Lögberg - 16.06.1949, Síða 2

Lögberg - 16.06.1949, Síða 2
2 LÖGBERG, FÍMTUDAGINN, 16. JÚNÍ 1949. Hogberg GefiS út hvern fimtudag af THE CGLUMBIA PRESS LIMITED ( 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utandskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorlzed as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa VETTVANGUR STJÓRNMÁLANNA Nú er skorin upp herör vítt um land og berserks- gangur runninn á forustumenn megin stjórnmálaflokk anna, þótt háværastur sé George Drew, málsvari aftur haldsaflanna í landinu; að stefnuskrá hans sé ósam- ræmd og næsta þokukend, dylst engum heilskyggnum manni, því þegar allt kemur til alls, kemur það glögg- lega í ljós, að hann brjóti fá mál til mergjar, en leggi á hinn bóginn megin áherzluna á það, hve nú sé brýn þörf á að breyta til, vegna þess að gömlum mönnum og þreyttum sé ekki lengur til þess trúandi að fara með völd í Ottawa; með hliðsjón af ummælunum um þessa gömlu og þreyttu, er eigi ófróðlegt að kynnast rann- sókn og niðurstöðu James Sinclairs, Liberalþingmanns fyrir North Vancower kjördæmið varðandi aldursmun þingmanna á síðasta þingi, en rannsókn hans í þessu efni leiddi í ljós, að meðalaldur afturhaldsþingmanna á síðasta kjörtímabili væri nálega fjórum árum hærri en þeirra, er til Liberalflokksins töldust, þetta er nú í sjálfu sér ekkert stóratriði, en bendir þó ljóslega til þess, hve veik og vandræðaleg þau pólitísku hálmstrá eru, sem George Drew hefir látið sér sæma að grípa til. — Pyrir tveimur árum afgreiddi sambandsþing, að und- angengnum ítrekuðum kröfum bænda, löggjöf, er í þá átt gekk, að heimila hveitiráðinu að taka að sér sölu á höfrum og byggi, var því þá jafnframt lýst yfir af stjórnarvöldunum, að áminst löggjöf gengi eigi í gildi fyr en Sléttufylkin þrjú, Alberta, Saskatchewan og Manitoba, hefðu með þingsályktun tjáð sig hlynt áminstri ráðstöfun sambandsþings; nú hefir slíkum ákvæðum verið fullnægt, og með það fyrir augum, úr- skurðaði sambandsstjórn að hveitiráðið tæki að sér sölu hafra og byggs frá 1. ágúst næstkomandi að telja; samtök bænda hafa eins og vænta mátti alment fagn- að þessari nýju og í rauninni sjálfsögðu ráðstöfun, enda var hún gerð fyrir þeirra atbeina og vilja. Nú hefir George Drew, þessi dyggi málsvari sérhags- munastefnunnar, fylzt slíkum fítonsanda yfir áminstri ráðstöfun sambandsstjómar, að reimleikum gengur næst; nú ber hann sér á brjóst yfir því hrópandi rang- læti, að blessaðir bændurnir skuli verða til þess knúðir, að fá hveitiráðinu í hendur hafra sína og bygg, þó að þetta sé gert að ósk þeirra sjálfra; og nú hafa gengið á mála hjá honum þingmannsefni úr lögfræðingastétt í Winnipeg, með takmarkaða þekkingu á landbúnaði og afurðasölu, er nú vilja óðir og uppvægir bera vit fyr- ir bændum, og styrkja þá í trú, ef auðið yrði, á hinn svonefnda frjálsa markað. Bændur vestanlands eru lítt gefnir fyrir brask, og munu ábyggilega fremur hallast að hinum öruggari 'söíuhðferðuin afurða sinna en hylliboðlum um val- frelsi úr hvaða átt sem þau kunna að koma; rétt er og sanngjarnt að þess sé getið, að Líberalar og C. C. F.- sinnar eru á einu og sama máli varðandi markaðsað- ferðir komtegunda. í afturhaldsleiðangri sínum um 'vesturlandið, lagði George Drew alveg sérstaka áherzlu á það, hve nú horfðist uggvænlega til um viðskiptin milli Canada og Bretlands; hve markaðir við Bretland fæm þverrandi dag frá degi; og vitanlega skellti hann allri skuldinni á Liberalstjórnina, eins og frá sjónarmiði hans var svo sem alveg sjálfsagt; að vísu er það rétt, að markaðir fyrir cánadískar afurðir á Bretlandi hafi talsvert þorr- ið upp á síðkastið, þótt slíkt sé ekki nándar nærri jafn geigvænlegt og George Drew lætur í veðri vaka; en þótt furðulegt sé, láðist honum alveg að minnast einu orði á aðalástæðuna, sem er einungis fólgin í gjald- eyrisskorti Breta, einkum dollaraþurð; og honum þótti það auðsjáanlega heldur ekki ómaksins vert, að víkja að auknum og bættum skilyrðum fyrir sölu canadiskra afurða í Bandaríkjunum og með fleiri þjóðum heims. Að nokkur flokksforingi vinni kosningu á hrakspám einum, sýnist alveg óhugsanlegt. Fólkinu, sem byggir þetta fagra land, er það alveg ljóst hverjum það á að þakka þær réttarbætur, sem það hefir öðlast og býr við; þær eiga nálega allar rót sína að rekja til víðsýnnar fomstu Liberal flokksins, hvort heldur var á vettvangi fylkis- eða sambands- mála; að minnsta kosti hljóta kjósendur af íslenzkum stofni hér um slóðir, að minnast þess hver það var, sem beitti sér fyrir mæðrastyrknum og löggjöfinni um skaðabætur verkamanna, en þar átti hlut að máli hinn skygni mannvinur Thomas H. Johnson, dómsmálaráð- herra Manitobafylkis, sem varð fyrstur ráðherra af íslenzkri ætt í þessari álfu; flestum mun það einnig Ijóst hverjum þeir eiga að þakka löggjöfina um fram- færslustyrk barna, er haft hefir blessunarrík áhrif um landið þvert og endilangt og gert það að verkum, að börn láglaunastéttanna njóta nú hliðstæðrar aðstöðu við börn hinna betur megandi stétta; þetta á þjóðin að þakka viturlegri og mannúðlegri forsjá Mackenzie Kings, eins og revndar svo margt annað holt og nyt- samlegt; og síðast en ekki sízt á þjóðin núverandi for- sætisráðherra, Louis St. Laurent, hækkun ellistyrks- ins að þakka, og þó Lögberg sé ekki allskostar ánægt með viðhorf málsins á því stigi, sem það nú er, og sé mótfalliö eignakönnun þeirri, sem enn er viðhöfð, hef- ir þó óneitanlega verið stigið spor í rétta átt, sem bætir að minsta kosti nokkuð úr í svipinn. Með framtíðarvelmegun landsins og canadiska þjóð- eining fyrir augum, verða kjósendur að fylkja liði um frambjóðendur Liberal-flokksins á mánudaginn þann 27. júní. Nýtt hressingarmeðal Það er almennt álitið að öll hin svonefndu hressingarmeð- ul hafi vond eftirköst og séu heilsuspillandi. Svo er um á- fengi, ópíum og kokain og önn- ur slík meðul. Hættan við að nota þau, liggur í því, að þegar til lengdar lætur geta menn ekki án þeirra verið, óg verða svo aumingjar bæði á sál og lík- ama. En til hafa þó verið önnur hressingarmeðul, sem sú hætta fylgir ekki að menn „venji sig á þau“. Þessi meðul heita „mescaline" og „cannibis ind- ica“. Þau hafa örari verkanir á menn heldur en kokain og ópí- um og veita mönnum vellíðan á við þau meðul. Nokkuð hafa þau verið reynd til þess að lækna þunglyndi og hugsýki í mönnum, en ekki dugað, þó fremur „cannibis" en sá er galli á, að það getur haft skaðlegar verkanir á öðru sviði. En nú hafa vísindamenn fund ið upp nýtt hressingarmeðal, sem þeir nefna „synhexil" (sumir nefna það parahexil eða pyrahexil). Það er skylt „canni bis“, en hefir þann eiginleika, að það leysist ekki upp í vatni. Áhrif þess koma því ekki fram hjá manni fyr en eftir allt að því þrjár stundir. En þá er allt í einu eins og skipti um. Áhrif- in koma svo snögglega, að menn finna engan aðdraganda að þeim. Þeir verða allt í einu kát ir og bjartsýnir, fyllast sjálfs- trausti og líður fram úr skar- andi vel. Það er eins og þungu fargi sé létt af þeim, eða þeir komnir í annan betri heim. Ekki fyllast þeir samt neinni ofsa- kæti, heldur hafa þeir tekið *al- veg eðlilega gleði og hjá sumum vaknar starfþrá. „Oft er það“, segir í British Medical Journal, „að hugarflug manna eykst mjög, nýjar hugsanir streyma að, nýjar hugmyndir fæðast og öll hugsun verður skýrari en áður var. Þessi áhrif vara í 8—10 klukkustundir". En það er ein- kennilegt, að þessara áhrifa gætir varla hjá heilbrigðum mönnum. Læknir nokkur reyndi þetta á sjálfum sér og nokkrum öðrum. Þeir tóku venjulegan skammt, en þeir gátu ekki fundið til þess að þeir hugsuðu skýrar né hefðu fengið aukinn starfsvilja. En svo reyndi læknirinn meðalið á 50 sjúklingum, sem þjáðust af mis munandi hugarvíli. Og árang- urinn varð sá að 36 þeirra batn- aði mikið. Er sagt frá ýmsum UNDRUNARVERT TILBOÐ UM GLERAUGU! Í R MÖRGUM NÝJUSTU TEGUNDUM AÐ VF.TJA Okkar nýjustu gleraugnategundir veita ykkur nýjan svip, prýSa andlitiS og gefa ykkur kost á aS sjá greini- lega hvað, sem er, jafnvel fínasta þráð eSa smánál. BEINT TIIi YKKAR FRA VERKSMIÐJUNNI Er þiS veljiS gleraugu frá okkur, eruB þiS aS skipta viS eina fullkomnustu gleraugnaverksmiSju Canada. Enginn milligöngugróði. Allra nýjasta gerS NVTT NIÐURSETT VERÐ ókeypis miði Sénð þið ekki ánægð er aildvirði skiiað aftur Peningar endurgreiddir ef gleraugunum er skilaS inn- an 30 daga. ÞiS þurfiS aS vera ánægS og eruS eigin dómarar. | Vietoria Optical Co., Dept. FU 12 , 273 Yonge St., Toronto, Ont. SendiS mér sýnishorn af nýtízku gler | augum ySar gegn endurgreiBslu á- | byrgS ykkar. Gleraugum skilaS innan ' 30 daga reynist þau ekki vel. SendiS | einnig myndir af nýjustu gleraugum . ásamt augnaprófara. Af þessu leiSa I engar kvaSir fyrir mig. VICTORIA OPTICAU CO. ' Nafn .......................Aldur Dept. I I, 12 273 Yonge St. | Heimilisfang ............. Toronto, Ont. i pósthús........... Fylki ... dæmum um það. Meðal sjúkl- inganna var t. d. 65 ára gamall maður, sem hafði þjáðst í átta ár af úrræðaleysi, geðvonzku og jafnvel séð ofsjónir. Auk þess hélt hann sig hafa ýmsa sjúk- dóma, en var líkamlega stál- hraustur. Þegar hann hafði feng ið 30 mg. af „synhexil“ um nokkra morgna, breyttist hann alveg. Geðvonzkan hvarf, veik- indin hurfu og hann var orðinn glaðlyndur. Aðal gallinn á „synhexil“ er sá, hvað áhrif þess koma seint fram og endast skammt. Það er líkt með það og insúlín, að sjúkl ingar verða alltaf að fá það við og við. En vísindamenn vinna nú að því að endurbæta það, og vel getur verið að þeim takist það. En þvað sem ofan á verð- ur þá er „synhexil“ ágætt með- al handa þeim, sem þjást af hug arvíli, úrræðaleysi og dugleysi, en þeir eru margir. (Læknirinn dr. G. Teyleur Stockings segir í „British Medi- cal Journal“ að með þessu með- ali hafi vísindin fært læknum í hendur „entirely new type of euphoriant drug with proper- ties which render it an extre- mely promising therapeutic agent in psychiatry"). (Lesbók Mbí.Q. LIBEKAL GOVERNMENT MEANS SECURITY • The Liberal Party stands foi social security. • Social security is not socialism. • The test oí security is the elimination of fear. The Liberal Party seeks to provide all Canadians with enlarged security by removing the fectrs which hatmt the lives of individuals. • Liberal policies a) encourage and promote production, expand trade. ensure a high level of employment. b) remove the fears of unemployment, poverty in old age, sickness, invalidity and dependence by placing floor prices imder primarv products, un- employment insurance, Old Age, Blind and Veterans pensions, Family Allowances, Hospital and Health Grants. • Liberal Government means a national standard of social security and human welfare for all Canadians. BE SURE ON JUNE 27th VOTE LIBERAL Authorlzed by the Manitoba Liberal-Progressive Association. KJÓSIfl IERT WDDD í NORQDAV • Fæddur í kjördæminu. • Rekið viðskipti í meir en 40 ár innan vébanda kjördæmisins. • Bændur og fiskimenn þekkja frambjóðandann að góðu. • Hefir langa æfingu í meðferð héraðs- og sveita- málefna. • Hefir lagt sig í líma fyrir velferð bygðarlaganna á milli vatnanna. • Látið rödd Norquay heyrast skýrt í framhaldandi Liberalstjórn. GREIÐIÐ ATKVÆÐI ÞANN 27. JÚNÍ MEÐ | WOOD, Roberf James | X | Published bv Qeorge IAncoln, Official Agent, Teulon, Manitoba

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.