Lögberg - 28.10.1948, Blaðsíða 2

Lögberg - 28.10.1948, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 28. OKTÓBER, 1948 Baráttan um wolfram Úr wolfram, sem er málmur með eðlisþyngdinni 19,1 er unnið Tungsien, sem nolað er til að gera stál harð- ara. Þessvegna var þessi málmur mjög eftirsóttur á slríðsárunum til hergagnagerðar. TVÆR MESTU wolframnámurnar í Vestur-Evrópu eru á Pyreneaskaga, sem sé í Pansqueira 1 Portugal og Santa Comba á Spáni. Portugalska náman er undir yfirráðum Breta, en það voru Þjóðverjar, sem áttu spönsku námuna fyrir stríð. í styrjald- arbyrjun var svo ástatt að Þjóðverjum var ómissandi að nota spönsku námurnar, því að wolfram er alls ekki til iníian landa- mæra Þýskalands. Fyrstu stríðsárin gerðu Þjóðverjar sér að vísu von um að geta haft gagn af rússneskum wolframnámum, en sú von varð að engu eftir ósigurinn við Stalingrad í janúar 1943. I Japan er wolfram líka til og reyndu Þjóðverjar að fá það þaðan með kafbátum, en þeir flutningar gengu illa, því að fæstir kafbát- arnir komust alla leið. Þessvegna var wolframið á Spáni þrautalendingin og um það var háð löng barátta og ströng, þó minni sögur færu af henni en styrjaldarviðburðunum. Leikirnir í þessari refskák stjórn málamannanna eru fyrst nú að verða heyrinkunnir af ýmsum minningabókum stjórnarerind- reka og hvítbókum ríkisstjórn- anna. En það var í stystu máli áhugamál vesturveldanna, að teppa alla wolframflutninga til Þýskalands frá Portugal og Spáni. Málið var ofur einfalt að því er Portugal snerti. Bretland haf- ði haft að heita mátti öll yfir- ráð yfir wolframvinnslunni þar síðan 1911. Námurnar í Pans- queira hafa ávallt verið kallaðar “ensku námurnar ’, og hlutaféð og stjórnin hefir verið enskt í 37 ár. Meðan vinnslan var sem mest, árin 1934—’44 lögðu Bretar undir sig allar aðrar wolfram- námur í landinu. Það má heita að þjóðin búi við einræði og stjórnin hafi í hendi sér að þjóðnýta nám- urnar og ráða öllu um útflutning málmsins. Þannig er ekki nema við einn aðila að eiga og Eng- lendingum tókst að sitja fyrir að heita mátti öllum útflutning- num frá Portugal. Eitthvað “lak” samt af þ’ess- um dýrmæta málmi og enginn veit hve mikill hundraðshluti það hefir verið, sem komst til Þýskalands. Þar kemur að ein- um skopþættinum í togstreyt- unni um wolframið: Norðarlega á Pyreneaskaga er lítið þorp á landamærum Spánar og Portu- gals. Annar helmingur þorpsins er spánskur og hinn portugalsk- ur, og landamærin liggja um torg í miðju þorpinu. Á stríðsárunum var handalögmál á þessu torgi á þvínær hverjum sunnudegi og grjótkast af beggja hálfu Stein- arnir sem kastað var af Portu- gala hálfu voru wolframmolar! Á þann hátt komst talsvert af wolfram til Spánar og drýgði þann hlut sem Þjóðverjar fengu. Á Spáni var bandamönnum erf iðar um vik. Þar rákust ýmissa hagsmunir á, Bretar og Ame- ríkumenn gátu ekki komið sér saman um sameiginlegar aðgerð- ir gagnvart spönsku einræðis- stjórninni í wolframmálinu, og Þjóðevrjar græddu á því ósam- komulagi. Formálinn að öllu þessu var sá, að Hitler hafði sent Franco ““sjálfboðaliða” meðan á borg- arastyrjöldinni stóð. Fasista- stjórnin á Spáni borgaði að nokk- ru leyti fyrir sig með því að senda Þjóðverjum “bláu her- deildina” til aðstoðar í innrás- inni í Rússland. En Þjóðverjar þóttust nú samt eiga inni hjá Franco fyrir hjálpina og heimt- uðu að fá það greitt í wolfram. Carlton Hayers, sendiherra Bandaríkjanna í Madrid, segir frá því í stríðsdagbók sinni, sem fyrir skömmu er komin út, að sér hafi verið kunnugt um þessa kröfu og lenti stjóm sinni á málið. Hann áleit að það gæti orðið nauðsynlegt að grípa til “drastiskra” ráða gagnvart Spán- verjum, ef wolframútflutningur- inn til Þýskalands yrði, ekki stöðvaður með skipun frá æðstu stöðum. En sendiherrann vildi helst komast hjá því að setja spönsku stjórninni úrslitaskosti út af málinu eða láta hersetja landið og bandamenn taka nám- umar.—Hann lét því stjórnina skilja, að ef Þjóðverjar fengju wolfram áfram gæti það orðið til þess að Bandaríkin hættu að selja Spánverjum steinolíu og bensín. Spánverjar skildu skens- ið og voru ekki ófúsir á að beygjæ sig. En sendiherra Breta í Madrid, Samuel Hoare var ekki á sömu skoðun og Bandaríkjasendiherx- ann. Stóra-Bretland átti sem sé ýmissa annara hagsmuna að gæta á Spáni-og hagaði sér eftir því. Bretar þurftu til dæmis kalí, og það var hætt við að þessu mikil- væga efni yrði haldið aftur, ef ekki yrði jafnframt leyfður frjáls útflutningur á wolfram. Auk þess fór vígsgengi Þjóð- verja hrakandi, svo að það voru ekki hundruð í hættunni þótt þeim fengju eitthvað af wolfram, fannst sir Samuel Hoare. Hann dró því málið á langinn, sam- kvæmt skipun stjórnar sinnar og Carlton Heyers sakaði sjálfan Winston Chirrchill um, að hann hefið ekki skilning á hve áríðandi væri að gera út um þetta mál. Þessi sundurþykkja hefir síðan verið kölluð “wolframkreppan”. Þannig var reipdráttur um wolfram að tjaldabaki. En nú er að líta á það, sem gerðist fyrir opnum tjöldum. Það er alls ekki leiðinleg saga. í heimalandi nautaats og hanaats var mis- klíðin út af hinu eftirsótta efni bæði til þess að valda skothríð, kvennaránum og gullæði. Spönsku wolframnámurnar eru í Santa Comba við.Santiago de Compostella. Santiago er há- skólabær með um 60.000 íbúum og vegna verðlagsbreytingannna á stríðsárunum varð líkt ástand þar og í Kaliforníu er gullið fannst. Ævintýramenn og smá- kaupmenn þyrptust í bæihn, fagrar léttúðardrósir og glæpa- menn. Þar gat maður séð gest á veitingahúsi rétta dagblaðs- stranga yfir borðið til þjónsins, sem hvarf þá út sem snöggvast til þess að fela stórupphæðir í pese- taseðlum innan í stranganum. Á öllum drykkju krám sátu spánsk ar fegurðardrósir og dufluðu við wolframkóngana og þann mis- jafna fénað, sem var í kjölfari þeirra. A nóttunni spiluðu menn fjárhættuspil um hrikalegar upp- hæðir framundir morgun, al- gengara var að bera brennivínið fram í flöskum en glösum, og í myrkrinu úti á götunum sáust blossar úr skammbyssuhlaupum. Bensínið kostaði 2 sterlingspund líterinn, en hver maður, sem vildi teljast með mönnum varð að hafa bifreið. Það skipti ekki miklu máli þó að menn hefðu ekki ökuskírteini. Því að væri maður stöðvaður af lögreglu- þjóni var ekki annar vandinn en að stinga að honum einum “con- to”—þúsund peseta seðli— og aka áfram. Lögregluþjónarnir löfðu góðar tekjur af þessu. Wolframnámurnar í þessum iluta Suánar eru mjög auðugar, og oftastnær er málmurinn ofan- , arðar eða þar um bil, gagnstætt íví sem er í Portugal, því að þar verður oft að bora og grafa djúpt eftir efninu. í Santiago de Com- ostella voru heil hús, sem voru byggð úr wolframsteini, og eng- an grunaði að þau mundu verða gulls í gildi þegar stríðið skall á. ?essi hús voru keypt fyrir ævin- týralega hátt verð til niðurrifs og útflutnings .Þannig uppgöt- vuðu menn wolframnámur inni í miðjum bæjunum í Galisiu. Víða reyndust ekki aðeins húsin íeldur götuhellan og garðar og jafnvel kirkjur vera úr wolfram. Allt var rifið og flutt burt og meira að segja kom það fyrir að íeilum húsum var stolið smátt og smátt. Einn af spönsku wolf- ramkóngunum var áður prestur, sem varð forríkur er það kom á daginn að kirkjan hans var byggð á stað, þar sem mikið var af wolfram. Hann fékk pening- ana fyrir að þegja yfir því! Hinir nýju eigendur wolfram- námanna urðu að hafa gát á nám um sínum á nóttunni. Þá kom nefnilega heil þyrping af ævin- týramönnum, sveitafólki og um- renningum til þess að stela wol- framhnullungum í myrkrinu. Thisisour Average Sharehoider... M, His name may be George Wilson, Patrick O’Reilly or Emile Legault. He may be a farmer, a lawyer, a carpentcr, a real estate agent, a banker, a teacher or one of our own employees. His wife or mother might be a shareholder. He and about 5,000 other Canadians from all walks of life are the owners of Dominion Textile Company Limited. Last year, among them, they did $57,838,394 worth of business. That was the company’s total income for the year. Let’s simplify it and say each Average Shareholder did $11,567.67 worth of business. That was the money he took in. Now let’s look at what he spent to get that money. Here it is, roughly calculated, for the average shareholder. Raw materials (principally raw cotton).. $5,730.85 Starches, chemicals, dyes, packing cases, other supplies and operating expenses such as re- pairs, fuel, power, light, pensions, insurance and other such items............ $2,184.68 Amountpaid to employees................ $2,628.16 'Taxes................................... $ 457.01 Money re-invested to keep the business in a stable condition..................... $ 178.01 Net profit received by Mr. Average Shareholder (on which he pays personal taxes too). $ 388.96 DOMINION TEXTILE COMPANY LIMITED MANUFACTURERS OF RRODUCTS Sœnskir kommúnistar hafa tapað 25% af kjósendafjölda sínum Stuðningur kommúnista við einræði Rússa ein aðalorsökin Eftir THOMAS HARRIS fréttaritara Reuters í Stokkhólmi EFTIR upplýsingmn frá sérfróðum mönnum í verka- lýðsmálum hér, þá hefur sænski kommúnistaflokkurinn tapað 25% af kjósendafjölda'sínum síðan Kominform var myndað og fáleikarnir milli Rússa og Vesturveld- anna tóku að aukast. Máli sínu til sönnunar, benda sérfræðingarnir á töp þau, er kommúnistar hafa orðið fyrir í L. O., sambandi sænskra verka- lýðsfélaga. Árið 1946 var fylgi þeirra mest — þar voru þeir nægilega öflugir til þess að fá 11.2% allra greiddra atkvæða í bæjar-og héraðsstjórnarkosning- um, er Bændaflokkurinn fékk 13.6%, Ihaldsmenn 14.9%, Frjáls- lyndir 15.5%, Sosial-demokratar 44.4% og óháðir 0.3%. Hafa lapað 20 deildum Nú, árið 1948 ráða kommún- istar aðeins yfir 15 af 323 félags- Þeir skriðu á fjórum fótum í myrkrinu, náðu sér í hnullug og þeir ættu lífið að leysa. Stundum hleypti varðmaðurinn af byssu út í loftið til þess að hræða þjóf- ana, sem þeir gátu hvorki séð eða heyrt, en það stoðaði ekki hót. Annars voru margir af þessum varðmönnum glæpamenn sjálfir, og höfðu gerst einskonar lögregla á staðnum og þegið góða borgun hjá námueigendunum, án þess að hafa nokkurt umboð til varð- gæslu af hálfu hins opinbera. Stundum kom það fyrir að næt- urþjófarnir voru særðir og drepn ir, en flestir komu óskaddaðir úr þjófnaðarferðum sínum. Og und- ir eins og heim var komið fóru þeir að rannsaka verðmæti stein- anna, sem þeir höfðu stolið í myrkrinu. — Stundum kom það fyrir að steinninn var verðlítill, en þegar heppnin var með gátu þjófarnir orðið ríkir menn á einni nóttu. Eitt af ótrúlegustu atvikunum sem gerðust í sambandi við bar- áttuna um wolfram gerðist samt eigi í Santiago de Compostella heldur í þorpinu Silleda. Fyrir stríðið var þessi staður aðallega frægur fryrir betrunarhúsið, sem þar var, og í því voru geymdir ýmsir stórhættulegir glæpa- menn. En svo uppgötvaðist það einn góðan veðurdag að þykkar wolframæðar voru í fangelsis- múrnum. — Einn af föngunum hans sjálfan sig námuliganda og hófrekstur í námunni. Hann trysti samföngum sínum betur en borgurunum útan fangelsis- ins og bæði þess vegna og af því að hann var bljúgur í lund, gat hann ekki hugsað sér að vera án félaga sinna. Þeir urðu nú allir eftir- litsmenn, verkstjórar, skrifstofu- menn og ráðunautar. Þessir glæpamenn réðu mörg hundruð heiðarlegra manna í þjónustu sína og græddu fé og gáfu fátækl ingunum í nágrenninu stórgjaf- ir. Aldrei komu neinar umkvart- anir yfir því að þeir misþyrmdu fólki eða sýndu ranglæti. En meðan peningamir flæddu, léttúðardrósirnar dufluðu, kúl- urnar hvinu og glæpamenn brun- uðu í númerslausum bifreiðurp um Galisíu, sátu ameríski og enski sendirherrann í Madrid og gátu ekki komið sér saman um hvemig þeir ættu að fara að því að fá Franco til að hætta að senda wolfram til Þýskalands. . . Hitler er horfinn og þýski her- gagnaiðnaðurinn með honum. En þar með er ekki sagt að bar- áttan um wolfram sé á enda. Hún er að minnsta kosti eins hörð og hún var. Heimsskautanna á milli eru leiðangrar að leita að wolfram og efnum, sem em enn- þá mikilvægari. Það eina sem þeir finna ekki, er meðal til að fyrirbyggja stríð í framtíðinni. FÁLKINN n deildum L. O. — en árið 1946 réðu þeir yfir 35 deldum. Eng- in af félagsdeildum þeim, er kommúnistar ráða yfir, telur meira en 3500 verkamenn — og flestar hafa aðeins um 1700 með limi. Auk þess er forseti L. O. — sem telur 45 verkalýðsfélög um gjör- valla Svíþjóð, andkommúnisti, sem og allir meðlimir fram- kvæmda- og allshérarráðsins. í L. O. eru um 93% sænskra verkamanna, en auk þess starfa í landinu all öflug verkalýðs- samtök, er hafa það á stefnuskrá sinni, að berjast gegn kommún- isma og í lögunum er mælt svo fyrir, að kommúnistar fái ekki inngöngu í samtökin. 4 Kommunlsmi hefur samt sem áður breiðst dálítið út á meðal annarra vinnandi stétta en verkamanna s.s. skrifstofufólks. Miðstjórn launþegasambands- ins, er nær yfir 1-3 af launasétt unum, skýrir svo frá, að komm- únistar hafi aukið völd sín í ýmsum af deildum sambandsins, sér í lagi í hinum stærri borg- um, þar sem dýrtíðin er meiri. Á sænska þinginu eru nú 17 kommúnistar (15 í neðri deild og 2 í efri deild) 40 Frjálslyndir, 56 úr Bændaflokknum, 69 úr Ihalds- flokknum og 198 úr Sosial-demo- krataflokknum. Hafa ekki brotið Enda þótt harðlega hafi verið deilt á sænska kommúnista fyrir það, hve dyggilega þeir fylgja stefnu Rússlands í blöðum sín- um og öðrum opinberum mál- gögnum, þá hefur enginn þeirra gers t brotlegur við stjórnar- skrána. Engin þeirra hefur verið sak aður um að hafa í fórum sínum ólöglegar vopnabirgðir, né um ólöglega hegðun í sambandi við verkföll né heldur um að hafa ólöglegt samband við rússneska sendiráðið í Svíþjóð — en finnsk ir kommúnistar hafa aftur á móti verið sakaðir um allt þetta og meira til . Fimm ástæður Þrátt fyrir þetta er búist við því, að kommúnistar muni stór- tapa við almennar kosningar næsta haust og eru ástæðurnar fyrir því, sem hér segir: . Hegðun ýmissa rússneskra embættismanna í Svíþjóð hefur orðið til þess að ala á hinum gam- la ótta við Rússland og auka tor- tryggnina í garð Rússa. Það hefur t. d. oft komið fyrir, að hermálafulltrúar við rússneska sendiráðið í Svíþjóð hafa verið staðnir að því, að fara inn á svæði sem lokuð eru útlending- um af hernaðarástæðum, og taka þar ljósmyndir og gera teikningar. Eitt sinn reyndi rúss neska sendiráðið að koma í veg fyrir, að dagskrárliður nokkur yrði fluttur í sænska útvarpið. Vakti atblirður þessi mikla gremju í öllum sænsku blöðun- um — nema blöðum konamún- ista. 2. Sænska sjómenn hafa orðið fyrir svívirðilegri meðferð í pólskum höfnum og sænskur kaupmaður í Gdyna, er selur Skipupi vistir, var handtekinn af Rússum þrátt fyrir mótmæli sænska utanríkisráðuneytisins. Allt þetta hefur orðið til þess að auka ótta almennings við það, sem flest á bak við “járntjald- ið.” 3. Viðskiftalán Svíþjóðar til Rússlands, 'að upphæð. 1,000,- 000,000 sænskar krónur og kommúnistar lofsungu og full- yrtu að myndi verða til þess að auka verslunina, hefir algjör- lega misheppnast og hafa Svíar orðið að taka af dollaraforða sinum, til þess að geta staðið við það. Sökn hjá Rússum og kommúnismanum. . 4. Almenningur í Svíþjóð lít- ur svo á, að Rússar og kommún- isminn eigi fremur sök á því al- varlega ástandi, er nú ríkir í heiminum, en Vesturveldin og lýðræðið. Þetta álit almenings kemur greinilega fram í viðræð um manna á milli, ristjórnar- greinum blaðanna og bréfum, er þeim berast frá lesendum. 5. Flokkur Sosial-demokrata, sem er enn öflugasti flokkurinn í landinu, hefur tekið ákveðna afstöðu gagnvart kommúnism- anum, og hafið herferð í því augnamiði, að hrekja kommún- ista með öllu úr verkalýðsfélög- unum og vara almenning við hættum einræðisríkisins. Óánægja — kommúnismi Sænskir kommúnistar eru öfl- ugastir í norðurhéruðunum með al skógarhöggs- og námuverka- manna. Þar er loftslagið slæmt, landið eyðilegt og engin skilyrði til þess að lifa menningarlífi, þannig að fólkið þar hefur raun- verulega ástæðu til þess að vera óanægt með tilveruna. Sem dæmi má nefna það, að í kosningunum 1946, þá fengu kommúnistar 40.12% greiddra atkvæða í Kiruna — en þar er sumar aðeins í sex vikur og svo kalt á vetrum, að ef maður drekkur úr hitabrúsa úti, þá frýs hún við varirnar. En það eru undamekningar. í hinum erfiðu iðnaðarhéruð- umHöganas í suður-hluta lands- ins fengu kommúnistar aðeins 0.7% greiddra atkvæða, en í Vimmerby, á sama svæði þar sem lífsskilyrði öll eru mun betri, þá fengu kommúnistar 1.7% greiddra atkvæða. En það, segja sérfræðingarnir er aðeins hluti af kommúnista- ráðgátunni. —Mbl. 26. apríl SEND YOUR FALL GLEANING AND LAUNDRY NOW F0R FAST SERVICE Use Perth’s Carry and Save Store or Phone 37 261 PERTH’S KAUPENDUR LÖGBERGS OG HEIMSKRINGLU Á ISLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang, kr. 25.00 fyrir hvort blað. Dragið ekki að greiða blöðin. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐM UNDSSON Mávahlíð 37, Reykjavík.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.