Lögberg - 03.03.1949, Page 4
4
LÖGBÉRG, FIMTUDAGINN, 3. MARZ, 1949
Hostorg
Gefið út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
- 6 95 SARGENT AVENUE, WINNIFEG, MANITOBA
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 21 804
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið—Borgist fynrfram
The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada.
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
RÆÐA THOR THORS SENDIHERRA
jlutt á þingslitajundi þjóðrœknisjélagsins í
Fyrstu lútersku kirkju, 23. jebrúar 1949.
Herra forseti — Góðir íslendingar.
Nú líður brátt að lyktum þessa þings, þessa góðra
vina fundar íslendinga í Vesturheimi.
Hingað hafa komið vinir víðsvegar að og mundu
þeir þó fleiri hafa orðið ef veðráttan hefði eigi válynd
verið og færðin erfið. Enn hefir það sýnt sig að íslend-
ingar láta eigi örðugleikana yfirbuga sig, og þeim er
sóknin eðlilegri en undanhaldið. Við hjónin hófum notið
þess innilega að dvelja með ykkur undanfarna daga og
við munum fara héðan af þessu þingi auðug mörgum
fögrum endurminningum, sem munu reynast ógleyman-
legar. Seta okkar á þinginu hefir einnig glætt trúna á
að málstaður ykkar muni sigra og að þjóðræknin muni
ganga í arf kynslóð eftir kynslóð á meðan menn dá
karlmensku, dugnað og drengskap, og telja það dáð að
færa fögrum máistað fórnir starfa og framlags.
Það er augljóst mál — það þýðir aldrei að afneita
veruleikanum, siíkt er aðeins sjáifsblekking og góðum
málstað til einskis gagns. — en það er augljóst mál,
að þeim hlýtur að fara fækkandi, er nota íslenzkuna
sem hið daglega mál, en vonandi verður það ætíð stór
hópur manna sem skilur ritar og talar íslenzku sín á
milli. Frá hinum nýja kennarastóii í íslenzkum fræðum
við háskólann hér koma vonandi þau öfl og áhrif, er
megna að verða hinni ungu kynslóð leiðarhljós til að
tryggja sér lykilinn að auðslindum menningar feðranna
og bókmentum.
Það hefir verið siður þeirra fulltrúa er að heiman
hafa komið, að lofsyngja ísland eitt, mér finnst ég hefði
eigi rækt erindi mitt á þennan fund ykkar ef ég léti með
öllu ónotað tækifærið til að lýsa aðdáun minni á hinu
nýja kjörlandi eða föðurlandi ykkar. Ég hefi átt þess
kost að ferðast nokkuð víða um Canada, einkum að
austanverðu, en einnig vestur við Kyrrahaf og jafn-
framt að koma við á sléttunum þar mitt á milli og hríf-
ast af fegurð landsins. Meira er þó um vert að minnast
þeirra auðæfa, sem í landinu búa bæði við sjó og í sveit.
Og eigi skal fólkinu gleymt.
Það hefir orðið hlutskifti mitt að kynnast ýmsum
af helstu forráðamönnum þessarar ungu þjóðar á ýms-
um alþjóðlegum ráðst^t'num og ég hefi veitt því athygli
hvers álits þeir njóta þar, og hversu oft mannvit og
málamiðlun þeirra héfir ráðið farsællegum lyktum
margbrotinna vandamála.
Canadíska þjóðin er ung, en hún er sterk og ég
veit og sé að vegur hennar og völd munu fara vaxandi
í heiminum. Ung og sterk þjóð, sem býr í landi mikilla
auðslinda, hlýtur og að vera þess megnug að skapa sín-
um börnum farsæld og hamingju.
Mér er ánægja að minnast þess að á þingum sam-
einuðu þjóðanna og öðrum alþjóðlegum ráðstefnum,
hefir nær ætíð farið svo að Canada og ísland hafa átt
samleið og óumbeðið og óumtalað hefir atkvæði þeirra
oftastmær fallið eins bæði í smáum málum og stórum,
í einstökum atriðum og í heild. Er ekki þetta sönnun
andlegs skyldleika?
Ég minnist þess einnig hversu vingjarnlegar mót-
tökur og alúðlegar mér voru búnar í höfuðborg Canada
er ég fyrir rúmlega ári afhenti embættisskjöl mín sem
fyrsti sendiherra íslands í Canada.
Utanríkisráðherrann þáverandi, núverandi for-
sætisráðherra, St. Laurent tók mér sem gömlum vini.
Við vorum málkunnugir frá fyrri fundum sameinuðu
þjóðanna.
Er við gengum sameiginlega á fund landstjórans,
hans hágöfgi Viscount Alexander of Tunis, lét land-
stjórinn mjög hlýleg ummæli falla í garð íslendinga í
Canada, um menningu þeirra, manndóm og afrek í hinu
nýja landi og hollustu þeirra við hina Kanadísku þjóð.
Fanst mér þá sem endra nær sómi að skyldleikanum við
Vestur-íslendinga.
Mér er ánægja að skýra ykkur frá því, góðir áheyr-
endur, að þess verður nú ekki langt að bíða að Canada
skipi sendiherra á íslandi, og tel ég það vera sönnun
þess, að stjórn Canada vilji sýna íslandi sóma og efla
við það viðskifti og vináttu.
Eins og heimi nú er háttað, er Canada og ísland
nánustu nágrannalönd, hamingjan gefi að þessi land-
fræðilega lega verði aldrei til þess að löndin verði notuð
í ófriði sem fjandsamlegar herstöðvar gegn hvoru öðru.
í friði og ófriði munu leiðir Canada og íslands liggja
saman. —
Hér eru mættir allmargir fulltrúar handan landa-
mæranna, frá Bandaríkjunum, hinu mikla heimsveldi.
Mér er ánægja að segja þeim og öðrum frá því að þau
8Yz ár sem ég hefi starfað að hagsmunum íslands þar
hefi ég ætíð mætt fyllsta skilningi á málefnum íslands.
Bandaríkin hafa viljað efla okkar hag og vilja skilja
okkar aðstöðu í heiminum. Þeim er það ljóst, að okkar
hjartfólgnasta ósk er að eiga land okkar einir og njóta
Minni íslands
Flutt á íslendingadagshátíð Seattle Islendinga, að
Silver Lake, Washington sunnudaginn 1. ág. 1948
af DR. RÚNÓLFI MARTEINSSYNI
þess einir í friði. Það eru hávær-
ar raddir á íslandi sem reyna að
ala á tortrygni og jafnvel fjand-
skap milli íslands og Bandaríkj-
anna og þá jafnframt milli ís-
lands og allra annara lýðræðis-
ríkja. En íslenzka þjóðin er
raunsœ. Hún lítur á staðreyndir
í framkomu annara þjóða í okk-
ar garð og dæmir eftir því. Hún
lítur einnig á það hverjar þjóðir
aðhyllast hugsjónir lýðræðisins
— því að lýðræðishugsjónin er
hverjum sönnum íslending í
blóð borin -— og hún skipar sér
með yfirgnæfandi meirihluta í
fylking með þeim þjóðum, sem
játa og þjóna þeim hugsjónum
og kenningum, sem okkur eru
kærastar. En hitt skal vitað að
land vort eigum við sjálfir og
viljum altaf einir eiga. Við tök-
um undir með skáldinu Einari
Páli Jónssyni, sem sagði við okk-
ur í gærkveldi.
“Að eiga sig sjálja að öllu til
er aðalsmark hverrar þjóðar.”
Eitt af þeim málefnum, sem
þetta þing hefir látið til sín taka
er sambandið við ísland, enda er
það eitt höfuð markmið félags-
ins að treysta vináttuböndin.
Það hafa verið samþyktar tillög-
ur í þessa átt á þinginu. Ég vil
víkja að einni. þeirra. Það eru
auknar heimsóknir ykkar til fs-
lands, þær tel ég stórkostlega
þýðingarmiklar. Barátta ykkar,
aðstaða og ást ykkar á gamla
landinu verður þjóðinni heima
öllu ljósari fyrir það. Fólkið
heima finnur til með ykkur og
það finur að þið finnið til með
því. Á fyrri árum komu þeir öðru
hvoru heim, Arni heitinn Eggert-
son, Rögnvaldur heitinn Pétur-
son, að ógleymdum Ásmundi P.
Jóhannssyni, sem við vonum enn
að sjá heima. En nú á síðustu ár-
um eru það einkum þrjár slíkar
sendifarir en ég tel mjög þýðing-
armiklar. Það er för Dr. Richard
Beck árið 1944 er hann var full-
trúi ykkar við stofnun lýðveldi-
sins. Flutti hann mál sitt og ykk-
ar af krafti og mælsku, fór víða
og var allstaðar vel fagnað. Það
þarf eigi að eyða mörgum orðum
að því að lýsa með hvaða dugn-
aði Dr. Beck rækti þetta erindi
sitt. Önnur geysimerkileg og
áhrifarík sendiför var koma rit-
stjóranna Einar Páls Jónssonar
og Stefáns Einarssonar og þeirra
ágætu kvenna, ásamt Gretti Jo-
hannsson ræðismanni og hans
ágætu konu. Þau fóru öll einnig
víða um land og voru hvarvetna
mestu aufúsugestir. Þeim tókst
að opna augu margs landans fyr-
ir högum ykkar og tryggð og bar-
áttu. Þegar þau komu heim
skýrðu þau í ítarlegu máli frá
ferðum sínum og lýstu fyrir ykk-
ur hinu nýja Islandi. Þetta var
einstök för og áhrifa hennar
mUn lengi gæta bæði leynt og
Ijóst á íslandi og hérna megin
hafsins. Þriðja merkisförin var
dvöl séra Valdimars J. Eylands
og fjölskyldu hans eins árs skeið,
er lauk síðastliðið sumar. Það
var auðvitað fyrst og fremst
hinn nýji söfnuður séra Valdi-
mars, sem sérstaklega naut starfs
hans, en áhrif komu hans náðu
um land alt. Ræður hans í útvarp
ið, í áheyrn alþjóðar, vöktu
hrifningu og séra Valdimar
tókst að knýta föstum böndum
kirkju íslands og hennar menn
við kirkjufélög ykkar hér.
Mér er kunnugt um það að
koma séra Valdimars varð til
þess að vekja athygli íslendinga
á trúarlífi ykkar og vekja virð-
ingu fyrir kirkjulífi ykkar, sem
vissulega mætti verða okkur til
fyrirmyndar, — Slíkar ferðir
þurfa að verða fleiri. Að því ber
okkur heima að stuðla.
Mér virðist sem eitt af höfuð
viðfangsefnum þjóðræknisfé-
lagsins og allra samtaka íslend-
inga hér vestan hafs hljóti að
verða það, að ná einnig til unga
fólsins, sem á ætt sína til íslands
að telja, en hefir fyrir rás við-
buðanna og ofurþunga elfu um-
Island! Hljómur orðsins er
fagur, og þótt nafnið sé kalt,
hikar samt ekki Jón Thoroddson
við að syngja:
“Ó, jögur er vor fósturjörð
um jríða sumardaga,
er laujin grænu litka börð
og leikur hjörð í haga;
en dalur lyftir blárri brún,
mót blíðum sólarloga,
og glitrar jlötur, glóir tún,
og gyllir sunna voga.”
Og meir en þúsundára ást
þjóðarinnar, sem þar býr, hefir
flutt nafninu yl. svo að, af
hrærðu hjarta geta allir sannir
íslendingar, hvar í heimi, sem
þeir búa, af heilu og hrærðu
hjarta sungið:
- “Ó, jögur er vor jósturjörð.”
fsland! Með því tákna ég land
og þjóð. Til þín, ísland, mænum
vér á þessari stundu. Hvað sem
knúði oss eða feður vora til að
setjast að í annari heimsálfu,
segjum vér af hreinu hjarta:
'Tsland þig elskum vér.”
Island! í því orði er hugar-
hreifing og hjartataugar. Þar
hvílir mergð endurminninga. Alt
þetta birtist í ljóði Stephans G.
Stephansonar, er hann segir:
“Gamla ísland, ættland mitt,
ægi girt og jjöllum:
rétt að nejna najnið þitt
nóg er kvœði öllum!
Hljómar instu óma þá
allra ræktar tauga;
stolt og vonir víxlast á,
vöknar nærri um auga’
Ég hefi verið beðinn að flytja
minni íslands á þessari hátíð
Seattle Islendinga. Einn þeirra
góðu manna, mintist mín með
hlýleik í vestur-íslenzku blöðun-
um, og sagði meðal annars, að ég
væri sannur íslendingur. Orðið
er fállegt, og gjarnan vildi ég
vera það, en hvort sem mig
skortir mikið eða lítið til þess
að verðskulda þá umsögn, tel
ég það gagnlegt að athuga orðið.
Eftir skilningi mínum felur það
hverfisins eigi megnað eða ósk-
að að vernda íslenzka tungu. Við
höfum ekki ráð á því að glata
þessu fólki frá þjóðræknisstarf-
inu. Ást þeirra og hrifningu á
fornum menningararfi þarf að
glæða. Það er unnt að vera stolt-
ur af því að vera íslendingur eigi
aðeins á íslenzku, heldur einnig
á Ensku og í rauninni á hvaða
tungumáli sem er. Það er hugur-
inn og hjartað sem ráða því sem
tungan segir, en eigi öfugt.
Eitt sinni, er ég var að flytja
ræðu um ísland í einni stórborg
Bandaríkjanna kom amerísk
kona í ræðustól að minni ræðu
lokinni. Hún sagði: “ísland
stendur mér altaf fyrir hugskots-
sjónum sem jólatré á toppi ver-
aldarinnar (“Christmas tree on
the top of the World.) Þetta var
hrífandi samlíking — það er
fallegt að hugsa sér jólatré, þak-
ið hreinum hvítum snævi. En ef
rökkva tekur þarf að kveikja á
jólatrénu. Þá þarf ótal kertaljós.
Hver íslendingur, hvar sem hann
fer, hvar sem hann í fylking
stendur, er eitt lítið ljós á jóla-
trénu. Ekkert ljós mál slokkna.
En því aðeins slokkna ljósin, að
við hættum að rækja skyldur
vorar. Við heima skyldum beina
starfi voru fyrir okkar þjóðfé-
lag, en þið, ef þið bregðist sjálf-
um ykkur, ykkar þjóðfélagi, eða
glatið metnaði ykkar af því að
vera íslendingar, þá slokkna
ljósin. — Við skulum láta ljósin
lifa og ljóma skært — hátt frá
norðri. —
Að svo mæltu vil ég árna hinu
þrítuga félagi Islenzkrar þjóð-
rækni, allar heilla og blessunar á
langri ófarinni leið.
Fjallkonan mun fylgja ykkur
og vernda.
tvent í sér. Orðið sannur er í
beinni mótsetningu við orðið
sviksamur. Þegar einhver maður
er nefndur sannur jslendingur,
er með því sagt það, að hann
skreyti sig ekki með stolnum
fjöðrum, að framkoma hans,
segi satt um það, sem honum býr
í brjósti, að hann tali sannleika,
þegar hann þykist hafa mætur
á því, sem íslenzkt er. I öðrulagi
felst í orðatiltækinu, sannur ís-
lendingur, samsafn af því, sem
er verulega gott og göfugt, í eðli
og framkomu íslendingsins í
þúsund ára sögu hans. Til þess
að vera sannur íslendingur
skortir mig mikið. Til dæmis er
ég fátæklega til fara hvað ís-
lenzkt mál snertir.
En ég get hugsað nokkuð um
hinn sanna Islending frá al-
mennu sjónarmiði, sérstaklega
með tilliti til íslendingsins í
Vesturheimi. Það veit ég, að
sannur Islendingur reynist ekki
ódrengur landinu, sem hann hef-
ir valið, eða þá foreldrar hans,
sér til samfélags — í þessari
heimsálfu. Sagt er að góður son-
ur sé líklegur til að verða sann-
ur, kærleiksríkur eiginmaður.
Vér elskum land og þjóð, sem
vér höfum hér eignast.
Á hinn bóginn er það sannleik-
ur, að göfugur eiginmaður,
hversu heitt sem hann ann eig-
inkonu sinni, gleymir ekki móð-
ur sinni. Ekki heldur viljum vér
Vestur-fslendingar, gleyma móð-
ur vorri, íslandi. Ég trúi í því að
ég tali fyrir munn þeirra, þegar
ég segi, eins og frjálsborinn
sonur sameiginlegrar móður
vorrar, með orðum íslenzkra
skálda:
“Þú ert vor móðir kær,”
“Þú gamla mæra móðurgrund,
vér minnumst þín á gleði
stund;”
“Því þú ert vor móðir, vort
minninga land
ísland, móðir og minninga-
land.”
Þótt ég væri aðeins ungur
drengur, er ísland hvarf augum
mínum, þótt ég hafi aldrei séð
Island síðan, lifir samt nokkuð
af íslandi í minningum mínum.
Það sem ég hefi lært um Island
síðan fléttast saman við minn-
ingarnar, og þótt ég hafi enga
tilhneigingu til að ausa ofhrósi
yfir Island, er þar margt sem
vekur aðdáun mína.
Engin tilraun verður hér gjörð
til að mála nokkra heildarmynd
af lífi Islendinga. Það verða að-
eins örfáir drættir, gripnir af
handahófi, eftir því sem þeir
koma í hugann. Það eitt er mér
áhugamál að segja sannleikanrt.
Forðast vil ég að láta nokkurt
þjóðarbdramb villa mér sýn, eða
hrekja mig áfréttri leið.
Ein mín skýrasta minning,
sem ég á frá bernsku minni, á
móðurgrund, er baðstofulífið.
Fátækleg var baðstofan og það,
sem í henni var; rúm við rúm
undir súðinni beggja vegna í
meiri hluta baðstofunnar.
Strompur var þar til að hleypa
út íllu lofti, en gluggar voru
aldrei opnaðir. Þar borðaði fólk-
ið og þar svaf það. Undir bað-
stofunni var kúafjósið. Nærri
aldrei var ofn í baðstofunni.
Önnur hús voru þar áföst, veggir
úr torfi og grjóti, með torfþök-
um. Eldhúsið var óskaplegast:
eldavélin ekki annað en opnar
hlóðir úr grjóti. Undantekningar
frá þessum hýbýlum voru á
höfðingjasetrum og í kaupstöð-
um, en alment voru almúgabað-
stofurnar, eitt um alt jsland með
sama sniði. Sem betur fer, er
nú orðin stórkostleg breyting á
húsakynnum um alt land.
Hver, sem ekki þekti til, gæti
tæpast ímyndað sér andlegt
líf í þessu moldargreni, íslenzku
baðstofunni. Hver er þá sann-
leikurinn? Einmitt sá, að ís-
lenzka baðstofan var þjóðarskól-
inn, og á ég ekki einungis við
það, að þar var börnum kent að
lesa, draga til stafs, kent kverið
og stundum eitthvað í reikningi.
Ég veit, að til voru skólar sem
kendu dýrmæt fræði í Skálholti,
Odda, Haukadal, á Hólum,
Bessastöðum, og síðast í Reykja-
vík, en ég held mér samt við það
baðstofan var mentaskóli ís-
lenzkrar alþýðu.
Það atvikaðist þannig, að á
kvöldin, þegar útistörfum var
lokið, búið að kveikja á þeim
ljósum, sem föng voru á, og fólk-
ið flest sat við tóvinnu, var einn
fenginn til þess að lesa; bundið
eða óbundið mál. Þar voru ljóð t
lesin, rímur kveðnar, fornsögur
og aðrar sögur lesnar ásamt öðr-
um bókum. Guðs orð var einnig
haft um hönd; hugvekjur lesnar,
frá veturnóttum til langaföstu,
Passíusálmar sungnir á föstunni,
lestur í postillu lesinn á sunnu-
dögum. Við þetta fékk fólkið
mikið af veraldlegum og andleg-
um fróðleik, og jafnvel betra en
alt annað: þetta leiddi til um-
hugsunar og samræðu, efldi
skilninginn, örfaði hugsunina,
mentaði fólkið. Þegar alt er tek-
ið til greina var þarna dásamleg
mentastofnun. Fólkið sjálft var
þyrst í fróðleik og andlegt líf, og
almenningur notaði eina tæki-
færið sem unt var að eignast.
Þetta hélzt öld fram af öld, svo
aldrei sloknaði ljós mentunar
og menningar á Islandi.
Næst virðist fara vel á því að
minnast á þær sérstöku stofnan-
ir, sem nefndar voru skólar. Að
þeim hefir þegar verið vikið.
Þeir sigldu beint í kjölfar, krist-
indómsins á íslandi. Kristni var
þar lögtekin árið 1000, og laust
eftir miðja 11 öld' voru skólar
þegar komnir á fót og farnir að
leggja rækt við menningu kirkj-
unnar og síðar einnig þjóðleg
fræði. Skóli Jóns biskups Ög-
mundsonar á Hólum, svo að
segja í upphafi 12. aldar, var sér-
staklega lífþrunginn að áhuga
fyrir fróðleik, kirkjulegum og
þjóðlegum. Áhrif skólanna héldu
við andlegum eldi með þjóðinni.
Með siðabótinni var vakin ný
alda andlegs-máttar.
Mestur merkisberi hennar var
Guðbrandur biskup Þorláksson.
Þegar athuguð er öll fátæktin
á íslandi í þá daga, og að prent-
listin var svo tiltölulega ný, er
það nærri ótrúlegt að Guðbrandi
skyldi auðnast að gefa út alla
Biblíuna þar, árið 1584, með
þeirri frábæru fegurð og list sem
það verk var af hendi lesyt.
Prestastéttin íslenzka fékk
mentun sína í þeim fáu skólum
sem til voru í landinu, að við-
bættu því framhaldsnámi, sem
þeir, á síðari öldum fengu í há-
skólanum í Kaupmannahöfn.
Ýmislegt var að prestastéttinni
fundið, en það mun þó satt vera,
að þeir voru ljósberar kristilegr-
ar menningar út um allar sveit-
ir, kennarar, oft góðir bændur,
stundum læknar, sveitarhöfð-
ingjar, leiðtogar fólksins. Stund-
um voru þeir frábærir prédikar-
ar eins og Jón biskuð Vídálín
sannar. Merkan Únítara nú lið-
inn, heyrði ég segja það, er hann
kom úr ferð til íslands, að ekkert
land myndi hafa betri presta-
stétt en ísland.
En einna undraverðast í sögu
presta fslands er það, hve vel
sumum, má vera mörgum þeirra
tókst að varðveita lærdómsand-
ann hjá sér, þrátt fyrir marg-
þætt störf og stundum erfið kjör.
Séra Sigurðu faðir Jóns Sigurðs-
sonar, kendi syni sínum allan
latínuskólalærdóm, og með þeim
lærdómi leysti Jón af hendi
fullnaðarpróf mentaskólans.
Annað dæmi er séra Bjarni
Sveinsson, faðir séra Jóns
Bjarnassonar. 1 búskaparstriti
[Frh. á bls. 5)