Lögberg - 21.07.1949, Blaðsíða 5

Lögberg - 21.07.1949, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 21. JÚLÍ, 1949. 6 /£n I I VH VI IWCNNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON STAÐA HÚSFREYJUNNAR Kunningjakona mín var að fylla inn skjal, þegar ég kom til hennar. Hún lagði niður penn- an og stundi: „Ég kemst alltaf í slæmt skap þegar ég verð að fylla inn þessi stjórnarlaga- eða skattaskjöl. Ég finn þá til óumræðilegrar lítil- máttarkenndar. Það er spurning in „atvinna?“ Og ég verð að skrifa, „húsfreyja“. Þegar ég skrifa þetta orð, finn ég til þess að ég er hér, miðaldra kona, með háskólamenntun og það hefir ekkert orðið úr mér um æfina. Ég er aðeins húsfreyja“. Ég gat ekki annað en skelli- hlegið. „Það eina, sem er að þér“, sagði ég, „er það að þú verður að finna eitt orð yfir margskonar störf, sem þú leysir prýðilega af hendi, og að meira eða minna leyti samtímis. í stað „húsfreyja“ gætir þú skrifað: Forstjóri, matreiðslukona, hjúkr unarkona, bílstjóri, saumakona, hússnyrtingarkona, bókhaldari, matarframleiðslukona, kennari, einkaritari“, — eða bara skrifað „mannvinur!“ „En mannvinir er fólk, sem gefur öðrum peninga", sagði hún. „Það er ekki nákvæm þýðing á því orði“, svaraði ég. Mann- vinur er sá, sem elskar aðra menn og gefur þeim þess vegna ýmsar gjafir. Þú hefir alla þína æfi verið að gefa. Þú hefir gef- ið þeim, sem þú elskar, orku þína, gáfur, hagleikni, þekkingu og þjónustu11. „Það er nú ekki alveg rétt að ég hafi gefið þetta“, sagði hún. „Það hefir verið séð fyrir mér, og ég hefi notið ástar og kær- leika annara í staðinn11. Hún var glaðlegri á svip. „Þú gætir líka skrifað: „Frjáls kona!“ „Frjáls?“ svaraði hún. „Ég hef svo mikið að gera, að ég veit varla mitt rjúkandi ráð“. „O, jú, þú getur það“, sagði ég og var ákveðin, því þessi kona var mikil vinkona mín og ég þekkti hana vel. „Þú hefir alla æfi framfylgt aðalskilyrðinu fyr ir frjálsri tilveru — nefnilega, að gera aldrei neitt aðeins fyrir peninga“. „Ef til vill er eitthvað til í þessu“, sagði hún brosandi. „En hér er ég, bráðum fimmtíu ára gömul, og ég hefi aldrei gert neitt af því, sem ég vonaðist til að gera þegar ég var ung. — Hljómlist. Ég lék betur á píanó fyrir tuttugu og fimm árum síð- an, heldur en ég geri nú. Ég fékk háskólamenntun — kastað á glæ“. Kastað á glæ! Ef að þessi kona hefði ekki haft þjálfun í að einbeita hugsuninni, fást við vandamál og leysa úr þeim, vega málin frá öllum hliðum, skipu- leggja notkun tímans, þá hefði hún aldrei getað afkastað öllu því, sem hún hefir gert. Hvað hin listrænu og andlegu áhuga- mál hennar snertu. — „En börnin þín eru öll gefin fyrir hljómlist. Og það aðeins vegna þess að þú fluttir hljóm- list inn í heimili þitt — er það ekki?“ Vinkona mín brosti. „En þetta allt er að lifa lífi sínu í því, sem aðrir gera“ og hún stundi aftur. „Já, líkt og Napeleon Bona- parte. Ég gerði gaman að henni. „Eða eins og drottning". Ég neita að taka þátt í sjálfsvork- un þinni. Þú ert ein sú farsæl- asta kona, sem ég þekki“. Og ég sannarlega meinti það. Þessi kona giftist, þegar hún var tuttugu og eins árs, fátæk- um skólakennara. Þau stofnuðu heimili á $35 á viku. Þau eign- uðust þrjú börn — tvo sonu og eina dóttur. Tuttugu og fimm ár liðu áður en maður hennar, náði hárri stöðu á starfssviði sínu, og fyrstu fimmtán árin — þangað til maður hennar varð höfund- ur að merkum og vinsælum sagn fræðisbókum — urðu þau að búa við mjög skorinn skammt, en höfðu tilhneigingu til fág- aðra lifnaðarhátta. Börnin voru uppkomin áður en bækur hans og kennsla gáfu af sér góðar tekjur. En vinkona mín hefði verið engu að síður farsæl þótt þau hefðu ekki orðið fyrir þessu happi, það var einmitt á erfið- leika árunum að hún afkastaði mestu. Allan þann tíma bjó fjöl- skyldan aldrei í öðru en vel hirtu og aðlaðandi heimili. Heim ilisfólk hennar hefir aldrei borð að slæma máltíð. Það hefir á- valt gengið snyrtilega til fara. Öll börnin voru og eru dáð fyrir prúðmannlega framkomu og fá gætar gáfur og ástundun, — sem hefir sparað foreldrum þeirra mikið fé, því að þau hafa að miklu leyti öðlast menntun sína vegna námsverðlauna. Þeim var einnig kennt að vera kærleiksrík og taka tillit til ann ara, því það var alltaf rúm fyrir einn fleiri á þessu heimili; flóttabörn fengu þar hæli í fjölda mörg ár. Að afkasta því, sem þessi kona gerði með litlu fé á milli handa var stjórnsemisafrek, sem sýndi frábæra skipulagningar og framkvæmdahæfileika. Hún var Hið bezta vindlinga tóbak Kaupið hinn stóra •25c pakka engu síður snillingur í höndun um. Einu sinni þegar ég heim- sótti hana, var hún að hengja veggfóður á dagstofuna. „Það er enginn vandi, þegar maður er komin upp á Iagið“, sagði hún ánægjulega. Hún hefði getað fengið hátt kaup hjá matsöluhúsum, sem innkaupskona matvæla. Hún hafði ávalt vakandi auga á mark aðinum og framreiddi þannig á- gætar máltíðir með lægstum til- kostnaði. — Þegar börnin voru lítil, saumaði hún öll föt þeirra og mestöll sín eigin föt, pils, jakka og yfirhafnir því mitt í heimilisannríkinu hafði hún sótt saumaskóla. í tómstundum sínum, vélrit- aði hún handrit manns síns og las prófarkirnar af öllum bókum hans; lék píanó„duets“ með börnum sínum, svo að þau hefðu meiri ánægju af að æfa sig, las skólabækur þeirra svo að hún gæti rætt við þau um námsgrein ar þeirra. Og um leið og þau náðu þeim þroska að fara burt í háskólann, fór hún að taka mik inn þátt í félagsmálum; tók sæti í húsnæðisnefnd borgarinnar; skipulagði hljómlistarsam- keppni til arðs fyrir kirkjuna; beitti sér fyrir umbótum í skóla málum. í sannleika sagt, þá þá hygg ég að fáar konur, sem gefa sig eingöngu að störfum utan heimilisins, komist til jafns við þessa konu að mikilvægum afrekum. „En ég hefi aldrei innunnið mér nokkra peninga“. Þetta er harmasöngur margrar húsfreyj- unnar. — Kafli úr grein eftir hinn heimsfræga fréttaritara, Dor- othy Thompson. Ladies’ Home Journal ÁRSSKÝRSLA FORSETA 1949 Framhald af bls. 4 sinnar hafi verið gjöf til Glenboro kirkju frá Hans Jónssyni. Byggir sú gjöf turn fagran og setur í hann „Electronic Chimes“. Þetta verður vígt nú á sunnudaginn að gefandan- um látnum. Prestþjónusta Safnaðanna. — Um síðasta þing var þjón- andi hjá Fyrsta lúterska söfnuði í Winnipeg Séra Eiríkur Brynjólfsson frá Útskálum. I júlímánuði hvarf hann með fjölskyldu sinni heim aftur. Var hann leystur út með vina- samsætum og gjöfum að verðugu. Átti framkvæmdanefnd Kirkjufélagsins og nokkrir vinir með honum og konu hans inndæla stund að Fort Garry hótelinu, í Winnipeg, að skiln- aði. Sama dag, að heita mátti, og séra Eiríkur fór kom vara- forseti Kirkjufélagsins, Séra Valdimar J. Eylands, til baka úr dvöl sinni á íslandi, ásamt fjölskyldu sinni. Tók hann við starfi aftur og hefir síðan kynnt oss að nokkru kirkju- starfið heima. En við óskum eftir meiri fróðleik úr reynslu hans. Séra Skúli Sigurgeirson hefir tekið köllun til Lundar- Langruth prestakalls og flytur þangað í ágúst-lok. Enn er þó prestlaust á Gimli. Séra Rúnólfur Marteinsson hefir leyst mikið starf af hendi; er það sönn blessun í prestafæð okkar hve Guð gefur honum þrek til starfs. Við þökkum metum. Séra Sigurður Ólafsson hefir veitt þjónustu Guð- brandssöfnuði. I öðrum prestaköllum hér eystra hefir engin breyting orðið. Vestur á Kyrrahafsströndinni heyra allir söfnuðirnir undir starfssvið trúðboðsnefndarinnar, og vísast til skýrslu hennar sem fram verður lögð á þingi. Hið sama gildir einnig um Saskatchewan héraðið. Hr. Stefán Guttormsson, B.A., byrjar prestaskólanám með haustinu á Northwestern Seminary, í Minneapolis. I sumar mun han neinnig vera um stundarsakir við kristin safnaðastörf í Churchbridge, Sask. Vér þörfnumst fleiri presta, og þyrftum við að benda ungum æskumönnum á þörf starfsmanna í víngarði Drottins. Sunnudagaskólar og Æskulýðsstarf. — Skýrsla skrifara mun benda á starf sunnudagaskólanna. En ég vil minnast á félagskap Sunnudagsskólakennara, sem mætti í fyrra í Sun- rise Camp. Þeir hafa bundist föstum félagsböndum með efl- ing sunnudagaskólastarfs fyrir augum. Er hér um vakandi áhuga að ræða og þakka. í september síðastliðnum gekst Fyrsti lúterski söfnuður fyrir því, ásamt öðrum lúterskum kirkjum í Winnipeg, og undir leiðsögn Parish and Church School Board, U.L.C.Á. að gjöra sérstakt átak til þess að innrita fleiri inn í söfnuð og sunnudagaskóla sinn. Mættu fyrst til samtals, heimsóttu svo líkleg heimiil og báru svo saman árangurinn. Þetta var nýtt í okkar safnaðastarfi, og sýndist bera góðan árangur. í haust komandi verður svipað átak gjört til að fá til ákveðn- ara starfs æskulýð vorn, og hafa þessi prestaköll heitið sam- vinnu: Arborg, Gimli, Selkirk, Lundar, Langruth, Argyle og Mountain. Allir sunnudagaskólarnir ættu að njóta þessara samfunda. Síðastliðið sumar starfrækti Bandalag lúterskra kvenna Sunrise Camp svo sem að undanförnu. Æskan og börnin eru þeim kær, og má segja að þetta sumar hafi æskulýðs- starf félagskaparins náð hæstu marki. Er oss öllum það ó- segjanleg gleði. Látum oss styrkja það af öllum mætti. Skýrsla mun fram koma um starf Sunrise Camp. Einnig vinnur Bandalagið gullvægt starf á fleiri sviðum kristinnar fræðslu. Og í félagskapnum sameinar kvenþjóð kristin sitt starfsþrek og áhuga framtak. Frá því leggur heilbrigða kristna strauma inn á okkar félagsstarf. Kristinn félagskapur karlmanna er stór vöntun á í Kirkjufélaginu. Öll þau kirkjufélög, sem stærstu starfi skila fyrir kristnina, eiga með sér sterka, lifandi félagsstarfsemi karlmanna. „Brotherhoods“ eru þeir nefndir. Leikmanna félög, sem beita sér fyrir kristnu starfi, efla kristinn fórn- aranda og líknarhug, vera Guðs ríki til eflingar. Konur Kirkjufélagsins hafa hér tekið okkur fram. Vér ættum að athuga á þessu þingi möguleika til stofnunar „Brotherhoods“ í prestaköllum vorum. Þá hafa og ungmennafélög Synódunnar nú lengi ekki átt með sér þing. Þetta setur dofa í unglingastarfið, og æskunni finst sér gleymt milli sunnudagaskóla og safnaðarstarfs. Vildi ég sjá félag vort hjálpa til að ungmennaþing yrði haldið, þar sem vekjandi fyrirlestrar og leiðbeinandi sam- talsfundir (forums) færu fram. Einhver kostnaður í sam- bandi við þetta myndi fljótt endurgjaldast í auðugra safn- aðarlífi heima fyrir. Rit og Bækur Félagsins. — Sameiningin, hið elzta ís- lenzkt kirkjublað gefið út, kom reglulega út á árinu. Vegna vöntunar á íslenzkum stílsetjara í prentsmiðjunni gekk verkið stundum seint. Ritsjórinn gjörði ritið að öllu hið bezta úr garði. En kaupendum fækkar, og lesendum enn meira á íslenzku máli. Hve lengi er hægt þannig áfram að halda er undir ykkar dómi. Skýrslan sýnir fjárhag blaðsins. Parish Messenger: Þetta blað ætti að eiga framtíð. Tungumálið er ekki hér til fyrirstöðu kaupendum. Gagn- semi kemur hér ekki að notum vegna þess að ekki er nógu vel skipulögð útbreiðsla þess eða innheimta. Safnaðaráðin gætu bezt bætt úr þessu, og myndi þá fórnfúst starf ritstjór- ans betur metið og koma að meira gagni. Skýrsla fjárhags blaðsins er fyrir hendi. Gjörðabókin var gefin út á sama hátt og áður, nema nú birtust í henni skýrslur embættismannanna. Gjörði það bókina dýrari en líka fullkomnari. Hún kom einnig sæmi- lega snemma í hendur safnaðanna. Þökkum við skrifaran- um dugnað hans í þessu tilliti. The Lutheran er rit sem aðalskirkjan U.L.C.A. gefur út. Vikublað í smáu broti. Það er eitt af hinum betri kirkju- blöðum á ensku máli hér í Vesturheimi. Til þess að kynnast starfi kirkju okkar og heimsstarfi kristninnar, ætti blaðið að útbreiðast meðal vor. Það myndi treysta samstarfið, öllum til góðs. Bækur, sem vér höfum gefið út, seljast í „smásölu“. „Rit og Ræður“ er allstórt upplag. Halli mun enn á útgáfu bókarinnar. Gleymum ekki þessari ágætu bók, heldur gjör- um gangskör að sölu hennar. „Lutherans in Canada“ er að miklu seld. Halli er einnig á útgáfu þessarar bókar. Sala hennar gæti betur gengið, ef vér gjörðum okkur ljóst þörfina í þessu tilliti. Bækur og rit félagsins eru nú geymd á sérstökum stað, í skipalegri röð og vel frá gengið. Á Mrs. B. S. Benson mikla þökk skilið fyrir slíkt verk. Kristniboðsstarf, Menntun Presta, Líknarstarf. — Það kann að sýnast yfirgripsmikið að minnast alls þessa undir einum málstað. En hér er átt við það starf okkar safnaða sem vér látum peningagjafir okkar vinna, og eflum þannig kristið starf út á við. Fyrir löngu síðan gátum vér ekki ein staðið straum af einum trúboða, heldur þáðum hjálp bróð- urkirkjunnar U.L.C.A. Aldrei höfum vér getað undirbúið okkar eigin presta. Á náðir annara kirkjufélaga höfum vér jafnan leitað. Þetta var eðlileg afleiðing þess hve smár fé- lagsskapur vér erum. Hitt myndi óeðlilegra ef vér vildum ekki gjalda þökk þar sem bæri og leggja fram okkar smáa skerf til viðhalds og þroska þessa starfs og stofnana. Þetta er það sem felst í samstarfi okkar við aðra stærri kirkju- deild. En í því felst líka samvinna um kristna almenna menntaskóla (colleges-, samstarf um spítala og líknarstarf, og samstarf um alt það sem aðeins stærri heild getur tekist á hendur. Við kusum U.L.C.A. sem þá heild er vér vildum eiga þetta samstarf við. Engin önnur Lútersk kirkja stóð okkur nær. Og áldrei hefir sú deild látið oss kenna á smæð vorri, heldur látið oss finna bróðurhug sinn og skilning á við- fangsefnum vorum. „The Income Objective“ er takmarkið sem hún setur sér að ná með frjálsum gjöfum. Hún biður, laðar og leiðir. Bend- ir á þörfina, neyðina. Og vér höfum heyrt. Og smátt og smátt fer oss fram í gjafmildi og sjálfsfórn. Skýrslur fé- hirðis sýna smáskrefa framför, en framför samt. Sumir söfnuðir standa þegar við hlið bræðra vorra 1 gjafmildi, en svo erum við hinir svo hægfara að vér drögum niður meðal- tal gjafmildi Synódunnar. Ó að vér mættum ölÞfinna þörf- ina og fórna meiru Guði til dýrðar. Starf okkar „Stewardship Secretary“ er rödd hrópandans í eyðimörkinni. Vekjandi, hvetjandi bendandi á þörf og þraut. Látum oss heyra hann, er hann talar til vor eða send- ir oss kveðju um þessi málefni. Þetta þing ætti að skipuleggja betur en nú er sína frjálsu innsöfnun á gjöfum til trúboðs og líknarstarfs, o. s. frv., „The Income Objective“, þar til hver einn einstaklingur hefir fengið tækifæri til að gefa til Guðs starfs utan síns eigin safnaðar. Það ætti þetta þing að gjöra. Það er gamall og góður siður að minnast tímamóta í lífi einstaklinga og félagsskapar. 1 þeim anda vil ég minna kirkjuþingið á þessi tímamót. Bróðir okkar og aldursfor- seti presta Kirkjufélagsins, séra Runólfur Marteinsson, á 50 ára vígsluafmæli þetta ár. Vér þökkum Drottni handleiðslu hans og gæzku við þennan bróður, og biðjum honum bless- unar og gleði. j Lincoln söfnuður er 70 ára þetta ár. Fyrsti lúterski söfn- uður var 60 ára í haust, og minntist þess atburðar með sér- stöku hátíðahaldi. Var forseti viðstaddur kvöldguðsþjón- ustu og flutti kveðjur Kirkjufélagsins. Þá átti líka 60 ára afmæli hinn íslenzki söfnuður í Selkirk þ. 9. júní s.l. Var sunnudagurinn 19. helgaður minningu þeirri og fór hið bezta fram. Vígður var sérstakur gluggi til minningar um frumherjana í Selkirk söfnuði. Vegna dauðsfalls í presta- kallinu, gat forseti ekki verið viðstaddur, en sendi kveðjur Kirkjufélagsins bréflega. E. H. FÁFNIS, Forseti KAUPENDUR LÖGBERGS OG HEIMSKRINGLU Á ISLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang, kr. 25.00 fyrir hvort blað. Dragið ekki að greiða blöðin. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMUNDSSON Mávahlíð 37, Reykjavík. Business College Education In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence YourBusiness Traininglmmediately! For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 21 804 695 SARGENT AVE., WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.