Lögberg - 21.07.1949, Blaðsíða 1
Merkur athafnamaður nýlátinn
Á aðfaranótt síðastliðins
fimmtudags safnaðist til feðra
sinna að heimili Ruby dóttur
sinnar hjúkrunarkonu hér í
borginni, Sveinn Thorvaldson
kaupmaður í Riverton, 77 ára að
aldri, fæddur á Dúki í Sæmund
arhlíð í Skagafirði þann 3. marz
1872, einn hinn mesta athafna-
maður meðal Íslendinga vestan
hafs, góður félagsmaður og
traustur þjóðfélagsþegn.
Sveinn kom til þessa lands
með foreldrum sínum 15 ára að
aldri árið 1887, er landnám Is-
lendinga í þessari álfu var enn
í æsku; hann bjó yfir ríkri þrá
til mennta, ruddi sér veg gegn-
um gagnfræðaskóla í Winnipeg
og gerðist barnakennari um
hríð, fyrst í Mikley, en síðar á
Gimli og í Árnesi, og þótti hinn
ágætasti kennari; hugur hans
beindist þó brátt inn á braut
verzlunar- og viðskiptalífs, og
kom þar að, er hann í félagi við
Jóhannes heitinn Sigurðsson
stofnsetti í Riverton firmað
Sigurðsson — Thorvaldson, er
síðar kom á fót útibúum í Ar-
borg og við Hnausa; færði fyrir
tækið svo jafnt og þétt út kvíar
að það varð á síðari árum eitt
hið umfangsmesta slíkrar teg-
undar utan borga þessa fylkis;
var því jafnan stjórnað af ráð-
deild og glöggri fyrirhyggju.
Sveinn Thorvaldson gerðist
brátt mikill forustumaðúr innan
vébanda héraðs síns; hann varð
sveitaroddviti, átti lengi sæti í
skólaráði og sat um hríð á fylk-
isþingi fyrir Gimli-kjördæmi;
hann fylgdi jafnan íhaldsflokkn
um fast að málum og fann í hon
um sinn pólitíska átrúnað; hann
stóð í brjóstfylkingu XJniatora
samtakanna meðal Islendinga í
þessu landi, og gaf sig mikið
persónulega við kirkjulegri
starfsemi; hann átti um langt
skeið sætiNí stjórnarnefnd Þjóð
ræknisfélags íslendinga í Vest-
urheimi, unni mjög íslenzkum
bókmenntum og hafði ósegjan-
legt yndi af söng og hljóðfæra
slætti; hann var gleðimaður og
gestrisinn með ágætum, enda
mátti með fullum rétti segja, að
heimili hans lægi jafnan í þjóð-
braut. Sveinn var sæmdur orð-
unni Member of the British
Empire af Hans Hátign Breta-
konungi, og einnig riddarakrossi
hinnar íslenzku Fálkaorðu.
Sveinn kaupmaður var, að því
er ég vissi bezt, geðríkur mað-
ur, er ógjarnan vildi láta sinn
hlut; en um órofa hollustu hans
við vini sína get ég óhikað dæmt
af eigin reynd, því leiðir okkar
lágu lengi saman þó sínum aug
um liti oft hvor á silfrið um
ýmis mannfélagsmál.
Sveinn kaupmaður var tví-
kvæntur; var fyrri kona hans
Margrét Sólmundsson; þau
eignuðust 14 börn; seinni konan,
Kristín Hjálmarsdóttir Olson,
er lifir mann sinn, var ekkja
með 4 börn, er hún giftist
Sveini, og varð þeim 5 barna
auðið; varð því hér um óvenju
mannmarga fjölskyldu að ræða,
og þar af leiðandi óvenju um-
svifamikil heimilisstörf; voru
báðar konur hans stjórnsamar
og dugandi húsmæður. Sveinn
lagði mikla rækt við uppeldi
barna sinna og kom mörgum
þeirra til æðri mennta.
Auk ekkju sinnar, frú Krist-
ínar, og fjölmenns barnahóps,
lætur Sveinn kaupmaður eftir
Sveinn Thorvaldson, M. B. E.
sig tvö systkini, Dr. Thorberg í
Saskatoon, og frú Guðrúnu John
son, sem búsett er í Árnesbyggð
inni í Nýja-íslandi.
Útför þessa merka brautryðj-
anda og samferðamanns, fór
fram síðastliðinn laugardag;
hófst hún með kveðjuathöfn í
Sambandskirkjunni fyrir há-
degi undir forustu séra Philips
M. Péturssonar. Frú Rósa Her-
mannsson — Vernon söng ein-
söng.
Aalkveðjumálin voru flutt í
kirkju Sambandssafnaðar í Riv-
erton undir forustu séra Eyjólfs
J. Melan, er talaði á ensku og
íslenzku í kirkjunni og stýrði
útfararsiðum í grafreitnum, en
þar var einnig um hönd höfð
fögur kveðjuathöfn undir um-
sjá Frímúrarareglunnar.
Sveinn kaupmaður unni
byggðlagi sínu hugástum, en
ítök þau, er hann átti í hugum
samferðamanna sinna skilgrein
ast bezt af þeim mikla mann-
fjölda, sem saman var kominn
í Riverton á útfarardaginn.
E. P. J.
Sendiherra Banda-
ríkjanna hér á förum
Tekur við mikilvægu
emhætti í Washington
Mr. Richard P. Butrick, sendi-
herra Bandaríkjanna, er nú á
förum héðan, en hann hefir ver-
ið skipaður framkvæmdastjóri
bandaríska utanríkisráðuneytis-
ins í Washington. Mr. Butrick
hefir verið sendiherra Banda-
ríkjanna hér í rúmlega ár og
jafnan sýnt íslendingum hinn
mesta velvilja og hlýhug.
Truman forseti hefir skipað
Edward Burnett Lawson til að
taka við starfi sendiherrans hér.
Lawson, sem fæddur er 1895,
hefir að baki sér langan starfs-
feril í utanríkisþjónustu annars
staðar sem verzlunarfulltrúi við
bandaríska sendiráðið í Prag
1937—1939 og gegndi síðan sama
embætti í Nicaragua og Tyrk-
landi. Árið 1945 var hann skip-
aður fjármálaráðunautur sendi-
ráðs Bandaríkjamanna í Ankara
Mbl. 9. júlí
Marz á veiðum
í Hvítahafi
Nýsköpunartogarinn Marz frá
Reykjavík, er byrjaður ísfisk-
veiðar norður í Hvítahafi (und
an Kólaskaga í Rússlandi).
Þessi fjarlægu mið hefir enginn
íslenzkur togari sótt um margra
ára skeið.
Marz fór norður í Hvítahaf,
beint frá Bretlandi og var hann
sex daga á leiðinni. Togarinn
kom á miðin í fyrradag og hóf
þá veiðar strax.
Mbl. 12. júlí
Nýjasta nýtt
Fyrsti íslenzki þjóðminningar
dagur var haldinn, af íslending
um í Victoría, B. C., þann 19.
júní s.l. Komu þeir saman í ald-
ingarði Dr. Jóhannesar Pálsson
ar og konu hans Sigríðar. Er þar
hinn fegursti lundur, og að öllu
leyti hinn ákjósanlegasti til úti-
funda. Þar getur hópur mánna
sólbaðað sig í grasinu og einnig
fundið sér hlé fyrir sól, vind-
um og regni. Auk aldintrjánna
sem þar eru til yndis og afnota,
rís fjall við bæjardyr doktors-
ins, með himingnæfandi furu og
cedar trjám, og fleiri tegunda,
sem ritarinn kann ekki nöfn á.
Nú rekur mig minni til hinna
merkilegu „Willows“, sem þar
vaxa, margar af hverjum stofni,
og hver grein allt að 12 þuml-
ungum í þvermál og að því
skapi háar. Þá er önnur Willow
þar einnig merkileg, er nokkuð
smærri en hin, en hefir það til
síns ágætis, að hún verður snjó-
hvít á vorin af blómskrúði, eins„
'og snjórinn á^ fjöllunum.
Galli á gjöf njarðar er sá, að
á landi þessu er meira grjót en
frjómold, verður því ekki nema
nokkur hluti þessa lands dokt-
orsins og sonar hans Haraldar,
notaður til annars en bithaga
eða skógræktar. Svo er mesti
partur þessarar eyjar snarbratt-
ir klettahjallar og melhólar, en
þrátt fyrir allt það er eyjan þó
langsamlega frjósamasta skóg-
ræktarland Canada; mun meir
en helmingur alls timburs sem
framleitt er í Canada, koma ÍJá
þessari litlu eyju. Svo hefir það
verið til mjög margra ára.
Ég segi litlu eyju, því hún
verður varla greind á landabréfi
við vesturströnd Canada, þó að
hún sé yfir 250 mílur á lengd og
allt að 50 mílur á breidd. En nú
man ég það, að ég ætlaði að
segja ykkur af þjóðminningar-
deginum.
Það eru töluvert margir Is-
lendingar um hana alla, og rétt
ómögulegt að ná til þeirra eða
finna þá, eða gera sér ljósa grein'
fyrir hvað þeir eru margir, en
þó hygg ég að þeir séu um tvö
hundruð en þa ðer ágizkun ein.
Það hefir næstum enginn fé-
lagsskapur verið meðal íslenzku
eyjarskeggjanna, og fæstir
þeirra kynnst hver öðrum nema
þá þeir hafi mætst af tilviljun,
þar til í vetur að Mrs. Rósa Ey-
jólfsson Semple og Miss Sigrún
S. Johnson stungu saman nefj-
um og boðuðu nokkrar konur
og stúlkur saman til fundar við
sig.
Árangurinn var sá, að þær
stofnuðu íslenzkt kvenfélag,
sem hefir haldið fundi sína
mánaðarlega síðan, og stóðu
þessar konur og stúlkur fyrir
því að haldinn var íslendinga-
dagur að Victoría.
íslendingum verður ekki ann-
að sagt en að þeim heppnaðist
þetta vel, og lofar það góðu í
framtíðinni.
Ég var kosinn til að stýra deg
inum, en Dr. Pálsson var aðal-
ræðumaðurinn og skemmti vel.
Einnig var kvæði lesið upp eftir
Rósu Eyjólfsson Semple. Fólkið
söng mörg íslenzk lög bæði sér
og fundarstjóranum til mikillar
ánægju.
Þar var með okkur gestur
austan úr fjöllum, málmfræðing
urinn frægi, Jón Ólafsson, mað-
urinn, sem framleiddi betra stál,
harðara og stiltara en nokkur
annar stálgerðarmaður í Can-
ada.
Nú er hann hættur þeirri iðn,
og situr nú sem sigurvegari þar
sem þið Winnipegbúar kallið
vestur í Klettafjöllum, við Sal-
mon Arm, í hinu fagra og frjó-
sama héraði, er það einn partur
af Okanagan dalnum, sem er
frægt um allir jarðir Canada
fyrir gæði aldina þeirra, er þar
vaxa. Þar á hann stóran búgarð;
20 ekrur undir aldintrjám, auk
kornræktar og gripa; segir hann
að sér falli sá starfi betur en að
standa yfir mökknum úr stál-
bræðsluofninum, blanda hvít-
glóandi málmum og rannsaka
prufur efnafræðilega með sýr-
um.
Gesturinn var kvaddur til að
segja fréttir, varð hann vel við
tilmælum fundarstjórans og fór
það vel úr hendi.
Veðrið var líka hið ákjósan-
legasta; hvorki heitt ná kalt,
þurt né blautt o gekki neitt ann
að en blessuð blíða. Svo er það
jafnan á eyju þessari.
Að skemmtiskránni lokinni
framreiddu konurnar hinar á-
gætustu veitingar, og mun fólk
ið hafa farið heim til sín vel
mett af mat og skemmtunum og
glatt og ánægt.
Sojfonías Thorkelsson
Mestur hiti á íslandi, sem sögur fara
af, 90 stig á vestrænan mælkivarða
Vestur-íslenzku gestirnir
Seyðisfjörður 8. júlí. — Vestur-íslenzku gestirnir Vilhjálmur
Stefánsson og frú og Guðmundur Grímsson og frú lögðu sem kunn-
ugt er af stað með Esju austur á land fyrir nokkru. Ferðalagið
hefir gengið mjög að óskum. Fyrst í stað var að vísu rigning og
dimmviðri og hjá Vestmannaeyjum sást varla í land vegna þok-
unnar, en þegar kom vestur fyrir Mýrdalinn birti og gerði sólskin
og logn, sem hefir haldist síðan.
30 stiga hiti á Hallormsstað
1 gær var farið frá Reyðar-
firði í Hallormsstað. Þar var 25
stiga hiti í skugganum, en rúm
lega 30 stig í skóginum, og hefir
svo verið undanfarna daga.
Tveir fylkisþing-
menn gerðir
flokksrækir
í fyrri viku var háð hér í borg
inni ársþing C.C.F.-flokksins í
Manitoba, og væri synd að segja
að það gengi hljóðalaust af; þar
gerðust meðal annars þau tíð-
indi, að tveir þingmenn flokks-
ins í Manitobafylkisþinginu,
þeir Berry Richard, þingmaður
fyrir Paskjördæmið og Dane-
leyko, þingmaður St. Clements
kjördæmisins, voru gerðir
flokksrækir vegna' andstöðu
þeirra gegn Atlantshafssáttmál-
anum og Marshallhjálpinni; til-
löguna um brottrekstur á-
minstra tvímenninga flutti Stan
ley Knowles, sambandsþingmað
ur fyxir Mið-Winnipeg kjördæm
ið hið nyrðra; flokksþingið lýsti
fylgi sínu bæði við Atlantshafs-
sáttmálann og Marshallhjálpina
með miklu afli atkvæða .
E. A. Hansford var í einu
hljóði endurkosinn til flokksfor-
ustunnar í fylkinu.
Frásögn af silfurbrúðkaupi
þeirra Mr. og Mrs B. E. John-
son verður að bíða næsta blaðs.
STUTT ÆVIÁGRIP
Oddný Jónsdóttir Gíslason
Fædd 17. september 1882.
Dáin 2. júní 1949.
Oddný var fædd að Flötu-
tungu, Skagafjarðarsýslu á ís-
landi. Fluttist barn að aldri til
Ameríkul. okt. 1883. Foreldrar
hennar Jón Gíslason og Sæunn
Þorsteinsdóttir, settust að í
grennd við Hallson, North
Dakota. Árið 1889 fluttist hún
hingað norður í Mordenbyggð
með móður sinni, sem þá var
orðin ekkja, og bræðrum sín-
um, og hér. hafa spor hennar
alltaf legið síðan. Oddný sáluga
var mest af tímanum hjá systir
sinni Önnu og manni hennar
Jóni Sigfússyni Gillis.
Eftir að dauða systir hennar
bar að 1927 veitti hún forstöðu
heimilinu þar til Jón dó 1944,
en eftir dauða hans, var hún til
heimilis hjá systurdóttur sinni
Rannveigu og Vilhjálmi Ólafs-
son, og á því heimili andaðist
hún snögglega 2. júní 1949.
Oddný var frábærlega trygg
og góð manneskja, hetja í öllu
mótlæti og vildi fórna sér fyrir
sitt fólk. Hún elskaði kirkju
sína og allan góðan félagsskap,
trúði af allri sál á mátt hins
góða, og vildi öllum vel. Stórt
skarð hefir verið höggvið í hóp
okkar, sem seint fyllist.
Flatatungu systkinin voru
fimm, Anna Ingibjörg (Mrs J.
S. Gillis) dáin 1927. Dr. Guð-
mundur Gísli Gíslason, dáinn
1934. Á lífi eru aðeins tveir
bræður: Jón Magnús Gíslason
og Thorsteinn J. Gíslason.
Jarðarför hennar fór fram frá
Ólafsons heimilinu og samkomu
húsi Brownsveitar þann 6. júní
1949, að viðstöddum nánustu
ættingjum og Islendingum
byggðarinnar, einnig mörgu
öðru vinafólki, sem henni hafði
kynnst. Séra E. H. Fáfnis jarð-
söng.
Skógurinn grænn á einni
nóttu
Skógurin er í sínu bezta
skrúði. Tók hann svo fljótt við
sér, þegar tíðin batnaði, að fólk
sagði, að hann hefði orðið
grænn á einni nóttu.
Föðursystir Vilhjálms
ferðinni
Alls eru 85 menn í hópnum
:>ar á meðal föðursystir Vil-
hjálms Stefánssonar, sem vildi
fylgja frænda sínum á þessu
ferðalagi. — Mbl.
Öldungurinn kominn
úr Skotlandsferðinni
Lárus Jóhannsson ætlaði í vinaheimsókn, en var snúið við fyrir
aldurssakir einar
„ÞETTA gerir ekkert til. ísland er bezta landið og hér er bezt
að vera“, sagði Lárus Jóhannsson trúboði, er hann sté út úr
Gullfaxa á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi. Lárus er 94 ára og
brá sér tli Skotlands til að heimsækja vini sína þar. En honum
var neitað um landvistarleyfi í Skotlandi og sendur heim aftur
með sömu flugvélinni og hann kom. Lárus var í bezta skapi og
hló að þessu ævintýri sínu, er ég átti tal við hann á flugvellinum
skömmu eftir komu flugvélarinnar.
>rÆtluðu að verða vitlausir“
„Þeir ætluðu alveg að verða(
vitlausir í útlendingaeftirlitinu
í Skotlandi þegar þeir sáu hvað
ég var gamall. En það sáu þeir
á vegabréfinu mínu.
Þeim fannst það víst ómögu-
legt að svona gamall maður
væri að ferðast. En það er ekki
rétt, að þeir hafi bannað mér
að fara úr hótelinu. Það heyrði
ég aldrei að minnsta kosti“.
Gisti hjá vini sínum
„Ég fór til þess að hitta vini
mína í Glasgow“, hélt Lárus á-
fram. Ég viss i að það myndi
vera áætlunarbíll til Glasgow og
fór upp í hann. Hitti strax einn
af vinum mínum , Glasgow og
gisti hjá honum um nóttina. Þeg
ar hann las um þetta svokallaða
hvarf mitt í morgunblöðunum
daginn eftir hringdi hann til lög
reglunnar og lögreglan kom þá
að sækja mig og flutti mig aftur
til Glasgow og sagði að ég ætti
að fara heim aftur“.
Hefði aldri komið fyrir •
í Glasgow
„Þetta var allt út af því, að
þeir þekktu mig ekki í Prest
wick. Þetta hefði aldrei komið
fyrir, ef ég hefði komið til Glas
gow. Þeir þekkja mig þar. Yfir
lögregluþjónninn í Glasgow er
góður vinur minn. — Þangað
hefi ég oft komið og þeir hefðu
ábyggilega látið mig í friði.
„Annars gerir þetta svo sem
ekkert til. Ég hefði ekki verið
landinu nema svona tvær vik-
ur. Rétt til að hitta vini mína.
Það var verst að ég hitti þá ekki
alla“.
Höfðu aldrei séð svona
gamlan mann“
„ Prestwick höfðu þeir víst
aldrei séð svona gamlan mann
og því síður að hann væri að
ferðast“, bætti Lárus við bros-
andi. Er ég spurði hann hvort
lonum væri ekki sama, þótt ljós
myndarinn tæki af honum
mynd, sagðist hann nú halda
jað. Annars ætti hann eldri
mynd af sér, sem væri velkomið
að lána mér.
„Þeir létu kapteininn á flug-
vellinum fá vegabréfið mitt og
nú bíð ég bara eftir að hann
skili lögreglunni hérna því og
ég fái það aftur.“
„Hyggið þér á utanferð á
næstunni?“ spurði ég Lárus að
lokum.
„Nei, ætli maður verði ekki að
vera heima“, svaraði hann.
18 stunda leit
Skosku blöðin skýra frá því,
að lögreglan hafi leitað Lárusar
í 18 klukkustundir, eftir að hann
hvarf af flugvellinum í Prest-
wick og ekki haft upp á gamla
manninum fyrr en vinur hans,
sem Lárus gisti hjá tilkynnti
hvar Lárus var niðurkominn.
í Englandi er það lög að aldr
að fólk eins og Lárus verður að
eiga einhvern að, sem sér um
það, ef það kemur inn í landið,
og tekur ábyrgð á því. Það var
eingöngu fyrir hinn háa aldur
Lárusar og hitt, að hann benti
ekki á neinn ábyrgðarmann í
Skotlandi, að honum var neit-
að um landvistarleyfi.
Mbl. 12. júlí
Ungir bræður, Fred og Ray-
mond Nelson frá Akra, N. Dak.,
litu inn í skrifstofu Lögbergs á
miðvikudagsmorguninn; þeir
eru af þriðju kynslóð íslend-
inga í þessu landi og tala enn á-
gæta íslenzku.