Lögberg - 26.05.1949, Blaðsíða 6
6
LÖGBÉRG, FIMTUDAGTNN, 26. MAÍ, 1949
FORRÉTTINDI
Eftir GILBERT PARKER
J. J. Bildfell þýddi. — Ljóöin í þessari sögu eru
þydd af Dr. Sig. Júl. Jóhannessyni.
“Ef að hann fer á hótelið hans
Karlamagnúsar til þess að tala meira
við hana Suzan, þá á ég ekki von á að
honum haldist lengi á þessu augnagleri
sínu,” tók Rouge Gossline fram í.
“Hver segir að hann hafi verið á
hótelinu hans Karlamagnúsar?” Spurði
Jean Jolicoeur.
“Hann var þar fjórum sinnum í síð-
astliðnum mánuði, og hún Suzan þreyt-
ist aldrei á að tala um hann síðan. Þeg-
ar að hann Narcisse Bovin og hann
Jacques Gravel koma riiður ána, þá er
honum betra að hafa sig á burtu, og
halda sig í burtu frá Cóte Dorion,”
hreytti Rouge Gossline út úr sér.
“Það er nú löng og stutt saga —
skyldi ég segja!”
Rouge Gossline helti í sig úr brenni-
víns glasi sem hann hélt á og áréttaði
það með köldu vatni.
“Ég skal segja þér, að þú þekkir ekki
herra Charley Steele,” sagði Jean Joli-
coeur, snéri sér á hæli, og kinkaði kolhn-
um.
IV KAPÍTULI
Charley verður nokkurs vís
Það var einn heitan dag, mánuði
síðar, að Charley sat í skrifstofu sinni,
starði framundan sér og var að reykja
vindling. Fyrir utan giuggann hjá hon-
um heyrðist skrölt í vögnum sem fóru
eftir götunni og blandaðist saman við
köll blaða drengjanna, sem hrópuðu “La
Patrie! La Patrie! Allt um stríðið á
Frakklandi! allt um blóðbaðið!”
Klukkna hljómur heyrðist og, því
það var verið að hringja til giftingar og
hljómfegurð klukknanna, eins og köll
blaðadrengjanna var í fyllsta óSamræmi
við daginn, því loftið var heitt og þungt.
Charley Steele leit upp, og út í glugg-
ann á skrifstofu sinn, Maple tré ox fyrir
utan gluggann og fól lim þess útsýni í
gegnum gluggann, að nokkru og laufin
aðeins bærðust í skugganum frá sjálf-
um sér. Hann horfði fram hjá trénu,
yfir torgið sem hitageislarnir brotnuðu
á, og til kirkjuturnsins þar sem verið
var að hringja kirkjuklukkunum — til
kirkjudyranna sem prúðbúið fólk kom
út um og gekk glaðlegt til vagna sinna,
eða þá að það raðaði sér á stéttina til
að bíða eftir að brúðhjónin kæmu út, í
hinn nýja umheim sinn.
Charley horfði á fólkið í gegnum
augnagler sitt hugsandi, hallaði höfðinu
lítði eitt út á hlið í spurulli athugun, og
um varir hans lék uppgerðarlegt bros.
Innan lítillar stundar béygði hann sig
lítið eitt á fram og augnaglerið féll af
auga hans. Hann þreifaði eftir því, tók
það í hönd sér blés á það, og þerraði
það með vasaklút sínum og setti það
aftur upp. Hann horfði beint yfir torgið
á konu í grændropóttum kjól, sem horfði
framan í mann í rauðum einkennisbún-
ingi sem hjá henni stóð, og sem var
dálítið hærri vexti en hún, þau voru
glæsilegar persónur og á þeim hvíldu
augu margra annara, en Charley
Steeles, í sumu af því augnaráði var for-
vitni, í sumum fyrirlitning, en í sumum
hrygð. En augnaráð þess fólks var hulið
fyrir Charley Steele — hann sá ekki
framaní það — hann sá aðeins tvær
persónur — konu í grændropóttum kjól
og manninn í rauða einkennisbúningn-
um. Eftir litla stund bar hann hepdina
upp að auga sér og þrýsti augnaglerinu
að auganu, settist á stól, vætti varirnar,
sem voru þurrar, með tungunni, tók
augun af konunni í grændropóttakjóln-
um og manninum í rauða einkennis-
búningnum, en lét þau hvíla á trjálauf-
unum grænu sem voru fyrir utan glugg-
ann hjá honum, og breytti útsjóninni
frá einhverju köldu og ógeðþekku, að
því sem veglegt var og vingjarnlegt, og
fram af vörum hans brutust tvö orð:
“Kathleen! Kathleen!”
Af hljóðfalli þessara orða hefði verið
ervitt að segja hver hin sanna meining
þeirra var, því í því var spurningar
hreimur, ásamt óljósum efa og ótta-
kend. Andlitssvipur hans gaf engar
upplýsingar — hann var eðlilegur
hreinn og fastur. Einu svipbrygðin sem
um gat verið að ræða, í lífi þessa manns,
eða sjáanleg voru í auga hans á bak
við augnaglerið sem nú var, þrýst fast
að auga hans, var djúp óróans, sem var
í ákveðinni andstöðu við alt hið ytra út-
lit hans — varir sem nautna þráirí var
stimpluð á hégóma hneigðin, sem klæða-
burðurinn bar með sér, og skrautgirn-
ina sem gullhringarnir á hendi hans
gáfu til kynna.
Að síðustu dró hann þungt andann,
smjattaði kæruleysilega og vonbrygðis-
lega — og sneri sér að litla skápnum,
sem var á bak við hann. Það ýskraði
í stólnum sem hann sat á. Þegar hann
sneri sér, hann ypti öxlum og um hann
fór eins og hrollur, og hann stappaði á
gólfið með hælunum. Úr skápnum tók
hann flösku með víni í, heltá úr henni
í lítið vínglas og saup úr því, í einum
teig. Og þegar að hann setti flöskuna
aftur inn í skápinn, sagði hann eins og
hálf utan við sig “Kathleen!” Hann
færði sig aftur að skrifborðinu og þrýsti
með uppgerðar áhuga á rafbjöllu, sem
tengd var við skrifborð hans. Skrifari
hans kom undir eins inn til hans.
“Segðu honum herra Wantage að
ég vilji finna hann snöggvast.”
“Hr. Wantage fór til kirkju — til að
vera við giftingua,” svaraði skrifarinn.
“Ó, jæja. Kemur hann ekki á skrif-
stofuna aftur eftir miðjan daginn?”
“Jú áreiðanlega herra.”
“Einmitt. Þetta nægir.”
Skrifarinn fór, en Charley reis á fæt-
ur, lauk upp skúffu, og tók úr henni bæk-
ur og skjól og lagði á borðið hjá sér.
Settist svo niður og tók að athuga bæk-
urnar og skjölin vandlega og af og til leit
hann á bréf sem hafði legið opið á skrif-
borðinu hjá honum, bar saman skjölin
bækurnar og bréfið. Lagði fingurnar á
tölulið í einni kóbinni. Tók bréfið enn
á ný og lás það, svo settist hann upp í
stól sínum, augnaglerið datt frá auganu
á honum og roði blygðunarinnar lagðist
yfir andlit hans og honum fylgdi sektar
meðvitund — sektarmeðvitund sem
hann átti enga hlutdeild í sjálfur per-
sónulega. Honum varð orðfall í svip, svo
stundi hann upp: “Billy! Billy! Guð minn
móður!”
V KAPÍTULI
Konan í grændropótta kjólnum.
Roðinn var enn á kinnum Charley
Steele þegar að hurðinni á skrifstofu
hans var lokið upp og kona hans sem
klædd var í grændropóttan silki kjól
kom inn. Charley reis á fætur án þess
að segja orð gekk á móti henni og bauð
henni sæti. Hann sá undireins að hún
var í íllu skapi, hún var rjóð í framan,
viðmótsstygg og þokki hennar ólíkur því
sem þeirri persónu var vanur að fylgja.
Hann sá að hún var bæði hrygg og reið,
því að titringur var á vörum hennar svo
ákveðinn, að það sást í snjó hvítar tenn-
urnar við og við.
Með bendingu afþakkaði hún sætið
sem hann bauð henni. Hún leit á bæk-
urnar og skjölin sem lágu á borðinu og
leit spyrjandi augum á hann, og mis-
skildi roðann sem var á andliti hans og
sagði, með biturleik og fyrirlitning:
“Hvaða þræll að þú ert.”
“Sjáðu hvítann mann vinna!” sagði
hann góðlátlega.
Hann ýtti blöðunum kæruleysislega
til hliðar á borðinu hjá sér, en í rauninni
var það til þess að hún sæi þau ekki.
Hún ypti öxlum yfir því tiltæki hans.
“Fyrir börnin föðurlausu, ekkjurnar, og
alla þá sem volaðir eru og þunga hlaðn-
ir?” Sagði hún og reyndi ekki til að dylja
gremjuna sem í huga hennar bjó, því á
meðan giftingin ný afstaðna sem hún
var viðstödd stóð yfir, hafði hennar hjú-
skaparlíf liðið henni fyrir hugskotssjón-
um og maðurinn rauðklæddi var aðal
orsökin að herferð hennar á hendur
manni sínum.
Aftur hljóp blóðið framm í kinnarnar
á Charley Steele og það var eins og að
honum sortnaði fyrir augum. Augna-
glerið losnaði og féll eins langt og bandiö
sem það var fest við leyfði, og hann tók
það upp aftur og setti seint og gætilega
á auga sér og syaraði alvarlega:
“Altaf hittir þú naglann á hausinn
Kathleen.”
Það var tilbeiðslu hreimur í rómi
hans, og í auga hans meðkendar bjarmi,
eins og að hann vildi vingast við hana,
og vorkunsemi í djúpi sálar hans.
Hún leit á hann gagnrýnandi og
köldum augum. Það leyndi sér ekki að
vinar hót frá hans hálfu vóru henni
ógeðþekk — það virtist ekki vera nein
ástæða fyrir hann að auka á hans vana-
legu kurteisi í hennar garð sýna neinn
sérstakann meðlíðunarhreim þó að
hann nefndi nafn hennar. Hann hafði
ekki læst skápnum sem hann geymdi
vínflöskuna í, og hurðin hafði opnast,
svo að flaskan og vínglasið sást vel.
Hún sá það og augna ráð hennar varð
hvast og hart.
“Hví komstu ekki til að vera við gift-
ingua? Brúðurin var systurdóttir þín.
Fólkið var að spyrja hvar þú værir. Þú
vissir að ég ætlaði að fara.” “Þurftir þú
mín við?” Spurði hann blátt áfram, og
leit ósjálfrátt út yfir torgið og þangað
sem hann hafið séð konuna sína í
grændropótta kjólnum og manninn í
rauða einkennisbúningnum standa. Þú
varst ekki ein.”
Hún misskildi meiningu hans. Hugur
hennar var yfir æstur og hún fann að-
dróttunina í orðum hans. “Þú meinar
hann Tom Fairing! Augnaráð hennar
varð ægilega hvast. Þér skjátlast ekki
þar — Ég þurfti þín ekki með. Tom
Fairing er maður sem allir treysta —
Nema þú.”
“Kathleen!” stundi Charley Steele
upp og það var nærri grát-klökkvi í rómi
hans. “í guðanna bænum! Það hefir
aldrei í hug minn komið. Ég treysti
engum manni” — sagði hann í skörpum
og bitrum rómi, þó engin svipbrigði sæj-
ust á andliti hans—” en ég treysti þér,
og trúi þér, það veit sála mín, og heiður
Kathleen!”
Á meðan að Charley Steele var að
tala gekk Kathleen út að glugganum,
og hjá henni hreifði sér ósjálfráð hugar-
hræring. Hann hafði snert strengi í
hjarta hennar. En þegar að hún kom að
glugganum og leit ofan á götuna, heyrði
hún mann þar niðri segja, í hrottalegum
málrómi: “Komdu og fáðu þér glas af
víni með mér.”
Billy! braust fram af vörum henn-
ar, leit niður, og sneri snöggt frá glugg-
anum. Hún leit til manns síns og sagði:
“Sál þín og heiður Charley! Sjáðu
félaga þína, — Jón Brown, sem hefir
ekki nógu mikið velsæmi, til þess að
halda sig í burtu frá staðnum sem hann
svívirti.” “Billy er altaf með þér. Þú
eyðilagðir Jón Brown með svalli, lítils-
virðingu þinni fyrir trúarbrögðunum og
þessu ‘Mig-furðar-á’ þínu. Hvaða gagn
hefir þú gjört Charley? Þú hugsar ekki
um neitt, nema að éta og drekka og lát-
ast vera mikill maður!”
Hann leit ósjálfrátt niður, og dustaði
vindiinga-ösku sem fallið hafði á vesti
hans, af sér, og á meðan að á þeirri
athöfn stóð þagnaði hún, en svo hélt
hún áfram: “Það bezta sem þeir hafa
um þig að segja er. Þarna fer Charley
Steele!”
“En það versta?” Spurði hann og
var sem bros léki um varir hans, því
hann hafði ánægju af reiði og fyrirlitn-
ingar svipnum sem á andliti hennar var.
Hann visi að hann hafði unnið til hans,
og honum kom engin afsökun í hug.
Hann hafði sagt alt sem að hann ætlaði
að segja, í orðinu Kathleen! Sem braust
fram af vörum hans, og fól í sér þá einu
hlý-tilfinningu sem vaknað hafði í líf
hans. En sem hún hafði til dauða dæmt
með fyrirlitning, en nú var hann búinn
að ná sér aftur, — nú var hann þægileg-
ur, glettinn og gamansamur.
“Viltu heyra það versta sem þeir
segja um þig? ” Spurði hún ná föl í fram-
an. Farðu og stattu á bak við hurðina
á Hótelinu hans Jolicoeurs. Stattu á
hvaða götuhorni, sem er og hlustaðu.
Heldurðu að ég viti ekki hvað þeir segja?
Heldurðu að fólk viti ekki í hvaða f élags-
skap þú ert? Hefi ég ekki sjálf séð þig
fara inn í veitingastofna hans Joli-
coeurs, þegar ég hefi verið á gangi eftir
götunni hinumegin við veginn? Heldur
þú að allir séu blindir, og ég líka? Ó, þú
klækjum vafði heimskingi! Þú hefir
eyðilagt líf bróður míns, og mitt líka, ég
hata og fyrirlít þig, fyrir þína ísköldu,
síngirni og ragmensku:” Hann horfði
alvarlega á hana um stund, og í augna-
ráði nú var samblendingur af undrun og
forvitni. Þau höfðu verið gift í fimm ár,
og á þeim tíma höfðu þau umgengist
hvort annað með stakri kurteisi. Hann
hafði aldrei, á því tímabili; séð litaskifti
á andliti hennar, eða orðið þess var, að
henni mislíkaði. Tilkomumikil og köld
hafði hún með stillingu hlustað á yfir-
lætis hjal hans og ytri kröfur. En fólkið
hafði hrist höfuðin og sagt: “Vesalings
Kathleen Steele!” Því hegðun hennar
sem var hrein eins og dýja-lindin, var í
svo áberandi mótsetningu, við kæru-
leysi manns hennar og svall. Fólkið kall-
aði hana: “Vesalings Kathleen Steele”
út af meðaumkvun með henni, þó það
vissi að hún hefði gengið að eiga Char-
ley Steele, sem var vel efnum búinn, en
gefið hjarta sitt fátækum Kafteini í
riffla herdeildinni. Hún hafði haldið til-
trú samborgara sinna, með útvortis
háttprýði, þrátt fyrir það, þó að maður-
inn í rauðu treyjunni væri kyrr í bænum,
og væri altaf á hælunum á henni hvert
sem að hún fór, og þó augu vandlæting-
anna biðu óþreyjufull eftir ógæfu henn-
ar, þá heyrðist ekki eitt einasta
ógeðfelt orð í hennar garð. Hin kalda
fegurð hennar var tilbeðin af kvenn-
fólkinu, en eftir aðdáun manna sóttist
hún ekki, og hin tignarlega framganga
hennar yfirgaf hana aldrei, ekki einu-
sinni í sambandi við manninn í rauðu
treyjunni, róleg eins og ís, tignarlega
kyrlát, og ömurlega háttprúð. Þeir vissu
ekki, að þessar stellingar hennar voru
eins mikil látalæti, og hinar ytri athafn-
ir Charley Steele voru honum.
“Ég hata og fyrirlít þig, fyrir þína
ísköldu síngirni og ragmensku!” Svo
þetta var aðstaða Kathleen! Tungan á
Charley leitaði út á milli varanna, því
þær voru þurrar og hann sagði stillilega:
“Ég get fullvisað þig um, að ég hefi
ekki reynt til að hafa áhrif á Billy. Og
ég minnist þess ekki, að hann hafi tekið
mig til fyrirmyndar í neinu! Viltu ekki
setjast niður? Hitinn er mjög þreyt-
andi!”
Charley Steele var búinn að nú hinu
eðlilega jafnvægi sínu aftur. Það sem
að hann sagði um Billy Wantage mátti
skilja sem áfellisdóm á skapgerð Billy’s
og lærdóm, hól á hans eigin verðleika,
eða þá yfirgengilegu sjálfhæðni oflát-
ungsins, sem tamið hefir sér uppgerðar
látalæti. Tjaldið á milli þeirra sem um
eitt ylríkt augnablik virtist vera að lyft-
ast, var nú fallið, og fest við jörðu.
“Ég býst við að þú mundir segja hið
sama um Jón Brown? Það er ergilegt
til þess að hugsa að við skyldum sitja
og hlusta á hann Jón Brown flytja
snjall-yrtar ræður og veifa handleggj-
unum í messuskrúðanum. Ég á von á
að þú munir segja það sem við höfurn
svo oft heyrt þig segja áður, að þú haf-
ir aðeins verið að spyrja spurninga. Var
það aðferðin sem þú notaðir til að eyði-
leggja séra Jón Brown — og Billy?”
Charley var orðin ákaflega þyrstur,
og hefir það máske verið ástæðan fyrir
þyrkingshreim þeim sem var í róm hans
er hann svaraði:
“Ég spurði Jón Brown spurninga, en
ég svaraði spurningum Billy’s. Það er
ég sem er eyðilagður!”
Það var það, í málrómi hans, sem
hún ekki skildi, því þó hún vær alvön
við staðhæíingar hans, sem virtust heil-
brygðri skynsemi gagnstæðar, og fælu
í sér allslags ráðgátur, að henni og öðr-
um fannst — þá var hreimur í orðum
hans nú sem hún hafði aldrei áður heyrt.
Henni fanst fyrir augnablik, að hún gæti
ráðið það sem á bak við orð manns
hennar lá, en hún var ekki viss. Hún
hafði einhvernveginn mist jafnvægi
hugans, eins og Charley Steele sjálfur
hafði gert í eitt augnablik, svo hugsanir
hennar gátu ekki brotið til mergjar það
sem innifyrir bjó hjá manni hennar.
“Ég býst við að þú verðir orðdjarfur
á dómsdegi,” Sagði hún með allmikill
beyskju, og hló kuldalega, því hún fann
með hryllingi til djúpsins mikla sem á
milli þeirra var. “Hví skyldu menn þá
vera hikandi og alvarlegir? Þar verður
ekki um neinar afsakanir að ræða, eða
vitnaleiðslu þeim seka til varnar — eng-
ar gagnspurningar. Þar verður aðeins
um að ræða ákveðið dómsorð!”
Hún skeytti engu þessum orðum
hans, en spurði kaldranalega: “Kem-
urðu heim til að borða í kveld?” og augu
hennar hvörfluðu út um glugga á skrif-
stofunni, út yfir torgið og að blettinum
þar sem konan í grændropótta kjólnum
og maðurinn í rauðu treyjunni höfðu
mæst. “Ég ímynda mér ekki,” og hann
rendi augunum til skápsins sem stóð út
við vegginn í skrifstofunni, þar sem vín-
flaskan var geymd. “Það er betra fyrir
þig að bjóða honum Billy og halda hon-
um svo heima og tala við hann — Ég
vildi að þú vildir tala við hann. Hann til-
biður þig — Ég vildi — og ég vona að
þú bjóðir honum að koma og vera hjá
okkur!” bætti hann við eis og hálftutan
við sig. Hann var að reyna að ráða fram
úr hugsanaflækju sem fyrir honum
vafðist, sem var honum ný lífsreynsla,
en hin skarpa hugsun hans var smátt og
smátt að skýrast á henni. >f
“Vertu ekki að þessari heimsku,’
svaraði hún. “Þú veist vel að ég býð
honum ekki til okkar, og þú kærir þig
ekkert um hann.”