Lögberg - 17.02.1949, Blaðsíða 6

Lögberg - 17.02.1949, Blaðsíða 6
ð LÖGBERG, FIMTUDAGT.NN, 17. FEBRÚAR, 1949 Œttmaðuriim Eftir THOMAS DIXON, Jr. “Þetta má engin vita, við skulum afmá allan vott um þennan glæp. Pólk- ið heldur að við höfum farið til ‘Lovers Leap’ og fallið' fram af hömrunum, og nafn þitt verður altaf hreint og hlýtt í hugum þeirra — þú skilur — komdu við verður að flýta okkur —” Marion, með hiklausu áformi, og undursamlegri birtu sem blikaði í bláu augunum henn- ar týndi af sér spjarirnar sem rifnar höfðu verið í hengla, laugaði sig og fór í hvíta kjólinn sem hún var í þegar Ben Cameron kysti hana og kallaði hana hetju. Frú Lenoir, sópaði og hreinsaði her- bergið tók ritjurnar af klæðum Marion, og kaðalinn, sem hún var bundin með setti það alt í eldstæðið í húsinu og brendi. Síðan bjó hún sig eins- og, að hún ætlaði á göngutúr, læsti her- bergjunum og svo fóru þær báðar eftir götunni sem lá til “Lovers Leap.” Þegar þær komu að skógarröndinni stansaði frú Lenoir og leit til baka til litla, heimilisins í rósagarðínum: “Við skulum fara til baka örlitla stund — Ég ætla að skoða herbergið hans Henry og myndina af honum aft- ur.” “Nei, við erum á leiðinni til hans núna, — ég heyri að hann er að kalla á okkur í þoku ýringnum yfir björgunum.” sagði Marion — “Komdu við verðum að flýta okkur. Við megum ekki hika nú.” Þær gengu eftir dökkum skógar- göngunum, sem svo margar endurminn- ingar voru bundnar við, og sem skáldið, faðir Marion hafði kent þeim að unna, og ílýttu sér til samkomu staðar — elskendanna. Á hamra brúninni stansaði frú Len- oir, um hana fór óstyrkur og kvíði, dróg sig til baka og stundi upp.. “Ertu ekki hrædd, elskan mín?” “Nei, faðmlög dauðans eru mér kær- komin,” svaraði Marion. “Mig hryggir aðeins meðaumkvun þeirra sem unna okkur.” “Er enginn annar vegur? Við gætum farið þangað sem við erum óþektar.” Sagði móðir hennar. “Við getum aldrei flúið sjálfar okkur! Lífshugsunin, er mér kvöl. Það eru að- eins hatursmenn mínir, sem vildu að ég lifi. Gröfin er mjúk og köld, dagsljósið brennandi forsmán.” “Komdu til baka að sætinu í mínútu of lofaðu mér að tjá þér hve heitt ég ann þér,” sagði móðirin. “Lífið er enn yndislegt, á meðan að ég held í hendina á þér.” Á meðan að þær sátu saman í angist, barst til eyrna þeirra banjo tónar frá negra kofa neðan úr dalnum, blandaðir ruddalegum köllum, söngvum og dans- látum, en upp yfir banjótónana heyrðust þessar meiningarlausu ljóðlínur. Hænsin eta braudegið, svei, svei, svei; Bítur hundurinn þinn, nágranni? Nei, barn, nei. Það fór hrollur um frú Lenoir og hún þrýsti dóttir sinni enn nær sér. “Elsku, elsku barnið mitt! Ég allar mínar vonir, að enda hér — allar vonir mínar um lífsgleði og lífsfegurð þína?” Marion leit upp og þrýsti heitum kossi á varir móðir sinnar. “Með aðdáun sáum við þig vaxa,” hélt móðirin áfram, “frá haltrandi spor- um bamsins upp í undursamlega æsk- umey — sem alt á að enda í þessari and- styggilegu forsmán. Nei — Nei! Ég líð það ekki! Þetta er aðeins óttalegur draumur! Guð er miskunsamur.” Hún kraup niður faldi andlitið í kjöltu dóttur sinnar og grét sáran. Marion beygði sig og kysti á hár móður sinnar og strauk það með hendi sinni. Náttúran var að vakna af nætur svefni sínum og fyrsta kvak fuglanna boðaði nýjan dag: “Það er að morgna mamma; og við verðum að fara,” sagði Marion, “Ég get aldrei gleymt þessari svívirðingu, né heldur getur heimurinn það. Dauðinn er eina úrlausnin.” Þær gengu fram á bergsbrúnina og móðirin lagði handlegginn utanum dótt- ir sína. “Ó, barnið mitt, elskulega fallega barnið mitt—líf af mínu lífi, sál af minni sál!” Þær stóðu kyrrar um stund, eins og þær væru að hlusta á árniðinn fyrir neðan sig, og horfðu út yfir dalinn, sem geislar morgunsins voru að byrja að flæma næturskuggana úr. Og lengra í burtu sáu þær þá blika á bláfjöllunum. Nýr molludagur hékk yfir heimkynnum mannanna, og breiddi vængi sína, smátt og smátt út yfir láð og lög. Björt stjarna blikaði enn út í himin- geimnum, sem móðirin horfði stöðugt á. Skyldi andi hennar hafa séð geisla- punktinn ákveðnasta til að vilja lifa, á þessari örlagastund í boðskap stjörn- unnar, sem allar mannlegar ástríður beygja sig og þagna fyrir? Máske, því hún brosti. Dóttirin brosti líka; og með tengdum höndum stigu þær fram af berginu ofaní móðuna og dauðann. IV BÓK — KLU KLUX KLAN I Kapítuli LEITIN AÐ DÝRINU Aunt Cindy kom klukkan sjö um morguninn til að tilreiða mæðgunum morgunverð, en komst ekki inn því hús- ið var lokað og enginn heima. Hún hélt að þær hefðu ekki komið heim, en verið um nóttina hjá Camerons fjölskylunni, svo hún settist á tröppurnar fyrir fram- an húsið og beið nuddandi við sjálfa sig í klukkutíma, en fór svo til gestgjafa- húStTIs til að setja ofaní við frú Lenoir fyrir slíkt háttalag. Hún var vön að ganga óboðin inn í hús hjá Camerons, svo gerði hún í þetta sinn og rak höfuðið inn úr borð- stofydyrunum, þar sem Cameron fjöl- skyldan sat við morgunverð. Á leiðinni hafði hún hugsað sér, hvað hún ætti að segja og lét það undireins flakka. “Mér þætti gaman að vita hvað þetta á að þýða. Hvar er ‘Miss Jeannie’?” Ben spratt á fætur. “Er hún ekki heima hjá sér?” “Ég hefi beðið þar í tvo klukkutíma.” “Guð minn góður” sagði hann og rauk út, lagði skynidega söðul á Queen, og um leið og hann þaut á stað, kallaði hann til föður síns. “Minstu ekki á þetta við neinn fyri en ég kem til baka.” Þegar hann kom til heimilis, frú Lenoir leitaði hann hátt og lágt, en fann engin merki til glæpsins sem að hann óttaðist. Þar var alt í röð og reglu í her- bergjunum í húsinu. Hann leitaði vand- lega í gafðinum í kring um húsið, og við sedrustréð undir herbergisglugganum, sá hann spor eftir berfættan Negra. Því hann var strax vissum, að það gæti ekki verið eftir neinn hvítann mann, hæl- markið afturlanga, og yljarmarkið var hann viss um að væri Afríku þræla spor- mark. Hann mældi spormarkið ná- kvæmlega og fann svo dálitla fjöl sem hann lagði yfir það. Það var ekki ómögulegt að sporið væri eftir vanalegann hæsnaþjóf. Um það gat hann ekki verið viss, en það var þó þýðingarmikið atriði. Honum kom til hugar, að þær frú Lénoir, og Marion hefðu farið snemma á fætur og farði til “Lovers Leap”. Hann var kominn þangað eftir fáar mínútur, og brá mjög í brún er hann sá hatt Marion og vasaklút liggja þar á berginu. Queen snerti hattinn með snoppunni, lyfti upp höfðinu, leit út yfir hamrana og dahnn og kumraði. Ben spratt af baki, tók upp vasaklút- inn og sá fangastfina “M og L” í horn- inu á honum og hann vissi hvað lá á eyrinni niður við ána, eins vel og hann stæði við dauða líkamina. Hann bar vasaklútinn upp að vörum sér og kysti á fangastafina, krepti svo lófann utan um klútinn og hrópaði. “Gef mér, ó Guð, styrk til að gjöra skyldu mína, gagnvart ættfólki mínu.” Hann litaðist um, en sá ekki nein merki til ósamkomulags, eða annars verra, þar á staðnum. “Skyldi vera mögulegt að þær hafi farið of nærri bergsbrúninni og fallið yfir hana? Ben flýtti sér til baka og sagði föður sínum frá hvers hann hafði orðið vísari. Bað móðir sína, og Margréti að sjá um að fréttin um þetta bærist ekki út af heimilinu, þangað til þeir vissu, hvað fyrir hefði komið, svo fór hann, og faðir hans atfur á staðinn til frekari rann- sóknar. Þeir fundu líkamina á eyrinni rétt við ána. Marion hafði steinrotast og blár hringur hafði myndast í kringum höfuðið á henni þar sem hún lá. Líkami móðir hennar var enn eki kaldur. Hún var alveg ný dáin. Hún hafði dregið sig eftir sandinum og þangað sem líkami dóttur hennar lá, og dáið með höfuðið liggjandi yfir hálsinn á Marion, alveg eins og að hún hefði kyst hana góða nótt, og farið að sofa. Feðgarnir stóðu dálitla stund, ber- höfðaðir og steinþeygjandi svo sagði Cameron læknir: “Farðu til líkskoðarans undir eins og láttu han'n kalla saman kviðdóm sem þú velur mennina í, og komdu með þá hing- að strax, ég skal skoða líkin áður en þið komið.” Ben fór strax og tók líkskoðarann með sér á skrifstofu sínað lokaði dyrun- um og sagði honum fréttirnar, og rétti honum lista af mönnum sem hann hafði valið í kviðdóminn. “Ég verð að hafa tal af Lynch ríkis- stjóra fyrst” sagði líkskoðarinn. Ben lagði hendina á skammbyssuna sem hann hafði við hliðina á sér og sagði kuldalega: “Settu krossmark þitt á þessi skjöl sem ég hefi búið út fyrir þig og komdu svo undireins með mér og safnaðu þess- um mönnum saman. Ef að þú dyrfist að kveða einn einasta negra í þennan dóm, eða að segja eitt einasta orð, þá drep ég þig.” Negrinn þorði ekki annað, en að gjöra eins og honum var sagt. Kviðdómurinn, komst að þeirri nið- urstöðu, að mæðgurnar hefðu fallið ó- vart fram af hömrunum. Fjöldi hryggra vina og kunningja heimsóttu heimili hinna dánu daginn eftir, en það voru aðeins tveir sem vissu um hinn djöfullega tilgang sem ólli þess- ari tragedíu. Þegar líkin voru komin heim á hið fyrra heimili þeirra, fól Cameron lækn ir konu sinni og dóttur, að taka á móti gestum ,og sjá um að hann yrði ekki fyrir nokkru ónæði. En hann tók Ben með sér inn í herbergið þar sem líkin voru og læsti dyrunum. “Drengur minn, ég vil að þú sért sjónarvottur að tilraun sem ég ætla að gjöra.” Hann tók upp hjá sér mjög sterkann, franskann sjónauka. “Hvað í ósköpunum ætlarðu að gjöra?” Augu læknisins blikuðu með undra ljóma, er hann svaraði: “Finna þrælmennið sem framdi þennan glæp — svo við getum hengt hann til viðvörunar öllum mönnum til ystu takmarka veralarinnar, sýna þeim, og láta þá finna til máttar kynþáttar, sem aldrei verður yfirunninn.” “En þú finnur engin merki um það þrælmenni hér?” “Við skulum sjá,” sagði læknirinn og tempraði sjónaukann, “Ég held, að sjónauki, sem er nógu sterkur sýni myndina á augnahimnu þeirra, dauöu, af mannfjandanum sem þetta framdi eins og hún væri á spjald brend. Slíkar tilraunir hafa heppnast á Frakklandi. Ekkert orð, né heldur gjörðir mannanna eru týndar. Þýskur hermaður hefir svo undursamlegt minni að hann getur munað heilar latneskar bækur og haft þær yfir ásamt þýskum og frönskum bókum án þess að feila á einum einasta staf. Rússneskur liðsforingi hefir svo menn vita, munað nöfn á heilum fylking um, eftir að lesa nöfnin tvisvar yfir. Sálarfræðingar halda fram að ekkert af hugsunum mannanna glatist. M y n d i r hugans mótast áheilann eins og orð sem skrifuð eru á papír með ósýnilegu bleki. Svo held ég að sé um myndir, sem fyrir aug- un bar, ef maður leita þeirra nógu snemma. Ef að engin mynd, hefir fests á augum móðurinnar eftir að þessi verkn aður var framinn, þá held ég að þessi glæpsamlega brunamynd ’sé sjáanlega.” Ben horfði undrandi á athafnir föð- ur síns. Hann skoðaði fyrst augun í Marion með sjónaukanum, en í djúpi þeirra sá hann ekkert. “Ég var hræddur um þetta, að því er Marion snertir,” sagði hann. “Það er ekkert að sjá. Ég verð því að byggja von mína á móðurinni. í blóma kvennlegs þroska og þroskaðs lífsafls í hverri taug—” Hann horfði lengi í gegnum sjón- aukann í augu móðurinnar, reis upp og þurkaði svitann af andlitinu. “Hvað sérðu?” spurði Ben. Án þess að svara, og eins og í leiðslu leit hann aftur í sjónaukann og reis upp aftur, með hósta kjölti; sem honum var títt til, þegar að honum var mikið í hug og sagði lágt: “Horfðu í sjónaukann og segðu mér hvað þú sérð.” Ben leit í sjónaukann og sagði: “Ég sé ekkert.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.