Lögberg - 21.07.1949, Blaðsíða 7

Lögberg - 21.07.1949, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINIM. 21. JÚLÍ, 1949. 7 Sigurður Árnason, — Nokkur minningarorð — Þegar ég nú efni gefið loforð um að rita nokkur minningarorð um góðvin minn, Sigurð Árna- son byggingameistara, verða mér eðlilega efst í huga persónu leg kynni okkar. Fundum okkar bar fyrst sam- an á íslendingadegi við Silver Bay í Manitoba fyrir meir en aldarfjórðungi síðan — fyrsta íslendingadegi mínum í vestur- íslenzkri byggð, — en Sigurður hafði þar samkomustjórn með höndum. Féll þegar vel á með okkur, enda vorum við báðir Austfirðingar, og svo að kalla sveitungar, þó að nokkrir firðir austur þar skildu æskustöðvar okkar. Við áttum því sameigin- lega átthagarækt, og fljótt kom einnig á daginn, að við áttum einnig sameiginleg áhugamál, bæði á sviði þjóðræknismálanna og víðar. Eigi allfáum sinnum hittumst við eftir það, og minn- ist ég þess sérstaklega með þakk látum huga, hversu innilegum viðtökum ég átti að fagna fyrir nokkrum árum á vistlegu heim- ili þeirra Sigurðar og Guðnýjar konu hans í Chicago, er ég var þar á ferð í sambandi við íslend- ingadagshald þar í borg. Á heim ili þeirra ríkti fögur íslenzk gest- risni, sem yljaði komumanni um hjartarætur. En þó fundir okkar Sigurðar yrðu færri, fjarlægðar vegna, en við myndum báðir hafa kosið, urðu kynni okkar allmikil eigi að síður, því að mörg bréf fóru á milli okkar, einkum á seinni árum. Var hann mjög hreinskil- inn og opinskár í bréfum sínum um menn og málefni, kynntist ég þar því vel áhugaefnum hans, sem harla víðtæk voru, en hann var maður fróðleikshneigður, las mikið, bæði á íslenzku og ensku, og fylgdist vel með því, sem var að gerast í heiminum. Frjálslyndur var hann í skoðun- um og framsækinn. En hinn heiti undirstraumur í bréfum hans var þó ósjaldan ást hans á íslandi og íslenzkum menn- ingarerfðum, tungu, sögu og bókmenntum. Kunni hann einn- ig vel að meta viðleitnina að því marki að varðveita þá íslenzku arfleifð vestur hér, enda sýndi hann það í verki með ógætum stuðningi sínum við félagsmál landa sinna í Chicago. Sigurður Árnason var, eins og fyrr getur, Austfirðingur; fædd ur 25. náv. 1882 í Loðmundar- firði, sonur hjónanna Árna Sig- urðssonar og Katrínar Hildi- brandsdóttur. Ungur missti hann föður sinn, fluttist vestur um með móður sinni og syst- kinum árið 1902, og settust þau að í Framnesbyggð í Nýja ís- landi. Árið 1906 kvæntist hann Guðnýju Johnson frá Árborg, þar í sveit, hinni ágætustu konu, er lifir hann, ásamt fjórum mannvænlegum börnum þeirra hjóna: Árni, Victor, Oscar og Huldu. Sigurð lifir einnig systir hans, Hildur Árnason, kennslu- kona í Winnipeg. Þau Sigurður og Guðný voru búsett í Manitoba fram til ársins 1926, en fluttust þá til Wilmette, Illinois, sem er hluti Chicago- borgar, og hafa síðan átt heima á þeim stöðvum, síðari árin í Evanston, Illinois. Vann Sigurð ur þar framan af árum að húsa- smíði, því að hann var hagur smiður, en gerðist síðan bygg- ingarmeistari á eigin spýtur og stundaði það starf fram að dán- ardægri, eftir því sem heilsa og kraftar leyfðu, enda var þá Osc- ar sonur hans þá orðinn önnur hönd hans í því starfi. Langvinn veikindi sín bar Sigurður með þolgæði og norrænum hetju- skap. Þó að kynni okkar Sigurðar hefðu eigi alllítil verið, fannst mér ég ekki vera honum nógu vel kunnugur til þess að rita um hann látinn eins og verðugt væri. Sneri ég mér því til vinar míns og starfsbróður, dr. Árna byggmgameistari Siguröur Árnason Helgasonar, ræðismanns Islands í Chicago, er verið hafði honum samtíða og átt nána samvinnu við hann árum saman, og bað hann um frekari upplýsingar. Varð hann vel við þeim tilmæl- um mínum, og fyrir milligöngu hans ritaði Benedikt Gestsson, er var Sigurði gagnkunnugur, eftirfarandi lýsingu á honum, sem er svo glögg og vel í letur færð, að ég fæ þar ekki um bætt, og felli ég hana því orðrétta inn í þessa minningargrein mína: „Sigurður Árnason var vin- sæll. Hann var glaður, viðmóts- þýður og félagslyndur; þótti vænt um fólk og það laðaðist að honum. Hann var vel máli far- inn, jafnt í ræðu sem riti, hag- mæltur, fyndinn og skemmtileg ur í samræðum, með áhuga á flestuip málum dagsins; frjáls- lyndur, forðaðist öfgar og ádeil ur. Mál hans var alltaf mótað af góðvilja og íhygli. Sigurður var bókavinur, víð lesinn og átti talsvert safn af vel völdum bókum, enskum og íslenzkum, er vitnaði um marg breytni áhuga hans. Þar voru ný og gömul skáldverk, sagnrit og bækur um félagsfræði og heimspeki. Á heimili hans voru alltaf nýjar bækur og tímarit. Af þeim síðarnefndu „The At- lantic Monthly“, sem hann hafði miklar mætur á og var mest í samræmi við hans hneigð í stefnu og stíl. Sigurður var ötull í félags- skap íslendinga í Chicago. Hann var félagi í „Vísir“, málfunda- félaginu „TNT“ og íslenzka skák félaginu. Meðal þess, er hann ritaði fyrir íslenzku blöðin í Winnipeg, voru tíðar fréttir um félagsmál íslendinga í Chicago. Sigurður Árnason var smiður og byggði íbúðarhús fyrir samn ingsverð. Seinni ár ævinnar var hann mjög veikur. Oscar sonur hans, lét þá af skrifstofustöðu sinni í Chicago og tók við fram- kvæmdum húsbygginganna fyr ir föður sinn. En með síma við hendina og borð þannig lagað, að hann gat gert áætlanir og skrifað, þó að hann gæti ekki setið uppi í rúminu, leiðbeindi Sigurður og hafði yfirumsjón verksins, þangað til Oscar náði fullri þekkingu og tökum á öll- um greinum þess. Innilegt þel, gestrisni og' skemmtilegar viðræður ein- kenndi heimili Sigurðar Árna- sonar og konu hans. Og þó Sig- urður væri mjög þungt haldinn síðasta árið og vissi vel, að ævi- lokin voru í nánd, hafði hann samt það traust, þá bjartsýni og þann áhuga, að það var sem andi hans væri nærri því óháður lík- amanum“. I bréfi, sem fylgdi þessari á- gætu lýsingu, tók Árni ræðis- maður mjög í sama streng um Sigurð og starf hans; taldi þátt- töku hans í félagslífi Islendinga þar í borg hafa verið mjög mik- ilvæga, að hann hefði eigi aðeins unnið ötullega í sjálfri félags- starfseminni, heldur einnig hvatt menn til sameignar og dáða með orðum sínum í bundnu og óbundnu máli. Lýkur dr. Árni ummælum sínum með því að minna á það, hversu seint auður sess Sigurðar muni verða jafnvel skipaður í hópi íslendinga á þeim slóðum. Ber því allt að sama brunni um starf hans í þágu íslenzkra félags- mála í heimaborg sinni. Til viðbótar því, sem þegar er um það sagt, skal þetta tekið fram um þá starfsemi hans: Hann gerðist félagsmaður í ís- lendingafélaginu „Vísi“ stuttu eftir að hann fluttist til Chicago, sat þar í fjölda nefnda, og var bæði skrifari félagsins og for- seti þess tvö kjörtímabil. Einnig tók hann árum saman mikinn þátt í hinu merkilega málfunda félagi Islendinga þar í borg, „TNT“, bæði með erindaflutn- ingi á fundum þess og öðrum hætti. Loks var hann einn af stofnendum íslenzka Taflfélags- ins í Chicago, og var þar stöðugt í embætti, annað hvort sem rit- ari eða féhirðir. Síðasta æviár sitt var hann heiðursforseti fé- lagsins, og hafði vel til þess sóma unnið. I öllum umræddum félögum var hann félagi fram að dánardægri. Það er því ekki of sögum sagt, að hann væri maður félagslyndur, og eigi lá hann heldur á liði sínu í félagsstarf- inu eins og ljóst má sjá af fyrr greindu yfirliti, þó að fljótt hafi þar verið yfir sögu farið. Með fréttagreinum sínum frá íslendingum í Chicago, er birt- ust iðulega í vestur-íslerii.ku vikublöðunum, vann Sigurður einnig hið þarfasta verk, enda var hann pennafær vel. Hann var einnig skáldmæltur, eins og Benedikt Gestsson víkur að; meðal annars minntist hann Ey steins kennara bróður síns, hins mætasta manns (d. 3. júní 1943), hlýlega -í ljóði. Jafnframt er skylt að geta þess, að nokkur kvæði og vísur Sigurðar birtast í safni austfirzkra ljóða, sem Helgi Valtýsson hefir safnað til og nú er í prentun á íslandi. Sigurður Árnason var að vísu eigi einn af þeim mönnum, sem hátt bar í lífinu, en hann hafði unnið verk sitt með prýði og skipað sess sinn með þeim hætti, að bjart er um minningu hans bæði í hugum ættmenna hans og vina. Hann var ágætur þegn kjörlands síns, sem hann mat og inni. °n hann var einnig íslend- ingur í beztu merkingu orðsins, „heimatryggur í hjarta og önd“, eins og skáldið sagði fagurlega. Richard Beck Horft um öxl til lýðveldisstofnunarinnar Framh. af bls. 3 innar, hafði að verðugu verið valinn stofndagur lýðveldisins. Og hátíðahöldin þ. 17. júní hóf- ust einnig um morguninn, eins og vera bar, með því, að þáver- andi forseti Sameinaðs Alþingis, herra Gísli Sveinsson sýslumað- ur, nú sendiherra íslands í Nor- egi, lagði veglegan og fagran blómsveig við fótstallinn á styttu Jóns Sigurðssonar á Aust urvelli í Reykjavík og flutti skörulega ræðu um forystustarf hans í stjórnfrelsisbaráttunni og menningarmálum þjóðarinnar. Var athöfn þessi hin hátíðleg- asta í alla staði, hæfandi byrjun hins atburðaríka dags. Víkur nú sögunni til Þing- valla, og vil ég biðja ykkur að ..fylgjast með mér í anda á þann sérstæða og sögufræga stað, en þar höfðu safnast saman 25—30 þúsundir manns til þess að vera viðstaddir stofnun lýðveldisins, eða fimmti hluti þjóðarinnar, og að sjálfsögðu var athöfninni út- varpað. Var það mikilfengleg sjón að horfa af þingpallinum að Lögbergi yfir haf mannfjöldans, Almannagjá fánum skreytt, með hvíta tjaldborgina á grænum völlunum í baksýn. Gjallarhorn fluttu manfjöldanum það, sem fram fór að Lögbergi, en björg- in tóku undir. Var sem maður heyrði þar enduróm landsins sjálfs á þessari miklu fagnaðar- og sigurstundu í sögu-þjóðarinn ar, eins og ég hefi orðað það á öðrum stað. En stuttu áður hafði þjóðin, með allsherjarat- kvæðagreiðslu og yfirgnæfandi meirihluta samþykkt, að lýð- veldi skyldi stofnað, og Alþingi á fundi daginn áður, endurtekið þá samþykkt einum rómi, og ákveðið að stofnun lýðveldisins skyldi fram fara að Lögbergi síð degis þ. 17. júní. Og nú var hin stóra stund að renna upp. Kl. 1.30 setti þáver. forsætisráðherra, dr. phil. Björn Þórðarson, hátíðina með gagn- orðu ávarpi. Við hina áhrifaríku guðsþjónustu, sem þá fór fram, flutti biskup Islands, dr. Sigur- geir Sigurðsson, hjartnæma ræðu og bæn, en Samband ís- lenzkra karlakóra, undir stjórn dr. Páls Isólfssonar tónskálds, annaðist hinn ágæta söng. Lauk guðsþjónustunni með því, að sunginn var sálmurinn: „Faðir andanna". Aldrei hefi ég heyrt þann andríka lofsöng betur sung inn, aldrei hefir hann gripið hug minn jafn föstum tökum; hann hljómaði mér þessa stund sem sameiginleg þökk og bæn frá brjóstum heillar þjóðar, og syng ur mér í hug til daganna enda. Og nú var stundin langþráða, stund frelsisins, sem þjóðina hafði dreymt um kynslóðum saman, loksins komin. Kl. 1.55 reis Gísli Sveinsson, forseti Sam einaðs Alþingis úr sæti sínu, setti þingfund, las upp sam- þykktir Alþingis frá deginum áður um stofnun lýðveldisins og kosningu forseta íslands, og mælti síðan á þessa leið: „Sam- kvæmt því, sem nú hefir greint verið, lýsi ég yfir því, að stjórn- arskrá lýðveldisins Islands er gengin í gildi“. Ég fæ því eigi með orðum lýst, hvernig sú söguríka yfirlýs ing sló á hjartastrengi mína, og vafalaust hefir öðrum í hópi þús undanna, sem viðstaddir voru, verið eins innan brjósts. Áhrifa- mikið var það einnig, er lýð- veldisfáninn var dreginn við hún að Lögbergi, klukknahring ingin í Þingvallakirkju, og þögn in og stöðvun allrar umferðar, sem fylgdi um stuttrar stundar bil. Og áreiðanlegt er það, eins og ég hefi einnig lagt áherzlu á við annað tækifæri, að þegar þögnin var rofin með því, að hinn mikli mannfjöldi söng þjóðsönginn „Ó, Guð vors lands“, hafa menn fundið til þess, að þeir höfðu lifað ógleym anlega stund í sögu þjóðar sinn- ar — óskastund hennar. Þeir höfðu séð draum kynslóðanna um endurfengið frelsi rætast að fullu. Lýðveldi hafði verið end- urreist á íslandi. Orð skáldsins, sem sjálfur hafði spunnið megin þátt í þá sigurvinningu, hurfu mér í hug: „Hugsjónir rætast, þá mun aftur morgna“. Nú var dagur um alt loft, hvað sem leið rigningunni og þungviðrinu. Því næst fór fram kosning for seta lýðveldisins, herra Sveins Björnssonar, þáver. ríkisstjóra, er síðan hefir verið endurkos- inn, enda er hann hinn ágæt- asti maður og skipar sinn virð- ingarsess með mikilli sæmd. Var hið fyrsta ávarp hans til þjóðarinnar, er hann flutti að Lögbergi, íturhugsuð lögeggjan til sameiningar og samstarfs. Annar meginþáttur hátíða- haldsins að Lögbergi voru kveðj ur þær, sem fulltrúar erlendra ríkja fluttu hinu nýstofnaða lýð veldi, og allir lýstu miklum vin arhug í garð hinnar íslenzku þjóðar, virðingu fyrir henni og afrekum hennar. Voru þær þannig vaxnar, að þær hlutu að glæða hverjum góðum Islend- ingi hollan metnað í brjósti, láta hann finna til þess, að hann var kvistur á traustum ættstofni, sem staðið hafði af sér storma aldanna og ekki fúnað í rót. Síðar um daginn hélt hátíða- haldið áfram, með fjölbreyttum skemmtiþáttum og menningar legum, niðri á Völlunum við rætur hinnar fornfrægu Fang- brekku, og var þar, sem áður að Lögbergi, geysimikill mann- fjöldi saman kominn. I viðurvist þess fjölmenna mannsafnaðar og í útvarpið til þjóðarinnar í heild flutti fulltrúi Vestur-ís- lendinga kveðjur þeirra, og þarf ekki að fjöryrða um það, hve frábterlega vel þeim var tekið. En á hitt vildi ég minna, að þar kom eftirminnilega fram sá djúpstæði ræktarhugur, sem ís- lendingar heima á ættjörðinni bera í brjósti til okkar landa þeirra hérna hegin hafsins. Meg um við ekki láta neinar hjáróma raddir villa okkur sýn í þeim efnum. Hér hefir aðeins verið stiklað á stærstu steinum. En um hitt voru allir sammála, að þrátt fyr ir hið óhagstæða veður, stórrign ingu mestan hluta dagsins, höfðu hátíðahöldin við stofnun lýðveldisins farið ágætlega fram. Sjálfur þreytist ég aldrei á að lofa frjálsmannlega og glæsilega framkomu fólksins þann dag, enda hefi ég aldrei verið stoltari af þjóð minni, eins og ég hefi margsagt í frásögnum mínum af lýðveldisstofnuninni. Rigningarveðrinu „sló sannar- lega ekki inn“, menn voru gripn ir of ríkri fagnaðarkennd til þess að láta slíkt á sig fá. Og víst er um það, að alltaf ljómar vors- ins bjarmi um stofndag lýðveld isins í minningu okkar, sem átt um því láni að fagna að vera þar viðstaddir. Þessi hátíð hér í dag, í tilefni af endurreisn hins íslenzka lýð- veldis, getur einnig verið okkur íslendingum í landi hér kröftug áminning um það, hve auðug og lífræn menningarverðmæti við höfum að erfðum hlotið. Og þá arfleifð viljum við varðveita sem lengt og gera sem frjósam- asta í menningu og þjóðlífi þessa okkar nýja lands, sem við unn- um og eigum þegnskuld að gjalda, landinu, sem okkar dag- lega vinna er vígð, vöggustöð barna okkar og þeirra barna. Við höfum aldrei farið leynt með það, í orði eða verki, að við værum fyrst og síðast hér- lendir borgarar. Milli þegn- skyldu okkar annars vegar og ræktarsemi okkar við ættlandið hinsvegar hefir aldrei orðið og verður aldrei árekstur, en það er sannfæring margra okkar, að með því að varðveita og ávaxta hið bezta og fegursta í hugsjóna- og menningararíinum íslenzka greiðum við þegnskuld okkar sem drengilegast, auðgum mest hið nýja land okkar. I einu af allra fegurstu ætt- jarðarkvæðum Bandaríkjanna kemst skáldið þannig að orði: „Fögur ert þú ættjörð mín, í draumi föðurlandsvinarins, sem lítur alabastur-hvítar borgir þínar, óflekkaðar tárum mann- anna barna, rísa úr djúpi fram- tíðarinnar“. Það er hinn mikli og glæsilegi draumur framtíðar innar, sem beztu menn og konur þessa lands bera í brjósti og helga viðleitni sína. Það er metn aður minn, ósk og von, að ís- lendingar hérlendis eigi sinn fulla þátt í að láta þann draum rætast. En með þörfu og vel unnu starfi okkar, á hvaða sviði sem er, minnumst við íslands fegurst og bezt. Allt, sem hver maður og kona af íslenzkum stofni vinna sér til sæmdar eða frægðar, það er líka sómi ís- lands. Lýk ég svo máli mínu með þessum erindum úr „íslandsvís- um“ Hannesar Hafsteins: „Lifi minning liðins tíma, langtum meir þó tímans starf. Lifi og blessist lífsins glíma, leifi framtíð göfgan arf. Hverfi ofdrambs heimsku víma, hefjist magn til alls, sem þarf. Lifi og blessist lífsins glíma, lifi og blessist göfugt starf'- Landið blíða, landið stríða, landið hrauns og straumafalls, landið elds og hrímgra hlíða, hjörtum kært til fjalls og dals! 1 þér kraftar bundnir bíða barna þinna, fljóðs og hals. Hvert þitt býli um byggðir víða blessi Drottinn, faðir alls“. (Ræða þessi var að miklu leyti flutt blaðalaust, en birtist hér að meginmáli). THE SISAL INDUSTRY OF EAST AFRICA British East Africa is the iargest producer of sisal in the world, exporting in 1947, over 120,000 tons of fibre valued at £6, 864,817. Chief East African producer is Tanganyika (95,856 tons in 1947) followed by Kenya (24,960 tons). Sisal fibre is shipped principally to the United States of America, Canada, and to Great Britain. Pre-war the bulk of production went to European coun- tries. During the war East Africa sisal was a vital commodity in extensive demand for manufacture into ropes and cordage for the Allied Fleets and Merchant Services as well as for harvesting twine. Sisal was first introduced to East Africa in 1893, when 83 small plants (the survivors of 1,000 shipped from Florida) were sufficient to start the industry. Each leaf contains approximately 1,000 fibres which, when cleaned of all vegetable matter, dried, and brushed, form the commercial product. Each plant produces approximately 180 leaves over a 4-5 year period. The industry runs its own re- search stations at Hlingano, near Tanga, Tanganyika, and a Thika, near Nairobi, Kanya’s capital city. This picture shows an Inter- national “Brookville” 40 horsepower diesel engine hauling off a train of wagons loaded with leaf to the factory. MR. PETER JOHNSON Representing J.J. H.McLean&Co. LTD. PORTAGE AT HARGRAVE Phone 924 231 "The West’s Oldest Music House” Exclusive Representatives for HEINTZMAN & CO. NORDHEIMER SHERLOCK MANNING NEW SCALE WILLLAMS PIANOS Magrir menn, konur Þyngjast 5, 10, 15 pd. Nýr þróttur, nýtt fjör, þrek Hvíltk unun, limir styrkir, ójöfnur sléttast, híllsin verCur liSugur; llkam- Inn ekki framar veikluleKur; þúsundir manna og kvenna hafa komist I g68 hold; þetta fðlk þakkar Ostrex töflum heilsubðt sfna; vegna hins mikla nær- ingarkrafts, er þær hafa. Engln hætta ft offitu, magurt fðlki þyngist frft 6, 10. og 15 pd. Kynnist þessum nýja lækn- ingalyfi! Notið Ostrex Tonic töflur, sem styrkja llkamann. 1 öllum lyfjabúCum.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.