Lögberg - 14.07.1949, Síða 3

Lögberg - 14.07.1949, Síða 3
bOGBERG. FIMTUDAGINN, 14. JÚLÍ, 1949. b ÁtiUeA/HÁL IWENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON BÓKAVERÐIR SKOÐA ISLENZKA SAFNIÐ VIÐ MANITOBA-HÁSKÓLANN. I síðastliðnum mánuði hélt canadíska bókasafnasambandið þing í Winnipeg. Það stóð yfir í viku og sóttu það fjöldi bóka- varða og bókavina frá ýmsum borgum í Canada og Bandaríkjun- um. Gestunum voru sýnd þau merkustu bókasöfn, sem í Winni- peg eru; meðal þeirra íslenzka safnið við Manitoba Háskólann. Almenningi var og boðið að skoða safnið og notfærði ég mér boðið. ----------------------------- Eins og kunnugt er, var vísir- inn að íslenzka bókasafninu við Manitoba háskólann hin mikla bókagjöf Arnljóts B. Olssonar 1936, — 1300 bindi. Safnið jókst um helming þegar öllum bókum Jóns Bjarnasonarskóla var bætt við það árið 1940. Þá bárust því og nokkrar bækur, sem átt höfðu Halldór Johnson, Wyn- yard Sask., og Gunnlaugur W. Jónsson í Texas. Framtíð þessa safns var tryggð með löggjöf Al- þingis Islands 1939, er svo mælti fyrir að bókasafn Mani- toba háskólans fengi ókeypis ein tak af hverri einustu bók- og hverju blaði, sem gefið er út á íslandi. Síðan hafa safninu bor- izt 1300 bækur og 300 blöð og tímarit frá íslandi. Þetta safn hefir vitanlega enn ekki verið tekið í notkun vegna þess að kennaraembætti í ís- lenzkum fræðum hefir enn ekki verið stofnað, þótt þess verði vonandi ekki langt að bíða. En þess hefir verið gætt að bæk- urnar væru vandlega geymdar. Við íslendingar höfum verið svo lánsamir að eiga við háskól- ann vökumann, sem skilur innra og æðsta gildi íslenzkra bók- menta; hann hefir í kyrþey hlynnt að safninu, haft vakandi auga með því að bækurnar væru geymdar þar sem þær væru ó- hultar, séð um að gerð væri yfir þær skrá, og nú síðast haft, í samráði við bókavörð háskólans, umsjón með sýningu íslenzkra bóka, í þeim tilgangi að kynna bóka vörðum og bókavinum víðs vegar að bókmentaiðju Is- lendinga að fornu og nýju. — Þessi maður er prófessor Skúli Johnson, yfirkennari við háskól ann í gömlu klassisku málunum latínu og grísku, og fyrsti ís- lenzki Rhodes Scholar í Vestur- heimi. — Þegar ég kom suður í háskól- ann var ég svo heppin að hitta þar prófessor Johnson, og sýndi hann mér safnið. Húsakostur fyrir allt bókasafn háskólans er mjög þröngur og lestrarsalir ó- nógir, en íslenzku bókunum hef ir samt verið komið fyrir á efstu hæð, en þar er ekki rúm fyrir þær allar því að bókasend- ingarnar frá Islandi auka safnið jafnt og þétt. Prófessor Johnson hefir lánað einkaskrifstofu sína og látið slá þar upp bókahillum fyrir nýju bækurnar og hylja þær þar alla veggi og flæða inn í næsta herbergi, þar sem tveir samstarfsmenn hans hafa lánað þeim rúm. — Ef bækur liggja í kössum er þeim hætta búin frá raka, músum og mel, sérstak- lega ef kassarnir eru í kjallara. Nú er í ráði að reisa mikla byggingu yfir háskólasafnið. Fylkisstjórnin hefir lagt mikið fé til síðu í þeim tilgangi. Mun íslenzka safninu vera fyrirhug- að þar sérstakt herbergi á aðal- hæð hússins. Stjórnarráð háskól ans hefir áhuga fyrir því að þeim MR. PETER JOHNSON Representing J.J. H. Mclean&Co. LTD. PORTAGE AT HARGRAVE Phone 924 231 'The West’s Oldest Muslc House" Exclusive Representatives for heintzman & co. nordheimer SHERLOCK manning NKW SCALE WILLIAMS PIANOS sé valinn hinn virðulegasti stað- ur, og skilur vel að hér er um merkilegt safn að ræða, sjálf- sagt það merkasta, sem háskól- inn á á erlendu tungumáli. Víst er um það, að ekki voru þarna aðrar bækur sérstaklega til sýn- is, en hinar íslenzku. Prófessor Johnson hafði valið öll sýnishornin og var þeim kom ið smekklega fyrir á löngum borðum í aðal lestrarsalnum. Spjöld voru á bókunum, er skýrðu frá höfundum, efni og gildi bókanna. Bækurnar á fyrsta borðinu voru undir glerloki og var það að vonum því hér var um marga og mikla dýrgripi að ræða: Heimskringla gefin út í Stokk- hólmi 1697, Annálar Björns Jóns sonar á Skarðsá, gefnir út í Hrappsey 1774. Margar fágætar biblíur og guðsorðabækur, svo sem Þorláksbiblía, gefin út á Hólum 1644; Waysenhúsbiblía, 1747; „Harmagráts“biblían, gef- in út í Kaupmannahöfn 1813. — ‘Hún dregur nafnið af prentvillu „Harmagrútur Jerimiae“ í stað „Harmagrátur Jerimiae". Á öðru borði sá ég stóra biblíu Titilblaðið var úr fyrstu biblí- unni, sem gefin var út á íslandi, Guðbrandarbiblíu 1584. Titil- blaðið var laust, og er ég því ekki viss um að það tilheyri þessari biblíu, en/ef svo er, þá er hér um gersemi að ræða. Ég fagnaði því að sjá að safnið á „Leif“, fyrsta íslenzka blaðið, sem gefið var út í Winnipeg. En Framfara vantar, og hann verð ur safnið að eignast ef mögulegt er. Annars virðist sjálfsagt að í þessu safni sé hver einasta bók og hvert einasta blað og tíma- rit, sem gefið hefir verið út og gefið verður út af Islendingum í Vesturheimi. Ættu útgefendur að hafa það í huga að senda safn inu ókeypis eintök af bókum og blöðum. Til sýnis voru margar gamlar og elztu útgáfurnar af íslend- ingasögunum; Flateyjarbók, — Christiania 1860; Njálssaga 1809; Kormákssaga, Khöfn, 1832; Lax dæla Khöfn 1826; Hervarðar- saga og Heiðreks kóngs 1785 og margar fleiri. Einnig voru þar nýjustu „Deluxe“útgáfurnar. Safnið er auðugt af elztu tímaritum og blöðum: Fjölnir, Klausturpósturinn, Þjóðólfur 1849—1865 og fleira. Þar eru og Árbækur Jóns Espólíns, Forn- bréfasafn, Biskupasögur og ýms önnur fágæt heimildarrit. Bækur tímarit Og blöð, sem geyma sögu Vestur-íslendinga voru og til sýnis; Saga Nýja Is- lands eftir Jóakim Jackson og þrjú hefti sögu Vestur-lslend- inga eftir Þ. Þ. Þorsteinsson. Ekki sá ég Almanak Ólafs Thor- grímssonar, en má vera að safn- ið eigi það. Það á Sameininguna frá upphafi og Breiðablik, mest allt Lögberg. Ekki sá ég Heims kringlu, ætti hún þó áreiðanlega að vera þar líka. Á einu borði voru ljóðabækur og voru meðal þeirra ljóð eftir helztu V.-íslenzku skáldin. Til sýnis voru margar hinna vönd- uðu myndabóka frá Islandi, sem nú eru gefnar út svo ört. Þær myndu gefa réttari hugmynd um náttúrufegurð landsins, ef myndirnar væru í eðlilegum lit- um eins og í bók Dr. Helga Briem. — Ekki gefst rúm til að segja frá fleiri fágætum bókum, sem þarna voru. Bókasýning þessi færði sönnur á það, að við Mani toba háskólann eiga íslendingar stærri fjársjóð en flesta rennir grun í. Framtíð safnsins er tryggð eins og áður er getið, en enn vantar margar gamlar bæk- ur, sem, ef til vill, eru í fórum manna vestan hafs. Væri það vel gert og þjóðræknislegt að láta safnið njóta þeirra. — Auka bindi fágætra bóka, getur safnið notað til að skipta við önnur söfn. — Háskólanum hafa þegar bor- izt fyrirspurnir frá nemendum um kennslu í íslenzku og íslenzk um fræðum. Ánægjulegt væri það ef íslenzka bókasafnið yrði svo fullkomið, að hingað sæktu fræðimenn víðsvegar frá, til þess að færa sér það í nyt, líkt og á sér stað við Cornell háskól- ann. Kirkjuþingið 1 Argyle (Frh. af bls. 2) 8. Yfirlýsingar og kveðju- skeyti. Kveðjuskeyti bárust þinginu frá biskupi íslands, hr. Sigurgeiri Sigurðssyni. Frá séra Eiríki og frú Guðrúnu á Útskál um. Frá séra Octavíusi og frú í Californiu, séra Arthur S. Han- son og séra Guðmundi Jónssyni, og var þeim öllum svarað á við- eigandi hátt. 9. Leikmannastarfsemi. Það mál er ekki nýtt í kirkjufélag- inu. Það var eitt af áhugamál- um Dr. Jóns Bjarnasonar. Hann hvatti leikmenn safnaðanna til forustu. Nú voru þeir hvattir til þjónustu. 10. Launakjör presta. Kirkju- þingið mæltist til að söfnuðirn ir athuguðu launakjör presta sinna í sambandi við hina vax- andi dýrtíð og reyndu eftir megni að bæta kjör þeirra, þar sem þeim er raunverulega ábóta vant. Hefi ég þá drepið á flest það, sem gjört var á þessu kirkju þingi og verður þar við að sitja. SAMKOMUR. Tvær samkomur voru haldn- ar í sambandi við þetta kirkju- þing. önnur á fimmtudagskvöld ið 23. júní í Grundarkirkju. Var þar vel skemmt og vel til vand- að. Þar flutti erindreki United Lutheran church, sem í þetta sinn var séra Georg H. Harknis frá Harrisburg í Pensylvania, aðstoðarmaður forseta United Lutheran church in America. Er indi sit, sem hljóðaði um starf Lútersku kirkjunnar í Ameríku, inn á við og út á við, vonir henn- ar og þarfir hennar og framtíðar horfur. Erindið var hið ágæt- asta, skýrt og vel framborið og féll á eyru manna eins og dögg á þyrsta jörð, þó að hann ein- staka sinum minntist á peninga. Séra K. K. Ólafsson flutti og snjalla og skemmtilega ræðu, en stutta í þetta sinn. Sameinaður söngflokkur byggðarinnar söng prýðilega vel, svo gerði og for- setinn séra Egill H. Fáfnis, sem söng einsöng, en frú hans lék undir með honum. Samkoman var uppbyggileg og skemmtileg. Hin samkoman var haldin á föstudagskvöldið 24. júní í sömu kirkjunni, var hún helguð æsku lýðnum og var kölluð „youth Rally“. Séra Eric Sigmar hafði aðallega séð um undirbúning hennar og gjört það vel. Tók hann sjálfur áberandi þátt í henni, því hann er söngmaður ágætur. Skemmtiskráin var sem hér segir: Devation — Dr. R. Marteins- son Argyle Parish choir: „Praise ye the Lord“ og „Þú bláfjalla geimur“. Vocal Solo — Miss Grace Hur- ton Glenboro: „Perfect day“. „The world is waeting for the sunrise“. Adress Attorney Norman Bergman, Winnipeg. Solo Elin Josephson Glenboro. „Almighty Father“ og „Bí bí og blaka“. Píanósóló Miss Grace Hurton. Adress Rev. Harald Sigmar. Sóló Miss Carol Nordal. Argyle Parish choir „Kvöld- söngur“. Allt var þetta prýðilega af hendi leyst. Ræðurnar vel flutt- ar og skipulega af báðum. Báðir eru mennirnir málsnillingar og orðfimir, en ég ætla ekki að rekja efnið í ræðum þeirra. Bendi aðeins á eitt atriði í ræðu Norman Bergmans til athugun- ar og umhugsunar: „Ég tala ekki um æskulýðinn sem sérstaka aðskylda deild í mannfélaginu, slíkt hugtak er tál. Æskan og þeir fulorðnu verða að haldast í hendur“. Kirkjuþingsfundirnir voru haldnir sinn daginn hvor í hverri kirkju prestákallsins. Fimmtu- daginn 23. júní 4 Brú, eins og sagt hefir verið. Föstudaginn 24. júní á Baldur og síðasta daginn laugardag í Glenboro og alls- staðar áttum við að mæta sömu gestrisninni og góðvildinni. Á laugardaginn fóru fram em- bættismannakosningar og voru allir aðalembættismenn kirkju- félagsins endurkosnir — Séra Egill H. Fáfnis forseti, séra V. J. Eylands varaforseti, séra Bjarni A. Bjarnason ritari, séra Skúli Siígurgeirsson vararitari og Sig- tryggur O. Bjerring féhirðir. Standandi nefndir, endurkosnar með sáralitlum breytingum. Victor Jónasson kosinn í fram- kvæmdanefndina í stað J. S. Gillis og dr. Marteinsson í trú- boðsnefndina í stað séra V. J. Eylands. Eftir miðjan daginn á laugardag, síðasta þingdaginn, var minnst nokkurra merkra kirkjulegra viðburða. Fyrst 50 ára prestsskaparafmælis Dr. Runólfs Marteinssonar. Ávarp- aði séra Skúli Sigurgeirsson hann og frú hans með vel völd- um orðum og þakkaði þeim báð- um fyrir óeigingjarnt og vel unn ið starf í þágu kirkju og kristi- legrar menningar á meðal Islend inga. Sigtryggur S. Bjerring af- henti þeim hjónum ofurlitla minningargjöf. Séra Guttormur Guttormsson tilkynnti að í ráði væri, að gefa út í litlu kveri, þing prestshugleiðingar hans á þinginu. Þau Dr. og frú Mar- teinsson þökkuðu bæði fyrir vin skap og virðingu sér sýnda. Þá var minnst hinnar hreinu og dyggilegu þjónustu í þarfir kirkju og menningarþroska, er séra Pétur Hjálmsson hefir innt af hendi um langa æfi. Hann sit- ur nú blindur í sólroða kveldsins og hugir samverkamanna hans og vina dvelja hjá honum með þökk og virðingu. Þinginu var slitið kl. 6 á laug- ardaginn og eftir höfðinglega framreidda máltíð kvennanna í Glenboro, kvöddust menn og héldu heim. Ég gat samt ekki kvatt húsbændur mína og heima fólk þeirra í Baldur, þau Christ ophershjónin því ég þurfti á laugardagsmorguninn að ná í skjöl og skilríki, sem hann séra Guttormur gleymdi á skrifstofu sveitarstjórnarráðs Argylesveit- ar kveldið áður, en í bakaleið- inni mætti ég Jóni Swansson á þjóðveginum með föggur mínar og varð ég annað hvort að fara með honum tafarlaust, eða verða eftir, en að strandarglóp vildi ég ekki verða svo að ég gat ekki kvatt. En ég gjöri það nú og þakka Chrstophershjónunum og öll ufólkinu í Argyle fyrir höfðingsskapinn, viðtökurnar og viðmótið. Flestir prestanna urðu eftir yfir helgina í Argyle og prédikuðu í kirkjum íslenzku safnaðanna á sunnudaginn og einn þeirra séra Haraldur S. Sig mar í enskri kirkju í Glenboro. Á sunnudaginn var Hljómspil (shimes) undur hljómþýtt og hljómfagurt, er Hans heit. Jóns- son gaf til íslenzku kirkjunnar í Glenboro vígt. J. J. Bíldfell Business and Professional Cards SELKIRK METAL PRODUCTS LTD. Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinlr. Hitaeining, ný uppfynding, sparar eldiviö, heldur hita. KELLT SVEINSSON t Sími 64 358. 187 Sutiierland Ave.. Winnlpeg. s. o. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith Si. Winnipeg Phone 924 624 Office Ph, 925 668 Res, 404 319 NORMAN S. BERGMAN, B.A., LL.B. Barrister, Solicitor, etc. 411 Childs Bldg, WINNIPEG CANADA Also 123 TENTH ST. BRANDON Ph, 926 885 Phone 21 101 ESTIMATES FREE J. M. INGIMUNDSON Asphalt Roofs and Insulated Slding — Repairs 632 Simcoe St. Winnipeg, Man. DR. A. V. JOHNSON Dentist 60« SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 Talstmi 925 826 Heimilia 63 893 DR. K. J. AUSTMANN SérfrœOingur 4 augna, eyma, nef og kverka sjúkdómum. 209 Medical Arts Bldg. Stofutimi: 2.00 til 6.00 e. h DR. ROBERT BLACK SérfrœOingur 4 augna, eyrna. nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG Graham and Kennedy St. Skrifstofuslmi 923 861 Heimasfml 403 794 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPG. K'asteignasalar. Leigja hús. Ot- vega penlngalán og eMs&byrgfl hifreiöaábyrgC, o. s. frv. Phone 927 638 A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur llkklstur og annast um öt- f&rlr. Allur útbúnaCur sá beztl Ennfremur selur hann allskonai minnisvarCa og legsteina. Skrifstofu talslmi 27 324 Helmllis talslml 26 444 GUNDRY PYMORE Limited British (Juality Fish Netting 68 VICTORIA ST„ WINNIPEG Phone 98 211 Uanager T. R. THORVAL,DSON Tour patronage will be appreclated Phone 927 025 H. J. H. Palmason, C.A. H. J. PALMASON & CO. Chartercd Accountants 305 Confederation Life Bldg. Winnipeg Manitoba Phone 49 469 Radio Service SpeciallstB ELECTRONIC LABS H. THORK BLSOAI, Prop The most up-to-d&te Sound Equipment System. 592 ERIN St. WINNIPEG C A N A D I A N FISH I PRODUCERS, LTD. | J. H. PAOE, Managing Director Wholesale Dlstrlbutors of Frieii and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Offlce Ph. 26 828 Res. Ph 73 917 G. F Jonasson. Pres. tk Man. Dir Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLK, Slmi »26 227 Wholeaalt Distributura of FRESH AND FROZEN FI8F Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Wpg. Phone 926 441 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LögfrœOingar 209B/,NK OF NOVA SCOTIA BG Portage og Garry St. Phone 928 291 ____________________I EYOLFSON’S DRUC PARK RIVER, N. DAK islenzkur tyfsali Fðlk getur pantaB meðul og annaS meB pðsti. Fljðt afgreiBsla. SARGENT TAXI Phone 722 401 FOR QUICK RELIABLE SERVICE Office Phone Res Phonc 924 762 726 115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Offlce Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUST8 BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth 8t. Phone 926 962 WINNIPEG Cars Bought and Sold SQUARE DEAL MOTOR SALES "The Working Man’s Friend" Dk líitl 297 Princtss Street rn. /0404 Haif Block N. Logan ÍIIÐSlMll JE WELLERS 447 Portage Ave, ------------------— | DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREEl Selklrk, Man. Offlce hrs. 2.30—6 p.m Phones: Office 26 — Res. 230 | PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barristers - Solicitors Ben C. Parker, K.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson 500 Canadian Bank of Commerce Chambers Winnipeg, Man. Phone 923 561 JOHN A. HILLSMAN. M.D.. Ch. M. 332 Medical Arts. Bldg. OFFICE 929 349 Home 403 288 Phone 724 944 Dr. S. J. -lóhannesson SUITE 6 — 652 HOME ST, VlBtalstlmi 3—5 eftir hádegl

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.