Lögberg - 17.02.1949, Blaðsíða 1

Lögberg - 17.02.1949, Blaðsíða 1
PHONE 21374 *■- trtUTV* \;>u> rcw*" !>#í ****** Complele Cleaning Inslilulion 62. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 17. FEBRÚAR, 1949 PHONE 21374 te>Á -fúB A Complele Cleaning Inslilution NÚMER 7 Sýnið trúnað í verki með því að fjölmenna á næsta ársþing þjóðræknisfélagsins ÍSLENZKU SENDIHERRAHJÓNIN VÆNTANLEG TIL WINNIPEG HON. THOR THORS Frá þeim ánægjulegu tíðindum var skýrt hér í blaðinu 1 fyrri viku, að sendiherra íslands í Bandaríkjunum og Canada, Hon. Thor Thors, yrði ræðumaður á árshátíð þjóðræknisdeildarinnar “Frón” sem haldin verður á Marlborough hótelinu hér í borginni að kveldi þess 22. yfirstandandi mánaðar, og í för með honum yrði sendi- herrafrúin. Svo miklum vinsældum eiga þessi merku hjón að fagna hér um ^Llóðir- frá fyrri *heimsóAiuTn og vo^íla mikilsvægs starf í þarfir íslendinga yfir höfuð, að kærkomnari aufúsugesti gat naumast að garði borið. Thor sendiherra er vitur maður og góðgjam, og mun það naumast ofmælt að hann sé einn hinn hollráðasti stjórnmálamaður íslenzkur, FRÚ ÁGÚSTA THORS sem nú er uppi, eins og hinn glæsilegi starfsferill hans á vettvangi utanríkisþjónustunnar ber svo glögg merki um. Nýlega var hér í blaðinu skýrt svo ýtarlega frá margþættu starfi Thors sendiherra í ritgerð eftir Sigurð meistara Skúlason, að Lögbergi getur þar að engu leyti um bætt, þó ekki sé úr vegi að jaínframt sé á það bent, hve almenna hrifningu ræða hans um Mannréttindayfirlýsinguna á pingi sameinuðu þjóðanna í París vakti meðal lesenda bláðsins. Lögberg býður Thors Sendiherra og hina glæsilegu frú hans inni- lega velkomin til borgarinnnar. Fylkisþingið í Manitoba kvatt til funda Á ÞRIÐJUDAGINN ÞANN 8. þ.m. var fylkisþingið í Manitoba sett af fylkisstjóranum, Hon. R. F. McWilliams með venjulegri viðhöfn að viðstöddu miklu fjölmenni; las fylkisstjóri, venju sam- kvæmt, boðskap stjórnarinnar til þingsins; ekki er þess að vænta, að mörg laganýmæl komi til umræðu á þingi þó sum þeirra séu þess eðlis, að miklu skipti um skynsamlega úrlausn þeirra, svo sem um framkvæmd aukinna orkustöðva til þess að koma í veg fyrir skort raforku til iðnaðar og almennra nota; þykir líklegt, að til slíkra framkvæmda verði var- ið að minsta kosti tuttugu mil- jónum dollara á næstu árum; þá verður og lagt fyrir þing frum- varp til laga um nýja kjördæma- skiftingu, sem telja má víst að valda muni heiturn umræðum og jafnvel nokkrum flokkadráttum; gert er ráð fyrir því, að Winni- pegborg bætist tvö þingsæti, og að einhverjum sveitakjördæm- um verði steypt saman. Þá koma og fyrir þing tillögur um breyting á bílvegalöggjöf- inni, svo og uppástunga um fast- ákveðinn vinnutíma í helztu greinum iðnaðarins, ásamt fyrir- huguðum breytingun á löggjöf um mentamál og skólahald. Afstaða stjórnarinnar varðandi ellistyrkinn, eins og raunar áð- ur, sýnist því miður næsta þoku- kend. Tékjur fylkissins eru nú að Ánæygjulegt og virðulegt samsæti Síðastliðið mlánudagskvöld var haldið veglegt samsæti á Fort Garry hótelinu í virðingarskyni við hinn heimsfræga landkönnuð og rithöfund, • Dr. Vilhjálm Stefánsson og frú hans; að sam- sætinu stóðu þau mannfélags- samtök íslenzk hér í borg, er beitt hafa sér fyrir framkvæmd- um með það fyrir augum, að koma á fót kenslustól í íslenzku við Manitobaháskólann. Séra Philip M. Pétursson stýrði þess- um glæsilega mannfagnaði; séra Rúnaólfur Marteinsson flutti borðbæn; að loknu borðhaldi flutti Dr. Vilhjálmur allanga, en frábærlega Skemtilega ræðu, kryddaða hans kunnu fyndni; svo mikið aðdráttarafl hafði ræða Dr. Vilhjálms, að flestir munu hafa minst hins fomkveðna, “Mættum vér fá meira að heyra.” Séra Valdimar J. Eylands þakkaði þeim Dr. Vilhjálmi og frú hjartanlega komuna hingað til borgar með hlýjum og vel- völdum orður. Engum þeim, er samsætið sóttu, blandaðist hugur um það, hve mikilvægt það væri, að get- að eignað sér slíkan afburðamann sem Dr. Vilhjálmur er. MISS DOLORES SWANSON ÍSLENZK ÍÞRÓTTADROTNING Gimli prostakall 20 febrúar — Messa að Gimli kl. 7:00 e.h. 27. febrúar — Messa að Húsa- vick, kl. 2:00 e.h. Ársfundur safnaðarins verður haldinn að messunni afstaðinni. Allir boðnir og velkomnir. Skúli Sigurgeirson Eins og vitað er, var þessi glæsilega íþróttamær kosin drotning fyrir Winnipeg á Cami- val, sem hér var haldið í janúar- mánuði í fyrra; lagði hún þá, og leggur enn, kappsamlega stund á hina fögru og hollu skautaíþrótt. Miss Swanson er dóttir þeirra góðkunnu hjóna, Mr. og Mrs. J. W. Swanson, 184 Niagara Street hér í borginni. Miss Swanson, sem jafnt og þétt leggur mikla rækt við íþrótt sína, tekur nú þátt í Ballet Swan Lake í Carnival of the Ice Club of Greater Winnipeg, sem geng- ur undir nafninu “The Ebony Chest,” sem haldið verður í Amphitheatre Rink, Winnipeg, 23. 24. 25. og 26. yfirstandandi mánaðar. Af öðrum Islendingum sem þátt taka í áminstu Camival eru: Joyce Neillings, 720 Beverley St. June Magnússon, 1079 Spmce St. Donna Marie Stephenson, 1167 Grosvenor Street. Sharon Thorvaldson, 902 Bann- ing Street. Barbara Thorsteinson, 540 Agnes Street. Dorothy Johnson, 813 Arlington Street. Arla May Thorkelson 1164 Dom- inion Street. Barbara Björnson, 1077 Spruce Street. Bonnie Lynn Johannesson, 639 Victor Street. Dale Jöhannesson, 639 Victor St. MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Séra Valdimar J. Eylands. Heimili 776 Victor Street. Sími 29017. — Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. — Sunnu- dagaskóli kl. 12:15 e. h'. — Allir æfinlega velkomnir. 4- Arborg-Riverton Presiakall 20 febrúar — Arborg, ensk messa kl. 2:00 e.h. 27. febrúar — Riverton, ensk messa kl. 2:00 e.h. B. A. Bjarnason -t Lúterska kirkjan í Selkirk Ensk messa kl. 11:00 árd. Sunnudagaskóli kl. 12:00. íslenzk messa kl. 7:00 síðd. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson Campbell forsætisráðherra mun hærri en áður hefir gengist við, og er áætlað, að tekjuaf- gangur nemi nálega hálfri fimtu miljón dollara; mestan arð hefir stjómareinokunin á áfengum drykkjum gefið af sér í aðra hönd. Þetta er fyrsta þingið, sem Hon. D. C. Campbell hefir stjómarfomstuna í höndum sín- um. Mr. Ólafur Hallson kaupmaður frá Eriksdale og frú, hafa dvalið í borginni í heimsókn til dætra sinna. -t Mr. B. Eggertson kaupmaður frá Vogar var staddur nokkra daga hér í borginni ásamt frú sinni. LEIÐBEiNINGAR VARÐANDI STOFNUN KENSLUSTÓLS í ÍSLENZKU Með frekari skírskotunar til bréfsins, sem birt var í Lögbergi þann 2. þ.m. í sambandi við aðferðir til að koma á framfæri tillögum í sjóð háskólastóls í íslenzku, vil ég skýra nokkru nánar þá tilhögun, sem nefndin félzt á varðandi þá, er gerast vildu stofnendur stólsins. Eíins og nafnið “Founders” bendir til verða stofnendur allir þeir einstaklingar eða félög, er lagt hafa af mörkum $1000.00 eða meir stofnuninni til fulltingis, en slíkt var lágmark, er forstöðunefndin við byrjun söfnunar setti fyrir því, að verða stofnandi. Nefndinni var það þegar ljóst, að $1000.00 tillag væri það hátt, að ýmsum gefendum reyndist örðugt að greiða slíka upphæð í einu lagi, og þessvegna var ákvörðun tekin í þá átt, að jafna mætti niður greiðslum í tvö, þrjú eða jafnvel fjögur ár, að því tilskildu, að síðasta greiðslan yrði gerð fyrir 17. júní 1952. Þeir sem hafa í hyggju að færa sér í nyt dreifingu á greiðslu allrar upphæðarinnar, ættu að tilgreina tölu afborgana, ásamt þeirri dagsetningu, er upphæðirnar skuli sendar til Manitobaháskólans. Hér fer á eftir eyðublað, er margir gefenda hafa stuðst við. Gjafir sem sjóð þessum berast, eru undan- þegnar tekjuskatti samkvæmt tekjuskattslöggjöf Can- ada, vegna þess að þær varða fræðslumál. Eins og fyr var vikið að, munu þær ýmsu félags- stofnanir, er beitt hafa sér fyrir framgangi þessa mikla menningarmáls, leita fjárstuðnings af hálfu íslenzks almennings, er forráðamenn háskólans lýsa því opin- berlega yfir, að þeir séu við því búnir, að taka fullnaðar- ákvarðanir um stofnun kenslustóls í íslenzku. Ef lesendur kynnu að æskja frekari upplýsinga í máli þessu, yrði nefndinni það kært, að verða við til- mælum þeirra. Virðingarfylzt, Margrét Petursson ritari stofnendanefndarinnar 4- 4- ♦ -f 4- 4- ---------------------- (Place) ----------------- (Date) Séra Philip M. Pétursson forseti þjóðræknisfélagsins, er setur hið 30. ársþing þess í Good- templarahúsinu á mánudaginn þann 21. þ.m., kl. 9:30 f.h. Mr. F. W. Crawford, Comptroller, University of Manitoba, Winnipeg, Manitoba. Dear Sir: I hereby offer to contribute the sum of One Thousand ($1000.00) towards the fund for the establishment of a Chair in Icelandic Language and Literature in the University of Manitoba. I would like to pay this amount in ----------yearly in- stallments. A cheque for the first payment in the amount of $-----------is herewith enclosed. It is my understanding that if the Chair is not established by June 17th, 1952, this money will be returned to me. Yours very truly,

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.