Lögberg - 03.03.1949, Side 3
LOGBERCi. FIMTUDAGINN, 3. MARZ, 1949
3
Líkkistan hans Ah Kee
Framhald
Hann fór út úr vagninum
skamt frá skrifstofu Thompkins
og fór á lyftivél upp á níunda
hæð.
Fólkið starði á þennan ein-
kennilag gamla mann, og glotti
að honum þegar hann þrammaði
inn eftir ganginum að skrifstofu-
dyrum Thompkins og fór þar
inn.
“Ég þarf að finna Mr. Thomp-
kins” sagði hann við dyrastúlk-
una: “Gerið svo vel að segja hon-
um að Ah ee vilji tala við hann.”
“Já, ég skal vita hvort hann er
inni” svaraði stúlkan með efa-
blendni; svo ávarpaði hún ein-
hvern gegn um talsíman:
“Þakka þér fyrir sagði Ah Kee
þegar stúlkan hneygði höfuðið
steinþejandi; en hann vissi að
það mundi tákna að Thompkins
væri inni. Hann gekk að skrif-
stofudyrunum og sneri hurðar
húninum til þess að opna þær:
“Hvað er um að vera, Ah Kee?”
Spurði Thompkins: “Er Mrs.
Willard . . . ég átti við . . .” “Alt
er í bezta lagi’ svaraði Ah Kee
og talaði ensku, það mál hafði
hann lært þegar hann hlustaði á
skóla lexiur fyrir mörgum árum.
Thompkins brosti; og honum
virtist létta; hann benti Ah Kee
á stól skamt frá sér: “Fáðu þér
sæti; vinur minn,” sagði hann:
“Hvað er það nú sem þér liggur
á hjarta?”
Ah Kee hneig þreytulega nið-
ur á stólinn og dró silki veskið út
undan vestinu sínu, þar sem
hann hafði falið það:
“Ég ætla að biðja þig að kaupa
fyrir mig lífeyris tekjur handa
henni Mrs. Willard” sagði hann:
“Þú segir henni að þetta séu pen-
ingar, sem nýlega hafi fengist
fyrir part af eignum, sem maður-
inn hennar lét eftir sig handa
henni.”
Ah Kee var lítill vexti en það
var eins og hann stækkaði við
hvert orð, sem hann sagði og
dökku augun skásettu urðu öll
að einu djúpu brosi, ens og þau
voru vön að vera þegar hann
matreiddi eitthvað sælgæti
handa Tomma Willard í fyrri
daga.
Mr. Thompkins hlustaði eins
og hugsunarlaust, eftir stundar-
korn tók Ah Kee veskið sitt.
Hann taldi fram nýja og hreina
bréf peningana og fór nákvæm-
lega um þá með fingrunum til
þess að vera viss um að rétt væri
talið:
“Hver á þessa peninga? Spurði
Thompkins.
“Ég á þá” svaraði Ah Kee.
Thompkins hristi höfuðið:
“Veiztu hvað þú ert að gera?
spurði hann: “Þetta hlýtur að
vera algeiga þín.”
“Það er aleiga mín” svaraði
Ah Kee stillilega og strauk á sér
flétturnar, sem héngu niður um
herðar:
“Viltu nú gera það sem ég bið
þig?”
“Hlustaðu vel á það, sem ég
segi, Ah Kee.” Sagði Thompkins
vingjarnlega. “Þetta er ónauð-
synleg fórnfærsla. Mrs. Willard
getur verið hjá börnum sínum,
hún hefir dálitlar tekjur, það er
engin ástæða til þess að ræna
þig aleigu þinni einungis í því
skyni að hún geti haldið fast við
misskilið sjálfstæði.”
Ah Kee hengdi niður höfuðið:
“Þetta eru mínir eigin peningar”
sagði hann rólega: “Ég ræð því
sjálfur hvað ég geri við þá.”
“Ég geri þetta ekki.” Sagði
Thompkins.
“Víst gerirðu það” svaraði Ah
Kee með áherzlu. “Mrs. Willard
er mín fjölskylda. Ég hefi litið
eftir henni síðan hún var lítil
stúlka; ég á ekki langt éftir ólif-
að og ég ætla ekki að eyða pen-
ihgunum fyrir dýra kistu til þess
að hggja í þegar ég er dáinn.”
Hann hafði ekki hugsað sér að
hefna líkkistuna — orðin höfðu
þfokkið út úr honum alveg óvart
og bænasvipur breiddist yfir
hrukkótta andlitið.
Það var eins og lögmaðurinn
sæi þessa stundina alla innri til-
veru þessa hreinhjartaða og ó-
áleitna manns:
“Svo þú hefir þá dregið þetta
saman til þess’ sagði Thompkins
með viðkvæmni:
“Blessaður gerðu þetta fyrir
mig,” sagði Ah Kee í bænarrómi.
Mr. Thompkins hneigði höfuðið
þegjandi til samþykkis. Hann
þagði stundarkorn og sagði síð-
an: “Ég skal líta eftir því fyrir
þig.”
“Það er gott” sagði Ah Kee, og
brosti í fyrsta skifti:
“Með þessu móti getur hún
haldið heimilinu og haft nóg til
þess að lifa á alla sína tíð.”
“En hvað verður um þig?”
spurði Thompkins.
“Um mig!” Sagði Ah Kee og
skelli hló: “Það er engin þörf að
bera áhyggjur vegna mín, öllu
er ráðstafað mér vivíkjandi!”
Svo stóð hann upp:
“Vertu sæll Mr. Thompkins”
sagði hann:
“Vertu sæll Ah Kee” sagði
Thompkins.
Kínverjinn sveiflaði höfðinu,
tók upp tómt veskið sitt og fór
út. Hann var einkennilega
ánægður yfir því að hafa lokið
erindinu og fengið þessu fram-
gengt. Honum fanst hann ekki
hafa gert annað en það, sem hver
fjölkyldulimur hlyti að gera
undir sömu kringumstæður.
Hann var svo ánægður að það
veitti honum verulegan styrk.
Lum Kai flutti líkkistuna heim
að húsinu og leit eftir því að lík
Ah Kee væri sómasamlega búið
greftrunina. Hann flutti kín-
verska bæn í hálfum hljóðum
og fylgdi öllum reglum sam-
kvæmt hinum fimm lagaboðum.
Athöfnin átti að fara fram
samkvæmt kristnum siðum af
virðingu við Mrs. Willard; en
Lum Kai vissi að hinn gamli vin-
ur hans hefði kosið að orðin
væru á máli hans eigin þjóðar,
þess vegna mælti hann þau á
Kínversku í hálfu hljóðum.
Að því búnu kallaði hann á
fjöskylduna til þess að vera við
aðal athöfnina.
Enn þá var ómögulegt að gizka
á það hve gamall Ah Kee væri.
Hann hefði getað verið ungling-
ur eftir útlitinu að dæma; það
var nú svo slétt og unglegt. Frið-
samt bros lék um varirnar og
litlu hendurnar voru krosslagðar
á brjóstinu. Hann var fötum,
sem hann hafði sjálfur valið sér
fyrir mörgum árum, og hárflétt-
urnar lágu niður vinstri öxlina.
Enginn feldi tár við jarðarför-
ina; allir vissu að Ah Kee hefði
fallið það ílla. Aðeins var flutt
stutt ræða og einn sálmur sufig-
inn. Að því loknu var kristan lát-
in aftur og látin í þunga stóra
viðarkassann. í honum átti að
flytja líkið til Kína — þar átti
aðal jarðarförin að fara. fram.
Það var víst að margir syrgj-
endur mundu verða við jarðar-
förina hans Ah Kee, og ættingj-
ar hans mundu syrgja hann
hjartanlega og bera hina dýpstu
virðingu fyrir honum þar sem
hann lá í þessari dýrðlegu eilífð-
arhvílu. Kistan var úr fáguðum
Mahóní viði og skreytt gullgljá-
andi kopar og hreinu silfri —
Átta sterkir menn áttu nóg með
að bera hana.
Þrátt fyrir alt þetta hefði hon-
um ef til vill, fallið enn þá betur
athöfnin, sem fór fram í Canada
sökum þess að þar var alt Will-
ard fólkið: Tommi og Dick og
Clarice og Agnes og fjölskyldur
þeirra allra — og svo um fram
allra aðra var þar hin veikburða,
hruma og aldra kona Mrs. Will-
ard.
Mr. Thompkins hafði ekki get-
að þagað yfir leyndarmálinu;
hann hafði farið á fund Lum Kai
og fengið allar upplýsingar hjá
honum, síðan hafði hann sagt
Business and Professional Cards
SVAR
í fréttagrein sinni sem birtist
í Lögbergi þann 20. janúar þ.á.
tekur Sveinn Guðmundsson
vandamál Vancouver borgar til
athugunar og hrósar happi yfir
sigri Non-Partisan flokksins í
síðustu bæjarkosningum sem
fram fóru þann 8da desember
s.l. Minnist hann stuttlega á fjöl-
hæfni og atorku þeirra stór-
menna sem sigrandi gengu af
hólmi undir merkjum Non-
Partisan flokksins en aftur á
móti tekur hann óþyrmilega í
lurginn á C.C.F. sinnum og telur
að þeim væri skammar nær að
hafa menn í vali sem vit og skiln-
ing hefðu á almennum málefn-
um og vandamálum bæjarins.
Telur Sveinn það hina mestu
fjarstæðu að slíkt mannval sem
G.C.F. sinnar hafa á að skipa
geti vonast eftir atkvæðum kjós-
enda. Bendir hann einnig á hætt-
una sem af því gæti stafað að
hleypa slíkum ómentuðum og ó-
reyndum manneskjum inn í
Hvíta Húsið í Vancouver.
Af því ég er einn af þessum
fákunnandi og óreyndu fram-
bjóðendum sem í vali vóru und-
ir merkjum C.C.F. flokksins þá
álít ég að ég hafi rétt til að svara
þessari grein Sveins okkar. Ég
er ekki að efast um að Sveinn
hafi kynnt sér málin rækilega,
aflað sér allra upplýsinga og
sótt fundina þar sem málefnin
vóru rædd frá báðum hliðum.
Mr. Proctor og Mrs. Showler eru
nú tveir nýjir öldurmenn undir
merkjum Non-Partisan flokks-
ins. Getur Sveinn nú t.d. sagt
okkur hvaða hæfileika og þekk-
ingu og reynslu þeir hafa fram
yfir Grace Mclnnes og aðra
frambjóðendur C.C.F. flokksins?
Getur hann líka frætt okkur um
hvaða andans yfirburði að Mr.
Thomson (Non-Partisan) hefir
yfir Mr. Alsbury (C.C.F.)? Þar
sem Sveinn nú ræðir þessi mál-
efni með slíkri staðfestu og
myndugleika þá ætti hann að
geta frætt okkur dálítið um þau
vandamál sem nú bíða úrlausnar
í Vancouver. Ætli að þá mundi
ekki koma upp úr kafinu að Non-
Partisan flokkurinn hafi með
íhaldsemi sinni og athafnaleysi
algerlega brugðist og hángi í
valda sessi eingöngu
fyrir það að meir en
helming bæjarbúa er neitað um
atkvæðisréttindi. Aftur á móti
hafa þeir sem í vali vóru fyrir
hönd C.C.F. flokksin barist fyrir
velferðarmálum bæjarins um
mörg undanfarin ár og mörgu
góðu til leiðar komið.
Ég geri ráð fyrir að í næstu
fréttagrein sinni muni Sveinn
leiðrétta það sem hann hefir far-
ið rangt með, eins og t.d. það að
ALLIR frambjóðendur Non-
Partisan flokksins hafi verið
kosnir, og að C.C.F. frambjóð-
endur séu altaf neðst á blaði.
Ég er reiðumúinn hvenær sem
er að bappræða þau vandamál
sem á dagskrá vóru í síðustu
kosningum við alla þessa and-
ans stóru menn sem Sveinn er
að hæla, jafnvel Mr. Thomson
fógeta sjálfan, væri þá fróðlegt
fyrir Svein að standa álengdar
og hlusta á.
Magnus Elíason
ísfirðingar missa veiðar-
færi vegna hafíss
Frd fréttaritar Timans á Isafiröl
Allmikill hafís er kominn hér
á fiskimið bátanna, allt vestur
að Dýrafirði. Misstu nokkrir ís-
firzkir bátar töluvert af línum
sínum í gær vegna íssins.
Tíminn, 5. febrúar
Willard fólkinu alla söguna og
það hafði alt tekið höndum sam-
an og keypt fallegu líkkistuna
með silfurhöldunum.
Þannig endaði því æfi Ah Kee
að hann fékk sína hjartfólgnustu
ósk uppfylta og komst aftur
heim til Kína til eilífrar hvíldar.
SIG. JÚL. JOHANNESSON
þýddi.
Mrs. Thora (Þóra)
Frederickson látin
1893—1948
Hún andaðist að heimili sínu
í Glenboro 16. desember s.l; hún
veiktist 19. nóvember og hafði
verið rúmföst, en fregnin um
andlát hennar kom sem þruma
úr heiðskýru lofti, og setti marg-
an hljóðann, því hún var kona
á besta aldri. Hún var eiginkona
Hr. F. Frederickson, kaupmanns
í Glenboro. Hún var fædd í Hóla-
bygðinni N. Austur frá Glen-
boro 1893; foreldrar hennar vóru
Jón Sigurðson frá Hvalsá í
Hrútafirði, dáinn í Winnipeg
1899, og kona hans Siguríður
Helgadóttir Hallgrímssonar fró
Kristnesi í Eyjafirði, dáin 2.
nóvember 1934.
Þóra átti heima í Glenboro nær
alla æfi, aðeins var hún 2 ár með
foreldrunum í Winnipeg laust
fyrir aldamótin, hún var fríð
kona, yfirlætislaus, áhugsöm og
dugleg, og í öllu sæmdarkona.
Hún vann með áhuga í ísl.
kvennfélaginu og Söfnuðinum,
og ánnari félagsstarfsemi meðal
íslendinga í bænum, og lagði
gott til allra mála.
Hún giftist eftirlifandi manni
sínum 1916, var það með afbrigð-
um farsælt hjónaband, heimilið
var hennar helgasti reitur. Börn
þeirra voru 4.
1.) C. Turner, nafnkunnur
flugmaður, skotinn niður yfir
Þýskalandi í síðasta stríði eftir
að hafa faríð 26 flugferðir yfir
óvinalöndin, með miklum orð-
stýr.
2.) Verna, Mrs. H. Wilton, Sin-
clair, Manitoba.
3. ) Allan, starfar við verzlan
föður síns, og
4. ) Elvina heima. Einnig á hún
fjögur systkini á lífi. Mrs. Lysett
í British Columbia, Olgeir, Otto
og Victor í Glenboro.
Jarðarförin fór fram þann 21.
og var afar fjölmenn, kistan var
þakin blómum frá vinum og ætt-
ingjum, og margir gáfu í Blóma-
sjóð Kvenfélagsins til að heiðra
minningu hennar. Séra Eric H.
Sigmar jarðsöng og séra W. R.
Donogh prestur United kirkj-
unnar mælti nokkur orð. Söng-
flokkurinn söng fagurlega, Að
einginmanni, börnum og ástvin-
um er hér mikil harmur kveðinn;
tjáum vér þeim samhygð vora í
þeirra djúpu sorg.
G. J. OLESON
Dr. Helgi Pjeturss
látinn
Dr. Helgi Pjeturss, einn þekkt-
asti vísindamður og heimspek-
ingur íslendinga, lézt s.l. föstu-
dag að heimili sínu í Reykjavík;
hafði hann legið rúmfastur, fyrst
á Landakotsspítala og síðar
heima hjá sér, frá því í fyrra
vor, er hann féll og lærbrotnaði.
Dr. Helgi Pjeturss fæddist í
Reykjavík 31. marz. 1872; gekk
í latínuskólann og varð stúdent
1891; háskólanám stundaði hann
í Kaupmannahöfn, varð cand.
mag. í náttúrufræði og landfræði
1897, en 1905 varði hann doktors-
ritgerð sína, og var hún um jarð-
fræði íslands.
Vísindastarfsemi dr. Helga
Pjeturss var umfangsmikil, og
má segja, að hann hafi komið ís-
lenzkri jarðfræði í nýtt horf.
Hann fór rannsóknarför til
Grœnlands 1897, en ritgerðir
hans hafa birzt á 50 stöðum á 4
málum, en auk þess verið þydd-
ar á frönsku og pólsku. Var hann
héiðursfélagi í hinu íslenzka
náttúrufræðafélagi.
Á síðari árum hneigðist hugur
dr. Helga Pjeturss mjög að
heimspeki og dulspeki, og setti
harin fram skoðanir, sem eiga
marga áhangendur hér á landi.
íslendingur, 2. feb.
SElKiRK METAL PRODUCTS LTD.
Reykháfar, öruggasta eldsvörn.
og ávalt hreinir. Hitaeining, ný
uppfynding, spaxar eldivið,
heldur hita.
KELLT SVKINSSON
Slmi 54 358.
187 Sutherland Ave., Wlnnápeg.
S. O. BJERRING
Canadian Stamp Co.
HUBBER & METAL STAMPS
NOTARY & CORPORATE SEALS
CELLULOID BUTTONS
324 Smilh Sl. Winnipeg
Phone 924 624
Office Ph, 925 668 Res, 404 319
NORMAN S. BERGMAN, B.A., LL.B.
Barrister, Solldtor, etc.
411 Childs Bldg,
WINNIPEG CANADA
447 Portage Ave, Ph, 926 885
Manitoba Fisheries
WINNIPEG, MAN.
T. Bercovitch, framkv.stj
Verzla I helldsölu me6 nf'jan og
frosinn fisk.
303 OWENA STREET
Skrifst.síml 25 355 Heima 55 463
DR. A. V. JOHNSON
Dentiat
606 SOMERSET BUILDING
Telephone 97 932
Home Telephone 202 398
Talsími 925 826 Heimilis 53 893
DR. K. J. AUSTMANN
Bérfrœöingur i augna, eyma, nef
og kverka sjúkdómum.
209 Medlcal Arts Bldg.
Stofutími: 2.00 til 6.00 e. h.
DR. ROBERT BLACK
BérfrœBingvr i augna, eyma,
nef og háJssjúkdómum.
401 MEDICAL ARTS BLDG
Graham and Kennedy St.
Skrifstofuslmi 923 851
Helmaelml 403 794
EYOLFSON’S DRUG
PARK RIVER, N. DAK.
islenzkur lyfsali
Fðlk getur pantaC meOul og
annaC með pðsti.
Fljðt afgreiðsla.
A. S. B A R D A L
848 SHERBROOK STREET
Selur llkklstur og annast um Qt-
farir. Allur útbúnaður sá bezU.
Ennfremur selur hann allskonar
minnlsvarða og legsteina.
Skrifstofu talsfml 27 324
HelmlUs talsfmt 26 444
Dr. P. H. T. Thorlakson
WINNIPEG CLINIC
St Mary’s and Vaughan, Wpg.
Ph, 928 231
Phone 924 981
H. J. H. PALMASON
and Company
Chartered Accountants
219 McINTJRE BLOCK
Winnipegv Canada
Phone 49 469
Radio Service Speciallsts
ELECTRONIC LABS.
H. THORKELSOB, Prop.
The most up-to-date Sound
Ecfuipment System.
180 OSBORNE ST„ WINNIPEG
JOHN A. HILLSMAN.
M.D.. Ch. M.
«27 Medlcal Arts. Bldg.
OFFICE 929 349 Home 403 288
Phone 724 944
Dr. S. J. Jóhannesson
SUITE 6 — 652 HOME ST,
594 A«rn«MB St.
Viötalatíml 3—5 eftir hðuleirt
DR. E. JOHNSON
304 EVELINE STREET
Selkirk, Man
Offlee hrs. 2.30—6 p.m
Phones: Offlce 26 — Re». 280
Offlce Phone Res Phono
924 762 726 115
Dr. L. A. Sigurdson
528 MÉDICAL ARTS BLDG.
Offlce Hours: 4 p.m.—6 p.m.
and by appolntment
Drs. H. R. 4 and H. W.
TWEED
Tannlœknar
406 TORONTO QEN. TRUST8
BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith St.
Phone 926 952 WINNIPEG
Dr. Charles R. Oke
Tannlœknir
For Appointments Phone 924 908
Office Hours 9—«
404 TORONTO GEN. TRU8T8
BUILDING
283 PORTAGE AVE
Wlnnipeg, Man.
SARGENT TAXI
Phone 722 401
FOR QUICK RELIABLB
SERVICE
4---------------
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
308 AVENUE BLDG WPG
Fasteignasalar. Leigja hús. Ot-
vega penlngalán og eldsábyrgð.
blfreiðaábyrgð, o. s. frv.
Phone 927 538
Andrews, Andrews,
Thorvaldson and
Eggertson
Lögfrœöingar
209BANK OF NOVA SCOTIA BG.
Portage 09 Garry St.
Phone 928 291
GUNDRY PYMORE
Limited
British QuaUty Fish Vetting
58 VICTORIA ST„ WINNIPEG
Phone 98 211
Manager T. R. THORVALDBOB
Sour patronage will be appreclated
CANADIAN FISH
PRODUCERS, LTD.
J H. PAQE, Managing Direetor
Whoieeale Distributors of Fr»h
and Frozen Fish.
311 CHAMBBRS STREET
Offlce Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir.
Keystone Fisheries
Limited
404 SCOTT BLK, Slmi 925 227
Wholesale lHstributors of
FRESH AND FROZEN FI8H
Bns. Phone 27 989 Kes. Phone J« 151 J
Rovaizos Flower Shop
Our Specialtles
WEDDING CORSAGES
COLONIAL BOUQUETS
FUNERAL DESIGNS
Mrs. 8. J. Rovat.ro«. Proprietrcas
Formerly Robinson Sc Co.
253 Notre Dame Ava
WINNIPEG MANITOBA