Lögberg - 23.09.1948, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 23. SEPTEMBER, 1948
--------HoBberg--------------------
GeftB tit hrera flmtudag aí
THE COLUMBIA PRESS. LIMITED
C95 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba
Utanáskrlft ritatjðrana:
EDITOR LÖÓBERG
»95 Sargent Ave., Winnipeg, Man
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram
The "Lögberg” is printed and published by
Thfe Columbia Press, Limited, 695 Sargent
Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada.
Authorized as.Socond Class Mail,
Post Office Dept., Ottawa.
PHONE 21 804
Atakanleg harmsaga
Sá atburður gerðist í landinu helga
síðastliðinn föstudag, er kom eins og
reiðarslag yfir allan hinn siðmentaða
heim; en þar var skotinn til bana í
Jerúsalem, trúnaðarmaður og sátta^
semjari sameinuðu þjóðanna, Berna-
dotte greifi, hinn sænski, er mánuðum
saman hafði helgað krafta sína því
göfuga hiutverki, að vinna að sáttum
míili Gyðinga annars vegar og Araba
hins vegar á áminstum stöðvum, sem
laugaðar höfðu verið blóði og beizkum
tárum um allmarga undanfarna mán-
uði. Flokkur iliræðismanna af Gyöinga-
kyni, er sagður að vera valdur að á-
minstu hermdarverki, og hefir nú
verið ófriðhelgaður að lögum og rétt-
dræpur hvar, sem er, að fyrirskipan
stjórnarvalda hins endurborna ísraels
ríkis; var sú ráðstöfun að vísu sjálfsögð,
því ekki gat heil þjóð sætt sig við það,
að sæta ámælum vegna vanhugsaðra
gerða nokkurra illræðismanna; þó get-
ur naumast hjá því farið, að hið ástæðu-
lausa og flónskulega víg hins sænska
aðaismanns, spilli fremur en bæti fyrir
lausn Palestínu-deilunnar, sem lengi
hafði verið næsta flókin og er það auð-
sjáanlega enn.
Bernadotte greifi hefir int af hendi
mestu fórn, lífið sjálft, í þágu friðar-
málanna á þessari jörð; hann gekk eins
og Magnús konungur hinn berfætti,
fram fyrir skjöldu, þar sem hættan var
mest, eins og bezt sæmir norrænni að-
alslund og norrænum kjarki; honum
hefir vafalaust verið ljóst, að líf hans
léki á þræði, er hann lagði upp í þenna
tvísýna leiðangur; en miklir menn láta
sig ekki það henda, að daufheyrast, við
röddum skyldunnar; við sérhverja slíka
kvöð vex þeim ásmegin og andleg
orka. —
Þrisvar sinnum hafði Bernadotte
greifa lánast að koma á vopnahléi í
Palestínu þann tíma, sem hann dvaldi
þar, og svo að segja rétt áður en bana-
kúlan reið af, var hann að útbúa tillög-
ur sínar, er hann ætlaði að leggja fyrir
þing sameinuðu þjóðanna í París, er
tók til starfa á þriðjudaginn; nú verður
það hinn göfugi, norræni andi hans, er
þar svífur yfir vötnum.
Bernadotte var 54 ára að aldri, er
dauða hans bar að; hann hafði helgað
alt sitt líf mannúðarmálum og verið
meðal annars alþjóðaforseti Rauða-
krosssamtakanna; og nú hefir þjóðin
hans, sænska þjóðin, er dáði hann og
virti, háfist handa um sjóðstofnun til
minningar sínum frækna syni, er líf
sitt lét í þágu friðarins, og skal sjóðn-
um varið til þess að hefja friðarmálin
í hærra veldi.
Nú er 20. öldin nálega hálfnuð, og
enn eru framin níðingsleg morð og
hjaðningavíg. Skyldi henni ljúka áður
en lýsir af degi bræðralags og alþjóða-
friðar? —
♦ -f ♦
Prýðilegt rit um ísland
Eftír prófessor Richard Beck
lceland: New World Outpost. By
Agnes Rothery. The Viking
Press, New York, 1948.
Höfundur þessa rits, Miss Agnes
Rothery, er víðkunn fyrir ferðabækur
sínar, ekki síst þær, sem fjalla um Norð-
urlönd, enda hefir hún gert sér far um
að vanda til þeirra. Áður en hún samdi
þessa bók sína um ísland, dvaldi hún um
tíma þarlendis og ferðaðist víða um
landið. Byggir hún því frásögn sína að
eigi litlu leyti á eigin sjón og reynd, en
hefir einnig viðað að sér efni úr ýmsum
heimildarritum.
í inngangskaflanum leggur Miss
Rothery réttilega áherzlu á það, hve ís-
land sé mikilvægt orðið í alþjóða sam-
skiptum, vegna legu landsins mitt í
þjóðbraut á flugleiðinni milli Norður- og
Vesturálfu, og þá sérstaklega síðan
Keflavíkurflugvöllurinn var byggður á
stríðsárunum. Að aðalefni er bókin ann
ars margþætt lýsing á landi og þjóð.
Reykjavík er lýst glögglega, bæði
sem höfuðborg landsins og menningar-
miðstöð, þar sem andstæðurnar í lífi
þjóðarmnai mætast á sérstæðan og á-
hrifamikinn hátt, hið gamla og hiö
nýja. —
í sérstökum kafla, undir fyrirsögn-
inni “Individualists and Independence”,
— einstaklingshyggjumenn og sjálf-
stæði, — er lýst uppruna íslenzku þjóð-
arinnar og rakin saga hennar í megin-
dráttum; kemur þar ótvírætt í ljós að-
dáun höfundar á djúpstæðri þekkingar-
og frelsisást þjóðarinnar, á menningu
hennar og hæfileika til að fara með
og færa sér í nyt unnið frelsi. — Annar
kafli er helgaður Þingvöllum, og sögu-
frægð staðarins gerð góð skil.
Miss Rothery fer mörgum aðdáunar-
orðum um landslagið á íslandi. Hún á
næma tilfinningu fyrir fegurð landsins
og hrikaleik þess, og henni tekst með
afbrigðum að bregða upplifandi mynd-
um af “náttúruundrum” þess fyrir sjón-
um lesenda sinna.
Hún lýsir einnig ítarlega íslenzkum
stjórnmálum og atvinnulífi þjóðarinn-
ar, sýnir hvernig hún notfærir sér með
auknum hætti orku- og auðlindir nátt-
úrunnar, svo sem fossana og hverina,
til framleiðslu ljósa og hita.
En þó verklegar framfarir á íslandi
á síðari árum séu svo merkilegar, að
undrun sætir, þá er menningarlíf þjóð-
arinnar eigi síður athygiisvert. — Þetta
hefir ekki, fremur en vænta mátti, far-
ið fram hjá árvakri athygli Miss Rot-
hery: —
Hún ritar langt mál um íslenzka
tungu, íslenzkar bókmenntir að fornu
og nýju, sérstaklega í óbundnu máli, og
verður tíðrætt um skáldsögurnar og
smásögurnar, sem standa með miklum
blóma á hinum íslenzka bókmennta-
akri, samhliða ljóðagerðinni með þús-
und ár að baki og leikritagerðinni af
stórum yngri uppruna.
Málara- og höggmyndalist og söng-
list hafa einnig á síðari árum blómgast
á íslandi, við víðtækan og vaxandi áhuga
almennings á þeim fögru listum. — Um
þær fjallar sérstakur kafli í íslandslýs-
ing þessari, og er Einari Jónssyni mynd
höggvara og safni hans að verðugu
sérstakur gaumur gefinn í þeirri frá-
sögn. —
í lokakafla ritsins segir í stuttu máli
frá íslendingum í Vesturheimi og jafn-
framt vikið að sambandi íslands og
Bandaríkjanna, meðal annars að Vín-
landsfundi íslenzkra manna til forna.
Fjöldi ágætra mynda, grundvallarat-
riði varðandi land og þjóð í töfluformi,
skrá yfir helztu atburði í sögu þjóðar-
innar ásamt ritaskrá og glöggu efnis-
yfirliti, auka á fræðslugildi þessarar
snoturlegu bókar að ytra frágangi.
íslandslýsing Miss Rothery er eigi
aðeins mjög fræðandi, heldur einnig
ljóst og víða framúrskarandi vel rituð,
af samúðarríkum skilningi á ísienzku
þjóðinni, sögu hennar og vandamálum;
að sama skapi kann höfundur vel að
meta skerf íslenzku þjóðarinnar til
heimsmenningarinnar.
Bók þessi er því ágætlega til þess
fallin að fá hana í hendur ungu fólki hér
vestan hafs af íslenzkum stofni, sem
þörf er fræðslu um land feðra sinna og
mæðra, sögu þess og menningu. Vart
getur hjá því farið, að lestur svo
skemmtilegrar og fróðlegrar lýsingar
glæði áhuga þeirra fyrir þeim efnum og
gefi heilbrigðum ættarmetnaði byr
undir vægni.
♦ ♦ ♦
Kensla í íslenzku
Um allmörg undanfarin ár, hefir
Þjóðræknisfélagið beitt sér fyrir um
kenslu í íslenzku bæði hér í borg og eins
út um hin ýmsu, íslenzku bygðarlög;
kensla þessi hefir að mestu verið bund-
in við laugardaga, og gengur því jafnað-
arlegast undir nafninu Laugadagaskól-
arnir.
Það liggur í augum uppi, að áminst
kenslustarfsemi sé ekki nándar nærri
fullnægjandi, þó á hinn bóginn áé
viljann að virða, og óréttmætt að gera
lítið úr því, sem velviljað fólk leggur á
sig varðandi viðhald okkar tignu tungu;
hitt dylst þó engum, að átökin í þessa
átt þurfa að verða almennari og veiga-
meiri en fram að þessu hefir gengist við.
Látum það aldrei á okkur sannast að
við sættum okkur við dauðamók eitt á
vettvangi starfsmála okkar og tökum
jórturværðina fram yfir sjálfsögð og
giftuvænleg átök.
ÁH UGA/UAL
UVENNA.
Ritstjóri. INGIBJÖRG JÓNSSON
Menntun Kvenna
Sú var tíðin að mentun var
talin einungis karlmönnum
nauðsynleg; konur máttu vera
þakklátar, ef þær fengu að
læra að lesa og skrifa. Sem bet
ur fer, er nú þessi hugsunarhátt
ur fyrir löngu úreltur; allar
mentastofnanir þessa lands
standa opnar fyrir alla, jafnt
konur sem karla. Hitt er annað
mál, hvort fólk yfirleitt, sem
sækir þessar mentastofnanir,
notfærir sér þær á réttan hátt.
Aðal tilgangur flestra, sem
reyna að afla sér æðri mentun-
ar, virðist nú vera sá, að geta á
þann hátt komist í arðvænlegar
stöður, en hinn sanni tilgangur
menntunarinnar er vitanlega
sá, að auðga andann og glæða
meðfædda hæfileika.
í þessum dálkum hefir áður
verið vikið að því, að þrátt fyrir
hin bættu lífskjör fólks yfirleitt,
og hina almennu skólagöngu,
virðist hinu andlega lífi þjóðar-
innar hafa hnignað. — Mestur
áhuginn meðal fólks yfirleitt
virðist snúast um það, að safna
sem mestu fé, eignast reisuleg
heimili, klæðast fínum fötum,
eignast fallegan bíl, gott radio
og nýtízku húsgögn. Þetta er nú
alt gott og blessað í sjálfu sér,
en það heyrir alt til hinni ytri
afkomu mannsins; það hefir lítil
sem engin áhrif á hið innra gildi
hans. Þetta er alt hégómi einn,
nema að því sé samfara mentun
andans.
leggja rækt og alúð við allt hið
góða, svo það þroskist og blómg-
ist og beri hærri hluta í hugsun
þess og lífsstefnu. í öllu þessu
stendur hún mörgum sinnum
betur að vígi, ef þýðing mann-
lífsins hefir gengið upp fyrir
henni á leið menntunarinnar og
hún hefir fengið skilning á
mannlegu eðli hjá þeim, sem
bezt hefir tekist að þýða það og
lýsa því”.
F erming
Þessi ungmenni voru fermd í
lútersku kirkjunni að Mikley, 22.
ágúst síðastliðinn.
Franklin Helgi Magnússon.
Helgi Andrés Erickson.
Kristinn Gladstone Bell.
Lawrence Roger Mercer.
Norman Jón Sigurgeir Jónsson
Skúli Sigurgeirsson.
The Bornoff School of Music
offers the many advantages in music education that only a School
can provide, plus a fine staff of music educators. Tuition provided in
VOICE — PIANO — VIOLIN — CLARINET — TRUMPET
WOODWINDS — STRINGS — BRASSWINDS
Theory Classes Commence September 15th
CONSULTING SERVICE—APPOINTMENTS PH. 29 877 (2-4 p.m.)
218 Bannatyne Ave. (Opp. Ashdown’s)
I
I GRÍPIÐ TÆKIFÆRIÐ
Eins og samkepni á sviði viðskiptalífsins nú er
* háttað, liggur það í augum uppi hve mikilvægt
| það sé, að piltar og stúlkur fái notið hagkvæmrar
i mentunar í öllu því, sem að skrifstofustörfum
lýtur; slíka mentun verður fólk að sækja á Business
College. Það verður nemendum til ómetanlegra
hagsmuna, að leita upplýsinga á skrifstofu Lög-
bergs í sambandi við verzlunarskólanámsskeið.
; Þau fást með aðgengilegum kjörum.
GRÍPIÐ TÆKIFÆRIÐ!
Þennan skaðlega hugsunar-
hátt nútímans verður konan að
reyna að uppræta, það er að
mestu leyti í hennar valdi, því
konan skapar heimilislífið og
hugsunarháttinn að meira leyti
en nokkur annar. En til þess að
geta þetta, verður hún að afla
sér menntunar, sannrar mennt-
unar, s^m glæðir hæfileika henn
ar og greind, þannig að hún
geti myndað sér sjálfstæðar og
skynsamlegar skoðanir um þau
mál, sem uppi eru á meðal
manna og geti tekið þátt í um-
ræðum um þau með stillingu og
dómgreind.
Þessa dagana hefi ég verið að
skemta mér við það að blaða í
“Sameiningunni” frá gamalli
tíð og hefi fundið þar mörg
gullkorn, eins og vænta mátti,
því að í það blað skrifuðu og
skrifa enn margir ritfærustu
mennirnir meðal okkar Vestur-
* íslendinga. í október-blaðið
1890 skrifar séra Friðrik J.
Bergman grein, er hann nefnir
“Menntun Kvenna” og leyfi ég
mér að endurprenta kafla úr
þessari ágætu ritgjörð:
“Þýðing kvennlegrar mennt-
unar verður samt aldrei eins
ljós og þegar vér hugsum oss
konuna sem móður. Fyrst og
fremst vitum vér, að börnin eru
að miklu leyti arfur. — Hvert
barn erfir hæfileika móður sinn
ar ekki síður en föður síns. —
Hafi foreldrarnir menntað anda
sinn, kemur það ætíð að ein-
hverju leyti fram hjá börnun-
um. Miklir menn hafa ætíð átt
gáfaðar mæður. Móðirin er
barnsins fyrsti kennari. Meir en
nokkur annar hefir hún áhrif á
lundarfar og lífsstefnu barnsins
síns. Þetta starf móðurinnar er
ákaflega vandasamt. Til þess að
leysa það vel af hendi, þarf hún
sannarlega á upplýsing og
menntun að halda. Til þess
þaff hún að þekkja manneðlið,
þar sem það jafnvel hefir sínar
huldustu rætur. -Hún þarf að
komast eftir hæfileikum og
lundarfari barnsins og beina
hvorutveggja í beztu átt, ræta
upp það illa og skaðlega, sem
kann að vera í fari þess, en
THE COLUMBIA
695 SARGENT AVENUE
PRESS LTD.
WINNIPEG.
EATON’S, For Hunting
Supplies and Equipment
Eatonia Shotgun Shells
Made of high grade materials to ensure “peak-performance”. Steel reinforced
brass base; progressive burning powder; high speed with reduced recoil; non-
corrosive priming; oversized cupped lubricated felt wads to seal powder
charge and prevent gas leakage, chilled shot; firm hard crimp resists
crumpling in repeating guns and assures uniform combustion of powder.
Heavy load. (In various shot sizes.)
Box of 25
$1.55
Long Range: (In various shot sizes).
Box of 25 ...........................
$1.75
Canvas Hunting Caps
With reversible red lining; stitched crown, sturdy peak.
$1.25 -
Moulded Pulp Duck Decoys
Made by “Carry-Lite” with the famed “Dura-Beak”. Easily carried. light in
weight and bearing a striking resemblance to the “real thing”. C| flí
Each ................................................ ^ I
Holden's Hunting Coats
Heavy duck canvas coats with red wool lining and featuring a drop seat that
folds up to form a large water resistant pouch for game. Detachable hood,
corduroy collar, inner storm sweater cuffs, button cuffs, arm vents and
strongly stitched seams. Half or drop seat. Note: side zipper and ClQ QE
button tabs. Each * > 0.7J
Sporting Goods Section, Third Floor, Hargrave
*T. EATON C?,„,TED