Lögberg


Lögberg - 17.03.1949, Qupperneq 2

Lögberg - 17.03.1949, Qupperneq 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 17. MARZ, 1949 Sextíu ára afmæli stúknanna “Heklu” og “Skuldar” I.O.G.T. 22. nóvember, 1948 Kæru tilheyrendur, bræður og systur, sem hafið heiðrað okkur með heimsókn ykkar á þessum tímamótum. Ég býð ykkur öll velkomin og vona að þessi kveldstund verði ykkur öllum minni- stæð. Okkar dyr eru æfinlega opnar þeim, sem þangað vilja koma í okkar bræðra og systra félag, sem hefir mörg hundruð þúsund meðlimi meðal tuga þjóða. Ég veit að allar þjóðir heims- ins bíða óþolinmóðar eftir ein- beittum úrskurði í friðarmálun- um. Flest fólk er áhyggjufult og svart sýnt á yfirstandandi tím- um. Þrát fyrir þetta eru Good- templarar bjartsýnir, þó þeir séu fyrirlitnir og lítils virtir. Heims menning okkar horfist í augu við ógæfuna. Samt er hún ekki alls kostar dæmd til eyðileggingar, eins lengi og nokkur von er um sigur. Janfvel nú þegar baráttan sýnist á yfirborðinu vera svo að segja vonlaus, stöndum við Goodtemplarar í miðri fylking- unni óskelfdir og stefnum beint á móti óvinunum. Stúkurnar Skuld og Hekla hafa gert það í sextíu ár og hafa margan sigur- inn unnið. Hver er ástæðan til allrar þessarar bindindis hreifingar í heiminum? Það eru áhrif og af- leiðingar áfengis nautnarinnar. Til samanburðar er það næsta fróðlegt að skoða aðstöðu þjóð- anna gegn áfenginu og áhrifum þess á þá, sem þess neyta. Það er við slík tækifæri í svo stórum stíl að þeir verða sýnilega ölvalir. Fyrir 2000 árum var það talinn höfuðglæpur meðal Aþenuborgarmanna ef yfirvald sást ölvað og rómversku ræðis- mennirnir höfðu vald til þess að víkja þeim mönnum burt úr öldungaráðinu, sem létu sjá sig ölvaða. Nú munu Þing ymsra þjóða leggja fram lítilsháttar fé til efl- ingar bindindi. Þetta hefur átt sér stað hér hjá okkur. En á sama tíma láta sömu stjórnarvöld sér sæma það að þiggja í ríkissjóð- inn ágóðann af áfengis sölunni og áfengis tollinn, sem sína mestu tekju grein. Fyrir 2000 (tvö þúsund) árum gaf Lykurgos konungur í Þrakíu út lög er skipuðu svo fyrir að höggva skyldi og uppróta allan vínvið, og dómi hans fylgdi mörgum öldum síðar annar þjóð- höfðingji— Þetta var þeirra vín- banns aðferð. í dag er það alment álit að fróðlegt að bera saman áfengis- mest af hinum svonefndu fínu nautnina eins og hún er nú og hún var fyrr meðal helztu þjóða heimsins fyrir þúsundum ára. Nú á tímum þykir það sjálf- sagt að alt fljóti í áfengi þar sem þjóðhöfðingarjar og þeir sem þeim standa næstir koma saman í veizlum eða öðrum fagnaði. Jafnvel æðstu mennirnir og full- trúar þjóðanna, telja sér það enga vansæmd að neyta áfengis víntegundum sé drukkið af höfð- ingjum þjóðanna, er svo nefnast. Fyrir 2000 (tvö þúsund) árum höfðu Spartverjar þarm sið að fylla þræla sína rækilega einu sinniá ári; leiddu þeir síðan börn sín og unglinga þangað, sem þrælamir voru til þess að sýna þeim greinilega hvernig áfengið færi með þá, sem þess neyta, sýna þeim hvernig það gerir TIL KAUPENDA LÖGBERGS og HEIM5KRINGLU Frá því var nýlega skýrt í báðum íslenzku blöðunum vestan hafs, að verð æfiminninga, sem færu yfir 4 ein- dálka þumlunga, yrði frahnvegis reiknað 20 cents á þumlunginn; þetta er að vísu ekki mikill tekju auki, en þetta getur dregið sig saman og komið að dálitlu liði. Aðrar auglýsingar kosta 70 cents eindálka þumlungur. Fyrir samskotalista reiknast 50 cents á þumlunginn THE COLUMBIA PRESS LIMITED THE VIKING PRESS LIMITED ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Manitoba Birds LONG-BILLED CURLEW Numenius americanus parvus The largést of our waders, varying considerably in length owing to the growth of the long, decurved bill. All below pale pink-bluff, lightening to cream on throat and face. Flanks lightly striped with brown which extends sparsely ácross breast and more thickly and finely up and around neck to face and crown. Above, dark brown and pink- bill. Is pink in color under the wings. Dislribulion—North America. Breeds along southern border from British Columbia to south-western Saskat- chewan. The powerful flight on long, pointed wings; clear-cut distinctive outline, long sickle-bill extended and buff, mottle and bars on lower parts. Distinctions—The long, curved bill and buffy coloration. Field Marks—Large size, buff color and long decurved legs trailing; and clear, musical whistle, make this a notable bird. The call is sometimes mistaken for that of the Willet. Other notes resemble those of the Upland Plover. I As these birds alight they run along the ground a few yards, with wings raised straight over their backs. Nesting—Build nests on uplands some distance from water. This space contributed by Shea's Winnipeg Brewery Limited MD-229 myndarlegt og gott fólk að auð- virðilegum dýrum. í dag láta ungir mentamenn, leiðtoga efni þjóðanna sér það sæma að sitja við áfengis drykk- ju; Já, jafnvel ungar stúlkur, og þær ekki altaf úr lægsta flokki mannfélagsins gera það sama. Fyrir 2000 (tvö þúsund) árum Massílíu menn og Rómverjar- lögðu hýðingu við slíku þar sem ungir menn og ungar konur áttu hlut að máli. Þannig var litið á þetta á þeim tímum. “Fjölnismenn” Munu hafa séð hættuna, sem vofði yfir ungum mentamönnum Islands, þegar þeir stofnuðu bindisfélag sitt í Höfn 1842. Það félag barst heim til íslands seinna meir; og þó það yrði ekki mjög langlíft, þá varð það til þess að mörg smá bindindis félög voru stofnuð á Fróni, bæði í bæjum og sveitum. Ég tilheyrði einu slíku bindind- isfélagi í Miðfirði í Húnavatns- sýslu í þrjú eð fjögur ár. Við urðum fyrir miklum ónotum hjá þeim, sem þótt sopinn góður. Þegar gifting fór fram eða jarð- arför, þá var oft mikið drukkið. En svo kom Good Templara Reglan. Hún var stofnuð í Iþöku í New York 1852. Fyrsta stúkan á Islandi var stofnuð á Akureyri 10. janúar 1884 af norskum manni, sem Ole Lead hét; Stofn- endurnir voru aðeins 12. Hversu mikið gott sú félagsstofnun hef- ur leitt af sér, á það getur enginn gizkað; stúkan var nefnd Isafold. Einn meðlimur hennar kom hingað vestur og gerðist stofn- skrár meðlimur stúkunnar “Hekla” Það var Ólafur Þor- geirsson. Seinna varð hann einn af stofnendum stúkunnar “Skuld”. Hekla var stofnuð 22. desember 1887, en Skuld 27. september 1888. Hér var áður stórstúka og ein undirstúkan, sem henni tilheyrði, “v&r Brit- anía”, stofnuð 1873. Meðlimir ís- lenzku stúknanna náðu fljótt sætum í stórstúkunni og mest- um yfirráðum þar, og erindrekar á hástúku Þingið hafa verið meðlimir Heklu og Skuldar síð- an árið 1908, þá var systir Guð- rún Búason kosin hávaratempl- ar. Hún sótti aftur hástúku Þing í Hamborg á Þýzkalandi árið 1911. Síðan hefi ég verið. eftir- maður hennar, enda á ég henni að þakka það hversu hátt ég hef komist á Reglunni. Hverju hefir Reglan afskastað í Manitoba og annarstaðar? Vinbann var á dagskrá áður en Fylkjasambandið fékst. Hin svonefndu Dunkinlög voru sam- þykt 1864 og Scottslögin 1878. Þau leyfðu atkvæðagreiðslu um vinbann í sveitum og voru hvorutveggja mikið notuð í Austur Kanada. Arið 1884 var það alment álit- þingsins í Ottawa að eina ráðið til Þess að bjarga Þjóðinni frá drykkjuskap, væri það að semja frumvarp til vínbannslaga, til þess að fólkinu gæfist kostur á því að greiða atkvæði um það. Við þetta lagðist mikið verk upp í hendurnar á Good Templara reglunni. 23. júlí 1892 voru greidd atkvæði um vínbann í Manitoba og komum við út með sigri frá þeirri orustu: Með áfengis banni voru 19.637 at- kvæði en á móti 7.115, eða 12.522 í meiri hluta með banninu. Lög- in voru þó aldrei sett í gildi. Þá voru atkvæði greidd í allri Kanada 29. september 1898 um áfengisbann og eins var það sam- þykt með miklum meiri hluta. Þá voru í Manitoba 12.419 at- kvæði með banninu, en 2.978 á móti eða: 9.441 meiri hlut með. Þessu frumvarpi var einnig laumað upp á hylluna. í júlí mánuði 1899 hafði aftur- halds flokkurinn bannmálið á stefnuskrá sinni og lofaði því að ef hann kæmist til valda þá skyldi fylkisstjórnin lögleiða vínbannið ef stjórnarskráin leyfði það. Þetta var auðsjáan- lega kostingar beita. Þann 7. des- ember 1899 fóru fram kosningar og liberal stjórnin tapaði. Aftur- halds flokkurinn vann. Vínbanns málið var vel vakandi þá í Mani- toba; Við höfðum unnið þrisvar sinnum við atkvæðagreiðluna. 1 janúar mánuði 1900 tók aft- urhalds flokkurinn við völdum og 11. júní var vínbanns málið tekið á dagskrá, en 14. júní gert að lögum, sem áttu að öðlast gildi ári síðar, eða 1. júní 1901. Voru Voru þessi lög nefnd: “McDon- alds lögin. Var það rætt fram og aftur í þinginu hvort fylkið hefði vald til þess að samþykkja þessi lög. Niður staðan varð sú að í febrúar 1901 var það ákveðið að lengja tímann þangað til júní 1902. Og fara með lögin til Eng- lands og láta leyndarráð Breta skera úr því, hvort stjórnarskrá Kanada leyfði fylkinu að sam- þykkja þau. Þann 22. nóvember 1901 gaf hæstiréttur Kanada út þann úr- skurð að fylkið hefði fullan rétt til þess að semja og samþykkja McDonaldslögin. En um þetta leyti höfðu orðið stjórnar for- manns skifti; Hugh John Mc- Donald var farinn, en R. Roblin kominn í staðinn. Þann 12. janúar 1902 kom Robert Rogers með þá skipun frá stjórninni að önnur atkvæða- greiðsla skyldi fara fram áður en þessi lög yrðu sett í gildi. I sam- bandi við þetta klofnaði bindind- is fylkingin í tvent. Fjöldi folks sat heima og greiddi ekki atkvæði-skoðaði þetta sem hvern annan glæpsamlegan skrípaleik. Atkvæðagreiðslan fór fram 2. apríl 1902 og fór þannig. Með lög- unum voru greidd 15.607 atkvæði en á móti 22.464, uðru því bind- indmenn í 6.857 minni hluta. Þann 23. apríl var haldinn fundur meðal þeirra er bezt höfðu barist með bannlögunum, hét það félag; “Dominion Alli- anoe”. Þar var borin upp sam- þykt eftir farndi staðhæfing.” Að í allir sögu Manitoba fylkis hefðu aldrei þekst við nokkra atkvæðagreiðslu önnur eins svik, mútur, meinsæri, persóunfölsun og lagabrot eins og við þessa.” Nú hafði áfengis verzlunin fengið gir undir báða vængi. Vínsöluleyfum fjölgaðr ár frá ári þangað til árið 1909 að farið var að leyfa klúbbum að selja áfengi og árið 1912 voru þeir orðnir 16; þessar stofnanir voru vernd- aðar af stjórninni, og höfðu sum- ir þeirra miður gott orð á sér en svo að segja ómögulegt að rannsaka þá, þar sem stjórnar vernd var nálega almáttug þegar til þess kom. Þann 17. efbrúar 1908 sagði Hon. Mr. Rogers á Þingi í Winni- peg að drykkjuskapurinn þar í borg væri því að’ kenna að þar væri 300—400 leyni vínsölu krár. 17. júní sama ár lýsti T. M. Daly lögregludómari því yfir, að vín- sölulögin væru brotin á hverjum einasta klukkutíma sólar hrings- ins í Winnipeg. Á þessu tímabili fór oft fram atkvæða greiðsla í ýmsum hér- uðum víðsvegar um fylkið, og sumar þessar sveitir höfðu vín- bann innan sinna eigin tak- marka. Um þetta leyti var það, sem eftirfarandi vísa var ort um mig: “Bakkusar þá brysti vörn, batna myndi stjómarfar, ef viö hefðum Arinbjöm allstaðar við kosningar.” Vísan var ort af Gunnari Goodmundson fasteignasala. Þá til heimilis í Winnipeg. Við Goodtemplarar tókum mikinn þátt í þessari vínbanns baráttu í sveitunum, var það oft ervitt og óvinsælt og baráttan oft og einatt næsta persónuleg; hugsuðu sumir meira um per- sónulega vináttu en um málefn- ið sjálft. Á Manitoba þinginu 1913 fór stór og alvarleg nefnd Bindindis félaganna á fund forsætisráð- herrans í fylkinu Hon. R. P. Rob- lins, með einarlega en kurteisa bænarskrá undirskrifaða af 20.- 000 manns, þar sem þess var krafist að Manitobabúum yrði leyft að greiða atkvæði um áfengisbann í fylkinu. Forsætis- ráðherrann stakk þessari bæna- skrá undir stól og neitaði að leyfa atkvæðagreiðsluna. Þá tóku leiðtogar bindindis fé- laganna það ráð að fá menn til þess að fara á fund allra félaga- deilda, bæði kirkna og annara, og leggja málið fyrir þær. Voru öll þessi félög beðin að skrifa þingmanninum hvert í sínu kjör- dæmi, brýna fyrir honum hvaða skyldur hann hefði gaganvart kjósendum sínum. Meiri hluta vetrarins var unnið að þessu starfi; en það hreif. Hon. Thom- as H. Johnson þingmaður fyrir mið Winnipeg sagðist hafa svar- að yfir 200 bréfum. Þann 27. marz 1914 samþykti frjálslyndi flokkurinn eftir far- andi tillögu: “Sökum þess að frjálslyndi flokkurinn gerir sér grein fyrir hinum íllkynjuðu áhrifum, óreglu og siðferðisspill- ingu sem áfengisnautnin hefir í för með sér, sérstaklega áfeng- issala í drykkjukránum og sú regla, sem orðin er algeng að menn bjóða hverir öðrum inn í drykkju stofurnar til þess að hversu mikill gróði var í þvi að auka verzlun sína og brutu þannig lögin í stórum stíl. En í staðinn fyrir það að stinga þeim í tukthúsið fyrir lögbrotin, voru þeir að eins sektaðir, en við þetta fjölgaði þeim stórum, því sektirnar námu ekki nema litl- um hluta af ágóða lögbrotanna; það liggur í augum uppi að fjár- hagslegur hagnaður er í því að stela eða ræna $1000 ef þjófur- inn eða ræninginn fær að halda þýfinu að undanskildum litlum hluta þess. Þetta sáu áfengis- verndararnir, þeir tóku sig því til og stofnuðu “hófsemdar fé- lag”!! Hér voru tveir hálaunaðir menn, annar þeirra var þjónn ölgerðarmanna, en hinn þjónn þeirra sem sterkari drykki fram- leiddu. Þessir menn unnu af mesta kappi að því að reyna að eyðileggja áhrif vínbannslag- anna. Bannið hafði breiðst út um landið og hafði nú verið lögleitt í fleiri fylkjum. Öll áherzlan var lögð á það að vinna Manitoba til að byrja með. Starfsmenn brennivínsvaldsins unnu á meðal drekka — með þetta fyrir augum endurtekur liberal flokkurinn þá yfir lýsingu að hann er í fullu samræmi við bindindis fé- lögin og bindindismálið; flokk- urinn skuldbindur sig til þess, þegar hann kemst til valda, að semja og samþykkja löggjöf, er afnemi drykkjukrárnar. Skulu þessi lög vera undirbúin af við- urkendum bindindis fulltrúum, og skulu lögin borin undir þjóð- ar atkvæði, og sett í gildi tafar- laust ef meiri hluti fólks greiðir atkvæði með þeim. Frjálslyndi flokkurinn skuldbindur sig einn- ig til þess að fylgja fram þessum lögum og sjá um það af fremsta megni að þeim verði hlýtt.” Liberalar unnu kosningarnar 1914 og mynduðu stjórn; þeir ákváðu að atkvæði um vínbann skyldi fara fram 13. marz 1916, og yrði það samþykt skyldu lög- in ganga í gildi 1. júní 1916. At- kvæðagreiðslan fór sem hér seg- ir: Með banni 56.484, á móti 26.- 502; meiri hluti með banni 23- 982. Lögin voru leidd í gildi eins og flokkurinn hafði lofað og leið ekki á löngu þangað til miklar breytingar komu í ljós til hins betra: Árði 1915 voru 4.154 menn kærðir og fundnir sekir um drykkjuskap, 1916 voru þeir 3.114 en 1917 aðeins 1.085. Frá árinu 1913 til ársins 1917 fækkaði þeim sem kærðir voru um drykkjuskap í Manitoba um 82%. Árið 1921 (1. febrúar) bannaði Kanada stjórnin innflutning áfengis; við það minkaði aftur drykkjuskapurinn og fangelsins tæmdust, svo lokað var þremur tukthúsum af fimm í Manitoba og var sú saga sögð að einungis hefði verið einn maður tekinn inn í annað þeirra um jólin. Þrátt fyrir þetta er reynt að telja fólki trú um það að vín- bannið hefði mishepnast; það er svartasta lýgi, sem hugsast get- ur. Þess verður að gæta að fram- leiðsla áfengis var aldrei liönn- uð, var bannlögunum mikið ábótavant að því leyti. En til þess að bann komi að fullum notum, verður tilbúningur áfeng- is að vera bannaðir. Áfengissal- arnir sáu það að lögunum var ekki fylgt í mörgum tilfellum. Þeir sem höfðu selt heima tilbú- ið áfengi í smáum stíl áður en vínbannið komst á, sáu það nú, verkamanna félaganna og varð nokkuð ágengt. Ég fór austur til Ottawa á fund við verkamanna Ráðherra og hann ráðlagði sín- um mönnum að vera lausir við þetta svonefnda hófdrykkju fé- lag. Þá tóku þessir áfengissendl- ar það ráð að beita vopnum sín- um meðal heimkominna her- manna og með aðstoð þeirra tókst þeim að stofna þetta hóf- semdar félag sitt, er þeir nefndu “Moderation League”; og sökum þess að stjórnin hafði hlíft þess- um lögbrjótum , sem áfengi bjuggu til heima hjá sér, gafst brennivínsliðinu tækifæri til þess að benda á drykkjuskapinn sem af heima eitrinu stafaði og kendi það vínbannslögunum. Þetta svokallaða hófsemdar fé- lag, fór fyrir Manitoba þingið og hélt áfram starfi sínu bæði þar og annarsstaðar þangað til það fékk samþykt lög, er kölluð voru “Moderation League Act” Að því búnu fór fram atkvæðagreiðsla í fylkinu um þessi lög, og var það undantekningarlaust sá versti bardagi sem ég hefi tekið þátt í. Ég ferðaðist í gamalli Ford bif- reið, og voru með mér þrjár kon- urú; við ferðuðumst þannig í þrjár vikur og héldum fund á þrjátíu og tveimur atkvæðastöð- um, í fylkinu og unnum í þrjátíu stöðum en töpuðum aðeins á tveimur. Margar af þessum sveit- um hafa héraðs bann enn þann dag í dag. Konurnar sem með mér ferð- uðust voru þessar: Mrs. Dr. Brown hljómleikari, Mrs. Blath- erwick einsöngavari og Miss Gordon ræðukona. Atkvæðagreiðslan fór fram 22. júní 1923 um það að stjómin tæki að sér alla áfengissölu. Með því greiddu atkvæði 107.609, en á móti 68.879; meiri hluti var því 38.730. Aftur voru greidd atkvæði um sölu á öli og var það stílað á þessa leið: “Hvort vilt þú held- ur ölsölu í glösum eða flöskum.” Þetta töldu margir bindismenn og bannvinir ekkert annað en jnýjan skrípaleik og fóru ekki á atkvæðastaðinn og nú er það aðal ástæðan fyrir því að nú höfum við þessar öldrykkjustof- ur um allan bæinn og víðar, sem er undantekningarlaust það versta fyrirlLomulag, sem nokkru (Frh. á bls. 3) KAUPENDUR LÖGBERGS OG HEIMSKRINGLU Á ISLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang, kr. 25.00 fyrir hvort blað. Dragið ekki að greiða blöðin. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐM UNDSSON Mávahlíð 37, Reykjavík.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.