Lögberg - 17.02.1949, Blaðsíða 4

Lögberg - 17.02.1949, Blaðsíða 4
4 LiÖGBERG, FIMTUDAGINN, 17. FEBRÚAR, 1949 V Hogöerg GefiB út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The “Lögberg" is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa ÁTÖK EÐA UNDANHALD * “Eigi skal haltur ganga meðan báðir fætur eru jafnlangir,” sagði Gunnlaugur skáld Ormstunga, þó sullur mikill væri á fæti hans, er komiö hefði vafalaust mörgum manninum til að stinga við og kveinka sér; þetta var karlmannlega mælt og bar fagurt vitni nor- rænum metnaði og norrænni hetjulund; þetta stingur mjög í stúf við veimiltítuskap þeirra manna, sem alt-af eru á flótta frá sjálfum sér og sýnast þess eigi umkomn- ir, að horfast í augu við staðreyndir; hinn djarfi, heil- geðja maður, brynjast til átaks, er vanda ber að höndum, minnugur þess, er Magnús konungur hinn berfætti sagði, er hann gekk fram fyrir fylkingarnar, að til frægðar skal konungi meir en langlífis; þótti það á þeim tímum nokkru mannlegra, að falla með sæmd en lifa við skömm; þetta var holl lífsskoðun, sem fremur virtist eiga flest annað skilið en veslast upp, eða líða alveg undir lok. — í næstu viku kemur saman til funda í þessari borg ársþing þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi, hið þrítugasta í röð; er félagið hóf göngu sína gáfu ýmsir því óhýrt auga og spáðu því skjótum aldurtila; en naum- ast verða þó skiptar skoðanir um það, að flestir, sem að stofnun félagsins stóðu, hafi gert sér það ljóst, að betra væri seint en aldrei; að langtum fyr hefðu íslend- ingar í Canada og Bandaríkjunum átt að hafa bundist samtökum um myndun allsherjar félagsskapar til verndunar tungu sinni og þjóðerni; að enn væri tími til stefnu til nokkurs framtaks og nokkurra nytjaverka á þessum vettvangi; og þó alt hafi vitaskuld eigi ávalt gengið að óskum, verður engan veginn fram hjá þeirri staðreynd gengið, að nokkuð hafi unnist á. Það var síður en svo, að þjóðræknisfélagið fæddist andvana; það heíir náð þrítugsaldri og nýtur að vorri hyggju almennari vinsælda, en það hefir áður gert; aðsóknin að ársþingum þess hefir farið vaxandi jafnt og þétt; varðandi hið menningarlega samband við ís- land hefir afstaða félagsins skýrst frá ári til árs og áhrif þess vaJÚð að sama skapi; það hefir tengt saman hin þjóðernislegu baugabrot og styrkt þau í baráttunni fyrir sögulegri og menningarlegri tilveru sinni; og þetta hefir leitt til þess, að hreint ekki svo fáir, er staddir voru á krossgötum í þjóðræknislegum skilningi, kunna nú betri átta skil, og er þá betur farið, en heima setið; félagið hefir í öll þessi ár beitt sér fyrir kenslu í íslenzku með nokkrum árangri þó það á hinn bóginn hefði í þeim efnum mátt vera nokkru kröfuharðara. Þjóðræknisfélagið hefir frá upphafi vega sinna haldið vakandi hugmyndinni um stofnun kenslustóls í íslenzku og íslenzkri bókvísi við Manitobaháskólann, og bera þingtíðindi félagsins þess glögg merki; nú hefir það sannað í verki trúnað sinn við þetta mikilvæga menningarmál með ríflegu fjárframlagi, þó ekki væri af miklu að taka, sem heldur þurfti ekki að búast við, þar sem félagsgjald hvers einstaklings, nemur aðeins, segi og skrifa, dollar á ári, og vafamál hvort einhver sér þá ekki sjö augunum eftir þessum blessuðum dollar þegar alt kemur til alls. Þá hefir félagið einnig haldið úti vöndúðu tímariti í öll þessi ár, sem vel þolir saman- burð við önnur tímarit íslenzk, að eigi sé dýpra tekið í árinni. Þjóðræknisfélagið þarf engrar afsökunar að biðja á tilveru sinni; það getur fagnað þrítugsafmæli sínu með fullri einurð og litið björtum augum fram á veginn, því telja má víst að það enn færi út kvíar og að mikill meiri hluti félaga þess telji ekki eftir þó ársgjaldið yrði hækkað að minsta upp í fimm dollara. Alt, sem einhvers er um vert, krefst skilyrðislausrar hollustu af hálfu dáenda sinna og unnenda; svo er það með íslenzka þjóðrækni, og íslenzkan, þjóðræknislegan metnað. Það verður naumast flokkað til sérstakra dygða, þó menn leggi eitthvað á sig fyrir þau málefni, sem þeir unna; er þar miklu fremur um að ræða siðferðilega skyldu, en fórn eða dygð. Það yrði ilt til afspurnar, ef þjóðarbrot vort í þessari álfu druknaði í smásálarskap, sætti sig við hvaða örlög sem væri, og tæki jafnvel undanhaldið fram yfir átakið vegna þess að það kostaði minna. — Ósegjanlegt fagnaðarefni er það, hve nú horfir mjög betur við varðandi stofnun kenslustólsins í ís- lenzkum fræðum við háskóla fylkisins; veldur þar miklu um stórtækni eins manns, og óviðjafnanleg elja tiltölu- lega fárra manna, er unnið hafa að framgangi málsins nótt sem nýtan dag og fundið viðkvæman hljómgrunn í vitund þeirra, er til var leitað. Átök sóma oss Vestur- íslendingum margfalt betur en undanhald. Vér getum átt langt líf fyrir höndum í þjóðræknis- legum efnum, ef vér eigi kjósum sjálfir á oss feigð, látum reka á reiðanum og teljum oss trú um, að allir skapaðir hlutir kosti langt of mikið. HÁSKÓLAFRÉTTIR UM KENSLUSTÓL í ÍSLENZKU Til sérstæðra og sögulegra viðburða í æfintýra- keðju íslendinga vestan hafs, munu jafnan teljast heim- sóknir landstjóranna þriggja til íslenzka landnánisins að Gimli, þeirra Dufferins lávarðar 1877, Tweedsmuir lávarðar 1936 og jarlsins af Athlone 1945. Voru tveir hinna fyrnefndu merkir bókmentafrömuðir, er dáðu mjög íslenzkar bókmentir og hina traustu menningu ís- lenzku þjóðarinnar; standa Vestur-íslendingar einkum í djúpri þakkarskuld við Dufferin lávarð og minningu hans. Ummæli áminstra tveggja lærdómsmanna eiga brýnt erindi til allra þeirra, er íslenzkum bókmentum unna, og ættu að hvetja menn til að fylkja liði um stofn- un kenslustóls í íslenzkum fræðum við Manitobaháskól- ann. 1 ræðu sinni á Gimli komst Dufferin lávarður meðal annars þannig að orði: “Söguhiminn forfeðra yðar endurljómar af skærum stjörnum sjálfsfórna og sigurvinninga. Synir og dætur þeirra manna og kvenna, sem sigldu opnum smábátum um norðurhöfin, og kusu heldur að skapa sér heimili í landi jökla og jarðelda, en lúta ofríki harðstjórans, enda þótt þeir með þeim hætti hefði getað keypt sér frið og allsnægtir, — já þetta fólk, sem ég nú ávarpa, getur blátt áfram glott að ræðum mínum, eða annara, sem um erfiðleika tala eða lífsbaráttu, hér í skjóli þessara hvíslandi lauf- skrýddu lunda á bökkum hins bárubrosandi, blá- heiða vatns, er við oss blasir.” dómi, framsókn og dugnaði. Þér hafið orðið góðir can- adiskir borgarar í hinni yfirgripsmestu merkingu, sem það orð á til; þér hafið tekið yðar fulla skerf í störfum og framförum yðar nýja heimskynnis; en ég vona að þér einnig haldið við yðar forna arfi. Þér konur og menn, sem mál mitt heyrið; minnist þess að með því móti einu er mögulegt að skapa sterka og mikla þjóð, að fólkið sem hana myndar sé trútt sínu nýja landi en muni það jafnframt af hvaða bergi það er brotið, verndi alt það bezta, sem þaðan var erft og leggi það fram sem efnivið til sköpunar hinni nýju canadisku þjóð. Konur og menn; sextíu ár eru nú liðin síðan Duff- erin lávarður mintist þess hversu trúir íslendingar í Canada væru sinni forn-íslenzku menningu. Eins og þér hafið tekið fram var það engin smávægis menning; hún fæddi af sér nokkurn hluta þeirra mestu og merkustu bókmenta ,sem dauðlegum mönnum hefir nokkru sinni auðnast að skapa. Á íslandi, hinni eyðilegu eyju, þar sem stormur og stórsjór kváðust á, stofnuðu forfeður yðar þjóðlíf, sem fátt hefir jafnast við í mannkynssögunni, og þar voru framleiddar hinar merkustu bókmentir. Ég fyrir mitt leyti álít að íslendingasögurnar séu með merkustu verk- um, sem mannsandinn hefir framleitt.” Hinn lokaði markaður kostar bændur Miljónir dollara “Ekki þurfið þér heldur að bera kvíðboga fyrir því, að þér, með því að gerast brezkir borgarar og þegn- Victoríu drotningar, verðið til þess knúðir að kasta frá yður hinum þjóðernislegu helgidómum yðar, eða hinum merku og margbreyttu bókmentum forfeðra yðar. Þvert á móti vona ég, að þér um alla ókomna tíð, verndið og verðveitið hinar sálrænu bókmentir þjóðar yðar, og að mann fram af manni haldi niðjar yðar áfram að læra það af fornsögum yðar, að starfsemi, kjarkur og hreysti, staðfesta og óbilandi þolgæði, hafa á öllum tímum verið einkenni hinnar göfugu íslenzku þjóðar. “Eg hefi gefið vinum mínum í Canada loforð um það, og lagt nafn mitt og drengskap við, að nýlenda þessi lánist og blessist.” í hinni eftirminnilega fögru ræðu sinni á Gimli, komst Tweedsmuir lávarður svo að orði: “Það gleður mig að íslendingum hefir fjölgað mjög í Canada síðan þessi ræða var flutt og að þér eigið þegar mikilsverðan þátt í Canadisku þjólífi. Ég vildi óska að þér væruð hér fleiri. Það geta aldrei orðið ofmargir ís- lendingar í Canada. Hvar sem ég fer, er viðkvæðið æfi- inlega og allstaðar það sama: að þér séuð gæddir mann- Rannsakið hlunnindi hins frjálsa markaðar. Látið þá, sem vilja, selja ihveiti sitt gegn ákvæðisverði fyrir tilstilli hveitiráðsins, sé yður heimilað jafnframt að nota hinn frjálsa markað ef þér æskið. í frjálsu Canada að öðru leyti, ætti yður að vera í sjálfsvald sett, hvernig þér seljið. $3.000.00 Birt til a0 glœOa dhuga d PENINGARVERÐLAUN marakösaOaferðum koms, Ljúkið viS eftirfarandi yfirlýsingu I ekki yfir 300 orðum, "Ég trúi á ÓRJÚFANDI VALFRELSI GAGNVART SÖLU KORNS Vegna þess Samkepnisgreinar verða eign Grain Exchange. Frá samkeppni nákvæm- legu skýrt í bæklingnum Dear Dad, Pðstið miðann strax. ( WINNIPEG GRAIN EXCHANGE J WINNIPEG, MANITOBA ( Gerið svo vel að senda mér ðkeypis sintak af J bæklingi yðar “DEAR DAD” til ekýringa J á samkepni þessari og kornsölu aðferðum. J Nafn ............................... J Heimilisfang ....................... I (Utanáskrift sé greinileg) Hið biandaða úrval af húsplantna- fræi inniheldur 15 mismunandl tegundir, sem hafa verið þaul- reyndar og gefist með ágætum til heimilsræktunar. Við getum ekkl- ábyrgst að hafa allar tegunirnar ávalt við hendi, en flestar þeirra, Pað sparar fé að fá þessar fögru húsplöntur. (Pk. 160 2 Pk. 75 pðst- fritt. Supplied ■ / For Home Practice With Lessons, Per Week ...... 50 Complete Course $<f 2°° TEACHERS OF ALL IN STRUMENTS New stock of Button Accordions, Chromatic Accordions and Repairs Etc. LOWES Music Sfore and School Phone 926 021 318 KENNEDY STREET Stjórn og starfsfólk Safeway búðanna . .. býður erindreka, sem koma á hið þrítugasta ársþing þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi, velkomna til Winnipeg og væntir að þeir njóti mikillar ánægju af heimsókninni. SAFEWAY CANADIAN SAFEWAY LIMITED

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.