Lögberg - 28.07.1949, Blaðsíða 3

Lögberg - 28.07.1949, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 28. JÚLÍ, 1949 3 esson húsasmíði. Þeir eru báðir kennarar við héraðsskólann og meistarar hvor í sinni grein, en námið fer fram undir verndar- væng iðnskólans á Selfossi. Húsnceðisvandrœðin geysileg. — Olli ekki húsnæðiseklan miklu merfiðleikum í skólastarf- inu í vetur? — Jú, húsnæðisvandræðin eru hér mikil. í tvö ár höfum við rekið skólann án þess að fá bættan húsnæðisskaðann, sem við hlutum við brunann. Nemendur hafa heldur kosið að búa þröngt en verða af skóla- vistinni. Enn sækja nemendur fast eftir skólavist og eins og ég hefi nú lýst starfinu, finnst okkur hér óeðlilegt, að ekki skuli vera greitt fyrir því, að hið nýja skólahús komist fljótt upp. Ýmsir skólar eiga við erfiðan húsakost að búa og þurfa sann- arlega umbætur, en það mun fá- títt, að fjölsóttur skóli, sem hlýt ur brunatjón, skuli standa óbætt ur fyrir slíkt óhapp árum sam- an. Ég get ekki annað en sagt það hér, að skipti mín við suma alþingismenn eru þannig, að mér virðist þeir skoða mig sem mikinn skaðræðismann. Alþingi hefir nýlega dembt! yfir þjóðina strangri skólalög- gjöf, sem á að vera full fram- kvæmt eftir fjögur ár. Þegar hér uðin eru byrjuð að undirbyggja framkvæmd laganna, þar á með al skólaskyldu til 15 ára aldurs, virðist Alþingi algerlega bregð- ast skólunum. T. d. er fjárveiting til héraðs- og gagnfræðaskólanna svo lág, að skólarnir fá aðeins lítmn hluta þess, sem ríkið skuldar þeim fyrir þegar gerð verk, hvað þá að nokkur eyrir fáist til ný- bygginga. Endurbætur á hita- og vatnsveitu. — Hvaða umbætur ráðgerið þið í sumar? — Umbætur á hita- og vatns- veitu eru með öllu áhjákvæmi- legar. Einnig er hugmyndin að koma fyrir frystivélum, sem við eigum ' óuppsettar. Vegna geymslu á matvælum skólans verður þetta að gerast. Þá er að koma hita í nýju bygginguna og reyna þannig að bjarga sér í henni hálfgerðri heldur en að skerða skólastarfið. — En verða nokkur ráð til að bæta húsakostinn að einhverju leyti'í sumar? — Þetta, sem ég hefi þegar nefnt, kostar mikið fé og illt er að geta ekki staðið í skilum við verkamenn og efnissala. En það eina, sem gæti orðið skólanum til bjargar núna, er ef hægt væri að fá nokkurt byggingarlán, svo verkið ekki stöðvist. Sýslunefnd Árnessýslu hefir brugðist vel við og samþykkt að ganga í á- byrgð fyrir byggingarláni, hins vegar er með öllu óvíst, að pen- ingar finnist eða fáist. Fjárhagsráð hefir sýnt okkur sannan skilning og höfum við góðar minningar um skiptin við það. Við höfum fjárfestingar- leyfi fyrir að gera fokheldan þann hluta hússins, sem þegar er kominn á stað. Sjáum nú til og vonum hið bezta landi og þjóð til handa þótt móti blási í bili. Spámenn segja að bráðum rofi til. Þetta sagði Bjarni Bjarnason, skólastjóri, um starf Laugar- vatnsskólans í vetúr og horfurn ar á framkvæmdum þar í sumar. Skólinn hefir nú búið við hús- næðisþrengslin af völdum brun- ans í tvo vetur, og er það eftir- tektarvert afrek, að starf skól- nú og fyrir Fyrir svo sem hálfri öld var sú skoðun mjög útbreidd meðal menntamanna hins vestræna heims, að vísindin væru smám- saman að afsanna gildi trúar- bragðanna. — Þróunarkenning Darwins, misjafnlega túlkuð og margvíslega úr lagi færð, virtist um skeið hafa gert trúfræðileg- ar kenningar um uppruna mannsins, eðli hans, tilgang og takmark, að fjarstæðu. Spjátr- ungarnir um síðustu aldamót, snöggsoðnir úr skóla efnishyggj- unnar, töluðu um „Jahve gamla“ með óblandinni fyrirlitningu — og þurfti ekki spjátrunga til. Nú dettur engum menntuðum manni í hug að halda því fram, að vísindin hafi afsannað gildi trúarbragðanna. Miklu fremur mun meiri hluti lærðra mannahallast að þeirri skoðun, að vísindin séu að leiða ýmislegt í ljós um sannleiksgildi æðri trúarbragða og séu þeim þar af leiðandi til staðfestingar. Heimsskoðun 19. aldar manna grundvallaðist á kenningum Galileos og Newtons um alheim- inn, að svo miklu leyti sem hún náði út fyrir takmörk arfgengra kirkjukenninga. Efnishyggjan blómgaðist, þó að hún hefði þann mikla annmarka að neita sérstöðu mannsins í sköpunar- verkinu, en gera hann aðeins að einu hjólinu í sigurverki tilver- unnar. En blómgunartímabilið varð stutt. Þegar sálarfræði nítjándu aldarinnar átti að leysa spurninguna um það hvernig hugur og andi gæti verið til orð- inn upp úr efninu, þá komst hún í ógöngur. Descartes og fylgj- endur hans höfðu áður reynt að leysa vandann með því að segja, að efni og andi væru tvær hlið- stæður, þótt andinn væri af efn- inu kominn. Þetta reyndist þó haldalaust til lengdar. Menn fundu enga skynsamlega skýr- ingu á því, hvernig hugur eða andi gat orðið til, af efni og í efn- islíkama, nema með því að leita út fyrir efnið, að skapara, guði, sem blásið hefði „lifandi anda í hans nasir“. Og þar með var efn- ishyggjan komin í hring, út í megnustu ógöngur, sjálfa sköp- unarsögu Gamla testamentisins, sem átti að afsanna. Og nú, eftir fimmtíu ár, er það orðin ein af kennisetningum líffræðinnar, sálarfræðinnar og sjálfrar eðlisfræðinnar, að al- heiminum sé stjórnað af mætti hugans utan við skynheim vorn, ans skuli ekki hafa beðið mik- inn hnekki þessi ár, og sýnir, að þar hefir verið að verki vilji, sem staðráðinn er í að sigrast á örðugleikunum. En vonandi finnst flestum nú, að Laugar- vatnsskólinn hafi unnið til þess að fá mikil og vegleg húsakynni fyrir starfsemi sína og það sem fyrst. TÍMINN, 11. júní hálfri öld — að þessi heimur sé hugsun hins mikla heimssmiðs. Hinn sýnilegi heimur er til orðinn í vitund hins eilífa anda, segir stjörnufræðingurinn og eðlis- fræðingurinn heimskunni Sir James Jeans í bók sinni „The Mysterious Universe“. Hann komst ekki að þessari niðurstöðu eftir neinum trúarleiðum. Vís- indalegar rannsóknir hans um tugi ári á eðli og ásigkomulagi alheimsins knúðu hann út í þessa ályktun. Þannig eru vís- indin að staðfesta með vitnis- burði sínum eilíf sannindi trú- arinnar og endurvekja það sam- ræmi og öryggi í lífsskoðun nú- tímamannsins, sem efnishyggjan hafði átt sinn mikla þátt í að lama. Vissulega er þetta fagnað- arefni þeim, sem ekki geta lif- að í trú án þess að lifa í skoðun — og þá einnig hinum, sem ekki þurfa skoðunar við til þess að trúa. Sv. S. Vér óskum öllum íslenzkum viðskipta vinum og öllum íslendingum til heilla og hamingju á sextugasta af- mæli þjóðminningardags þeirra, á Gimli 1. ágúst 1949 BOOTH FISHERIES Canadian Co., Ltd. 804 Trust and Loan Bldg. SIMI 92 101 WINNIPEG, MAN. HAMINGJUOSKIR TIL ISLENDINGA... ^TJÓRNENDUR og starfsfólk Safeway búð- anna, samfagna íslendingum í tilefni af ís- lendingadeginum, sem haldinn verður á Gimli þann 1. ágúst, 1949. Vér þökkum íslendingum vaxandi viðskipti og árnum þeim framtíðar- heilla. Virðingarfylzt . . . SAFEWAY CANADA SAFEWAY LIMITED Compliments of . . . JUBILEE COAL COMPANY, LIMITED H. B. IRVING, Manager CORYDON and OSBORNE, WINNIPEG Kirkjublaðið 16. maí. V ísindi og trú —

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.