Lögberg - 28.10.1948, Blaðsíða 6

Lögberg - 28.10.1948, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 28. OKTÓBER, 1948 Œttmaðurinn Eftir THOMAS DIXON, Jr. honum hugástum. Hann kemur hingað til þess að leita sér heilsubótar, en ekki til að misbjóða okkur. Og svo gerði hann mér gréiða. Hann gaf mér meðmæla- bréf til forsetans. Eg skal gera alt sem í mínu valdi stendur til þess að þeim geti liðið vel. Það er fallega og vel gjört af þér að bíða og heilsa upp á þau”. “Eg gjöri það til þess að þóknast Marion. Hún stakk upp á því í gær- kveldi að við biðum og tækjum á móti þeim. Hann er mjög veikur, og þau verða þreytt þegar þau koma. Segjum, að það væri að ræða um þig og mig og að ég væri að taka föður minn í alveg ókunnugt pláss”. Þegar að Stoneman kom til Piedmont, þá var hann of veikur til þess að veita umhverfinu og fegurð þess neina eftir tekt. Þeir báru hann inn í húsið og inn í herbergi sem gaf útsýn yfir dalinn, sem áin rann eftir, sem bæði var víð- áttumikill og fagur og sem þegar af hon um brá staðfesti hann í áformi sínu með að ganga á milli bols og höfuðs á þræla herrunum. Inni í herberginu var ekkert sem hugur hans festist við, nema mynd af John C. Salhoun og með hana fyrir augum seig honum svefn á brá. Margrét og móðir hennar mættu Stonemanfólkinu á vagnstöðinni og keyrðu Elsie og föður hennar í gömlu hestakerrunni sinni heim í hús þeirra og báðu velvirðingar á að Ben hefði ekki getað mætt þeim. “Hann varð að fara til Nashville í á- ríðandi lögfræðiserindum”, sögðu þær en Cameron læknir er veikur og bað hann okkur að bjóða ykkur velkomin til veru og biður ykkur að láta sig og okk- ur vita, ef hann gæti verið ykkur til að- stoðar á einhvern hátt”. Gamli jnaðurinn, sem var á milli heims og helju, sá hvorki né heyrði neitt af því sem fram fór. “Við virðum og þökkum ykkur fyrir móttökurnar, meira en orð fá lýst, frú Cameron. Eg vona að hann faðir minn nái sér svo bráðlega, að hann geti þakk- að ykkur sjálfur. Ferðin hefir farið illa með hann”, sagði Elsie. “Eg á von á Ben heim aftur í vikunni”, sagði frú Cameron. Eg þarf ekki að segja þér, að hann fagnar komu ykkar mikillega”. EHsie brosti og roðnaði. “Og ég vona að kapteinn Stoneman komi bráðum að sjá okkur”, sagði Mar- grét vingjarnlega. “Þú mátt ekki gleyma að skila því”. okkar til að nota þá fyrir rúmábreiður á meðan að á stríðinu stóð. Það var nú allt sem við gátum gjört fyrir vesalings drengina okkar; nema, að ég lét kiippa af mér hárið og seldi það fyrir nokkra dollara sem gengu til þeirra þarfa. Eg sendi það til Richmond síðasta stríðs- árið og hárið á mér er ekki fullvaxið eins og þú sérð. Mér fanst að við yrðum að reyna að hjálpa eitthvað til, þegar ná- grannar okkar lögðu svo mikið á sig. Þú veist að frú Cameron misti fjóra dreng ina sína í stríðinu”. “Hann er mjög óframfærinn”, sagði Elsie,* “og læst vera önnum kafinn við farangurinn okkar sem stendur. En þú getur reitt þig á að hann leitar ykkur uppi”. — Elsie varð hrifin af Marion undir eins og hún sá hana og móðir hennar. Hin látlausa framkoma þeirra og vingjarn- lega viðmót og einlægi vilji á að hagræða öllu sem bezt þær máttu til þæginda fyr ir gestina, rann Elsie til rifja. “Mér þykir betra að það séu ekki dúk- ar á gólfunum”, sagði Elsie. “Við fáum okkur máske fáeinar mottur”. Elsie leit á hárið á frú Lenoir og sá að það var klippt af rétt fyrir ofan eyr- un, brosti raunalega og spurði: “Lagðir þú virkilega allt þetta í söl- urnar fyrir málefnið?” “Já, vissulega. Mér þótti vænt um þegar stríðinu lauk, ýmsra hluta vegna. Við sannarlega þurftum á nælunni, nál- um, og hnöppum að halda, að ég nú ekki tali um kaffi, eða te í bolla.” Frú Lenoir sýndi Elsie um húsið, og sagði henni frá öllu í sambandi við það barmaði sér yfir, hversu ófullkomið að margt væri sem hún sagði að stafaði að- allega frá stríðinu. “Eg vona að þú þurfir aldrei aftur að líða skort.” Sagði Elsie vinsamlega. “Þú færir okkur lukku,” svaraði frú Lenoir. Það var annars heppilegt að þið skylduð koma. Baðmullar skatturinn sem þingið lagði á okkur í ár, var svo þungur, að við hefðum tapað öllu sem við áttum. Slíkur skattur á fólk sem ekkert hefir til að borða segir Cameron læknir að sé heimskuleg hnefendar árás á fólkið í suð ur ríkjunum, þegar engir aðrir bændur í Bandaríkjunum er kvaddir til að borga skatt af uppskeru sinni. Mér þykir svo vænt um að hann faðir þinn kom. Hann er ekki að leita sér að embætti og getur máske hjátpað okkur.” “Eg er viss um að hann gjörir það,” svaraði Elsie hugsandi. Marion kom hlaupandi upp tröppurnar kafrjóð og með hárið flaxandi. “Heryrðu mamma, það er komið undir sólarlag; þú skalt fara að búa þig. Eg ættla að sýna ungfrú Stoneman mín heimmulegheit.” Hún tók í hendina á Elsie feimnislega og leiddi hana út í garðinn, en móðir hennar fór inn í her- bergin í húsinu og týndi saman ýmislegt smádót sem hún ættlaði að taka með sér á gistihúsið. “Eg vona að þér þyki eins væntum þetta heimili eins og okkur gerði.” Sagði Marion blátt áfram. “Eg held að það sé undur fallegt hérna og rólegt”, svaraði Elsie þessi blóma breiða er blátt áfram töfrandi. Þú hefir gróðursett rósir alt í kring á svölunum, alt í kringum húsið.” “Já hann faðir minn var hugfanginn af rósum og plantaði þeim alstaðar í kirngum húsið, svo þakið á húsinu sýnd- ist aðeins umgjörð innan í þeim til að halda þeim uppi — ein blómabreiða með þaki yfir. En þú getur séð ána í gegnum bogana sem eru á þremur hliðunum. Ben Cameron hjálpaði mér til að planta þessar fallegu rósir í suður horninu daginn sem að hann strauk í herinn - “Útsýnið er dásamlegt!” Sagði Elsie hrifin, og horfði með aðdáun yfir ána og dalinn. “Mér þykir leitt með gluggatjöldin, en við urðum að taka þau og sauma okkur föt úr þeim. Marion er snillingur þegar til saumanna kemur. Við urðum að taka tjöldin úr setustofunni til að sauma úr þeim kjól handa Marion svo hún gæti farið í skírnarveizlu. Árið áður tókum við tjöldin úr herberginu mínu til þess að gefa fátækum á samkomu sem prest urinn hélt þeim til styrktar.lÞú veizt að við tilheyrum Episcopalsku kirkjunni og komum hingað okkur til heilsubótar frá Charlestan og höfum unað okkur ágæt- lega á meðal þessa elskulega öldunga- kirkjufólks”. “Við skulum fljótlega ná okkur í gluggatjöld”, sagði Elsie glaðlega. Við sendum gólfdúkanna til hermannanna , Redmont bær stendur á hárri hæð við Breiðu ána, þar sem hún fellur í fossum og á flúðum ofan á sléttuna, og er borgin beint undan síðustu flúðinni í ánni, sem svo víkkar og rennur í til- komi mikilli ró og voldugum mætti, yfir sléttuna í áttina til Columbia, og sjávar. Þunganiður þessara fossa og flúða barst í gegn um skóginn og trén, á árbakkan- um til eyrna fólksins í draum kendri suðandi ró, sem þegar gott var veður gladdi geð manns, en þegar stormar og stórveður dundi, lét sem drynjandi þrumu veður. Áin þegar hún kom f gegnum hæðirn- ar sveigði skarpt til vesturs og hélt þeirri stefnu um sex mílna veg, áður en hún snéri aftur til suðurs. í vestur frá þeim sex mílum risu þrjár raðir Blá brúna f jallanna, sú fyrsta dökk og fögur og skýr, klædd í skrúða sígrænna trjáa, sú síðasta í fjarska, umvafin^ bláma himinsins. Þegar sólin fór að síga á bakvið þessa fjarlægu tinda tók hvert ský sem umkringdi þá, á sig logandi lit- myndir, sem endur spegluðu sig í sílfur tæru yfirborði árinnar. Elsie varð stór hrifin af þessari ná- ttúru sýn, og hinum töfrandi fossa nið sem var eins og undirspil í húsi helginn- ar og aðdáun hennar á landinu og fólk- inu sem í því bjó hrærði hjarta hennar. “Geturðu láð okkur, þó að okkur þyki vænt um þetta heimili?” spurði Marion. “Það er þó ennþá fallegra útsýnið frá hömrunum við ána, þar sem elskenda stökk er. Eg skal sýna þér það einhvern tíma. Faðir minn var vanur að segja mér að himnaríki væri hér á jörðunni og að andar hinna fram- liðnu kæmu hingað aftur, þegar synd, svívirðing, og ófriður væri horfinn.” “Er búið að prenta kvæðin hans föð- ur þíns?” Spurði Elsie. “Sum þeirra hafa verið prentuð í blöðunum. Við höfum klippt þau öll úr þeim og límt þau í bréfa bók. Eg skal sýna þér kvæðið sem hann orti um Ben Cameron. Þú kyntist hon- um í Washington gerðirðu ekki?” “Jú.” Sagði Elsie stillilega. “Þá efast eg ekki um að hann hafi litið hýru auga til þín?” “Og hvers vegna efast þú ekki um það?” “Vegna þess, að þú ert svo falleg. Hann hefði ekki getað hjálpað því.” “Er hann ástfanginn af öllum falleg- um stúlkum?” “Já, hann er það. Ástamálin eru trú- arbrögð hans og hann flytur þau svo dásamlega að það er ekki hægt að trúa öðru, en hann meini eitthvað með þeim, þangað til að þú berð þig saman við hinar stúlkurnar.” “Leitaði hann þeirra mála við þig?” “Eg geng með bilaðar vonir, og brot- ið hjarta, síðan að hann strauk í herinn, og eg grét í heila viku, en eg er nú að ná mér nokkuð vel. Hann sýndist svo stór og þroskaður, þegar að hann kom til baka, nú síðast, ég hræddist að láta hann kyssa mig. “Dyrfðist hann að gjöra það?” “Nei en Tnér þótti það leiðinlegt. Þú skilur að ég er naumast nögu gömul til þess að eldri drengirnir gefi verulegan gaum, og hann var svo djarfmannlegur og tilkomumikill með ljótt ör efst á énn- inu, og allir voru svo stoltir af honum. Mig sárlagaði til þess, að hann kysti mig, og mér fanst það blátt áfram löð- urmannlegt af honum að bjóða mér það ekki.” “Hefðirðu látið hann kyssa þig?” “Eg átti von á að hann mundi reyna það.” “Hann er mjög vinsæll í Piedmont.” “Allar stúlkurnar í bænum eru ást- fangnar í honum.” “Og hann ástfanginn í þeim öllum?” “Hann læst vera það — en þér að segja, þá er hann mesti daðrari. Hann er ný farinn til Nashville, í einhverjum embættiserindum. Mér er óskiljanlegt hvernin að hann náði í peninga til þess- arar ferðar. Eg held hann eigi stúlku þar.” “Því heldurðu það?” “Vegna þess að hann fór svo dult með þessa ferð sína. Eg skal líta eftir honum á gestgjafahúsinu. Þú þekki? Margreti líka gerirðu ekki?” “Jú ég kyntist henni í Washington. “Jæja, hún er nú sú mesta fála sem til er í bænum þó hægt fari. Það liggur í blóðinu — hún hefir hálfa tylft af strákum á eftir sér á hverjum degi. Hún spilar á orgelið í sunnudagaskólanum og ungi presturinn er ástfangin í henni. Sumir segja að þau séu trúlofuð, en ég trúi því nú ekki. Eg held að það sé hinn. En ég verð að flýta mér, eg hefi svo margt að sýna þér og segja. Komdu hérna yfir að vafnings viðnum.” Marion ýtti vafningsviðnum til hliðar á gyrðing- unni og sýndi Elsie þrösts hreiðrið, og sat þrösturinn á eggjum sínum. “Hún situr á. Láttu ekkert granda henni. Eg skyldi taka hana og sýna þér dílóttu eggin hennar, en það er orðið svo seint.” “Ó, mér mundi falla það mjög ílla ef að nokkuð kæmi fyrir hana.” Sagði Elsie glöð í bragði. “Og hérna,” sagði Marion og beygði sig yfir gras topp, er svo lítið hreiður fjögur lítil egg, líttu eftir þeim.” Elsie beygði sig ofan að grastoppnum og sá svo lítið hreiður sem var byggt á þunt lag af stráum, og önnum stærri strá dregin saman til þess að mynda þak fyrir hreiðrið. “Er ekki þetta dásamlegt!” sagði hún. “Jú, eg hefi sex af þessum og þrjú þrastar hreiður. Eg skal sýna þér þau. En mér er mest ant um rauðbrystings hreiðrið í sedrusviðar trénu við húsið.” Marion fylgdi Elsie að trénu og hérum- bil tvö fet frá jörðunni í kverk á trénu var ofur lítil hola og í gegn urn hana sást blika í augu rauðbrystingsins. “Eg bið þig lengst allra orða, að láta ekkert koma fyrir hana. Maki hennar kemur og sest í tréð og syngur, eða seg- ir fram Frjáls Negri! Frjáls Negri! Frjáls Negri! á hverjum morgni.” “Og þú heldur að okkur sé sérstök ánægja í að hlusta á það.” Spurði Elsie hlægjandi. “Nú jæja,” sagði Marion og tók í hendina á Elsie, þú veist mér datt ekki nein slík glettni í hug. Eg mundi ekki- í svipinn að þið voruð norðurríkja fólk. Þú lítur út fyrir að vera svo geðþekk og lík okkur. Hann gerir þetta, syngur snemma á hverjum morgni, Frjáls Negri! Frjáls Negri! Frjáls Negri! eins skýrt og ég segji það.” “Leitaðir þú öll þessi hreiður uppi sjálf?” “Faðir minn kendi mér það. Eg hefi nokkra Hrafna ,og Kattuglur sem eru svo spakar að þær setjast rétt við fæt- urnar á mér. Sumir hata hrafnana, en mér þykir vænt um þá. Þeir sýnast skemta sér svo vel og vera svo lífs- glaðir. Þér er ekkert ílla við hrafna er þér?” “Mér þykir vænt um alla fugla.” “Nema fálka, uglur og erni —” “Eg hefi ekki séð svo marga af þeim, að eg geti sagt að eg hafi nokkuð sér- stakt á móti þeim.” “Jú þeir drepa hænsni, að undantekn- um erninum og svo eru þeir svo ljótir og sóðalegir. Eg hefi eitt hænsni sem ég skal sýna þér, þú mátt ekki láta Aunt Cindy — hún á að matreiða fyrir ykkur. Góða láttu hana ekki drepa hanann — hann er kripplaður, það er eitthvað að fætinum á honum. Hann fæddist þann- ig. Það vildu allir drepa hann undireins, en eg lét þá ekki gjöra það og eg hefi haft allslags erviðleika með að ala hann upp, en nú er hann orðinn góður.” Mar- ion tók lok af kassa, og sýndi Elsie uppá- hald sitt, sem virtist vera sár óánægður með ónæðið. “Littu vel eftir honum fyrir mig”. “Vertu alveg óhrædd um hann.” Sagði Elsie í klökkum rómi. “Svo hefi eg skrítin svartann kött, sem eg ætlaði að sýna þér, en hann hefir farið eitthvað í burtu. Eg skyldi taka hann með mér, ef að það væri ekki fyrir það, að mér hefir verið sagt, að það væri ógjæfu merki að flytja ketti með sér. Hann er fjarska vitur, og þýð- ist engan nema mig. Mamma segir að hann sé spánskur — en mér þykir nú vænt um hann. Hann hleypur uppí trén þegar einhver annar en eg, reynir til þess að ná honum ,en hann hleypur upp á öxlina á mér og situr þar og mal- ar. Mér hefir aldrei þótt eins vænt um nokkurn kött eins og þennan. Þér er engin ami að svörtum köttum?” “Nei góða! mér er vel við ketti.” “Þá veit ég að þú verður góð við hann.” “Er það nokkuð meira?” Spurði Elsie. “Já, það er svo lítill skrítinn gulur hundur, sem kemur hingað á næturnar til þess að leita sér að beini. Eg á hann ekki — hann er bara kunningi minn- en mér þykir vænt um hann ‘og gef hon- um altaf eittvhað. Hann er gróflega skrítinn. Eg held að hann sé negra hundur.” “Negra hundur? Hvað meinar það?” “Það eru einhverjir Negrar sem eiga hann, sem ekki gefa honum nóg að jeta. Mér þykir vænt um hann af því að hann er eigendum sínum svo trúr. Hann kem- ur til mín á kveldin og lætur sem honum þyki vænt um mig, en undir eins og eg hefi gefið honum eitthvað að jeta, þá brokkar hann heim til eigenda sinna aftur. Fyrst þegar hann kom, þá hlóg eg mig máttlausa að honum, — að lát- um hans á gólfdúknum í húsinu okkar við höfðum dúka á gólfunum í húsinu okkar þá. Hann hafði aldrei séð gólf- dúk áður og gelti að litunum og mynd- unum á þeim. Svo lagðist hann niður og velti sér á bakinu urrandi. Þú lætur eng- an hrekkja, eða hræða hann.” “Nei. Er það nokkuð fleira?” “Já, eg var nú nærri búin að gleyma því að hann Sam Ross kemur — Sam er vitfirringur sem heima á fátækra- heimilinu — ef að hann kemur, þa verður hann fyrir vonbrygðum aö finna okkur ekki! En þú getur sent hann til mín á gestgjafahúsið. Um- fram allt þá láttu ekki “Aunt Cindy vera vonda við hann. “Aunt Cindy” er mér undur góð, en hún getur ekki liði Sam. Hún heldur að fylgi konur hans séu óhöpp og ógjæfa.” “Hvernin í ósköpunum fórstu ao að kynnast honum?”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.