Lögberg - 08.09.1949, Síða 1

Lögberg - 08.09.1949, Síða 1
Cleaning Inslilulion PHONE 21374 ie*V ÞaU fú* A Complele Cleaning Insiitulion 62. ÁRGANGUH WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 8. SEPTEMBER, 1949 NÚMER 36 Baldur Stephansson (Sonur Stephans G.—) Fæddur 25. seplember 1879, dáin 13. júní 1949 Framkvæmdir við virkjun Neðrifossa hefjast í sumar Á fundi í bæjarráði Reykja- víkur, er haldinn var s.l. föstu- dag, var rætt um viðbótarvirkj- unina við Sogsorkuverið og sam- þykkti bæjarráð þá svohljóð- andi ályktun eftir tillögu raf- magnsstjóra: Að sækja til ríkisstjórnarinar um virkjunarleyfi á írafossi og Kistufossi í einni virkjun. Að láta sem fyrst fara fram útboð á vélum og rafbúnaði sam kvæmt framlagðri lýsingu, á þann hátt, að sent verði til þeirra firma í Norðurálfu og Ameríku, sem Sogsvirkjunin hefir haft samband við, bæði beint og fyrir milligöngu ísl. sendiráða. Vegagerð og brúarsmíði í sambandi við afgreiðslu máls þessa, lá og fyrir fundi bæjarráðs bréf frá rafmagns- stjóra, varðandi undirbúnings- vinnu er hefja skal í sumar að virkjun þessari. í bréfinu skýrir rafmagns- stjóri frá þeim vegalagningum, sem nauðsynlegar eru, en það eitt er allumfangsmikið verk og loks er nauðsynlegt að byggja brú yfir Sogið og verður hún fyrir ofan írafoss. FRÁ AKRANESI Tíðindamaður blaðsins náði tali af sr. Sveinbirni í gær. Og eins og lög gera ráð fyrir byrjuð- um vér á að spyrja hvaðan af ís- landi hann væri. Eg er fæddur og uppalinn á Akranesi, svarar sr. Sveinbjörn. Foreldrar mínir voru Jónas Ikkaboðsson og Anna Svein- björnsdóttir, systir Kristjáns Möller, og eru þau nú bæði lát- in. Þau fluttust til Winnipeg ár- ið 1911, þegar ég var 13 ára. Og ég hef ekki komið til íslands síð- an. Eg átti heima í Winnipeg til ársins 1920. Þá fór ég í presta- skóla í Indíana-fylki og hefi nú predikað í 20 ár samfleytt. FÁIR ÍSLENDINGAR Hefirðu haft íslenzka söfnuði? Nei, því miður — þá myndi ég áreiðanlega vera liðugri í íslenzk unni! í borginni Duluth, í Norð- ur Minnesota, þar sem ég hef verið þjónandi prestur lengst af, eru aðeins örfáir íslendingar — eitthvað um 10, að mig minnir. Og þeir eru að týna tölunni. Eg jarðsöng t.d. einn þeirra, rétt áð- ur en ég fór, Kristinn Gunnars- son. RÆÐUR UM ÍSLANDI Þú hefur flutt fyrirlestra um ísland? Já, þær eru nú orðnar býsna margar ræðumar, sem ég hef flutt um ísland — bæði úr ræðu- stóli og eins í hópi kunningja og vina. Hvar sem ég hef komið ókunnugur í bæ, hefir fólkið far- ið að velta því fyrir sér, hvaðan Moldin hefir jnýkt þín sár — Meinum ei skal flíka. Þú varst bóndi æfiár: Unnir henni líka. Nokkrir Ameríkumenn heim- sóttu Marshal Tító á eyjunni Brisoni í Adriatic hafinu og áttu alllangt tal við hann. Hann sagði þeim að ósamlyndið við Stalín hefði byrjað fyrir 5 árum síðan vegna ágreinings um grundvall- aratriði. Stalín vill að kommún- istaríkin séu sem ein heild undir einni yfirstjórn; en Tító vill að hvert ríki sé sjálfstætt. Tító kvaðst ekki mundu hlýta skip- unum frá nokkru erlendu ríki né leyfa því að skipta sér af innanríkismálum Júgóslavíu. Þótt Sovietríkin reyni á allan hátt að þrengja að Júgóslavíu- efnahagslega og láti ófriðlega, nafn mitt, Ólafsson, væri. Flest- ir hafa haldið a, það væri norskt eða sænskt. Engum hefir dottið Island í hug. En um leið og ég hefi sagt að ég væri frá íslandi, hefir rignt yfir mig spurningum. Og áður en ég hefi vitað af hefi ég verið búinn að lofa því, að flytja fyrir- lestur um Island í einhverju fé- laginu, eða einhverri kirkjunni. MIKIL FÁFRÆÐI Eg byrjaði á því strax á meðan ég var í háskólanum að segja mönnum frá íslandi. Mér gramd- ist oft fáfræðin um ísland, sem er ótrúlega mikil, þó hún sé kannske eðlileg. Sannleikurinn er sá, að almenningur í Banda- ríkjunum hefir enn þann dag í dag hinar undarlegustu hug- myndir um Island. Maður hefir reynt eftir megni að leiðrétta þennan misskilning, en það seg- ir auðvitað ekki mikið. ÁHUGI MIKILL Hvar hefurðu aðallega flutt fyrirlestra þína? Oftast í kirkjum. Eins hef ég talað á vegum fjölmargra félaga og samtaka. Áhugi fólksins á ís- landi er mikill og það er afar þakklátt fyrir réttar upplýsingar um land og þjóð. FERÐAÐIST UM MEÐ FYRSTU MYND LOFTS Hefirðu haft nokkrar kvik- myndir til að sýna? Nei, því er nú verr. Það er að segja að ég ferðaðist um í þrjá mánuði með fyrstu Loftsmynd- ina — og fyrstu kvikmyndina, sem tekin var á íslandi, fyrir mörgum árum. Reistir bæ í bygðarlag — Bú svo hlýfa m^etti: Orktir jörð í efnahag — Undir bænda-hætti. taldi Tító ólíklegt að þau myndu hefja hernaðarlega árás. Hjúkrunarkonur vantar 1 Manitoba er svo mikil ekla hjúkrunarkvenna að heiibrigðis máladeild fylkisins gefur ekki leyfi til bygginga sjúkrahúsa nema því aðeins að nefndin, sem hefir það með höndum, telji mögulegt að ráða hjúkrunar- konur, aðrar en þær, sem starfa við önnur sjúkrahús. Það er ekki hægt að notfæra til fulls öll þau sjúkrahús, sem þegar hafa verið reist í ýmsum smábæjum fylk- isins vegna hjúkrunarkvenna- leysis. ÆTLAR AÐ TAKA KVIKMYNDIR Evi einn megintilgangurinn með för minni hingað er einmitt að taka litkvikmyndir af landi og þjóð. Fyrst og fremst ætla ég að taka myndir af trjám og blóm- um. Eg skal segja þér, að ég vissi ekki sjálfur, að það væri svona mikill trjágróður hér. Blómun- um mundi ég eftir — á meira að segja ennþá blóm, sem ég hnuplaði hér í Gróðrar stöðinni áður en ég fór! Svo ætla ég auð- vitað að reyna að taka eins margar myndir úr athafnalífi þjóðarinnar og ég get — úr iðnað inum, landbúnaðinum og sjávar- útveginum. Eg hefi lofað að senda dagblaði í Minneapolis greinar um Island meðan ég dvel hér.Og þegar ég kem heim aftur ætla ég að reyna að gefa fólkinu rétta mynd af því, hvernig Is- land er í dag. TRYGGÐ Kynningarstarfsemi sr. Svein- björns Ólafssonar um Ísland hef- ir verið unnin í kyrrþey og án alls auglýsingaskrums, svo sem góðra manna er siður. Og áhugi hans á Islandi og tryggð hans við ættjörðina hefir aldrei dvínað, þótt hann hafi verið búsettur í annarri heimsálfu í öll þessi ár. Tíminn, 30. júlí Senator Ian MacKenzie dáinn Senator Ian Mackenzie 59 ára að aldri lézt í Banff síðastliðinn föstudag úr hjartaslagi. Hann átti langan stjórnmálaferil að baki; 10 ár á fylkisþingi British Columbia og 18 ár á sambands- þingi og fylgdi Líberalflokknum að málum. Hann átti sæti í ráðu neytinu í Ottawa frá 1935 til 1948. Hann hafði áhuga og var upphafsmaður að ýmsum lög- um varðandi velferðarmál, sér- staklega afturkominna her- manna. Hann var skipaður Senator síðastliðið ár. Úr borg og bygð Hr. Bergur Johnson frá Bald- ur, Man., var staddur í borginni í fyrri viku. ★ Stúkan SKULD heldur fund 12. sept. 1949 á venjulegum stað og tíma. — Fjölmennið! ★ Kveðja: Samkoma í G. T.-húsinu fimtudaginn 8. sept. kl. 8 e. h. Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis — og sam- skotum hafnað. Sigurður Sveinbjörnsson ★ Síðastliðið mánudagskvöld lézt að heimili sonar síns og tengdadóttur Mr. og Mrs. Sig- urður Björnsson 679 Beverley Street hér í borginni, kvenhetj- an Guðrún Magnússon hátt á sjötta ári yfir nírætt. Útför henn Fyrir fimmtíu árum þann fjórtánda ágúst — var himininn skínandi heiður heyanna —- tíðarfar. Gróður — ylmandi gola gœldi við dýr og menn. Þá unnu þau, Vigfús og Vilborg þá vára, sem tengja þau enn. Með hjúskapnum búskap þau hófu. það hugnaðist Frey og Njörð sem blessuðu bjargglnir þeirra búpening, heimili og jörð. ar fer fram í dag (fimtudag) kl. 2 e. h. frá Fyrstu lútersku kirkju. Séra Valdimar J. Eylands flytur kveðjumál. ★ Með næstu helgi, 11. sept., hefst hin venjulega starfsemi í Fyrstu lútersku kirkju. Messað verður á ensku kl. 11 f. h. og á íslenzku kl. 7 e. h. Söngflokk- arnir aðstoða við þessar guðs- þjónustur. — Sunnudagaskólinn fer fram kl. 12:15. Skipaður dómari Samkvæmt nýjum íregnum frá Ottawa, hefir Cecil Bray Philip verið skipaður dómari í héraðsrétti Manitobafylkis; verð ur hann eftirmaður J. G. Corys dómara, sem fyrir nokkru er lát inn. Hinn nýi dómari var um eitt skeið formaður Líberalsamtak- anna í Manitoba; hann er 58 ára að aldri, fæddur í Grey-hérað- inu í Ontario. Þó veltur á því, hver á heldur hve hagnýtast verðmætin dýr. Og fyrir það, brúðarförin varð fegursta æfintýr. Og endasleppt gera þau ekki við ástvini sína, þau goð sem ráða yfir regni og skini og rennandi byr í voð. Til hliðar í hamingjusjóði heiðríkja — sólarlag. Þau setja — og friðsæla framtíð þann fjórtánda ágúst í dag. ÁRMANN BJÖRNSSON ♦ -f ♦ Fyrstu jarðgöng á íslandi * GEGNUM ARNARESHAMAR VIÐ ÍSAFJARÐARDJÚP Á þessu sumri var fullokið fyrstu jarðgöngum, sem gerð hafa verið hér á landi. Eru þau gegnum Arnarneshamar, sem er á veginum frá ísafjaðrarkaup- stað áleiðs til Súðavíkur. Er ham ar þessi, sem gengur í sjó fram, á innanverðu Arnarnesi. — Jarð- göngin liggja þvert í gegnúm hamarinn og eru 35 m. löng og 4x5 m. á vídd. Er þannig hægt að fara um þau á fullhlöðnum vörubifreiðum þótt háfermi sé á þeim. > ■ I SAGA VERKSINS Fyrst var byrjað á vinnu við jarðgöng þessi haustið 1947. En þá var aðeins unnið við þau nokkra daga vegna þess að það kom í ljós að bergið í hamrinum var svo hart að engir borar voru til hérlendis, sem á því ynnu. Voru þá pantaðir nýir borar frá Englandi. Stóð svo lengi á þeim að ekki var hægt að byrja verkið að nýju fyrr en haustið 1948. Var verkið þá hafið af full- um krafti og tók það um það bil tvo mánuði að ljúka því. Eru göngin nokkru lengri en ráð hafði verið fyrir gert. Verkfærin, sem notuð voru við sprengingarnar voru ein loft- þjappa og moksturvél, sem mok- að var frá með eftir hverja sprengingu. Til jafnaðar vannst hálfur meter á vinnudegi og seg- ir Vegamálaskrifstofan það nokkru minni afköst en tíðkast í nágrannalöndum okkar. Hins- vegar sé á það að Mta að við ís- lendingar höfum enga reynslu í slíkri mannvirkjagerð. KOSTAR 80 ÞÚS. KR. Kostnaður við þetta mannvirki er samtals um 80 þús. kr., þar af 8 þús. kr. vegna kaupa á sprengi- efni. Aðrir hæstu kostnaðarlið- irnir eru verkamannavinna og verkfæraleiga. Verkstjóri við framkvæmdina var Charles Bjarnason á ísafirði en hann stjórnar lagningu vegar- ins til Súðavíkur. Umsjónarmað- ur með verkinu af hálfu vega- málastjóra var Sigurður Jóhanns son verkfræðingur. Mikill fjöldi Vestfirðinga og aðkomufólks hefur skoðað jarðgöngin í sum- ar. Miklar umræður hafa einnig staðið um það, hvort heppilegra væri að vegurinn til Súðavíkur lægi gegn um Arnarneshamar eða yfir Arnarnes. I sumar hefur verið unnið með jarðýtu að lagningu Súðavíkur- vegar og er gert ráð fyrir að und- irbyggingu vegarins verði komið alllangt áleiðis til Súðavíkur á iþessu sumri. Meðal manna vestra eru jarð- göngin í gamni kölluð „þjóðgat- ið“ og þykja hið merkilegasta mannvirki. Mbl. 30. ágúst Dánarfregn Sunudaginn 21. ágúst, andað- ist að elliheimilinu „Stafholt“, í Blaine, Wash., dánumaðurinn Thorgeir Johnson 73 ára að aldri. Hann var jarðsunginn mið vikudaginn 24. ágúst frá ptfarar stofu Westford& Beck í Belling- ham, að viðstöddu mörgu fólki, séra Guðm. P. Johnson jarð- söng. Thorgeirs verður nánar getið bráðlega í Lögbergi. •f -f ♦ * Til Vigfusar Guttormssonar og Vilborgar konu hans í gullbrúðkaupi þeirra 1949. Við háborðið sitja þau saman og sál þeirra vakandi dreymir, Um stund þá, sem löngu er liðin en lífið í minningum geymir og blóðið í hjartanu hitnar og hraðar um æðarnar streymir. Þau mœtt hafa skúrum og skini með skyncemi, eining og stilling og skapað sér veglegar vonir í vorhlýju, fjarlœgð og hylling í moldinni minnast þau sumra en margra í lífrœnni fylling. Ef mótlœti drepur á dyrnar til dyranna fara þau bæði, hún Vilborg með viljann og þróttinn hann Vigfús með hálfsamið kvœði þau mæta þar sorginni saman þó sálinni og hjartanu blæði. Ef hamingjan guðar á gluggann og gjörsnýr þeim öllu til bóta Með þakklæti heilsa þau henni og, heilann í einingu brjóta um samýðgi góðvina og granna og gleðinnar með þeim að njóta. Þó dagur sé kominn að kveldi er kveldið oft bjart eins og dagur Við biðjum og bænheyrslu væntum að blessist þeim líðan og hagur í umhvferfi ótaldra vina og aftaninn langur og fagur. SIG. JÚL. JÓHANNESSON Skýring. — Þetta fagra kvæði orkti Dr. Sig, Júl. Jóhannesson fyrir Lúterska söfnuðinn á Lundar, sem lét skrautrita það og setja í umgjörð bak við gler, og var afhent Vigfúsi og Vilborgu sem gjöf frá Lúterska söfnuðinum á Lundar, af formanni safnað- arins, Mr. Guðlaugi Breckman. Mbl. 28. júlí Vestur-íslenzkur prestur í heimsókn á lslandi RÆTT VIÐ SÉRA SVEINBJÖRN ÓLAFSSON Nýíega er kominn hingað til landsins vestur-íslenzki presturinn sr. Sveinbjörn Ólafsson. Það eru nú 38 ár síðan hann fluttist til Winnipeg með foreldrum sínum, og hefir hann aldrei komið til Islands síðan. —■ Sr. Sveinbjörn hefir verið starfandi prestur í 20 ár, lengst af í borginni Duluth, en er nú nýfluttur til Minneapolis í Minnesotafykli. Hann hefir flutt aragrúa fyrirlestra um Island og íslenzk málefni og unnið ósleitilega að því, að bæta úr fáfræði al- mennings í Bandaríkjunum um ísland. Fátt af því sem fyrir ber — Finnst í þessum línum: Trygður föður-arfur er Ættarkvistum þínum! JAKOB J. NORMAN Stríð ólíklegt GULLBRÚÐKA UPSLJÓÐ Til Vilborgar og Vigfúsar J. Guttormssonar 14. ágúst 1949.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.