Lögberg - 21.07.1949, Blaðsíða 4

Lögberg - 21.07.1949, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 21. JÚLI, 1949. Hogbtrg Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The •'Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa E L D U R íslenzkt máltæki segir að brennt barn forðist eld- inn, og er það vitaskuld ekki mælt alveg út í hött, þótt hitt sé víst, að brennda barnið verði síður en svo ávalt varkárara með eldinn en áður; þetta nær til allra manna, jafnt barna sem hinna fullorðnu. Flestum ef ekki öllum þeim öflum, sem mannkynið hefir tekið í þjónustu sína, hefir á einn eða annan hátt verið mis- beitt, og er eldurinn í þeim efnum engin undantekning; og þótt hann sé lífsnauðsyn tilveru mannanna á þess- ari jörð, getur hann orðið tvíeggjað sverð, sé hann í óvitahöndum, hvort heldur ungir eða aldnir eiga í hlut. í grískum goðsögnum er sagt frá þeim manni, er Promiþeivs hét; hann var maður framsýnn og kom auga á eitt og annað, er mannkynið þarfnaðist í lát- lausri baráttu þess frá myrkri til ljóss; hann var ekki í minsta vafa um það, að mennirnir yrðu að taka eld- inn í þjónustu sína, og að í þeim efnum yrði einhver að ríða á vaöið undandráttarlaust, vafningalaust; hann kleif þeirra erinda Olympsfjall, komst alla leið að bú- stað guðanna og nam þaðan með sér gneista, er sindr- uðu út frá kerru sólar og bar þá niður til jarðar; er þang að kom mælti hann við jarðarbúa eitthvað á þessa leið: „Hér hefi ég meðferðis nýjan og máttugan aflvaka fyr- ir menningu ykkar; hann getur orðið yður til ómetan- legrar blessunar eða brennt ykkur til agna“. Jarðar- búar stóðu á öndinni og vissu hvorki til hægri né vinstri. „Þessi maður hefir opinberað okkur leyndardóma guð- anna“, pískruðu þeir sín á milli. „Hvað eigum við nú að taka til bragðs?“ Ýmsum hefir sennilega farið eins og strútnum, að þeir græfi höfuð sín í sandinn, en aðrir vafalaust hugs- að á þessa leið: „Úr því að eldurinn er nú á annað borð kominn í hendur okkar skulum við beita honum í því augnamiði, að ná okkur niðri á óvinum okkar“. Já, þarna hittu þeir naglann á höfuðið og þetta er gert enn þann dag í dag. Til allrar hamingju fyrirfundust þó menn, er hugsuðu á annan veg, og þeir sögðu hrein- skilnislega og upphátt: „Við skulum láta eldinn verða mannkyninu til blessunar“. Goðsögnin lætur þess getið, að Promiþeivs hafi numið á brott eldinn í leyfisleysi og þar af leiðandi væri refsing á hendur honum óumflýjan leg og það stóð heldur ekki á slíku. Promiþeivs var hlekkjaður Adð klett á Parnassusfjalli og varð að þola daglegar pyntingar; þó hér sé að vísu um goðsögn að ræða, ber hún því eigi að síður tæknrænt vitni, hvernig farið hefir verið með og farið er enn með hina miklu brautryðjendur, hina djörfu ljósbera, er klífa brattans fjöll með það fyrir augum, að lýsa upp mannheima og auka á hamingju mannanna; þeir hafa jafnaðarlegast verið grýttir, krossfestir, eða brenndir á báli. — Og eftir allar þessar aldir, öll þessi ár, kann fólkið enn ekki að fara með eld; óslökktur vindlingsstúfur brennir stórhýsi til kaldra kola og hundruð saklausra manna, kvenna og barna láta þar líf sitt; og af sömu ástæðu kvikna oft lítt viðráðanlegir skógareldar, er valda tjóni svo hundruðum miljóna skiptir; þetta rask- ar þó engu um hina menningarlegu nauðsyn eldsins, nema síður sé. ♦ ♦ ♦ ♦ MARGT LIFIR MANNKYNIÐ AF * Alltaf annað veifið síðan mannkynið hóf göngu sína á þessari jörð, hefir það ient í einskonar millibilsá- standi; eftir einn þróunarkaflann af öðrum hafa kom- ið afturkippir, er svo að segja hafa þurkað út menn- ingu þess; eftir að maðurinn loksins komst úr keng og varð uppréttur, hefir hann sennilega litið til stjarn- anna og sagt við sjálfan sig: „Þetta hefir þá unnist á; nú er ég orðinn maður“. Og þó ferðin upp á við til æðri menningar væri síður en svo greiðfær, vann hann þó á fyrri öldum marga stórsigra; en við fall Rómaveldis hins forna, hrundi menningin til grunna; svo að segja í einu vetfangi var slökkt á öllum vitum, jörðin varð í andlegum efnum í eyði og tóm og myrkur grúfði yfir djúpinu; maðurinn, sem nálgast hafði því nær ótrúlega hröðum skrefum tilgang tilveru sinnar, varð að nýju hnepptur í þrælaviðjar; alt þetta lifði hann samt af og við aðkomu viðreisnartímabilsins, hóf hann á ný göngu sína mót degi og hækkandi sól. Nútíma menning hefir lifað af tvennar alþjóða- styrjaldir, er svo voru bitrar og róttækar, að fullkom- inni, menningarlegri myrkvan gekk næst; af þessum hamförum hefir þó mannkynið lært það, að halda dauðahaldi í þau verðmæti, sem píslarsaga kynslóð- anna hefir leitt í ljós, að haldbezt reyndist á þessari jörð, en slík verðmæti eru trú, von og kærleikur; mann kyninu er nú loksins farið að skiljast, að það eigi verð- mæti, sem þess séu verð, að lifa fyrir og deyja fyrir. ÁRSSKÝRSLA FORSETA 1949 Til Hins Sextugasta og Fimta Kirkjuþings Hins evangeliska lúterska kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi Heiðraða Kirkjuþing og gestir! Náð sé með yður og friður frá Drotni vorum og frelsara Jesú Kristi. Vér erum mætt í Drottins nafni. Vér komum hér sem kristinn lýður. Vér komum til starfs sem á æðri takmörk en nokkur annar félagskapur. Málefnin, sem vér hér eigum að leggja hug og hjarta að, eru ekki mannlegur vísdómur heldur Drottins Orð, gefið oss, Guðs börnum, til leiðbein- ingar. Drottinn er ekki aðeins vor Guð, sem vér tilbiðjum og syngjum lof og dýrð, heldur einnig hann sem vér óskum að leiði oss, bendi oss, sýni oss hvað vér eigum að gjöra, fái oss starf að vinna. Vér viljum vera verkamenn Guðs, en ekki iðjulaus börn hans; og öll vor athöfn skal vera stimpluð: „Fyrir Krist.“ Engin heilbrigð aðstaða getur verið tekin til starfs í kristnum félagskap án þess að gjöra sér ljóst víðfeðmi krist- indómshugsjónarinnar. I Efes. 4:4—6: „ . . . Til einnar vonar kallaðir, (því) einn er Drottinn, ein trú, ein skírn, einn Guð og faðir allra, sem er yfir öllum, og með öllum og í öllum“. Og enn glöggari verður eining mannkynsins þegar við hugsum um Guð sem föður, og oss sjálf sem börn hans, sem bræður og systur, með öllum þeim skyldum og réttind- um sem slík fjölskyldueining felur í sér. En helgast af öllu verður oss hve við öll eigum að vera eitt, þegar Kristur gefur líf sitt til þess að „allir sem á hann trúi ekki glatist, heldur hafi eilíft líf“. (Jóh. 3:16). Og hversu ókristin verður hver ein hugsun hja oss, sem tekur ekki til greina þessar eilífu niðurstöður eða lætur þær ekki stjórna huga, hjarta og lífi sínu. Sjálf Biblían, Guðs orð, dregur ekki úr þessari einingar- tilfinningu. Eg set hér orð eins kristins leiðtoga, sem fann þetta og skrifaði: „Gamla Testamentið er saga þjóðar. Nýja Testamentið er frásaga um mann, líf hans starf og kenning. Þjóðin var vernduð og þroskuð unz slíkur maður kæmi fram meðal hennar. „Guð gjörðist maður til þess að vér sæum, heyrðum og skildum hvað vér meintum þegar vér hugsuðum um Guð. Koma hans til jarðarinnar er hjartapunktur sögunnar. Gamla Testamentið undirbýr það augnablik. Nýja Testa- mentið segir frá því. „Sem maður, lifði hann lífi svo einstæðu og fögru að slíkt hefir aldrei fyr þekst. Hann var hinn elskuríkasti, við- kvæmasti, ljúfasti, skilningsríkasti og umburðarlyndasti maður sem nokkurn tíma hefir lifað. Hann elskaði mennina. Það skar hjarta hans að sjá líðandi fjöldannn. Að fyrirgefa var hans hjartans unun. Hann hafði yndi af því að líkna. Hann gjörði kraftaverk til þess að seðja hungraðan lýðinn. Sjálfur gleymdi hann oft sínum þörfum, svo að hann gæti mildað úr kvöl annara. Lýðurinn þreyttur, sjúkur, syrgj- andi, flúði til hans og fékk lækning. Það hefir verið sagt að ef öll hans góðverk væru skráð, Myndi heimurinn ekki hafa rúm fyrir ritin. „Svo dó hann . . . fyrir syndir mannanna, til þess að verða frelsari mannanna. „Reis upp frá dauðum; lifir nú, ekki bara söguleg hetja, heldur lifandi persóna, hinn sannasti virkileiki sögunnar og lifandi, knýjandi máttur meðal mannanna. Og hann hét eilífu lífi öllum þeim sem kæmu til hans. „Öll Biblían er ofin útan um söguna um hann og loforðið um eilíft líf. Hún var skráð fyrir oss; ’að vér mættum trúa, skilja, þekkja og elska hann og fylgja honum’. Hann er því hjarta Biblíunnar. En svo sem hann er hjarta Biblíunnar, svo er hann líka hjarta kristindómsins. ,Eg er vínviðurinn (stofninnn), þér eruð greinarnar/ Og hin dásamlegasta eining er enn neinu sinni sýnd í samlíkingunni. Reynum öll að vera lifandi grein á stofninum, Jesú Kristi, viðurkenn- andi einingu allra se mGuðs barna“. Undiröldur alheimsstríðsins lægir seint. Enn valda þær brimi við heimanaust vor. Margt laskað þjóðarfley ber nú fyrir straumi, inn á svið þar sem gígur og grand bíður þeirra. Stríðssamböndin eru að leysast meðal þjóðanna, og í þeirra stað að koma friðarsambönd. öll af oss biðja heitt um frið, alheimsfrið. Ekki getur maður varist því að finnast að þær þjóðirnar, sem Guð og Krist viðurkenna, eigi auðveldara með samvinnu en þær sem kristindóminum hafna. Morg- unroða friðardags eygjum vér í þeim virkileika. Stærsta spor sem kristnar kirkjur hafa tekið á seinni árum var í sumar, er stofnað var „The World Council of Churches“. Yfir 50 kirkjufélög tóku þátt í stofnun þess. Er þetta ávöxtur meir en hundrað ára starfs til sameiningar kristinna félaga. I fyrstu grein þess stofnskrár stendur þetta: „The World Council of Churches is a fellowship of Churches which accept our Lord Jesus Christ as God and Saviour“. Guð og guðdómur Krists er einingar horsteinninn. Vér tilheyrum þessu alþjóðasambandi gegnum U.L.C.A. „The Canadian Council of Churches“ tilheyrir einnig þessu sambandi. Hér í Vesturheimi hefir um langt skeið verið samband lúterskra kirkna í „National Lutheran Council", sem vér tilheyrðum áður sem synóda en nú sem grein af U.L.C.A. Þá hafa og lútersku kirkjunar í Canada nokkurt samband með sér, „The Canadian Lutheran World Relief“, og hafa lagt fram stórgjafir í peningum og vörum til bjargar nauð- stöddum lýð í Evrópulöndunum. Gjafir pkkar synódu til „Lutheran World Action“ fara í gegnum Canada sambandið. Þetta seinasta samband Canadiskra kirkna reis upp úr stríðs- neyðinni. Auk gjafasendinga, hefir það með höndum að finna heimili fyrir heimilislausa úr Evrópulöndunum. Þá hafa líka Bandaríkjamegin lúterskar kirkjur átt með sér meiri samtöl um einingu og samvinnu en nokkru sinni fyr tíðkaðist. Er það spor í áttina til sterkara framtaks kirkju Krists til eflingar um allan heim. Fremst í hópi þeim sem vill samvinnu er okkar U.L.C.A., og veit ég við fylgjum þar vel að málum. „The Federal Council of Churches of Christ in America“ hefir lengi unnið að samvinnu kirkna og orðið nokkuð ágengt. Eg hefi nefnt hér nokkuð af þeim hreyfingum, sem kristnar kirkjur háfa beitt sér fyrir til meiri einingar um Guðs málefni. Hér tel ég það fram til þess vér gjörum okkur ljóst, að stefna kirstins lýðs er til einingar en ekki sundr- ungar; og von og bæn okkar fylgir með athygli öllum bróður höndum sem fram eru réttar, Guðs börnum til blessunar og Guðs ríki til eflingar. Kirkjufélagið — þú og ég, sem myndum það — erum gróin grein á lífsstofni alheims-vínviðarins, Kristinnar Kirkju. Það er að stinga höfðinu í sandinn að sjá ekki og NEW BRITISH SUPERSONIC 'JET' FIGHTER This picture shows the Supermarine 510, a development of the famous “Attacker”, latest fighter aircraft announced by the British firm of Vickers-Armstrongs. Details are still on the secret list, beyond the announcement that the 510 is powered by a Rolls- Royce ‘jet’ engine, and the fact that the characteristic swept-back wings are a feature of aircraft designed for super-sonic speed. More than 600 miles per hour is confidently predicted for this aircraft, which is to be used in the exploration of high speed problems. viðurkenna þennan virkileika. Síðastliðið haust hélt United Lutheran Church in America sitt þing í Philadelphia, Pa. Sóttu það fjórir full- trúar Synódunnar. Við sem nutum þess tækifæris að sitja þing Kirkjunnar, fundum ótvírætt til þess þá að United Lutheran Church er vakandi trúboðskirkja. Einkunarorð þingsins, „Trú og Líf“, settu glöggt fram vitnisburðarskyldu kristins manns. Tilfinningin, sem ríkti á þinginu, fannst manni sú, að það væri dásamlegt tækifæri að eiga möguleika og veraldlegan auð til þess að rétta bróðurhönd þeim sem særðir liggja á Jerikó-vegi heimsins. Dásamlegt tækifæri líka að hafa öðl- ast postullega skyldu til þess að fara og kunngjöra öðrum það sem fyllir hjarta okkar og líf — jórnandi fögnuði fyrir Krist. Að ganga við hlið slíks kristins félagsskapar er kristi- lega þroskandi. Stundum kann oss að finnast spor þeirra of stór, svo sem föður er leiðir stuttstígan dreng; en við virðum og metum áhugann og framsýnina. Við skulum reyna að þroskast í gjafmildi og fórnaranda fyrir aðra með aðstoð. „Þetta er hið sextugasta og fimta þing félagskaparins. I einni fegurstu bygð okkar Vestur-íslendinga erum við mætt; í bygðinni þar sem aldrei gat andi sundrungar og skiftingar hnekt kristnu starfi. Kristinn lýður hér á slóðum skildi og mat svo einingu og samvinnu að til fyrirmyndar getur verið. Leiðtogarnir sem bygðinni gáfust létu jafnan friðarhugsjón Krists ráða mestu, og ávexti þessa sjáum vér alstaðar umhverfis oss. Þökk vil ég einnig flytja hér fyrir góðsemi prestakallsins að bjóða oss hér stað fyrir þingið. Vona ég að blessun streymi frá þingi þessu til allra Guðs barna á þessum slóðum. Kirkjufélagið hefir á liðna árinu sýnt nokkur glögg merki framtaks, með ýmsu starfi safnaða þess og félagsskapa. Prestakall Dakota í Rguðárdal hóf byggingu elliheimilis á síðastliðnu sumri. Byggingin var styrkt með $15,000 gjöf frá Synódu vorri, eins og þið munið. Prívat gjafir hafa kom- ið inn, sem svara $48,000. Er heimilið tilbúið undir plöstrun. Það mun rúma 40 vistmenn, og er að öllu líkara vönduðu hóteli en nokkru öðru. Enn er þörf stórgjafa til þess að ljúka við bygginguna; en vér vitum að gjafmildi íslendingsins er jafnan á við þörfina, og mun svo hér verða. Betel skýrsla verður fram lögð. Veitið henni athygli. Vegna dýrtíðar kostnaðar hefir rekstur þess orðið að nokkru að takast úr stofnsjóði. Væri gott ef ekki þyrfti svo lengi að ganga, heldur gæti gjafmildi safnaða, félaga og einstaklinga séð stofnuninni fjárhagslega borgið. Útbreiðsla starfs vors til Dakota ætti að vera fleirum hvöt til þess að leggja lið og blessa æfikvöld hinna öldnu. Skifti hafa orðið á forstöðu- konu á Betel. Lét Miss Sveinson af því starfi, en við tók Mrs. Tallman; og sýnist gæfan vera með stofnuninni er svo mikil- hæf og vel gefin kona fékst til starfsins, fyrst Miss Sveinson lét af starfinu. Þökkum vér Miss Sveinson vel og trúlega unnið starf um margra ára skeið í þarfir heimilisins. íPéturssöfnuður í Dakota hefir hafið byggingu nýrrar kirkju, sem við vonum að verða fullbúin með hausti. Hefir sá söfnuður færst mikið í fang, en vill alt til vinna að eignast kirkju-heimili. Þá hafa margir söfnuðir endurbætt kirkjur sínar og raflýst. Sýnir þetta alt að fólk vort minnist kristins starfs og safnaðar síns þegar hagur þess stendur eitthvað betur. Eg hygg að hin stærsta einstaklings-gjöf til kirkju Framhald á bls. 5 íslendingadagurinn haldinn að „SILVER LAKE“ 7. ágúst 1949. Byrjar kl. 2 e. h. SKEMMTISKRÁ The Star Spangled Banner. Ó, Guð vors lands. Avarp forseta á íslenzku H. E. Magnússon Fíólín Sóló ........ Mrs. Kristín Jónsson Smedvik Ræða á ensku ............... Séra Harold Sigmar Upplestur á íslenzku — Kvæði ... Jón Magnússon Einsöngur ............. Mrs. Lorraine Christjanson Ávarp góðra gesta: Einsöngur .............. Dr. Edmond P. Pálmason (Eldgamla ísafold — My Country Tis of Thee). íþróttir af ýmsu tagi, öll verðlaun borguð í peningum út í hönd. — Dans frá kl. 6.30 til 9.30. — Agæt Music. Frítt kaffi allan daginn. NEFNDIN: Jón Magnússon, formaður, Fred J. Frederickson, Ted Samú elson, J. J. Middal, Skafti Johnson Chris Thorsteinsson, H. E. Magnússon (Hitturn vini og frændur enn á ný)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.