Lögberg - 26.05.1949, Blaðsíða 7

Lögberg - 26.05.1949, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 26. MAÍ, 1949 7 FORTÍÐ - NÚTlÐ - FRAMTIÐ Eftir Helga S. Jónsson, kaupfélagsstjóra í Keflavík. (Erindi flutt á fundi Rotary klúbbs bœjarins.) Fyrstu sagnir um ísland eru tengdar við menn sem leituðu hingað langt útyfir hin þektu takmörk, til hins fjærlæga Thuli, til þess að stunda þar guðrækilegar iðkanir og til þess um fram allt að lifa í friði, fjærri því sem þá var ys og þys heimsins — þessir friðarleitendur voru Paparnir, sem munu vera fyrstu byggjendur þessa lands — Löngu áður en Paparnir litu Islands strendur, hafði mjög fjærskyldur andlegur þróttur byggt glæsilega menningu aust- ur í Indíalandi — Óðal þess and- lega þróttar var inní einveru hinna miklu Tíbet-fjalla, þar lifðu þeir miklu andlegu meist- arar, óháðir tíma og rúmi, þeir miðluðu þekkingu, sem var meiri að afli en kjarnorka nútímans, Örlítið brot þeirrar þekkingar eru enn þann dag í dag undir- staða allra okkar vanræktu trú- arbragða og allra okkar háleit- ustu hugsjóna, sem nú er verið að reyna að setja vélar í — Ef við tínum saman þá mola, sem við þekkjum af menningarsögu heimsins, þá finnum við það að einveran, eða lokun frá áhrifum umheimsins, er altaf gróðr- areitur hins mesta andlega þroska. Lao-Tse, sá er reit bókina um Veginn, yfirgaf lífvörð keisarans, sem hann starfaði við og gaf sig einverunni á vald. Hann skildi heiminum eftir Bókina um Veg- inn, hið djúpúðga samtal manns- sáalrinnar við alvald tilverunn- ar. — Konfúsíus — hlaut þroska sinn í einveru og öðlaðist þar þekkingu sína á mannlegum samskiptum — Búdda, konungs- sonurinn, yfirgaf hirð sína og veraldlega velgengni og leitaði í einveru þekkingar á hinu innra gildi lífsins. Einn saman úti í auðnum Indíalands, við rætur trés nokkurs, öðlaðist hann hina æðstu þekkingu eða Nirvana, sem er samruni við sjálfra alver- una. Áður en Kristur hóf sitt afdrifaríka kennimanns starf, fór hann einn útá eyðimörkina í 30 daga og 30 nætur, þar fann hann hið insta gildi tilverunn- ar og mótaði boðorðið, sem ját- endur hans eru altaf að keppast við að brjóta, boðorðið sem all- ir fyrirrennarar hans höfðu flutt á sinn hátt, þessa einustu og einföldu reglu, sem ein er fær um að leysa öll siðferðileg, fjárhagsleg og pólit- Jsk vandamál þessarar veraldar — Gerðu öðrum það sem þú vilt láta gera þér — þessi regla er rétt af því að allt líf og allir menn eru af guðlegum uppruna. Þessi regla er bakviá þjónustu- hugsjónina — Þessi regla er drifkraftur allra bestu hugsjóna sem mennirnir þekkja, i mismunandi yfirborðsmyndum. Þetta er grundvallarhugsjón Rauða Krossins; þetta var hugsjón gamla Þjóðabandalags- lns> þetta var hugsjón hinna fyrstu kristnu, þetta á að vera hugsjón Sameinuðu þjóðanna, þetta er hugsjón Alþjóðabarna- hjálparinnar — þetta er hugsjón allra líknastofnana — allra sam- faka, sem kenna sig við bræðra- eins og það hugtak verður best skilið. Þeir allir, sem frá upphafi vega hafa gerst boðberar þessa skiln- in§s á tilgangi tilverunnar, hafa fundið hann í einveru — með því að fjærlægja sig hinni ytri til- veru og leita í sínum eigin huga að skilningi góðs og ílls, þessa sem okkar fyrstu foreldrar vildu gleypa í einum bita og mistu paradísar fyrir tiltæki sitt. Við höfum áreiðanlegt fyrir- heit um það, að ef við leitum þá finnum við, og ef við viljum leita að þekkingu góðs og ílls, þá er hana hvergi að finna nema hið innra með okkur sjálfum og þá verðum við að vera óháðir umhverfinu eða verðmætismati líðandi stundar, sem getur þýtt það að við göngum burt frá kennisetningum samtíðarinnar, burt frá pólitískum og fjárhags- legum kröfum nútímans á eintal við okkar betri mann, okkar insta eðli og þá getur ekki farið hjá því að við finnum hvað er rétt. -f Persónulega er ég lítið hrifinn af sögu íslendinga, eða réttara sagt, því sem hún segir frá — það er ribbaldaháttur, valdbeiting og undirferli, en aftur á móti er ég hrifin af því að hún skuli vera til, því hamingjusöm fram- tíð verður að byggjast á fortíð- inni, hvernig sem hún er — 1 þessari dökkleitu sögu for- feðra okkar eru þó leiftrandi perlur, blossar, sem lýsa skærar eftir því sem lengra líður frá. Ég ætla aðeins að nefna einn slíkan, þið leitið sjálfir að hin- um og finnið þá — þessi er krist- intakan á Þingvöllum. Þá stóð þjóðin skipt í tvo hluta milli pólitískra, siðferðilégra og fjár- hagslegra vandamála — lausn málanna var vart sjáanleg, á annan hátt en að slíta lögin og þar með friðinn og að brjóta nið- ur hið rúmlega aldargamla þjóð- félag—þegar svo mikið var í húfi, þá var fundin hin eina færa leið, sem nú á tímum er orðin hin ó- færasta af öllum leiðum — Báðir aðilar koma sér saman um að fela einum manni að finna þá lausn, sem friðnum og framtíð- inni væri til velfarnaðar — þessi maður var mikilhæfur foringi hins heiðna siðar, Ljósvetninga goðinn — í hans hendur lögðu kristnir menn sinn málstað — Hinn heiðni goði dregur feld yfir höfuð sér og í einveru leiðir hann rökin með og mót fyrir dómstól skynsemi sinnar — óháður trú sinni og valdi, laus við áróður og eigin-hagsmuni, studdur trausti beggja hinna stríðandi aðila kryfur hann málið til mergjar og hinn heiðni goði kveður upp dóminn — sem báðum aðilum mun hafa verið undrunarefni — Á Islandi skyldi kristinn siður tekin í lög — Ég hefi oft verið að velta því fyrir mér hvort að Þorgeir Ljós- vetninga goði hafi ekki svikið sína trúbræður og gengið á mála hins erlenda valds sem studdi kristinn sið — en sagan hefur sýnt annað — Á þeim tíma og alla tíð síðan hefur framvinda þjóðarinnar farið sína ákveðnu leið, þroskast KAUPENDUR LÖGBERGS OG HEIMSKRINGLU Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang, kr. 25.00 fyrir hvort blað. Dragið ekki að greiða blöðin. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN guðmundsson Mávahlíð 37, Reykjavík. stig af stígi, stæðstu skrefin framávið hefur þroski þjóðarinn- ar tekið, þegar vitrir einstakl- ingar og allur fjöldinn hafa fengið að hugsa í friði, en mest hefur hún lært þegar einstakl- ingar og hópar fólks hafa fengið nautshorn að láni til að róta í ímynduðum moldarflögum — ♦ Við skulum nú um stund hverfa frá þessum háfleygu hug- leiðingum um liðinn tíma og hina miklu meistara, sem hafa tvímælalaust gefið okkur hina réttu stefnu og gefið okkur lykil- inn að lausn allra vandamála. Við skulum hugleiða okkar síð- ustu tíma og athuga hvernig allt kapp er lagt á, að misþyrma þeim leiðarvísir, sem trú og saga hafa sannað okkur hinn besta af öllum — einmitt þessu, að hið innra meðal hvers manns er að finna lausnina á því sem kalla má vandamál líðandi stundar. Við skulum einnig gefa því gaum að allt hið ytra form er miklum og margvíslegum breytingum háð. Frá því að krisni var lögtekin að Þingvöllum og til þess að Keflavíkurflugvöllur varð til, og síðar lánaður til alþjóðlegra af- nota — þá hafa viðhorf þeirrar þjóðar sem ísland byggir breyst svo mjög að ekkert greypar það í stuttu máli Nú reynir enginn forustumað- ur að draga feld yfir höfuð sér og kryfja eðli hvers máls til mergiar — nú er reynt að draga feld yfir höfuð þjóðarinnar, og fá hana til að skynja, sem flest fyrirbrigði eftir trúarsetningum forustumannanna, og forustu- mennirnir velja sig sjálfir eftir hinum skringilegustu leiðum, eins og til dæmis það fyrirbrigði, sem hér á landi kallar sig menta- menn, og listamenn, sem jafn- framt, eru að sínu eigin áliti kjörnir forustumenn hinna ó- mentuðu. ♦ Þrátt fyrir allar hinar glæsi- legu tækniframfarir sem orðið hafa í lífnaðarháttum Islendinga og allri hinni auknu þekkingu, sem orðin er á hagnýtingu orku og efnis, þá virðist að hin sanna menning eða umgengnishættir og framkoma mannanna hver við annan hafi altaf færst fjær því marki sem okkur hefur verið opinberað af öllum andlegum leiðtogum mannkynsins — Undir merkjum jafnréttis og menningar var hafin barátta fyr- ir bættum kjörum verkalýðsins —efnislega náðist mikill árang- ur — en friður jafnrétti og bræðralag, sem voru kjörorð þeirrar baráttu, slitnuðu aftanúr, og nú fara fylkingarnar um eins og Gissur Þorvaldson forðum. I framkvæmdinni eru kjörorðin ó- friður, yfirgangur og bræðravíg — Voldug samtök rísa upp til sóknar og önnur búast til varn- ar — ófreskja valds og haturs berst um mannssálirnar og kappkostað er að gera öðrum það sem enginn vill láta gera sjálf- um sér — ♦ Efnahagsleg þróun íslands hefur tekið svo stórkostlegum stökkbreytingum að óþekkjan- leg er frá því að Einar á Þverá, sá þrengsli fyrir dyrum — Áður fyrr var sambandið við um- heiminn með skipunum, sem komu vor og haust, en nú sigla heilir flotar að ströndum hvern dag og á svipuðum tíma og áð- ur var farin bæjarleið fara nú lofstskipin milli landa — og þjóðin notar erlend verðmæti, sem svarar einni miljón króna á hverjum degi ársins og er orð- in háð öðrum þjóðum, gegnum þarfir sínar og kröfur. Ég geri ráð fyrir að mörgum kotbóndanum þætti þröngt fyr- ir dyrum ef allri hinni erlendu tækni og lífsvenjum væri snúið frá ströndum okkar. Svo mjög hefur þjóðin ofmetnast af hinni öru tæknilegu þróun einkum hinna síðustu ára, að hún hefur horfið frá kyrlátri athugun á stöðu sinni og tekið þessu öllu' eins og sjálfsögðum hlutum, og styrkur hugarfarsins og hin innri menning hrörnað að sama skapi, eða örar, en tækn- in hefur þróast. Að því hafa markvist unnið allir stjórnmála- flokkar þjóðarinnar og forustu- menn þeirra — þeir hafa keppst um að draga feld yfir höfuð þjóðarinnar og meina henni ró- lega yfirvegun — “Við einir vit- um” eru kjörorð þeirra — og allir sem ekki fallast skilyrðis- laust á æpandi forustu þeirra eru ver settir en þeir sem ekki féll- ust á framferði páfakirkjunnar á miðöldunum. Ef stjórnmálaflokkarnir og blöð þeirra segðu satt, þá er enginn heiðarlegur maður til á þessu landi eða annarstaðar — Allir eru á þeim vetfangi glæpa- menn, föðurlandssvikarar, eða einhverskonar íllmenni — Hvað er sagt um þá sem hefja verkfall og þá sem standa á móti því? — Þá sem vildu fá hervernd Rúss- lands, eða hervernd Bandaríkj- anna? — Þá sem vildu fara í stríð við Japan, af því að ísland vildi ekki vera hlutlaust? Þá sem vilja selja landið og ekki selja afurðir landsmanna, bara til að svelta verkalýðinn? — Okkur eru kunnug ummæli forustumann- ana, fylgismannanna og blað- anna — Hvernig mundi Þorgeir Ljósvetningagoða ganga að leysa úr þessu alvarlega ástandi —? H v e r s u óútreiknanlegum stakkaskiptum mundi allt samlíf þjóðarinnar taka, ef reglan forna um að gera öðrum það sem mað- ur vill láta gera sér sjálfum, væri viðhöfð í umræðum og ákvöðunum allra mála — ef leit að sannleika og réttlæti kæmi í staðin fyrir þá úthverfu 111- menskunnar, sem nú ræður öll- um samskiptum einstaklinga og þjóða? Við eigum allvænlegan hóp mentamanna og andlegra leið- toga — þeir draga ekki feld yfir höfuð sér til að kryfja málin til mergjar — heldur skal með há- vaða og glamri reynt að þrýsta reglunni — “Við einir vitum” — inní þá sem gjarnan vilja hugsa í friði — svo mikill er hávaðinn að varla gefst tími til að sjá í hverju forusta þeirra er falin — Mentamennirnir okkar héldu öskrandi mótmælafundi gegn Mentaskóla á Akureyri — þeir vildu ekki vera ókurteisir við Danakóng — og vildu ekki láta ísland nota aldagamla réttlætis- baráttu fyrir sjálfstæði sínu — þeir vildu gera kartöfugarða þar sem Keflavíkur flugvöllur er — og nú síðast enn ekki síst hef- ur háskóli okkar, kirkja, blöð og mentastofanir fundið upp her- væðingu á íslandi, og þátttöku þess í stríði — til þess að berjast á móti — Það eina sem háir í þessum æsingaleik er að stór- yrðaforði tungunnar er að þrjóta — ♦ 1 staðinn fyrir trú á lífið og þroskavænlegan tilgang þess er komin trú á stjórnmálakerfi, fjærlægar þjóðir og lönd — og í öllum málflutningi er sama æp- andi aðferðin höfð — Einusinni var blóðug bylting á Spáni — þá barðist lögleg stjórn gegn upp- reisnarmönnum — svo varð önn- ur í Grikklandi — þar sat löglég stjórn að völdum — en á máli hinna pólitísku trúflokka hét sú stjórn Fasista skríll en uppreit- armennirnir Þjóðvarnarmenn eða eitthvað í þá áttina—þessu lík eru hundruð af dæmum—sem ég er ekki kunnugur eða dóm- bær á — en um þau öll skiptast íslendingar í flokka og berjast með öllum þeim andstyggileg- ustu vopnum sem upphugsuð hafa verið — ekki eftir reglunni sem meistarar allra alda hafa gefið mannkyninu — heldur þeirri, sem pólitísk trúarbrögð krefjast — og með það eitt að höfuðmarkmiði að rugla dóm- greind þessarar óhamingjusömu þjóðar sem á of mikið af stjórn- mála — og mentamönnum, sem kappkosta að draga feld yfir höf- uð þjóðarinnar í staðinn fyrir yfir sitt eigið — Hvernig sem við reynum að baxa og berjast áfram á hinu efnalega sviði, hvernig sem við fyllum höfuð og híbýli af lögum og reglum um verðgildi peninga öflun þeirra og meðferð, þá er ég sannfærður um að á þeim grund- villi verður aldrei reist ham- ingjusamt þjóðfélag — það er ekki hægt að grundvalla ham- ingjusamt líf þjóða og einstakl- inga á gömlum eða nýjum hag- kerfum, sem breyta lifandi mönnum í vélar — það er ekki rétt eða heillavænleg aðferð að láta þjóðskipulagið skapa hugs- un mannanna — heldur verður hugsun mannanna, þeirra innsta eðli að skapa þjóðskipulagið — á þessu tvennu er reginmunur — allur munurinn á milli heilla og óheilla — Samtök sameinuðu þjóðanna — þessi stofnun sem átti að grundvallast á hinni göfugu reglu að leita réttlætis og skapa bræðralag — hún er að verða níðstöng reist á síðustu von mannanna um frið og ein- drægni — Þar er góður ásetningur að glatast, vegna þess að þar var Faðirvorinu snúið uppá andskot- ann — þar er kappkostað að gera öðrum þjóðum það sem enginn vill láta gera sjálfum sér — svo sem framferði Hollendinga og undirferli Rússa eru ljósustu vitnin um—þessi vettvangur er orðinn miðstöð hins svívirðileg- ásta áróðurs, undirokunar og yf- ir hylmingar—í stað þess að vera boðberi heiðarlegra hugsana og mannbætandi framkvæmda — Hvorki við Islendingar eða heim urinn kemst útur þessum ó- skapnaði sem mannvonskan hef- ur fætt af sér — nema að nú verði alvarlega snúið við í leit- inni að lífshamingju — Forustu- mennirnir bæði á sviði stjórn- málanna og menningarmálanna verða að draga feld yfir höfuð sér og leita nýs skilnings í vanda- málum mannkynsins — og þess skilnings er að leita á vegum meistaranna, sem mannkyninu hafa verið sendir til leiðsagnar— Við verðum að biðja forustu- menn okkar—bæði löggjafana og mentamennina — um frið — frið til að hugsa og skilja meginrök tilverunnar — frið fyrir þessu moldviðri áróðurs og falskenn- inga — Við getum aldrei eignast gott og heiðarlegt þjóðfélag nema með góðum og heiðarlegum mönnum — við verðum að hafa það hugfast að það erum við sjálf sem eigum að skapa okkar eigið þjóðfélag, en stórveldavið- horf og hagkerfi þeirra eiga ekki að skapa okkar hugsun — Leitið og þér munuð finna — og ég fullvissa ykkur um að hið innra með hverjum einstökum þar er að finna lausn allra hinna aðkallandi vandamála, eftir því sem við persónulega færumst nær hinni sígildu reglu að gera öðrum það sem við viljum láta gera okkur sjálfum — þá færist þjóðfélagsbyggingin öll í sömu átt — og þá erum við á leið til sannrar lífshamingju — og það er það sem við erum öll að leita að — Helgi S. Jónsson Keflavík w ’“”'”‘T<®,REGlSTHATtONg?^ DEÍ’f’ snief r •»3Ö O* C«» GOÐAR FRÉTTIR fy- NÝJA CANADAMENN Börn yðar fædd erlendis eiga nú rétt á fjölskyldustyrk iím«i (StfS E r eftir aðeins EITT ÁR í Canada Nú þurfa ekki börn yðar að bíða í þrjú ár eftir hlunnindum fjölskyldustyrksins. •Nú þurfa þau aðeins að hafa verið ár í < Canada. Ef þér hafið barn, sem ekki nýtur nú fjöl- skyldustyrks, • en sem kom til Canada fyrir ári eða meir. • hefir dvalið í Canada síðan. • er innan við 16 ára aldur. • og fullnægir að öðru leyti kröfum. Þá skuluð þér tafarlaust fá fjölskyldustyrks eyðublað hjá næsta pósthúsi, fylla það inn og senda með þeirri utanáskrift, sem eyðublaðið vísar til. Þér skuluð bregðast fljótt við vegna þess að barnsins hafi staðið í fyrri umsókn um fjöl- skyldustyrk. Þérskuluð bregðast fljótt við vegna þess að greiðslur fjölskyldustyrks geta ekki farið fram fyr en í næsta mánuði eftir að umsóknareyðu- blaðið kemst í hendur hlutaðeigandi stjórnar- deildar. OEPARTMENT OF NATIONAL HEALTH AND WELFARE Hon. Paul Martin, Minister

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.