Lögberg - 23.09.1948, Blaðsíða 1

Lögberg - 23.09.1948, Blaðsíða 1
PHONE 21 374 \te& Jjffih1 y'O'P- ® A Complele Cleaning Instilulion 61. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 23. SEPTEMBER, 1948 NÚMER 39 TIL SÉRA VALDIMAR J. EYLANDS Þú ert kominn heim að heiman heill og sæll, við fögnum þér. Ársdvöl þín á ættjörðinni andans sigurmerki ber. Þú varst heima góður gestur . gafst það bezt sem áttir til. Tengdir vora strönd við ströndu studdur ment, og bróður yl. íslenzk þjóð, í álfum tveimur ættarstofni gildum frá. Mál þitt, ljóð og sagna sjóður sæmir stærri þjóðum hjá. Fámennt lið með samúð sigrar sérhvert þrautaspor á leið. Norrænt eðli ávalt stefnir öruggt fram á þroska skeið. Heill þér, Eylands, ástar þakkir ávalt tryggur þinni stétt æðsta markmið okkar daga er því háð að stefna rétt. Lengi megi lýð vorn fræða lífsins trúar andi þinn. Giftusólin geisli allan Guði vígðan ferilinn. M. Markússon. Ráðherrafundur Þann 9. þ. m., áttu utanríkis- ráðherra Svíþjóðar, íslands, Noregs og Danmörku, fund með sér í Stokkhólmi með það fyrir augum að ræða sameiginleg hagsmunamál og búa undir þátt- töku hlutaðeigandi ríkja á þingi sameinuðu þjóðanna í París; — allir ráðherrarnir tjáðu sig því hlynta, að Noregur fengi sæti í öryggisráðinu. Leiðtogi myrtur Síðastliðinn laugardag var fyrrverandi utanríkisráðherra Burmastjórnar, skotinn til bana í bíl sínum; hinn myrti stjórn- málamaður hét Tin Tut, og var einn hinn allra ákveðnasti and- stæðingur kommúnista í landi sínu. — Critics Acclaim Pearl Palmason New York, Sept. 20 CP — New York music crities today paid tribute to the warmth of feeling displayed by Pearl Palma son of Winnipeg, who gave a violin recital Sunday at town hall. The Times says she "could achieve real emoiional warmih in her readings and her playing could be commended for iís vigor and viialiiy". The Times adds: “Miss Palma- son’s playing was always especially satisfying when the music asked warmth of feeling and permitted her to give free vent to her emotions, without too much attention to subtleties . . . much of the rest of the time Miss Palmason was seldom absolutely certain in her control of tone or of technical hedges”. It concludes that her playing “held marked promise and would have made a deeper impression in a program less exacting and more varied in character”. The program included the Hindemith Sonata in E, the Sibelius Concerto and the Chausson “Poeme”. The Herald Tribune says she displayed lechnical incompei- ence, while her inierpreiaiive abiliiy seemed siill in a forma- iive siage in ihe ihree principal works of ihe evening". The World-Telegram says: Miss Palmason was at her best in sensuous passages of music and often she performed with elan and vigorous tone although not usually with technical per- fection”. Snjolaug Sigurdson, also of Winnipeg, was the accompanist. Winnipeg Tribune, Sept. 20th Erling Bengisson Á LEIÐ TIL VÍÐFRÆGÐAR I fyrri viku var stuttlega skýrt frá heimsókn Erlings Bengtsson hingað til borgar, og var þá getið ætternis hans, en hann er systursonur Charlie Neilson póstfulltrúa, íslenzkur í móðurætt. Þessi ungi sveinn, liðlega 16 ára að aldri, hefir þegar vakið á sér óhemju athygli vegna frá- bærrar tækni í Celloleik og tónlistargáfna yfirhöfuð; hann byrjaði barnungur að leika á hljóðfæri sitt í Kaupmannahöfn, en í fyrra efndi hann til hljóm- leika í Reykjavík við slíka feikna hrifningu, að Tónlistar- félag íslands veitti honum 10 þúsund dali til tveggja ára náms við Curtis Institute of Music í Philadelphiu undir ■ leiðsögn hins heimsfræga kennara Piati- gorskys; þess skal og getið, að jafnskjótt og Mr. Piatigorsky komst í kynni við þenna undra svein, varð hann svo hrifinn, að hann bauð honum til heimilis síns í New York og veitti honum þar ókeypis kenslu í sumar. Rannsókn fyrirskipuð Eftir langt amstur og úrræða leysi, hefir sambandsstjórn, að því er settum forsætisráðherra, Mr. St. Laurent segist frá, slak- að þannig til, að sett verði á fót konungleg rannsóknarnefnd, sennilega upp á væntanlegt sam þykki næsta þings, í þeim til- gangi að íhuga farmgjöld með aðaljárnbrautum landsins; er víst svo til ætlast, að þetta mýki að einhverju skapsmuni forsætisráðherranna sjö, er mót- mæltu síðustu hækkun farm- gjalda og vilja ennfremur koma 1 veg fyrir að nýrri hækk- un verði hrundið á framkvæmd. Að hverju gagni þessi nýja tilslökun af hálfu sambands- stjórnar kann að koma, orkar vafalaust tvímælis, því það fylgir sögu, að stjórnin treystist eigi til að hrófla við úrskurði járnbrautarráðs, varðandi þá hækkun, 21 af hundraði, sem þegar hefir gengið í gildi. Um afstöðu forsætisráðherr- anna sjö til þessara nýju , ráð- stafana í Ottawa, er enn eigi vitað. ’ , Mrs. Ingólfur Bjarnason frá Gimli, er um þessar mundir á \ ferðalagi suður um Bandaríkin, með frú Elínborgu Lárusdótt- ur skáldkonu; þær dvöldu um hríð í Chicago, en eru nú komn- ar til New York og dvelja þar í gistivináttu Mr. og Mrs. Snorri Einarsson á Long Island. Ekki myrkar í máli Félagsskapur kvenna sem, gengur undir nafninu The Pro- gressive Conservative Business Women’s, Club í Ottawa, kvað hrakfarir íhaldsflokksins á liðn- um árum stafa af “stefnuleysi, ónógum samtökum og öfund og afbrýðissemi innan vébanda banda flokksins”. Kvennaklúbb- ur þessi áréttaði svo með eftir- greindum orðum: “Flokkurinn hefir haft orð á sér fyrir að svíkjast aftan að sérhverjum foringja sínum alla leið frá dögum Sir John A. Macdonalds”. Innfiutningur smjörs Samkvæmt tilkynningu frá Mr. Howe, viðskiptamálaráð- herra sambandsstjórnarinnar, hefir stjórnin hlutast til um innflutning 9 miljón punda af smjöri frá New Zealand og Danmörku; er þetta gert með það fyrir augum að koma í veg fyrir alvarlega smjörþurð á komandi vetri; þá er og talað um innflutning smjörs frá þriðja landinu, sem enn hefir eigi verið nafngreint. An gagnsóknar Eins og frá var skýrt í fyrri viku, leitar hinn nýskipaði utan- ríkisráðherra sambandsstjórnar- innar, Lester Pearson, kosning- ar til saihbandsþings í Algoma East kjördæminu þann 25. októ- ber næstkomandi; nú hefir íhaldsflokkurinn kunngert, að | hann bjóði engan fram til höf- uðs hinum nýja ráðherra, og líkur taldar á að C.C.F. geri hið sama; verður þá Mr. Pearson kosinn gagnsóknarlaust. Kominn til Ottawa Um síðastliðna helgi kom til Ottawa fjármálaráðherra Breta, Sir Stafford Cripps til þess að ræða við canadísk stjórnarvöld um viðskipti milli landanna og hvernig þeim verði bezt hagað, þannig, að báðum aðiljum komi að sem mestum notum; frá Ott- awa fer Sir Stafford sömu er- inda til Washington; í för með honum er frú hans og hópur brezkra fésýslumanna. Miss Agnes Sigurdson VELKOMIN HEIM Síðastliðinn mánudagsmorgun kom píanósnillingurinn Miss Agnes Sigurdson heim úr hljóm leika-sigurför sinni til íslands og nálega þriggja mánaða dvöl hjá kejinara sínum í París. Miss Sigurdson efnir til píanó- hljómleika í Playhouse hér í borg þann 14. október næstkom- andi. Þjóðræknisfélag íslendinga í Vesturheimi hefir á hendi for- göngu um undirbúning þessara væntanlegu hljómleika, sem ekki þarf að efa að teljist til merkisviðburða í listasögu Winnipegborgar. Stjakað við samsteypu Frá því var nýlega sagt, að ýmsir úr hópi prógressív-kon- servativa, er að samsteypustjórn inni í Manitoba hafa staðið, væri orðnir fullsaddir af faðm- laginu og vildu slíta samvistum við Mr. Garson; blés það þeim byr í segl, er Liberali var út- Flestir íslendingar munu hafa heyrt getið um hinn risavaxna mann Jóhann K. Pétursson, eða Svarfdæling eins og að hann er stundum nefndur; var því sízt að undra þótt að við landar hans hér í Los Angeles, vildum sjá hann, þar sem að hann var hér á næstu grösum eða í Holly- wood, en eins og margir vita, þá er Holliwood einn hluti af Los Angeles. En Jóhann er einn eða eitt af undrum þeim sem að Circusar hafa í eftirdragi, en þetta eru sýningar Ringling bræðra og Bailey, svo að kveld eitt var ferðinni heitið til þess að sjá Jóhann augliti til auglitis og hafa tal af honum, sem að ekki voru neinir agnúar á að koma því í framkvæmd, þar sem að mynd af honum blasti þar við, með stórri áletrun “Hæsti mað- ur í heimi og hann kom frá ís- landi”. En eftir að við vorum komin inn í tjaldið framhjá Negra-hljómsveit mikilli, kom- um við fljótt auga á Jóhann, sem að sat þar sem konungur í ríki sínu, bjartur á brún og brá og prúðbúinn, en þegar ég var kom inn óboðinn upp í hæstu tröpp- una sem lá upp að hásæti hans hrópaði ég: “Sæll og bless”, sem að hann tók mjög vinsamlega, og segir svo: “Nú, þetta er skrít- ið, því að í dag var hér norskur maður, sem að sagði mér frá þér”. Nú afsakaði ég við hann að koma þar, en hann sagði: — “Blessaður, það er alt í lagi, því að dagurinn er langur eða frá kl. 12 á hádegi til miðnættis; — auðvitað er vinnan ekki hörð, að- eins að sýna sig og horfa á hinn margbreytta lýð sem að hér kemur til þess að glápa á mann”. “Það er nú ekki að undra á að fólki verði starsýnt á stærð þína, ekki sízt hendur og fætur, en þótt að hæð þín sé svona gíf- urleg, þá samsvarar þú þér svo nefndur sem þingmannsefni i Minnedosa kjördæminu við aukakosningu, er þar fer senn fram; en þar hafði íhaldsmaður, Dr. Ruthledge, skipað sæti í háa herrans tíð. En nú hefir einn af þingmönn um Liberala, Edmond Pre- fontaine, lýst því yfir, að sam- steypustjórnin hafi lifað sjálfa sig, og sé orðin að einskonar vel á annan hátt”. Lét hann það gott heita, en fjögur dverga-systkin voru þarna á pallinum hjá honum, en þegar ég hafði orð á smæð þeirra se,gir Jóhann: “En þú hefðir átt að sjá peðið eða minsta manninn í heiminum sem að ég ferðaðist með árum saman bæði á Þýzkalandi, Frakklandi og Danmörku, en dvergasystkinin litu sannarlega upp til Jóhanns”. Jóhann er fæddur á Akureyri Lifnar yfir viðskiptum Fjármálaráðherra brezku jafn- aðarmanna stjórnarinnar, Sir Stafford Cripps, hefir lýst því yfir, að viðskiptavelta Breta út á við, hafi aukist um helming frá því á sama tíma í fyrra, og getiþjóðin því litið bjartari aug- um fram á veginn nú, en nokkru sinni fyr síðan síðari heimsstyrjöldinni lauk; engu að síður lagði fjármálaráðherra ríka áherzlu á það, að þjóðin yrði að leggja sig alla fram um aukna framleiðslu og nýtni og sparnað á öllum sviðum. Dánarslysum fjölgar Samkvæmt yfirlýsingu frá öryggismálastj óra fylkisstj órnar innar í Manitoba, Mr. W. Trevor Davies, létu 56 manns líf sitt af völdum umferðaslysa í ágúst- mánuði síðastliðnum; er þetta hærri tala en nokkru sinni áður í sögu fylkisins á einum mán- uði; um slys þessi er ýmsu um kent, eins og búast má við, þó óvarkárni hlutaðeigenda ráði mestu um í langflestum tilfell- um. — bitlingagerði fyrir sundurþykka ráðherra og aðra hlunninda- menn, auk þess sem samsteypan hafi komið í veg fyrir holla og öfluga stjórnarandstöðu í þing- inu. — 9. febrúar, 1913, en sonur Péturs Gunnlaugssonar og Sigurjónu Jóhannsdóttir, en alinn er hann upp í Svarfaðardalnum, eða Norðlendingur í húð og hár. Það, sem að maður tekur eftir í fari hans er þetta: Honum ligg ur lágt rómur, talar hreint mál og skýrt, leggur áherzlu á orðin, er prýðilega greindur og íslenzk- ur í anda og fágaður vel á evróp iska vísu. Fáir Islendingar munu hafa betra tækifæri til þess að kynna land sitt og þjóð, en Jó- hann, þótt að á óvenjulegan hátt sé, en í stórum og sterkum hönd- um hqms fer það vel. Skúli G. Bjarnason. ÍSLENZKUR RISI

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.