Lögberg - 21.07.1949, Blaðsíða 6

Lögberg - 21.07.1949, Blaðsíða 6
C LÖGBKRG, FIMTUDAGLNN, 21. JÚLÍ, 1949. FORRÉTTINDI Eftir GILBERT PARKER J. J. Bildfell þýddi. — LjóOin i þeasari sögu eru þýdd af Drt Sig. Júl. Jóhannessyni. Bftir mínútu var Charley sestur upp, framan á rúmið sitt dasaður og leit allt í kringum sig. Kofinn, eldurinn, maður- inn sofandi — hann bar hendina upp að höfði sér og fann þar umbúðirnar. Hann mundi nú eftir öllu; í gær- kveldi var hann á Cóte Dorion gisti- húsinu! í gærkveldi talaði hann við Suzon Karlamagnús í gistihúsinu Cóte Dorion; í gærkveldi hafði hann drukkið meira en nokkru sinni áður á ævi sinni, og í gærkveldi hafði hann ögrað, ert og smánað viðarfleka- og skógarmennina. Viðburðirnir allir stóðu lifandi fyrir hug skotsjónum hans: Andlitið á Suzon og föður hennar, fingurnir á Suzon, þegar hún lagði þá á hendina á honum í svip, vínglasið, sem stóð á borðinu við hlið- ina á honum, ljóskerin á veggjunum, sálmarinir, sem hann söng, ræðan, sem hann flutti. Það fór eins og hrollur um hann; beiskjan í orðum mannanna, há- vaðinn allt í kringum hann; ölkollan, sem kom siglandi að honum, brot ljós- kersins, ljóskerið eina sem eftir var! Svo hann Jake Hougt og handtakið hans þunga, augnaglerið, sem hraut af auga hans og hið fyrirlitningarfulla og stingandi svar hans, áhrif skammbyss- unnar í höndum föður Suzon, svo á- hlaupið, myrkrið í húsinu og stríð hans sjálfs við að komast til dyranna, þar sem stjörnurnar, svali næturinnar og á- in voru fyrir utan, blót, formælingar og hundur, sem vildi rífa í hann, náð til dyranna, höggið, fallið, niður, niður, niður, hávaði í fjarska, sem fjarlægðist meir og meir, og svo róleg og velkomin þögn — algjörð þögn. Aftur fór hrollur um hann. Og hann mundi eftir því, sem gerðist í skrif- stofu hans sjálfs í gær milli hans og Kathleen, og síðar við Billy, það greip hann viðkvæm kend og hann roðnaði út að eyrum. Hann varð að athuga öll þau mál í dag, varð að jafna sakirnar fyrir Billy og borga pengana, sem hon- um var trúað fyrir til baka aftur og jafna sakir við Kathleen, og það fór aftur um hann kuldahrollur. Var hann enn á Cóte Dorion gistihúsinu? Hann leit í kringum sig. Nei, þetta var allt öðru vísi hús heldur en Cóte Dorion. Þetta var auðsjáanlega veiðimannakofi. Máske að hann hafi verið slæddur upp úr ánni, af einhverjum skógarmanni og fluttur í þennan kofa. Hann þreifaði á höfðinu á sér og það var sárt og sárið á því alveg nýtt. Hann hafði leikið sér við dauðann með dyrfsku og ákafa, en samt var hann þarna lifandi. Það var ljóst, að örlögin ætluðust ekki til að honum væri drekkt í ánni, né heldur stunginn með hníf til dauða, hann mundi svo vel eftir hnífunum, þeg ar þeir voru dregnir úr slíðrunum — hvernig í hann var sparkað — og hvern ig að hann var hrakinn þangað til að yfirtók fyrir honum! Það hefir verið klukkan tíu þegar hann varð fyrir slys- inu — hann reyndi að brosa, en ein- hvern veginn var honum það ekki eðli- legt, — klukkan hlýtur nú að vera orð- in um fimm, því að morgunbjarminn var að þrýsta sér inn að dýrskinnsblæj- unni, sem var fyrir glugganum. Það var einkennilegt, að honum fannst að sér liði ekkert ver fyrir óhapp ið, sem fyrir hann kom, og tungan í honum var eins hrein og eðlileg eins og þó hann hefði verið að drekka mjölk, en ekki brennivín, vafasamt að gæðum í Cóte Dorion veitingahúsinu kveldið áð- ur. Enginn óstyrkur á höndunum, eng- an höfuðverk, nema sárindin þar sem hann fékk höggið, sem var nú vel bund- ið um, en hann var ákaflega þyrstur og hungraður. Hann brosti. Hvenær hafði hann verið lystugur á morgunmat áð- ur? Nú var hann ekki aðeins lystugur heldur gráðugur í inat. Það var eins og glóðum elds hefði verið safnað yfir höfði hans eftir næturverknað hans á Cóte Dorion gistihúsinu frá því kveldið áður. Það er þó sannarlega satt, að hefnd fylgir ekki alltaf á eftir ógættn- inni. En þó roðnaði hann allt í einu upp að hársrótum, því einkennileg sektar- kennd greip hann, og Charley Steele. — Sá Charley Steele, sem vaknaði í veiðimannskofanum þá um morgun- inn var að athuga þann Charley Steele, sem lokið hafði vafasömum lífsferi sínum, í ribbaldalegri viðureign á Cóte Dorion gistihúsinu kveldið áður. í flótta hugsunum þessum reyndi hann að átta sig með því að þreifa eftir augnagleri sínu, en fann það ekki. Sá varnarmúr hans var ekki finnanlegur. Charley Steele, hinn fagri var undir hlífðarlausri sjálfsprófun og engin undanbrögð voru finnanleg. Hann stóð skyndilega á fæt- ur og steig áfram eins og hann væri að leita sjálfum sér skjóls. Sú snögga hreyfing kom blóðinu til að streyma til höfuðsins og honum fannst að sjónin dapraðist. Hann bar hendina upp að höfði sér og hné mátt- vana til baka ofan á rúmið. Þessi hreyf ing Charley vakti þó Portugais, sem stóð upp af gólfinu, þar sem hann hafði legið, og kom til hans. „Monsíeur", sagði hann. „Þetta máttu ekki gjöra! Það hefir liðið yfir þig;“ og hann tók um herðarnar á Char ley eins og til að styðja hann. Charley kinkaði kolli, en leit ekki upp. Hann hafði ákaflegan höfuðverk. „Vatn — gjörðu svo vel að gefa mér vatn“, sagði hann. Á svipstundu hafði Jó náð í skál með vatni og bar hana að vörum hans. Hann drakk, drakk, drakk, hvern einasta vatnsdropa úr skálinni. Svo blés hann frá sér og sagði: „Þetta var ágætt“, og leit brosandi framan í Jó. „Þakka þér fyrir, vinur, mér veitist ekki sú virðjng, að vita hvað þú heitir, en“. — Hann þagnaði og horfði fast á Jó og í augnaráði hans fólst spurning og leyndardómur. „Hefi ég nokkurn tíma séð þig áð- ur?“ spurði hann. „Hver veit það, monsíeur!“ Jó var mjög breyttur frá því, sem hain var fyrir sex árum, er hann stóð frammi fyrir Charley og dómurunuin í réttarsalnum. Mörkin eftir bóluveikina, mikið skegg og hárið, sem var orðið grátt og útiveran hafði breytt honum svo, að Charley þekkti hann ekki. Jó gat varla talað. Hann skalf á fót- unum, því honum var ljóst, að Charley Steele var búinn að ná sér aftur. Hann var ekki lengur hið hógværa eftirláta barn, sem hann annaðist áður, heldur maðurinn, sem hafði frelsað Jó frá gálg anum og hann stóð í skuld við, sem hann dyrfðist ekki að viðurkenna. Hug ur Jós var á flótta. Nú þegar hættan var yfir, nú þegar það sem þeir vonuðust eftir var fengið og batinn sjáanlegur, þá var eins og tunga hans, þróttur hans og vit væri horfið. Hann kom engu orði upp, með hjartað uppi í hálsi og hræðslu sorta fyrir augum. Rannsakandi augu Charlty hvíldu á honum í þessu hugarástandi. „Átt þú þetta hús?“ „Þú slæddir mig upp úr ánni hjá Cóte Dorion?“ Charley hélt enn með hendinni um höfuð sér, því verkurinn í því var sár, en hann tók ekki augun af félaga sínum. „Já, monsieur“. Charley fór ósjálfrátt að leita með hendinni að augnagleri sínu. Jó sneri sér snögglega að veggnum, og tók gler- ið, sem hékk þar á nagla, og hafði hang ið þar alla þessa löngu mánuði, sem Charley var veikur, og rétti honum það. „Þakka þér fyrir, vinur“, sagði Charley. „Hefi ég vitað nokkuð af mér síðan þú bjargaðir mér í gærkveldi?“ spurði hann svo. „Já, að sumu leyti, monsieur“. „O, jæja, ég get tkki munað neitt, en það var mjög vel gert af þér — og ég þakka þér innilega. Heldurðu að þú getir fundið mér eitthvað að borða? Fyr irgefðu, ég veit að það er ekki kominn morgunmatartími ennþá, en ég hefi al- drei á ævinni verið eins hungraður og ég er núna“. „Eftir mínútu, monsieur — eftir eina mínútu. En legðu þig út af. þú verð ur að liggja fyrir um stund. Þú steigst alltof fljótt í fæturna, þess vegna hef- urðu höfuðverkin. Þú hefir ekki borðað neitt“. Ekki síðan í gær um miðjan daginn og þá lítið. Ég held að ég hafi ekki borð- að neitt á Cóte Dorion, ef ég man rétt. Hann lagði sig út af í rúmið og lét augun aftur. Verkurinn í höfði hans hvarf bráðlega, og honum fannst, að ef hann fengi að borða, að þá mundi hann sofna. Það var svo rólegt þarna í litla kofanum — að sofa og hvílast í heilan dag, eftir allt brakið og bramlið frá kveldinu áður, hve yndislegt væri það ekki. Hér var að finna bæði frumleg og hagkvæm þægindi, — leyndardóm þæg indanna, ef þér líkar það betur; Hér var þessi vesalings veiðimaður, sem að- eins hafði nóg til hnífs og skeiðar og varð sjálfur að vinna fyrir því dag eftir dag, og eins og Robinson Cruso, eflaust fannst honum hann búa við ánægjulega aðstöðu og í yndislegri einverukyrrð. Hann hafði máske ekki til neinnar á- byrgðar að svara, átti ekki undir neinn að sækja, sem gat sagt nei við hann, engum að sjá fyrir nema sjálfum sér, dásamleg lífsaðstaða. En þarna var hann sjálfur Charley Steele, iðjuleys- ingi, slæpingi, sem ekkert takmark hafði haft í lífinu, sem varla þurfti að vinna fyrir daglegu brauði sínu, — al- drei að minnsta kosti fyrr en þá alveg nýlega — þræll menningarinnar, sem hann óx upp í, var sú menning þess virði að leggja allt í sölurnar sem þurfti, til að halda henni við? Hann bar hendina upp að höfðinu á sér, sem sjálfsagt hefir breytt um- hugsunarefni hans. Hann varð að fara heim til sín þá um daginn til þess að bæta fyrir brot Billy og láta peningana sem Billy hafði tekið með því að falsa nafnið hans á sinn rétta stað. Það þoldi enga bið. Hann var ekki í efa um að hann gæti náð heim til sín þann sama dag og það varð hann að gjöra, án tillits til höfuðsársins og án tillits til þess, sem komið hafði fyrir kvöldið áð- ur. Það var skylda hans að gjöra það, þrátt fyrir augu forvitninnar, sem á hon um mundu hvíla, hafði hann ekki allt- af verið augnaundur fólksins? Hvað gerði það honum til? Það var skylda hans að fara heim til sín og bæta fyrir það, sem aflaga var. Billy var reyndar fantur og flautaþyrill, en það var hún Kathleen! Hann þrýsti saman vörunum, því ein hver hlýr neisti bærðist honum í hjarta. Hvenær hafði slík kend ónáðað hann áður? Hvenær hafði hann hugsað um Kathleen áður í sambandi við hina per- sónulegu framkomu sína? Jú, hann hafði gjört það síðan í gær og einhvers konar vorkunarkend hreyfði sér hjá honum — óljós skömmustuleg vorkun semi, sem var í mótsögn við hina yfir- lætisfullu hreyfingu hans þegar hann setti á sig augnaglerið og reyndi að brosa upp á gamla mátann. Hann hafði legið með aftur augun. Hann lauk þeim nú upp og sá hús- bónda sinn vera að breiða dagblað á borðið, sem átti að duga fyrir borðdúk, svo setti hann matinn á það — brauð, kjöt og skál með kjötsúpu í. Það var þó sannarlega hugsunarsemi af þessum manni að elda súpuna á nóttinni hugs- aði Charley þegar hann sá Jó taka súpu skálina upp frá eldinum, þar sem hann hafði sett hana til að halda henni heitri. Ágætis náungi — góður drengur þessi skógarmaður. Höfuðverkurinn var nú alveg horf- inn og Charley reis upp við olnboga og settist alveg upp eftir litla stund. „Hvað heitir þú, vinur?“ spurði Char- ley. „ Jó Portugais, monsieur“, og kom með kertaljós og setti það á borðið, svo lyfti hann tindiskinum, sem var yfir súpuskálinni. Charley hafði aldrei fyr borðað slík an morgunmat. Brauðsneið og kaffi- bolli hafði alltaf fullnægt honum, og stundum meira en það. En nú gat hann ekki beðið eftir því, að éta súpuna með' skeið, heldur tók hann skálina, setti hana á munn sér og teygaði úr henni, setti hana svo niður og stundi ánægju- lega. Svo tók hann brauðið, svart hafra mélsbrauð og muldi það ofan í skálina og borðaði það með beztu lyst, og með- an hann var að því, leit hann græðgis- augum til kjötsins á borðinu. Hvaða kjöt skydi það vera? Það ltit út fyrir að vera dýrakjöt. En hvað gjörði það til hvaða kjöt það var? Jó sat á bekk við eldinn og sneri hann sér að gesti sínum og var óttaslegin yfir því, hvaða áhrif það mundi hafa á manninn, sem hann hafði annast, étið og drukkið með svo lengi, þegar að hann fengi að vita sann- leikann um sjálfan sig. Hann gat ekki fengið sig til þess að segja honum sann leikann, hann hafði tekið annað ráð til þess, að láta hann vita um það. Charley sat steinþegjandi. Það var óvanalegt fyrir hann að vera hungrað- ann, en það var yndisleg ánægjukennd, sem var of dýrmæt til að trufla með orðaglamri einu. Hann át allan matinn, sem var á borðinu, svo leit hann á Jó eins og hann væri að vonast eftir að hann bæri fram meiri mat. En Jó hélt auðsjáanlega að han væri búinn að borða nóg, því að hann hreyfði sig ekki. Charley tók augun af félaga sínum og fór að sópa saman brauðmylsnu, sem falið hafði á borðið. Hann tók hana upp og át með góðri lyst, og hló með sjálf- um sér. „Hvað tekur það okkur lengi að kom ast til bæjarins? Getum við komist þang að fyrir miðjan daginn í dag?“ „Við getum það ekki fyrir miðjan daginn í dag, monsieur“, svaraði Jó daufur í bragði. „Hvað marga klukkutíma tekur það okkur?“ Hann var að sópa saman síðustu brauðmolunum á borðinu og honum varð litið á dagblaðið, sem lá á borðinu. Hann stundi við eins og að honum hefði orðið snögglega illt. Varirnar á honum urðu þurar, og hann bar hendina upp að þeim eins og hann væri að þurrka af þeim þokumóðu. Jó horfði á hann óttasleginn og með ógnandi forvitni. Hann fann til þess, hve auðvirðileg lítilmennska það var af honum að hafa ekki sagt Char- ley frá því, sem stóð í blaðinu. Aldrei hafði hann séð svip á mannsandliti líkan þeim, sem var nú á andliti Charley Steele. Hann tók talnaband sitt og gjörði játningu sína upp aftur og aftur, á meðan Charley Steele í hljóðum, en hásum rómi las á prenti, sem honum reyndar sýndust eldstafir, sögu sína. Hann las í blaðinu: ídag, að fengnu ríkis- og kirkjuleyfi, voru þau frú Charley Steele, dóttir há- æruverðugs herra Julien Wantage, og bróðurdóttir hera Eustace Wantage og smáskotaliðsforingi í konunglegu her- deildinni, kafteinn Thomas Fairing gef in saman í hjónaband í St. Theobalds- kirkjunni. Charley leit á dagsetninguna á blaðinu og las: „Tíunda febrúar 18 !“ Það var í ágúst, sem hann var í Cóte Dorion gistihúsinu, 5. ágúst 18 , en dagsetningin á þessu blaði var febrúar 10. 18 . Hann hélt áfram að lesa í blaðinu, sem var mánaðargamalt og geðshræring hans óx æ meir, eftir því, sem hann las meira. — — „Kafteinn Thomas Fairing í kon unglegu smáskotadeildinni, sem hefir prýtt stöðu sína í hernum og á meðal vor með hugprýði, og sýnt staka skyldu rækni, bæði sem hermaður og prívat- borgari. Vér erum þess fullvissir, að samborgarar vorir, sameinast oss í að óska brúðurinni til hamingju, sem hjá liðin ógæfa hefir fært enn nær oss og aukið virðingu vora fyrir. Ef allir minn- ast hins vofveiflega dauðsfalls fyrra manns hennar, þó að líkið sé ófundið, er enginn í efa um að hann sé dauöur og að hann hafi verið búinn að stela tuttugu og fimm þúsund dollurum, sem honum hafði verið trúað fyrir og með því óafmáanlega sett innsigli svívirð- ingarinnar á lífsferil, sem hann sjálfur misbauð, en sem upphaflega gaf loforð- um dásamlega og þróttmikla þjónustu í þarfir samtíðar sinnar. Allir hafa tek- ið sig saman um að gleyma því, að þessi fagra og dáða bæjarkona hafi nokkurn tíma átt nokkuð saman við slíkan mann að sælda. Það er ógeðfelt að minn ast á þetta, en það er aðeins nýbúið að selja eignir þessa afvegaleidda manns, og skila aftur peningunum, sem hann stal til eigendanna og það er betra að segja frá þessu nú, heldur en síðar og vekja þá upp særandi endurminningar hjá þeim, sem vér vildum sízt særa. í hinni nýju lífsstööu er frú Farring svo gæfusöm að njóta rómantískrar að- dáunar, se mallir fagna yfir, og inni- legar árnaðaróskir allra byggðarmanna fylgja frú og hr. Fairring nú og ávalt“. Jó varð skelkaður, þegar hann leit framan í Charley. Hann sat alveg hreyf ingarlaus, náfölur í andliti, en úr aug- um hans virtist eldur brenna. Honum datt fyrst í hug að ganga yfir til Char- ley og votta honum hluttekningu sína, en hann áttaði sig á, að það væri ósæm- andi að þrengja sér inn í hugsanir hans eins og á stóð. Charley sat hreyfingar- laus, eins og líkami hans væri stirðn- aður, eða frosinn, en andlega var hann vakandi og í sál hans brann eldur ang- urs og ógæfu.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.