Lögberg - 28.10.1948, Blaðsíða 1
PHONE 21 374
Xjtt'Hnö' ^-p. S *■ A Complele
Cleaning
Institulion
61. ÁRGANGUR
PHONE 21 374
Cleaning
Institution
WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 28. OKTÓBER, 1948
NÚMER 44
Fögur rœktarsemi við minningu valmennis
Miss M. G. Slefánsson sæmir háskóla Maniíobafylkis
$5,000 gjöf í minningu um föður sinn, Dr. J. Stefánsson
TILKYNNING UM ÞESSA höfðinglegu gjöf barst Lögbergi
bréflega frá aldavini Stefánsson fjölskyldunnar, Arna G. Eggert-
syni, K. C. Dr. Jón Stefánson var í fremstu röð hinna allra merk-
ustu manna, er svipmerkt hafa íslenzka mannfélagið vestan hafs.
og borið hróður þess langt út fyrir þess eigin takmark; hann unni
hugástum íslenzkri tungu og íslenzkum fræðum, og hann var
hvortveggja í senn ljóðrænn og hljómrænn sem þá er bezt gerist.
Dr. Jón kom ungur og umkomulítill af íslandi, en ruddi sér hér
í samkepninni slíka braut til frama, er seint fymist yfir; hann
var andlegur aðalsmaður að skapgerð, og fjölskygn vísindamaður
að sama skapi. --------------------------------
Dr. Jón útskrifaðist í læknis-
fræði af háskóla Manitobafylkis,
en stundaði framhaldsnám í Lon-
don, Glasgow, Vínarborg og Ber-
lin, og hlaut vífrægð sem sér-
fræðingur í augnasjúkdómum;
hann kvongaðist árið 1916 og
gekk að eiga Joanna Piliposkva,
óperusöngkonu af rússneskum
ættum, er var um alt hin gagn-
merkasta kona; þeim varð tvegg-
ja barna auðið, Nicholas, sem
lézt .um aldur fram, og Martha
sú, er fyr getur, og hefir á virðu-
legan hátt minst með höfðings-
skap síns ágæta föður. Kona Dr.
Jóns lézt nokkru á undan honum
og harmaði hann hana mjög.
Manitobaháskólinn hefir þakk-
samlega veitt viðtöku áminstri
gjöf jafnframt því sem skipu-
lagsskrá hefir verið samin, er í
sér felur eftirgreind ákvæði:
Sjóðurinn verður í Canadísk-
um stríðsskuldabréfum, er gefa
af sér 3 af hundraði í vexti, eða
150 dollara árlega; undir venju-
legum aðstæðum mun áminst
upphæð nægja til kaupa á fjór-
um Opthalmoscopes, sem notuð
eru til að leiða ljós hin fyrstu
sjúkdómseinkenni augna, og þeir
nemendur í augnalækningum,
sem mælt er með í það og það
skiptið, verði þeirra aðnjótandi.
Einungis þó fjórða árs nemar í
læknisfræði geta átt kost þeirra
hlunninda, sem áminst skipu-
Miss Marta G. Síefánsson
þektu hann eins og hann var:
sem einn hinna ágætustu meðal
dauðlegra manna.
Dr. Stefánsson var gæddur
meðfæddri hógværð og frábærri
prúðmensku; honum var það í
raun réttri eiginlegt að “fela
ljós sitt undir mælikeri”; en
meðan hann lifði og starfaði með
oss, var hann sómi því bergi, sem
hann var brotinn af, og hélt á
lofti heiðri þeirra trúar- og
mentastofnana í Manitoba, sem
því láni áttu að fagna að geta
talið hann meðal sinna andlegu
barna.
Auk þess, sem Dr. Stefánsson
lagsskrá gerir ráð fyrir.
í tekjudálk Dr. Jóns Stefáns-
sonar sem vísindamanns má það
óhikað teljast, að hann fann upp
aðferð til að lækna hinn svo
nefna Glaucoma augnasjúkdóm,
er enn mun vera víða um hönd
höfð. Dr. Jón var hinn sírannsak-
andi vökumaður mannkyninu til
heilla.
Hin ræktarsama dóttir Dr.
Jóns, Miss M. G. Stefánsson, er
fjölhæf og víðment, hún hefir
ágæta söngrödd og leikur vel á
pianó; hún er útskrifuð sem
Bachelor of Science í Medical
Technology frá Temple Univers-
ity, og starfar við X geisladeild
þeirrar stofnunar í sjúkdóma-
fræði; um hana má segja rétti-
lega, að sjaldan falli eplið langt
frá eikinni.
Eftirfarandi ummæli Dr. W.
Harvey Smiths um Dr. Jón
Stefánsson látinn, varpa nokkru
ljósi á það, hverrar virðingar
hann naut hjá samstarfs og sam-
ferðamönnum sínum utan vé-
banda íslenzka þjóðarbrotsins, en
þau eru þýdd úr Winnipeg Free
Press 10. otóber 1936:
Það var fyrir fáeinum dögum,
að Dr. Jón Stefánsson lagist til
hinstu hvíldar í Winnipeg. Hann
var ekki maður, sem mikið bar á;
hversu mikill maður hann var þó
í raun og sannleika vissu aðeins
þeir, sem þektu hann bezt:
nokkrir nánir vinir, sjúklingar
hans og stéttarbræður. Þeir
SKIPAR HÁA
VIRÐINGARSTÖÐU
Einn þeirra tiltölulega mörgu
manna af íslenzkum stofni, sem
rutt hafa sér braut til mikils
frama, er prófess-
or Hjörvarður
Arnason, sem nú
er forseti fyrir
deild hinna æðri
lista við háskóla
Minnesota ríkis,
hann er sérfræð-
ingur í sögu fag-
urra 1 i s ta , og
vakti á sér mikla
athygli vegna fyr
PRÓFESSOR
HJÖRVARÐUR
ARNASON
irlestra sinna um slík efni við
Háskóla íslands, en á íslandi
dvaldi hann tvö ár meðan á síð-
asta stríði stóð og gegndi þar
foringjastöðu í ameríska hernum.
Háskólinn í Minnestoa er um-
fangsmikil mentastofnun og
deild sú, sem Hjörvarður prófess-
or stjórnar, telur 24 fasta kennara
auk 15 aðstoðarkennara, hann er
sonur Sveinbjarnar heitins Arna-
sonar og eftirlifandi ekkju hans
Maríu Bjarnadóttur. \
Hjörvarður prófessor eignaðist
fjölda vina á Islandi og ber landi
og þjóð söguna hið bezta; heimili
hans er í Minneapolis.
Síðastliðinn laugardag efndu
þau hjónin Arni G. Eggertson,
K. C. og frú Maja Eggertson, til
virðulegs og fjölmenns móttöku-
fagnaðar á hinu yndislega heim-
ili þeirra að 919 Palmerston Ave.
til heiðurs við prófessor Hjör-
varð, og var þar í anda og sann-
leika gott að vera, alúð húsráð-
var gæddur hinni mestu tækni
í þeirri köllun, sem hann hafði
valið sér, var hann einnig viður-
kendur fyrir frábæra dómgreind
í læknisstörfum, takmarkalausa
mannúð og fúsleika til þess að
láta mannfélag það, er hann til-.
heyrði, njóta í fylsta mæli þeirra
hæfileika, sem hann var gæddur.
Fátæka fólkið í Winnipeg, og
sérstaklega það, sem er af íslenzk
um uppruna, hefir mist trúan vin
og tryggan, sem aldrei lét það
undir höfuð leggjast að líkna
þeim, sem liðu og lækna þá, sem
sjúkir voru.
Allur sá tími og öll þau §törf,
sem hann lagði á altari fórnfýs-
innar í Winnipeg General spítal-
anum og læknaskólanum í Mani-
toba voru meiri en svo að metin
verði eða á vog vegin. Margir af
nemendum hans minnast með
þakklæti hinnar miklu þolin-
mæði, er hann sýndi þegar hann
var að reyna að gera þá hlutta-
kendur í þeirri grein, er hann
sérstaklega stundaði.
Jón Stefánssona var ágætur
borgari, trúr og staðfastur vinur
og fyrirmyndar læknir. Mann-
kostir hans, líknarstörf og afreks
verk lifa í viðkvæmri minningu
hjá hinum mörgu sjúklingum,
sem eiga það honum að þakka að
þeir njóta þeirrar blessunar að
geta litið bjartan dag og heiðan
himinn.
Einnig minnast þeir hans með
söknuði og klökkva, er því láni
áttu að fagna að vera samstarfs-
menn hans við mentastofnanir
og mannúðarmálefni; en til
þeirra starfa hafði hann lagt
fram krafta sína óspart og sér-
hlífnislaust.
Með honum hefir þessum mál-
um og þessum stofnunum horfið
sá styrkur, sem aldrei verður að
fullu bættur.
enda slík, að þar kemst fátt til
jafns við, svo er það jafnan par
sem hjartalagið ræður, og allir
eru boðnir og velkomnir og full-
kominn jöfnuður ríkir.
BÚNAÐARBANKINN
EIGNAST STÖRHÝSI
Þann 4. september s.l. fluttist
Búnaðarbanki íslands í hið nýja
5 hæða stórhýsi sitt við Austur-
stræti í Rvík, en það nær yfir
þvert svæðið milli Austurstrætis
og Hafnarstrætis og er því með-
fram tveim megingötum mið-
bæjarins, enda 360 fermetrar og
8135 rúmmetrar að stærð. Þetta
mikla hús ber í hvítvetna vott
um stórhug og myndarskap.
Ekkert hefur verið sparað til
þess, að það mætti verða sem
vandaðast. Það hefur verið rösk
3 ár í smíðum. Gunnlaugur
Halldórsson arkitekt gerði upp-
drætti að húsinu og hafði eftir
lit'*með byggingu þess, en yfir-
smiður var Jón Bergsteinsson
múrarameistari. Þjóðkunnir
verkfræðingar og iðnaðarmenn
sáu um allt, er að smíði hússins
og Ibúnaði þess laut. Er því miður
ekki rúm til að nefna nöfn þeirra
hér, en störf þeirra lýsa ánægju-
legri verksýni og samvizkusemi.
Nýstárleg er veggskreyting Sig-
urjóns Ólafssonar myndhöggv-
ara í afgreiðslusal bankans.
Búnaðarbanakinn hefur undir
fyrirmyndarstjórn Hilmars Stef-
ánssonar bankastjóra orðið eink-
ar vinsæl og fjárhagslega styrk
stofnun. Við árslok 1947 námu
skuldlausar eignir bankans um
Liberalar vinna tvennar aukakosningar
Mestur útflutningur til
Þýzkalands í ágúst
Eins og áður hefir verið getið
í fréttum blaðsins nam útflutn-
ingsverðmæti okkar í ágústmán-
uði kr. 22,033,570, en innflutning-
urinn kr. 33,525,400.
í þessum mánuði fluttum við
lagnmest til Þýzkalands, eða
fyrir kr. 5.811.00. Var það að
mestu ísfiskur samkvæmt samn-
ingum við hernaðarnámsyfir-
völd Bandaríkjamanna og Breta.
Næst stærsti viðskiftavinur
okkar í þessum mánuð i var
Tékkóslóvakía með rúmilega 3,5
miljónir kr. en þar næst koma
Bretland og Holland með rúm-
lega 3 miljónir hvort, en þá
Bandaríkin með 1.7 miljónir kr.
Stærstu útflutningsvörurnar
eru sem fyr ísfiskur og freðfisk-
ur, rúmlega 6 miljónir hvor teg-
und, en þar næst lýsi fyrir 4.2
miljónir króna. —Mbl. 23. sept.
19.4 millj. kr. Nú hefur þessi láns
stofnun íslenzks landbúnaðar
loks, eftir 18 ára tilveru, eignazt
hús. Af því hefur bankinn sjálf-
ur not kjallarans, 1. hæðar og 2.
hæðar að mestu leyti; allt hitt er
leigt öðrum. Samtíðin óskar Bún-
aðarbankanum til hamingju með
hið nýja stórhýsi. Megi honum
þar vel farnast á komandi tímum.
Samtíðin, október, 1948
Úr borg og bygð
Síðastliðinn Sunnudag sóttu
þau merkishjónin Mr. og Mrs.
A. S. Bardal guðsþjónustu í
Fyrstu lúterszku kirkju, ásamt
hinum mannvænlegu börnum sín
um tólf að tölu. Þessi sérstæði
atburður gerðist í tilefni af af-
mælisdegi Mrs. Bardal, og komu
börnin, sum hver, langt að, svo
sem vestan af Kyrrahafströnd.
•f
Þann 20. þ.m. voru gefin sam-
an í hjónaband í Seattle, Wash.
þau Miss Emily Bardal hjúkrun-
arkona og Mr. Maurice Patrick
Sullivan. Brúðurin er dóttir
þeirra Mr. og Mrs. A. S. Bardal.
Heimili þeirra Mr. og Mrs. Sulli-
van verður að Apt. C. 400 Blaine
St., Seattle 9, Washington.
Lögberg árnar þessum nýgiftu
hjónum framtíðarheilla.
f
Mr. G. S. Guðmundson frá
Wynyard, Sask., kom sunnan frá
Síðastliðinn mánudag. fóru
fram tvennar aukakosningar til
Sambandsþings og lauk þeim
báðum með ákveðnum og eftir-
minnilegum sigri fyrir frambjóð
endur Liberalaflokksins.
í Algoma East kjördæminu í
Ontario, var hinn nýi utanríkis-
ráðherra, Lester B. Pearson kos-
inn með miklu afli atkvæða, og
er hið sama að segja um Mr.
Boucher, er kosningu náði í
Rosthern kjördæminu í Sask.,
í báðum þessum kjördæmur
höfðu C. C. F.-sinnar og Social
Credit dáendur frambjóðendur í
kjöri, er komust skamt á veg.
Jafnskjótt og vlst var um úr-
slit í Algoma East, lýsti Mr.
Pearson yfir því, að hann færi
flugleiðis til Parísar á föstudag-
inn kemur á þing sameinuðu
þjóðanna.
ÞUNGUR RÓÐUR
Naumast verður annað sagt en
störfum þings sameinuðu þjóð-
anna í París skili treglega áfram
og að róðurinn sé harla þungur.
Palestínumálið var á dagskrá í
fyrradag en engar ákvarðanir
teknar aðrar en helzt þær, að
áfellast Gyðinga fyrir rof á samn-
ingum um vopnahlé Berlínar
deilan hjakkar í sama farinu með
því að Rússar í tuttugasta og átt-
unda sinn síðan þetta nýja þjóða-
bandalag var stofnað, beittu syn-
junarvaldi sínu í öryggisráðinu
til að kveða niður tillögur til
samkomulags, er 6 hinna smærri
þjóða báru fram, þar á meðal
Canada.
Minneapolis á þriðjudagsmorg-
unin og lagði af stað vestur um
kvöldið.
VARNARSAMBAND
Samkvæmt fregnum frá París,
er nú fullyrt, að Evrópuríkin,
Bretland, íyrakkland, Belgía,
Holland og Luxembourg, séu í
þann veginn að fara þess á leit,
að Bandaríkin og Canada gangi
í varnarsamband við þau, og að
nauðsynlegt sé að umræður í
þessa átt hefjist við fyrstu
hentugleika.
SLAKAÐ Á INN-
FLUTNINGSHÖFTUM
Fjármálaráðherra Samband-
stjórnar, Mr. Abbot, hefir nýver-
verið kunngjört að stjórnin hafi
ákveðið að slaka svo til á höftum
gegn innflutningi ávaxta og ann-
ars grænmetis frá Bandaríkjun-
um, að trygðar verð nægar birgð-
ir slíkra tegunda hér í landi í
vetur, hefir þessari ráðstöfun
þegar verið vel fagnað af öllum
landslýð.
Séra Philip M. Péiursson
LEITAR KOSNINGAR
TIL SAMBANDSÞINGS
Síðastliðinn laugardag var
séra Philip M. Pétursson, prest-
ur Fyrstu Samandskirkju í Wpg.
útnefndur af hálfu C.C.F.-sinna
sem þingmannsefni þeirra í hinu
nýja Norquay kjördæmi, sem
innibindur mikinn hluta hins
gamla Selkirk kjördæmis; ut-
nefningarfundurinn var haldinn
í Eriksdale. Séra Philip hefir um
langt skeið átt sætti í skólaráði
Winnipegborgar.
Úr Samkvæmislífinu
Á laugardagskveldið þann 16.
þ. m., safnaðist saman álitlegur
hópur manna og kvenna á hinu
fagra og vingjarnlega heimili
þeirra Mr. og Mrs. Guðmann
Levy, 263 Renfrew Street, er
þau þá voru nýflutt í, var erind-
ið einkum það að samfagna þess
uip ágætu hjónum í hinum nýju
heimkynnum þeirra.
Mr. John K. Laxdal skóla-
stjórii hafði orð fyrir gestum og
skýrði tilgang heimsóknarinnar,
en aðal ræðuna flutti sr. Valdi-
mar J. Eylands, er afhenti þeim
Mr. Levy og frú vandaða minja
gjöf, aðrir sem til máls tóku
'voru Arni G. Eggertson, K.C.,
Mr. Jockum Asgeirsson og Ein-
ar P. Jónsson, auk Mr. Levy, er
þakkaði hlýjum orðum fyrir
sína hönd, konunnar sinnar og
barna, þessa vingjarnlegu heim-
sókn. Veitingar voru hinar full-
komnustu og kvöldstundin um
alt hin ánægjulegasta.
Heimili þeirra Levys-hjóna
hefir jafnan staðið við þjóð-
braut, og löngum verið rómað
fyrir alúð og risnu.
ELZTA TRÉ HEIMS
— 2300 ára — DEYR
KOLOMBO, CEYLON.—Elzta
tré heimsins, sem er í borginni
Anuradhapura og er 2300 ára
gamalt, er að deyja.
Það er heilagt í augum Budd-
hatrúarmanna, sem liggja nú
sífellt á bæn umsverfis það og
biðja guð sinn að gefa trénu líf
á nýjan leik. En tréð heldur á-
fram að visna. —U.P.
Vísir, 29. sept.
REYKJALUNDUR
Hið nýja og veglega vinnuheimili Sambands íslenzkra
berklasjúklinga, sem reist hefir verið á landareign Reykja
í Mosfellssveit. Sjá frekari umsögn á ritstjórnarsíðu þessa
blaðs.
TÖLUR
Þó tölurnar tali að vísu
og túlki margra þrá,
þær minnast þó ei þess máttar
sem manngildið byggist á.
Þó reiknað sé rétt með tölum
ei raskast neitt um það,
að tíðum var æðra eðlis
eitt óskrifað pappírsblað.
EINAR P. JÓNSSON