Lögberg - 28.10.1948, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 28. OKTÓBER, 1948
t>
Ali IIGAMAL
IWCNNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
Skólastjóri Laugardagsskólans
*
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGIÐ hefir í fjölda mörg ár starfrækt
laugardagsskóla hér í borg, þar sem börnum og unglingum gefst
kostur að læra íslenzku o^ íslenzka söngva; hefir skólinn jafnan
átt góðum kennuru má að skipa. Kensla við skólann hófst á ný
síðastliðinn laugardag undir stjórn Miss Salome ,Halldórsson
fyrverandi fylkisþingmanns. Er það mikið fagnaðarefni
að hún tekur það starf að sér
því hún hefir getið sér ágætan
örðstýr sem kennari bæði við
Jón Bjarnason skóla og annar
staðar. Hún hefir lagt sérstaka
rækt við tungumála kenslu og
er ágætur söngstjóri. Vafalaust
munu foreldrar færa sér í nyt
þetta góða tækifæri og senda
börn sín í skólann. Skólinn er í
Sambands kirkjunni á Banning
Street þetta ár og byrjar klukk-
an 10:30 á laugardags morgna,
Áriðandi er að börnin sækji
skólann reglulega og stundvís-
lega.
♦
Eftirtektarverð bending
Grein sú, sem. hér fer á eftir
birtist í síðasta tölublaði The
Parish Messenger. Eg leyfi mér
að endurprenta hana vegna þess
að mér finst að Dr. Marteinsson
komi þar með tillögu sem kirkju-
kvennfélögin íslenzku, í borg og
byggð ættu að taka til athugun-
ar. Það er orð að sönnu, að við
Islendingar erum ekki altaf
vandir í vali þegar við breytum
íslenzku nöfnunum á ensku eða
veljum ensk nöfn fyrir börn,
stofnanir eða félög. Oft er gripið
hugsunarlítið til nafna, sem
aðrir nota, þótt þau séu ósmekk-
leg og láti illa í eyrum..
Frá Vancouver, British Columbia
21. OKTÓBER, 1948
ÞAÐ VARÐ FYRST vart við frost hér aðfara nóttina þess
23. september. Samt var það ekki meira en svo ,að aðeins sást
héla á jörð um morguninn. Það hafði snjóað á fjöllnum, svo sumir
hæstu hnjúkarnir höfðu sett upp hvítar skýlur um nóttina. Það
var samt meira frost í Fraser ár dalnum, og viðar annarstáðar upp
í fjöllunum, svo á þeim stöðum urðu talsverðar skemdir á ýmsum
afurðum. Fiski menn kvarta um ógæftir sem hafi verið á sjó,
sem hafi mikið tafið fyrir fiskiveiðum, því þegar stormur og
mikið sjórót er, þá verða smá bátarnir að sitja kyrrir í vör. Að
öðru leyti hefur tíðarfarið verið indælt, flesta daga sólskin og
bliðviðri.
Það er nú að komast nokkuð í
lag aftur í Fraser ár dalnum þar
sem flóðið gjörði svo mikinn
skaða síðast liðinn maí og júní,
svo að lækjar sprænur urðu að
fossandi elfum, sem flæddu yfir'
baka sína og gjörðu mikinn
skaða, á bújörðum bænda. Fylkis
stjórnin hefur skýrt frá því, að
hún hafi 823 kröfur um skaða
bætur frá bændum sem eru bú-
settir fyrir utan Fraser ár dal-
inn, og sé nú verið að virða
þessar skemdir og semja um
skaðabætur við bændur. Stjórn-
in hafði strax í byrjun lofast til
þess, að allir sem urðu fyrir
skaða, yrði borgað að fullu og
þær skaðabætur setti þá aftur á
Hinu fallega látlausa nafni
Kvennfélag er breytt í Ladies’
Aid og hefir það sennilega þótt
“fínt” á sínum tíma. En þessi
heiti hafa ekki sömu merkingu.
Orðið lady táknar að vísu konu,
en konu í tígínni stöðu eða konu
gædda tígnulundarfari — hátt-
prúða konu, samúðaríka og göf-
uga. Allar konur vildu gjarnan
Miss Salome Halldorson
öðlast þetta heiti frá öðrum og
vera þess verðugar, en þær taka
það ekki upp hjá sjálfum sér
að skreyta sig með • því' nafni.
Vera má að allar konur í öllum
Ladies’ Aids séu verðugar þessa
nafns og í ávarpi á það vel við
að nefna þær þannig, en það er
fremur óviðkunnanlegt að þær
gefi sjálfum sér þetta heiti.
Orðið Aid hefir verið notað svo
mikið í sambandi við kvenna
samtök kirkjunnar að það er orð-
ið að málvenju og virðist vera
búið að öðlast þá auka merkingu
í málinu; ég efast því um að
nafnið Ladies’ Aid sé málfræði-
lega rangt, en engin vafi er á
því að það er ósmekklegt. Ein-
faldasta og látlausasta nafnið er
The Women’s Club tengt nafni
kirkjunnar, sem félagið starfar
fyrir.
MÓÐIR MÍN
KRISTÍN JÓNSDÓTTIR ÞORSTEINSSON frá MARKÚSARSELI
Hún sagði mér ungum sögur
og söng mér í hjarta frið,
Sála mín vissi það sælast
að sofna brjóst hennar við.
Hún bar mínar sorgir og sínar
og sefað harm minn og grát,
brosti mér amann úr auga
ástrík og vorkunlát.
Hún stundaði börn sín og bú sitt
og breiddi yfir hemilið yl
með snauðum sjúkum og sárum
fann sál hennar öllum til.
Hún vakti yfir þeim sem veiktust
og veitti þeim hvíld og fró,
sárþreytt að hagræða og hjúkra
uns hitanum niður sló.
Gestrisin gekk hún um beina,
er gesti að húsum bar,
veitti þreyttum og þyrstum
og þurfandi, hver sem hann var.
Sem gnýpan úr hafi húmsins
rís hjúpuð í gullið lín
myndin af móðir þinni
í minninga blámanum skín.
Ort undir nafni
Þorsteins Þorsteinssonar
P. G.
Can We Not Find Better
Names?
Can we not find a more suit-
able name for our women’s
organizations than Ladies’ Aid?
When our Icelandic Churches
in this Western Hemisphere
formed such societies, we called
them Kvenfelag, which means
women’s society, a perfectly
proper name; but when we be-
came anglicized, the current
English Ladies’ Aid found ac-
ceptance without particular
thought about it suitability.
What then is my objection? In
the first place, it is pretentious.
Why not women? In that respect
at least the men’s organizations
are superior. We have men’s
clubs, and nobody suggests call-
ing them gentlemen’s clubs. One
society in the United Lutheran
Church calls itself the Women’s
Missionary Society, not Ladies’
Missionary Society. ,That is
really a beautiful name. I wish
e v e r y feminine organization
called itself a missionary society'
at least in the churches. Does
that not properly describe their
work? Their work is missions,
missions of word and work. An-
other objection I have to the
common name is its bad English.
The full name is ladies’ aid
society, and that of course is
.correct language. The word
“aid”, though a noun, is used
there as an adjective, but when,
as is frequently done, the word
society is thrown out, we have
really nothing, no name at all.
The worst of all happens when
people are speaking of the two
aids (the two helps) the Junior
Aid and the Senior Aid. That is
an abomination in my ears.
Out on the West Coast, a better
name was found for Women’s
organizations of the Icelandic
Lutheran Church: Women’s Aux-
iliary of (followed by the name
of the congregation). True, this
came from the Anglicans, but
what is the objection tp that if
the name is suitable?
I would like to see the women
of our churches look into these
suggestions and try to find a
more suitable name for their or-
ganizations.
Another thoroughly ohjectlon-
able name to my taste is the ex-
pression “church parlors”. I have
no doubt that there may be
churches with parlors, but per-
sonally I have never seen one.
When people speak of church
parlors they mean a hall for
meetings and social purposes. A
perfectly suitable name came
from the West Coast this Winter,
in The Parish Messenger. The
name is: church hall; some such
name should be adopted.
I know the names I have
mentioned are not matters of
supreme importance; but why
not exercise good taste and com-
mon sense?
All names should truthfully
express what they are supposed
to represent.
How about giving the matter
some thought?
R. MARTEINSON.
fót, svo þeir yrðu eins efnalega
vel staddir eins og þeir áður
vóru. Nú hefur í mörgum til-
fellum lent í þrasi milli bænda
og stjórnarinnar út af því, að
það er margt af þeim skaða, sem
bændur urðu fyrir af völdum
flóðsins, sem stjórnin telur sér
ekki skylt að borga. En bændur
krefjast þess af stjórninni að hún
borgi Öllum skaða bætur eins og
hún hafi lofast til að gjöra og
í þessu þrasi stendur enn, í mörg-
um tilfellum.
Eg hafði nýlega tal af Mr.
Haldóri Johnson sem er búsettur
á því svæði sem Fraser áin flæddi
yfir, en hann var svo útsjónar
góður, að hans bújörð er á hærra
landi sem flóðið náði ekki til.
Hann sagði mér að það mundi
taka lángan tíma, að koma því
landi í rækt aftur, því það væri
svo þykkt lag af aurleðju yfir
alt þar sem flæddi yfir, og svo
hefði jarðvegurinn eða gróðrar
moldin þvegist öll burtu, samt
er eitthvað af þessu landi, sem
er búið að búa undir, til að sá
í það næsta ár.
“The Pacific National Exhibi
tion” var haldin hér í Vancouver,
fyrstu vikuna í ágúst. Er það tal-
inn önnur stærsta sýningin, sem
er haldin í Canada ár hvert;
stærsta sýningin er talin, sem er
í Toronto. Enn daginn í þeirri
viku kallaði nefndin “All Nations
Day”. Þann dag átti að sýna
Hátíða og hversdags búninga
allra þeirra þjóðflokka, sem hafa
tekið sér bólfestu í Canada. Áttu
tveir konur frá hverjum þjóð-
flokki að koma þar fram, önnur
klædd hátíða búningnum, en hin
hversdags búningnum. 16 þjóð-
flokkar komu þarna fram, tveir
frá hverjum. Tvær Islenzkar
stúlkur tóku þátt í þessu, Miss
Margret L. Sigmar kom fram
í íslenzka Faldbúningnum, og
Miss Hazel Sigurdson, dóttir Mr.
og Mrs. Hermanns Sigurdsonar
var í íslenzka hversdags búning-
num með skotthúfuna. Þegar
allur þessi hópur kom upp á sýn-
ingar pallinu, var þeim raðað
niður í hálfhring, og vóru íslenz-
ku súlkurnar settar í miðjan
hringinn og hitt svo út til beggja
handa frá þeim. Þessi niður röð-
un var víst gjörð af ásettu ráði,
því það tók sig svo ágætlega út,
að hafa íslenzka faldbúningin, í
miðjunni, sem flestum hér þykir
taka öllum hinum fram, sem Miss
Sigmar ber svo vel. Þarna voru
saman kominn mörg þúsund
manns úr ölum áttum bæði frá
Canada og Bandaríkjunum. Eg
tel sjálfsagt að meirl hlutinn af
öllu þessu fólki hafi aldrei áður
séð íslenzka Faldbúninginn. Miss
Sigmar hefur oft verið boðin á
samsæti hér í borginni, og þá
óskað að hún kæmi þar fram
í faldbúningnuín, og hefur hún
þá oftast verið beðin að syngja
nokkur íslenzk lög. Var svo þessi
hópur kallaður upp og kyntir
öllum þingheimi' og skýrt frá því
hverrar þjóðar hver um sig var.
Svo hélt sýningar nefndin fjöl-
menna veislu, og budu þangað
fjölmenni, stjórnmála mönnum,
embættis mönnum frá fylkis
stjórninni, og bæjarstjórninni í
Vancouver, og velþekta menn og
konur úr ýmsum áttum, sem
vóru þar til staðar.
Sýningar nefndin bauð einum
í þessa veizlu, frá hverjum þjóð-
flokki sem tók þátt í þessari sýn-
ingu, Mrs. S. J. Sigmar fékk
boðsberéf frá nefndinni að vera
þar gestur þeirra, og var hún
kynt þar sem íslendingur, Mér
er ekki kunnugt um að nokkrir
fleiri íslendingar hafi tekið þátt
í þessu hátíðahaldi.
Þann 5. október var haldið sam
sæti á gamalmenna heimilinu
“Höfn”, í tilefni af því áð þann
dag var heimilið eins árs gamalt.
Hafði verið starfrækt í eitt ár.
Stóð Elliheimilis nefndin og for-
stöðu konan Mrs. Björg Thomson
fyrir því. Nokkuð margt fólk
kom þar saman og var flest af
því skyldfólk vistmannanna, sem
þar eru bólfestir. Til skemunar
var spilað um tíma. Mr. Kristján
ísfjörd var þar til staðar með
stórt upplag af íslenzkum hljóm-
plötum og var það spilað á
phonograph. Þótti gamla fólkinu
það ágæt skemtun. Þegar því var
lokið um kl. 10 um kveldið, þá
var öllum boðið inn í borðsalinn,
þar var borið fram kaffi og veit-
ingar. Þar var stór afmælis kaka
með einu kerta ljósi, sem for-
stöðu konan skar upp, og allir
fengu sinn skerf af. Þegar þetta
var alt búið, stóð upp formaður
nefndarinnar G. F. Gíslason, og
þakkaði öllum fyrir komuna eins
og þeim öllum sem þar voru til
staðar. Þetta var hin ánægjuleg-
asta kveld stund fyrir alla við-
stadda.
Eg vil geta þess, í þessu sam-
bandi, að fyrir ári síðan er þettá
heimili var tekið yfir af gamal-
menna heimilis nefndinni, þá dáð
ust allir að því hvað það væri
myndarlegt og fallegt, bæði úti
Og inni. í dag er þetta heimili
nokkuð prýðilegra en það var þá.
Það hefur ekki verið látið gánga
neitt af sér. Það hafa verið gjörð-
ar nokkrar umbætur innan hús,
og alt verið málað að utan rjóma
hvitt. Öllu í kringum húsið hefur
verið haldið í besta lagi, garð-
inum, blómunum og túninu í
kringum húsið, það hefur tekið
mikið verk. Heiðurinn fyrir það,
á Jón Gíslason einn af vistmönn-
unum hér, því hann hefur haft
á hendi umsjón um það, og gjört
alla vinnuna mest megnis sjálf-
ur.
Kvennfélag Islenzka Lút. safn-
aðarins hefir skemtisamkomu
þann 22. október í samkomusal
Dönsku kirkjunnar. Á það að
vera “Hallow-Eve Party”, og bú-
ast má við að þar verði margt
nýstárlegt á skemtiskránni. Það
er æskilegt að þessi samkoma
verði vel sótt.
“Ströndin’-, Þjóðræknisdeild
íslendinag í Vancouver boðar
opinn fund 26. október 1948.
Verður fundurinn 1 Hastings Aud
itorium kl. 8, e.m. Óskar nefnd-
in eftir því að þessi fundur verði
vel sóttur bæði af félags mönn-
um, og öllum góðum íslending-
um. Þar verður tekið til umræðu
viðhorf og viðhald félagskapar-
ins. Mr. Bjarni Kolbeins flytur
þar erindi um dvöl sína á Islandi.
Þá verður dregið um “Silver Tea
Set , gefið af Stefáni Eymund-
syni, til arðs fyrir félagið. Kaffi-
veitingar á eftir fundi.
Mr. og Mrs. Victor B. Ander-
son frá Winnipeg, voru hér að
skemta sér um tíma. Voru þau
í gisti vináttu hjá Mr. og Mrs.
Júlíus Thorson. Mrs. Thorson er
systir Mr. Andersons, svo eiga
þau hjón hér marga ætingja og
kunningja í Vancouver. Þau
heimsóttu Islenzka Gamalmenna
Heimilið “HÖFN” og leist vel á
það.
Mr. og Mrs. K. Cþristopherson
frá San Fransisco, Californíu
vóru hér á ferðinni að heimsækja
skyldfólk sitt og kunningja, sem
þau eiga hér á ströndini. Mr.
Christopherson og sonur hans
starfrækja fasteignasölu í San
Francisco. Mr. Christopherson er
systir þeirra Stoneson bræðra,
byggingja meistara í San Franc-
isco, sem gáfu svo rausnarlega
til gamlamenna heimilisins í
Blaine, Wash.
Mr. G. Thorsteinson frá Los
Angeles, California, hefur verið
að ferðast hér á ströndinni. —
Hann kom hingað frá Victoria á
Átta hundruð ára minning
Ara fróða í Haukadal
Sunnudaginn 5. þ. mán. var í
Haukadal í Biskupstungum hald
in hátíð 1 minningu þess að 800
ár eru liðin frá því að Ari prest-
ur hinn fróði, faðir íslenzkrar
sagnritunar, andaðist.
Hátíðin hófst með messu í
Haukadalskirkju. Séra Eiríkur
Stefánsson héraðsprófastur —
þjónaði fyrir altari, en biskup
Islands prédikaði. Kirkjan var
þéttskipuð og rúmaði hvergi
nærri alla þá, er minningarhá-
tíðina sóttu.
Að lokinni guðsþjónustu flutti
prófessor Sigurður Nordal glæsi
legt erindi í leikfimishúsi í-
þróttaskólans 1 Haukadal. —
Minntist hann þar hins yfirlæt-
islausa klerks og fræðimanns,
brautryðjandans í íslenzkri
sagnaritun, er með því að rita Is-
lendingabók sína vann það af-
rek, sem aldrei mun fyrnast
meðan íslenzk tunga er töluð og
gaf þjóðinni þann fjársjóð, er
aldrei verður fullþakkaður.
Skólastjóri íþróttaskólans, —
Sigurður Greipsson, hélt einnig
ræðu við þetta tækifæri enda
gekkst hann að verulegu leyti
fyrir samkomu þessari og studdi
mjög að því að hún mætti vera
sem virðulegust.
Að lokum var sezt að sameig-
inlegri kaffidrykkju í boði skóla
stjórans. —Kirkjubl. 20. sept.
Klukka sett á turn
Akureyrarkirkju
Kristján Halldórsson, úrsmíða
meistari á Akureyri, hefur und-
anfarin ár leitað tilboða erlend-
is um klukku fyrir Akureyrar-
kirkju. 1944 tók hann tilboði
Westerstrand and Son, Tore-
boda í Svíþjóð, og kom klukkan
nýlega til Akureyrar. Er nú unn
ið að því að setja hana upp.
Klukkan er hin vandaðasta.
Skífan er um ’ metrar í þver-
mál og er upplýst. Klukkulagið
er eftir Björgvin Guðmundsson
tónskáld. Leikur klukkan hend-
ingu á fyrsta kortérslagi, tvær á
hálftíma-slagi, þrjár á þriggja
kortéra slagi og lagið allt á
klukkutíma. Slátturinn mun
heyrst um allan bæinn, eða í
kílómetra fjarlægð frá kirkj-
unni. —Mbl. 23. septmeber
700 KRÓNA
HÁSETAHLUTUR í
EINUM RÓÐRI
Frá fréttaritara vorum
á Patreksfirði.
MGBL. 21. sept.—Fyrir nokkr-
um dögum fékk vélbátur héðan
í einum róðri, sem stóð yfir í 10
klukkustundir, 10 smálestir bol-
fiskjar, auk flatfiskjar og nam
hásetahlutur í þessum eina róðri
um 700 krónum.
Báturinn heitir Skálaberg en
formaður hans er Kristinn Guð-
mundsson. Mun þetta vera einn
hæsti dagshlutur á líðandi drag-
nótavertíð.
Vancouver eyjunni, þar sem
hann var að heimsækja kunn-
ingja sinn Sofanías Thorkelson.
Héðan fór hann til Blaine og
Seattle, í Washington, og Port-
land, Oregon. Þaðan mun hann
hafa haldið heimleiðis.
‘ ICnud K. Holck frá Noregi var
hér að heimsækja ættfólk sitt,
þau H. L. Thorlakson og Mrs. H.
Sigmar. Það vóru fleiri af ætt-
ingjum þeirra þaðan hér á ferð
um sama leyti, eg náði ekki tali
af þeim. .
Þetta ferðafólk hef eg orðið
var við síðan eg skrifaði sein-
ast. Mr. og Mrs. R. C. Rawlings
frá Glenboro, Man., Fred T.
Friðgeirsson frá Los Angeles,
California, Björgólfur Sveins-
son og Bergur Ólafson frá Wpg,.
Mr. og Mrs. A. Kristmanson frá
Prince Rupert, B. C.
S. Gudmundsson