði hagfræðingur í þann tíma, en landar hans þótt- ust hafa efni á því að hafa þenn- an sérfróða og fjölmenntaða mann utan þingsalanna, nema eitt einasta ár. Auk feikna vinnu við embættis störf, talsverð ritstörf um þjóð- mál, forustu stærsta félags í landinu á sínum tíma um sex ára skeið,** fékk Indriði Einarsson þó tíma til að fást við leikrita- gerð. Hann var brautryðjandi á sviði leiklistarinnar á síðara hluta 19. aldar hér á landi. En þrátt fyrir öll þessi afköst, fór því svo fjarri, að hann yrði “þurrpumpulegur” og ófrjór skrifstofumaður, að hann hélt sér andlega frjóum til æviloka, las mikið og skrifaði allra manna skemmtilegast. Taflmað- ur var hann góður og ágætur dans- og göngumaður. — Það, sem nú hefir verið sagt, sannar, að hann hefir verið afkasiamað- ur mikill, og það sem meira er um vert, frjór afkastamaður. — Hann hafði meira að segja lag * Þann mann þekkir alþjóð, en undir nafninu Stephan G. Stephansson. **Stórstúka íslands 1897-1903. á því að skrifa landshagsskýrsl- urnara svo, að þær voru skemmti legar aflestrar. — Sagnalist Gísla afa hans Konráðssonar gekk að erfðum til hans, en hún lagðist í annan faiveg hjá hon- um. Hann var skáld. Hvenær sem hann stakk niður penna, kom skáldið í ljós. Á háskólaárum sínum hafði Indriði Einarsson kynnzt Jóni Sigurðssyni, og all-handgenginn var hann móðurbróður sínum, Konráði Gíslasyni. Fjölnismann inum, sem fyistur íslenzkra menntamanna á 19. öld kvaddi sér hljóðs á opinberum vett- vangi til þess að brýna fyrir ís- lendingum gildi íslenzkrar tungu, og var merkismaður þjóð ernisstefnunnar meðal Islend- inga á 19. öld. — Konráð Gísla- son markaði stefnuna á undan Jóni Sigurðssyni: “Vér viljum vernda mál vort og þjóðerni”. Það var mergurinn málsins. — Það, sem skapar þjóð, er sam- eiginleg tunga. Ekkert annað getur gert það. Konráð gróf auð máls vors úr gleymsku, og til þess var fjársjóðurinn fundinn, að hann skyldi vera geymdur. Það var mikill fengur fyrir Indriða Einarsson að fá að kynn ast Nestor íslenzkra málvísinda- manna, sem þá var, og Perikles íslands á stjórnmálasviðinu, en þeirrar gæfu varð hann aðnjót- andi í Kaupmannahöfn í við- skiptum smum við Konráð Gísla son og Jón Sigurðsson. Eg var 10 ára, þegar ég sá Indriða Einarsson í fyrsta sinn. Hann kom á heimili mitt, Geld- ingaholt í Skagafirði, að sumar- lagi. Eg man, þegar hann og frændur hans og vinir, margir saman, þeystu í hlaðið simnan traðirnar. Mér varð starsýnt á hann. Indriði var þá fimmtugur, vetri fátt í, maður á bezta skeiði: Teinréttur, tæplega meðalmað- ur á hæð, snar og léttur í hreyf- ingum, eins og stálfjöður, vel búinn, með mikið hár, er talsvert var tekið að grána, vel farinn í andliti, nefið hátt, hafið upp að framan, augun >grá, svipurinn góðmannlegur, herðibreiður og miðmjór. Hreyfingarnar báru með sér, að hann hafði stæltan líkama og fiman. Hann var líka æfður skylmingamaður og æfði nokkuð sund. Gekk fremur stutt- um, afmældum skrefum, eins og hann hefði verið taminn á her- göngu. Hermennskan heillaði hann alltaf. Hann gat lýst fylk- ingaskipun í orustum, bæði ins gamla og nýja tíma. Skrafhreyf- inn var hann og glaður í við- móti. Röddin var mjúk, en ekki mikil. Skapmikill var hann og lét eigi misbjóða sér órefsað, gat þá verið langrækinn, en að jafnaði var fljótt úr honum, þó að hann reiddist, ef hann gekk úr skugga um, að um smáræði var að tefla og illt bjó ekki und- ir. — Indriði var maður undir- hyggjulaus. Háttprýði hans var viðbrugðið. Kunni hann manna bezt að vera með hefðarmeyjum og tignum mönnum, en sá var munurinn á honum og sumum öðrum, er þetta kunna, að hann sýndi öllum að fyira bragði ina sömu kurteisi. Hann var það, sem kallað var á 18. og 19. öld- inni með frönsku orði grand seigneur, en slíkur maður er ridd arinn án ótta og ámælis. Inn sanni höfðingsskapur er honum í blóð borinn H.ann er alúðleg- ur við hvern sem er, en ber þó af um umgengnisgáfur. Indriði var fágaður í fram- göngu, snyrtimenni eitt ið mesta í klæðaburði, sem ég hefi séð. Þegar ég spurði hann 85 ára gamlan, hvernig stæði á því, að hann héldi svo svona ungum, svaraði hann, að það væri af því: 1. að hann hefði aldrei gert svo lítið úr sér að öfunda nokk- urn mann, 2. að hann hefði ekki bragðað áfengi í 50 ár; það hefir hjálpað nokkuð. 3. að hann hefði gengið mílu á hverjum degi í heilan manns- aldur, 4. að hann hefði alltaf hætt að borða, áður en hann varð full- saddur, 5. að hann hefði reynt að hata engann mann, “en” bætti hann við, “það er stundum erfitt í póli- tíkinni”. Enn lét hann þess getið, að hann hefði tamið sér andardrátt aræfingar, tekið þátt í skylming um í sjö ár og verið á dansgólf- inu í 70 ár. Eitt af því, sem menn skyldi varast, sagði hann, væri að sofa lengi í einu. Þjáðist hann mörg ár af svefnleysi, en hann áleit, að það hefði ekki stytt sína ævi- daga. “Við eigum ennfremur”, hélt hann áfram, “að binda hugann við sólskinsblettina í lífinu, en reyna að rýma hinu burtu”. — Hann sagði oft frá sólskífu, sem hann hefði séð í Skotlandi, og var hrifinn af áletrun á henni, en hún var þessi: “Eg tel aðeins sól- skinsstundirnar”. — Kjörorð Lndriða Einarssonar var einmitt þetta. — Eg held, að I. E. hafi hafi hér gefið okkur receptið fyrir því að lengja lífið. Ef þú vilt lifa stuttu og ömur- legu lífi, skaltu vera svefnugur kyrrsetumaður, éta og drekka sem mest þú mátt, vera gulur af öfund og bólginn af hatri til náungans og vera sífellt að velta því fyrir þér, hversu níðangurs- lega öllum farist við þig. Uppskeran af þessu verður leti, magaveiki, höfuðþyngsl, timburmenn, óánægja, myrkur og kuldi í sál og sinni og í stuttu máli sagt, niðurdrepandi bölsýni. Líf I.E. var andstæðan við þetta, og þess vegna m.a. náði hann háum aldri og var þó alltaf ung- ur, umgekkst 1 í k a ungt fólk meira en gamalt. Receptið er góð lýsing á manninum I n d r i ð a Einarssyni. — Þér hafði líklega veitt því eftirtekt, að hvert nafn, sem við þekkjum, einkum ef við höfum þekkt manneskjurnar, sem báru nöfnin, og jafnvel gild- ir það líka sögulegar persónur, minnir ýmist á eitthvað þægi- legt eða óþægilegt, fagurt eða ljótt, gott eða illt. Það er bjart um sum nöfnin, en önnur eru skuggum vafin. Sumum mönnum, sem miklir sýnast í blámóðu fjarlægðarinn- ar, megum við helzt ekki kynn- ast persónulega, ef stærðin á að haldast. Því segir einhvers staðar: “Eng- inninn er mikilmenni í augum herbergisþjóns síns.” En þessu er ekki svo farið um alla. Til ex*u menn, sem þola það, að vera daglega undir smásjá heimilis- manna s i n n a og nágranna og missa einkis í um álit fyrir því. Eg vil trúa yður fyrir því, að þessir menn eru mestu mennir- nir, og hver sæmilega greind manneskja getur gert sér grein fyrir því, hvérnig á því stendur. Indriði Einarsson gerði ekki kröfu til að vera álitinn mikil- menni. En hann var einn þeirra manna, sem óx við kynningu. Eftir því sem eg kynntist honum lengur, því meiri mætur fékk eg á honum, og voru skoðanir okk- ar þó um sitt hvað harla súndur- leitar. Eitt mat eg mjög mikils í fari hans: Hann þorði að skipta um skoðun á einu og öðru, ef reynsla, breyttir tímar og ný þekking færði honum heim sann- inn um, að gamla skoðunin væri haldlaus orðin. I.E. var enginn steingervingur, heldur enginn spekúlant, sem var alltaf að reikna út öruggt skiprúm handa sér, og allra sízt var hann heigull, sem fékk sig ekki til að yfirgefa gamalt skip og gamalt föruneyti, þó að sam- vizkan mótmælti áframhaldandi samvistum. I. E. notaði vel tímann,' sem fyrr segir. Eg held, að hann hafi aldrei setið auðum höndum. — Þegar hann skemmti sér, gerði hann það af áhuga og krafti. — Þegar hann spjallaði við náung ann, gerði hann það líka með andlegu fjöri og oft skapandi Dr. F. J. GREANEY Director, Line Elevators Farm Sexvice Winnipeg, Manitoba. DEATH TO GRASSHOPPERS festations are confined to a few relatively small areas in the southern portions of these prov- inces. A word of warning. Farm- ers in the grasshopper infested areas of Western Canada who fail to prepare for, and to carry out, an effective poisoning cam- paign this spring are likely to suffer unusually heavy crop losses in 1948. In 1947, hordes of grasshoppers invaded the wheatlands of Sask- atchewan. They caused serious crop losses and left millions of eggs on roadsides, ditch banks, field margins and in stubble fields. Grasshopper forecasts for 1948, prepared by Entomologists of the Science Service Labora- tories at Lethbridge and Saska- toon, indicate that the most seri- ous plague of grasshoppers since 1940 can be expected in many districts of Western Canada, particularly in Saskatchewan, this year. Infested Areas. The area in Saskatchewan known to be in- fested with sufficient numbers of grasshopper eggs to consti- tute as serious threat to crops this spring, extends from North Battleford southward to the United States boundary, and from the Alberta border east- ward to a line through Wynyard, Regina, Estevan and Weyburn. Fortunately, in Manitoba and Alberta, heavy grasshopper in- Grasshopper Conírol. No at- tempt can be made here to give detailed information on the con- trol of grasshoppers. As most western farmers know, success- ful grasshopper control depends largely on an early and effective spring baiting campaign. If grasshoppers threaten your crop this spring seek the co-operation and assistance of your munici- pal officials and Agricultural Representatives. Your local Line Elevator agent will be only too ready to help you to wage war on grasshoppers. Support your community control campaign, and make sure you keep the grasshoppers on your own farm strictly under control. Full in- formation on effective grass- hopper control measures, avail- ability of poison bait, etc., can be obtained from your Provin- cial Department of Agriculture, or nearest Dominion Entomolog- ical Laboratory (Lethbridge, Alta., Saskatoon, Sask., or Bran- don, Man.). kráfti. Silalegir menn og latir voxu honum ekki að skapi. Ættrækinn var I. E. og ætt- stoltur. Hann hafði miklar mæt- ur á Páli lögmanni Vídalín, ætt- föður sínum, en hann var fimmti maður frá honum kominn — Hólmfríður Pálsdóttir — Hall- dór — Sigríður — Einar — Indriði. — I. E. var svo heppinn að. eiga merka og forsjála konu, sem sá um heimili þeirra með framúr- skarandi umhyggju og útsjón. Börnin voru mörg og efnileg. — Heimilið var glatt, og listin átti þar sitt óðal. Fjöldi mennta- manna og kvenna gekk þar út og inn. Börnin blessa minningu föður síns. Eg hefi kynnzt þeim öllum nema tveimur, en ég veit, að öll unnu þau föður sínum heitt og innilega. Þeim verður tíðrætt um hann, af því að hann auðgaði líf þeirra. Þau eru stolt af því að vera börn hans. Indriði Einarsson unni heitt. Ástin var óslítandi þáttur 1 lífi hans. Fegurðin hreif hann og varpaði ljóma á líf hans allt og lengdi það. Ást hans var órjúf- anlega tengd fegurð lífsins. Hann unni Reglu vorri og var henni trúr til hinztu stundar, og ber það vitni um skapgerð hans. Hver maður ber mikinn svip þeirrar aldar, sem hefir fóstrað hann. I. E. var að námi við há- skólann í Khöfn milli 1870 og 1880, þegar kröfurnar um þing- ræði og kjörrétt almennings voru efst á þaugi þar, og víðar Hann var einn þeirra mörgu ís- lendinga, sem börðust fyrir þess- um nýjungum hér heima. Trúin á þetta skipulag var farin að dofna síðustu árin, og hann fyr- irvarð sig ekki fyrir að láta það í ljós, að vonirnar um árangur- inn af þessari nýskipan hefðu að sumu leyti brugðizt. Æviminn- ingar hans bregða ljósi yfir þetta, og vil ég ráða öllum þeim, sem vilja kynnast I. E., að lesa þær. — í viðtali við lærða menn not- aði I. E. að 19. aldar sið lærðra manna mikið af útlendum orð- um, en menntun hans stóð föst- um fótum, ekki einungis í erlend um jarðvegi, heldur og í íslenzk- um. Sturlungu kunni hann allra manna bezt. Hann dáðist að góð um herforingjum og andans mönnum fyrri tíma, að her- og ættaraðli og þó mest að andans mikla aðli með öllum þjóðum. Fyrir réttum og sléttum peninga aðli beygði hann aldrei kné. — Fyrir því hafði hann líka hrein- ar hendur til æviloka. Hann tók aldrei þátt í klækjum víxlara og annarra mammonsþjóna, hvort sem þeir voru í forgarði musterisins eða utan hans. Nafni Indriða Einarssonar fylgir alltaf heiðríkja og þægileg tilfinning. Oss eru öllum gefnar 24 klst. á sólarhring til afnota og um- ráða. Það er mikill auður, en mörgum er því miður lagið að gera lítið úr miklu. Sumir spinna úr þessum mörgu 24 klukkustundum hegningaról að hálsi sér og annarra. Annar flokkurinn ríður úr þeim bölva- möskva handa náungum sínum. Þriðji flokkurinn mótar úr þeim auðæfi handa sér og stundum líka handa öðnim, en fjórði flokkurinn spinnur úr þeim gleð innar glitvef handa sér og sam- ferðamönnum sínum, hlýja og fagra farsældarvoð sér og þjóð sinni, bjargtaug yfir á land lif- enda og auð til hanada ódauð- legri sál sinni. Um trúarlíf I. E. fæ ég ekkert annað sagt en það, að hann trúði á algóðan guð og ódauðleika sál- arinnar. Eg trúi því staðfastlega, að líf- ið brosi við honum, í allri sinni dýrð, á Iðavöllum eilífðarinnar. Stígandi. ORÐSENDING TIL KAUPENDA LÖGBERGS og HEIMSKRINGLU Á ÍSLANDI Áskriftagjöldin eru fallin í gjalddaga. Góðfúslega greiðið þau til jnín fyrir júní- lok, án þess að kalla þurfi frekar effir þeim. BJÖRN GUÐMUNDSSON Mávahlíð 37, Reykjavík.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.