Lögberg - 29.07.1948, Síða 2

Lögberg - 29.07.1948, Síða 2
18 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 29. ÁGÚST, 1948 Slefán Einarsson dr.: Arnold Nordling Maeíur íslandsvinur Hinn 12. desember 1947 andað- ist í Helsingfors, Finnlandi, pró- fessor Arnold —• Henrik — Nordling eftir stutta en þunga legu. Banamein hans var krabba mein. Höfðu læknar fyrir tveim árum skorið burt það sem þeir náðu af meininu, og komst Nord ling til allgóðrar heilsu eftir það, en nú tók meinið sig upp að nýju og þá svo hastarlega, að hann lifði tæpan mánuð eftir það -að læknarnir tóku eftir vext inum. — Arnold Nordling var fæddur í Pojo í Nyland í Suður-Finn- landi árið 1889. Hann tók stúd- entspróf í sænskum menntaskóla í Helsingfors 1907. Síðan las hann norræna málfræði við Há- skólann í Helsingfors hjá prófess orunum O. F. Hultman og Hugo Pipping, varð hann cand. phil. 1911, lic. phil. 1920 og dr. phil. 1921 fyrir ritgerð um áherslu í samsettum orðum í fornsænsku. Doktorsritgerð hans hét Om sammanskrivning och sárskrivn- ing i fornsvenska och áldre ny- venska urkundur sásom eit med- el aii beieckna olika betoning og var hún prentuð í Siudier i Nordisk Filologi —SNF— 1920. í þessari málstatistisku ritgerð, sem sýnilega var innblásin af prófessor Pipping, hélt hann fram allnýstárlegum kenningum um samsett orð, og spapnst út aí þessu ritdeila þar sem sumir sænskir norrænumenn —Emil Olson, o. fl.— töldu Nordling hafa á röngu að standa, en Pipp- ing varði sjónarmið hans og nið- urstöður. Sjálfur skrifaði Nord- ilng síðar fleiri greinar um málið þar sem hann reyndi með líkind- areikningi — að dæmi Pippings — að styrkja niðurstöður sínar —Sparksíaiisíik, SNF 1931-32—. í sambandi við ritgerð þessa safnaði hann til fullkomins orða- safns yfir Suðurmannalög hin fornsænsku —Ordskaiten i Söd- ermannalagens iexlcodex saml- ad och ordnai av Arnold Nord- ling, Helsingfors 1928 — Acta Soc. Sci. Fennicae XLIX, No. 5). Var þetta hið mesta þolin- mæðisverk og nákvæmt, enda mun orðasafn það tæplega úr gildi ganga fyrir þá sem sinna vilja fornsænsku máli eða nor- rænu. Fylti rit þetta flokk sams konar orðasafna, sem fyrst mun hafa verið gerð af L. Larson um orð í hinum elstu íslenzku hand ritum, en síðar unnin af H. Pipp ing og nemendum hans yfir forn sænsku lagatextana. Árið 1924 var Nordling gerður að dósent í norrænum fræðum við Háskólann í Helsingfors. — Sama ár hafði hann með öðrum gengist fyrir útgáfu afmælisrits til hins ástsæla kennara síns Hugo Pipping, sem þá 5. nóvem ber um haustið fyllti sextíu ár. Eg, sem þessar línur rita, kyntist honum veturinn 1924— ’25, þegar hann var að vinna að þessari útgáfu. Eg kom þá til Helsingfors um haustið til að nema hljóðfræði og tók tíma hjá prófessor Pipping og hjá F. Aima, sem nú hafa báðir safn ast til feðra sinna. Nordling tók mér alókunriugum eins og bróð- ur, hann útvegaði mér herbergi í sama matsöluhúsi og hann bjó sjálfur, fylgdi mér í Nylands Nasjon og sá til þess á allan hátt að mér yrði sem mest og bezt not af veru minni í Finnlandi; bæði um veturinn og um sumarið sem í hönd fór er ég eyddi að nokkru leyti í Finnlandi með honum. Það eina sem ég gat gert í stað inn var að kenna honum íslenzku og var það létt verk jafnmikinn áhuga og hann hafði á málinu. Kom það og fram síðar, því hann lét það verða nálega sitt fyrsta verk að heimsækja ísland. Kom hann fyrst heim 1926 og hittumst við þá í Viðey. Síðar kom hann líka sumarið 1927, 1938 og 1930 og sáumst við þá í síðasta sinn á Þingvöllum, þótt hvorugan grunaði að svo mundi verða. Á þessum árum lærði Nord- ling svo vel íslenzku að fáir munu hafa staðið honum á sporði á Norðurlöndum. — Var það hvorttveggja, að hann eign- aðist marga vini á íslandi, enda tók hann þeim íslendingum með kostum og kynjum, er endur og eins slæddust austur til Finn- lands. Auk þess kendi hann ís- lenzku við háskólann í Helsing- fors, bæði gamla og nýja málið. Það var því einkar vel til fallið að Islendingar sæmdu Nordling fálkakrossi sínum hátíðarárið 1930, þegar hann var þar í síð- asta sinn. Enda mun það satt best sagt, að fáa tryggari vini mun ísland hafa átt í Austurvegi en Nordling. Nordling skrifaði laglega smá- grein um Island í Svenska Folk- skolens Vanners Kalender, Hels- ingfors, 1930. Auk þess skrifaði hann allmargar greinar um norræn og íslenzk efrii svo sem “Fornnordisk diktning” í Bud- kavlen 1929, “Norröna ord i Ort- riamn” í Germanska namnstudier tillagnade Evald Lidén; “Is- landskt hann var að ielja — hann laldi — Latinets legebam o.s. frv. í Fesiskrifl til Finnur Jónsson 1928, “Kani” og “Norr. vandblæss vandgæfr, vinnr" í SNF 1930 og “Pauls saga postola och norr. mið n”. SNF 1937. Flestar af greinunum eru langar og mjög nákvæmar orðrannsóknir. Amold Nordling fékk að kenna á hinni hörðu samkepni, sem ríkir í sænskumælandi lönd um um hinar fáu prófessorsstöð- ur í norrænum fræðum. Hann sótti um prófessorsstöðuna í Helsingfors þegar Pipping hætti, en þá fékk T. E. Karsten embætt ið og hélt því til dauðadags. Svo það var ekki fyrr en 1939 að Nordling varð prófessor í Hels- ingfors, eftir mörg ár og iðjusöm því hann var sílesandi og skrif andi. Auk íslandsferðanna fór hann margar námsferðir til Sví- þjóðar: I Stokkhólmi var hann 1915, í Gautaborg — hjá Lidén — 1926, ’28—’29, í Uppsala — hjá Hesselman — 1926, 30—32 og ’37. Liggur frá þessum árum eftir hann allmikið af málfræðiritum og þótt þau séu hvorki skemti- Framhald á bls. 23 ÁRNAÐARÓSKIR TIL ÍSLENDINGA FRÁ— J, Werier & Co. Ltd. Verksmiðju umboðsmenn Flest það, sem til fiskiveiða þarf á reiðum höndum. Þegar þér þurfið á því að halda, er það til hjá okkur. 764 Main Sireet, Winnipeg SÍMI 57 311 Vér óskum íslenzkum viðskiptavinum vorum til heilla á þjóðminningardegi þeirra á Gimli 2. ágúst 1948. RIVERTON CO-OPERATIVE CREAMERY ASSOCIATION JULIUS MAASS, Manager RIVERTON MANITOBA Congrafulalions to the Icelandic People on the Occasion of their 59th National Celebration at Gimli, August 2nd, 1948. Dr. T. Greenberg 814 SARGENT AVENUE Winnipeg, Maniioba Phone 36 196 Vér óskum íslenzkum viðskiptavinum vorum til heilla á þjóðminningardegi þeirra á Gimli 2. ágúst 1948. G. H. T. THORKELSON Jeweller Verslar með fyrsta flokks skrautmuni, úr, klukkur or ótal aðra nytsama munl sem menn og konur þarfnast. V Aðgerðir leystar af hendi fljótt og vel. gimli MANITOBA BEZTU ÁRNAÐARÓSKIR FRÁ BROS BEDOING l DPHOLSTERING VERKSTÆÐINU Við erum sérfræðingar í að yfirdekkja legubekki og endur- nýja undir og yfirsængur. Nýir húsmunir og nýjar undir og yfirsængur búnar til samkvæmt ákvæðum eigenda. Fljót afgreiðsla - Ábyggilegt verk - Sanngjarnt verð I PHONE 28 747 Winnipeg, Maniioba N. WARCABA Congralulations lo the Icelandic People on the Occasion of their 59th Nalional Celebration at Gimli, Augusl 2nd, 1948. William B. Migie DRUGGIST 789 Poriage Avenue, ai Beverley WINNIPEG, MAN. PHONE 37 772 Vér óskum íslenzkum viðskiptavinum vorum til heilla á þjóðminningardegi þeirra á Gimli 2. ágúst 1948. S. Tbompson, M.D. Congratulalions to the Icelandic People on ihe Occasion of their 59th Nalional Celebration at Gimli, Augusi 2nd, 1948. ★ ★ ★ Imperial SELKIRK Congratulaiions lo ihe Icelandic People on the Occasion of their 59th National Celebration ai Gimli, Augusl 2nd, 1948. Radio & Electric KARSIN BROS., Proprietors ARBORG RIVERTON MANITOBA MANITOBA MANITOBA

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.