Lögberg - 23.09.1948, Blaðsíða 3

Lögberg - 23.09.1948, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 23. SEPTEMBER, 1948 3 Œttmaðurinn Eftir THOMAS DIXON Jr. Stoneman leit til Howle efablöndnu augnaráði; veðjaði enn fimmtíu dollur- um á ásinn og tapaði. Hann sneri sér að Howle og sagði með ískaldri ró: “Howle, þú skuldar mér fimm cent”. Þegar að Stoneman sneri sér frá spilaborðinu, sá hann ritstjórann og fylgdarmenn hans, sem voru iðnhöldur úr Vesturríkjunum og bankastjóri frá Wall-Stræti í New York. Þeir gengu all- ir fjórir til samtals í prívat herbergi sem var áfast við spilaherbergin, þar sem þeim var borin bæði matur og vín. Aðkomumennirnir fluttu mál sitt skörulega og með áhuga, en það var krafa um hlé á sókn Stonemans á hend- ur forsetanum, þar til að æsingunni á meðal fólksins linti. Stoneman hlustaði á þá, án þess að segja orð. En svarið, þegar það kom, sór sig í ættina: “Vilji fólksins, herrar mínir, er æðsta úrskurðarvaldið. Við erum fólkið. Mað- urinn í hinum enda götunnar, hefir leyft sér að virða vilja þingsins að vettugi. Hann verður að víkja. Ef að dómararn- ir í æðsta réttinum leggja orð til þessa máls, þá víkjum við þeim úr vegi, eða færum tölu þeirra upp í tuttugu eftir okkar eigin vilja og þörfum”. “En stjórnarskráin —” stundi rit- stjórinn upp. “Það eru til æðri lög en þau sem skráð eru á bókfell. Við erum sigurvegarar, sem erum að ráðstafa framtíö ríkja sem hafa verið hertekin. Vilji okkar eru einu ráðandi lögin. Fyllirafturinn, sem segist vera forseti, er í rauninni ekki annað en útlendingur frá yfirunnu ríki”. — “Við mótmælum þessu”, sagði banka stjórinn. “Enginn maður hefir rétt til að viðhafa slík orð um æðsta valds- mann þjóðarinnar!” “Og hversvegna ekki?” spurði Stone- man kuldalega. “í nafni almenns siðgæðis, laga og reglu, þá er forsetinn valdhafi þjóðar- innar, þó að hann lærði ekki að lesa fyr en eftir að hann gifti sig. Hann er eins og margir aðrir Ameríkumenn, sjálf- mentaður —”, “Það gleður mig”, hreytti Stoneman fram úr sér. “Það léttir ósegjanlega mikilli ábyrgð af guði almáttugum. Nefndarmennirnir skildu við Stone- man í styttingi og með óhug. X. KAPÍTULI Á milli vonar og ótta Eftir því sem sóknin óx á milli Stone- man og forsetans, fann Elsie æ meir til þess, hve máttvana að hún sjálf var í því ölduróti. Eina hugarhvíldin sem hún fann var í bréfum frá Phil bróður sínum, sem þó fjölluðu mest um ást hans á Margréti Cameron. Hann spurði systur sína ótal fánýtra spurninga um, hvað henni segð- ist hugur um tækifæri sín í því máli. Að því er ástamál hennar sjálfrar snerti, þá var hann þeim af alhug vinveittur. “Eg hata hefndarhugs fyrirætlanir föður okkar í garð Sunnanmanna”, skrifaði hann, “og umhugsunin um þær gerir mig veikann. Eg hata þær sökum þess, að þær eru hugsanafræðilega rangar, að ég nú tali ekki um þær í sam- bandi við stúlku, sem ég þekki. Eg er sannfærður um að stefna Grants hers- höfðingja í þeim málum, um frið og sátt, sé sú rétta og ég fylgi henni. Hvað segir kærastinn þinn um þetta allt sáman? Eg skil hugarstríð þitt. Frumvarpið um að valdnema allar landeignir í Suður- ríkjunum, sem ég heyri að sé í undir- búningi, hlyti að senda kærastann þinn og kærustuna mína, sem óvini okkar í útlegð og armæðu. Hvað kemur fyrir í Suðurríkjunum, ef þetta frumvarp verður að lögum? Upphlaup, blóðsút- hellingar, áreiðanlega. Máske skæru- orustur svo grimmar og ægilegar að manni hrýs hugur við að hugsa um það. Eg er hræddur um að stríðið hafi haft slæm áhrif á föður okkar, að sömu leyti. Hann var of gamall til að fara í það; stórskota-byssu-hvellur, hefði hreinsað andrúmsloftið, og mildað skap hans, en sú lækning náði ekki fram að ganga. Eg held að gul-mórauða pardurs dýrs-ynjan, sem stjórnar húsi hans, eggji hann út í þessa óhæfu. Eg gæti snúið hana úr hálsliðnum með mestu ánægju. Eg skil ekki hvers vegna að hann lætur þann pylsavarg varpa skugga á nafn sitt, með umtali því sem um hana hefir spunnist”. Daginn eftir að faðir hennar hafði flutt frumvarpið, um eignaránið í Suð- urríkjunum, sem auðvitað gat ekki náð gildi, fyr en búið var að víkja forsetan- um úr embætti sínu, sat Elsie í lysti- garðinum á þinghússhæðinni ásamt Ben, og reyndi aftur að komast. að stjórnmálaskoðunum hans. Og nú beið hún eftir svari hans með sárum kvíða, eða þá stæltum metnaði, ef svar hans yrði reiðiþrungið og þá gæti líka verið úti um allt á milli þeirra. “Hvað ég hugsa um stjórnmálin?” spurði Ben. “Eg hugsa aldeilis ekkert um þau. Þegar Lee gaf upp sóknina, þá fannst mér það svo yfirgnæfandi við- burður, að hugur minn hefir ekki getað komist framhjá honum síðan. Eftir að svo fór, getur ekki mikið markvert kom- ið fyrir, svo það gerir hvorki til né frá”. “Hafa Negra-atkvæðin enga þýð- ingu?” “Nei. Við getum ráðið við Negrana”, sagði Ben alvarlega. “Þó að þúsundir af ykkar eigin fólki verði svift atkvæðisrétti?” “Negramir greiða okkur atkvæði, eins og afTþeir unnu fyrir okkur á með- an á stríðinu stóð. Ef að þeir gefa þeim atkvæði, þá sjá þeir eftir því”. Ben leit blíðlega til Elsie, beygði sig nær henni og hvíslaði: “Vertu ekki með áhyggjur út af þessu. Takmörk stjórnmálamanna að norðan, eru tvö amburaugu, að sunnan kunnar með kinnum með spékoppum og að austan og vestan með rósrauðum kinnum. Yfir þau ná engin orð. — Mál þeirra er aðeins merki þrýsting vara — en töframagni þeirra, fá engin orð lýst”. Elsie hallaði sér að honum, leit í átt- ina til þinghússins og sagði heldur raunalega: “Eg held þú vitir ekkert um það, sem fram fer þarna í marmarabyggingunni”. “Jú, ég veit hvað kom þar fyrir í gær”. “Þú heiðraðir hana með því að stíga fæti þínunVþar inn. Eg sá alla marmara hrúguna blika ylríka, eins og sólina þeg- ar þú steigst inn í hana”. Elsie hreiðraði sig nær honum, og fann að hún var máttvana í því Niagara flóði, sem fossaði í kringum þau og hreif þau vægðarlaust með sér. En í svipinn gleymdi hún sjálfri sér og því, í návist og hlýju handtaki unn- usta síns. XI. KAPÍTULI Höfuðáttir Það er vegsemd lýðveldi Bandaríkj- anna, að hver einasti maður, sem setið hefir í forsetasæti þjóðarinnar hefir vaxið í því, að valdi, dáð og mannvirð- ingu og þannig sýnt að þeir væru verð- ugir traust þess, sem þeir nutu hjá þjóðinni. Það er og okkar æðsti réttur til kröfu um alþjóðavirðing og örugg sönnun þess, að maðurinn getur stjórn- að sjálfum sér. Klögun þessi á hendur forsetanum Andrew Johnson, boðaði tvent, annað hvort lægsta stig armæðu og auðnu- leysis, sem hægt var fyrir þjóðina að falla niður á, eða upplausn þjóðfélags- ins. í málsókninni sem fyrir lág, var ó- hjákvæmilegt að þjóðfélagsfyrirkomu- lagið yrði að ganga í gegnum hina bitr- ustu eldraun. Ef að meiri hluta flokþ- urinn á þingi gæti vikið forsetanum frá embætti og vírt að vettugi vilja og úr- skurði æðsta réttar landsins, þá var alt öryggi þjóðfélagsins fallið um koll, en múgviljinn orðinn ráðandi lög. Þingið hafði lagt til síðustu virðingarmerki sín, í viðskiftum sínum við forsetann. Stone man var þar forsprakkinn að svívirð- ingar áróðri á hendur honum, sem staf- aði ekki aöeins frá óvinahug, sem hann bar til hans, heldur sá hann, að ef nóg væri af því góðgæti á borð borið, að þá mundi forsetinn naumast geta kom- ist hjá því að verða sakfeldur í Senat- inu. — Nokkur orð úr vestri — Staddur að Alta Lake, B. C., 1. september 1948 Fer kornvara hækkandi? Eg hefi tekið eftir því í blöð- unum, að kornvara hefir smá lækkaz í verði undanfarandi mánuði, og munu góðar uppskeru horfur hafa valdið verðfallinu, en enginn skyldi ætla að verð- fallið haldi áfram í það enda- lausa, ég er eindregið á þeirri skoðun að verð kornvöru fari innan skamms hækkandi og það meira en margan grunar nú. — Draumar mínir benda mér í þá átt að eitthvað komi fyrir til þess að hækka verðlagið aftur, hvort það verður stríð eða eitt- hvað annað, veit ég ekki, — stríð virðist nú als ekki óhugsanlegt', eins og sakir standa nú í heim- inum, og mér virðist að margt benda til að altaf dragist nær því að stríðsdraumar mínir rætist, sem birtust í Lögbergi haustið 1946. Eg vil ráðleggja löndum heima að byrgja- sig upp með kornvöru nú á þessu hausti, ég tel afar ólíklegt að hægt verði að kaupa hana ódýrari næstu mán uði, en einmitt nú; stríðshættan vofir yfir, og enginn veit, hversu erfiðleikarnir kunna að verða miklir við að viða að sér nauð- synjum í næsta heimsstríði, — en það mun einhvern tíma koma eins og þjófur á nóttu, og þá getur svo farið að allar bjarg ir verði bannaðar fyrir einangr- uð smáríki, eins og ísland. Jæja, herra ritstjóri, ég ætla ekki að sinni að skrifa langt bréf, það, sem kom mér til að skrifa þetta, voru mínir “bullish” draumar, þ. e. tákn styrkleikans; — ég tel engan efa á að verðlag á kornvöru fari aftur hækkandi að miklum mun, með tíð og tíma. — Eg er nýlega kominn hingað til Alta Lake; var undanfarna mánuði að Creekside, sem er 30 mílur norðar í dal þessum, sem liggur upp af hafnarbænum Sqamish, við þann bæ er Indíána kynflokkurinn hér nefndur, Sqamish-Indíánar eru ekki ólík- ir því að vera mitt á milli þess að vera Japanir eða JKínverjar; það veit enginn um uppruna þeirra; þeir eru ekki ósnotrir, og sumar Indíánastúlkurnar lag- legar. Sqamish er 40 mílur norð- ur af Vancouvérborg; sam- göngutækin á milli staðanna eru allstór farþegaskip, oftast troðfull af fólki og flutningi. Eg er nú sem stendur 35 mílur norð ur af Sqamish, en veit ekki hvað ég verð hér lengi; ég hefi verið að matreiða fyrir flokk manna, sem vinnur við að leiða rafmagn frá orkuverinn að Bridge River til Vancouver borgar. — Vega- lengdin er nokkuð á annað hundrað mílur, kostnaður er þegar kominn upp á 70 miljónir dala; fyrirtækið er talið með því stærsta samskonar tegundar á meginlandi Norður-Ameríku, — það voru grafin göng í gegnum fjall til þess að mynda 1200 feta háan foss, hann er kallaður “Litli Niagara”. Það er áætlað að verkinu verði lokið í október í haust, og þegar því lýkur, fær Vancouverborg ógurlega mikla raforku til viðbótar því, sem hún þegar hefir. Eg ætla ekki að verða langorð ur um veðráttuna hér um slóðir. Skal þó geta þess að snjókoma var ógurlega mikil s. 1. vetur hér í dalnum, og þá ekki síður uppi í fjöllunum. Svo komu sterkir hitar, skyndilega með vorkom- unni, alt fossaði niður með óg- urlegum brestum og gauragangi en tjónið hér um slóðir var lít- ið í samanburði við þann usla, sem flóðin gerðu í Fraser-ár- dalnum, — nálægt Vancouver. — þar urðu um 1900 fjölskvldur heimilislausar á tímbaili. Eigna- og uppskerutjón ómetanlegt, en almenningur og stjórnin hljóp undir bagga með öllu þessu nauð stadda fólki, og nú munu víst (Framh. á bls. 4) Business and Professional Cards SELKIRK METAL PRODUCTS LTD. Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeining, ný uppfynding, sparar eldiviÖ, heldur hita. , KET.LV SVEINSSON Stmi 54 358. 187 Sutherland Ave., Wlnnápeg. S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh Sl. Winnipeg Office Ph. 95 668 Res. 404 319 N0RMAN S.BER6MAN, B.A..LL.B. Barrister, Solidtor, etc. 411 Childs Bldg, WINNIPEG CANADA Aho 123 TENTH ST. BRAN00N 447 Portage Ave. Winnipeg Manitoba Fisheries WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, 1ram.kv.atj. Verzla I heildsölu meö nýjan og frosinn fisk. 303 OWENA STREET Skrifst.sími 25 355 Heima 65 462 DR. A. V. JOHNSON Dentiat 606 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Teiephone 202 398 Taislmi 95 826 Heimilis 63 893 DR. K. J. AUSTMANN SérfrœOlngur i augna, eyma, nef og kverka ajúkdómum. 209 Medical Arts Bldg. Stofutlmi: 2.00 til 5.00 e. h. DR. ROBERT BLACK BérfrœOingur l augna, eyrna, nef og hdlaajúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG Graham and Kennedy St. Skrifstofuslmi 93 851 Helmasími 403 794 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK. ialenzkur lyfaali Pólk getur pantað meöul og annaö meö pósti. Fljót afgreiösla. A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur ltkkistur og annast um Ot- farlr. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talstml 27 324 Helmilis talsfmi 26 444 Geo. R. Waldren, M. D. Phyaician and Burgeon Cavaller, N. D. Offlce Phone 95. House 108. G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dtr Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLOCK SlMI 95 227 Wholeaale Diatributora of FRESH AND FROZEN FISH Phone 49 469 Radlo Service Specialists ELECTRONIC LABS. B. THORKELBON, Prop. The most up-to-date Sound Ecjuipinent System. 130 OSBORNE ST„ WINNIPEO Bus. Phone 27 989 Res. Phone 3« 151 Rovaizos Flower Shop Our Speclalties WEDDING CORSAGES COLONIAL BOUQUETS FUNERAL DESIGNS Mrs. S. i. Rovatzos, Proprietreaa Formerly Robinson & Co. 253 Notre Dame Ave. WINNIPEG MANITOBA PHONE 94 981 H. J. H. PALMASON and Company Ohartered Accountanta 219 Mc INTYRE BLOCK Winnipeg*, Canada JOHN A. HILLSMAN. M.D., Ch. M. 627 Medical Arts. Bldg. Office-99 349 Home-403 233 PHONE 87493 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 7 VINBORG APT8. 594 Agnes 8t ViÖtalstfmi 3—5 eftir hádegl DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Offlee hrs. 2.30—6 p.m. Phones: Office 26 — Res. 280 Offlce Phone Res Phone 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Offtce Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 96 952 WINNIPEG Dr. Charles R. Oke Tannlœknir For Appolntments Phone 94 908 Offiee Hours 9—6 404 TORONTO GEN. TRUST8 BUILDING 283 PORTAGE AVE. Winnipeg, Man. SARGENT TAXI Phone 76 001 FOR QUICK RELIABLE SERVICE J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPG. Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgö. bifreiöaábyrgö, o. s. frv. PHONE 97 538 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson Lögfræðingar 209BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Simi 98 291 GUNDRY pymore Limited Britiah Quality Fiah Nettlng 68 VICTORIA ST„ WINNIPEG Phone 98 211 Manager T. R. THORVALDBON íour patronage will be appreciated CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Managing Director Wholesale Distributors of Frash and Frozen Flsh. 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.